1 Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8 . nóvember 2022 Mál nr. E - 5823 /2021: A ( Björgvin Þórðarson lögmaður) gegn Sjóvá - Almennum tryggingum hf. og B (Kristín Edwald lögmaður) Dómur 1. Mál þetta, sem var dómtekið 12. október 2022, var höfðað 9. desember 2021 af A , [...] , gegn Sjóvá - Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5 í Reykjavík , og B , [...] . 2. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndu verði óskipt dæmd til að greiða henni 23.393.136 krónur með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 781.480 krónum frá 10. janúar 2017 til 10. apríl 2017, af 23.393.136 krónum frá þeim degi til 5. mars 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi til greiðsludags. 3. Stefnandi krefst þess til vara að stefndu verði óskipt dæmd til að greiða henni 21.483.386 krónur með 4,5% ársvöxtum sam kvæmt 16. gr. skaðabótalaga af 781.480 krónum frá 10. janúar 2017 til 10. apríl 2017, af 21.483.386 krónum frá þeim degi til 5. mars 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi til greiðsludags. 4. Stefnandi krefst þess til þrautavara að stefndu verði óskipt dæmd til að greiða henni 15.855.920 krónur með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga af 781.480 krónum frá 10. janúar 2017 til 10. apríl 2017, af 15.855.920 krónum frá þeim degi til 5. ma rs 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi til greiðsludags. 5. Að því frágengnu krefst stefnandi þess að stefndu verði óskipt dæmd til að greiða henni 14.161.678 krónur með 4,5% ársvöxtum samkv æmt 16. gr. skaðabótalaga af 781.480 krónum frá 10. janúar 2017 til 10. apríl 2017, af 14.161.678 krónum frá þeim degi til 5. 2 mars 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi til greiðsludags. 6. St efnandi krefst þess í öllum tilvikum að stefndu verði óskipt dæmd til að greiða henni 2.287.453 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, af 1.649.000 krónum frá 5. mars 2019 til 14. desember 2021 en af 2.287.4 53 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda Sjóvá r - Almennra trygginga hf. að fjárhæð 191.000 krónur 13. janúar 2021. 7. Þá er í öllu m tilvikum krafist málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 8. Stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I Helstu málsatvik 9. Mál þetta verður rakið til umferðarslyss sem stefnandi lenti í 10. janúar 2017 . Stefnandi var þá ökumaður bifreiðarinnar [...] sem var kyrrstæð í bílastæði nálægt þáverandi heimili hennar við [...] . Samkvæmt tjónstilkynningu hafði st efnda B lagt bifreiðinni [...] í bílastæði fyrir aftan bifreið stefnanda en hélt áfram að hlusta á útvarp. Þegar hún ætlaði út úr bifreiðinni rann hún af stað og lenti aftan á bifreið stefnanda þar sem láðst hafði að setja bifreiðina í gír. Því er lýst í tjónstilkynningu stefn anda a ð þegar slysið varð hafi hún verið búin að l osa öryggisbelti og verið að teygja sig í innkaupapoka við gólf farþegasætis. Bifreiðin [...] var tryggð lögboðinni ábyrgðar tryggingu hjá stefnda Sjóvá - Almennum tryggingum hf. 10. Stefnandi hafði lent í öðru umferðarslysi 12. apríl 2015 . Fyrir liggur örorkum at C bæklunarskurðlæknis og D lektors frá 8. janúar 2017 þar sem lagt var mat á afleiðingar slyssins. Þar k om fram að heilsufar stefn anda hefði verið orðið stöðugt þremur mánuðum eftir slysið. Talið var að stefnandi hefði verið óvinnufær að öllu leyti til 10. maí 2015 en til helmings 11. til 25. sama mánaðar og var það metið tímabil tímabundinnar óvinnufærni og þjáninga . Við mat á varanlegum miska var lagt til grundvallar að stefnandi hefði hlotið instri öxl M eð hliðsjón af lið VI . A.a í miskatöflu örorkunefndar var talið að varanlegur miski væri hæfilega metinn 7 stig. Við mat á varanlegri örorku var litið til þess að stefnandi hefði menntað sig sem hjúkrunarfræðin g ur og starfað sem s lík frá útskr ift. Talið var að s lysið væri til þess fallið að valda stefnanda erfiðleikum við að sinna starfinu , einkum þar sem hún gæti til frambúðar tekið að sér færri vaktir en ella. V aranleg örorka vegna slyssins v ar talin hæfilega metin 10% . 3 11. Stefnandi var í meðferð hjá E sjúkraþjálfara þegar áreksturinn 10. janúar 2017 átti sér stað . Hún leitaði til sjúkraþjálfarans daginn eftir slysið og liggur fyrir skýrsla hans frá 6. maí 2018. Þ ar er þ ví meðal annars lýst ið högg að það skipti jafn miklu mál i hvernig líkamsstaða stefnanda hafi verið þegar áreksturinn varð. Þá segir að einkenni frá fyrra slysi hafi ýfst upp og slæma taugaleiðniverki (svipað og tannpínuverki) í báða griplim i Tekið er fram að þ essir verkir hafi yfirgnæf t önnur einkenni fyrstu mánuðina en stefnandi hefði einnig fundið fyrir slæmum verk um mitt brjóstbak sem var miklu mun verri en eftir fyrra , eins og það er orðað. 12. Stefnandi leitaði til F heimilislæknis 31. janúar 2017. Í nótu læknisins var því meðal annars lýst að stefnandi hefði verið mjög verkjuð í brjóstbaki og stíf í hálsi eftir slysið, auk þess sem hún hefði fundið fyrir leiðniverkjum niður í handlegg i. Hún var greind með tognun á há ls - og brjósthrygg. Stefnandi leitaði aftur til læknisins 21. febrúar sama ár og var skráð að hún hefði far ið aftur til vinnu í hálfu starfshlutfalli 7. sama mánaðar . Ekki hefði gengið nægilega vel og v æri stefnandi sérstaklega slæm í brjóstbaki og mjöðmum eftir vinnu. Þá var tau ga verkjum eftir hægri hendi lýst og tekið fram að stefnandi væri í sjúkraþjálfun, nálastungum og nuddi. 