Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. júlí 2022 Mál nr. E - 2147/2021 : A (Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður) g egn Vátryggingafélag i Íslands hf. ( Ólafur Lúther Einarsson lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 23. júní 2022, höfðaði A , [...] , [...] , með stefnu birtri 14. apríl 2021, á hendur Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, til heimtu skaðabóta vegna slyss. 2 Endanlegar dómkröfur stefnanda í málinu eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 141.818.068 krónur , ásamt 4,5% ársvöxtum, þ.m.t. vaxtavöxtum, sam - kvæmt 16. gr. sk aðabótalaga nr. 50/1993 af 19.513.000 krónum frá [...] til 30.06.2018, en af 138.155.068 krónum frá þeim degi til 08.06.2019, en með dráttar - vöxtum , þ.m.t. vaxtavöxtum, s amkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 af 141.818.068 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 35.160.300 krónum sem stefndi greiddi inn á kröfuna þann 10. júlí 2019 og 1.808.936 krónum sem greiddar voru inn á kr öfuna þann 22. júní 2022 og 31.692.986 krónum vegna eingreiðsluverðmæti s örorkulífeyris stefnanda . Þá gerir stef na ndi kröfu um málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Stefnd i gerir þær dómkröfur að hann verði sýknað ur af öllum kröfum stefnanda . Þá er gerð krafa um málskostnað úr hendi stefnanda að mati dómsins . Málsatvik 4 Stefnandi varð fyrir slysi þann [...] 2017 , sem farþegi [...] , með fastanúmerið X , af undirtegundinni [...] , á [...] í [...] . Í lö gregluskýrslu dagsettri sama dag segir að ökutækið hafi ekið á gang stéttarkant vinstra megin miðað við akstursstefnu til vesturs eftir [...] , farið yfir gangstéttina, lent þar á ljósastaur og síðan kastast utan í klettavegg áður en það valt og staðnæmdist á hægri hlið. Er slysið sagt hafa átt sér stað kl. 04:33 þessa nótt. 2 5 Þegar lögregla kom á slysstað var stefnandi fastur undir hægri hlið ökutækisins með andlitið við jörðu. Fætur hans lágu undir ökutækinu og virtist vera mikið undið upp á líkamann. Ekki var hægt að fá fram nein viðbrögð frá stefnanda , en hægri hönd hans lá út undan ökutækinu að aftanverðu. Athugað var með lífsmörk, en engin fundust. Þegar ökutækinu va r velt af stefnanda hékk hann í öryggisbeltinu utan við ökutækið. 6 Í læknisvottorði B sérfræðilæknis á slysa - og bráðadeild LSH, dagsettu 20. apríl 2018, segir að v ið komu sjúkrabíls á slysstað hafi s tefnandi verið fastur undir [...] og í hjartastoppi . Tal ið hafi verið að um 12 mínútur hafi liðið frá slysi og þar til sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Stefnandi hafi verið barka þræddur og endurlífgun hafin . Hann hafi stuttu fyrir kom u á sjúkrahúsið fengið aftur púls , eða um það bil kl. 0 5:06 , en þá hafði endurlífgun staðið í um 20 mínútur . Stefnandi hafi verið með ágætan blóðþrýsting og þreifanlega púlsa við komu á slysa deild. Súrefnismettun hafi verið góð. Stefnandi hafi verið meðvitundarlaus og ljósop auga verið víð og ekki svarað ljósi. 7 Í læknabréfi C á heila - og taugaskurðdeild LSH , dagsettu 22. febrúar 2018 , sem vísað er til í matsgerð D læknis og E læknis, dagsettri 1. apríl 2019, segir að ljóst hafi verið frá byrjun að um súrefnisþurrð hefði verið að ræða í einhvern tíma . Endurteknar rannsóknir hafi sýnt merki blóðþurrðar og skemmdar í heila, allútbreiddan heilaskaða. Stefnandi hafi sýnt hægan en öruggan bata og komist til meðvitundar. Hann sé hins vegar með verulegar hreyfitruflanir, [...] og eigi erfitt með hreyfistjórnun, fyrst og fremst ganglimi. Stefnandi hafi verið fluttur á Grensásdeild. 8 Í læknisvottorði F , endurhæfingarlæknis á Grensásdeild , dags ettu 27. ágúst 2018 , sem einnig er vitnað til í framangreindri matsgerð, segir m eðal annars að stefnandi hafi verið bundinn hjólastól við komu á Grens ásdeild. Hann hafi svarað spurningum þegar á hann var yrt og verið með mikla síspennu í vöðvum. Þá kemur jafnframt fram í vottorðinu að geta stefnanda til að fylgja fyrir mælum hafi verið lítil. Minni hans hafi verið verulega skert, einkum skamm tímaminni. F ramfarir stefnanda hafi verið litlar og engar líkur séu á því að hann komist til vinnu. Hann þurfi jafnframt mikla hjúkrun . 9 Við skoðun matsmanna, D læknis og E læknis , þótti stefnandi auðsýnilega mjög skertur andlega og hafa lítinn skilning. H ann átti erfitt með tal og virtist bæði vera um að ræða skilning á tali og talgetu. Hann sýndi lítil viðbrögð við spurningum og öðru sem fram fór á matsfundi. Þá var hann greinilega mjög [...] . 3 10 Í niðurstöðum matsgerðar matsmanna, dagsettri 1. apríl 2019 , er því lýst að rannsóknir hafi sýnt mikinn heilaskaða d reift um heilann. Framfarir hafi verið óverulegar og ljóst sé að stefnandi þurfi mikla umönnun eða allan sólarhringinn alla daga. Mjög augljóst sé að stefnandi muni aldrei snúa aftur til þeirra starfa sem hann gegndi fyrir slysið eða til annarra starfa. 