Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstu daginn 15 . október 2021 Mál nr. E - 7584 /20 20 : A ( Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður) gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. ( Gísli Örn Reynisson Schramm lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 2 7 . september sl., var höfðað 1 2 . nóvember 20 20 . Stefnandi er A , en stefnd i er Vátryggingafélag Íslands hf., [...] Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði bótaskylda úr slysatryggingu ökumanns Toyota Yaris bifreiðarinnar B hjá stefnda, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir vegna umferðarslyss [...] október 2014. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnd a eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál og að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til þess að hún er ekki virðisaukaskatt s skyldur aðili. Stefnd i krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hennar. I Málavextir Stefnandi lenti í umferðarslysi [...] . október 2014 er hún missti stjórn á bifreið sinni , rétt norðan C , m eð þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt . Stefnandi var flutt með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á C . Um þá komu er skráð að hún sé stirð og aum í hálshrygg , vinstri öxl og í neðanverðu baki til hliðar við hrygginn beggja vegna. Eftir miðnæ tti á slysdegi , leitaði hún á bráðamóttöku Landspítala ns í Fossvogi strax við komu til Reykjavíkur . Í bráðasjúkraskrá er tekið fram að hún kenni til í vinstri öxl og aftan í hálsi og baki. Lýst er kúlu (mari) á hnakka, eymslum yfir vinstra herðablaði, brjó st - og lendhrygg og neðan til yfir mjaðmagrind. Mar var sýnilegt, eins og eftir belti. Greining bráðadeildar var heilahristingur, tognun og ofreynsla á brjósthrygg og mar á mjóbaki og mjaðmagrind . Þá . e ftir háorkuáverka eftir bílslys. Myndrannsóknir koma vel út og eftir obs á bmt líður henni bærilega og treystir sér heim. Fær lyfseðil fyrir Parkódín og Íbúfen. Ráðlagt að leita aftur Stefnandi tilkynnti stefnda um umferðarslysið [...] október 2014. Í tjóns tilkynningunni 2 um hvort hún hafi verið frísk og vinnufær fyrir slysið. Þá skráir hún í næstu línu við spurningu um eðli meiðsla/veikinda fyrir slysið : . Stefnandi leitaði á L æknavaktina 4. júlí 2018 vegna verkja í baki . Í samskiptaseðli vegna þeirrar komu segir tir það og núna aftur verkir. Fer í ræktina og labbar mikið. Mest neðst í bakinu. Skoðun með hypomobil segment L3 - Stefnandi leitaði á h eilsugæsluna í Grafarvogi 27. ágúst 2018. Þar er skráð að ngs varðandi verkjavandamál í baki frá því hún lenti í bílveltu 2014. [...] Hefur síðan þá átt við verki í baki og upp í háls og herðar. Fær stundum einhvern verk niður í fætur en er ekki viss hvort það tengist hennar flatfót eða bakinu. Verkir hafi farið versnandi síðustu ár og hamla henni í daglegu full hreyfigeta í hrygg og fótu m og , það séu þreif i eymsli neðarlega í baki sitt hvoru m megin við hryggjartinda og upp í hnakka og mikil vöðva spenna í bakvöðvum beggja vegna en ekki eymsli yfir hryggjartindum. Einkenni eru túlkuð sem stoðkerfisverkir og taldir geta verið eftirstöðvar eftir bílslysið 2014. Stefnanda er ráðlagt að mæta í sjúkr aþjálfun og að endurmat fari fram hafi hún viðvarandi verki eða bati láti á sér standa. Af hálfu stefnanda var óskað eftir læknisvottorði frá heilsugæslu Grafa r vogs vegna umferðarslyssins og upplýsingum um slysið, afleiðingar þess, meðferð stefnanda og batahorfur. Í læknis vottorði D frá 16. nóvember 2018 segir m.a. gamla konu, sem lendir