1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness þriðju d aginn 25. febrúar 2020 í máli nr. S - 1 4 80 / 201 9 : Ákæruvaldið ( Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðar saksóknar i ) gegn Tómasi Helga Tómassyni ( Garðar Steinn Ólafsson lögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var 30. janúar 20 20 , höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 19. september 2019 á hendur Tómasi Helga Tómassyni, kt. 000000 - 0000 , [...] , fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi sem lögreglumaður, með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 18. mars 2019, fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub við Klapparstíg 25 - 27 í Reykjavík, farið offari og eigi gætt lögmætra aðferða við handtöku A , kennit ala 000000 - 0000 , er hann sló A aftan í höfuðið við að setja hann inn í lögreglubifreið og sló hann síðan tveimur höggum í andlit, þrýsti hné sínu á háls og höfuð A og þvingaði handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem A lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu með þeim afleiðingum að A hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Telst þetta varða við 132. gr. og 1. mgr. 217. gr. sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu gerir brotaþoli, A , þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða honum skaða - og miskabætur að fjárhæð 2.700.000 krónur, auk vaxta s amkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtrygging u nr. 38/2001 frá 28. maí 201 9 , en með dráttarvöxtum s amkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa n er birt til greiðsludags. Einnig er krafist málskostnaðar að fjár hæð 579.235 krónur , þar með talinn virðisaukaskattur, e ða samkvæmt síðar framlagðri tímaskýrslu. Ákærði neitar sök og krefst aðallega sýknu , en til vara vægustu refsingar sem lög framast leyfa. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi . Loks er krafist málsvarnarþóknunar að skaðlausu að mati dómsins. 2 Málsatvik Samkvæmt gögnum málsins var ákærði, sem var starfandi lögreglumaður, að sinna útkalli á veitingastaðnum Irishman Pu b við Klapparstíg 25 - 27 í Reykjavík aðfaranótt 18. mars 2019 . Með honum var lögreglumaðurinn B . Í lögreglu skýrslu sem hún ritaði af þessu tilefni segir hún að þau hafi verið að ræða við dyravörð utan við staðinn þegar ofurölvi maður , A , brotaþoli í máli þes su, hafi komið þar að og truflað samskipti þeirra. Hafi A haldið á glerglasi og byrjað á því að tala niður til ákærða, kalla hann aumingja og sag t honum að læra lög og reglur. Dyraverðir staðarins hafi beðið A um að láta glasið frá sér eða klára ella drykk inn inni. Mun A engu hafa skeytt því, en haldið áfram að tala niðrandi til ákærða. Ákærði hafi þá tekið glasið af honum , fært það á borð utan við staðinn , og beðið hann um að fara út af staðnum um leið og hann hafi fært hann út á gangstétt. Við þetta hafi A reiðst mjög og ger t sig líklegan til að grípa í ákærða og veitast að honum. Ákærði hafi þá tekið hann lögreglutökum, fær t hann í jörðina þar sem skýrsluritari og dyravörður aðstoðuðu ákærða við að yfirbuga hann . S amkvæmt skýrslu nni mun A haf a streist mjög á móti og hótað þeim barsmíðum og lífláti. Var honum tilkynnt að hann væri handtekinn fyrir hótanir og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Því næst var hann færður í handjárn og inn í lögreglubifreið sem ekið var á lögreglustöð. Þar var hann vist a ður í fanga klefa. Í skýrslunni segir einnig að A hafi haldið áfram að hóta ákærða í lögreglubifreiðinni. Þá er þar tekið fram að hótanir A séu á upptöku á E yewitness - búnaði lögre g lubifreiðarinnar. Ákærði ritaði einnig