11 Niðurstöður matsmanna eru annars þær að heilsufar stefnanda hafi verið orðið stöðugt [...] mánuðum eftir slysið, þ.e. [...] 2018. Tímabundið atvinnutjón (óvinnufærni) hafi verið frá slysdegi til þess dags. Töldu þeir stefnanda hafa verið veikan í skilningi skaðabótalaga frá slysdegi til [...] 2018 og rúmfastan allt tímabilið . Mátu matsmenn miska stefnanda vera 99 stig þegar ein vörðungu væri litið til þessa tiltekna slyss, en 77 stig ef tekin væru með í reikninginn slys sem hann hefði áður orðið fyrir. Töldu matsmenn jafnframt að sérstaklega stæði á hvað varðaði mat á afleiðingum slyssins. Varanleg örorka stefnanda samkvæmt 5. gr . skaðabótalaga var metin 100%. 12 Lögmaður stefnanda sendi stefnda kröfubréf, dagsett 8. maí 2019 , og krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ökutækisins X . S tefndi hafði áður , þ.e. 8. febrúar 2018, upplýst um þá afstöðu félagsins að skerða ætti bætur um 2/3 hlu ta þar sem stefnandi hefði af stórkostlegu gáleysi orðið meðvaldur að tjóninu, sbr. 2. mgr. 88. gr. þágildandi umferðarlaga . Sú afstaða stefnda var staðfest af úrskurðarnefnd í vátryggingamálum þann 7. maí 2019. 13 Uppgjör fór fram þann 10. júlí 2019, en bætu r voru skertar um 2/3 vegna eigin sakar stefnanda. Þá var sömuleiðis ágreiningur á þeim tíma um ákveðna bótaliði. Lögmaður stefnanda gerði margvíslega og ítarlega fyrirvara við móttöku bótanna, þ.á m. varðandi þá ákvörðun stefnda að skerða bætur um 2/3 hlu ta. 14 Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins fyrir dómi náðu málsaðilar saman um það sem út af stóð þeirra á milli , að öðru leyti en því hvort skerða eigi bætur vegna eigin sakar stefnanda og þá hve mikið , þ.m.t. um uppgjör vegna einstakra bótaliða. Voru stefnanda í framhaldi af því greiddar viðbótarbætur og breytt kröfugerð lögð fram við upphaf aðalmeðferðar í málinu , sem var miðuð við samkomulag málsaðila. 15 Við aðalmeðferð málsins var samkvæmt þessu uppl ýst að einungis stæði eftir að leysa úr því hvort skerða skuli bætur til stefnanda vegna eigin sakar hans og þá hve mikið, ef sú yrði raunin . Ekki væri hins vegar lengur ágreiningur um einstaka bótaliði eða uppgjör tjónsins , að öðru leyti en hvað varðaði s kerðingu vegna eigin sakar. Stefndi hefði sömuleiðis fallið frá kröfu um bætur vegna sjúkrakostnaðar í 4 framtíðinni og annars tjóns. Þá hefði hann jafnframt fallið frá áskilnaði um endurútreikning á eingreiðsluverðmæti lífeyrisréttinda . Þ ví væri óumdeilt að miða ætti við það að 31.692.986 krónur skyldu dragast frá bótum til stefnanda vegna varanlegrar örorku . Helstu málsástæður stefnanda 16 Stefnandi byggir mál sitt hvað varðar þann ágreining sem enn er fyrir hendi á því að hann hafi slasast alvarlega í umferðarslysi þann [...] 2017 . Hann hafi hlotið bæði líkamlegan og vitsmunalegan skaða vegna þess , sem hafi haft í för með sér tímabundnar og varanlegar afleiðingar. Þetta hafi ver ið staðfest með örorkumati læknanna D og E , dagsettu 1. apríl 2019 . Stefnandi h afi því lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um fulla bótaskyldu stefnda og fullan bótarétt sinn úr ábyrgðartryggingu ökutækisins X hjá stefnda . 17 Stefnandi byggir á því að tjónsatvikið hafi verið slys í skilningi skað abótaréttarins og að orsakasamband sé sannað á milli tjónsatburðarins og þeirra afleiðinga sem stefn - andi b úi við í dag samkvæmt fyrirliggjandi læknisfræðilegum gögnum og örorku - mati. 18 Stefnandi telur afleiðingar slyssins að fullu bótaskyldar úr ökutækjatr yggingu X hjá stefnda . Byggt sé á þeim fyrirvörum sem gerðir voru í bráð og lengd þegar stefnandi veitti viðtöku hlutauppgjöri bóta úr hendi stefnda þann 10. júlí 2019. 19 Stefnandi byggir á því að hann hafi ekki verið valdur að eigin skaða þegar ökutækið X v alt þann [...] 2017. Hann hafi verið farþegi í ökutækinu og spenntur í öryggisbelti . Hann hafi ekki verið við stjórn ökutækisins og því í engri aðstöðu til að forða slysinu . 20 Vegna alvarlegrar vitsmunaskerðingar stefnanda sé hann ekki til frásagnar um það hvað gerðist um kvöldið fyrir slysið, við slysið eða eftir það. Það þyki hins vegar hafa líkindi gegn honum að hann hafi vitað eða mátt vita af því að ökumaður X hefði verið undir áhrifum áfengis og ófær um að stjórna ökutæki þegar stefnandi tók sér far me ð ökutækinu [...] 2017. Einnig að hann hafi vitandi um ástand ökumannsins ákveðið að setjast upp í ökutækið og með því sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og stofnað sjálfum sér þar með í hættu. Sjálfur hafi stefnandi verið drukkinn, en fráleitt sé að ætla að honum hafi verið kunnugt um áfengisástand ökumannsins. 21 Þó tt stefnandi og ökumaður X hafi nokkru áður setið saman í leigubíl á leið heim til ökumannsins sé það engin staðfesting á því að stefnandi hafi vitað af ölvunarástandi ökumannsins. Af gögnum megi rá ða að ökumaðurinn hafi kom ið síðar í gleðskap 5 kvöldið fyrir slysið, þar sem stefnandi hafi verið fyrir. Sú staðreynd ein og sér að þeir skul i hafa verið samferða í leigubíl umrædda nótt fel i ekki í sér fullvissu fyrir því að stefnandi hafi vitað, mátt eða átt að vita að ökumaðurinn hefði drukkið áfengi fyrr um kvöldið. 