Héraðsdómur Reykjaness Dómur 29. júní 2021 Mál nr. S - 3320/2020 : Héraðssaksóknari ( Elimar Hauksson saksóknarfulltrúi ) g egn Knút i Knútss yni ( Guðmundur Ágústsson lögmaður ) og Guðmund i Guðmunds syni ( Áslaug Gunnlaugsdóttir lögmaður ) Dómur: Mál þetta, sem dómtekið var 4 . maí 202 1 , höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 10. desem ber 20 20 á hendur ákærðu, Guðmundi Guðmundssyni, kt. [ --- ] , og Knúti Knútssyni, kt. [ --- ] ; fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Aflbinding járnverktakar, kt . [ --- ] , nú afskráð, á hendur Guðmundi sem stjórnarformanni félagsins og Knúti sem framkvæmdastjóra og meðstjórnanda félagsins, með því að hafa: 1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattskýrslu einkahlutafélag s ins á lögmæltum tíma vegna uppgjörstímabilsins mars - apríl rekstrarárið 2017 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimt a bar í rekstri einkahlutafélagsins, vegna uppgjörs - tímab ilanna mars - apríl, maí júní , september október og nóvember desember rekstrarárið 2017, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 37.248.816 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir: mars apríl kr. 9.236. 019 maí júní kr. 11.032.070 september október kr. 11.192.049 nóvember desember kr. 5.788.678 Samtals kr. 37.248.816 2 2. Eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma greiðslutímabilin maí og júlí rekstrarárið 2017, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna ein kahlutafélagsins, greiðslutímabilin maí, júní, júlí, nóvember og desember rekstrarárið 2017 og janúar og febrúar rekstrarárið 2018, samtals að fjárhæð 29.158.715 krónur hvað varðar ákærða Guðmund og samtals að fjárhæð 32.418.435 krónur að því er varðar ákæ rða Knút, fjárhæðirnar sundurliðast sem hér greinir: 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Aflbinding u Járnverkt ökum ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. t ölulið ákæru samtals að fjárhæð 66.407.531 að því er varðar ákærða Guðmund og samtals að fjárhæð 69.667.251 að því er varðar ákærða Knút og nýtt ávinninginn í þágu reksturs einkahlutafélagsins. Framangreind brot ákærðu samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. lag nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Framangreind brot ákærðu samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Framangreind brot ákærðu samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2017 Hvað varðar Knút: maí kr. 5.474.616 júní kr. 5.798.606 júlí kr. 5.572.394 nóvember kr. 6.726.094 desember kr. 3.896.501 kr. 27.468.211 2018 janúar kr. 2.634.527 febrúar kr. 2.315.697 kr. 4.950.224 Samtals: kr. 32.418.435 2017 Hvað varðar Guðmund : m aí kr. 4.822.672 j úní kr. 5.146.662 j úlí kr. 4.920.450 n óvember kr. 6.074.150 d esember kr. 3.244.557 kr. 24.208.491 2018 j anúar kr. 2.634.527 f ebrúar kr. 2.315.697 kr. 4.950.224 Samtals : kr. 29.158.715 3 Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar Kröfur ák ærð u : Í málinu gerir á kærði Knútur kröfu um sýk nu af ákæru um peningaþvætti samkvæmt ákærulið 3. Að öðru leyti krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa. V erði ákærða dæmd fangelsisrefsing krefst hann þess að hún verði að öllu leyti bundin skilorði. Þá krefst skipaður verjandi ákærða þóknunar sér til handa. Ákærði Guðmundur gerir þær kröfur aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds. Til vara krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa. Í báðum tilvikum krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin þóknun til handa skipuðum verjanda hans. I Bú Aflbindinga r - Járnverktaka ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 12. apríl 2017. Skiptum lauk 29. júní 2018 og var félagið afskráð 6. júlí 2018. Samkvæmt vottorði úr F yrirtækjaskrá RSK skipuðu ákærðu stjórn félagsins og var ákærði Guðmundur skráður stjórnarformaður þess en ákærði Knútur meðstjórnandi. Ákærði Knútur var auk þess skráður framkvæmdastjóri félagsins. Þá voru báðir ákærðu með prókúruumboð fyrir félagið samkvæmt vottorðinu. Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf sjálfstæða athugun á skattskilum Aflbindingar - Járnverktaka ehf. 22. október 2018. Þeirri rannsókn lauk 27. nóvember 2018. Með bréfum 4. desember 2018 tilkynnti skattrannsóknarstjóri ákærðu um lok rannsóknar og fyrirhugaða töku ákvörðunar um refsimeðferð í málinu. Var ákærðu gefinn 15 daga frestur til að skila inn athugasemdum við þau áform skattrannsóknarstjóra. Engar athugasemdir bárust frá ákærða Guðmundi en andmæli bárust frá ákærða Knúti me ð bréfi 16. desember 2018. Í bréfinu kom meðal annars fram að ávinningur ákærða hefði verið enginn og að geta hans til þess að greiða sektir væri mjög takmörkuð. Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós að af hálfu Aflbindingar - Járnverktaka ehf. hefði verið vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda innan lögboðins frests til ríkissjóðs fyrir tímabilin maí, júní , júlí, nóvember og desember 2017 og janúar og febrúar 2018. Við rannsóknina var einnig upplýst að af hálfu félagsins hefði verið v anrækt að standa skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs innan lögboðins frests fyrir tímabilin mars - apríl, maí - júní, september - október og nóvember - desember 2017. Þá hefði staðgreiðsluskilagreinum fyrir tímabilin maí og júlí 2017 og virðisaukaskatts s kýrslu fyrir 4 tímabilið mars - apríl 2017 ekki verið skilað á lögmæltum tíma . Nam vangoldin afdregin staðgreiðsla samtals 32.418.435 krónum. Vangoldin innheimtur virðisaukaskattur nam 37.248.816 krónum. Með bréfi 13. mars 2019 vísaði skattrannsóknarstjóri málinu t il rannsóknar héraðssaksóknara vegna meintra brota ákærðu gegn ákvæðum laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og eftir atvikum almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Skýr sla var tekin af ákærða Knúti hjá héraðs saksóknara 7. maí 2020. Ákærði var við skýrslutökuna spurður út í efni fyrirliggjandi skýrslu skattrannsóknarstjóra. Ákærði kvaðst telja skýrsluna rétta og vefengdi hann ekki efni hennar. Skráningu hjá F yrirtækjaskrá RSK, sbr. framlagt vottorð, varðandi sk ipun stjórnar og framkvæmda stjórnar Aflbindinga r - Járnverktaka ehf. , staðfesti ákærði sem rétta. Verkaskiptingu á milli sín og meðákærða hjá félaginu kvað ákærði hafa verið háttað svo að hann hefði unnið mest á skrifstofu félagsins og séð um daglegan rekst ur, fjármál og greiðslu reikninga. Meðákærði hefði hins vegar séð um höndum. Ákærði bar að þegar rekstur félagsins hefði tekið að þyngjast hefðu ákærðu tekið ákvörðun um að láta laun og greiðslur til verktaka og birgja ganga fyrir öðrum greiðslum . Ákærði sagði afdregna staðgreiðslu starfsmanna sem ekki hefði verið skilað til ríkissjóðs hafa farið til greiðslu á þeim hlutum. Sama hefði verið með innheimtan en vangoldinn virðisaukaskatt. Lýsti ákærði þeirri skoðun sinni að ákærðu hefðu staðið að rekstrinum í samei ningu, enda hefðu þeir átt félagið saman. Ákvarðanir um meiri háttar mál hefðu þeir tekið saman, einkum eftir að illa fór að ganga í rekstrinum. Skýrsla var tekin af ákærða Guðmundi hjá héraðssaksóknara 8. maí 2020. Við skýrslutökuna var ákærði spurður út í efni skýrslu skattrannsóknarstjóra. Ákærði kvaðst telja skýrsluna rétta og vefengdi hann ekki efni hennar. Skráningu hjá F yrirtækjaskrá RSK, sbr. framlagt vottorð, varðandi skipun stjórnar og framkvæmda stjórnar Aflbindinga r - Járnverktaka ehf. sagði ákærð i rétta . Um verkaskiptingu milli sín og meðákærða bar ákærði að meðákærði hefði séð um daglegan rekstur, fjármál og greið slu unnið á skrifstofu félagsins en ákærði verið me ira á verkstað, auk þess að kaupa efni og aðföng. Sagði ákærði þá tvo hafa rekið og átt félagið saman. Þegar rekstur félagsins hefði farið að þyngjast hefðu ákærðu ákveðið að láta laun og greiðslur til verktaka og birgja ganga fyrir. Allir fjármunir félags ins hefðu farið til greiðslu á þeim hlutum, þar með 5 talinn afdregin staðgreiðsla starfsmanna félagsins og vangoldinn innheimtur virðisauka - skattur. Er í samantektarskýrslu héraðssaksóknara eftir ákærða haft að ákærðu hafi tekið ákvarðanir um meiri háttar m ál saman, einkum eftir að illa fór að ganga í rekstri félagsins . II Framburður ákærða Knúts fyrir dómi: Við fyrirtöku málsins 19 . febrúar 20 21 viðurkenndi ákærði Knútur að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum 1 og 2. Hann neitaði hins vegar sök samkvæmt ákærulið 3. Í skýrslu sinni fyrir dómi staðfesti ákærði Knútur að hann