D Ó M U R 10. janúar 2022 Mál nr. E - 777/2021: Stefnendur: A (Hafsteinn Viðar Hafsteinsson lögmaður) Stefnda: B (Hildur Þórarinsdóttir lögmaður) Dómarar: Sigríður Rut Júlíusdóttir, héraðsdómari og dómsformaður Pétur Dam Leifsson héraðsdómari Jón Ágúst Pétursson, byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari 2 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar 2022 í máli nr. E - 777/2021: A (Hafsteinn Viðar Hafsteinsson lögmaður) gegn B (Hildur Þórarinsdóttir lögmaður) 1. Mál þetta, sem dómtekið var 14. desember sl., var höfðað með stefnu þann 4. febrúar 2021. 2. Dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 7.814.593 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 7.814.593 krónum frá 10. nóvember 2020 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. 3. Dómkröfur stefndu eru aðallega að verða sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Til vara krefst stefnda að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst stefnda málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Yfirlit málavaxta og ágreiningsefna 4. Í fyrstu fyrirtöku málsins 15. apríl 2021 ákvað dómari, með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, að tillögu stefndu og með samþykki stefnanda, að skipta sakarefni málsins þannig að fjallað yrði fyrst um það hvort sýkna bæri stefnd u á þeim grundvelli að hún væri ekki réttur aðili málsins heldur tiltekið einkahlutafélag. Þann 18. maí 2021 var kveðinn upp dómur í þeim þætti málsins og var niðurstaðan að stefnda, B, væri réttur aðili að máli þessu. 5. Stefnandi veitir ýmsa þjónustu við byggingu íbúðar - og atvinnuhúsnæðis. Mál þetta snýr að reistur var sólskáli auk vinnu við þakskegg og rennur á öllu húsinu. Einnig skyldi gengið frá einangrun veggja og þaks, rakavarnarlagi, klæðningu veggja og lofts og utanhússklæðningu utan á stækkun. Þá fólst í verkinu vinna við klæðningar og einangrun í lofti sólstofu, þ.e. einangrun þaks, rakavarnarlag og klæðning veggja og lofts. Ekki er sjáanlegur ágreiningur um a ð húsið hafi, þegar samið var um verkið og á framkvæmdatíma, verið heimili stefndu og eiginmanns hennar, C, en fasteignin var þinglýst eign stefndu. 6. Reikningur vegna verksins var gefinn út þann 1. nóvember 2020 þar s em sundurliðuð var útseld vinna, fæðiskostnaður, efniskostnaður, aksturskostnaður og akstur eftir efni. Samtals 3 var fjárhæð reikningsins 7.814.593 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Í málinu liggja fyrir handritaðar tímaskýrslur stefnanda vegna verksins þar sem m.a. kemur fram sundurliðun unninna klukkustunda eftir nöfnum starfsmanna stefnanda, samtals 1.064 klst. 7. Undir rekstri málsins aflaði stefnda mats dómkvadds matsmanns, Hjalta Sigmundssonar byggingatæknifræðings og húsasmíðameistara. Lögð var fyr ir matsmann matsspurningin hvað væri eðlilegur tímafjöldi fyrir vinnu stefnanda við þær framkvæmdir sem hann mikil vinna hefði farið í verkið og hvers eðlis hún væri. Matsgerðin var lögð fram í dómsmálinu þann 26. október 2021 og var niðurstaða hennar sú að hæfilegur fjöldi vinnustunda við það verk sem matsþoli, þ.e. stefnandi, lýsti og kvaðst hafa unnið væri 738 klukkustundir. Þá var niðurstaða matsmanns að eðlilegt o g sanngjarnt endurgjald fyrir það verk sem stefnandi hefði unnið væri að fjárhæð 5.754.863 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 8. Í matsgerðinni kemur fram að matsþoli hafi við matið talið að fleira hefði verið gert af hans hálfu en kæmi fram í matsbeiðni nni og er tiltekið hvað í því fólst að áliti matsþola, þ.e. stefnanda. Matsmaður