13. Í lok apríl 2017 fékk stefnandi veirusýkingu (fimmtu veikina) og fann í kjölfarið fyrir liðverk j um og liðbólgum. Samkvæmt votto rði G , [...] , frá 29. nóvember 2019 gengu einkennin yfir. F rá hausti 2018 hefði stefn andi fundið fyrir verkjum í höndum og verið með virkar liðbólgur. Samkvæmt gigtar próf i í febrúar 2019 hefði stefnandi verið jákvæð fyrir vægri ANA - liðagigt. Einkennin hefðu svarað lyfjameðferð vel . Síðar hefðu verkir, kvíði, svefntruflanir og festumein ágerst. Um það segir í samantekt vottorðsins : liðagigt inni en líklegra verður að teljast að þau einkenni tengist áverkum sem sjúkling ur hefur orðið fyrir, 14. Með tölvubréfi 17. maí 2017 var stefnda Sjóvá - Almennum tryggingum hf. tilkynnt um slysið. Bótaskyldu var hafnað 22. sama mánaðar , meðal annars með vísa n til þess að slysið hefði verið smávægilegt og ek ki líklegt til að valda varanlegu heilsutjóni. Í þeim efnum var vísað til útreikninga [...] samkvæmt PC - Crash forriti um ætlaða krafta sem verkuðu á ökutækin þegar slysið varð. 15. Stefnandi skaut þessari afstöðu til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum 16. ma í 2018. Með áliti nefndarinnar 12. júlí 2018 var komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu þeirrar bifreiðar sem ók aftan á hana. Því til stuðnings var einkum vísað til þess að matsgerð lægi ekki fyrir og væri því ekki unnt að slá því föstu að stefnandi hefði hlotið líkamstjón vegna slyssins. 16. Hinn 12. október 2018 voru H , sérfræðingur í heila - og taugasjúkdóm um, og I lögmaður dómkvaddir að beiðni stefnanda til að leggja mat á afleiðingar umferðarslyssins 10. janúar 4 2017. Matsgerð þeirra lá fyrir 4. febrúar 2019. Lagt var mat á tímabil tímabundinnar óvinnufærni, sem og tímabil þjáninga. Þá töldu matsmenn að slysið hefði valdið varanlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir stefnanda sem yrðu raktar háls - og brjósthrygg og versnunar einkenna, einkum frá brjósthrygg Varanlegur miski var metinn 7 stig og varanleg örorka 15% . Fjallað er nánar um matsgerðina í kafla II. 17. Með bréfi 5. febrúar 2019 til stefn da Sjóvá r - Almennra trygginga hf. krafðist stefnandi bóta vegna umferðarslyssins á grundvelli niðurstaðna matsgerðarinnar. 18. Af hálfu stefndu var farið fram á dómkvaðningu yfirmatsmann a og hinn 24. maí 2019 voru J , sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, K lög maður og L , prófessor í vélaverkfræði, dómkvaddir til að leggja mat á þætti sem varða hraða og hröðun þeirrar bifreiðar sem ók aftan á bifreið stefnanda, sem og á það hvort orsakatengsl væru á milli núverandi einkenna stefnanda og slyssins 10. janúar 2017 . Yfirmatsgerð lá fyrir 6. ágúst 2020. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að það væru minni líkur en meiri á því að ferðarslyssins. Samkvæmt þessu töldu yfirmatsmenn slysið ekki hafa valdið stefnanda varanlegu líkamstjóni, en að hún hefði orðið fyrir tímabundnu tjóni sem var metið með sama hætti og í undirmatsgerð. Fjallað er nánar um yfirmats gerðina í kafla II. 19. Hinn 17. ágúst 2020 bauð stefndi Sjóvá - Almennar tryggingar hf. stefnanda bætur vegna tímabundinna afleiðinga slyssins eins og þær höfðu verið metnar í yfirmatsgerð. S tefnandi tók við bótunum með fyrirvara 13. janúar 2021. 20. Hinn 29. janúar 2021 óskaði stefn andi eftir álitsgerð örorkunefndar, sbr. 10. gr. skaðabóta - laga nr. 50/1993 . Álitsgerðin sem var unnin af læknunum M og N og O lögmanni lá fyrir 19. ágúst sama ár. Talið v ar að stefnandi hefði hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, það er viðbótartogn un á háls sem og tognun á brjósthrygg . Varanlegur miski var talinn hæfilega metinn 7 stig og varanleg örorka 10%. Nánari grein er gerð fyrir álitsgerðinni í kafla II. 21. Með bréfi 30. ágúst 2021 áréttaði lögmaður stefnanda kröfu hennar um bætur vegna varan - l egra afleiðinga slyssins, auk þess sem krafist var greiðslu á útlögðum kostnaði að fjárhæð 1.888.550 krónur. Vísað var til álitsgerðar örorkunefndar og krafa um bætur vegna varan - legrar örorku miðuð við 10%. Með tölvubréfi stefnda Sjóvá r - Almennra trygginga hf. 9. september 2021 var kröfum stefnanda hafnað og vísað til þess að álitsgerð örorkunefndar hnekkti ekki niðurstöðu yfirmatsgerðar. 5 II Helstu niðurstöður matsgerðar, yfirmatsgerðar og álitsgerðar örorkunefndar Matsgerð dómkvaddra matsmanna 22. Matsgerð dómkvöddu matsmannanna H , sérfræðings í heila - og tauga sjúk dómum, og I lögmanns lá fyrir 4. febrúar 2019. Matsmenn töldu að orsakatengsl væru á milli slyssins og - og brjósthrygg Talið var að heil sufar stefnanda hefði verið orðið stöðugt 10. apríl 2017. Tímabil tímabundinnar óvinnufærni var talið vera 100% frá slysdegi til 7. febrúar 2017, en 50% frá þeim degi og til 10. apríl 2017. Þjáningatímabil var metið hið sama. Þá komust matsmenn að þeirri n iðurstöðu að varanlegar - og brjósthrygg og versnunar einkenna, einkum frá brjósthrygg Fram kom að við mat á varanlegum miska væri l itið til miskatöflu örorkunefndar frá 21. febrúar 201 6, liða VI.A.a.2 og VI.A.b.1, og var miski talinn hæfilega metinn 7 23. Hvað varðar varanlega örorku vísuðu matsmenn til þess að stefnandi hefði útskrif ast sem [...] árið 2015 . Hún hefði unnið á Landspítalanum frá árinu 2007, lengst af á gjörgæsludeild eða frá [...] 2007 til [...] 2017. Þá hefði hún unnið á skurðstofum frá [...] 2014 og starfaði þar þegar matið fór fram. Vísað var til þess að starfsgeta stefnanda hefði verið skert fyrir slysið í janúar 2017 vegna umferðarslyss í apríl 2015 og var rakin um fjöllun í matsgerð C bæklunarskurð læknis og D lektors . Þá var vísað til upp lýsinga frá deildarstjóra skurðstofu Landspítalans við Hringbraut frá 28. janúar 2019 þar sem fram kom að eftir slysið í janúar 2017 hefði stefnandi ekki treyst sér til að taka áfram þátt í aðgerðum hjarta - og lungnaskurðteymis. Aðgerðirnar fælu í sér lang ar stöður og erfiða líkamsbeitingu. Þá hefði stefnandi ekki treyst sér til að vinna á tiltekinni skurðstofu þar sem mikið væri um lyftingar sem reyndu á bak, axlir og háls. Að sama skapi hefði stefnandi átt erfitt með að taka langar vaktir á borð við sólar hringsbakvaktir vegna stoðkerfisvanda í hálsi og baki. 24. Fram kom í matsgerð að matmenn teldu viðbótareinkenni frá háls - og brjósthrygg vegna slyss - ins hafa haft meiri áhrif á starfsorku stefnanda en ella þar sem hún hefði verið veik fyrir. Þessi viðbótarei nkenni styddu eindregið það sem fram hefði komið um breytingar og vandkvæði stefnanda í starfi. Þá hefði verið gerður hlutaveikindasamningur við stefnanda sem kvæði á um skert vinnuframlag og væri samanburður á launum í samræmi við minni atvinnuþátttöku ef tir slysið. Að framangreindu virtu og með hliðsjón af fyrra heilsufari töldu matmenn varan - lega örorku af völdum slyssins hæfilega metna 15%. 