skýrslu 2. maí 2019 og er atviku m lýst þar nokkurn veginn á sama hátt og í skýrslu áðurnefnds lögreg lumanns. Í lok skýrslunnar segir ákærði að A hafi streist á móti allan tímann og hafi verið mjög óstýrilátur þar til honum hafi loksins verið komið inn í fangaklefa. Síendurtekið hafi hann verið að hóta ákærða barsmíðum og fleiru sem ákærði muni þó ekki eftir nú . Í báðum lögregluskýrslunum eru m eint brot A skráð Þar sem sakarefni málsins var talið kunna að varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 voru gögn málsins send héraðssaksóknara til meðferðar. Eftir yfirferð þeirra þótti héraðssaksóknara tilefni til að hefja rannsókn á háttsemi lögreglumannanna sem stóðu að handtöku brotaþola . Var nefnd um eftirlit með lögreglu tilkynnt sú ákvörðun með bréfi héraðssaksóknara 2. maí 2019. Í bréfinu segir m.a. Eyewitness búnaði lögreglubifreiðar sem notuð var til að flytja hinn handtekna á lögreglustöð gefur Brotaþoli var yfirheyrður af lögreglumanni hjá héraðssaksóknara 9. maí 2019, en ák ærði og lögreglumaðurinn B 17. sama mánaðar. Skýrslur voru einnig teknar hjá héraðssaksóknara af dyr av örðum veitingastaðarins , C og D , 7. og 13. maí 2019. 3 Með málsgögnum fylgja upptökur úr eftirlitsmyndavélum , þar sem annars vegar má sjá handtöku brotaþola utan við veitingastaðinn Iris h man Pub, en hins vegar uppt aka úr Eyewitness - búnaði lögreglubifreiðarinnar sem brotaþoli var fluttur í á lögreglustöð. Fyrir dómi voru upptökurnar spilaðar við yfirheyrslu yfir ákærða og hann spurður um hvert það tilvik sem á kæra lýtur að. Framburður fyrir dómi Ákærði kvaðst hafa starfað sem lögreglumaður frá haust i 2016, er hann lauk lögreglunámi , og hafi hann hlotið menntun og þjálfun í handtökuaðferðum. Að faranótt 18. mars 2019 haf i hann , ásamt öðrum lögreglumanni, verið a ð sinna útkalli á veitingastaðnum Irishman Pub vegna líkamsárásar á dyravörð. Voru þau að ræða við dyravörðinn þegar brotaþoli, A , kom út af veitingastaðnum með áfengi í glerglasi. Hafi dyravörðurinn bent brotaþola á að hann mætti ekki koma út með drykkinn í glerglasi, en sá hafi svarað dyraverðinu m með einhverju skítkasti . Ákærði, sem st óð við hlið dyravarðarins, kv a ðst þá hafa blandað sér í málið og sagt við brotaþola að þetta væri rétt hjá dyraverðinum. Brotaþoli hafi þá snúið sér ógnandi að ákærða og kallað hann öllum illum nöfnum . Kvaðst ákærði nokkrum sinnum hafa reynt að vísa honum í burtu og beðið hann um að trufla ekki vinnu lögreglunnar. Þar sem brotaþoli hafi skeytt því engu og haldið áfram skítkasti kvaðst ákærði hafa spurt dyravörðinn hvort honum væri ekki vísað út af staðnum, og hafi dyravörðurinn samsinnt því. Kvaðst á kærði þá haf a tekið glasið úr höndum brotaþola , gripið í hann , ýtt h onum út á stétt og gefið honum fyr irm æli um a ð yfirgefa s væðið, ella s kyldi hann handtekinn. Brotaþoli hafi þá horft á ákærða og gert sig líklegan til að veitast að honum með báðar hendur fyrir framan sig. Áður en til þess kom hafi ákærði náð taki á herðum hans og lagt hann á jörðina, snúið honum á magann og fært í handjárn með aðstoð hins lögreglumannsins og dyravarðarins. Að því loknu kvaðst ákærði hafa reist brotaþola v ið og leitt hann að lögreglubílnum. Á meðan hafi brotaþoli hótað honum barsmíðum og lífláti. Þegar að lögreglubílnum var komið kvaðst ákærði hafa sagt honum að leggjast á magann inn i í bílnum , en þa r sem honum sýn dist brotaþoli ekki ætla að fylgja þeim fyrirmælum hafi hann lagt lófann hratt á hnakka hans og rykkt höfði hans fram svo að hægt væri að leggja hann inn í bílinn á maganum. Neitaði ákærði því að hafa slegið brotaþola aftan í höfuðið, eins og hann er sakaður um, en viðurkenndi