hefði verið framkvæmdastjóri Aflbindingar - Járnverktaka ehf. og farið með prókúru fyrir félagið, auk þess að vera meðstjórnandi í stjórn félagsins . Félagi ð hefði ákærði átt að hálfu á móti meðákærða Guðmundi. Ákærði sagði mega orða það svo að hann hefði verið með skrifstofuhluta félagsins á sinni könnu en tók fram að f jármálastjórn félagsins hefði hvorki verið mikil að umfangi né flókin. Félagið hefði verið með einn bankareikning , sem ákærði hefði haft prókúru að, og fjármunir komið inn fyrir verk á móti launum og kostnaði. Ákærði sagði allar megin ákvarðanir í rekstri félagsins hafa verið teknar í sameiningu af honum og meðákærða . Þá hefðu þeir fundað nær daglega um ýmsa hluti og ne fndi ákærði í því sambandi fyrirkomulag vinnu nnar, verkstjórn á vinnustöðum , verkefni n sem félagið tók að sér eða sóttist eftir , þar með talið verð þeirra , skipulag verkefna og hvað væri framundan hjá félaginu . Nefndi ákærði sérstaklega að s tundum hefðu þeir sest tveir niður og ákærði spurt meðákærða að því í hvaða röð þeir ættu að greiða skuldir félagsins, hver forgangsröðin ætti að vera. Í langflestum tilvikum hefðu launagreiðslur til starfsmanna verið látnar ganga fyrir öðr um útgjöldum, þar með talið vörslusköttum . Fullyrti ákærði að meðákærði hefði verið meðvitaður um vanskil félagsins á vörslusköttum. Spurður um hvað orðið hefði um þá fjármuni sem vísað væri til í liðum 1 og 2 í ákæru svaraði ákærði því til að þeir hefðu í raun brunnið upp í rekstri félagsins. Þeim hefði með öðrum orðum verið varið til þess að greiða rekstrarkostnað félagsins , þar með talið laun . Ákærðu hefðu enga fjármuni tekið sjálfir út úr félaginu. Við aðalmeðferð málsins áréttaði ákærði þá afstöðu sína til sakagifta sem eftir honum var bókuð við fyrirtöku málsins 19. febrúar sl. Ákærði tók þó fram að hann teldi sig ávallt hafa skilað virðisaukaskatts s kýrslum Aflbindingar - Járnverktaka ehf. og staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélagsins á réttum tíma. Á ákærða var þó að skilja að 6 mögulega hefði staðið þannig á helgum að skýrsl urnar og skilagreinarnar , sem vísað væri til í ákæruliðum 1 og 2, hefðu borist einum til tveimur dögum of seint. Í þessu sambandi vísaði ákærði til þess að f élagið hefði keypt þjónus tu endurskoðunar fyrirtækis sem séð hefði um að skila virðisaukaskatt skýrslunum og staðgreiðsluskilagreinum inn . Nánar lýsti ákærði verklaginu svo að hann hefði reglulega afhent starfsmönnum endurskoðunar - fyrirtækisins gögn , meðal annars tímaskýrslur starf smanna . Þeir hefðu síðan séð um að vinna virðisaukaskattskýrslurnar og staðgreiðsluskilagreinum upp úr gögnunum sem þeir fengu frá ákærða og öðrum gögnum félagsins sem þeir hefðu haft rafrænan aðgang að. Þegar skýrslurnar og skilagreinarnar hefðu verið tilbúnar hefði endurskoðunarfyrirtækið séð um að senda þær til skattyfirvalda. Það hefði síðan verið ákærði sem hefði fyrir hönd félagsins séð um að greiða virðisaukaskattinn. Ákærði kvað starfsmenn félagsins hafa verið nærri 50 talsins þegar mest var. Fél agið hefði að meginstefnu til verið undirverktaki hjá öðrum félögum og eðli málsins samkvæmt verið mjög háð aðalverktakanum hverju sinni . Ástæðu þess að undan fæti tók að h alla sagði ákærði hafa verið að félaginu hefði ekki tekist að ná inn verkefnum á ásæ ttanlegu verði á sama tíma og umtalsverðar launahækkanir hefðu orðið. Félagið hefði verið með nokkur verkefni í sigtinu , eitt þeirra mjög umfangsmikið, en svo farið að engu þessara verkefna hefði félaginu tekist að landa. Ákærði kvað hlutina hafa gengið mj ög hratt fyrir sig eftir að verr fór að ganga í rekstrinum og í raun hefði ekkert verið við ráðið . Eftir á að hyggja sæi ákærði að félagið hefði mögulega átt að bregðast harðar við þegar verkefnastaðan versnaði, segja upp starfsmönnum og draga mun hraðar ú r kostnaði en gert var. Ókosturinn við þá leið hefði hins vegar verið sá að félagið hefði þá verið verr í stakk búið til að skila af sér verkefnum, hefðu þau dottið inn. Félagið hefði því verið mjög erfiðri og vandasamri stöðu. Aðspurður kannaðist ákærði v ið að um tíma hefði eiginkona hans leyst hann af og þegið launagreiðslur fyrir. Á sama tímabili hefðu reglubundnar verktakagreiðslur til ákærða sjálfs vegna vinnu hans í þágu