7 yfirmatsmönnum frá hálsi og brjósthrygg og slyssins þann 10.01.2017 . Samkvæmt þessu töldu yfirmatsmenn slysið ekki hafa valdið stefnanda varanlegu líkamstjóni, en að hún hefði orðið fyrir tímabundnu tjóni sem var metið með sama hætti og í undirmatsgerð. Álitsgerð örorkunefndar 30. Álitsgerð örorkunefndar lá fyrir 19. ágúst 2021. Þar var meðal annars gerð grein fyrir slysinu í janúar 2017, fyrra heilsufari stefnanda , læknisfræðilegum gögnum og skoðun örorkunefndar. Í niðurstöðu var tekið fram að einkenni stefnanda vegna slyssins í apríl 2015 h efðu ýfst við slysið í janúar 2017, auk þess sem hún h efði fengið leiðsluverki út í handleggi og óþægindi í bak. Því var lýst að stefnandi h efði fengið veirusýkingu um það bil þre mur mánuðum eftir slysið og útbreidd gigtareinkenni í kjölfarið. Hún h efði minnkað við sig vinnu, en haustið 2019 h efði hún verið í 80% vinnu á skurðstofu og farið í 20% námsleyfi þar sem hún h efði farið í diplómanám við Háskóla Íslands í því skyni að auka möguleika á léttara starfi í fram - tíðinni. Rakið var að samkvæmt vottorði G , [...] , h efðu liðaeinkenni stefnanda eftir veirusýkinguna smám saman gengið yfir, en hún væri þó með væga liðagigt sem svari vel meðferð. Þá h efði komið fram í vottorði læknisins að verkir stefnanda, sem og kvíði og svefntruflanir, g ætu vissulega fylgt liðagigt en að líklegra yrði að teljast að einkennin teng du st áverkum stefnanda vegna umferðarslyssins í janúar 2017. 31. Fram k om að það væri álit örork unefndar að stefnandi h efði hlotið viðbótartognun á háls í slysinu, sem og tognun á brjósthrygg, en að gigtarsjúkdómurinn h efði gert sjúkdómsganginn flóknari en ella. Yrðu andleg óþægindi stefnanda eingöngu að litlu leyti tengd umferðar - slysinu. Talið var að varanlegur miski vegna slyssins væri hæfilega metinn 7 stig. Hvað varðar varanlega örorku er rakið að stefnandi sé hjúkrunarfræðingur og hafi eftir slysið lokið diplómanámi í stjórnun með áherslu á forystu - og frumkvöðlastarf í heilbrigðisþjónustu í því skyni að komast í léttara starf vegna afleiðinga slyssins. Fram hefði komið að stefnandi stefndi á næstunni að því að vinna í 100% starfi á skurðstofu. Hún h efði áður verið metin til 10% varanlegrar örorku vegna annars umferðarslyss þar sem ákoman h efði v erið á sömu líkams - hluta. Talið var að afleiðingar slyssins myndu gera stefnanda erfiðara að ganga til hjúkrunar - verka sem krefjist líkamlegra átaka, en að hún geti sinnt léttari verkum. V aranleg örorka vegna slyssins v ar talin hæfilega metin 10%. III Helstu málsástæður og lagarök stefnanda 32. Stefnandi byggir á því að hún hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni í umferðarslysinu 10. janúar 2017 og eigi rétt á fullum bótum vegna þessa. Krafan er reist á ákvæðum þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987, einkum 1. mgr. 88. gr. og 90. gr., sbr. 91. gr. og 1. mgr. 95. gr. , sbr. 97. gr. laganna , og ákvæðum skaðabótalaga . 8 33. Stefnandi telur að krafa hennar fái meðal annars stoð í matsgerð dómkvaddra matsmanna og álitsgerð örorkunefndar. Vísað er til þess að stefnandi haf i leitað til E sjúkraþjálfara daginn eftir slysið . Þá hafi hún leitað á heilsugæslu 31. janúar 2017 og verið skoðuð af heimilislækni sem hafi greint hana með tognun á háls - og brjósthrygg . Hún hafi aftur leitað á heilsugæslu 21. febrúar sama ár og komi fra m í skráningu að ekki hafi gengið nægilega vel að ná bata eftir slysið, en stefnandi sé sérstaklega slæm í brjóstbaki og mjöðmum eftir vinnu. Þá komi fram í vottorði E sjúkraþjálfara frá 5. júní 2018 að fyrri einkenni vegna umferðarslyss í ágúst 2015 hafi ýfst upp eftir slysið 2017. N ýjum ein kennum vegna slyssins í janúar 2017 sé lýst í vottorðinu og komi meðal annars fram að mjög sársaukafull hreyfiskerðing sé í miðhluta brjóstbaks, báðum megin, en meiri vöðvaspenna hægra megin. 34. Stefnandi vísar til þess að frek a ri komur á heilsugæslu hafi verið skráðar á árunum 2017 og 2018. Í færslu læknis 19. september 2018 hafi verið gerð grein fyrir ákveðnu vonleysi hjá stefnanda vegna verkja í hálsi og brjóstbaki eftir slysið, sem og að hún ó skaði eftir tilvísun í sérhæfða verkjameðferð. Jafnframt komi fram í sjúkraskrárfærslu 26. febrúar 2019 að svefn stefnanda sé slitróttur vegna verkja. Þá hafi stefnandi dvalið á háls - og bakdeild Heilbrigðis - stofnunar [...] í s eptember 2019 . Í nótu sjúkraþ jálfara við útskrift hafi komið fram að stefnandi væri enn með mikil einkenni eftir slysið í janúar 2017. Auk einkenna stefnanda í baki og hálsi hafi verið vísað til þess að hún glímdi við einkenni á borð við einbeitingarleysi, jafnvægisleysi og þreytu í a ugum. 35. Stefnandi vísar einnig til læknisvottorðs F 5. september 2019 . Þar komi fram að stefnandi glími við verki í hálshrygg og baki, sem og að þeim fylgi dofa einkenni niður í hendur og takverkur milli herðablaða. Þá hafi andleg líðan stefnanda versnað um sumarið vegna verkja og veikinda . Gerð sé grein fyrir því mati læknisins að ólíklegt sé að stefnandi verði að fullu vinnufær í [...] þar sem vinnan kref jist þess að hún standi mikið. 36. Stefnandi vísar jafnframt til vottorðs G yfirlæknis á [...] Landspítalans, frá 29. nóvember 2019. Þar sé vísað til þess að stefnandi hafi fengið veirusýkingu og lið a einkenni sem hafi gengið yfir. Einkenni hafi þróast í væg a liðagigt sem hafi svarað meðferð. Þá sé tekið fram að verkir, kvíði, svefntruflanir og fes tumein hafi ágerst og að vissulega geti slík einkenni fylgt liðagigt en telja verði líklegra að þau tengist áverkum vegna umferðar slyssins í janúar 2017. 37. Að virtri sjúkrasögu stefnanda og sjúkragögnum telur stefnandi engum vafa undiro r pið að hún hafi orði ð fyrir varanlegu líkamstjóni vegna umferðarslys sins í janúar 2017. Um sé að ræða líkamstjón umfram það tjón sem leiddi af slysinu 2015. V iðbótareinkenni frá háls - og brjóst hrygg verð i rakin til síðara slyssins og fái það bæði stoð í undirmatsgerð og álit sgerð örorku nefndar. 