hins vegar að þetta hafi gerst hratt og ekki blíðlega. Sagði hann aðspurður að þetta væri viðurkennd aðferð við að setja handtekinn mann í lögreglubifre ið. Eftir það kvaðst ákærði hafa dregið brotaþola inn í bílinn á magan um og spurt hann um leið hvort hann hafi verið að hóta lögreglunni, en brotaþoli hafi neitað því. Aðspurður hvort ákærði hafi slegið brotaþola tvívegi s í andlit þegar hann lá á gólfi lög reglubifreiðarinnar neitaði hann því , en kvaðst hins vegar hafa pikkað tvívegis í höfuð hans með fingurgómum t il þess að n á athygli hans . Viðurkenn d i hann að þessi háttsemi væri ekki kennd í Lögregluskólanum , en neitaði því að hafa beitt slíku afli að jafn a mætti til líkamsárásar. Tók hann 4 fram að ekki hafi verið markmiðið að meiða brotaþola , aðeins að fá hann til að hlusta á sig og hætta mótspyrnu . Hann neitaði því jafnframt að hafa sett hné sitt á háls brotaþola þegar hann kraup við hlið hans í lögreglubi freiðinni, en kvaðst hafa sett hnéð á herðabl að hans . Einnig neitaði hann því að hafa þvingað handjárnaða handleggi brotaþola í sársaukastöðu. Hins vegar hafi hann ítrekað spurt brotaþola um nafn og gripið í öxl hans í því skyni að reisa hann við og leggja hann í hliðarstöðu svo að hann næði augnsambandi við hann. Hafi brotaþoli þá sagt til nafns og rekið upp gól um leið, líkt og hann væri sárþjáður, en á kærði hafi ekki tekið það alvarlega. Ákærði tók fram að hann hafi ekki lagt brotaþola í hliðarstöðu í lögreglubifreiðinni, eins og kennt er í Lögregluskólanum, þar sem hann k vaðst ekki hafa treyst brotaþola til þess að liggja þannig . T aldi hann að brotaþoli væri ekki í neinni hættu þótt hann lægi á maganum. Sérstaklega aðspurður taldi ákærði að þörf haf i verið á þeirri valdbeitingu sem raunin varð, en kvaðst skilja að gagnrýnt væri að hann hefði pikkað í andlit brotaþola þar sem hann lá á gólfinu . Væri sl íkt ekki viðurkennd aðferð til að ná athygli handtekinna. Brotaþoli sagðist ekki muna atvik vel, end a hefði hann verið nokkuð undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn. Kvaðst hann lítið sem ekkert muna eftir því þegar lögreglan hafði afskipt i af honum við veitingastaðinn, en sagðist hins vegar muna eftir því þegar þjarmað var að honum og honum lá við köfnun í lögreglubílnum. Lögreglum aðurinn hefði legið á honum með hnéð á hálsi hans og upp að hnakka. Ekki sagðist hann muna eftir fleiru sem gerðist í lögre glu bílnum . Þó sagðist hann minnast þess að hafa hljóðað og beðist vægðar þar sem hann náði illa andanum. Aðspurður sagðist brotaþoli hafa leitað til læknis nokkru eftir handtökuna vegna sviða og doða vinstra megin í höfðinu og rakti það til þess er lögreglumaðurinn setti hnéð á háls hans og hnakka í lögreglubílnum. Kvaðst hann enn búa við sömu einkenni. Vitnið B lögreglumaður gaf síma skýrslu frá London . Hún greindi frá upphafi afskipta af brotaþola utan við áðurnefndan veitingastað og ástæðum handtöku hans. Hún kvaðst hafa verið ökumaður lögreglub ifreiðarinnar sem brotaþoli var færður í og hafi því ekki fylgst með því sem gerðist aftan í bílnum. Hins vegar sagðist hún hafa heyrt einhver óp og öskur í brotaþola á meðan hún ók á lögreglustöðina. Aðspurð sagði hún að bæði hún og ákærði hefðu verið við hlið brotaþola þegar hann v a r færður inn í lögreglubílinn og hafi það verið gert með viðurkenndum lögreglutökum. Ekki kvaðst hún muna hvort hún eða ákærði hafi haldið í höfuð brotaþola þegar hann var settur í bílinn, en bætti við að slíkt væri gert til að varna því að handtekinn maður ræki höfuðið í bílinn. Hún n eitaði því að ákærði hafi slegið í höfuð brotaþola þegar hann var færður í bílinn. Vitnið D kvaðst hafa verið dyravörður