Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. júlí 2021 Mál nr. E - 5645/2020 : Guðmundur Oddur Víðisson ( Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður ) g egn Höskuld i Pét ri Jónss yni ( Ólafur Kristinsson lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem tekið var til dóms 10. júní 2021, höfðaði Guðmundur Oddur Víðisson, , með stefnu birtri 10. september 2020, á hendur Höskuldi Pétri Jónssyni, , til ómerkingar ummæla, til greiðslu miskabóta, kostnaðar vegna birtingar dóms og málskostnaðar, og til refsingar. 2 Stefnandi gerir, í fyrsta lagi, kröfu um að eftirfarandi ummæli stefnda verði dæmd dauð og ómerk: 1. Ummæli sem birtust á vefsvæði stefnda á sam skipta miðlinum Faceboo k , www.facebook.com/profile.php?id=100006675919341, hinn 30. maí 2020: 1.1 Það gerðist hér nú fyrir stuttu að Oddur nokkur Víðisson fyrrverandi formaður byggingarnefnda kjóshrepps sem var rekin vegna þess hanna gerði ekki mun á réttu og röngu. 1.2 Hann Oddur Víðisson virðist stela vísvitandi, og ekki víla fyrir sér að blekja bæði fölsun um að hann vaeri að vinna í umboði kjósahrepps sem formaður bygginganefndar. 1.3 Sem hann hefur ekki verið í að mynstakosti ár vegna vanraekslu í star fi sínu sem formaður bygginganefndar. 1.4 En á stundum setja þjófarnir blett á allan hreppin og erfit getur verið að þvo af sér sliðruorðið, eða þanneigin. 2. Ummæli sem birtust sem athugasemd vi ð frétt á vefnum www.frettabladid.is hinn 3. júní 2020: 2.1 E n enhvernveiginn hefur Oddur Víððisson getað falsað pappíra sem sína að hann sé starfsmaður kjósahrepps (þó svo hann hafi verið rekin frá hrepnum vegna 2 vankunáttu sem formaður bygginganefndar)fengið númer þúfukots skráð hjá þjóðskrá (abygilega vinur Odds í vinnu þar siðlyndur mjög )og í framhaldi þinglýst landinu sem sinni eign hjá vini sínum síslumanni í RVK. 2.2 Það gengur svona að vera vel tengdur og geta falsað pappíra si svona af því maður á góða að í stjórnsísluni. 3. Ummæli sem birtust sem athugasemd við frétt á vefnum www.visir.is hinn 4. júní 2020: 3.1 Nú ber svo við að Oddi Víðissyni hefur tekist með skjalafalsi og ótrúlegri lýgi um að hann sér starfsmaður Kjósahrepps þar sem hann var leistur frá störfum vegna vafasamra gerða af hanns hálfu eða rek in ásamt vini sínu m Gunnari á haesnabúinu Felli hér í KJósahreppi tekist að sanfaera baeði síslumann og Þjóðskrá um að þetta land sé hanns eign ,og því þinglýst af síslumanni RVK . 3.2 Það gengur svona ef hér vaða uppp sikópatar siðblyndir sem ljúga sanfa erand ,svo sanfaerandi að þeir geta fengið helakausan her manna til að ráðast á gamklann örkumla mann með skotvopn til reiðu ef gamli veitr einhverja móspirnu sem hann gerði ekki. Stefnandi krefst þess, í öðru lagi, að stefndi verði dæmdur til að greiða st efnanda miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur, eða lægri fjárhæð að mati dómsins, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. júlí 2020 og til greiðsludags. Stefnandi krefst þess, í þriðja lagi, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 500.000 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu, þ.e. forsendna og dómsorðs, með áberandi hætti í tveimur víðlesnum dagblöðum. Stefnandi krefst þess, í fjórða lagi, að stefndi verði dæmdur til hæfilegrar refsingar vegna framangreindra ummæla samkvæmt 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Loks krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu , að teknu tilliti til skyldu hans til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun lögmanns síns . 