38. Stefnandi byggir á því að verulegir gallar séu á yfirmatsgerð og sé ekki unnt að leggja hana til grundvallar við úrlausn málsins. Yfirmatsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu, miðað við áætlaðan hraða þeirrar bifreiðar sem ók á bifr eið stefnanda , að minni líkur en meiri væru á 9 því að hún h efði hlotið varanlegan áverka við áreksturinn. Þessu til stuðnings hafi verið vísað til tveggja fræðigreina frá árunum 1997 og 1999 sem stefndi Sjóvá - Almennar tryggingar hf. hafi afhent yfirmatsmönn um. 39. Stefnandi telur að augljósir vankantar séu á því að taka mið af þessum fræðigreinum. Úrtak sem hafi verið litið til í eldri greininni eftir W. H.M. Castro o.fl. hafi verið afar takmarkað og tekið til 19 einstaklinga, en þar af hafi 14 verið karlmenn. Þ á hafi þátttakendur verið hraustir og ekki áður hlotið hálshnykk . Þeir hafi jafnframt verið í belti og með höfuðpúða rétt stillta. Fram komi að rannsakendur telji ólíklegt að árekstur á 5 15 km/klst. hraða valdi varanlegum skaða hjá heilbrigðu og ósködduðu fólki. Sé ótækt að yfirfæra niðurstöðu rannsóknarinnar á stefnanda. Hafa verði í huga að stefnandi hafi áður hlotið alvarlegan hálsáverka eftir árekstur árið 2015 og því verið viðkvæm fyrir. Þá hafi líkamsstaða stefnanda ekki verið ákjósanleg og hafi hún ekki verið í bílbelti. Hvað varðar fræðigreinina frá 1999 hafi úrtakið einnig verið lítið og hafi sérstaklega verið tekið fram að ekki væri hægt að komast að afgerandi niðurstöðu. Það veki athygli að í greininni komi fram að konur virðist vera viðkvæmari f yrir því að hljóta varanlegar afleiðingar vegna hálsáverka en karlmenn. 40. Stefnandi vísar til þess að fram komi í yfirmatsgerð að ökumaður þeirrar bifreiðar sem olli árekstrinum hafi reynt að hemla en ekki náð því. Það sé ekki í samræmi við tjónaskýrslu sem ökumaður inn hafi undirritað. Þá byggi yfirmatsmenn á ljósmyndum af bifreiðum og for - múlum um hugsanlegan hraða þeirrar bifreiðar sem olli árekstrinum, en ekki sé um nákvæm gögn að ræða . 41. Stefnandi leggur áherslu á að líkamsstaða stefnanda þegar slysið var ð hafi skipt miklu og hafi yfirmatsmenn ekki tekið nægilegt tillit til þess. Hún hafi verið að teygja sig til hægri hliðar í átt að gólfi farþegasætis til þess að taka upp innkaupapoka. Hafi hún því verið hliðarbeygð, snúin til hægri og frambeygð þegar áre ksturinn átti sér stað. Þetta sé sérstaklega rakið í skýrslu E sjúkraþjálfara og komi þar meðal annars fram að hryggjarliðir hafi verið komnir að enda hreyfiferils þegar höggið varð og skýri skakkt átak á hálshrygg og brjósthrygg einkenni stefnanda. Jafnfr amt hafi verið tekið fram að högg við þessar aðstæður geti valdið skaða þ ó að það sé ekki mikið. 42. Stefnandi byggir á þv í að horfa verði til þess að stefnandi hafi verið viðkvæmari fy r ir áverkum vegna fyrra umferðars l yss . Hafi yfirmatsmenn ekki tekið tillit til þessa , en það hafi verið gert slysið hafi meiri áhrif á starfsorku hennar en ella sökum þess að hún var veik fyrir 43. Þá geti útreikningur yfirmatsmanna á hugs anlegum hraða bifreiðarinnar ekki hnekkt þeim læknisfræðilegu gögnum sem liggi fyrir. Jafnvel þó að áreksturinn kunni að hafa talist vægur í þeim skilningi að ekki hafi verið um mikinn hraða eða mikla hröðun að ræða útiloki það ekki að stefnandi hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni. Það hafi því ekki afgerandi þýðingu við úrlausn málsins þó að niðurstaða yfirmatsmanna um ökuhraða sé lögð til grundvallar . 10 44. Stefnandi telur yfirmatsmenn h a fa horft fram hjá samtímagögnum sem sýni að einkenni hennar frá hálsi og brjósthrygg hafi versnað eftir seinna slysið . Þá sé ábótavant rökstuðning i í yfirmatsgerð fyrir því að slysið hafi ekki haft varanlega r afleiðingar. Undirmatsgerð sé mun ítarlegri og betur rökstudd að þessu leyti. Hafi yfirmatsmenn til að mynda vísað ti l þess að stefnandi hafi ekki átt í samskiptum við heimilislæk n a fr á 3. október 2017 til 19. september 2018 . Þ ó að ekki séu skráðar komur á heilsugæslu á þessu tímabili hafi stefnandi verið í virkri meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna afleiðinga slyssins og einnig leitað til P læknis sumarið 2018. 45. Stefnandi vísar einnig til þess að y firmatsmenn hafi ekki tekið nægilegt tillit til þess að hún hafi verið afar heilsuhraust áður en slysið varð. Hún hafi jafnað sig eftir harðan árekst ur árið 2015 með mikilli endurhæfing u og snúið aftur til starfa . Þegar slysið varð í janúar 2017 hafi stefnandi unnið dagvinnu í fullu starfshlutfalli með bakvöktum, auk þess sem hún hafi sinnt tilfallandi afleysing um . Eftir slysið hafi stefnandi þurft að draga verulega úr vinnufr amlagi sínu og meðal annars látið af störfum á gjörgæslu vegna álags á bak og háls. Þá hafi hún þurft að hætta þjálfun barna og unglinga í frjálsum íþróttum, se m og þjálfun hlaupahóps fyrir full - orðna. Í undirmatsgerð hafi til stuðnings niðurstöðu um varan lega örorku meðal annars verið litið til breytinga á störfum og starfsgetu stefnanda eftir slysið. Hafi matsmenn talið viðbótar - einkenni frá háls - og brjósthrygg eindregið styðja þær breytingar sem urðu á starfsgetu stefn - anda eftir slysið. 46. Stefnandi telu r að leggja beri matsgerð dómkvaddra matsmanna , sem aðalkrafa og fyrsta vara - krafa taka mið af, til grundvallar við úrlausn málsins. Matsmenn hafi sérstaklega kannað áhrif slyssins í apríl 2015 á heilsu stefnanda og lagt mat á læknisfræðileg gögn vegna slyssins í janúar 2017. Hafi þannig verið tekið tillit til allra nauðsynlegra þátta við framkvæmd matsins. Niðurstaða matsmanna um að síðara slysið hafi leitt til varanlegs líkamstjóns hafi verið ítar - lega rökstudd. 47. Kröfur stefnanda eru byggðar á sk aðabótalögum. Í öllum tilvikum er byggt á því að varanlegur miski stefnanda vegna slyssins sé 7 stig, sbr. 4. gr. skaðabótalaga , og nemur krafan 781.480 krónum . Þá er krafist vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga frá slysdegi hvað varðar bætur vegna miska e n frá stöð u gleikatímapunkti vegna varanlegrar örorku. Kraf ist er dráttarv a xt a mánuði eftir að bótakröfu var komið á framfæri við stefnda Sjóvá - Almennar tryggingar hf. , sbr. 6. gr. laga nr. 38/2021, sbr. 9. gr. sömu laga. 48. Stefnandi telur að miða beri bætur vegna varanlegrar örorku við annað viðmið en tekjur síð - ustu þrjú ár fyrir slys, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Í þeim efnum er einkum vísað til þess að stefnandi hafi lokið sérnámi á tímabilinu og í kjölfarið hafið störf í samræmi við menntun sína með umtalsverðri launahækkun. Byggt er á því að miða beri við meðalmánaðarlaun stefnanda á tímabilinu júlí til og með desember 2015 og tekjur hennar á árinu 2016. 