á Irishman Pub umrætt sinn. Hann lýsti afskiptum lögreglunnar af brotaþola og handtöku hans fyrir utan veitingastaðinn. Sagði hann brotaþola hafa verið mjög ölvaðan, dónalegan og ögrandi gagnvart lögreglumönnu nu m , en ekki minntist hann 5 þess að brotaþoli hafi hótað þeim. Þá sagðist v itnið ekki hafa séð greinilega hvernig lögreglum ennirnir hafi fært brotaþola í lögreglubílinn. Vitnið C starfaði einnig sem dyravörður á Irishman Pub á þeim tíma sem atvik gerðust. Hann lýsti á sama hátt og vitnið D upphafi afskipta lögreglunnar af brotaþola fyrir utan veitingastaðinn. Ekki kvaðst hann minnast þess að brotaþoli h afi hótað lögreglumönnunum, en hann haf i hins vegar verið dónalegur við þá. Sem dæmi nefndi vitnið a ð brotaþoli hefði orðrétt sagt við ákærð a Vitnið kvaðst ekki hafa séð þegar lögreglumenn færðu brotaþo la í lögreglubifreiðina. Vitnið E , varðstjóri og valdbeitingarþjálfari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu , kvaðst þekkja til ákærða, en hann hafi starfað endrum og eins undir sinni stj órn í almennri deild, auk þess sem hann hafi sótt námskeið hjá sér v ið valdbeitingu lögreglumanna. Kvað hann ákærða fyrirmyndarlögreglumann og taldi þekkingu hans á valdbeit i ngar aðferðum mjög góða og b ætti því við að honum hefði stöku sinnum verið falið að leysa af við þjálfun lögreglumanna við valdbeitingu. Í máli vitnisi ns kom fram að harka við lögreglutök og valdbeitingaraðferðir r áðist af atvikum og oft af því hvort hinn handtekni sé rólegur eða ofbeldisfullur og sýni mikla mótspyrnu . Vitnið F lögreglu fulltrúi kvaðst um margra ára skeið hafa annast kennslu í v aldbeiting arheimildum lögre g lu nnar og aðferð um við valdbeitingu , bæði bóklega og verklega . Hann lýsti þeim aðferðum sem lögreglumönnum ber að beita þegar handtekinn maður er færður inn í lögreglubifreið, svo og þegar hinn handtekni er kominn á grúfu á gólf bifreiðarinnar . Hann neitaði því að það væri viðurkennd aðferð að lyfta h andleggjum upp á handteknum manni með handjárn þegar hann lægi í grúfu , í því skyni að koma honum í hliðarlegu. Í þeim tilvikum væri lögreglumönnum kennd sú aðferð að hafa hægra hné á herðablaði hins handtekna og vinstra hné á síðu , en síðan væri hinum handtekna velt í hliðarlegu með því að grípa í upphandlegg hans eða öxl um leið og lögreglumaðurinn stingur fæti sínum milli handar og baks í g ólf ið . V itnið neitaði því einnig að viðurkennt væri að slá eða pikka í andlit á fjötruðum manni til þess að ná athygli hans. Vitnið G læknir gaf loks skýrslu í gegnum síma . Hann staðfesti framlagt vottorð um skoðun á brotaþola . Taldi hann ekki útilokað að lýsing brotaþola á þeim einkennum s em hann lýsti við skoðun gæt u verið afleiðing ar af valdbeitingu lögreglunnar um fimm vikum áður. Þá sagði vitnið að brotaþoli hefði ekki komið aftur til frekari skoðunar . Niðurstaða Í máli þessu er ákærði sakaður um að hafa sem lögreglumaður sl egið brotaþo la aftan í höfuðið við að setja hann inn í lögreglubifreið, sl egið hann síðan tveimur höggum í andlit, þrýst hné sínu á háls og höfuð hans og þvingað handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan 6 bak þar sem brotaþoli lá á gólfi lögreglubi freiðar á leið á lögreglustöð. Byggir ákæruvaldið á því að ákærði hafi farið offari í starfi og eig i gætt lögmætra aðferða við handtöku . Er háttsemin talin varða við 132. gr. og 1. mgr. 217. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr . 19/1940. Ákærði ne itar sök og krefst aðallega sýknu, en til vara vægustu refsingar sem lög framast leyfa. K veðst hann einungis hafa beitt lögmætum og viðurkenndum aðferðum við handtöku brotaþola og flutning hans á lögreglustöð, auk þess sem gætt hafi verið með a lhófs . Hann viðurkennir þó að sú aðferð að pikka í höfuð brotaþola til þess að ná athygli hans orki tvímælis og sé ekki kennd á námskeiði í valdbeitingu í Lögregluskólanum. Fram er komið að meðal málsgagna eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum, annars vegar frá veitingastað num Irishman Pub, en hins vegar úr Eyewitness - bún a ði lögre glu bifreiðarinnar s em brotaþoli var fluttur í á lögreglustöð. Fyrri upptakan er án hljóðs, en þar má sjá brotaþola kom a út af veitingastaðnum með glas í hendi og er hann greinilega nokku ð ölvaður. Sjá má að dyravörður gerir athugasemd við að brotaþoli beri glasið út, en brotaþoli hirðir e kki um orð hans. Ákærði á þá einnig orðastað við brotaþola, en brotaþoli snýr sér að honum, hallar sér ögrandi fast að andliti hans og segir eitthvað. Ák ærði hrifsar þá glasið úr höndum brotaþola og ýtir honum út á stétt fyrir framan veitingahúsið. Brotaþoli snýr sér þá við og nálgast ákærða með báðar hendur fyrir framan sig og virðist ætla að grípa í ákærða . Ákærði tekur hann þá lögreglutökum, l eggur hann í jörðina og handjárna r með aðstoð starfsfélaga síns og dyravarðar. Samkvæmt framburði dyravarða sem gáfu skýrslu fyrir dóminum minntust þeir þess ekki að brotaþoli hafi hótað ák ærða. Hins vegar hafi hann verið ögrandi og dónalegur. Kvaðst annar þeirra ha fa heyrt brotaþola segja við ákærða É g er ég og þú ert fífl . Þar sem ákæran í máli þessu lýtur ekki að tilefni handtöku brotaþola utan við umræddan veitingastað verður að ætla að ákæruvaldið vefengi ekki lögmæti hennar. Í kjölfar handtöku nnar var brotaþol i færður í lögreglubifreið. Eins og fyrr greinir var þar Eyewitness - búnaður sem tekur upp það sem þar fer fram, bæði hljóð og mynd. Mynd bandsupptakan , sem er tæpar þrjár mínútur að lengd , var spil u ð fyrir ákærða í dómi og hann spurður um hvert atv ik sem tilgreint er í ákæru. Jafnframt h efur dómari ítarlega skoðað myndskeiðið. Fyrst má þar sjá hvar ákærði og starfsfélagi hans halda í hvora hönd brotaþola aftan við lögreglubifreiðina og eru hurðir bifreiðarinnar opnar. Brotaþoli skjögrar nokkuð og be rst lítillega um, en virðist eiga erfitt með að halda jafnvægi. Er hann í handjárnum fyrir aftan bak og heyrist mótmæla því að vera leiddur í lögreglubifreiðin a . Starfsfélagi ákærða skipar brotaþola að leggjast á magann inn i í bíl num , en ekki heyrist glögg t hvernig hann svarar því. Ákærði skipar sömuleiðis brotaþola að leggjast á magann og slær eða leggur höndina leiftursnöggt aftan á höfuð hans og reigir það fram. Er brotaþol i þannig dreginn inn í lögreglubifreiðina og lagður á magann á gólf bifreiðarinnar . F ylgir ákærði honum eftir í bifreiðina , krýpur við hlið hans og setur hægra 7 hné sitt á höfuð hans . Brotaþoli heyrist umla eitthvað ógreinilegt og spyr ákærði hvort hann ætli að lemja , en brotaþoli se gist aldrei hafa lamið nokkurn mann eða nokkurn tíma hótað lögre glu manni . Ákærði slær brotaþola síðan tvívegis laust í andlitið með handarbaki kreppt s hnefa og segir að brotaþoli hóti ekki lögreglumanni. Um leið lyft ir ákærði hné nu af höfði brotaþola , en þ ar sem lögreglubifreiðin er á ferð og rými er þröngt aftan í henni er ekki unnt að fullyrða hvort hann þrýst i hnénu aftur á höfuð hans og háls . Brotaþoli hljóðar þó augnablik þegar hné ákærða virðist nema við höfuð hans og háls og segist alveg vera að deyja. Ákærði spyr síðan brotaþola ítrekað um nafn og svarar brotaþoli ekki strax. Lyftir á kærði þá með vinstri hendi hægri handlegg brotaþola , en brotaþoli var þá í handjárnum liggjandi á maganum á gólfi lögreglubifreiðarinnar, og hljóðar hann af sársauka og