í umferðarslysi 2014 og fær áverka á bakvöðva og krin gum vinstra herðablað. Hvergi kemur fram í sjúkraskrá, hvort A hafi misst úr vinnu, vegna þessa slyss, eða hvort hún hafi farið annað á tímabilinu frá slysinu og fram til ágústmánaðar , 2018. Aðspurð kveðst hún ekki hafa farið oftar til læknis eða fyrr í sj úkraþjálfun þar sem að hún sé hörð af sér og þoli ýmislegt án kvartana. Við skoðun 09.11.2018 koma fram væg eymsli við þreifingu yfir vöðvum neðarlega í baki. Annað er ekki að finna við þreifingu. Hreyfigeta í baki er eðlileg. Hvað batahorfur varðar telur undirritaður, að A ætti að geta náð sér að fullu á tiltölulega skömmum tíma, ef hún stundaði sjúkraþjálfun og sund reglubundið, en sund hefur hún reyndar stundað að Stefndi hafnaði bótaskyldu í bréfi til stefnanda 12. dese mber 2018 á þeim grundvelli að félag ið teldi ósannað að orsakatengsl væru á milli slyssins og þeirra áverka sem stefnandi teldi sig hafa orðið fyrir. Vísaði stefndi m.a. til framangreinds læknisvottorðs D . Ekki væri nægjanlegt til sönnunar um orsakatengsl milli atburðar og Taldi stefndi svo ekki vera. 3 Stefnandi b ar málið undir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum 12. desember 2019. Í úrskurði frá 21. janúar 2020 hafnaði nefndin bótaskyldu stefnda . Benti nefndin á að í gögnum málsins kæmi fram að slysið hefði verið tilkynnt til stefnda október 2014 og að fjögur ár hefðu liðið þar til stefnandi kvartaði aftur undan verkjum sem hún taldi afleiðingar slyssins. V ið mat á því hvort orsakatengsl væru til staðar milli slyss og verkja benti nefndin á að það verkir stöfuðu af tjónsatburði. Í málinu lægju ekki fyrir gögn um slík orsakatengsl og var stefndi ekki talinn bótaskyldur gagnvart stefnanda. Stefnandi aflaði mats E heimilislæknis um hvort orsakatengsl væru á milli þeirra einkenna sem stefnandi byggi vi ð og slyssins í október 20 1 4 . Í matsgerð hans frá 26. ágúst 2020 kemst hann að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl séu fyrir hendi Um það segir [stefnandi] lenti í háorkuumferðarslysi, bílveltu á miklum hraða, hlaut sannanleg a áverka á hryggsúlu sem var staðfest á slysdegi, hafði ekki sögu um fyrri einkenni og að ekki hefur komið neitt það fram um síðari áverka né sjúkdóma sem skýri einkenni hennar, telur undirritaður yfirgnæfandi líkur á að umferðarslysið [...] .10.2014 eigi m estan ef ekki allan hlut að máli hvað varðar núverandi einkenni Stefnandi fór fram á það við stefnda í tölvuskeyti 7. september 2020 að bótaskylda yrði staðfest vegna slyssins í ljósi matsgerðarinnar. Ítrekaði stefndi fyrri afstöðu sínu í svari t il stefnanda [...] október sama ár. Stefnandi kveðst ekki geta unað við afstöðu stefnda og hefur því höfðað mál þetta til viðurkenningar á bótaskyldu stefnda . Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi stefnandi, E læknir, F sjúkraþjálfari, G þjónust ustjóri hjá [...] og D læknir. II Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína á því að orsakatengsl sé u á milli þeirra einkenna sem hún búi við í dag og umferðar slyssins [...] október 2014. Bifreiðin B hafi á slysdegi verið tryggð lögboðnum ökutækjatryggingum hjá stefnda og beri hann því bótaábyrgð samkvæmt 92. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987 á því líkamstjóni sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Stefnandi hafi strax leitað til læknis í kjöl far slyssins , bæði á heilsugæslu na á C og á Landspítala í Fossvogi. Í m álinu liggi fyri r komunóta vegna þessa. Þá sé sagt frá þessum komum í læknisvottorði D . Jafnframt liggi fyrir myndir sem teknar hafi verið eftir slysið af bakáverkum stefnanda en á þeim megi sjá allmikið mar á lendhryggsvæði. Í dag búi stefnandi enn við sömu einkenni o g lýst var strax í kjölfar slyssins. Þar til í júlí 2018 hafi stefnandi harkað af sér án þess að leita sér aðstoðar lækna en það hafi þó ekki verið þar með sagt að hún hafi 4 í gögnum málsins að stefnandi hafi upplýst um það í atvinnuviðtali í byrjun árs 2017 að hún gæti ekki sinnt þáverandi starfi sínu við umönnun aldraðra á hjúkrunarheimili vegna bakmeiðsla sem hún hefði orðið fyrir í slysi. Í júlí 2018 hafi stefnandi leitað til læknis vegna verkja í baki og í kjölfarið hafi hún ákveðið að leita aðstoðar lögmanns. Hún hafi svo á ný leitað til læknis í ágúst 2018. Í kjölfar ið hafi hún svo hafið meðferð hjá sjúkraþjálfara í september 2018. Slys stefnanda hafi verið mjög alvarlegt umferðarslys, svokallað háorkuslys. Hún hafi ekið smábíl af gerðinni Toyota Yaris á um 90 - 100 km/klst . þegar hún missti stjórn á honum með þeim afle iðingum að bíllinn endaði utan vegar eftir að hafa farið að minnsta kosti tvær veltur. Bifreiðin hafi gjöreyðilagst. Stefnandi hafi aflað matsgerðar læknis um það hvort orsakatengsl væru til staðar milli slyssins og þeirra einkenna sem hún búi við í dag og sem hún reki til slyssins. E heimilislæknir starfi að mestu við matsstörf, nánar tiltekið við mat á líkamstjóni samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga. Matsgerð hans liggi fyrir í málinu og sé hún ítarlega rökstudd. Sé það niðurstaða hans að orsakatengsl séu á mi lli einkenna stefnanda og slyssins. Niðurstöðu matsgerðarinnar hafi ekki verið hnekkt. Stefnandi kveðst því telja það liggja ljóst fyrir að orsakatengsl séu á milli slyssins og þeirra afleiðinga sem hún búi við í dag. Það liggi fyrir gögn sem staðfesti áve rka strax í kjölfar slyssins, það liggi fyrir að slysið hafi verið mjög alvarlegt og til þess fallið að valda tjóni, það liggi fyrir staðfesting á því að bakverkir vegna slyssins hafi verið þess valdandi að hún hafi ekki getað sinnt starfi sínu við umönnun og það liggi fyrir staðfesting á því að hún búi í dag við sömu einkenni og strax í kjölfar slyssins. Þar að auki liggi fyrir mat sérfróðs matsmanns um að orsakatengsl séu til staðar. Stefndi hafi haldið því fram að krafa stefnanda gæti verið fyrnd fjögurra ára fyrningum . Krafa stefnanda byggi á umferðarlögum nr. 50/1987. Samkvæmt 99. gr. þeirra laga fyrnist bótakröfur á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kos t að leita fullnustu hennar. Kröfur fyrnist þó í síðasta lagi á tíu árum frá tjónsatburði. Vegna þessa hafi þess verið farið á leit við stefnda með tölvubréfi 13. desember 2018 að félagið lýsti því yfir að það myndi ekki bera fyrir sig fyrningu vegna málsi ns. Var fallist á það í tölvu bréfi stefnda 20. sama mánaðar. Með tölvubréfi 16. desember 2019 hafi aftur verið óskað eftir því að félagið lýsti yfir að það myndi ekki bera fyrir sig fyrningu vegna málsins og var fallist á það með tölvubréfi 17. desember 20 19. Með vísan til þessa sé ljóst að kröfur stefnanda séu ekki fyrndar. Kröfur stefnanda styð ji st við meginreglur skaðabótaréttar, skaðabótalög nr. 50/1993 og umferðarl ög nr. 50/1987 sem voru í gildi á þeim tíma er umrætt slys varð. Um málskostnað sé vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 1. mgr. 130. gr. Stefnandi sé ekki virðisaukaskatt s skyldur aðili samkvæmt lögum nr. 5 50/1988 og beri því nauðsyn til að tekið verði tillit til skattsins við ákvörðun málskostnaðar. III Helstu má lsástæður og lagarök stefnd a Stefndi byggir kröfu sína um sýknu