11 Meðaltalstekjur þessara tveggja ára uppreiknaðar samkvæmt launavísitölu til stöðugleika - tímapunk ts auk framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs nemi 12.515.772 krónum (10.939.537 + 11.510.278 / 2 x 1,115). Þar sem hámarksviðmið skaðabótalaga á stöðugleikatímapunkti 10. apríl 2017 hafi numið 11.901.500 krónum sé við það miðað. 49. Aða lkrafa er reist á fr amangreindum viðmiðunartekjum, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, og 15% varanleg ri örorku og 7 stiga varanleg um miska, sbr. matsgerð dómkvaddra mats manna. Fyrsta varakrafa tekur mið af meðaltekjum stefnanda síðustu þrjú ár fyrir slysið og matsgerð dómkvaddra matsmanna. Önnur varakrafa er reist á sömu forsendum og aðalkrafa en miðað er við 10% varanlega örorku í samræmi við álitsgerð örorkunefndar. Þriðja vara krafa er byggð á sömu forsendum og fyrsta varakrafa en miðað er við 10% varanlega örorku í samræmi við álitsgerð örorkunefndar. 50. Stefnandi krefst í öllum tilvikum greiðslu 2.287. 453 króna vegna sjúkrakostnaðar. Krafan er nánar sundurliðuð í stefnu og tekur til kos t naðar við sjúkraþjálfun , kostnaðar vegna mats gerð - ar dómkvaddra matsmanna og álit sgerðar örorkunefndar, sem og réttargjalds vegna dóm - kvaðningar matsmanna. Til stuðnings kröfunni er vísað til 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga og að staðfest hafi verið í dómaframkvæmd að kostnaður vegna vottorða lækna og annarra heil - brigðisstarfsmanna, sem og vegna mats á varanlegum miska og varanlegri örorku, sem aflað er áður en mál er höfðað, geti fallið undir sjúkrakostnað. Þá hafi sjúkraþjálfun verið hluti af endurhæfingu stefnanda eftir slysið, en stefndi Sjóvá - Almennar tryggingar hf. hafi greitt hluta þess kostnaðar 13. janúar 2021. I V Helstu málsástæður og lagarök stefnd u 51. Stefnd u byggja á því að stefn an di eigi ekki rétt til frekari bóta en þegar hafi verið greiddar vegna slyssins 10. janúar 2017 . Leggja beri yfirmatsgerð til grundvallar útreikningi skaðabóta og hafi ekki verið sýnt fram á að stefnandi hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni sem verði rakið til slyssins . 52. Stefnd u vísa til þess að það högg sem kom á bifreið stefnanda þegar áreksturinn varð hafi verið afar vægt og geti ekki hafa leitt ti l varanlegs líkamstjóns. Samkvæmt yfirmats gerð hafi líklegasta þyngdarhröðun sem verkaði á stefnanda verið 1 , 5 g, en þeir kraftar sem verkuðu á l í kama stef n anda hafi að öllum líkindum verið umtalsvert minni en sem nemi því að hoppa af stól eða falla í rúm. Þá sýni l jósmyndir og PC - Crash skýrsla að afar lítið tjón hafi orðið á bifreiðunum við áreksturinn . Fræðigreinar sem yfirmatsmenn hafi haft undir höndum styðji að væg högg við árekstur geti ekki valdið varanlegu líkamstjóni , þar með talið grein W. H.M Cast ro o.fl. frá 1997. 12 53. Stefnd u taka fram að stefnandi hafi lent í umferðarslysi í nóvember 2009 og verið greind með tognun á brjósthrygg og hálshrygg. Þá hafi stefnandi lent í árekstri í apríl 2015 og tognað illa í hálsi. Gögn málsins bendi síður en svo til þess að stefnandi hafi náð fullum bata eftir þann árekstur þegar slysið varð í janúar 2017 . Þannig komi til dæmis fram í læknisvottorði P frá 28. júní 2016 að stef nandi finni fy r ir verkjum og sti r ðleika í hálsi og höfuðverk. Hún geti ekki beitt sér af sama kraf t i og áður til að ná upp fyrri styrk. Við skoðun hafi komið í ljós skertur hreyfanleiki í hálsi, einkum við að snúa höfði til hægri. Þessi skoðun hafi farið fram rétt um hálfu ári fyrir það umferðar slys sem hér sé til skoðunar og styðji að þeir áverkar , sem stefnandi tel ur að rekja mega til slyssins , hafi áður verið til staðar. Það fái einnig stoð í greinargerð sem stefnandi ritaði í tilefni af vinnu dómkvaddra matsmanna , en þar komi fram að hún hafi glímt við verki vegna tognun ar í hálsi og brjóstbaki eftir umfe r ða r slysið í apríl 2015 . 54. Stefnd u benda á að stefnandi hafi leitað til sjúkraþjálfara eftir slysið, en ekki leitað til læknis fyrr en þremur vikum síðar. Samkvæmt gögnum málsins hafi heimilislæknir greint stefnanda með tognun á háls - og brjósthrygg 31. janúar 2017. Stefnandi hafi lent í öðru óhappi í september 2017 og liggi einnig fyrir að hún hafi runnið í tröppum á leið í heitan pott. Virðist stefnandi haf a fundið fyrir tímabundnum óþægindum í hálsi vegna þessa. Hvað sem því líður bendi gögn vegna skoðunar heimilislæknis á stefnanda 3. október 2017 til þess að óþægindi hennar hafi ekki verið umtalsverð á þessum tíma. Þá er vísað til læknisfræðilegra gagna um að stefnandi hafi fengið vírussýkingu í lok apríl 2017 sem hafi valdið liðbólgum, sem hafi tekið sig upp sumarið 2018. Í febrúar 2019 hafi stefnandi verið greind með liðagigt og sé ýmsum einkennum lýst í gögnum málsins. 55. Stefndu leggja áherslu á að s amkvæm t matsgerð vegna umferðar slyssins í apríl 2015 hafi varanleg einkenni stefnanda verið rakin til áverka á hálshrygg með leiðni í brjósthrygg og vinstri öxl. Um sé að ræða sömu einkenni og þau sem stefnandi telji að rekja megi til slyssins í janúar 2017. Þá komi fram í matsgerð vegna fyrra slyssins að slysið hafi haft veruleg áhrif á getu stefnanda til að stunda íþróttir og hreyfingu. Það standist því ekki að slysið í janúar 2017 hafi haft afgerandi áhrif í þeim efnum . 