ákvað að fjalla um þau atriði sem matsþoli, þ.e. stefnandi, taldi hafa verið unnin og benti matsmaður á að þó þau atriði væru ekki í upptalningu í matsbeiðninni þá hefðu allir þessir verkþættir verið unnir, þó fulltrúi matsbeiðanda væri ósammála því. Samkvæmt niðurstöðu matsins voru eftirfarandi verkþættir unnir og lagðir til grundvallar niðurstöðu mats á unnum klukkustundum og fjárhæð: Í sólstofu: (1) var gólfplata járnbent og steypt en búið var að jafna og ganga frá einangrun. Þetta verk vann iðnaðarmaður frá stefnanda og annar frá X en vinna X var ekki hluti af reikningi stefnanda. (2) Raflagnir lagðar í plötu. (3) Anhydrit - ílögn lögð eftir að pípari hafði gengið frá hitalögn um. (4) Lagðar 80x80 cm flísar á gólf og inn í dyr. (5) Kantar í dyrum að húsi pússaðir. Dyrnar höfðu áður verið fjarlægðar og var það verk ekki hluti af matinu. (6) Þak einangrað á milli sperra og sett rakavörn. (7) Niðurtekin grind sett í loft og klætt m eð gifsplötum. Gifsplötur grófspartlaðar. Kantur settur ofan við glugga á vesturhlið. (8) Þakjárn lagt á sólskála. Skrúfað. Það verk unnu iðnaðarmaður og starfsmaður matsþola með iðnaðarmanni X . (9) Gengið frá skorsteini á þaki og í gegnum það. Skorsteinn kom í samsettri einingu og var settur í þakið. Í sánaklefa: (1) Útihurð tekin úr og önnur sett í. Eitt borð sett við hurð úti og þétt að klæðningu með kítti. (2) Klætt með panil inni með hurð hægra megin og að ofan. Áfellur settar inni. Í vinnurými framan við bílskúr: (1) Þak og útveggir einangraðir og sett rakavörn. (2) Sett upp lagnagrind og klætt með nótuðum spónaplötum á veggi og við glugga og útihurð. (3) Set tir listar á útveggi og klætt að utan á þrjá veggi með standandi klæðningu. Sagað af krossviðarklæðningu á útveggjum sem stóð inn í gluggaop. Önnur verk: (1) Mokað var ofan af möl, slegið upp mótum, járnbent, steypt stétt og slípuð við inngang í hús og fr aman við bílskúr. Verk unnu iðnaðarmaður og starfsmaður stefnanda með iðnaðarmanni X . (2) Þakrennur voru settar við þak á öllum hliðum ásamt 4 þakniðurföllum sem ganga niður að jörðu en eru ekki tengd við frárennsli. (3) Klætt með listum/borðum neðan í þakka nta á öllum hliðum. Einnig klætt loft yfir aðalinngangi. (4) Þakkantur gerður á sólskála, bæði borð að framan og listar undir. Áfellur við þak voru ekki hluti af því sem unnið var. (5) Gengið var frá borðaklæðningu á sólpalli í kringum sólstofu. Hún hafði áður verið tekin upp þegar sólstofan var byggð en sú vinna er ekki hluti af matinu. Þá var nær allur pallur við vesturhlið hússins að nýrri steyptri stétt endurlagður. Verkið unnu iðnaðarmaður og starfsmaður stefnanda með iðnaðarmanni X . Þá var í matinu te kið tillit til ferða og flutnings en tiltekið að stefnda hefði lagt stefnanda til fæði meðan á verkinu stóð, utan átta daga. 9. Við aðalmeðferð gaf fyrirsvarsmaður stefnanda, D, aðilaskýrslu. Vitnaskýrslur fyrir dómi gáfu F og matsmaður, Hjalti Sigmundsson. Þá gaf C, eiginmaður stefndu, skýrslu fyrir dómi en við mat á sönnunargildi skýrslu hans verður að líta til tengsla hans við stefndu. Verður vitnað til framburðar framangreindra eftir því sem þurfa þykir. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda 10. Stefnandi byggir á því að skuldin sé til komin vegna verks sem stefnandi vann fyrir stefndu á tímabilinu 18. júlí 2019 til 17. desember 2019 skv. framlögðum reikningi. Verkið hafi tækka bílskúr, reisa sólskála, setja rennur og þakskegg á allt húsið, stækka og steypa bílaplan og setja nýja útihurð á gufubað og sjá um frágang að innan. Þá hafi bílskúrinn verið grindaður og klæddur að utan, einangraður og sett upp rakasperruplast sem o g allar rafmagnsdósir og rör að innan. Þá hafi veggir verið klæddir, loft tekin niður og klædd. Í sólskálanum hafi m.a. verið sett flot á gólf yfir hitalagnir, einangrað og sett upp rakasperruplast, loft tekin niður, klædd með gipsi og gengið frá lýsingu í lofti. Þá hafi verið lagðar flísar á gólf í sólskála auk þess sem spartlað og múrað hafi verið kringum hurðargat úr sólskála inn í húsið. Þak hafi verið sett á sólskála og komið upp röri fyrir kamínu í samstarfi við annan verktaka. Vegna vinnu við ofangre int verk, auk efnis - , fæðis - og aksturskostnaðar hafi verið gefinn út reikningur, dags. 1. nóvember 2020, en stefnufjárhæð sé fjárhæð reikningsins auk þess sem krafist sé dráttarvaxta frá gjalddaga hans. Stefnandi vísar til reglna samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga. Helstu málsástæður og lagarök stefndu 11. Þegar hefur verið með dómi skorið úr um málsástæður fyrir sýknukröfu stefndu sem vörðuðu aðildarskort hennar og þeim málsástæðum hafnað, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. m aí s.l. í máli þessu. Enn krefst stefnda þó sýknu en til vara krefst hún lækkunar dómkröfu, skv. málatilbúnaði hennar. 12. Að frágengnum málsástæðum um aðildarskort byggir stefnda á því að dómkrafa í stefnu sé í engu samræmi við þá vinnu sem stefnandi hafi in nt af hendi. Fjárhæð dómkröfu sé röng og ósönnuð. Stefnda vísar til þess að í málinu liggi fyrir tölvupóstsamskipti við stjórnarformann stefnanda, D, þar sem fullyrt sé að meint skuld nemi 3,3 milljónum króna. C hafi þá spurt hvernig fjárhæðin gæti þá veri ð 6,8 milljónir króna og hafi þá fengið 5 stefnufjárhæð málsins eigi ekki við nein rök að styðjast, dómkrafa stefnanda sé úr hófi og í engu samræmi við eðlilegt endurg jald fyrir verkið. 13. Stefnda mótmælir fyrirliggjandi reikningi stefnanda, hann hafi ekki verið gefinn út fyrr en í nóvember 2020, eða um 11 mánuðum eftir að verkinu var lokið, eins og einnig sjáist af framlögðum tímaskýrslum. Umkrafið tímagjald sé of hátt, fjöldi tíma óhóflegur og reikningurinn sé þ.a.l. ósanngjarn, sbr. 28. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup, sbr. einnig 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Kostnaðurinn sé ekki innan eðlilegra marka og óraunhæfur fyrir það verk sem unnið hafi verið . Þá mótmælir stefnda dráttarvaxtakröfu stefnanda enda hafi stefnda aldrei fengið fullnægjandi upplýsingar um meinta kröfu eða hvernig hún geti fengist staðist. Niðurstaða 14. Að frágengnum ágreiningi um aðild í máli þessu, sem þegar hefur verið leyst úr með s kiptingu sakarefnis á fyrri stigum og dómi dags. 18. maí s.l., stendur eftir ágreiningur um það hvort fjárhæð reiknings sem stefnandi krefur stefndu um greiðslu á teljist vera sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir verkið sem unnið var. Þá er ágreiningur um það hvort stefnandi hafi unnið alla þá verkliði sem reikningurinn tekur til og metnir voru í framlagðri matsgerð dómkvadds matsmanns en stefnda telur aðra aðila hafa unnið suma þá verkþætti, a.m.k. að hluta, sem teknir eru fyrir í dómkvöddu mati og reik ningi stefnanda. Stefnandi telur að fleiri verkliðir hafi verið unnir við verkið en lagðir séu til grundvallar í niðurstöðu hins dómkvadda mats. 15. Fyrir liggur að stefnandi og starfsmenn hans unnu verk sem felur í sér endurbætur og , sem nánar er lýst framar í dómi þessum. Fasteignin [...] var á verktíma í eigu stefndu og hefur stefnda ekki sýnt fram á að hún hafi nokkuð