3 Stefndi gerir þær dómkröfur, aðallega, að hann verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda í máli þessu. Til vara gerir stefndi þær dómkröfur að krafa um miskabætur og krafa um greiðslu kostnaðar vegna birtingar dóms verði lækkaðar verulega og að honum verði ekki dæmd refsing á grundvelli 234., 235 . og 236 . gr. almennra 3 hegningarlaga nr. 19/1940. Stefndi gerir í öllum tilvikum kröfu um að stefnandi greiði honum málskostnað að skaðlausu , að teknu tilliti til skyldu hans til að greiða virðisauk askatt af málflutningsþóknun lögmanns síns . I Málavextir 4 Stefnandi er arkitekt að mennt og hefur starfað sem slíkur. Hann hefur einnig gegnt trúnaðarstöðum í stórum félögum. Í dag á hann og rekur félagið DAP ehf., sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði arkitektúrs og skipulags - og byggingarmála. Stefnandi hefur um langt skeið búið í Kjósarhreppi og er samkvæmt því sem aðilar málsins segja þekktur og vel metinn í hreppnum . Hann hefur frá 2006 tvívegis verið kjörinn varamaður í hreppsnefnd Kjósarhrepps og setið í skipulags - og byggingarnefnd hreppsins. Hefur hann meðal annars geg n t stöðu formanns nefndarinnar, en hann kveðst hafa b eði st lausnar af persónulegum ástæðum haustið 2019. 5 Stefndi er byggingameistari á efti rlaunum, nágranni stefnanda og fyrrverandi eigandi jarðarinnar Þúfukots í Kjósarhreppi, landnúmer 126494, en lóð stefnanda, Litla - Tunga, þar sem stefnandi býr, liggur að Þúfukoti. Stefndi varð fyrir alvarlegu slysi árið 2012, sem hann hefur ekki enn jafnað sig af. Tekur hann lyf vegna afleiðinga þess. 6 Árið 2018 festi félag stefnanda, DAP ehf. , kaup á jörðinni Þúfukoti. Seljandi var Landsbankinn hf., sem hafði eignast jörðina á nauðungaruppboði árið 2016. Stefndi átti sem fyrr segir jörðina á árunum 2005 20 09 en framseldi hana þá einkahlutafélagi sínu, Leynislæk ehf. Jörðin var veðsett Landsbankanum hf. og átti Leynislækur ehf. jörðina uns bankinn leysti hana til sín. Félag stefnanda er samkvæmt þessu eigandi jarðarinnar í dag og stefndi fyrrverandi eigandi. 7 Mál þetta má rekja til ágreinings aðila um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði jörðinni Þúfukoti, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðarinnar, Þúfu, með landskiptagerð, dags. 27. mars 1985, sem þinglýst var árið 1986. Stefnandi heldur því fram að spilda þessi hafi aftur orðið hluti Þúfukots nokkrum árum síðar, þ.e. áður en félag hans keypti jörðina, án þess þó að formlega væri gengið frá landskiptum með nýrri landskiptagerð. Spildan sjálf hafi aldrei fengið sjálf stætt landnúmer, en í raun fylgt Þúfukoti. Hafi hún þar með verið hluti af kaupum 4 DAP ehf. á jörðinni Þúfukoti árið 2018 og sé félagið þar af leiðandi réttmætur eigandi landspildunnar , eins og annarra hluta jarðarinnar . 8 Stefndi hafnar skilningi stefnanda. Heldur hann því fram að landspildan hafi verið skilin frá jörðinni Þúfukoti samkvæmt framansögðu og færð undir jörðina Þúfu. Því hafi ekki verið breytt síðar og spildan hafi hvorki fylgt með er Landsbankinn eignaðist jörðina á sínum tíma né þegar Landsban kinn seldi jörðina til DAP ehf. árið 2018, enda hafi Landsbankinn ekki getað selt það sem hann ekki átti. Spildan tilheyri þvert á móti enn jörðinni Þúfu og sé þar af leiðandi ekki eign DAP ehf. Stefnandi hafi því ekkert með spilduna að gera og geti þ ess vegna ekki meinað stefnda afnot af henni. Um þetta snýst ágreiningur aðila í hnotskurn. 