56. Stefndu vísa til þess að stefnandi búi við [...] sem verði ekki rakin til slyssins 10. janúar 2017. Hafa verði í huga að vottorð lækna og annarra meðferðaraðila séu eingöngu byggð á frásögn stefnanda. Þá séu einkenni stefnanda ekki sértæk fyrir afleiðingar umferðarslyss, heldur sé um að ræða sömu einkenni og hrjá marga Íslendinga án þess að slys hafi komið til. 57. Við úrlausn málsins beri að byggja á niðurstöðu dómkvaddra yfirmatsmanna þess efnis að stefnandi hafi ekki hlotið varanlegar afleiðingar vegna umferðarslyssins. Ekki hafi verið sýnt fram á annmarka á yfirmatsgerð sem sé vönduð og vel rökstudd. Aftur á móti séu annmark ar á matsgerð dómkvaddra matsmanna og ekki unnt að leggja hana til grundvallar. Til að mynda styðji e ngin gögn þá staðhæfingu stefnanda , sem matsmenn hafi lagt til grundvallar, að hún 13 hafi almennt verið hraust fyrir slysið í janúar 2017. Þá skorti verulega á rökstuðning mats - manna fyrir niðurstöðu sinni um orsakatengsl á milli einkenna stefnan d a og slyssins í janúar 2015. Sé í mesta lagi unnt að leggja til grundvallar að einkenni stefnanda hafi versnað tíma - bundið án þess að þau hafi leitt til varanleg s mis ka. 58. Stefndu taka fram að í greinargerð stefnanda til dómkvaddra matsmanna komi fram að eftir slysið 2015 hafi hún þurft að hagræða vinnu þar sem úthald hennar hafi verið talsvert skert eftir slysið. Einnig komi fram að úthald til þess að taka vaktir og ba kvaktir, umfram dagvinnu , hafi minnkað umtalsvert . Ljóst sé að þær breytingar og þau vandkvæði í starfi sem um ræðir verði ekki alfarið rak in til umferðar slyssins í janúar 2017, heldur hafi nokkrar breytingar orðið á vinnu stefnanda í kjölfar slyssins í apríl 2015. Hvað sem öðru líður standist því ekki niður - staða matsmanna um 15% varanlega örorku . Þá verði ráðið af skattframtölum að laun stefn - anda árið 2019 hafi verið hærri en áður og bendi það til þess að slysið í janúar 2017 hafi ekki skert aflahæfi hennar . 59. Stefndu mótmæla því jafnframt að álitsgerð örorkunefndar verði lögð til grundvallar. Á lits - gerðin sé hvorki bindandi við mat á örorku né geti hún haft meira vægi en yfirmatsgerð . 60. Stefndu gera ekki athugasemdir við útreikning á kröfum stefnanda að öðru leyti en því að krafa um vexti sem voru eldri en fjögurra ára þegar málið var höfðað sé fyrnd, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda . V Niðurstaða 61. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefnandi hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni í umferðarslysi 10. janúar 2017. Stefnandi telur að sýnt hafi verið fram á varanlegar afleiðingar vegna slyssins og vísar því til stuðnings einkum til matsgerðar dómkvaddra matsmanna og álitsgerð ar örorkunefndar. Stefnd u telja aftur á móti ósannað að slysið hafi leitt til varanlegra afleiðinga og að leggja beri niðurstöðu yfirmatsgerðar til grundvallar. 62. Aðila greinir meðal annars á um hvort þau einkenni sem dómkvaddir matsmenn og örorkun efnd töldu að rekja mætti til umferðar slyssins 10. janúar 2017 hafi þegar verið til staðar vegna slyss sem átti sér stað í apríl 2015. Stefndu hafa vísað til þess að um sé að ræða sömu einkenni og hafi stefnand a ekki verið batnað þegar seinna slysið varð. Verði varanlegar heilsufarslegar afleiðingar því ekki raktar til seinna slyssins heldur til hins fyrra, auk þess sem stefnandi glími við fjölþætt heilsufarsvandamál sem ekki tengist slysunum tveimur. 63. Áður hefur verið gerð grein fyrir því að stefnandi var metin með 7 stiga varanlegan miska og 10% varanlega örorku vegna umferðar slyssins 12. apríl 2015 , sbr. matsgerð C bæklunarskurðlæknis og D lektors frá 8. janúar 2017. Fram kemur í matsgerðinni að 14 með leiðni í brjósthrygg og . A . a í miskatöflu örorkunefndar sem t ekur til hálshryggjar. Af fyrirliggjandi læknisvottorðum Q og P frá 27. og 28. júní 2016 verður ráðið að helsti áverki stefnanda eftir slysið hafi verið hálstognun og er það jafnframt í samræmi við matsgerðina . 64. Stefnandi sótti meðferð hjá E sjúkraþjálfara eftir umferðarslysið í apríl 2015 og leitaði hún til hans daginn eftir slysið 10. janúar 2017. Í skýrslu sjúkraþjálfar ans frá 6. maí 2018 er gerð grein fyrir því að fyrri einkenni stefnanda hafi ýfst upp við áreksturinn og að hún hafi jafnframt fengið slæma taugaleiðniverki í báða griplimi. Þá hafi hún fundið fyrir slæmum verk um mitt brjóstbak sem hafi verið mun verri en eftir fyrra slysið . Einkennum stefnanda var nánar lýst og vikið að því að hún hefði ekki getað starfað í fullu starfshlutfalli eftir slysið. Hún væri ekki með viðvarandi þess sem álagsþol stefnand a væri enn frekar skert í vinnu og við athafnir daglegs lífs. Sjúkraþjálfarinn gaf skýrslu fyrir dómi og skýrði nánar muninn á einkennum stefnanda eftir slys i n tvö. Fram kom að eftir fyrra slysið hefði einkum verið um að ræða einkenni í efri hálsi og miðhá lsi, en eftir seinna slysið t augaeinkenni frá neðri hluta hálshryggs með leiðni út í handleggi. Vitnið lagði áherslu á að líkamsstaða stefnanda þegar seinna slysið varð , þar sem hún beygði sig til hægri, var frambeygð og snúin , hefði skipt miklu máli fyrir alvarleika einkenn a hennar. Fram kom að fyrir slysið í janúar 2017 hefði stefnandi verið í bata og góður skriður verið komi nn á meðferð hennar , en fyrri einkenni hefðu ýfst upp og ný einkenni komið fram eftir slysið . 65. Gögn málsins bera með sér a ð við komu stefnanda á heilsugæslu 31. janúar 2017 hafi hún verið greind með tognun á háls - og brjósthrygg og er því nánar lýst að hún hafi verið mjög verkjuð í brjóstbaki, stíf í hálsi og fundið fyrir leiðniverkjum niður í handleggi . Þá var því lýst í skr áningu vegna komu stefnanda á heilsugæslu 21. febrúar sama ár að hún væri sérstaklega s l æm í brjóstbaki og mjöðmum eftir vinn u. Ráðið verður af gögnum málsins , þar með talinni sjúkraskrá stefnanda, að hún hafi áfram verið verkjuð og hafi meðal annars farið í stera - og verkjasprautu til P læknis sumarið 2018. Þá sótti stefnandi meðferð á bakdeild Heilbrigð i sstofnunar [...] sumarið 2019 , auk þess sem hún var áfram í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna einkenna sinna . 