22 Þá þyki sú staðreynd að báðir hafi þeir verið [...] gefa þeirri fullyrðingu aukið vægi að stefnandi hafi hvorki vitað , né mátt ætla , að ökumaðurinn hefði sest upp í ökutækið X undir áhrifum áfengis. Háttsemi ökumannsins , [...] , hafi verið slíkt glapræði að stefnandi hafi ekki getað gert sér það í hugarlund að ökumaðurinn væri ófær um að aka í umrætt sinn sökum áfengisneyslu. Því verði bótaréttur stefnanda ekki skertur , þar sem skilyrði fyrir takmörkun bótaskyldu og missi bótaréttar að 2/3 hlutum séu ekki uppfyllt. 23 S tefnandi byggir á því að s önnunarbyrði um það að skilyrði skerðingar bóta séu uppfyllt hvíli á stefnd a. Beri honum meðal annars að sanna að stefnandi hafi sest upp í ökutækið X vitandi um ölvunarástand ökumannsins og með því sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Fullyrðing um slíkt sé hrein ágiskun. Ekki ligg i fyrir ótvíræð sönnun þess að stefnandi hafi vitað um ölvunarástand ökumannsins. Á meðan svo sé tel ji st stefndi e kki hafa mætt þeim sönnunark r öfum sem gerðar séu til þess að félagið geti takmarkað ábyrgðina. Því telj i st afleiðingar slyssins vera bótaskyldar að fullu úr ökutækja tryggingu X hjá stefnda . Niðurstaða úrskurðarnefndar í vátrygginga málum breyti engu hér u m, enda byggi st hún á ályktunum og gefnum forsendum um að stefnanda hafi mátt vera fullljóst að ökumaður X hafi verið undir áhrifum þegar ökuferð þeirra hófst. 24 Verði meðábyrgð stefnanda talin sönnuð þá byggir stefnandi á því að hún leiði ekki fortakslaust til þess að bætur skerðist eða falli niður að öllu leyti, enda sé fyrir hendi heimild til að láta tjónþola sjálfan bera tjónið að hluta til eða skipta ábyrgðinni. Verð i heimildinni beitt með hliðsjón af því hvort eðlilegt get i talis t í ljósi allra atvika að tjónþoli fái tjónið að fullu bætt , þrátt fyrir meðábyrgð. Í þessum efnum verð i ekki aðeins litið til sakar tjónþola heldur einnig þáttar annarra sem ber i ábyrgð á tjóninu og aðstæðna fyrir slysið, sbr. Hæstaréttardóm í máli nr. 55 /2017. 25 Stefnandi byggir á því að s kerðing eða niðurfelling á bótarétti yrði honum svo þungbær að slíkt yrði mjög ósanngj örn niðurstaða vegna mjög óvenjulegra aðstæðna. Hér verð i að líta til þess hversu alvarlegt tjón stefnand a sé og aðstæðna hans að öðru l eyti. Hann sé ósjálfbjarga um brýnustu þarfir og athafnir og mun i verða háður heilbrigðisþjónustu og umönnun það sem eftir er ævinnar. Helstu málsástæður stefnda 6 26 Stefndi byggir mál sitt á því að stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar hann ha fi tekið sér far með ölvuðum ökumanni aðfaranótt [...] 2017, með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hafi hann þannig verið meðvaldur að líkamstjóni sínu í skilningi 2. mgr. 88. gr. þágildandi umferðarlaga og því eigi að skerða bætur hans um 2/3 hluta. Það skerðingarhlutfall sé í samræmi við dómafram - kvæmd Hæstaréttar. 27 Byggir stefndi á því að s annað sé með óyggjandi hætti að ökumaðurinn hafi verið ölvaður í umrætt sinn. Það sýn i niðurstöður sýnatöku Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði . S tef nanda hafi ekki getað dulist að ökumaðurinn væri ölvaður þegar hann fór upp í ökutækið með honum þessa nótt. Hafi hann vitað eða mátt vita að ökumaðurinn h e fði drukkið áfengi um kvöldið , en t ekið sér far með honum engu að síður . 28 Vísar stefndi til þess, í f yrsta lagi , að styrkur etanóls í blóði ökumannsins hafi verið um 1,3 um kl. 03:00 og um 1,15 um kl. 04:30 um nóttina. Það hafi því verið ljóst að ökumaðurinn væri óhæfur til að aka ökutæki eða gæti ekki stjórnað ökutækinu örugglega, sbr. 45. gr. þágildandi umferðarlaga. Þegar styrkur etanóls í blóði sé þetta mikill sé ljóst að það s jáist vel á fólki að það sé ölvað, en það sé eina viðmiðið sem hægt sé að hafa til hliðsjónar varðandi áhrif áfengis á e instaklinga . 29 Í öðru lagi bendir stefndi á að stefnandi hafi verið með ökumanninum allt kvöldið , frá því að hann hafi kom ið strákana , en þá hafi stefnandi þegar verið mættur. Hafi þeir setið saman að sumbli á fyrsta staðnum, svo farið saman á veitingastaðinn [...] , þaðan saman í tiltekið hús í [...] og loks saman í leigubíl að heimili ökumannsins . Fram k omi í lögregluskýrslu að ökumaðurinn hafi byrjað að drekka bjór á fyrsta staðnum , þar sem stefnandi hafi einnig v erið . Stefnanda hafi því mátt vera það ljóst frá upphafi að ökumaðurinn væri farinn að drekka áfengi. Það styð ji það einnig að hann hafi skil ið bifreið sína eftir þegar farið var á [...] og ekki verið á bíl eftir það. 30 Í þriðja lagi bendir stefndi á framburð vitnisins I hjá lögreglu um að honum hafi sýnst að ökumaðurinn hefði pínu drukkinn kom að slysinu . 