hreyfir fætur áður en hann gefur upp nafn sitt. Starfsfélagi ákærða, sem ók lögreglubifreiðinni, heyrist þá segja : E r ekki allt í lagi ? Eins og rakið er hér að framan gáfu tveir lögreglumenn skýrslu fyrir dóminum, en báðir hafa þeir annast kennslu í valdbeitingarað ferðum hjá lögreglunni. Í máli þeirra beggja kom fram að það ráðist af atvikum hverju sinni hve miklu afli og hörku lögreglumenn þurfi að beita við framkvæmd starfa sinna. Eðli málsins samkvæmt þurfi að beita þann sem sýnir mikla mótspyrnu og líklegur er til að skaða sig eða aðra öðrum tökum en þann sem er rólegur og yfirvegaður. Báðir útskýrðu þeir einnig viðurkenndar aðferðir lögreglu við handtöku og að færa handtekinn mann í lögreglubifreið og f lytja á lögreglust öð . Samkvæmt 14. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er handhöfum lögregluvalds heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna, en aldrei mega þeir þó ganga lengra í beitingu valdsins en þörf er á hverju sinni. Regla þessi byggi st á meðalhófsreglunni, sem er ein af grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins og lögfest er í 12 gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í henni felst að stjórnvöld verði að gæta hófs í meðferð valds síns. Því ber lögreglunni ávallt að hafa þá reglu í heiðri við fra mkvæmd starfa sinna og ganga ekki l e ngra en nauðsyn krefur hverju sinni til þess að ná því markmiði sem að er stefnt. Ákærði hefur neitað því að hafa slegið aftan í höfuð brotaþola þegar hann hugðist færa hann inn í lögreglubifreiðina, en viðurkenndi hins vegar að haf a lagt l ófa sinn hratt á höfuð h a ns og rykkt höfði nu fram svo að hægt væri að leggja brotaþola inn í bílinn. Hafi það þó ekki gerst blíðlega. Fær framburður ákærða stoð í framburði s amstarfsma nns hans fyrir dómi, lögregluma nnsins B , en hún neit aði því að ákærði hafi slegið í höfuð brotaþola. Þar sem á ðurnefnd myndbandsupptaka tekur heldur ekki af tvímæ li um hvort ákærði hafi slegið brotaþola aftan í höfuðið, svo sem tilgreint er í ákæru, verður ákærði sýknaður af þeirri háttsemi, sbr. 108. gr. o g 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 8 Ákærði neitaði því einnig að hafa slegið brotaþola tveimur höggum í andlit þegar sá síðarnefndi lá handjárnaður á gólfi lögreglubifreiðarinnar. Hann viðurkenndi þó að hafa pikkað tvívegis í höfuð ha ns með fingurgómum til þess að ná athygli hans. Tók hann fram að þessi aðferð væri þó ekki kennd í Lögregluskólanum og kvaðst skilja þá gagnrýni sem þetta sæti. Framburður ákærða samrýmist hins vegar ekki myndbandsupptöku af atvikinu, en þar má glöggt sjá að ákærði slær brotaþola tvisvar í andlitið með handarbaki kreppts hnefa. Þótt höggin sýn i st ekki föst fær dómurinn ekki séð að nokkurt tilefni hafi verið til þeirra þar sem brotaþoli var ófær um að veita mótspyrnu, liggjandi á maganum í handjárnum fyrir aftan bak. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi. Hinu sama gegnir um þá háttsemi ákærða að set ja hné sitt á höfuð brotaþola , þótt í skamma stund sé , svo og að þ vinga handlegg hans í sársaukastöðu fyrir aftan bak á gólfi lögreglubifreiðarinnar , í því eina skyni að brotaþoli gæfi upp nafn sitt. Má h eyra af upptökunni að sú aðferð hafi valdið brotaþola verulegum þjáningum . Er með engu móti unnt að fallast á að slíka r aðfarir teljist viðurkenndar valdbeitingaraðferðir lögreglu. Samkvæmt framanrituðu verður ákærði sakfelldur fyrir að hafa af ásetningi slegið brotaþola tveimur höggum í andlit, þrýst hné sínu á höfuð hans og þvingað handlegg hans í sársaukastöðu fyrir a ftan bak þar sem brotaþoli lá á gólfi lögreglubifreiðar. Aðfarir ákærða v oru án tilefnis, b rotaþoli