D Ó M U R 5 . nóvember 201 9 Mál nr. E - 3373 /201 8 : Stefnendur: Jóhannes Sigurðsson Magnús B . Jóhannesson Sigurður Eyberg Jóhannesson (Skúli Sveinsson lögmaður ) Stefndu: Einar Jónsson Drífa Friðgeirsdóttir (Magnús Guðlaugsson lögmaður ) Dómar i : Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 5 . nóvember 2019 í máli nr. E - 3373 /2018 : Jóhannes Sigurðsson Magnús B Jóhannesson Sigurður Eyberg Jóhannesson (Skúli Sveinsson lögmaður ) gegn Einar i Jónssyni og Drífu Friðgeirs d óttur (Magnús Guðlaugsson lögmaður ) I. Dómkröfur Mál þetta var þingfest 16 . október 201 8 en tekið til dóms að lokinni aðalmeðferð 8 . október 2019 . Stefnendur málsins eru Jóhannes Sigurðsson , Vatnsnesvegi 29 í Reykjanesbæ, Magnús B. Jóhannesson , Jóruseli 18 í Reykjavík og Sigurðar Eyberg Jóhannesson , Hverfisgötu 37 í Reykjavík. Stefndu eru Einar Jóns son og Drí fa Friðgeirsdóttir , bæði til heimilis að Skipasundi 88 í Reykjavík. Stefnendur krefjast þess að stefndu verði sameignlega dæmd til að greiða stefnendum 14.451.759 kr. auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 14.451.759 kr. frá 1. ágúst 2017 til 13. júlí 2018 en frá þeim tíma dráttarvexti af þeirri fjárhæð, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, til greiðsludags . St efnendur krefjast jafnframt málskostnaðar úr hendi stefndu. Stefndu krefjast þess aðallega að þau verði sýknuð af kröfum stefnenda. Til vara er þess krafist að stefnukröfur verði lækkaðar verulega og dráttarvextir aðeins dæmdir frá degi dóm suppsögu. Þá kre fjast stefndu þess að stefnendum verði gert að greiða þeim málskostnað að mati dómsins. II. Málavextir Þann 30. maí 2017 komst á samningur um sölu bújarðarinnar Hróðnýjarstaða í Dalabyggð, samkvæmt samþykkt u kauptilboð i stefnenda , ásamt með fylgjandi vélali st a, sem var hluti af hinu samþykkta kauptilboði. Fasteignin ásamt öðru, sem átti að fylgja með í kaupunum , var kynnt stefnendum m.a. með söluyfirliti fasteignarinnar. 2 Samkvæmt þessum gögnum var andlag kaupanna lögbýlið Hróðn ýjarstaðir í Dalabyggð, landnúm er 137568, fastanúmer 211 - 6960, ásamt greiðslumarki í sauðfé , samtals 287,9 ærgildi, öllum vélum samkvæmt vélalista og allri áhöfn annarri en hross um , og öll u sem eigninni fylg di og fylgja bæri , að engu und anskild u, þ.m.t. öll hús sem á jörðinni st æðu og öll hlunnind i . Umsaminn afhendingartími var 1. ágúst 2017, fyrir utan vélageymslu að Hróðnýjarstöðum, sem átti að afhendast fáeinum dögum fyrr, nánar tiltekið þann 25. júlí 2017. Hei ldarand virði kaupanna nam 100.000 .000 kr . Afhending samkvæmt kaup samningi fó r fram 1. ágúst 2017 , fyrir utan eitt útihús sem afhen t var nokkrum dögum fyrr. Þegar stefnendur fengu íbúðarhúsið afhent munu þeir hafa haft samband við fasteignasalann sem a nnaðist sölu fasteignarinnar með tölvupósti, dags. 30. júlí 201 7 . Í tö lvupóstinu m kemur fram að við skoðun stefnenda á íbúðarhúsinu h afi komið í ljós rakaskemmdir bæði í veggjum og gólfi og vísuðu þeir um það til meðfylgjandi mynda. Tilgreindu stef n e ndur í þessu sambandi sérstaklega rakaskemmdir í vegg og dúk í hjónaherbergi, sv o og s kemmdir í gólfi, vegg og dúk í barnaherbergi, þ.e. öðru herbergi frá hjónaherbergi. Enn fremur tiltóku stefnendur rakaskemmdir í stofu í parke ti til vinstri þegar komið væri i nn í rýmið, í vinstra og hægra horni undir glugga, auk þess sem gluggakist a væri laus í stofu og rakaskemmdir í vegg. Þá gátu stefnendur þess jafnframt að rakaskemmdir væru í og undir gluggum og gluggakistu í herbergi inn af anddyri og að ra kaskemm dir væru í vegg og gólfi í eldhúsi undir uppþvottavél, auk þess sem veggur væri opin n. E innig væru rakaskemmdir í vegg og lofti í kyndiklefa, líklega vegna þakleka , og í geymslunni við hlið kyndiklefa væru einnig sams konar skemmdir. Í kjölfar þess að fas teignin var afhent óskuðu stefnendur eftir því að óháður aðili, Efla verkfræðistofa, ger ði úttekt á ástandi íbúðarhúsnæðisins og fór sú úttekt fram 10. ágúst 2017 . Niðurstaða skýrslu Eflu var að íbúðarhúsnæðið væri óíbúðarhæft vegna myglu og raka . V ar enda nleg útgáfa skýrslunnar send stefndu og starfsmanni fasteignasölunnar Eignatorgs sem haf ði haft milligöngu um kaupin. Kaupsamningur var undirritaður 22. september 2017 . Þar var engu breytt efnislega frá samþykktu kauptilboði . Við undirrit un kaup samnings gerðu stefnendur þó athugasemd við fylgifé eignarinnar og að þeir hefðu feng ið ábendingar um að stefndu hefðu ekki efnt þá samningsbundnu skyldu sína að halda rekstri búsins í eðlilegu horfi fram að afhending u, sbr. bréf stefn e nda til st efndu, dags. 22. september 3 2017. Í bréfinu segir að þar sem húsið hafi verið óíbúðarhæft hafi s tefnendur ekk i f en gið tækifæri til að sannreyna ábendingar. Aðilar gengu ti l afsals þann 19. október 2017. Stefndu höfðu á þeim tíma hafnað kröfum stefne nda vegna meintra galla á fasteigninni og jafnframt öðrum kröfum stefnenda varðandi meintar vanefndir stef ndu á sam ningi aðila. Stefnendur greiddu hins vegar eftirstöðvar kaupverðsins auk annarra krafna stefndu, þar á meðal reikning vegna aðfanga ti l heysk apar , að fu llu . Við afsalsgerðina gerðu stefnendur þó fyrirvara um að þeir áskildu sér rétt til að krefja s tefndu u m bætur vegna meintra galla á fasteigninni og annarra meintra vanefnda stefndu á samningi aðila. Hinn 16. janúar 2018 , eða fimm og hálfum mánuði eftir að stefnendur höfðu tekið við fasteigninni, lögðu þeir fram matsbeiðni fyrir dóminum þar sem þe ir fóru fram á að dómkvaddur yrði matsmaður til þess að meta og skoða þau atriði sem þeir höfðu séð og ljósmyndað fyrir kaupin á meðan þeir v oru að skoða fasteignina. Matsmaður var dómkvaddur 16. mars 2018 og skoðaði hann fasteignina 16. apríl 2018 , eða tæp um níu mánuðum eftir að stefnendur höfðu tekið við eigninni . Í skýrslu matsmannsins , dags. 6. júní 2018, sem lögð var fram í dóminum 16. ok tóber 2 018, segir meðal annars: klæðningu eða sambæ rilegu og hluti glugga hefur verið endurnýjaður og plastgluggar settir í staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá matsþola voru plastgluggar settir í 2008 og gluggar á suðurhlið hafi verið endurnýjaðir 1999 en stofugluggi á vesturgafli og geymslugluggi á au sturga fli munu vera upprunalegir. Ekki hefur enn verið gengið frá plastgluggum að utanverðu og að innanverðu hefur ekki verið þétt með kítti heldur er eingöngu þéttifrauð. Að utanverðu eru engar áfellur frá gluggum og út fyrir klæðningu og stendur þéttifra uð mil li glugga og veggja óvarið og ekki er kíttisþétting að utanverðu. Útveggir að innanverðu húsinu eru klæddir spónaplötum á trégrind en á steyp tan vegg er 25 mm plasteinangrun, 50 mm trégrind og 50 mm plasteinangrun og klætt að innan með 12 mm spónaplö tum. Þ egar spónaplötuklæðning er skoðuð er ummerki um raka í klæðningunni nánast í öllum herbergjum. Þak hússins er klætt með bárujárni en e inangru n þaks er milli skammbita þar sem loftið er tekið niður. Einangrun þaks er að mestu 50 mm en að hluta hefur v erið s ett 75 mm viðbótareinangrun. Einangrun þaks er með álfólíu á neðri hlið og því raksperra að einhverju marki en ljóst er að rakasperran er ekk i þétt. Nokkur ummerki voru um raka í klæðningu þaks en óljóst er með hvaða hætti þakið er loftað. Búið var a ð taka upp hluta parkets í stofu og herbergi á móti stofu en greinileg ummerki voru um leka eða raka í gólfefninu og í gólfílögn. 