31 Í fjórða lagi bendir stefndi á að lögregla hafi strax tekið eftir því við komu á vettvang slyssins að áfengisþefur v æri af ökumanninum , svo og við ökutækið sjálft. Hafi sá áfengisþefur ekki heldur átt að fara fram hjá stefnanda þegar hann hafi farið upp í ökutækið með ökumanninum. 7 32 Í fimmta lagi vísar stefndi til þess að áfengi hafi fundist við slysvettvang , þ.e. óopnuð kampavínsflaska . Óupplýst sé hvort áfengi hafi v erið drukkið á meðan á ökuferð inni stóð en þetta bendi til þess að þegar ökuferð in hafi hafist þá hafi ætlunin ekki verið sú að áfengisdrykkju væri lokið þessa nótt . 33 Í sjötta lagi telur stefndi að ekki skipti máli þótt ökumaðurinn hefði ekki drukkið í einh vern tíma , því stefnandi hafi séð fyrr um kvöldið að hann hefði verið að drekka bjór og skilið bifreið sína eftir er þeir yfirgáfu fyrsta staðinn . E kki megi álykta sem svo að hann h afi ekki fengið sér meira að drekka. Meiri líkur séu á því að haldið sé áfram drykkju en að henni sé snarlega hætt. Þ ví hafi ávallt verið meiri líkur en minni á því að ökumaðurinn væri enn ölvaður . 34 Miðað við allt framangreint telur stefndi ljóst að stefnandi hafi vitað eða mátti vita að ökumaður ökutækisins v æ ri ölvaður þegar hann hafi sjálfur ákv eðið að stíga upp í ökutækið og setjast í farþegasætið. Virðist heimsókni n á heimili ökumannsins hafa verið að frumkvæði stefnanda , sem hafi vil jað kíkja á [...] (ökutækið) . Stefndi byggir á því að ö lvun stefnanda, sem hafi verið talsverð, sé ekki og get i aldrei verið afsökunarástæða fyrir því að hann haf i ekki vitað eða mátt vita um ölvunarástand ökumannsins . 35 Stefndi byggir á því að m enntun stefnanda geri gáleysið enn meira , enda hafi hann verið starfandi sem [...] frá árinu 2005 og því haft þekkingu á því hver áhrif áfengisdrykkju séu á hæfni einstaklinga til að stjórna samgöngutæki, [...] . Þ á auki það enn á stórkostlegt gáleysi stefnanda að um hafi verið að ræða [...] , sem sé alls ekki eins öruggt og önnur ökutæki, t.d. bifreiðir, og ekki búið sama öryggisbúnaði. 36 Með vísan til dómaframkvæmdar Hæstaréttar telur stefnd i rétt að skerða bætur til stefnanda um 2/3 hluta. Bendir hann meðal annars á eftirfarandi atriði því til stuðnings. Í fyrsta lagi hafi stefnandi verið nýorðinn [...] þegar slysið varð. Hann hafi því átt að hafa nægan þroska og lífreynslu til þess að átta sig á því að með því að fara upp í ökutæki með ölvuðum ökumanni væri hann að stofna sjálfum sér í mikla hættu, sjálfviljugur. Í öðru lagi sé stefnandi menntaður [...] og hafði starfað sem slíkur í um [...] ár þegar hann lenti í slysinu. Verð i að gera ráð fyrir því að [...] hafi þekkingu og reynslu varðandi afleiðingar áfengisdrykkju og auki það enn á sök stefnanda . Í þriðja lagi er á það bent af hálfu st efnda að stefnandi hafi frá upphafi vitað að ökumaðurinn væri að drekka þetta kvöld. Í fjórða lagi hafi heimsókn stefnanda að heimili ökumannsins verið að frumkvæði hans og meðal annars í þeim tilgangi að kíkja á 8 [...] . Í fimmta lagi hafi ekki verið um að ræða nauðsynlegt ferðalag frá einum stað til annars, heldur skemmtiferð á [...] í hverfinu. Þetta hafi því ekki verið nauðsynleg ferð til að komast heim til sín heldur skemmtun beggja. Þá sé um að ræða ökutæki sem veiti ekki sama öryggi og hefðbundin ökutæki, svo sem með loftpúða eða styrktu þaki og hurðum. Í sjötta lagi bendir stefnd i á þau varnaðaráhrif sem fel i st í skerðingu bóta , en slík varnaðaráhrif verð i að engu gagnvart þeim sem íhuga að taka sér far með ölvuðum ökumanni ef skerðingarhlutfall er ekki talsvert. Í sjöunda lagi vísa r stefndi til málavaxta málsins í heild sinni. 37 Stefnd i byggir á því að sýkna beri hann af öllum kröfum stefnanda , þar sem fullnaðaruppgjör bóta hafi þegar átt sér stað og bætur greiddar á grundvelli framangreinds , þ.m.t . samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð . Eigi því stefnandi engar frekari kröfur á hendur stefnda. 38 Þar sem samkomulag hefur náðst á milli aðila um einstaka bótaliði, frádráttarliði og fjárhæðir í málinu, að undanskilinni skerðingu bóta vegna meintrar eigin sakar stefnanda, þykir óþarft að rekja sérstaklega málsástæður aðila hvað það varðar. Niðurstaða 39 Stefnandi lenti sem fyrr segir í alvarlegu umferðarslysi aðfaranótt [...] 2017 og gerir kröfu um bætur úr ábyrgðartryggingu ökutækisins X , sem vátryggt var hjá stefnda á slysdegi. Um vátrygginguna giltu þágildandi umferðarlög nr. 50/198 7 og lög um vátryggi ngarsamninga nr. 30/2004. Samkvæmt 17. gr. vátrygginga r skilmála stefnda greiðir vátryggingin bætur fyrir líkamstjón á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993 , en bótasviðið ákvarðast samkvæmt þágildandi umferðarlögum, sbr. 15. gr. skilmálanna. 