66. Til þess er að líta að stefnandi hafði starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala frá árinu 2007, meðal annars samhliða námi, og lokið námi í [...] árið 2015. Hún starfaði lengst af á gjörgæsludeild, en einnig á skurðstofum. Þegar umferðar slysið í janúar 2017 átti sér stað hafði stefnandi ver ið í fullu starfi frá sumri 2015, enda þótt geta hennar til að taka vaktir væri skert eftir slysið í apríl það ár. Ráðið verður af upplýsingum frá deildarstjóra skurðstofu Landspítalans við Hringbraut, sem aflað var í tilefni af vinnu dómkvaddra matsmanna, að eftir slysið í janúar 201 7 hafi stefnandi ekki treyst sér til að starfa áfram í hjarta - og lungnateymi 15 en aðgerðir þar fælu í sér langar stöður og erfiða líkamsbeitingu. Þá hefði stefna nd i ekki treyst sér til að vinna á tiltekinni skurðstofu þar sem mi kið væri um lyftingar sem reyndu á bak, axlir og háls. Það liggur einnig fyrir að eftir slysið í janúar 2017 hætti stefnandi að þjálfa börn í frjálsum íþróttum og hlaupahóp fyrir fullorðna, en hún hafði unnið við slíka þjálfun frá árinu 2008. 67. Að virtu því sem rakið hefur verið að framan telur dómurinn ljóst að eftir umferðarslysið í apríl 2015 hafi stefnandi einkum glímt við einkenni frá hálshrygg , en að leiðni hafi verið í brjósthrygg eins og fram k emur í matsgerð sem var unnin vegna slyssins . Gögn málsins bera með sér að eftir slysið í janúar 2017 hafi einkenni stefnanda vegna áverka á hálsi ýfst upp og hafi hún jafnframt tognað í brjósthrygg sem hafi í öllu falli leitt til mun verri einkenna en áður voru til staðar . Verður því ekki fallist á þann málatilbúnað stefndu að þau einkenni sem um ræðir hafi að öllu leyti verið til staðar áður en slys ið í janúar 2017 varð . 68. Að framan hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðum matsgerðar, yfirmatsgerðar og álitsgerðar örorkunef ndar sem aflað var vegna slyssins í janúar 2017. Helsti munur inn felst í mati á því hvort orsak a tengsl séu á milli slyssins og þeirra varanleg u einkenna sem stef n andi býr við í dag. Dómkvaddir matsmenn töldu , eins og rakið hefur verið, sýn t fram á að orsak atengsl væru - og brjósthrygg . Lögðu matsmenn áherslu á að einkenni í brjósthrygg hefðu í öllu falli versnað og var áréttað í skýrslu matsmannsins H fyrir dómi að einkum hefði verið litið til einkenna frá brjósthrygg þegar komist var að niðurstöðu um varanlegan miska. Þessu til samræmis var litið til liða VI.A.a.2 og VI.A.b.1 í miskatöflu örorkunefndar við mat á varanlegum miska , en síða ri liðurinn varðar brjósth rygg . Fram kom í skýrslu matsmannsins H fyrir dómi að líkamsstaða stefnanda þegar slysið varð hefði skipt miklu máli fyrir þessa niðurstöðu . Í álitsgerð örorkunefndar var að sama skapi lagt til grundvallar að stefnandi hefði hlotið varanlegt líkamstjón veg na slyssins sem leiddi af viðbótartognun á hálsi, sem og tognun á brjósthrygg. Í skýrslu R læknis fyrir dómi var lögð áhersla á að líkamsstaða stefnanda hefði skipt miklu við matið. Þá hefði örorkunefnd lagt til grundvallar vottorð G gigtarlæknis þess efni s að meðferð vegna liðagigtar stefnanda hefði borið árangur og að líkur væru á því að núverandi einkenni hennar yrðu fremur rakin til umferðarslyssins í janúar 2017. Yfirmatsmenn töldu aftur á móti að minni líkur en meiri væru á því að orsakatengsl væru á milli einkenna stefnanda frá hálsi og brjósthrygg og slyssins 10. janúar 2017. Því til stuðnings var einkum vísað til útreikninga á líklegum hraða þeirrar bifreiðar sem ók aftan á bifreið stefnanda, fyrra heilsufars stefnanda og að um væri að ræða óþægindi sem væru almenns eðlis. Þá kom fram í skýrslu yfirmatsmannsins J að hann teldi að ástand stefnanda hefði fyrst og fremst versnað vegna bólgusjúkdóms, en erfitt væri að greina á milli einkenna stefnanda vegna áverka og slíks sjúkdóms. Aðspurður kvaðst vitn ið vera ósammála því sem fram kæmi í vottorði G gigtarlæknis þess efnis að líklegra væri að núverandi einkenni stefnanda yrðu rakin til slyssins í janúar 2017 en gigtarsjúkdóms. 16 69. Þegar ákveðið er hvaða matsniðurstöður skal leggja til grundvallar gildir sem endranær reglan um frjálst sönnunarmat dómara, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , og verður að meta matsgerðir, þar sem niðurstöður eru mismunandi, að verðleikum hverju sinni, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 19. desember 2012 í máli nr. 374/2012. Þessu til samræmis hefur til að mynda ekki verið talið að matsgerð dómkvaddra matsmanna hafi almennt meira vægi en álitsgerð örorkunefndar, eða öfugt, beri þeim ekki saman heldur eru slíkar matsgerðir metnar hverju sinni, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar 14. mars 2013 í máli nr. 608/2012. Tiltekin viðmið hafa verið orðuð í framkvæmd, þar með talið að sönnunargildi yfirmatsgerðar sé að jafnaði ríkara en undirmatsgerðar að því tilskildu að ekki hafi verið sýnt fram á galla á henni, sbr. til dæmi s dóma Hæstaréttar 8. mars 2007 í máli nr. 315/2006 og 11. nóvember 2021 í máli nr. 21/2021. Um er að ræða almenn viðmið og geta a ðstæður og gögn í tilteknu máli leitt til þess að undirmatsgerð sé lögð til grundvallar, svo sem ef annmarkar eru á yfirmatsge rð eða ef undirmatsgerð er m un ítarlegri og betur rökstudd . 70. Að mati dómsins, sem er skipaður sérfróðum meðdómsmanni, skiptir miklu við mat á orsakatengslum að líta til líkamsstöðu stefnanda þegar slysið varð. Eins og rakið hefur verið þá hafði stefnandi s töðvað bifreið sína, losað bílbelti og var að teygja sig í innkaupapoka við gólf farþegasætis í framanverðri bifreiðinni. Hún beygði sig þannig fram og hallaði líkama sínum , þar með talið hálsi, til hægri þegar áreksturinn varð. Þá verður að hafa í huga að vegna fyrri áverka var stefnandi viðkvæmari en ella og þurfti því minna að koma til svo að einkenni hennar versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu hennar yrðu meiri , en slíkt hefur ekki áhrif á bótarétt hennar, sbr. til dæmis dóm Hæstaré ttar frá 25. febrúar 2010 í máli nr. 188/2009. Að mati dómsins skortir á að tekið sé nægilegt tillit til þessa ra veigamiklu þátta sem varða stefnanda og aðstæður þegar slysið varð í yfirmatsgerð, en litið var til þessa í undirmatsgerð og réð u þe ssi atriði einnig miklu fyrir niðurstöðu örorkunefndar. 