félagsins fallið niður. Ákærði sagði ekkert hafa verið óeðlilegt við þetta fyrirk omulag og hefði það engan útgjaldaauka haft í för með sér fyrir félagið. Það hefði verið jafnsett fjárhagslega. Ákærði kannaðist við að tvö félög í eigu hans og eiginkonu hans hefð u um tíma selt Aflbindingu - Járnverktökum ehf. vörur sem félagið hefði nýtt í verkum sínum. Ákærði kvað ekkert óeðlilegt hafa verið við þau viðs kipti. Ákærði sagði viðskipti n engin 7 neikvæð áhrif hafa haft á rekstur Aflbindinga r - Járnverktaka ehf. Fullyrti hann þvert á móti að félagið hefði sparað á þeim lítilsháttar fjármuni. Framb urður ákærða Guðmundar fyrir dómi: Við fyrirtöku málsins 19 . febrúar 20 21 neitaði ákærði Guðmundur sök í öllum þremur liðum ákærunnar. Við aðalmeðferð málsins áréttaði ákærði þá afstöðu sína. Fyrir dómi staðfesti ákærði Guðmundur að hann hefði verið formaður stjórnar Aflbindinga r - Járnverktaka ehf. og farið með prókúru fyrir félagið. Ákærði hefði jafnframt verið skráður með prókúru á bankareikningi félagsins hjá Landsbankanum. Félagið hefði ákærði átt að hálfu á móti meðákærða Knúti. Í skýrslu sinni fy rir dómi kvaðst ákærði ekki hafa ástæðu til þess að vefengja þær fjárhæðir sem fram kæmu í ákæru málsins . Það sem þar kæmi Hlutverki sínu hjá félaginu lýsti ákærði svo að hann hefði mest unnið úti á vinnusvæðum þess. Þar hefði hann stýrt starfsmönnum félagsins og verið í sambandi við viðskiptavini þess og aðra verktaka og tekið við athugasemdum frá þeim aðilum. Ákær ði hefði jafnframt séð um að skipuleggja verkin á verkstað og útvega efni, tæki, og tól til þeirra . Fatnað fyrir starfsmenn og ýmsar aðrar smávörur kvaðst ákærði meðal annars hafa greitt fyrir með fjármunum af áðurnefndum bankareikningi félagsins í Landsbankanum. Auk þess hefði ákærði komið að því ásamt meðákærða að taka ákvörðun um fjárhæðir tilboða í verk. Min ntist ákærði þess einnig aðspurður að hafa í nokkru skipti fundað ásamt meðákærða með endurskoðendum félagsins um málefni þess . Það hefði hann þó gert í minna mæli en meðákærði sem að stærstum hluta hefði séð um samskipin við endurskoðendur fyrirt ækisins og alfarið séð um að koma til þeirra gögnum . Ákærði sagði dagleg an rekstur félagsins hafa verið í höndum meðákærða en hann einnig komið að stjórnu n ýmissa verka er félagið hefði haft á sinni könnu . Ákærði kvaðst minnast þess að um mitt ár 2017 hefði staða félagsins verið orðin erfið og hefðu hann og meðákærði Knútur rætt saman um hana. Þeir hefðu meðal annars rætt hvernig verja ætti þeim fjármunum sem þó voru til í félaginu. Ákærði kannaðist við að hafa fengið að vita af því frá meðákærða að fél agið væri komið í vanskil með vörsluskatta. Það hefði hins vegar meira verið verkefni meðákærða að sjá um þá hluti. Kom fram hjá ákærða að hann og meðákærð i hefðu verið sammála um það að launagreiðslur skyldu ganga fyrir öðrum útgjöldum. Því sem eftir stóð hefði meðákærði séð um að ráðstafa. H ann hefði séð um rekstur skrifstofu félagsins. Meðákærði hefði 8 þannig séð um að greiða vörslu skatta fyrir hönd fyrirtækisins. Það hefði ákærði aldrei gert og enga þekkingu haft á því hvernig það skyldi gert. Eftir að erfiðleikar komu upp í rekstri fyrirtækisins kvaðst ákærði hafa haft trú á því að mögulegt væri að snúa hinni erfiðu stöðu við með því að leggja harðar að sér og skera niður í rekstrinum, meðal annars með því að segja upp hluta starfsmanna. Lántaka hefði h ins vegar ekki verið kostur í stöðunni og þá hefði félagið litlar sem engar eignir átt til þess að selja. Sagðist ákærði hafa lokað sig svolítið frá þessum fjárhagsvandræðum með því að fara bara út og halda áfram að vinna. Ákærði sagði félagið hafa reynt a ð ná til sín frekari verkum til þess að rétta fjárhag þess af en það ekki tekist. Ákær ði sagði hina vangoldnu vörsluskatta hafa runnið inn í rekstur félagsins þar sem þeir hefðu verið notaðir til þess að greiða starfsmönnum laun og til að greiða fyrir verk færi og vörur til rekstrarins . Ákærði kvað enga fjármuni hafa runnið út úr félaginu til sín , aðra en uppgefnar launagreiðslur. Spurður um hvað orðið hefði um þá fjármuni sem vísað væri til í liðum 1 og 2 í ákæru svaraði ákærði því til að þeir hefðu í raun brunnið upp í rekstri félagsins. Þeim hefði með öðrum orðum