9 Á hvítasunnudag 2020 , þ.e. þann 31. maí, fór stefnandi um land Þúfukots á fjórhóli og kom þá að stefnda við girðingavinnu innan landamerkja Þúfukots , að því er hann seg ir . Í ljósi fyrri samskipta sinna við stefnda kveðst stefnandi hafa talið öruggast að hafa kveikt á myndbandsupptöku í síma sínum og því sé til upptaka af samskiptum þeirra þennan dag. Sú upptaka hefur þó ekki verið lögð fram í málinu. 10 Stefndi var að sögn stefnanda afar æstur og formælti stefnanda að tilefnislausu. Stefnandi reyndi að eigin sögn að fá stefnda ofan af því að reisa girðingu í landinu , en s tefndi hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað stefnanda lífláti. Þegar stefnandi hafi frábeðið sér slíkar hótanir í sinn garð hafi stefndi ráðist að stefnanda með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Atlögur stefnda hafi lent bæði á stefnanda sjálfum og á fjórhjóli hans. Stefnandi kveðst hafa ræst fjórhjólið hið snarasta og ekið af stað. Stefnandi hring di því næst á lögreglu, sem sendi meðal annars menn frá sérsveit ríkislögreglustjóra á vettvang. Höfðu þeir í framhaldi af því afskipti af stefnda , en gögn um þau afskipti hafa ekki verið lögð fram í málinu . 11 S amkvæmt stefnanda birtist skömmu síðar frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði handtekið aldraðan fatlaðan mann við girðingavinnu í Kjós. Hafi m átt ráða af fréttinni að um tilefnislaust mál hefði verið að ræða. Rætt hafi verið við stefnda , sem hafi lýst atvikum en lýsin g hans hafi ekki verið í neinu samræmi við sannleikann. Stefnandi kveður að a ðrir fjölmiðlar hafi fj allað um málið og athugasemdakerfi þeirra fyllst af ummælum fólks sem hafi hneykslast á framferði lögreglu . S tefnandi kveðst hafa h aldið sig frá umræðunni , en lagt fram kæru hjá lögreglu fyrir líkamsárás. 5 12 Stefnandi heldur því fram að stefndi hafi sjálfur kynt undir umræðunni í athugasemdakerfum fjölmiðla. Hafi hann tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um stefnanda á fjölmörgum stöðum . Fólk hafi gert kröfu til þess að fá að vita hver þessi illi nágranni stefnda væri og hafi stefndi bæði nafngreint stefnanda og atað hann auri. 13 Samkvæmt stefnanda fullyrti stefndi meðal annars að stefnandi hefði verið rekinn úr skipulags - og byggingarnef nd Kjósarhrepps fyrir það sem hafi mátt skilja sem spillingu og lögbrot. Þá hafi stefndi farið yfir sína hlið á málinu er varðaði eignarhald á umræddri spildu og sakað þar stefnanda ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess hafi stefndi ítrekað endurtekið í athugasemdakerfum hinna ýmsu fjölmiðla. 14 Daginn áður en umrætt atvik átti sér stað , á hvítasunnudag 2020 , hafi stefndi auk þess sett inn færslu á vef svæði sínu á sam skipta mi ðlinum Facebook, þar sem hann setti fram svipuð ummæli um stefnanda og hann gerði síðar í fjölmiðlaumræðu í kjölfar umrædds atviks. 