4 Samkvæmt s kráning u í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands er byggingarár hússins 1972 og heildarstærð skráð 124,3 m2. Eins og lýst er hér að framan þá eru ýmsir þættir í húsinu sem hafa verið sýnilegir í töluverðan tíma þ.e.a.s. frágangur á gluggum og ummerki eftir raka eða lek a í veggjum og gólfefnum. Við skoðun á húsinu í tengslum við kaup getur heildaryfirbragð og ástand húss sýnst vera betra en raun ber vitni við nánari skoðun. Aftur á móti hefði ástand og frágangur á gluggum verið sýnileg og er sá frágangur ekki full nægjand Í skýrslu matsmanns kemur fram að hann hafi teki ð alls níu sýni sem hann hafi sent til ra nnsókn ar hjá Náttúru fræðistofnun Íslands í því skyni að kanna hvort mygla væri í húsinu. Um niðurstöður sýnatöku nnar segir í matsgerð inni : angreindum sýnum kemur fram að umtalsverð mygla var í þremur sýnum og lítilleg mygla í tveimur sýnum. Í fjóru m sýnu m var engin mygla. Þrátt fyrir ummerki um raka í spónaplötum reyndist ekki vera mygla í þeim þar sem sýnin voru tekin. Aftur á móti í sýnum s em tekin voru af Eflu verkfræðistofu reyndist mygla vera í spónaplötum ásamt fleiri stöðum. Við mælingu á ra ka í g ólfi var hækkað gildi mælinga við útveggi nánast um allt hús, þó minnst við austurgafl hússins. Þegar tekin var upp dúkur á gólfum í h erbergj um var greinileg mygla undir dúkum og raki undir þeim. Bak við eldhúsinnréttingu voru greinileg ummerki á lek a bæði á klæðningu og Matsmaður fjallar einnig um hvort fasteignin hafi verið hæf til íbúðar en um það atri ði segi r í matsgerðinni: ástandi við sölu fastei gnarin nar. Eftir var að ganga frá gluggum sem settir voru í veggi 2008 og upprunalegir gluggar eru töluvert fúnir og skemmdir og eru merki þ ess að lekið hafi með þeim. Ummerki er um raka í nánast allri útveggjaklæðningu að innanverðu enda er ekki til staða r raka sperra í útveggnum. Leki hefur verið með gluggum og kuldaleiðni inn í mannvirkið frá tröppum og palli utan við húsið. Það er mat matsm anns að frágangur rakasperru í þaki sé ekki fullnægjandi og hætta á að rakaskemmdir verði í byggingarhlutanum og sér stakle ga ef loftun þaksins er ófullnægjandi. Það er mat matsmanns að mygla sé á þeim stöðum sem sýni voru tekin og NÍ greindi myglu. Þar sem mygla var greind í sýnum á gólfílögn er einnig mygla í gólfefnum. Enn frekar er greinileg mygla á stöðum þar sem ek ki vor u tekin sýni s.s. undir gólfdúkum, sökklum og klæðningum undir eldhúsinnréttingu og Sam antekna r niðurstöður matsmanns er u að fasteignin hafi ekki verið í góðu ástandi þegar hún var seld stefnendum. Finna megi ummerki um raka í nánast allri útveggjaklæðningu, sem matsmaður rekur til þess að rakasperr u vant i, og að lek ið hafi með gluggum . Jafnframt kemst matsmaður að þeirri niðurstöðu að rakasperra í þaki sé 5 ófullnægjandi, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að loftun þaks sé jafnframt ófullnægjandi, en það valdi hættu á skemmdum á byggingarefni. Að þ ví er s nertir myglu í byggingarefni tekur matsmaður jafnframt fram að mygl u sé einnig að finna á stöðum þar sem ekki voru tekin sýni , s.s. undi r gólfdúkum, sökkl um og klæðningum undir eldhúsinnréttingu og gólfefni í stofu og herbergi við hl ið stof u. Í matsgerðinni er síðan fjallað um það hvaða úrbætur matsmaður telur nauðsynlegt að gera , en um það segir matsmaður : raman, bæði í umfjöllun og niðurstöðu matsmanns, þá var almennt ástand íbúðarhússins ekki ei ns og æ tla mætti þrátt fyrir aldur húss. Húsið er klætt að utan og er fjarska fínt en þegar betur er að gáð er ástand upprunalegra glugga mjög dapurt og frágangur p lastglugga bæ ði að Í matsgerðinni er síðan rakið í framh aldinu að til þess að koma íbúðarhúsinu í almennt gott ástand þurfi að fara í umtalsverðar aðgerðir . Lýsir matsmaður því að þar sem rakasperr u vanti in nan einangrunar á útveggju m og ummerki séu um raka í flestum klæðningum útv eggja þ urfi að taka niður klæðningu, setja rakasperru innan við einangrun, setja lagnagrind og klæða með gipsplötum. Þá þurfi að taka niður klæðningar í lofti og endurgera rakasperru ás amt því að útbúa loftr ásir í göflum ofan við niðurtekið loft. Síðan þur fi að k læða loft aftur með þiljum eða plötuklæðningu . Við þá aðgerð að taka niður klæðningar útveggja þurfi að taka niður eldhúsinnréttingu en samhliða því verði endurnýjaður hluti sökk uls undir innréttingu n ni sem og klæðning í baki hennar. Taka þurfi niðu r baðkar og hillur ásamt því að taka niður fatask á pa sem ligg i að útveggjum. Eftir endurnýjun á klæðningum verði þær spartlaðar og málaðar. Einnig þurfi að endurnýja parket í stofu og t aka upp plastparket í herbergi , en plastparket megi hr einsa me ð sótthreinsandi efnum. Þá þurfi að endurnýja gólfdúk í svefnherbergi og herbergjum sem og hreinsa gólfílögn með slípun og flota síðan yfir viðgerð fyrir niðurlögn gólfefna. Matsmaður telur h ei ldarkostnað við endur bætur á íbúðarhúsinu nem a alls 7.714 .600 kr . Að því er snertir nauðsyn og kostnað stefnenda af öflun bráðabirgða húsnæðis vegna þess að íbúðarhúsið sé ónothæft segir í matsgerðinni að matsmaður telji það persónubundið hver áhrif myglu sé u á einstakling a og því ekki gott að segja til um h vort íbúðarhúsið hafið talist óíbúðarhæft við afhendingu eða síðar. Aftur á móti er 6 það mat matsmanns að hætta sé á að mygla í húsinu geti haft áhrif á heilsu manna og því sé heppilegra að dvelja ekki í húsinu meira en þurfi . Í aði laskýrsl u fyrir dómi kvað Magnús Jóhannesson, einn stefn e nda , stefnendur hafa skoðað íbúða r húsið fyrir kaupin og þeir hefðu ekki orðið varir við nein raka - og lekavandamál. Húsið hefði verið afhent nokkrum dögum fyrir af hendingardag. Þá hefðu stef ndu veri ð bú in að tæma þa ð og þá hefði komið í ljós að það væri í öðru ásigkomulagi en lýsing þess hefði gefið til kynna. Stefnendur hefðu fengið Eflu verkfræðistofu til að gera úttekt á húsinu og það hefði verið niðurstaða sto funnar að húsið væri óí búðarh æ f t . Aðspurður hvaða ráðstafanir stefnendur hefðu þá gert kvað Magnús stefnendur hafa tekið við rekstri stórs sauðfjárbús sem þeir hefðu orðið að sinna. Þeir hefðu aflað sér stöðuhýsis sem hefði verið ódýrasti kosturinn fyr ir þá á þessum tíma þar sem þei r he fðu ekki getað leigt fasteign í nágrenninu. Stefnandi kvað frágangi á fasteigninni hafa verið mjög ábótavant. Vélageymslan hefði til dæmis verið full af rusli. Hann þvertók fyrir að húsið hefði verið ókynt veturinn 2017 2 018. Þá hefði va tnsrör e kki sprung ið. Hins vegar hefði aðalinntakið inn í húsið frosið . Þegar menn hefðu prófað rennslið hefði gleymst að skrúfa nægilega vel fyrir krana í þvottahúsi og það hefði lekið í þvottahúsi inn í eldhús. Stefnandi kveður útiloka ð að þe ssi vatn sleki hafi haft áhrif og vísar til þess að Efla hafði gert úttekt fyrir þann tíma, auk þess sem vatnið hefði verið þurrkað upp í beinu framhaldi af lekanum. Magnús svaraði spurningum um það hvort stefnendur hefðu leigt út húsið á vefsíðunni Air bnb svo að þeir hefðu ákveðið að leigja út íbúðarhúsið eftir að niðurstaða matsmanns lá fyrir en matsgerð hans hefði ekki verið eins neikvæð um þetta atriði og skýrsla Eflu. Hans niðurstaða hefði verið sú að ekki væri ráðlegt að dvelja langdvölum í húsinu. Aðspurður hvort hann h e fði ekki tekið eftir skemmdum sem sjá má á myndum sem fylgdu tölvupósti stefnen da til fasteignasölu, dags. 30. júlí 2017, þá kvað Magnús þessar skemmdir hafa verið kirfilega faldar þegar stefnendur he fðu skoð að húsið. S tefnandi kvað þá hafa gert margs konar viðger ðir frá því að þeir tóku við húsinu. Þeir hefðu skipt um gólfefni, gert við þak og málað. Í aðilaskýrslu stefnda Einars Jónssonar , þá kvað hann að húsið hefði verið í þokkalegu