greitt stefnanda af fjárhæð reikningsins fyrir verkið sem fyrir liggur í málinu. Ekki er á það fallist með stefndu að tölvupóstsamskipti fyrirsvarsmanns stefnanda og C, eiginmanns hennar, í mars 2020 séu til sönnunar því að hún hafi innt greiðslu af hendi til stefnanda fyrir vinnu hans en slíkar fullyrðingar eru óstaðfestar með öllu. Stefnda hefur nú selt fasteignina að [...] fyrir 124.000.000 króna, og hefur hún lagt fram afsalsuppgjör þar sem fram kemur að hún afhenti fasteignina að [...] kaupendum þann 1. júní 2021 og afsalsdagur vegna fasteignaviðskiptanna var 24. ágúst 2021. 16. Um viðskipti aðilanna gildir sú meginr egla, sem fram kemur í 28. gr. laga nr. 42/2000, sbr. einnig 45. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, að hafi ekki verið samið um verð fyrir keypta þjónustu skuli neytandi greiða það verð sem telja má sanngjarnt með hliðsjón af því hve vinnan er mikil og hvers eðlis hún er. Hvílir sönnunarbyrði fyrir því að umkrafið verð sé ósanngjarnt á þeim sem slíku heldur fram. 17. Enginn ágreiningur er um það að gerður var munnlegur samningur milli aðila um vinnu við að stækka bílskúr, reisa sólskála, setja upp þakrenn ur og þakskegg og stækka bílaplan, 6 ásamt ýmsu öðru sem að framan er rakið. Þá er ágreiningslaust að verkið var unnið. Aðila greinir hins vegar á um hvort stefnandi hafi unnið alla verkþættina sem reikningurinn varðaði og hvort fjárhæð hans endurspegli sann gjarnt og eðlilegt endurgjald. Þá byggir stefnda á því aðallega að henni beri ekkert að greiða stefnanda af umkröfðum reikningi þar sem þegar hafi verið greitt fyrir allt það sem sannanlega hafi verið unnið þar af stefnanda. Dómurinn telur að fullyrðingar stefndu um að krafa stefnanda hafi þegar verið greidd séu með öllu ósannaðar og að eiginmaður stefndu hafi ekki gefið trúverðugar skýringar í skýrslu sinni fyrir dómi hvað slíkar ætlaðar greiðslur hans varðar. Þrátt fyrir að nú liggi fyrir niðurstaða dómkv adds mats sem stefnda aflaði sjálf hefur hún ekki enn greitt neitt fyrir vinnu stefnanda, hvorki samkvæmt niðurstöðu matsins, né nokkuð inn á kröfuna. 18. Fyrir liggur matsgerð dómkvadds matsmanns um að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir verkið teljist j afngilda 738 unnum klukkustundum, þ.e. 5.754.863 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Því mati hefur hvorugur aðila hnekkt og ekki hefur verið aflað yfirmats. Það er mat dómsins, sem skipaður er sérfróðum meðdómara, að niðurstaða hins dómkvadda mats verði lögð til grundvallar sem sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir verkið eins og því er lýst í matsgerðinni. 19. Stefnda heldur því fram að aðrir aðilar en stefnandi hafi unnið hluta af verkinu eða eftir atvikum endurunnið hluta af verki stefnanda og því verð i fjárhæð matsgerðar ekki lögð óbreytt til grundvallar í máli þessu. Í því skyni hefur stefnda lagt fram afrit tveggja tölvupósta, annað frá F og hitt frá E, sem C, eiginmaður stefndu, upplýsti í skýrslu sinni fyrir dómi að væri bróðir sinn og þar með mágu r stefndu. E gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Samkvæmt afriti tölvupósts E kveðst hann hafa unnið tiltekna raflagnavinnu í sólstofu stefndu, við tengingar í herbergi bílgeymslu og frágang tenginga í töflu, en hvergi er að finna nánari útlistun á t.d. tímafjöld a eða kostnaði við þá vinnu eða hvenær hún átti sér stað eða hvaða tilgreinda verkþætti í matsgerð E eigi að hafa unnið, en dómurinn fær ekki séð að þar sé um sömu verkþætti að ræða. Gögn og fullyrðingar sem frá E stafa verða metin í ljósi