15 Stefnandi kveður að umræðan hafi lagst þungt á hann og hann hafi mátt sæta miklu aðkasti vegna grófra, meiðandi og tilhæfula usra ummæla stefnda. Stefnandi kveðst sömuleiðis hafa orðið fyrir verulegu ónæði vegna þessa, en bæði hann og félag hans hafi í gegnum tíðina unnið fyrir fjölmarga aðila, stóra sem smáa. Málið hafi komið illa við stefnanda sem hafi verið útmálaður sem siðs pilltur þjófur og skjalafalsari sem hafi misbeitt sér í opinberu embætti. Allt sé þetta vitaskuld rangt og það viti stefndi manna best. 16 Stefnandi segist ekki hafa getað setið undir ummælum stefnda og því falið lögmanni að senda honum bréf hinn 10. júní 20 20, þar sem þess var krafist að ummælin yrðu dregin til baka og beðist velvirðingar á þeim. Að öðrum kosti gæti málið komið til kasta dómstóla. Stefndi hafi ekki brugðist við bréfinu. Hann hafi auk þess ekki sýnt nein merki iðrunar eða gert tilraun til að biðjast velvirðingar á árásum sínum á stefnanda. Því sé málshöfðun þessi nauðsynleg til að rétta hlut stefnanda í þessari umfjöllun. 6 II Helstu málsástæður stefnanda 17 Stefnandi byggir mál sitt á því að almennar reglur gildi um refsi - og fébótaábyrgð veg na tjáningar stefnda, enda séu hvorki hann né Facebook fjölmiðill samkvæmt dómafordæmum. Stefndi beri því persónulega ábyrgð á athöfnum sínum, sbr. meginreglur refsiréttar og skaðbótaréttar. Sama gildi um ummæli hans í athugasemdakerfum fjölmiðla. Verði hi ns vegar talið að birting athugasemda í athugasemdakerfi sé birting í fjölmiðli og ábyrgðarreglur fjölmiðlalaga eigi við um þau ummæli er byggt á a - lið 1. mgr. 51. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla varðandi ábyrgð stefnda hvað þau ummæli varðar, enda hafi hann sjálfur ritað ummælin og þau séu merkt honum með augljósum hætti. 18 Stefnandi byggir á því að ummæli stefnda um stefnanda á Facebook og í athugasemdakerfum fjölmiðla hafi verið röng, særandi og ósmekkleg. Þau hafi verið til þess fallin að valda stefnanda álitshnekki og með þeim hafi verið gróflega vegið að æru hans, starfsheiðri og jafnframt flekklausum ferli sem trúnaðarmanni í sveita rstjórn og nefndum, sem og arkitekt. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi gerst brotlegur gegn 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, en ummælin hafi falið í sér ásakanir í garð stefnanda um ólögmæta og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Þá telur stefnandi að með ummælunum hafi stefndi einnig gerst brotlegur gegn 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , en stefndi hafi gegn betri vitund viðhaft ummælin um stefnanda. 19 Hvað varðar ummæli undir tölulið 1 hér að framan (1.1 1.4), sem birtust á vefsvæði stefnda á sam skipta miðlinum F acebook þann 30. maí 2020, þá byggir stefnandi á því að hvorki sé vafi um að stefndi hafi ritað ummælin né um að þau hafi beinst að stefnanda, enda hafi hann ítrekað verið nafngreindur. U mmæli n feli í sér beina, og vitaskuld ósanna, ásökum um háttsemi sem varði við almenn hegningarlög og raunar önnur ákvæði laga , sem refsing liggi við að brjóta gegn, spillingu, þjófnað, skjalafals og blekkingar. Allt séu þetta ásakanir um alvarleg afbrot sem fangelsi srefsing liggi við og séu með öllu tilhæfulausar. Ummælin varði við 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga sem ærumeiðandi aðdróttun. Það sé móðgandi og særandi fyrir stefnanda að sæta ásökunum um að hann hafi verið rekinn úr skipulags - og byggingarne fnd Kjósa r hrepps. Þá séu ummælin að öðru leyti ærumeiðandi aðdróttanir og varði einnig við 236. gr. fyrrnefndra laga um útbreiðslu. 