verið varið til þess að greiða rekstrarkostnað félagsins, þar með talið laun. Ákærðu hefðu enga fjármuni tekið sjálfir út úr félaginu. III Sakargiftir á hendur ákærða Knút i samkvæmt ákæruliðum 1 og 2: Svo sem rakið er í II. kafla dómsins viðurkenndi ákærði Knútur við fyrirtöku málsins 19. febrúar 2021 að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum 1 og 2. Í greinargerð ákærða var þessi afstaða hans áréttu ð að því undansk ildu að ákærði kannaðist ekki við að virðisaukaskatt s skýrslu Aflbindingar - Járnverktaka ehf. vegna uppgjörstímabilsins mars - apríl rekstrarárið 2017 og staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda greiðslu tímabilin maí og júlí rekstrarárið 2017 hefði verið skilað of seint. Í skýrslu sinni við aðalmeðferð málsins áréttaði ákærði Knútur þá afstöðu sína til sakagifta sem eftir honum var bókuð við fyrirtöku málsins 19. febrúar sl. Ákærði tók þó fram , sbr. áður tilvitnuð ummæli í greinargerð, að hann teldi sig ávallt hafa skilað virðisaukaskatts s kýrslum Aflbindingar - Járnverktaka ehf. og staðgreiðsluskila greinum einkahlutafélagsins á réttum tíma. Á ákærða var þó að skilja að mögulega hefði staðið þannig á helgum að skýrslu rnar og skilagreinarnar, sem vísað væri til í ákæruliðum 1 og 2, hefðu borist einum til tveimur dögum of seint. Gögn málsins bera með sér að í þeim 9 tveimur tilvikum sem um ræðir í ákæruliðum 1 og 2 bárust virðisaukaskattsskýrsla og staðgreiðsluskilagreinar einum degi of seint. Ákærði hefur ekki hnekkt gögnum málsins að þessu leyti og að mati dómsins er framburður hans í raun í ágætu samræmi við gögnin samkvæmt framansögðu. Að öllu þessu gættu telur dómurinn sannað að ákærði hafi skilað umræddri skýrslu og skilagreinum o f seint. Samkvæmt því en að öðru leyti með vísan til játningar ákærða þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru liðum 1 og 2 og réttilega er heimf ærð til refsiákvæða í ákæru . Sakargiftir á hendur ákærða Guðmundi samkvæmt ákæruliðum 1 og 2: Í ákærulið 1 er ákærða Guðmundi gefið að sök meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri Aflbinding a r - J árnverktaka ehf. , sem stjórnarforma ður félagsins , með því að hafa e igi staðið skil á virðisaukaskatts s kýrslu einkahlutafélag s ins á lögmæltum tíma vegna uppgjörstímabilsins mars - apríl rekstrarárið 2017 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimt a bar í rekstri einkahlutafélagsins, vegna up pgjörs - tímabilanna mars - a príl, maí júní , september október og nóvember desember rekstrarárið 2017, samtals að fjárhæð 37.248.816 krónur, svo sem nánar er rakið í ákæru. Þá er ákærða í ákærulið 2 gefið að sök að hafa e igi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðsluskilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma greiðslutímabilin maí og júlí rekstrarárið 2017, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlu ta - félagsins, greiðslutímabilin maí, júní, júlí, nóvember og desember rekstrarárið 2017 og janúar og febrúar rekstrarárið 2018, samtals að fjárhæð 29.158.715 krónur , svo sem nánar er rakið í ákæru , og hefur þá verið tekið tillit til afdreginnar staðgreiðsl u af launum ákærða sjálf s . Fyrir liggur með framburði ákærð a og framlögðu vottorði úr Fyrirtækjaskrá RSK að hann var formaður stjórnar Aflbindinga r - Járnverktaka ehf. og fór með prókúru fyrir félagið. Þá er upplýst með framburði beggja ákærðu að f élagið átt i ákærði að hálfu á móti meðákærða. Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst ákærði ekki hafa ástæðu til þess að vefengja þær fjárhæðir sem fram komi í ákæru málsins. Sagði hann að þ að sem þar komi fram tölulega Ákæran er studd gögn um sem aflað var undir rannsókn málsins hjá skattrannsóknar stjóra og hefur þeim gögnum ekki á nokkurn hátt verið 10 hnekkt. Að þessu gættu verða þær fjárhæðir sem í ákæru greinir lagðar til grundvallar við úrlausn málsins. Hlutverki sínu hjá Aflbindingu - Járnv erktökum ehf. lýsti ákærði Guðmundur svo fyrir dómi að hann hefði mest unnið úti á vinnusvæðum þess. Þar hefði hann stýrt starfsmönnum félagsins og verið í sambandi við viðskiptavini þess og aðra verktaka og tekið við athugasemdum frá þeim aðilum. Ákærði h efði jafnframt séð um að skipuleggja verkin á verkstað og útvega efni, tæki