á því að orsakatengsl milli þeirra líkamlegu einkenna sem hrjá stefnanda og umferðarslyssins [...] . október 2014 sé u ósönnuð. Sönnunarbyrðin um orsakatengsl hvíli alfarið á stefnanda samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Engin skilyrði séu til þess að slaka á sönnunarkröfum í þessu máli. Við sönnun orsakatengsla nægi ekki að þau geti hugsanlega verið til staðar held ur verði að liggja fyrir með nokkuð óyggjandi hætti að svo sé og í öllu falli meiri líkur en minni á að þau séu fyrir hendi . Að mati stefnda vanti mikið upp á að gögn málsins beri slíkt með sér. Stefndi taki fram að mat hans og ákvörðun um bótaskyld u byggi á heildarmati á fyrirliggjandi gögnum og atvikum málsins. Stefndi bendir á að langur tími hafi liðið á milli læknisheimsókna stefnanda . Engin samtímagögn liggi fyrir í málinu sem sanni þá fullyrðingu stefnanda að þau líkamlegu einkenni sem hún kvarti unda n í dag sé að rekja til umferðarslyssins í október 2014 . Tæp fjögur ár lí ði á milli læknisheimsókna stefnanda þar sem hún kvart i undan einkennum sem hún reki til slyssins. D heimilislæknir telji ástæðu til a ð geta þess í vottorði sínu að á tímabilinu [..] 2014 til [...] 2018 séu skráð 16 samskipti við stefnanda í sjúkraskrá hennar en umferðarslyssins eða afleiðinga þess hvergi getið. Hafi stefnandi í raun verið með þau einkenni sem hún reki til slyssins sæti furðu að hún hafi ekki minnst á þau við komur sín ar á heilsugæsluna og að hún hafi beðið með það í tæp fjögur á r að leita til læknis vegna þeirra. Í matsgerð E komi fram að ástæðan fyrir því að stefnandi hafi ekki leitað til meðferðaraðila vegna afleiðinga slyssins fyrr en svo löngu síðar hafi verið sú að hún hafi ekki þekkt rétt sinn og ekki talið sig eiga rétt á bótum eða stuðningi við meðferð. Að mati stefnda kristallist meginþáttur málsins í þessu. Ætla verði að fólk leit i til lækna og meðferðaraðila sé það að glíma við líkamleg einkenni óháð því hvort það geti mögulega átt rétt til skaðabóta. Vitneskja, eða skortur á vitneskju, um hugsanlegan bótarétt ætti a ð mati stefnda ekki að hafa áhrif á sönnun um orsakatengsl í líkamstjónamálum. Sjái fólk ekki ástæðu til að leita sér læknisaðstoðar eða meðferðar sérfræðinga verði að ganga út frá því að ekkert ami að fólki eða að það hafi náð sér af þeim einkennum sem ei tt sinn hafi plagað það. Þá kveðst stefndi hafna því að matsgerð E geti verið fullnægjandi sönnun þess að stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni í umræddu umferðaróhappi. S tefndi hafni því í raun að matsgerðin hafi nokkurt sönnunargildi við mat á orsakate ngslum í þessu máli. Matsmaður hafi séð stefnanda sex árum eftir tjónsdag og hafði því aldrei meðhöndlað 6 hana áður en lögmaður hennar hafi óskað efti r mati hans á orsakatengslum. Matið byggi þannig fyrst og fremst á einhliða frásögn stefnanda enda liggi en gin samtímagögn fyrir í málinu um líkamsástand stefnanda frá þeim tíma er umferðaróhappið varð og hvernig það þróaðist eftir tjónsdag. Stefndi kveðst leggja áherslu á að fræðimenn og dómstólar telji það ekki fullnægjandi sönnun á orsakatengslum að tjónþol i lýsi því að einkenni hafi komið fram í kjölfar tjónsatburðar heldur verði einnig að gera þá kröfu að það liggi fyrir staðfesting þeirra einkenna. Því sé ekki fyrir að fara í þessu máli. Í raun liggi engin samtímagögn fyrir í málinu sem styðji að stefnand i hafi orðið fyrir varanlegum afleiðingum í slysinu, engar læknisheimsóknir, engin sjúkraþjálfun eða nokkuð annað sem tengi einkenni stefnanda við umferðaróhappið. Þrátt fyrir það telji E heimilislæknir