þess að tölvupós tur hans er óstaðfestur fyrir dómi og í ljósi tengsla hans við stefndu og eiginmann hennar. Þá liggur fyrir afrit tölvupósts F sem kveðst hafa klárað undirslátt í garðskála og húsi, einangrun og flasningar á þrjú horn í garðskála, sett glugga í gafl garðsk ála, klárað kjöljárn á garðskála og lagað lista við pall úti að neðanverðu. Í vitnaskýrslu F fyrir dómi kom fram að verkið hefði hann unnið frá júlí 2021 og fram á haustið. Ekki hefur verið lagður fram reikningur frá F eða fjárhæðir tilgreindar vegna vinnu nnar sem hann kveðst hafa unnið en hann bar fyrir dómi að umfangið hefði verið 50 60 tímar. Ekki hefur heldur verið gerð tilraun til að sýna nákvæmlega hvaða verkþættir í matsgerð hafi átt að vera unnir af F en dómurinn fær ekki séð að þar sé um sömu verkþ ætti að ræða. Þá verður að líta til þess að samkvæmt afsalsuppgjöri sem stefnda lagði sjálf fram í málinu var fasteignin að [...] afhent nýjum eigendum þann 1. júní 2021, þ.e. heilum mánuði áður en F kveðst hafa hafið verk sitt fyrir stefndu við sömu faste ign. Í afsalsuppgjörinu vegna [...], sem stefnda lagði fram, er í engu getið um neitt slíkt uppgjör vegna garðskálans þó þar sé sérstaklega getið um veittan afslátt vegna flísa. Sönnunargildi gagna og framburðar F verður þannig metið í ljósi þessa misræmis . Þá hefur stefnda heldur ekki lagt fram nein gögn um greiðslur til E eða F. Ósannað er að verk það sem stefnda 7 kveður þessa aðila hafa unnið geti hnekkt niðurstöðu matsgerðar sem stefnda aflaði sjálf. Þá er ósannað að sömu verkhlutar unnir af stefnanda ha fi verið unnir á ófullnægjandi máta en slíka málsástæðu er raunar heldur ekki að finna í greinargerð stefndu og telst hún, gegn mótmælum stefnanda, of seint fram komin. Af matsgerð er aukinheldur ljóst að matsmaður hefur tekið tillit til þeirra verkhluta s em starfsmenn á vegum X ehf. unnu. Slíkir verkhlutar, unnir af X ehf., eru ekki inni í niðurstöðu hins dómkvadda mats og koma því heldur ekki til lækkunar fjárhæðar matsins. 20. Með vísan til alls þess er að framan greinir er það niðurstaða dómsins að dæma skuli stefndu til greiðslu þeirrar fjárhæðar sem fram kemur í hinu dómkvadda mati og að sú fjárhæð beri, með vísan til 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, dráttarvexti frá 26. nóvember 2021, þ.e. frá því tímamarki að liðinn var mánuð ur síðan matið sem stefnda aflaði var lagt fram í dómi í fyrirtöku þann 26. október 2021. 21. Eftir úrslitum málsins ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, hæfilega ákveðinn 1.497.595 krónur, en til þess ber að líta að með því að stefnda hefur aldrei greitt neitt inn á kröfuna þá hefur hún tapað málinu í öllu verulegu, í skilningi 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki er unnt að leggja kostnað við öflun matsgerðar til gru ndvallar að neinu leyti enda hefur stefnda hvorki upplýst né lagt fram gögn um fjárhæð þess kostnaðar né gert kröfu um greiðslu hans. 22. Af hálfu stefnanda flutti málið Hafsteinn Viðar Hafsteinsson lögmaður. Af hálfu stefndu flutti málið Hildur Þórarinsdótti r lögmaður. Dóm þennan kveður upp Sigríður Rut Júlíusdóttir dómsformaður. Meðdómendur voru Pétur Dam Leifsson héraðsdómari og Jón Ágúst Pétursson, byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari. DÓMSORÐ Stefnda, B, greiði stefnanda, A, 5.754.863 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. nóvember 2021 til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda 1.497.595 krónur í málskostnað. Sigríður Rut Júlíusdóttir Pétur Dam Leifsson Jón Ágúst Pétursson