og tól til þeirra. Fatnað fyrir starfsmenn og ýmsar aðrar smávörur kvaðst ákærði hafa greitt fyrir með fjármunum af bankareikningi félagsins í Landsbankanum. Auk þess hefði ákærði komið að því, ásamt meðákærða, að taka ákvörðun um fjárhæðir tilboða í verk. Daglegan rekstur félagsins sagði ákærði hins vegar hafa verið í höndum meðákærða. Á kærði minn t ist þess aðspurður fyrir dómi að hafa nokkrum sinnum fundað ásamt meðákærða með endur skoðendum félagsins um málefni þess. Það hefði hann þó gert í minna mæli en meðákærði, sem að stærstum hluta hefði séð um samskip t in við endurskoðendur fyrirtækisins og alfarið séð um að koma til þeirra gögnum. Fyrir dómi kannaðist á kærði Guðmundur við að hafa um mitt ár 2017 rætt erfiða stöðu einkahlutafélagsins við meðákærð a . Þeir hefðu meðal annars rætt hvernig verja ætti þeim fjármunum sem þó voru til í félaginu. Kom fram hjá ákærða að hann og meðákærði hefðu verið sammála um það að launagreiðslur skyld u ganga fyrir öðrum útgjöldum. Því sem eftir stóð hefði meðákærði séð um að ráðstafa. K annaðist ákærði við að hafa fengið um það upplýsingar f rá meðákærða að félagið væri komið í vanskil með vörsluskatta. Þegar ákærði Guðmund ur gaf skýrslu hjá héraðssaksók nara 8. maí 2020 greindi hann frá verkaskiptingu milli sín og meðákærða með áþekkum hætti og fyrir dómi. Sagði ákærði þá tvo hafa rekið og átt félagið saman. Þá lýsti hann viðbrögðum ákærðu við rekstrarvanda félagsins með sama hætti og fyrir dómi . Þá er ha ft eftir ákærða í samantektar skýrslu héraðssaksóknara að ákærðu hafi tekið ákvarðanir um meiri háttar mál saman, einkum eftir að illa fór að ganga í rekstri félagsins. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög fer félagsstjórn með mále fni félagsins og skal annast um að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Sé framkvæmdastjóri ráðinn fara félagsstjórn og framkvæmdastjóri með stjórn félagsins, sbr. 2. mgr. 41. gr. Þá segir í 3. mgr. 44. gr. að félagsstjórn skuli an nast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. 11 Á kærði Guðmundur var samkvæmt framansögðu stjórnarformaður Aflbindinga - Járnverktaka ehf. og bar sem slíkur ábyrgð samkvæmt 1. og 3. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994. Upplýst er að á kærðu áttu félagið að jöfnu . E r það mat dómsins að virtum framburði ákærðu að leggja verði til grundvallar við úrlausn málsins að þeir hafi rekið félagið saman , þó svo þeir h afi haft með sér þá verkaskiptingu sem að framan er lýst. Þá er ljóst samkvæm t framburði ákærðu og gögnum málsins að ákærða Guðmundi var fulljóst á tíma ákæru að félagið ætti í rekstrarerfiðleikum . Jafnframt er upplýst samkvæmt framansögðu og ræður hér úrslitum að ákærðu tóku í sameiningu ákvörðun um að láta tiltekin útgjöld félags ins , þ.e. laun og greiðslur til verktaka og birgja, ganga fyrir skilum á innheimtum virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu. Að því gættu tel ur dómurinn sannað, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um me ðferð sakamála, að ákærði Guðmundur hafi af stórfelldu gáleysi, sem stjórnarformaður einkahlutafélagsins, gerst sekur um meiri háttar brot gegn 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda , sbr. 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, með þeim hætti sem í ákæru er lýst . Ákærði verður því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin a ð sök í ákæruliðum 1 og 2 og réttilega er heimfærð til refsiákvæða í ákæru , að því undanskildu að hann verður sýknaður af ákæru um síðbúin skil á virðisaukaskatt s s kýrslu og staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélagsins, enda ljóst samkvæmt framansögðu að þ au skil voru á hendi ákærða Knúts sem framkvæmdastjóra félagsins . Ákær uliður 3 : Í 3. lið ákæru er ákærðu gefið að sök peningaþvætti með því að hafa aflað Aflbinding u Járnverkt ökum ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. t ölulið ákæru , samtals að fjárhæð 66.407.531 krónu að því er varðar ákærða Guðmund og samtals að fjárhæð 69.667.251 krónu að því er varðar ákærða Knút , og nýtt ávinninginn í þágu reksturs einkahlutafélagsins . Í ákæru er lýst háttsemi ákærðu talin varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. , 