sig geta staðfest að einkenni hennar sé að rekja óhap psins tæpum sex árum áður. E sé ekki sé r fræðingur þegar komi að stoðkerfisvandamálum. Ákjósanlegt hefði verið að afla mats hjá bæklunarlækni eða öðrum sérfræðingi á sv i ði stoðkerfisvandamála til að meta orsakatengsl í máli þar sem mikill vafi leiki á því h vort einkenni frá stoðkerfi sé að rekja til atburðar mörgum árum áður. Með sömu rökum sé því hafnað að þeir læknar sem stefnandi hafi hitt geti í reynd staðfest að einkenni hennar sé að rekja til slyssins. Allt séu þetta aðilar sem sjái og meðhöndli stefnanda fyrst um 4 - 6 árum eftir slysdag. Engin haldbær skýring hafi komið fram um það hvers vegna upplýsingar um afleiðingar slyssins komi svona seint fram, þ.e. hvers vegna stefnandi hvorki nefni né leiti sér meðferðar vegna einkenna sinna á tæplega fjö gurra ára tímabili frá slysi. Hafi stefnandi talið ástæðu til að greina vinnuveitanda sínum frá einkennum sínum eins og haldið sé fram í stefnu þá hafi ekkert átt að koma í veg fyrir að hún leitaði til læknis eða annarra meðferðaraðila vegna einkenna sína. Ljóst sé að ýmislegt geti hafa gerst á fjórum árum sem valdið get i einkenn um stefnanda þótt þess sé ekki getið í sjúkraskrá. Stefndi hafni því að það hafi nokkra þýðingu við mat á orsakatengslum að matsmaður hafi aflað upplýsinga hjá fyrrum vinnuveitanda stefnanda um vitneskju um bakverki. Bendir stefndi á að annar vinnuveitandi stefnanda hafi ekki verið tilbúinn til að gefa yfirlýsingu um kvartanir stefnanda um bakverki þrátt fyrir að það starf hafi verið nær í tíma við slysið. Stefndi byggir jafnframt á því að skortur á samtímagögnum um líkamsástand stefnanda og þróun þess eftir slysdag geri það að verkum að útilokað sé að gera sér grein fyrir hvort, og þá að hvaða marki, slys, óhöpp, tómstundir, æfingaálag, eða aðrir atburðir sem ste f nandi kunni að hafa lent í á þessum tíma, ha f i valdið þeim einkennum sem hún kvarti undan. Í því sambandi bendi stefndi einnig á að stefnandi hafi í tvígang verið erlendis sem au - pair , annars vegar á árinu 2015 og hins vegar á árinu 2016. 7 Þá sé það mat stefnda að algerlega sé litið fram hjá fyrra heilsufari stefnanda sem skýrt gæti þau einkenni sem hún kvarti undan. Fyrir liggi að stefnandi sé greind með ilsig eða svokallaðan plattfót. Fram komi í sjúkraskrá stefnanda við komu á heilsugæsluna á Í safirði 5. febrúar 2004 að st [ sé ] . Þekkt sé að vandamál sem tengist fótleggjum geti valdið einkennum í baki og víðar í stoðkerfinu. Enn fremur liggi fyrir að stefnandi leitaði til læknis 14. júlí 2014, þ.e. nokkrum viku m fyrir slys vegna ver k ja í vinstra þjósvæði með leiðni niður í hné. Að mati stefnda hafi alveg verið litið fram hjá mögulegum tengslum á heilsufari stefnanda við mat á orsakatengslum í málinu. Leggur stefndi áherslu á að enginn sérfræðingur á sviði stoðkerfisvandamála hafi skoðað stefnanda eða haft hana til meðferðar. Stefndi taki fram að þau einkenn i sem stefnandi kvarti undan í dag og reki til slyssins séu mjög almenns eðlis. Það hafi verið talið skipta mál i við mat á orsakatengslum hvort einkennin séu almenns eðlis eða sértæk þannig að l íkur á orsakatengslum séu meiri þegar einkenni séu sértæk en minni þegar um almenn einkenni sé að ræða. Loks bendi stefndi á að þrátt fyrir að um háorkuslys hafi verið að ræða sé ekki sjálfgefið að varanlegt líkamstjón hljótist af. Enda þótt slys valdi me iðslum sé ekki sjálfgefið að þróu n þeirra verði með þeim hætti að þau verði varanleg. Aðilar þoli mismikið álag og geti það haft mikil áhrif hvernig kraftar verka á líkama þeirra