40 Samkvæmt 1. mál sl ið 1. mgr. 88. gr. þágildandi umferðarlaga sk al bæta tjón vegna notkunar ökutækis á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar þess sem ábyrgð b er á öku - tækinu. Í 2. mgr. 88. gr. laganna kemur fram að bætur fyrir líkamstjón eða vegna missis framfæranda m egi lækka eð a fella niður ef sá sem varð fyrir tjóni eða lést hefur verið meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. 41 Ágreiningur er um það í málinu hvort stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða ekki þegar hann tók sér far með ölvuðum ökumanni í aðdraganda slyssins þann [...] 2017 . Upplýst er í því samhengi hver hafi verið ökumaður X umrædda nótt, svo og að hann hafi verið undir áhrifum áf engi s , en deilt er um það hvort stefnandi hafi 9 við upphaf ökuferðarinnar vitað eða mátt vita að ökumaðurinn væri undir áhrifum áfengis og af þeim sökum ekki hæfur til að stjórna ökutækinu . 42 Komist dómurinn að þ eirri niðurstöðu að um stórkostlegt gáleysi haf i verið að ræða af hálfu stefnanda , þá er ágreiningur um það hvort skerða skuli bætur til hans af þeim sökum og þá einnig hvert skerðingarhlutfallið skuli vera. Stefnandi telur að bætur til hans eigi þrátt fyrir það ekki að skerðast vegna eigin sakar , en stefnd i telur að bætur til stefnanda eigi að skerðast um 2/3 hluta af tjóni hans . Ekki er hins vegar ágreiningur um bótaskyldu í málinu og h efur stefndi þegar greitt stefnanda þann hluta bótanna sem ekki er ágreiningur um, eða sem nemur 1/3 hluta tjóns ins . 43 Við upphaf málsins var sem fyrr segir ágreiningur um einstaka liði í bótauppgjöri stefnda til stefnanda, þ. m.t. varðandi sjúkrakostnað í framtíðinni og annað fjártjón, tímabundið tekjutjón, skerðingu á metnum miskabótum vegna fyrri áverka, útreikning á eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum vegna frádráttar frá bótum fyrir varanlega örorku og hvort stefnandi ætti rétt á frekari miskabótum s amkvæmt 26. gr. skaðabótalaga. Þar sem úr þessum ágreiningi hefur verið leyst undir rekstri málsin s verður ekki frekar fjallað um hann hér. Um það hvort stefnandi hafi vitað eða mátt vita að ökumaður X væri undir áhrifum áfengis 44 Stefnandi er ekki til frásagnar um aðdraganda slyssins vegna þeirra afleiðinga sem slysið hafði fyrir hann. Var hann af þei rra völdum ófær um að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Ökumaður ökutækisins X gaf þann 21. mars 2022 skýrslu fyrir dóminum um það hverjir hefðu verið með honum og stefnanda kvöldið fyrir slysið, en mætti ekki til skýrslugjafar við aðalmeðferð málsins, þrátt fyrir að hafa verið boðaður til hennar með góðum fyrirvara. Hann gaf hins vegar skýrslu hjá lögreglu þann 19. febrúar 2018, að viðstöddum tilnefndum verjanda sínum, þar sem hann var með al annars spurður út í aðdraganda slyssins. Samantekt þeirrar skýrslu liggur frammi í því máli sem hér er til meðferðar. Verður vikið nánar að henni hér á eftir . 45 Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu r sem vitni F , bróðir ökumannsins, G og H , en öll voru vi tnin saman í samkvæmi á heimili vitnisins G að [...] kvöldið fyrir umrætt slys. Bar þeim saman um að í samkvæminu hefðu verið 7 10 manns , þ.á m. stefnandi og ökumaður ökutækisins X . Sögðu vitnin yfirbragð samkvæm isins hafa verið frekar rólegt, menn hefðu setið saman eða staðið og spjallað. Þá bar vitnunum saman um að 10 áfengi hefði verið haft um hönd í samkvæminu, en gátu ekkert sagt til um áfengisneyslu einstakra gesta, þ.á m. stefnanda og ökumanns ökutækisins. 46 Af framburði ökumannsins hjá lögreglu má ráð a að hann mætti seinna í samkvæmið en sumir aðrir, þar sem hann hefði verið kominn upp í rúm þegar bróðir hans hringdi. Hann hafi í framhaldi af því ákveðið að fara og hitta , sem þegar voru mættir í samkvæmið. Hafi hann farið á eigin bíl, en síðar ákveðið að skilja hann eftir fyrir utan heimili vitnisins G . Greindi ökumaðurinn jafnframt frá því hjá lögreglu að ki vita hversu mikið nákvæmlega hann hefði drukkið. 47 Af framburði vitnisins H fyrir dóminum , sem fær stoð í framburði ökumannsins hjá lögreglu, má ráða að stefnandi, ökumaðurinn og vitnið hafi farið saman í leigubíl síðar um kvöldið að veitingastað num [... ] , þar sem þeir hafi staldrað stutt við. Þeir hafi fljótlega haldið aftur í leigubíl og þá að heimili vitnisins, þar sem það hafi farið úr bílnum , en stefnandi og ökumaðurinn hafi haldið áfram. 48 Af gögnum lögreglu, sem frammi liggja í málinu, má ráða að síð ar um nóttina hafi verið hringt úr síma stefnanda og óskað eftir því að leigubifreið yrði send að heimili vitnisins G að [...] í [...] . Hafi stefnandi og ökumaður X farið saman með leigubifreið að heimili ökumannsins í [...] , en hann og stefnandi voru nágrannar. Ö kuferðin h ófs t samkvæmt sömu heimild kl. 02:43 aðfaranótt [...] 2017 en l auk nálægt heimili ökumannsins kl. 02:57. 49 Þá liggur fyrir , samkvæmt gögnum lögreglu , að umrætt slys var tilkynnt til lögreglu kl. 04:33 um nóttina. Af framburði ökumannsi ns hjá lögreglu má ráða að stefnandi hafi viljað skoða hús ökumannsins og ökutækið X , en hvorki er ljóst hvenær hin afdrifaríka ökuferð hófst né heldur hvert för þeirra var heitið áður en ökuferðin tók skyndilega enda með hörmulegum afleiðingum á [...] . Á æ tlað er að slysið hafi átt sér stað skömmu áður en það var tilkynnt til lögreglu kl. 04:33 . 