ástandi og íbú ðarhæft við sölu , en da hefði hann búið í því sjálfu r . Stefndi kv að skemmdir á parket i hafa verið sjáanlegar þegar stefnendur skoðuðu húsið vorið 7 2017 og það ætti einnig við um þær skemmdir sem sjá mætti á myndum í tölvupósti stefnenda frá 30. júlí 2017 . A ð því er varð i frágan g hússins að utan , þá hafi meðal annars veri ð eftir að ganga frá við glugga og rjúfa stéttina, þar sem stéttin hefði myndað kuldabrú inn í gólf. Að því er snerti frásögn stefnanda Magnúsar fyrir dóminum um að vélageyms la hefði verið full af drasli kvað Ei nar að þarna hefði verið um að ræða málningu og felgur sem og fleiri eðlilega fylgihluti með búrekstrinum. Um járnarusl annars staðar á bænum sagð i Einar að það hefði átt að taka það næst þegar bíll frá Hringrás ætt i le ið hjá en bíllinn kæmi á t veggja ára fresti . Einar kvað haughúsið hafa verið tómt í apríl 2017. Þá neitaði Einar því að fjárhús hefðu verið illa þrifin , enda hefðu þau verið þrifin með háþrýstidælu. Einar kvaðst ekki hafa orðið var við leka - og rakavand amál í húsinu. Skemmdir eftir raka í parke ti hefðu verið þarna frá því að hann keyp ti sjálfur , eða um 18 ára skeið. Hann kvað leka í skorsteini hafa verið tiltölulega nýbyrjaðan og hann kannaðist því við hann . Gólfefni hefðu verið endurnýjuð í eldhúsi en parke t í húsinu væri upprunalegt. Einar kvað st ekki hafa orðið var við myglu í húsin u. Einar kvað stefndu hafa boðið stefnendum að draga kaupin til baka í kjölfar þess að þeir gerðu athug asemdir við ástand fasteignarinnar lok júlí 2017 en það boð hafi st efnendur ekki viljað þiggja. Auðunn Elísson, dómkvaddur matsmaður , gaf skýrslu fyrir dóminum og staðfesti efni matsgerðar sinnar. Sagði Auðunn að m ikill raki hefði verið í gólfi og veggjum og óljóst með hvað a hætti þakið væri loftað . Aðspurður um ummerki sem sæjust á myndum í gögnum málsins sagði Auðunn að í veggjum hefðu verið rakaskemmd ir sem erfitt hefði verið að sjá við hefðbundna skoðun án þess að veggir hefðu verið opnaðir og einni g skemmdir sem erfi tt hefði verið að sjá þegar húsgögn væru fyrir. Varðan di rakaskemmdir í gólfefnum , þá hefðu þær skemmdir hins vegar átt að sjást við sko ðun. Auðun n sagði enn fremur að skoðun sín hefði ekki gefið til kynna að raki væri í skorsteini og lo ftu m . III. Málsástæður aðila Málsástæður stefne nda um greiðslu skaðabóta Stefn endur gera kröfu um að stefndu verði dæmd til greiðslu skaðabóta og/eða afslátta r vegna g allaðs ástands fasteignarinnar að Hróðnýjarstöðum. Byggja stefnendur þá kröfu á því að stefn du hafi með saknæmum hætti leynt þá upplýsingum 8 um ástand fasteignarinnar o g að öðru leyti veitt rangar og villandi upplýsingar við söluna . S tefnendur tel ja ei n nig að stefndu hafi ábyrgst gæði íbúðarhússins . Á grundvelli þess beri stefndu bótaskyldu á tjó ni stefnenda , bæði á grundvelli meginreglna samningaréttar, almennra skaðabó tareglna og laga nr. 40/2002 , um fasteignakaup , vegna gallað s ástand s fasteigna rinnar við sölu og tjóns sem af hafi hlotist. Til stuðnings kröfum sínum vísa stefnendur til 26 . og 27. gr. laga nr . 40/2002 , um fasteignakaup . Að því er snertir 26. gr. vísa st efnendur til þess að hvorki í söluyfirliti né öðrum gögnum eða upplýsingum, sem stefnendur fengu í hendur við söluna, hafi verið upplýst um þau margþættu leka - og rakavandamá l sem íbúðarhús jarð arinnar var hal dið þegar salan átti sér stað. Ljó st megi vera af niðurstöðu matsgerðar að veruleg leka - og rakavandamál hafi veri ð í húsinu u m árabil. Stefnendur vísa til þess að stefndu höfðu búið í íbúðarhúsinu um langt ár abil, nánar tiltekið í um 18 ár, þegar salan átti sér stað. Allnok krar endurbætur höfðu verið gerðar á íbúðarhúsinu, sbr. nánari lýsingu í matsgerð, bæði innan - og utandyra og hafi íbúðarhúsið því litið vel út, a.m.k. í fyrstu. Stefndi, Einar Jónsson, haf i sjálfur séð um endurbæturnar, m.a. klætt íbúðarhúsið að utan og end urnýjað gólfefni og innréttingar að hluta til. Einar hafi mikla reynslu af smíðavinnu og h afi starfað sem smiður um la ngt skeið . Að mati stefnenda staðfesti matsgerðin sem liggur fyrir í málinu umfangsmikinn og langvarandi raka í byggingarefnum hússins, sem sjáist m.a. af umfangi þeirrar myglu sem fannst í íbúðarhúsinu. Um það atriði sé vísað til niðurstaðna rannsókn a Náttúrufræðistofnunar Íslands í matsge rð . Rannsóknin staðfesti að mygla í herbergjum íbúðarhússins n ái allt að 2,7 cm niður í múrefni þess . Mygla sem hafi náð svo djúpt inn í byggingarefni geti ekki talist vera nýtilkomin heldur megi vera ljóst að hún h a fi verið þa rna um árabil og þá jafnframt þær aðstæður sem ger i slíkan blómlegan mygluvöxt mögulegan, þ.e.a.s. mikill raki í by ggingarefninu. Í byggingarefnum og klæðningu hússins hafi jafnframt greinst mikill raki, nána st um allt hús ið . Í ljósi þess að stef ndi, Einar Jónsson , haf i sjálfur unnið að þessum endurbótum auk þess sem stefndu hafi búið í húsinu um langt árabil telj i s tefnendur að ljóst megi vera að þau hafi vitað eða mátt í öllu falli vita af þeim margvíslegu og langvarandi raka - og lek avandamál um sem hafi verið í íbúðarhúsi nu þegar salan átti sér stað. 9 Sérstaklega eigi þetta við ef tekið er tillit til þess að stefndi, Einar Jónsson, haf ð i ára langa reynslu af smíðavinnu, sem allsendis megi jafna við að hann sé í raun sérfræð ingur á sviði bygginga. Þar sem s tefndu hafi ekki upplýst um leka - og rakavandamál tengd fasteigninni að neinu leyti þegar salan fór fram hafi þau með saknæmri háttsemi bakað sér skaðabótaábyrgð á gölluðu ástandi fasteignarinnar á grundvelli 26. gr. laga nr. 40/2002 . S tefnendur vísa til þess að í búðarhúsið ásamt öðru sem með í kaupunum fylgdi hafi meðal annars verið kynnt þeim með söluyfirliti fasteignarinnar en í sölu yfirlitinu segi um hú sið að það sé ste ypt og almennt í góðu standi . Stefnendur kveða að skoðun þeirra á húsinu fyrir kaupin hafi ekki bent til annars en að þessi fullyr ðing í söluyfirliti væri rétt. Annað hafi hins vegar komið í ljós eftir að stefnendur fengu fas teignina afhen t a og hugðust fara í endurbætur á íb úðarhúsinu . Strax þegar endurbætur hófust ha fi kom ið í ljós að íbúðarhúsið var í raun í mjög slæmu ástandi og að öllum líkindum ekki íbúðarhæft yfir h öfuð þegar afhending fór fram. Íbúðarhúsið hafi í raun verið talið ver a í mjög slæmu ástandi , jafnvel þó tt tekið væri tillit til aldurs hússins . Stefn endur vísa til þess að samkvæmt 26. og. 27. gr. laga nr. 40/2002 geti kaupandi öðlast rétt til skaðabóta á grundvelli 26. gr. ef seljandi hefur með saknæmum hætt i van rækt upplý singaskyldu sína. Ef seljandi v eitir rangar upplýsingar , eða gefur yfirlýsingu, sem talin er fela í sér ábyrgð á tilteknum eiginleikum fasteignar leiði 27. gr. til þess að kaupandi öðl i st rétt til bóta á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar, s br. Hrd. nr. 74 /2 016. Í slíkum tilfellum geti regla 2. ml. 18. gr. laga nr. 40/2002 , varðandi það a ð ágalli þurfi að rýra verðmæti fasteignar svo nokkru varði, ekki takmarkað rétt kaupanda til bóta, sbr. 2. mgr. 43. gr. sömu laga. Stefnendur byggja einnig á því að það s em kemu r fram í söluyfirli ti um ástand íbúðarhússins, þ.e.a.s. að íbúðarhúsið sé í g óðu standi , sé í raun ábyrgðaryfirlýsing um gæð i hússins. Með þessari yfirlýsingu stefndu hafi þau ábyrgst gæði íbúðarhússins að þessu leyti. Niðurst aða matsmanns í matsgerð sanni hins vegar að íbúðarhúsið hafi verið í mjög slæmu ástandi. R öng fullyrðin g í söluyfirliti hafi bakað stefndu bótaábyrgð á tjóni stefnenda með