sem lendi í umferðarslysi. Bendi stefndi hér einnig á að engar kröfur hafi bo rist í ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar þrátt fyrir að tveir aðrir hafi verið í bílnum með stefnanda umrætt sinn. Með vísan til alls framangreinds byggir s tefndi á því að það sé með öllu ósa n nað að núverandi einkenni stefnanda sé að rekja til umferðar óhap psins [...] október 2014. Því sé ekki hægt að gera stefnda ábyrgan fyrir líkamstjóni stefnanda og beri af þeim sökum að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Stefndi kveðst vísa til meginreglna skaðabótaréttar og skaðabótalaga nr. 50/1993. Málskostn aðarkrafa byggi á ákvæði 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. IV Niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi viðurkenningar á bótaskyldu stefnda úr slysatryggingu ökumanns en óumdeilt er að stefnandi varð fyrir slysi [...] október 2014 sem ökumaður bifreiðar er tryggð var lögboðnum tryggingum hjá stefnda . Stefndi krefst sýknu. Ágreiningur máls aðila er einskorðaður við það hvort sannað þyki að orsakatengsl sé u á milli umferðarslyssins og þeirra einkenna sem stefnandi kveðst glíma við í dag og hún rekur til slyssins . Stefnandi byggir kröfur sína r á hendur stefnda á matsgerð E heimilislæknis frá 26. ágúst 2020 um orsakatengsl milli slyssins og núverandi einkenna hennar. Bendir stefnandi á að hún hafi leitað til læknis á C stra x í kjölfar slyssins og svo á bráðamóttöku 8 Landspítalans við komu til Reykjavíkur síðar um nóttina á slysdegi og lýst þar áverkum á sömu stöðum og hún hafi einkenni frá í dag. Stefndi telur stefnanda ekki hafa sýnt fram á orsakatengsl í málinu með framlagð ri matsgerð sem hann telur ranga. Vísar stefndi m.a. til þess sem fram komi í vottorði D heimilislæknis frá 16. nóvember 2018 um að í sjúkraskrá stefnanda séu skráð 16 samskipti við hana en í þeim sé hvergi getið um umferðarslysið eða afleiðingar þess. Ste fndi bendir á að stefnandi leiti ekki til læknis vegna slyssins fyrr en í ágúst 2018 eða tæpum fjórum árum eftir slysið. Þá séu þau einkenni sem hún lýsi mjög almenns eðlis en ekki sértæk fyrir áverka í slysum af þessu tagi . Jafnframt telur stefndi að mats maður hafi litið fram hjá fyrra heilsufari stefnanda en hún hafi sögu um ilsig . Auk þess hafi hún leitað læknis í júlí 2014, skömmu fyrir slysið, vegna verkja á vinstra þjósvæði og á árinu 2015 vegna eymsla í mjóbaki í tengslum við blæðingar. Jafnframt haf i stefnandi, samkvæmt útfylltri tjónstilkynningu, verið með verki í baki og öxlum fyrir slysið. Að lokum bendir stefndi á að matsmaður sé ekki bæklunarlæknir og því ekki sérfróður á því sviði. Enginn bæklunarlæknir hafi skoðað eða gefið álit sitt á því hva ða þýðingu þessi atriði hafi fyrir stoðkerfið og orsakatengsl í málinu. Gögn málsins, svo sem lögregluskýrsla og myndir af bifreiðinni á vettvangi utan vegar auk mynda af stefnanda, þar sem sjá má marbletti á lendhrygg báðum megin, bera með sér að stefnan di lenti í alvarlegu umferðarslysi. Bifreið stefnanda valt og var gjörónýt eftir slysið. Er raunar ágreiningslaust að um háorkuslys var ræða. Slíkum slysum geta stundum fylgt víðtæk ar tognanir og aðrir áverkar sem geta komið fram síðar. Slysið var strax tilkynnt til lögreglunnar á C sem kom á vettvang. Í lögregluskýrslu er tekið fram að stefnandi kenni til aftanvert í hálsi og höfði, sem og í vinstri öxl og í baki. Stefnandi var flutt með sjúkrabifreið á C þar sem hún var skoðuð af lækni. Fram kemur í gögnum málsins að stefnandi hafi við skoðun verið stirð og aum í hálshrygg og vinstri öxl. Þá hafi hún