71. Þá verður að skilja yfirmatsgerð með þeim hætti að útreikningar á hraða þeirrar bifreiðar sem ók á bifreið stefnanda hafi haft umtalsverða þýðingu fyrir niðurstöðuna. Eins og áður hefur verið rakið töldu yfirmatsmenn að líklegasti hraði bifreiðarinnar hefði verið 13 km/klst . og líklegasta hröðun 1,5 g. Kemur þannig meðal annars fram í yfirmatsgerð að í ljósi þessara útreikninga sé u minni líkur en meiri á því að stefnandi hafi hlotið varanlegan áverk a við áreksturinn og var vísað til fræðigreinar frá 1997 því til stuðnings. Hvað þetta varðar skal tekið fram að jafnvel þó að niðurstaða yfirmatsmanna um hraða sé lögð til grundvallar og að um vægan árekstur hafi verið að ræða þá ræðst það af fjölda þátta hverju sinni hvort líkamstjón verður. Hefur þar ekki síst þýðingu hvernig ástandi tjónþola er háttað þegar slys verður, þar með talið hvort hann sé heill heilsu eða glími við líkamleg einkenni af völdum fyrra slyss. M at á afleiðingum slyss er einstaklings bundið og hefur ekki verið sýnt fram á að áreksturinn hafi ekki getað valdið stefnanda varanlegu líkamstjóni að virtu m aðstæðum og ástandi hennar. Þá telur dómurinn tilvísun yfirmatsmanna til fyrrgreindrar fræðigreinar ekki geta stutt ályktanir þeirra um s kort á orsakatengslum í því tilviki sem hér er til skoðunar . Í þeim efnum 17 dugar að taka fram að rannsókn in , sem fræðigreinin er byggð á, tók til einstaklinga sem ekki höfðu áður mátt þola hálsáverka og sem sátu í ökumannssæti með öryggisbelt i spennt. 72. Dómu rinn telur jafnframt að yfirmatsmenn hafi ekki rökstutt með viðhlítandi hætti þá ályktun sína, sem var nánar útskýrð í skýrslu J fyrir dómi, að líklegra sé að þau einkenni sem stefnandi gerði grein fyrir á matsfundi stöfuðu af bólgusjúkdómi en umferðarslys inu í janúar 2017 . Samkvæmt ítarlegu vottorði G, [...] Landspítalans, svöruðu einkenni stefnanda vegna vægrar lyfjagigtar vel lyfjameðferð og taldi læknirinn líklegra að núverandi einkenni hennar stöfuðu af umferðarslysinu í janúar 2017. Að mati dómsins hafa ekki verið færð haldbær rök fyrir því hvers vegna yfirmatsmenn töldu rétt að líta fram hjá áliti þess gigtarlæknis sem hafði stefnanda til meðferðar. 73. Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn, sem er skipaður sérfróðum meðdómsmanni, tiltekna annmarka vera á rökstuðningi í yfirmatsgerð. Þá eru forsendur og rökstuðningur í álitsgerð örorkunefndar og þó einkum í matsgerð dómkvaddra matsmanna í mun betra samræmi við sjúkrasögu stefnanda og þau læknisfræðilegu gögn sem liggja fyrir. Að sam a skapi styðja upplýsingar um breytingar á starfsgetu stefnanda eftir slysið í janúar 2017, sem meðal annars eru raktar í matsgerð og álitsgerð örorkunefndar , að slysið hafi haft varanleg áhrif á heilsu hennar . Verður því lagt til grundvallar að stefnandi hafi fært nægar líkur fyrir því að hún hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni við áreksturinn 10. janúar 2017 sem beri að bæta úr ábyrgðartryggingu bifreiðar stefndu B hjá stefnda Sjóvá - Almennum tryggingum hf. , sbr. 88. og 90. gr. þágildandi umferðarlaga n r. 50/1987 . 74. Lagt verður til grundvallar að varanlegur miski stefnanda sé 7 stig, eins og talið var í matsgerð dómkvaddra matsmanna og álitsgerð örorkunefndar. Hvað varðar mat á varanlegri örorku verður miðað við niðurstöðu dómkvaddra matsmanna um að þessi þáttur sé hæfilega metin n 15 %. Matsgerðin er að þessu leyti ítarlega rökstudd eins og áður hefur verið rakið. M eðal annars var litið til gagna frá Landspítala um breytingar á störfum stefnanda eftir slysið í janúar 2017 og tekið tillit til þess að st arfsorka stefnanda hefði þegar verið skert vegna umferðarslyssins í apríl 2015 . Að mati dómsins er aðferðafræði matsmann a í samræmi við 5. gr. skaðabótalaga og verður ekki séða að annmarkar séu á niðurstöðu þeirra um varanlega skerðingu á getu stefnanda ti l að afla sér tekna vegna þess líkamstjóns sem verður raki ð til slyssins. Þá er til þess að líta að ekki voru færð sérstök rök fyrir þeirri niðurstöðu sem greinir í álitsgerð örorkunefndar um að varanleg örorka teljist hæfilega metin 10% . 75. Samkvæmt framang reindu verður fallist á aðalkröfu stefnanda sem tekur mið af matsgerð dómkvaddra matsmanna. Aðila greinir ekki á um tölulegan grundvöll eða útreikning kröfunnar, þar með talið um viðmiðunartekjur við útreikning á bótum vegna varanlegrar örork u. Stefnd u hafa bent á að krafa um vexti frá fyrri tíma en fjórum árum áður en málið var höfðað 9. desember 2021 sé fyrnd, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007. Fallist er á það og verða vextir 18 samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga því ekki dæmdir frá fyrra tímamarki en 9. desem ber 2017, allt eins og nánar greinir í dómsorði. 76. Stefnandi hefur jafnframt krafist 2.287.453 króna vegna kostnaðar við sjúkraþjálfun , sem og vegna kostnaðar sem stafar af öflun matsgerðar dómkvaddra matsmanna og álitsgerðar örorkunefndar sem aflað var áðu r en málið var höfðað . Krafan er studd við 1. gr. skaðabótalaga og hefur henni ekki verið mótmælt af stefndu. Að þessu virtu og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar 16. maí 2013 í máli nr. 748/2012 v erður fallist á kröfuna eins og hún er fram sett. 77. Samkvæmt ú rslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnd u óskipt gert að greiða stefnanda málskos tnað eins og nánar greinir í dómsorði . Við ákvörðun málskostnaðar er litið til umfangs málsins og að nokkru höfð hliðsjón af tímaskýrsl u lögmanns stefnanda. Ásgerður Ragnardóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt Nönnu Magnadóttur héraðsdómara og Halldóri Baldurssyni bæklunar lækni. DÓMSORÐ: Stefndu, Sjóvá - Almennar tryggingar hf. og B , greiði stefnanda , A , óskipt 23.393.136 krónur með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 9. desember 2017 til 5. mars 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Stefndu greiði s tefnanda óskipt 2.287.453 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 1.649.000 krónum frá 5. mars 2019 til 14. desember 2021 en af 2.287.453 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda Sjóvá r - Almen nra trygginga hf. að fjárhæð 191.000 krónur 13. janúar 2021. Stefndu greiði stefnanda óskipt 2.200.000 krónur í málskostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir Nanna Magnadóttir Halldór Baldursson