hlutlægum hætti og stefnendur eigi því rétt á skaðabótum úr hendi stefndu sem nem i tjóni þeirra samkvæmt matsgerð . S tef nendur byggja jafnframt á því að stefndu hafi sýnt af sér saknæma hátt semi með því að veita rangar og villandi upplýsingar um ástand íbúðarhússins og með sama 10 hætti og varðandi 26. gr. laganna , þá hafi stefndu bakað sér skaðabótaábyrgð á tjóni stefne nda. M álsástæður stefn e nda um afslátt Verði það niðurstaða málsins að stefn du verð i hvorki talin hafa bakað sér sök við sölu fasteignarinnar á grundvelli 26. og 27. gr. laga nr. 40/2002 né bera hlutlæga ábyrg ð á grundvelli 27. gr. laganna telja stef nendur að eng u að síður beri að dæma s tefnendum afslátt úr hendi stefndu á grundve lli 18., sbr. 19. gr., laga nr. 40/2002. Vísa stefnendur þá til þess að jafnvel þótt til þess kæmi að stefndu teldust ekki hafa sýnt af sér saknæma háttsemi væri fasteig nin samt sem áður gölluð , þar sem hún standist ekki þær kröfur um gæði, búnað og annað sem leiðir af lögum um fasteignakaup og kaupsamningi aðila. Stefnendur vísa um þetta til fyrirliggjandi matsgerðar um umfang m etinna galla sem nem i 11,6% af kaupv erði fasteignarinnar . Í þessu tilviki verð i að telja að umfang gallanna rýr i verðmæti fastei gnarinnar svo nokkru varði og að þar með sé fyrir he ndi réttmæt krafa um afslátt. Stefnendur byggja á því að metið umfang galla sé 11,6% af kaupver ði fasteignarinnar. Þei r byggja þá prósentu tölu á því að kaupsamningurinn um bújörðina Hróðnýjarstaði sé anna rs vegar samningur um kaup á fasteign og hins vegar samningur um kaup á lausafé og búrekstri. E kki sé því um hefðbundinn kaupsamning í f asteignaviðskiptum að ræða þar sem aðeins eig i sér sta ð viðskipti sem fall i undir lög nr. 40/2002, um fasteignakaup , hel dur sé einnig um að ræða samning um kaup á lausafé sem falli utan gildissviðs lagann a . Um þetta atriði byggist málatilbúnaðu r ste fn e nda á því að h eildarkaupverð fasteignarinnar , að meðt öldu því lausafé sem selt var, hafi numið 100.000.000 kr . Í 25. gr. la ga nr. 40/2002 séu sérstök ákvæði um fylgifé fasteigna sem ætlaðar eru til landbúnað ar , en þar segi að til fylgifjár slíkrar fasteignar telj i st tæki og búnaður sem annað hvort er varanlega festur við hana eða er sérstaklega að henni sniðinn og þá jafnframt að ökutæki ásamt búnaði þeirra telj i st ekki til fylgifjár slíkra fasteigna. Stefnendur telja að þegar horft sé til sundurliðunar í kaupsamningi , þá sé kaupverð fasteignarinnar sjálfrar alls 82.405.30 0 kr . Metið beint tjón stefnenda samkvæmt matsgerð sé hi ns vegar 9.545.8020 kr. , eða 11,6% af kaupverði fasteignarinnar. S tefnendur telja að beint tjón þeirra samk væmt matsgerð sundurliðist þannig að 7.714.600 kr. séu vegna úrbóta á íbúðarhúsi, 1 .344.000 kr. vegna útmoksturs úr fjárhúsi o g 487.200 kr. vegna hre insunar á rusli. 11 Stefnendur telja að j afnvel þó að einnig yrði tekið tillit til metinnar væ ntrar endurgreiðslu á virðisaukaskatti upp á 592.641 kr. , þá næmi metið beint tjón samt sem áður 8.953.159 kr. , sem sé þá 10,9% af kaupverði fasteignarinnar. Með ví san til ástands fasteignarinnar og um fangs galla, sbr. framlagða matsgerð, með tilliti til kaupverðs fasteignarinnar sjálfrar, byggja stefnendur á því að fasteignin sé gölluð í skilningi 18. gr. , sbr. 19. gr. , laga um fasteignakaup. Af því leiði að stefnen dur telj i sig í öllu falli eig a rétt á afslætti , með vísan til 37. gr. og 41. gr. fkl. Málsástæður stefnenda vegna óbeins tjóns Stefnendur telja að þeir eigi einnig rétt til s k aðabóta úr hendi stefnd u sem nem i því óbeina tjóni sem þeir hafa orðið fyrir á grundvelli saknæmrar hát tsemi stefndu við kaupin. Vísa stefnendur að þessu leyti til 4. mgr. 34. gr., 43. gr. og 59. gr. laga nr. 40/2002. Stefnendur vísa til þess að það hafi verið n iðurstaða bæði matsgerð ar og Eflu verkfræðistofu að íbúðarhúsið væri óíb úðarhæft eða a.m.k. m jög varasamt til langvarandi íbúðardvalar , og þá til þess fallið að valda heilsutjóni fyrir þá sem í því dveldust. Af þessu leiði að það mat stefnenda að ekki væri óhætt fyrir þá og fjöl skyldur þeirra að búa í íbúðarhúsinu hafi reynst rétt og sannað. Stef nendur telj i sig því hafa brugðist við þessum aðstæðum með eðlilegum hætti og því sé kostnaður við það að kaupa og koma fyrir stöðuhýsi jafnframt bótaskyldur úr hendi stefndu, sérstaklega ef litið er til þess að um sé að ræða bújörð í f ullum rekst ri, sem kall i á viðveru þeirra sem ábyrgð bera á búrekstrinum og velferð skepn anna . Af hálfu stefnenda er vísað til þess að m etinn kostnaður við að koma upp stöðuhýsi á fasteigninni samkvæmt matsge rð sé 5.498.600 kr . Stefnendur gera því a ðallega kröfu um að stefndu verði gert að bæta þeim þennan kostnað, sem sérstaklega skal bent á að stefnendur hafi raunverulega lagt í og því b eð ið sannanlegt tjón af. Ef ekki verður fallist á að bæta tjón sem nemur kos tnaði vegna stöðuhýsisins, þá gera stefnendu r vara kröfu um bætur ve gna afnotamissis. Óskað hafi verið eftir að matsmaður legði mat á það tímamark þegar gera mætti ráð fyrir að endurbótum á íbúðarhúsinu lyki eftir að stefnendur h ö fð u náð að afla sér lögformlegrar sönnunar á umfangi galla og tjóni sín u. Niðurstað a matsmanns var að ef tekið væri tillit til þess , þá væri um afnotamissi að ræða í alls þrettán mánuði og kostnaður við öflun húsnæðis í þann tíma væri 2.400.000 kr . Nemur bótakrafa stefnenda þeirri fjárhæ ð . Um þessa kröfu benda stefnendur á að þ eir haf i ekki getað hafið vinnu við að koma íbúðarhúsinu 12 í nothæft ástand fyrr en í fyrsta lagi þegar niðurstaða matsmanns l ægi fyrir . Ef endurbætur hefðu farið af stað fyrr hefði sönnunarstaða stefnenda var ðandi gallað ástand í búðarhússins spillst . Stef nendur séu því í fullum rétti til að krefjast bóta vegna afnotamissis allt frá afhendingu þar til sönnunar hafði verið aflað og endurbætur gerðar í samræmi við niðurstöður matsmanns. Til þrautavara gera stefn endur svo kröfu um bætur vegna afnotamiss is í þ á þrjá mánuði sem matsmaður taldi að tæki að koma íbúðarhúsinu í íbúðarhæft ástand , en matsmaður hafi metið það tjón stefnenda 560.000 kr . Stefnendur gera kröfu um að stefndu verði dæmd til greiðsl u bóta í samræmi við niðurstöðu matsmanns . Stefndu vísa að öðru leyti til atvikalýsingar í stef nu um útlistun á niðurstöðum matsgerðar um umfang tjóns stefnenda. Dómkrafa stefnenda sundurliðast nánar tiltekið svo : Úrbætur á íbúðarhúsi 7.714.600 k r. Kost naður vegna stöðuhýsis 5.498.600 k r. Útmokstur ú r fjárhúsi/haughúsi 1.344.000 k r. Hreinsun á vélageymslu og járnarusli 487.200 k r. Frádráttur vegna væntrar endurgr. vsk. - 592.641 k r. 14.451.75 9 k r. Stefnendur krefj i st grei ðslu bóta að fjárhæð 14.451.759 kr. að teknu t il liti til væntrar endurgreiðslu á virðisaukaskatti, sem gera m egi ráð fyrir að nemi 60% af virðisaukaskatti af vinnu á verkstað. Um fjárhæð bótakröfu er að öð ru leyti vísað til nánari sundurliðunar á niðurstöðu dómkvaddra matsmanna . Stefnendur byggja á því a ð krafa um skaðabætur skuli bera vexti frá degi num þegar hið bótaskylda atvik átti sér stað, með vísan til 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 , um vexti og verðtyggingu . Stefnendur byggja á því að bótaskyl t atvik megi rekja til samnings aðila um kaup á faste igni nni og hafi það þá átt sér stað þann 1. ágúst 2018, þegar fasteignin hafi verið afhent stefnendum í gölluðu ástandi, sbr. 12. gr. og 1. mgr. 20. gr. laga nr. 40/2002. Á grundvelli þess sé krafist skaðabótavaxta, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, fr á 1. ágúst 2017 til 13. júlí 2018. Dráttarvaxtakrafa stefnenda er byggð á því að þeir hafi frá því að lögmaður stefndu staðfesti viðtöku matsger ðar 13. júní 2018 afhent stefndu fullnægja ndi gögn og upplýsingar til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Drát tarvaxta er því kraf ist frá 13 13. júlí 2018, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, til greiðsludags. Stefnendur benda á að v erðlag matsgerðar sé hið sama og verðlag kaupsamnings og á grundvelli þess eig i stefnendur rétt til vaxta frá þeim tíma, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 540/2015. Í bókun sem stefnendur lögðu fram í þinghaldi 25. janúar 2019 hafi þeir lagt fram nýja málsástæðu í ljósi þeirra varna stefndu að stefnendum hafi mátt vera ljóst ástand fasteignarinnar við skoðun og að stefnendur hefðu ekki sinnt sko ðunarskyldu sinni , með vísan til 29. gr. laga nr. 40/2002. Kváðust stefnendur af þessu tilefni ætla að byggja til viðbótar á á kvæðum 2. tölul. 