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga segir að hver sem t aki við, nýti eða afl i sér eða öðrum ávinnings af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreyti slíkum á vinningi, flyt ji hann, sendi, ge ymi, aðstoð i við afhendingu hans, leyni honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Í 2. mgr. er síðan á um 12 það kveðið að sá sem framið hafi f rumbrot og fre mji jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. skuli sæta sömu refsingu og þar greini. Ákvæði 77. gr. gildi þá eftir því sem við eigi . Á kvæði 264. gr. v ar lögfest í núverandi mynd með lögum nr. 149/2009 en lögin tóku gildi 1. j anúar 2010. Í skýringum við 1. mgr. greinarinnar í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 149/2009 segir meðal annars að við túlkun einstakra verknaðarþátta verði sem fyrr að h orfa til þess að peningaþvætti sé í megindráttum hver sú starfsemi sem lúti að því a ð fela uppruna og eiganda fjár sem sé ávinningur af brotastarfsemi. Meginmarkmiðið með því að gera háttsemina refsiverða sé að höggva að rótum afbrota með því að uppræta aðalhvata þeirra, þann ávinning sem af þeim kann að leiða. Í skýringum við 2. mgr. s kveðið á um það að sá sem framið hefur frumbrot, og fremur jafnframt brot skv. 1. mgr. (peningaþvætti), skuli sæta sömu refsingu og þar greinir (sjálfsþvætti, e. self - laundering). Hér er horft t il þ eirra athugasemda sem fram koma í 71. mgr. í skýrslu FATF - nefndarinnar frá 13. október 2006. Þar sem framning frumbrots og síðar tilkomið sjálfsþvætti á ávinningi sem af því stafar verða þannig tvö sjálfstæð brot er í frumvarpsgreininni áréttað að 77. gr. almennra hegningarlaga um brotasamsteypu gildi Á kærðu er í 3. lið ákæru gefið að sök peningaþvætti með því að hafa aflað Aflbinding u Járnverkt ökum ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. t ölulið ákæru og nýtt ávinninginn í þág u reksturs einkahlutafélagsins . Í ákæru er þannig ekki lýst með nákvæmum hætti nýtingu ákærðu á afrakstri skattalagabrotanna í þágu einkahluta - félagsins heldur látið við það sitja að byggja á því að refsivert sjálfsþvætti leiði með beinum hætti af brotum s amkvæmt ákæruliðu m 1 og 2. Verður ekki af gögnum málsins ráðið að afdrif fjármunanna hafi verið rann sökuð sérstaklega heldur einfaldlega gengið út frá því að þeir h afi verið nýttir. Að þessu gættu verður að telja að háttsemi ákærð u samkvæmt ákærulið 3 verði heimfærð undir þá lýsingu 1. mgr. 264. gr. er einhver aflar sér eða öðrum ávinnings . Þar sem eng ra viðbótarathafna við frumbrotið var þörf svo að það félli jafnframt að þeirri verknaðarlýsingu verður að telja brotin fullframin á sama tíma . Eins og áður var rakið nýttu ákærðu þá fjármuni sem voru ávinningur af brotum þeirra gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, í þágu einkahlutafélags síns. Hlutrænt séð féll háttsemi á kærðu því undir 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga . Kemur 13 þá til skoðunar hvort ákærðu skuli jafnframt sakfelldir fyrir brot gegn því ákvæði eða hvort 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga tæmi sök eins og hér háttar gagnvart 1. mgr. , sbr. 2. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga. Í dómum Landsréttar í málum nr. 332/2020 og 333/2020 , sem kveðnir voru upp 4. júní sl. , er því slegið föstu að e kki verð i séð að o rðalag 264. gr. almennra hegningarlaga eða lögskýringargögn með greininni ber i með sér að ætlun löggjafans hafi verið sú að refsiframkvæmd yrði með þeim hætti að öll skattalaga - og auðgunarbrot f æl u jafnframt í sér brot gegn 264. gr. laganna . Er sú niðurstaða leidd af orðalag i 1. málsliðar 2. mgr. 264. gr. og því sem fram kemur í lögskýringargögnum um að við túlkun einstakra verknaðarþátta verði að horfa til þess að peningaþvætti sé í megindráttum hver sú starfsemi sem l úti að því að f ela uppruna og eiganda fjár sem sé ávinningur af b rotastarfsemi. Jafnframt er til þess vísað að 2 . málsliður 2. mgr. 264. gr. geri ekki ráð fyrir því að ákvæði 77. gr. um brotasamsteypu gi l di alltaf þegar fyrir l igg i bæði frumbrot og brot gegn 1. mgr. 264. gr. heldur s eg i þar að 77. gr. gil di skýringum við 2. málslið nefndrar greinar í greinargerð með því frumvarpi sem varð að lögum nr. 149/2009 sé ekki