verið aum í neðanverðu baki til hliðar við hrygginn beggja vegna. Stefnandi mun svo haf a farið strax suður til Reykjavíkur og leitað beint á bráðamóttöku Landspítalans eftir miðnætti á slysdegi. Þar er skráð í bráðasjúkraskrá að stefnandi lýsi því að hún kenni til í neðri hluta baks, vinstri öxl og sé með stóra marbletti. Hún er greind með heilahristing, tognun og ofreynslu á brjósthrygg og m ar á mjóbaki og mjaðmagrind. Samkvæmt gögnum málsins leitaði stefnandi til læknis í júlí 2018 . Fram kemur á samskiptaseðli vegna þeirrar komu að bakinu og fær hún tilvísun til sjúkraþjálfara . Hún fer aftur til læknis í ágúst 2018 þar sem hún lýsir því að hún hafi lent í bílveltu árið 2014. Hafi þá farið í röntgenmyndir en brot ekki greinst. Skráð er að hún hafi síðan glímt við verki í baki og upp í háls og herðar. Verkir hafi farið versnandi síðustu ár og hamli henni í daglegu lífi. Álit læknis er að um stoðkerfisverki sé að ræða, líklega eftirstöðvar bílslyss 9 árið 2014. Henni er ráðlagt að mæta í sjúkraþjálfun. Hún hefur meðferð hjá sjúkraþjálfara í september sama ár. Er komið fram í málinu að hún hafi farið í 59 skipti í sjúkraþjálfun á tímabilinu frá hausti 2018 til mars 2020 og hefur stefndi ekki mótmælt þeirri staðhæfingu. Stefndi hefur á það bent að í tjónstilkynningu stefnanda frá [...] októ ber 2014 hafi hún tilgreint vegna fyrra heilsufars að hún hafi verki í baki og öxlum . Stefnandi lýsti því í aðilaskýrslu sinni fyrir dóminum að hún hefði gert mistök við útfyllingu tilkynningarinnar. Hún hefði talið sig eiga að lýsa afleiðingum slyssins. Dómurinn telur framburð stefnanda og skýringar hennar á þessari lýsingu trúverðugar . Fá þær stoð í þeirri staðreynd að engin gögn liggja fyrir um að hún hafi haft slíka verki áður eða að hún hafi að öðru leyti kennt sér sambærilegs meins fyrir slysið. Tel ur dómurinn því þetta atriði ekki hafa sérstaka þýðingu við úrlausn málsins. Matsgerð E liggur fyrir í málinu. Á matsfundi 21. júlí 2020 lýsir stefnandi verkjum neðan til í mjóbaki, helst hægra megin, sem aukist við langar setur og líkamlega áreynslu. Við skoðun eru eymsli í mjóbaki yfir langvöðvum hægra megin, niður á spjaldhrygg og út eftir mjaðmakambi. Í niðurlagi matsgerðarinnar kemur fram sú ályktun matsmanns að í lj ósi þess að stefnandi hafi lent í háorkuumferðarslysi, bílveltu á miklum hraða, hlotið sannanlega áverka á hryggsúlu sem hafi verið staðfest á slysdegi, ekki haft sögu um fyrri einkenni og að ekkert hafi komið fram um síðari áverka eða sjúkdóma sem skýri einkenni hennar séu [...] 10.2014 eigi mestan ef Í tilefni af athugasemdum stefnda um að við matið hafi verið litið fram hjá fyrra heilsufari stefnanda og mögulegra áhrifa ilsigs á einkenni hennar tekur dómurinn sérstaklega fram að við ger ð matsins lágu fyrir upplýsingar úr sjúkraskrá stefnanda um heilsufar hennar og læknisheimsóknir. Þá er í matsgerð tekið fram að stefnandi hafi haft sögu um ilsig og rakið hvaða áhrif það hafi haft á stefnanda. Staðfesti matsmaður þetta í skýrslu sinni fyr ir dóminum og tók fram að það væri að hans mati ólíklegt að ilsig stefnanda væri orsök þeirra einkenna sem hún búi við í dag og tengi við slysið. Áréttar dómurinn að það hefði staðið stefnda nær að hnekkja þessu atriði teldi hann það hafa þýðingu við mat á orsakatengslum. Þá telur dómurinn athugasemdir stefnda um að bæklunarlæknir hefði átt að framkvæma matið en ekki heimilislæknir ekki hafa þýðingu við mat á vægi matsgerðarinnar í máli þessu. Bendir dómurinn á að stefndi átti þess kost að koma að athugasem dum vegna þessa teldi hann það