2. og 3. mgr. 29. gr. lag a nr. 40/2002, þar sem mælt er fyrir um það að seljandi geti ekki borið fyrir sig skoðun arskyldu kaupanda ef ha nn sýni r af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði hans stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góð ri trú. Auk þess vísa stefnendur til þe ss að í 3. mgr. 29. gr. sé einnig kveðið á um að 1. og 2. mgr. 29. gr. víki fyrir efni 26. gr. laganna sem fjalli u m skort á upplýsingum um fasteign. Í bókun stefnenda er jafnframt byggt á því að með því að stefndu h afi ekki mótmælt sérstaklega málsástæðu stefnenda um að þau hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína og með því sýnt af sér saknæm a hátt semi teljist fullyrðing stefnenda þar um sönnuð og óumdeild. Stefndu geti því ekki byggt sýknukröfu sína á 29. gr. laga nr. 40 /2002. Málsástæður stefndu Stefndu te lja að við mat á kröfu stefnenda verði að hafa í huga að þeir sé u sérfróðir um byggingar. S tefnandinn Jóhannes hafi verið slökkviliðsmaður og varaslökkviliðsstjóri í Keflavík í áratugi og slökkviliðsmenn gjörþekk i fasteignir og kunn i að skoða þær, þekk i vel til byggingarefna og eðlis þeirra og uppbyggingar og sé u sérfræðingar í byggingarefnum, b yggingara ðferðum og sérfróðir ráðgjafar um brunavarnir. Þá sé stefnandinn Jóhanne s einnig mjög fróður um heyskap og umhirðu húsdýra en hann hafi átt o g haldið hesta á Mánagrund, svæði Hestamannafélagsins Mána , í um það bil þrjá áratugi. Þótt hinn dómkvaddi matsmaður finni ýmis atriði við íbúðarhúsið sem mættu vera í betra horfi miðað v ið núgildandi bygginga r reglugerð , þá sé ekk i um að ræða annað en það sem stefnendur h afi séð við skoðun, ljósmyndað og sent fasteignasölunni myndir af fyrir afhendingu. Mörg þ e ssara atri ð a megi rekja til þess að frágangi í kringum glugga í húsinu sé ólokið og þau hafi því verið augljós . 14 Stefndu telj i önnur atriði blasa við h verjum þeim sem skoðar eignina, sérstaklega þó byggingafróðum aðilum. Á þetta sé reyndar bent sérstakleg a í matsger ð , meðal annars efst á bls. 5 þar sem segi meðal annars að ýmsir þættir séu í húsinu sem hafi verið sýnilegir í töluverðan tíma þ.e.a.s. fr ágangur á gluggum og ummerki eftir raka eða leka í veggjum og gólfefnum . Hvað varðar myglu benda stefndu á þau umm æli matsmanns á bls. 9 í matsgerð að það sé persónubu ndið hver áhrif myglu [séu] á einstakling og því ekki gott að segja til um hvort íbúða rhúsið hafi talist óíbúðarhæft við afhendingu eða síðar . Matsmaður lýsir því mati að hætta [sé] á að myg la sem e r í húsinu geti haft áhrif á heilsu manna og því hepp ilegra að dvelja ekki í húsinu meira en þörf er . Stefndu telja að með því að kynna sér ekki hver væri ástæða þessara ummerkja um leka, skemmdir og raka sem stefnendur hafi séð við skoðun , eða h ver væri hugsa nleg afleiðing þess að ekki væri búið að f ullgera eignina og opið væri fyrir veðrum og vindum inn á bak við klæðningu við glugga, hafi stefne ndur vanrækt s vo stórlega skoðunarskyldu sína samkvæmt 29. gr. l aga nr. 40/2002 , um fasteignakaup , að þeir haf i með öllu fyrirgert rétti sínum til skaðabóta eða afsláttar. Um þetta vísa stefndu meðal annars til Hrd. n r. 35/2009 og 19/2007. Þá telja stefndu að líta beri til þess að stefnendur kyntu ekki húsið veturinn 2017 2018 með þeim afleiðingum að rör s prakk og va tn flæddi um húsið. Ástand eignarinnar haf i því verið verulega lakara í apríl 2018 er matsmaður skoðaði en hinn 1. ágúst 2017 þegar stefnendu r fengu hana afhenta. Að því er varðar kröfu stefnenda um 5.498.600 kr. vegna stöðuhýsis benda stefndu á að m atsmað ur hafi ekki getað staðfest að íbúðarh úsnæðið hafi verið óíbúðarhæft við afhendingu . Þá sé húsnæðið ekki óíbúðarhæfara en svo að stefnendur h afa auglýst það til leigu á Airbnb og nú mun einn stefnenda búa í húsinu. Með því að matsmaður hafi ekk i metið húsn æðið óíbúðarhæft og stefnendur t el j i það hæft til útleigu á Airbnb , og nú sem eigin bústað, telja stefndu að hafna beri öllum kröfum vegna upp setningar og kostnaðar við stöðuhýsi. Þá verði til þess að líta að samkvæmt s tefnu keyptu stefnendur s töðuhýsið. Þa ð hafi því eitthvert endursöluv erðgildi sem koma verð i til frádráttar kröfu þeirra í þessum kröfulið. Hvað snertir kröfu stefnenda um 1 .344.0 00 kr. vegna hreinsunar á fjárhúsi , þá telja stefndu útreiknin ga matsmanns vegna meintra þrifa ekki st andast. Fjár húsið hafi verið tæmt í apríl á hverju ári , eins og í öllum búskap , og sé taðið notað sem áburður á tún til að spara kaup á tilbúnum áburði. Þa ð hafi að sjálfsögðu verið gert vorið 2017 15 og hafi fjárhúsið verið tómt þá. Afhending eignarinnar/búr ekst r a rins fór fram hinn 1. á gúst 2017 og hafi stefnendur þá tekið við fjárbúi í fullum rekstri . Eins og stefnendum hljóti að vera ljóst , og alveg sérstaklega stefnandanum Jóhan nesi , sem átt hafi hross í þrjá áratugi, er ekki borið á tún í júlí eða ágúst . Því hafi fylgt með það í fjárhúsinu sem f allið hafði til eftir að það var tæmt um vorið 2017. Stefndu vísa til þess að m atsmaður hafi skoðað fjárhúsið eftir að stefnendur höfðu nota ð það í heilan vetur og virð i st þeir ekki hafa borið inni haldið á tún vori ð 2018. Þar sem ekkert ligg i fyrir um notkun stefnenda á fjárhúsinu og haughúsinu eftir að stefnendur tóku við búskapnum sé ljóst að útreikningar matsmanns séu úr lausu lofti gripnir eða byggðir á kolröngum upplýsingum einhliða komn um frá stefnendum um not kun húsanna ef tir að þeir tóku við búrekstri num . Því sé ekk i á þeim upplýsingum byggjandi, enda hafi hinn dómkvaddi matsmaður ekki átt möguleika á því að staðreyna þær persónulega. Loks krefj i s t stefnendur 487.200 kr. vegna hreinsunar á vélageymslu. Hvað v arðar förgun eða hreinsun á því sem stefnendur kalla járnarusl og drasl í og umhverfis útihús, vísa ste f ndu til þess að þar sé í flestum tilfellum um að ræða hluti sem notaðir sé u í búskapnum, svo sem grind til að flytja lömb . Stálbitar nir sem stefnendur k all i einnig rusl séu auka/vara stálbitar til notkunar un dir gólf í fjárhúsi, en gólfið þar hvíli á sams konar stálbitum. Til hafi staðið að stækka fjárhúsið og þessir bitar séu þess vegna til. Annað sem stefnendur kall i rusl í vélageymslu séu varahlutir í vélar og tæki enda fari á Hróðnýjarst öðum fram búreks tur úti í sveit og ekki verð i skroppið í næstu verslun á skömmum tíma komi til þ ess að vélar og/eða tæki bili. Þá sé kostnaður mikill ef slá ttur eða önnur vinna stöðvast. Því sé nauðsynlegt að eiga vara hluti á staðnum til viðgerða. Loks gildi hér , eins o g ávallt