vísað til aðstæðna þar sem frumbrotið lei ði með beinum hætti til brots gegn 1. mgr. 264. gr. heldur se gi þar að frumbrot og síðar tilkomið sjálfsþvætti á ávinningi sem af því s taf i teljist tvö sjálfstæð brot sem 77. gr. gil d i um eftir því sem við eigi . Að endingu vísar Landsréttur til þess að reglur 77. gr. eigi samkvæmt e ðli brotasamsteypu ekki við þegar um árekstur refsiákvæða sé að ræða, heldur l úti að því þegar maður h af i or ðið uppvís að því að hafa framið fleiri en eitt brot. Þar sem brot ákærðu gagnvart 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga f éllu saman við frumbrot þeirra samkvæmt ákæruliðum 1 og 2 og ekkert haldbært liggur fyrir um viðbótarathafnir af hálfu ákærð u er það niðurstaða dómsins , með vísan til alls framangreinds, að eins og hér st e nd ur á tæmi frumbroti n sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga. IV Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins á ákærði Knútur engan sakaferil að baki. Hann er í málinu sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum . A ð brotum ákærða virtum og með hliðsjón af dómaframkvæmd þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sjö mánuði. Eftir atvikum þykir mega fresta fullnustu þeirrar refsingar og skal hún falla ni ður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður ákærða í samræmi 14 við dómaframkvæmd jafnframt gert að greiða 70 .000.000 krón a sekt til ríkissjóðs og komi 3 60 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins á ákærði Guðmundur engan sakaferil að baki. Hann er líkt og meðákærði sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögu m. Með sömu rökum og að framan greinir varðandi refsingu meðákærða þykir fangelsisrefsing hans einnig hæfilega ákveðin fangelsi í sjö mánuði. Eftir atvikum þykir mega fresta fullnustu þeirrar refsingar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá upp kvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður ákærða í samræmi við dómaframkvæmd gert að greið a 66.5 00.000 króna í sekt til ríkissjóðs og komi 3 6 0 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hú n eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Með vísan til úrslita málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærða Guðmun d i gert að greiða tvo þriðju hluta þóknun ar skipaðs verjanda síns, Áslaugar Gunnlaugsdót tur lögmanns en fella einn þriðja hluta hennar á ríkissjóð. Með vísan til þess að tilefni aðalmeðferðar málsins hvað ákærða Knút varðaði voru sakargiftir samkvæmt ákærulið 3 og niðurstöðu dómsins hvað þann ákærulið varðar þykir rétt að gera ákærða að greið a einn þriðja hluta þóknun ar skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar lögmanns . Þóknunin greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði . Þóknun verjenda ákærðu þykir eftir umfangi málsins og með hliðsjón af tímaskýrslum þeirra hæfilega ákveðin með þeim hætti sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Fyrir uppsögu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómso r ð: Ákærði Knútur Knútsson sæti fangelsi í sjö mánuði, en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms ins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá greiði á kærði Knútur 70.000.000 króna í sekt t il ríkissjóðs og komi 3 6 0 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði Guðmundur Guðmundsson , sæti fangelsi í sjö mánuði, en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og skal hún falla niður að liðn um tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá greiði á kærði Guðmundur 66.500 .000 króna sekt til 15 ríkissjóðs og komi 3 6 0 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greid d innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði Knútur greiði 431.933 krónur í sakarkostnað , sem er einn þriðji hluti þóknun ar skipaðs verjanda hans , Guðmundar Ágústssonar lögmanns , en þóknunin nemur í heild 1.295.800 krónu m að virðisaukaskatti meðtöld um . Ákærði Guðmundur greiði 1.020.933 krónur í sakarkostnað , sem eru tveir þriðju hlutar þóknun ar skipaðs verjanda hans , Áslaugar Gunnlaugsdóttur lögmanns, en þóknunin nemur í heild 1.531.400 krónum að virðisaukaskatti meðtöldum. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Kristinn Halldórsson