50 Hvað áfengisdrykkju ökumannsins og stefnanda varðar þessa nótt þá liggur sem fyrr segir fyrir framburður ökumannsins hjá lögreglu um að hann hafi drukkið nokkra bjóra í samkvæminu fyrr um kvöldið. Ekki er þó vitað hve marga eða hve mikið ökumaðurinn drakk. Vitni hafa sömuleiðis sem fyrr segir staðfest að áfengi hafi verið haft um hönd í samkvæminu á heimili vitnisins G , þótt þau hafi ekki getað borið sérstaklega um áfengisneyslu stefnanda eða ökumannsins. 11 51 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu vaknaði strax grunur um það á slysstað að um hefði verið að ræða ölvun við akstur . E r bókað í skýrslunni að ökumaðurinn sé grunaður á vettvang veittum við [...] því athygli að áfengisþefur reyn dist vera bæði af [ökumanninum] og við ökutækið . Aðspurður á vettvangi kvaðst [ökumaðurinn] hafa verið ökumaður ökutækisins X . Var [ökumaðurinn] því strax grunaður um ölvun við akstur . 52 Vitnaskýrsla var tekin af tilkynnanda slyssins hjá lögreglu þann 5. ja núar 2018. Liggur samantekt þeirrar skýrslu frammi í máli þessu. Kemur þar fram að vitnið hafi verið eitt í bíl er það hafi tekið eftir einhverju einkennilegu. Ökumaður X hafi síðan birst allt í einu og greinilegt hafi verið að hann hefði lent í slysi. Seg ir meðal annars í samantekt lögreglu á framburði vitnisins: Aðspurður hvort eitthvað athugavert hafi verið við manninn sagði [vitnið] að h ann hafi verið svolítið dasaður og hafi verið pínulítið eins og hann væri pínu kenndur. Aðspurður um nánari útskýring u á orðinu drukkinn 53 Af gögnum lögreglu má einnig ráða að blóðsýni hafi tvívegis verið tekin hjá ökumanni ökutækisins X eftir slysið umrædda nótt og þvagsýni einu sinni . Greining Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði á þessum sýnum leiddi í ljós að etanólstyrkur í fyrra blóðsýninu, sem tekið var kl. 05:05 um nóttina , reyndist Et anólstyrkur Blóðsýni var sömuleiðis tekið úr stef na nda kl. 05:20 um nóttina og reyndist etanólstyrkur þess vera 2,22 54 Lögregla óskaði eftir nánari greiningu rannsóknastofunnar á þeim s ýnum sem tekin viðkomandi kl. 02: 5 hefði verið neytt á milli kl. 02:57 og 04:33. Niðurstaða þeirrar greiningar va r sú að áætlaður etanólstyrkur í blóði ökumannsins hefði verið 1,3 0 átt sér stað upp úr kl. 02: 5 7 en að þeirri drykkju hefði lokið skömmu eftir það, e f litið væri til hlutfalls á milli etanólstyrks í þvagi og blóði. 12 55 Samkvæmt 1. m gr. 45. g r. umferðarlaga nr. 50/1987, sem í gildi voru á slysdegi, mátti enginn stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki, ef hann væri undir áhrifum áfengis. Í 2. m gr. var meðal annars mælt fyrir um það að ef vínandamagn í blóði ökumanns næmi meira en geta stjórnað ökutæki örugglega. Í 3. mgr. sagði meðal annars að væri vínandamagn 56 Sönnunargildi þeirra gagna sem rakin hafa verið hér að framan, þ.m.t. skýrslna lögreglu og rannsóknarniðurstaðna Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eitu refnafræði, hefur ekki verið dregið í efa í málinu. Þá hefur ekkert komið fram undir rekstri málsins sem bendir til annars en að efni þessara skjala sé rétt. Verða skjölin af þeim sökum lögð til grundvallar dómi í málinu, sbr. til hliðsjónar dóm Landsrétta r frá 25. mars 2022 í máli nr. 498/2020, þar sem staðfest var að skýrslur lögreglu hefðu fullt sönnunargildi í því máli sem þar var til meðferðar. 57 Af framansögðu má ráða að stefnandi og ökumaður ökutækisins X höfðu eytt löngum tíma saman áður en umrætt sly s varð. Höfðu þeir meðal annars hist í samkvæmi kvöldið áður, farið saman í leigubifreið ásamt þriðja manni að veitinga stað í [...] , haldið þaðan saman og farið í samkvæmið á ný, yfirgefið það sam kvæmi síðan saman kl. 02:43 og verið tveir einir frá kl. 0 2:57 þar til slysið varð laust fyrir kl. 04:33 um nóttina. 58 Ökumaðurinn hefur viðurkennt hjá lögreglu að hafa drukkið bjór fyrr um kvöldið, þótt ekki sé ljóst hversu mikið hann drakk. Þá benda greiningar Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefna fræði sem fyrr segir til þess að etanólmagn í blóði til þess að ölvunarástand hans hafi verið rétt undir þeim mörkum sem greind voru í 3. m gr. 45. g r. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987 , sbr. nú 3. mgr. 49. gr. umferðar - hefði hann talist óhæfur til að stjórna ökutæki, sbr. tilvitnaðar greinar umferðarlaga. 59 Þessu til viðbótar hefur vitni sem kom að sl ysinu aðfaranótt [...] 