í viðskiptum með notaðar fasteig nir, gallaþröskuldur 18. gr. laga nr. 40/2002 , um fasteigna kaup. Þar haf i dómstólar miðað við 10% af kaupverði. Skaðabóta - og/eða afsláttarkröfur stefnenda sé u la ngt fyrir neðan það mark enda hafi kaupverð hins selda verið 100.000.000 kr. Af öllu framanröktu sé ljóst að sýkna ber i stefndu af öl lum kröfum stefnenda í máli þessu. Varakrafan um verulega lækkun byg gi st á sömu sjónarmiðum og aðalkrafan , að svo miklu ley ti sem þau eig i við , en auk þess beri að hafa í huga sjónarmið um lækkun vegna þess að krafist sé nýs í stað notaðs , e n húsið sé frá árinu 16 1972. Dómstólar hafi ávallt lækkað bætur þegar um er að ræða gamla r fasteign i r , enda hafi stefnendur ekki verið að ka upa nýtt hús. IV. Niðurstaða dómsins 1. Helstu ágreiningsefni Eins og r akið er hér að framan byggist mál atilbúnaður stefnenda að miklu leyti á því að stefndu hafi ekki gætt upplýsingaskyldu sinnar gagnvart þeim s amkvæmt 26. gr. laga nr. 40/2002 , um fasteign akaup, við kaupin sem málið snýst um . Vísa stefnendur þá til þess að í söluyfirliti nu sem þeim hafi ver ið kynnt hafi verið fullyrt að íbúðarhúsið væri í góðu standi en það hafi jafngilt ábyrgðaryfirlýsingu um gæð i hússins. Þá telja stefnendur einnig að ste fndu hafi sýnt af sér saknæma háttsemi gagnvart þeim með því að veita þeim rangar og villandi upplýsingar um ástand íbúðarhússins og að fasteignin teljist því gölluð samkvæmt 27. gr. laga nr. 40/2002. Sam anlögð bótakrafa stefn e nda nemur alls 14.451.759 kr . Þar af nemur bótakrafa þeirra vegna beins tjóns alls 9.54 5.800 kr. en krafa þeirra vegna óbeins tjóns 5.498.000 kr . Það leiðir af ákvæði 43 . gr. laga nr. 40/2002 að stefnendur geta einungis krafist ska ðabóta sem svara til óbeins tjóns vegna galla eða ann ars tjóns að því marki sem það verður rakið til saknæmrar hátt semi stefnd u sem selj e nda eða þess að fasteign in var við kaupsamningsgerð ekki í samræmi við ábyrgðaryfirlýsingu selj e nda . Stefnendur hafa su ndurliðað dómkröfu vegna beins tjóns með þeim hætti a ð kostnaður vegna úrbóta á íbúðarhúsi nemi 7.714.600 kr . Þá g era stefnendur kröfu um óbeint tjón vegna k ostnað ar af stöðuhýsi að fjárhæð 5.498.600 kr . Þá nemi kostnaður vegna ú tmokstur s úr fjárhúsi/hau ghúsi 1.344.000 k r . Vísa stefnendur að þessu leyti til niðurstöðu matsgerðar og einnig hvað varðar kröfulið þeirra um kostnað vegna h reinsun ar vélageymslu og járnar usl s að fjárhæð 487.200 kr ., að teknu tilliti til frádrátt ar af kröfu að fjárhæð 592.641 kr . vegna væntanlegrar endurgr eiðslu virðisaukaskatt s . Þá gera stefnendur kröfu vegna óbeins tjóns sem nemur kostnaði af stöðuhýsi að fjárhæð 5.498.600 kr . 2. Upplýsingaskylda og hugsanleg saknæm háttsemi stefndu Samkvæmt 18. gr. laga nr. 40/2002 telst fasteign gölluð ef hún stenst ekki þær kröfur um gæði, búnað og annað sem leiðir af lögunum og kaupsamningi. Í ákvæðinu se gir jafnframt að fasteign te ljist þó ekki gölluð nema ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði eða seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. 17 Í 19. gr. laganna e r síðan fjallað nánar um það hvenær fasteign teljist gölluð. Leiðir þá af a - lið 1. mgr. 19. gr. að fasteign telst g ölluð ef hún hentar ekki til þeirra afnota sem sambærilegar eignir eru venjulega notaðar til . Samkvæmt b - lið 1. mgr. 19. gr. telst fasteign e innig gölluð ef hún hentar ek ki til þeirra sérstöku afnota fyrir kaupanda sem seljanda var eða mátti vera kunnugt u m þegar kaupsamningur var gerður. Í niðurlagi ákvæðisins er tekið fram að þetta gildi þó ekk i ef kaupandi byggði ekki á þekkingu eða mati sel janda á eiginleikum eignarinn ar eða skorti réttmæta ástæðu til þess. Af framangrei ndum ákvæðum sem og viðurkenndum meginreglum kröfuréttar leiðir jafnframt að fasteign getur einnig talist gölluð ef ekki fylgir eigninni það sem sérstaklega var samið um eða leiðir af ákvæðum laga að eig i að fylgja henni (sjá hér til hliðsjónar Viðar Má M atthíasson: Gallahugtak laga um fasteignakaup, nr. 40/2002 Lögberg rit lagastofnunar Háskóla Íslands. Reykjavík 2003, bls. 774). Í 26. gr. laga nr. 40/2002 er kveðið á u m að fasteign teljist gölluð ef kaupandi hefur ekki fengið þær upplýsingar um han a sem seljandi vissi eða mátti vit a um og kaupandi hafði réttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi. Í ákvæðinu er hins vegar settur sá fyrirvari að þetta gildi aðeins ef það h efur haft áhrif á gerð eða efni kaupsamnings að upplýsingarnar voru ekki veittar. Þegar tekin er afstaða til þess h vort stefndu hafi gætt upplýsingaskyldu sinnar samkvæmt framangreindu ákvæði ber að líta til þess að með lögum nr. 40/2002 var gerð sú breyti ng að upplýsingaskylda seljanda samkvæmt 26. gr. laganna gengur nú framar aðgæslu skyldu kaupanda sem mælt er fyrir um í 1. og 2. mgr. 29. gr. laganna. Af því leiðir að seljandi á að hafa frumkvæði að því að veita kaupanda þær upplýsingar sem hann hefur og sem hann veit eða má vita að kau pandi hefur réttmæta ástæðu til að ætla að hann f ái. Samkvæmt skýringum með 26. gr . frumvarps að lögum nr. 40/2002 felst þó ekki í ákvæðinu að seljanda sé skylt að upplýsa kaupanda um atriði sem kaupandi veit um. Í því fel st einnig að seljandi þarf ekki a ð upplýsa um augljós atriði sem fasteignina varð a. Við skoðun á því hvort stefndu hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni samkvæmt 26. gr. laga nr. 40/2002 kemur því jafnframt til álita hvað stefnendur vissu um ástand og ágal la fasteignarinnar að Hróðnýjarstöðu m og hvað þeir máttu vita með tilliti t il þess hvað telst hafa verið augljóst. 18 Dómurinn getur ekki tekið undir það sjónarmið sem lýst er í bókun stefnenda sem lögð var fram við meðferð málsins 25. janúar 2019 að máls ástæða þeirra um skort á upplýsingaskyl du stefnenda samkvæmt 29. gr. laga n r. 40/2002 sé óumdeild þar sem stefndu h afi ekki mótmælt henni sérstaklega í greinargerð sinni. Í greinargerð stefndu er reyndar einungis vísað almennt til þess að stefnendur hafi v anrækt skoðunarskyldu sína . Þótt þessi málsástæð a sé þannig ekki sett í sam hengi við hverja og eina málsástæðu stef nenda er að mati dómsins ekki unnt að líta svo á að slík framsetning stefndu á málatilbúnað i sínum sé ígildi þess að þau hafi samþykkt fullyr ðingar stefnenda um að þau hafi ekki gæ tt upplýsingaskyldu sinnar samkvæmt 29. gr. laga nr. 40/2002. Koma varnir st efndu um að stefnendur hafi vanrækt skoðunarskyldu sín a og verið gallar fasteignarinnar ljósir því jafnt til skoðunar vegna allra málsástæð na stefn e nda samkvæmt 26. og 27. gr. laga nr. 40/2002. Eins og rakið er í ka fla II hér að framan svarar dómkvaddur m atsmaður spurningu stefnenda í matsgerð um það hvort íbúðarhúsið hafi almennt verið í góðu ástandi þegar sala á fasteigni n ni fór fram á þann veg að ýmsir þættir séu í húsinu sem ha fi verið sýnilegir í töluverðan tíma , þ.e.a.s. frágangur á gluggum og ummerki eftir raka eða leka í veggjum og gólfefnum. Matsmaður tekur enn fremur fram að þótt heildaryfirbragð og ástand húss geti sýnst vera betra við s koðun á h úsinu í tengslum við kaup en raun ber vitni við nánari skoðun hefði óviðunandi ástand og frágangur á gluggum verið sýnile g t . Í skýrslutöku fyrir dómi sagði matsmaður enn fremu r að rakaskemmdir í gólfefnum hefðu átt að sjást við skoðun , þrátt fyrir að aðrar skemmdir hefði verið erfi tt að sjá. Í matsgerð matsmanns er farið sérstaklega yfir þær úrbætur sem matsmaður telur að gera þurfi á fasteigninni og kostnað við þær , en dómkröfur stefnenda byggjast á