var varnarlaus og handjárnaður fyrir aftan bak og verður ekki séð af áðurnefndu myndbandi að hann hafi reynt að veita mótspyrnu. Er fallist á það með ákæruv aldinu að ákærði hafi í umrætt sinn farið o ffari og e kki gætt lögmætra aðferða. Er háttsemi hans rétt lýst í ákæru og þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er fæddur í [...] og hefur ekki áður sætt refsingu . Við ákvörðun refsingar hans verður tekið tillit til þess. Á hinn bóginn ber einnig að líta til þess að ákærði hefur sem lögreglumaður verið fundinn sekur um að hafa af ásetningi beitt ólögmætum valdbeitingaraðferðum og gengið mun lengra í beitingu valds en tilefni var til . Þykir refsing han s hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga , sem bundin skal skilorði eins og í dómsorði greinir. Eins og áður er lýst gerir brotaþoli, A , kröfu um að ákærði greiði honum skaða - og miskabætur að fjárhæð 2.700.000 krónur, auk vaxta og málskostnaðar. Byggist kraf a hans á því að ákærði hafi með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Meðal gagna málsins er læknisvottorð, dagsett 16. maí 2019, ritað af G , sérfræðingi á slysa - og bráðdeild LSH. Lýsir læknirinn þar komu brotaþo la á slysadeild 24. apríl 2019 vegna áverka sem brotaþoli hlaut um mánuði áður. Hefur hann eftir brotaþola að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og muni ekki allt sem gerðist, en lögreglumenn hafi gripið í sig og slengt sér í jörðina og haldið sér niðri . Hafi hann ekki fengið höfuðhögg og engin áverkamerki og því ekki leitað strax til læknis. Síðan hafi hann hins vegar fundið fyrir miklum stífleika í herðum og hálsi og átt erfitt með að hreyfa sig um hálsinn. Einnig hafi honum fundist að dofi væri í vins tri hluta andlits, sem teygði 9 sig frá hársverði fram að auga. Niðurstaða skoðunar læknisins er að ekki séu finnanleg nein áverkamerki á höfði og engin eymsli yfir andlitsbeinum. Hann sé þó aumur við þreifingu í vöðvum í hálsi, en ekki eymsli í miðlínu, og hreyfiferill í hálsinum sé skertur , bæði við að teygja höfuð eða beygja háls fram og aftur og til hliðar. Ekki sé dofi í handlegg. Skoðun á heilataugum og úttaugum er alveg eðlileg og hvergi dofi né annað að finna. Greining læknisins er tognun og ofreynsla á hálshrygg. Læknirinn staðfesti vottorð sitt fyrir dómi og kvað hann ekki útilokað að lýsing brotaþola á þeim einkennum sem hann lýsti við skoðun gætu verið afleiðinga r af valdbeitingu lögreglunnar um fimm vikum áður. Þá sagði hann að brotaþoli hefði ekk i komið aftur til frekari skoðunar. Með vísan til ofangreinds læknisvottorðs og vættis læknisins fyrir dómi þykir verulega skorta á að færðar séu nægar sönnur á að einkenni brotaþola sem hann lýsti við skoðun læknis ins og segist nú enn búa við, verði raki n til handtöku hans eða þeirrar ólögmætu valdbeitingar sem lýst er í ákæru og ákærð i er nú sakfelldur fyrir . Af þeirri ástæðu er óhjákvæmilegt að vísa kröfunni frá dómi vegna vanreifunar, sbr. 3. mgr. 174. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í samræm i við niðurstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar lögreglu, 42.300 króna, auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Garðars Steins Ólafssonar lögmanns, sem ákveðst 810.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kv a ð upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Tómas Helgi Tómasson, sæti fangelsi í 45 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einkaréttarkröfu brotaþola er vísað frá dómi. Ákærði greiði 852 .300 krónur í sakarkostnað, þar af 810.000 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða, Garðars Steins Ólafssonar lögmanns. Ingimundur Einarsson