2017 greint frá því við hafi fundið áfengis þef bæði af ökumanninum og við öku tækið. Hafi þessir aðilar fundið áfengisþef eða séð merki um áfengisáhrif á ökumanninum, án þess að þekkja 13 nokkuð til hans eða hafa nokkra vitneskju um það hvað hafði gerst fyrr um kvöldið og nóttina, hefði stefnandi að mati dómsins átt að ge r a það sömulei ðis. 60 Framangreind ályktun fær enn frekari stoð í því að stefnandi og ökumaðurinn höfðu sem fyrr segir eytt löngum tíma saman fyrir slysið og um tíma einir. Var stefnandi af þeim sökum í betri aðstöðu en aðrir til að átta sig á ástandi ökumannsins. Stefnand i var auk þess [...] að aldri er slysið varð og menntaður [...] . Á tti honum sem slíkum að vera ljóst hvaða áhrif áfengisneysla hefur á hæfni einstaklings til að [...] . Átti hann meðal annars að þekkja efni [...] . 61 Þegar allt framangreint er virt verður að fallast á það með stefnda að stefnandi hljóti að hafa vitað eða að minnsta kosti mátt vita að ökumaður ökutækisins X væri undir áhrifum áfengis er stefnandi ákvað að taka sér far með honum við upphaf þeirrar ökuferðar sem lauk með afdrifaríkum hætti á [...] laust fyrir kl. 04:33 aðfaranótt [...] 2017. Þá verður einnig að fallast á það með stefnda að með því að taka sér far með ökumanninum í því ástandi hafi stefnandi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og þannig verið meðvaldur að tjóni sínu , sbr. 2. mgr. 88. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. Þá þykir sömuleiðis mega slá því föstu að orsakasamband hafi verið á milli ölvunarástands ökumannsins og slyssins. Um það hvort skerða beri bætur til stefnanda og þá hve mikið 62 Lögmaður stefnanda vísaði sérstaklega til 2. mgr. 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 í málflutningi sínum fyrir dómi num , en sú grein kveður á um að við ákveðnar undantekningaraðstæður m egi líta fram hjá því, að nokkru leyti eða öllu, að tjónþoli sé meðvaldu r að tjóni. Getur það ýmist leitt til þess að greiddar séu fullar bætur eða að áhrif skerðingar vegna eigin sakar yrðu minni en ella hefði orðið. Ákvæðið vísar til 1. mgr. sömu greinar varðandi þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að unnt sé að koma st að þeirri niðurstöðu að 2. mgr. eigi við. 63 Þótt ekki sé sérstaklega vísað til 2. mgr. 24. gr. skaðabótalaga í stefnu er eigi að síður byggt á þv í að meðábyrgð stefnanda eigi ekki fortakslaust að leiða til skerðingar á bótum til hans, heldur verði að met a aðstæður með heildstæðum hætti, þ.m.t. með tilliti til þess hvort eðlilegt geti talist, í ljósi allra atvika, að stefnandi fái tjón sitt bætt að fullu þrátt fyrir meðábyrgð. Þykir því rétt að skoða nánar hvort umrædd lækkunar - heimild geti átt við á málinu, svo og hvort aðstæður séu að öðru leyti með þeim hætti að ekki beri að skerða bætur til stefnanda, eða í öllu falli minna en ella myndi vera, þrátt fyrir meðábyrgð hans . 14 64 Í athugasemdum við 24. g r. skaðabótalaga , í frumvarpi til þeirra laga , s egir meðal annars að um sé að ræða almenna lækkunarheimild, sem eigi við um alls konar tjón. Þá skipti ekki máli á hvaða grunni bótaskylda sé byggð . Ásetningur tjónvalds eða stórkostlegt gáleysi þyki sömuleiðis ekki útiloka lækkun á grundvelli ákvæðisins, séu s kilyrði lækkunar fyrir hendi. Ákvæðinu verði þó aðeins beitt ef um er að ræða sér - stakar aðstæður. Orðrétt segir í athugasemdum að heimildinni verði eingöngu beitt þegar skaðabótareglur mundu annars leiða til ósanngjarnrar niðurstöðu . Um sé að ræða eins konar öryggisreglu, sem notuð verði í sérstökum undantekningartilvikum. R eglu nni ve rði beitt þegar talið yrði óviðunandi, í ljósi félagslegra viðhorfa og mann - úðarsjónarmiða, að leggja þá byrði á tjónvald að gera honum að greiða fullar bætur , eða eftir atvikum þegar um eigin sök er að ræða, að tjónþoli yrði að bera tjón sitt sjálfur . 65 Hvað varðar 2. m gr. 24. g r. skaðabótalaga sérstaklega, þá segir í athugasemdum um þá grein að dómari geti ákveðið að lækka ekki bætur eftir þeim reglum s em ella myndu gilda um eigin sök tjónþola, telji dómari ákvæðið eig a við. Tjónþoli geti þannig annaðhvort fengið fullar bætur eða stærri hlut a bóta en hann hefði fengið eftir ., að það mundi annaðhvort vera tjónþola of þungbært að beita reglum um eigin sök eða það þætti að öðru leyti sanngjarnt vegna óvenjulegra aðstæðna að veita tjónþola U m undantekningarheimild er þó að ræða. 66 Enginn vafi e r um að umrætt slys hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir stefnanda, eins og rakið er í stefnu og staðfest hefur verið með matsgerð læknanna D og E . Mun hann aldrei geta lifað því lífi sem hann lifði fyrir slysið og þurfa umönnun og mikla aðstoð um alla framtíð, þ.m.t. við grunnþarfir daglegs lífs. Þá mun hann ekki geta unnið aftur. Grundvöllur þess lífs sem stefnandi þekkti fyrir slysið er samkvæmt þessu bro st inn að öllu leyti. 