þeirri matsgerð. Meðal þeirra úrbóta sem matsmaður tilgrei nir í þessu sambandi eru endurnýjun á parke ti (301.400), pl astparke ti (92.400) og gólfdúk (288.900), svo og hrein sun á gólfmúrílögn (128.900) og flotun (124.600). Telur matsmaður samanlagðan kostnað vegna þessara úrbóta nema 936.200 krónum. Matsmaðurin n fjallar einnig um þ æ r en durbætur sem hann telur nauðs ynlegt að gera á gluggum . Í því sambandi telur hann að kost naður við að endurnýja glugga á göflum hússins og ganga frá áfellum og gera þéttingar við plastglugga , ásamt þéttingu milli glugga og veggjar að innanverðu , muni nema 9 86.300 kr . Að mati dómsin s lúta þær úrbætur sem matsmaður telur nauðsynlegar á gólfefnum og gluggum allar að þáttum sem stefnendum máttu vera ljósir við skoðun 19 eignarinnar, áður en þeir gerðu kauptilboð í hana. Samkvæmt 2. mgr. 2 9. gr. laga nr. 40/2002 get a stefnendur ekki borið f yrir sig galla sem þ eir hefðu átt að sjá við skoðun á eigninni . Af þeim sökum verður krafa vegna þessa ra liða , sem nem ur samanlagt 1.922.500 kr. í niðurstöðu matsgerðar , ekki reist á því að stefndu hafi ekki upplýst stefnendur í sa mræmi við 26 . gr. laga nr. 40/2002 . Stefnendur byggja hluta kröfu sinnar enn fremur á því að íbúðarhúsnæðið að Hróðnýjarstöðum hafi ekki verið hæft til íbúðar sökum myglu , en kostnaður þeirra við að afla sér leiguhúsnæðis og reisa sér bráðabirgðahúsnæði n emi í heild 2.960.000 kr. . Þá l ýtur krafa stefnenda um skaðabætur sökum beins tjóns a ð hluta til að kostnaði af hreinsun myglu og öðru tjóni sem myglu tengist. Um þann hluta kröfu sinnar vísa stefnendur til niðurstöðu matsmann s í liðum A - 1 til A - 3 í matsge r ð. Í matsgerðin n i er þó ekki greint á milli kostnaðar vegna hreinsunar myglu og anna rra nauðsynlegra endurbóta að þessu leyti. Niðurstöður matsmanns um áhrif myglu eru hins vegar ekki afgerandi. Þannig er því meðal annars lý st í matsgerð að það sé pers ó nubundið hver áhrif myglu séu á einstakling og því ekki gott að segja til um hvort í búðarhúsið hafi talist óíbúðarhæft við afhe ndingu eða síðar . Þegar tekin er afstaða til málsástæðna stefnenda um áhrif myglunnar er ekki heldur unnt að horfa fram hjá því að stefnendur hafa sjálfir sett húsnæðið í útleigu á Airbnb. Við úrlausn um þenn an kröfulið stefnenda með tilliti til ákvæða 26. og 27. gr. laga nr. 40/2002 hefur þó mesta þýðingu að ekkert liggur fyrir í málinu sem gefur til kynna að stefndu hafi verið ku nnugt um myglu í húsnæðinu , annað en það sem álykta má af aldri eignarinnar og r akaskemmdum í gólfi sem stefnendum hafi þá jafnframt mátt vera ljó sar . Að mati dómsins mátti stefnendum einnig vera ljóst að slíkum ágöllum f ylgir oft og tíðum myg la. Af þeim s ökum er ekki unnt að fallast á þennan hluta kröfugerðar stefnenda með vísan til þess að stefndu hafi látið hjá líða að upplýsa stefnendur um þessi atriði eða vanrækt upplýsingaskyldu sína með saknæmum hætti , sbr. einnig 2 . mgr. 43. gr. laga nr . 40/2002. Ve rða stefndu því sýknuð af öllum kröfum stefnenda um óbeint tjón . 3. Ákvæði 18. gr. laga nr. 40/2002 Samkvæmt fyrri málslið 18. gr. laga nr. 40/2002 , um fasteignakaup , telst fasteign gölluð ef hún stenst ekki þær kröfur u m gæði, búnað og annað sem leiðir af lögunum og kaupsamningi. Þegar um er að ræða notaða fasteign telst hún þó ekki 20 gölluð ef ágallar sem á henni eru rýra ekki verðmæti hennar svo nokkru varði , nema seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi, sbr. síðari má lslið sömu lagagreina r. Með ákvæði 18. gr. er tekið af skarið um að minni háttar ágallar á notaðri eign, sem ekki eru umfram það sem við má búast miðað við aldur og almennt ástand eignarinnar , teljist ekk i gallar í skilningi laganna. Slíkir gallar veita þ ví kaupanda ekki rétt til að neyta v anefndaúrræða. Þeir ágallar sem eru umfram það sem kaupandi mætti gera ráð fyr ir samkvæmt framansögðu veita honum rétt til að neyta vanefndaúrræða, meðal annars hafa uppi kröfu um skaðabætur vegna beins tjóns, sbr. 59. gr. laga nr. 40/2002 , eða afslátt. Ei ns og rakið er hér að framan telja stefnendur að jafnvel þótt dómurinn féllis t ekki á málatilbúnað þeirra samkvæmt 26. og 27. gr. laga nr. 40/2002, þá beri allt að einu að dæma þeim afslátt úr hendi stefnd u á grund vell i 18. og 19. gr. sömu laga vegna beins tjóns. Stefnendur hafa jafnframt sérstaklega fjallað um það í málatilbúnaði sínum hvers vegna þeir telja að síðari málsliður 18. gr. laganna eigi ekki við um málatilbúnað þeirra . Vísa stefnendur þá til þess að í kaup samningi aðila frá 22 . september 2017 komi fram sundurliðun á því sem teljist kaupverð fasteignarinnar sjálfrar. Sa mkvæmt samningnum nemi kaupverðið alls 82.405.300 kr. , sem skiptist í 52.279.808 kr. fyrir útihús, 22.200.143 kr. fyrir íbúðarhús, 4.620.787 kr. f yrir ræktun, 3.105.983 kr. fyrir jörð og loks 198.579 kr. fyrir lax - og silungsveiði. Metið beint tjón stefnenda s a mkvæmt matsgerð sé hins vegar 9.545.800 kr. , eða 11,6% af kaupverði fasteignarinnar sjálfrar. Þar af séu 7 .714.600 kr. vegna úrb óta á íbúðarh úsi, 1.344.000 kr. vegna útmokstu rs úr fjárhúsi og 487.200 kr. vegna hreinsunar á rusli. Eins og rakið er í kafla IV.1 hér að framan hefur dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að stefnendur geti ekki borið fyrir sig galla á gólfefn um og gluggum í íbúðarhú snæðinu þar sem þeim hafi mátt ve ra þessir annmarkar ljósir áður en þeir gerðu kauptilboð í eignina . Nemur krafa stefn e nda vegna þessara liða samanlagt 1.922.500 kr. . Samkvæmt því eru eftirstandandi kröfur sem stef nendur geta borið fyrir sig vegna beins tjóns að fjárhæð 5.792.100 kr . Ste fnendur hafa í kröfugerð sinni fyrir dóminum einnig vísað til kostnaðar vegna útmoks turs úr fjárhúsi/haughúsi , 1.344.000 kr . Vísa stefnendur að þessu leyti til niðurstöðu ma tsgerðar og einnig hvað varðar kröfulið þeirra um ko stnað vegna hreinsunar vélageym slu og járnarusls að fjárhæð 487.200 kr . Nema þessir kröfuliðir samanlagt 1.831. 200 kr . 21 Dómurinn fellst ekki á að kostnaður af hreinsun fasteignar samkvæmt framangre indum kröfuliðum stefnenda falli undir galla í sk ilningi 1 8. gr. laga nr. 40/2002, sem og annarra ákvæða III. kafla laganna. Veldur þar mestu um að fjallað er sérstaklega um skyldu seljanda til að rýma og ræsta fasteign í II. kafla laganna , sem fjallar um afhendingu fasteignar, sbr. 10. gr. Þótt seljandi og þar m eð stefndu í þessu máli kunni þa r með að hafa vanefn t skyldur sínar samkvæmt kaupsamningi með því að hirða ekki um að rýma og ræsta fasteign , þá lýtur slík vanefnd ekki að annmörkum á eiginleik um fasteignar í skilningi III. kafla sömu laga, þannig að hún fa lli undir galla á fasteigninni. Í ljósi þessarar niðurstöðu d ómsins kemur aðeins til skoðunar hvort krafa stefn e nd a um beint tjón vegna úrbóta á íbúðarhúsi að fjárhæð 5.792.10 0 kr. rýri verðmæti fasteignarinnar svo nokkru varði, sbr. 18. gr. la ga nr. 40/2002, en fj árhæðin nemur rúmlega 7,03% af því sem stefnendur tilgreina sem kaupverð fasteignarinnar sjálf rar. Hafa stefnendur byggt á því að einungis eigi að miða við verð faste ignarinnar sjálf r a r við mat á áhrifum galla samkvæmt 18. gr. þar sem kaupsamningurinn sem um ræðir í málinu sé í senn samningur um kaup á fasteign og lausafé. Að mati dómsins verður e kki r áðið af dómaframkvæmd að stefnendum sé stætt á því að miða einungis við kaupverð fasteignarinnar með þeim hætti sem þeir gera í stefnu við afm örkun á því hvort ágalli rýri verðmæ ti hennar svo nokkru varði samkvæmt 18. gr. laga nr. 40/20 02. Verður þá