nauðsynlegt. Þá átti hann þess einnig kost að sækja matsfund sem hann mun ekki hafa nýtt sér. Dómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómanda á sviði bæklunarlækninga, telur matsgerðina sannfærandi og vel rökstudda. Eru ekki á matinu neinir sérstakir annmarkar sem kastað geta rýrð á matsgerðina eða niðurstöðu hennar. Fellst dómurinn á þær ályktanir sem í matsgerðinni eru dregnar um orsakatengsl slyssins og einkenna 10 stefnanda. Stefndi, sem hefur dregið niðurstöðu matsmanns í efa og gerir við matið ýmsar athugasemdir, eins og áður er lýst, hefur ekki kosið að nýta sér þau úrræði sem hann hefur að lögum til að hnekkja niðurstöðu þess. Dómurinn tekur jafnframt fram að þ ótt nokkur tími líði frá slysi stefnanda , og þar til hún leitar læknis um mitt ár 2018 , verði að telja ljóst að hún hafi orðið fyrir áverk a við slysið sem staðfest ur var strax í kjölfar þe ss . Við mat á orsakatengslum í máli nu verður að líta til þess að e kkert í gögnum þess gefur til kynna að stefnandi hafi haft sögu um einkenni í baki fyrir slysið eða að síðari áverkar og sjúkdómar geti skýrt þau einkenni sem koma fram á þeim tíma og hún gl ímir við í dag . Þá leggur dómurinn áherslu á að stefnandi lýsir einkennum strax eftir slysið sem samsvara áverka á hryggsúlu, og neðri hluta baks. Einkenni hennar versna um mitt ár 2018 og hún leitar þá til læknis eins og fyrr er rakið og lýsir þar sambærilegum einkennum og strax eftir slysið og sem eru af sama meiði og einkenni sem hún lýsir í dag. Tekur dómurinn fram að læknisheimsókn hennar nokkrum vikum fyrir slys , eða í júlí 2014 , vegna verkja á vinstra þjósvæði með leiðni niður í hné hefur ekki þýðingu í þessu samhengi . Það sama verður sagt um læknisheimsókn hennar á árinu 2015 þar sem hún lýsir bakverkjum við blæðingar. Stefnandi hefur lýst því að hún hafi í byrjun árs 2017 skipt um starf þar sem hún hefði vegna bakverkja ekki getað sinnt því s tarfi sem hún gegndi þá við umönnun aldraðra. Telur d ómurinn sannað með framburði G að stefnandi hafi lýst því í starfsviðtali að hún hefði verið með bakverki í fyrra starfi og því ákveðið að láta af því starfi og skipta um starfsvettvang. Með vísan til alls f ramangreinds , og niðurstöðu matsgerðar E , verður að telja nægilega fram komið að núverandi einkenni stefnanda séu afleiðingar slyssins [...] október 2014. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi frá 15. mars 2021 . Allur gjafsókna rkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar , sem þykir hæfilega ákveðin 1.10 0.000 krónur, en sú þóknun tekur mið af tímaskýrslu og eðli og umfangi málsins og er í samræmi við dómvenju ákveðin án tillits til virðisaukas katts. Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem að virtum útlögðum kostnaði , þykir hæfilega ákveðinn 1.250.000 krónur og re nnur í ríkissjóð. Dóm þennan kveða upp Hólmfríður Grímsdóttir , héraðsdómari og dómsformaður, Arnald ur Hjartarson héraðsdómar i og Halldór Baldurss on bæklunarlækni r . Dómsformaður tók við meðferð málsins 31. janúar sl., en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. 11 D Ó M S O R Ð: Viðurkennd er bótaskylda úr slysatryggingu ökumanns Toyota Yaris bifreiðarinnar B hjá stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., vegna líkamstjóns sem stefnandi, A , varð fyrir vegna umferðarslyss [...] október 2014. G jaf sóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Ingibjargar Pálmadóttur , 1.100.000 krónur. Stefnd i greiði 1.2 5 0.000 krónur í málskostnað til ríkissjóð s . Hólmfríður Grímsdóttir Arnaldur Hjartarson Halldór Baldursson