67 Á hinn bóginn verður þó einnig að horfa til þess að stefnandi var á slysdegi [...] ára gamall vel menntaður [...] og með langa starfsreynslu. Hann átti af þeim sök um að gera sér grein fyrir því að með því að stíga upp í ökutæki með ölv uðum öku manni væri hann að stofna lífi sínu og heilsu í hættu. Þá var ekki um það að ræða að stefnanda væri nauðugur sá kostur að setjast upp í umrætt ökutæki, heldur var um að ræða skemmtiferð, í nágrenni við heimili stefnanda og ökumanns ökutækisins . Þá var 15 ekki um bifreið að ræða heldur sérbúið ökutæki, sem ekki var búið sama öryggis - útbúnaði og bifreiðar, auk þess sem ökutækið er almennt ætlað til annarra nota en aksturs á götum bæja og borga. Þá var myrkur úti og hálka á götum. Loks verður einnig að l íta til þess að ætlað vínandamagn í blóði ökumannsins var hátt á þeim tíma er slysið varð og stefnandi og hann höfðu eytt löngum tíma saman fyrir slysið . Stefn - andi var sömuleiðis sjálfur undir verulegum áhrifum áfengis . 68 Að öllu framangreindu virtu , með hliðsjón af aðstæðum er slysið varð og í aðdraganda þess , svo og að virtri félagslegri og fjárhagslegri stöðu stefnanda á slysdegi , að því marki sem eitthvað verður ráðið um þessi atriði af gögnum málsins, þá verður ekki séð að a tvik í málinu séu með þeim sérstaka hætti að ákvæði 2. mgr. 24. gr. skaðabótalaga geti átt við, þrátt fyrir að slysið hafi haft þær alvarlegu afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda sem raktar eru hér að framan . 69 Með dómi Hæstaréttar frá 25. október 2001 í máli nr. 129/20 01 var horfið frá þeirri reglu, sem byggt hafði verið á í dómaframkvæmd réttarins allt frá árinu 1969, að líta svo á að sá sem tæki sér far með ölvuðum ökumanni gæti ekki krafið eiganda ökutækis, ökumann eða ábyrgðartryggjanda um bætur vegna slyss af völdu m bifreiðarinnar, enda hefði hann vitað eða mátt vita um ölvun ökumannsins og orsakasamband verið á milli ölvunarinnar og slyssins. Þess í stað skyldi líta til þess hvort um eigin sök væri að ræða, í skilningi 2. mgr. 88. gr. þágildandi umferðarlaga. Af dó mnum má einnig ráða að líta beri til hvers tilviks fyrir sig við mat á mögulegri eigin sök tjónþola, enda aðstæður ólíkar frá einu máli til annars. 70 Af þeim dómum sem gengið hafa frá því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 129/2001 gekk árið 2001, svo og af þeim dómi, má ráða að sé talið sannað að tjónþoli hafi tekið sér far með ölvuðum ökumanni og vitað eða mátt vita um það ástand ökumannsins, þá hafi bæt ur til viðkomandi verið lækkaðar verulega vegna eigin sakar, sbr. dóma Hæstaréttar frá 25. október 2001 í máli nr. 129/2001 og 11. nóvember 2004 í máli nr. 243/2004, svo og dóm Landsréttar frá 25. mars 2022 í máli nr. 498/2020. Hefur skerðing bóta numið 2/ 3 hlutum tjónsins í tveimur þessara tilvika en 3/4 hlutum tjónsins í einu þeirra. 71 Í stefnu er vitnað til dóms Hæstaréttar frá 22. febrúar 2018 í máli nr. 55/2017 til stuðnings því að ekki beri að skerða bætur til stefn an da. Dómurinn getur ekki fallist á a ð aðstæður í því máli hafi verið áþekkar aðstæðum í þessu máli. Má þar til að mynda nefna hærri styrk vínanda í blóði ökumannsins í þessu máli og aldur stefnanda 16 og reynslu, sem var alls ekki sambærileg við aldur og reynslu tjónþola í því máli . Þá voru aðs tæður allar og aðdragandi þess að stefnandi tók sér far með ökumanninum aðfaranótt [...] 2017 allt aðrar en aðstæður í ofangreindum dómi. 72 Þegar allt er tekið saman sem rakið er hér að framan , að virtum atvikum í málinu og aðstæðum öllum , þ.m.t. með tilliti til þess hversu hátt saknæmisstigið var hjá stefnanda í umrætt sinn, svo og með vísan til þeirra dómafordæma sem nefnd eru hér að framan , þá verður að fallast á það með stefnda að þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar slyssins fyrir stefn anda sé eigi að síður rétt að hann ber i 2/3 hluta tjóns síns sjálfur, þar sem hann hafi orðið meðvaldur að tjóninu af stórkostlegu gáleysi, sbr. 2. mgr. 88. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. 73 Þar sem stefndi hefur þegar greitt stefnanda bætur , sem n ema 1/3 hluta tjóns hans , verður þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu, þar sem ekki verður séð að hann eigi frekari kröfur á hendur stefnda vegna umrædds slyss. 74 Með hliðsjón af framangreindu og með vísan til 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að málskostnaður falli niður á milli aðila . 75 Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda , þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns hans, sem telst hæfilega ákveðin 2.000.000 krón a , greiðist úr ríkissjóði. 76 A f hálfu stefnanda flutti málið Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður. 77 Af hálfu stefnda flutti málið Ólafur Lúther Einarsson lögmaður. 78 Dómur þessi er kveðinn upp af Jóhannes i Rúnar i Jóhannss yni héraðsdómar a sem dómsformanni og meðdómsmönnunum Ingibjörgu Þorste insdóttur héraðsdómara og Halldóri Baldurssyni bæklunarlækni sem sérfróðum meðdómsmanni . Dómso r ð: Stefndi , Vátryggingafélag Íslands, skal vera sýkn af dómkröfum stefnanda, A , í máli þessu. Málskostnaður fellur niður . Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns hans að fjárhæð 2.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.