að horfa til þess að gallahugtak 18. og 19. gr. laganna, sbr. það sem rakið er í kafla IV. 2 hér að framan, er ekki bundið við ágalla á fasteign inni sem sl íkri heldur tekur það einnig t il þeirrar aðstöðu að ekki fylgi fasteigninni búnaður og réttind i sem almennt eiga a ð fylgja henni . Þá hefur enn fremur verið talið að gera megi aðr ar r íkari, og eftir atvikum vægari , kröfur til fasteignar og búnaðar hennar, e f leiðir af samningi . Samkvæmt því ræðst mat á því hvort fasteign sé haldin galla að ýms u le y ti af samningi a ðil a hverju sinni. Að mati dómsins leiðir af þessari afmörku n á gallahugtakinu að horfa verður til kaupverðs fasteignarinnar í heild , sem og heildar andlags samningsins , við mat á því hvort ágalli rýri verðmæti hennar í skilningi 18. gr. Með vísan til þessar ar túlkunar dómsins og þeirrar staðreyndar að heildarandvir ði kaupsamnings aðila frá 30. maí 2018 nam 100.000.000 kr. er ljóst að þeir galla r sem stefnendur geta að réttu lagi byggt afsláttarkröfu, sbr. forsendur dómsins um 1. mgr. 29. gr. laga nr. 40/200 2 hér að framan, verður ekki annað séð en að ágallarnir sem stefnendur vísa til í málinu nemi einungis 5,79% af heildarandvirði þess sem kaup samningurinn tekur til . 22 Þegar teki n er afstaða til þess hvaða áhrif þetta hefur á rétt stefnenda til að krefjast a fsláttar sem nemur eftirstandandi kröf um þeirra að fjár hæð 5.792 . 1 00 kr. með hliðsjón af þeim ágöllum sem stefnendur vísa til í matsgerð dómk vadds matsmanns verður enn fremur a ð líta til þess að íbúðarhúsið á jörð inni var byggt árið 1972 og að myndir af því, sem og skoðun , bera þess vitni að húsið hafi bersýnilega þarfnast viðhalds . Við verðmat á umfangi þeirra ágalla sem matsma ður telur vera á húsinu verður jafnframt að horfa t il þess að í matsgerð er ekki tekið tillit til ávinnings a f því að nýtt komi í stað gamals , en telja verður að endurbætur samkvæmt fyrirliggjandi mati auki verðmæti hinnar keyptu eignar. Í ljósi þess sem að framan er rakið og að teknu tilliti til 2. málsli ð ar 18. gr. laga nr. 40/2002 og dómvenju varðandi kaup á eldra íbúðar húsnæði, fellst dómurinn ekki á það með stefnendum að þeir ágallar sem matsmaður lýsir á eigninni vegna eftirstandandi krö fuliða rýri verðmæti hennar svo nokkru varði . Byggist sú niðursta ða dómsins á heildstæðu mati á göllunum sem um ræð ir, sjá hér meðal a nnars til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 15. júní 2006 í máli nr. 7/2006. V erður stefndu því ekki gert að greiða stefnendu m afslátt sem nemur kostnað við úrbætur samkvæmt matsgerð að því er varðar þessa kröfu þeirra. Niðurstaða dómsins samkvæmt framansögð u er sú að skaðabótakröfum stefn e nda er hafnað vegna allra meintra galla. Þá telur dómurinn einnig að stefnendur eigi ekki rétt til afsláttar af kaupverð i vegna galla. 4. Kostnaður við hre insun fasteignar Eftir stendur þá að taka afstöðu til bótakröfu stefn enda vegna kostnaðar við útmokstur úr fjárhúsi og hreinsun úr vélageymslu . E ins og áður er fram komið nema þessir kröfulið ir samanlagt 1.831.200 kr . Í 10. gr. laga nr. 40/2002 er kveðið á um að við afhendingu fasteignar skuli seljandi hafa rýmt faste ign og ræst. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 40/2002 kemur fram að með því sé lögfest regl a um viðskilnað seljanda við fasteign. Ákvæðið taki til allra fastei gna, þar með talið lóða, landspildna og jarða , og það leggi þæ r skyldur á seljanda að hreinsa og fjarlægja það sem kaupandi á ekki að fá afhent samkvæmt samningi eða lögum nr. 40/2002 . Í athugasemdunum við ákvæðið er jafnframt tekið fram að þessar skyldur get i verið viðamiklar, t.d. þegar um bújarðir er að ræða. Í á kvæðinu felist að seljanda ber i að skila byggingum og öðrum mannvirkjum hreinum og án lausafjár sem ekki fylgir með í kaupum, e n einnig landi og jarðvegi. Þá kemu r fram í athugasemdum að v anefnd seljanda á skyldum sínum samkvæmt ákvæðinu geti leitt til van efndaúrræða af hálfu kaupanda , eins og aðrar vanefndir . 23 Í matsgerð dómkvadds matsmanns sem fyrir liggur í málinu kemur fram að miðað við heildarmagn í fjár - eða haughúsi hafi ekki verið búið að moka út úr því við afhendingu 1. ágúst 2017 , en á ætlað magn se m moka átti út á þeim tíma sé um 600 rúmmetrar . Þá sé áætlaður kostnaður við að moka umræddu magni úr fjár - eða haughúsi og drei fa því á tún og ræktað land sem tilheyrir jörðinni 1.344.000 kr . Að því er snertir hreinsun úr vélageymslu þá lýs ir matsmað ur þeirri afstöðu í matsgerð að henda hafi átt gömlum málningardós um og hlutum sem ekki voru nýtanlegir , sem og lélegum hjólbörðum o g felgu m. Samkvæmt matsgerðinni bar enn fremur að fjarlægja járnad rasl sem væri bæði við húsin og undir barði nokku ð vestar við húsin. Metur matsmaður samanlagðan kostnað af þessari hreinsun 487.200 kr . Með vísan til niðurstöðu dómkvadds matsmanns um þes si atriði , sem stefndu hafa ekki reynt að hnekkja að neinu leyti , v erður fallist á skaðabótakröfu stefn e nd a á grundvelli 2. mgr. 43. gr. laga nr. 40/2002, að því er snertir hreinsun geymslu og járnadrasl s við h úsin og undir barði. Telur dómurinn sýnt fram á með fulln ægjandi hætti að stefndu haf i ekki uppfyllt skyldur sína r við afhendingu eignarinnar samkvæmt 10. gr. laga nr. 40/2002. Dómurinn fellst hins vegar ekki á kröfu stefnenda um hreinsun úr fjár - eða haughúsi . D ómurinn telur það vera alkunnugt í búskap að fjárhús séu að jafnaði tæmd einu sinni á ári fyrir sprettutí ð að vori og því verði að taka undir m álat ilbúnað stefndu um að almennt s é ekki borið á tún í ágúst. Þá liggur ekkert fyrir um það hvort heyskap hafi verið lokið við afhendingu eignarinna r , en d ómurinn telur ljóst að ekki sé forsvaranlegt að bera sauðatað á tún sem eigi að slá innan tíðar . Enn fremur verður að horfa til þess að stefnendur vo ru samkvæmt söluyfirliti og kaupsa mningi að k aupa sauðfjárbú í rekstri og að legg ja verður til grundvallar að áb ur ður í fjá rhúsi hafi verið hluti af þeim rekstri. Loks f ær dómurinn ekki annað séð en að umrætt fjárhús s é nægilega stórt til að rúma það tað sem til fellur. Með vísan til þessa verður ekki talið a ð stefndu hafi verið skylt að rý ma fjárhúsið á grundvelli 10. gr. laga nr. 40/2002. Af framangreindu leiðir að ste fndu verður gert að greiða stefn endum alls 487.200 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2017 til 13. júl í 201 8 . Stefndu ber að greiða dráttarvexti af sömu fjárhæð frá 13. júlí 2018 sa mkvæm t 1. mgr. 9. gr. , en þá var mánuður l iðinn frá því að stefndu var kynnt matsgerð sú sem stefnendur höfðu aflað um tjón sitt og fyrir liggur í málinu. Í ljósi þess að stefndu ver ður samkvæmt niðurstöðu dómsins einungis gert að greiða stefnendum afar l ítinn hluta af upphaflegri stefnufjárhæð í málinu þykir rétt að málskostnaður falli niður, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 24 Kjartan Bjarni Björgvinsson k veður upp þennan dóm ásamt meðdómsmönnunum Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdó mara og Jóni Ágústi Péturssyni byggingart æ knifræðingi. Dómsorð : Stefndu , Einar Jónsson og Drífa Friðgeirsdóttir , greiði stefnendum , Jóhannesi Sigurðss yni , Magnús i B . Jóhanness yni og Sig urði Eyberg Jóhannessyni , 487.200 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8 . gr. laga nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2017 til 13. júlí 2018 , en með dráttarvöxtum frá 13. júlí 2018. Málskostnaður fellur niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson Ásgerður Ragnarsdóttir Jón Ágúst Pétursson