7 20 Hvað varðar ummæli undir tölulið 2 hér að framan (2.1 2.2), sem birtust sem athugasemd við frétt á vefnum www.frettabladid.i s hinn 3. júní 2020, byggir stefnandi á því að enginn vafi sé á því að stefndi hafi ritað umrædd ummæli í athugasemdakerfi vefsíðunnar. Enginn vafi sé heldur um að ummælin beinist að stefnanda, enda sé hann ítrekað nafngreindur. Ummælin feli í sér ærumeiða ndi aðdróttanir um að stefnandi hafi falsað skjöl um að hann væri að vinna í umboði Kjósa r hrepps og nýtt til framdráttar persónulegum hagsmunum. Með seinni ummælunum sé sama ásökum endurtekin , þ.e. um skjalafals og umboðssvik. Ummælin varði við 235. gr. al menna hegningarlaga, en þau séu einnig móðgandi fyrir stefnanda, sbr. 234. gr. sömu laga. Þá varði háttsemi stefnda einnig við 236. gr. sömu laga. 21 Hvað varðar ummæli undir tölulið 3 hér að framan (3.1 3.2), sem birtust sem athugasemd við frétt í athugasemd akerfi á vefnum www.visir.is þann 4. júní 2020, byggir stefnandi á því að enginn vafi sé um að stefndi hafi ritað umrædd ummæli í athugasemdakerfi vefsíðunnar. Enginn vafi sé heldur um að ummælin beinist að stefnanda enda sé hann ítrekað nafngreindur. Ummæ lin feli í sér ærumeiðandi aðdróttanir um að stefnandi hafi falsað skjöl um að hann væri að vinna í umboði Kjósa r hrepps og nýtt í eigin þágu og blekkt opinbera aðila til framdráttar persónulegum hagsmunum. Í ummælunum felist ærumeiðandi aðdróttun um skjala fals og umboðssvik stefnanda. Ummælin varði við 235. gr. almenna hegningarlaga, en þau séu einnig móðgandi fyrir stefnanda, sbr. 234. gr. sömu laga, þar sem stefndi sé sagður siðblindur siðleysingi og lygari, auk þess sem því sé ranglega haldið fram að ste fnandi hafi látið ráðast á stefnda, sem sé ósönn og ærumeiðandi aðdróttun. Þá varði háttsemi stefnda einnig við 236. gr. fyrrnefndra laga . 22 Kröfu sína um ómerkingu ummæla byggir stefnandi á 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga. Byggir stefnandi á því að framangreindar málsástæður, saman og einar og sér, leiði til þess að ómerkja beri ummælin. 23 Stefnandi byggir kröfu sína um miskabætur á því að með ummælum stefnda hafi með sértaklega grófum hætti verið vegið að æru og starfsheiðri stefnanda. Ummælin hafi f alið í sér ólögmæta meingerð gegn æru stefnanda , sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Ummælin séu öll ósönn og feli í sér staðhæfingar um staðreyndir en ekki gildisdóma. Þau séu sérstaklega ósmekkleg og meiðandi og til 8 þess fallin að skaða heiður og mannorð stefnanda og væntanlega tilraun til að skaða atvinnustarfsemi og starfsheiður stefnanda sömuleiðis. Báðir aðilar séu búsettir í litlum hreppi þar sem allir þekk i alla. Hafi ummælin verið til þess fallin að varpa rýrð á stefnanda sem íbúa í hreppnum og tilhæfulausar ásakanir og óhróður breiddur út í þeim tilgangi að lítillækka stefnanda og sverta mannorð hans. 24 Stefndi byggir kröfu sína um greiðslu kostnaðar til að standa straum af birtingu dóms í málinu á 2. mgr. 241. gr. almennra hegninga rlaga . Full ástæða sé að hans mati til að fallast á kröfuna, enda hafi ummælin verið sett fram opinberlega og í athugasemdum við mikið lesnar fréttir í stórum fjölmiðlum sem hafi vakið mikla athygli. 25 Stefnandi byggir kröfu sína um að stefndi verði dæmdur t il refsingar vegna framangreindra ummæla samkvæmt 234. gr., 235. gr. og 236. gr. almennra hegningarlaga á framangreindum málsástæðum varðandi ómerkingu ummæla. Við mat á hæfilegri refsingu stefnda telur stefnandi að auk framangreinds beri að horfa til einb eitts brotavilja stefnda, sem viti að ummælin séu röng, svo og til þess að stefndi hafi reynt að dreifa þeim sem víðast. 26 Stefnandi styður kröfu sína um málskostnað við ákvæði 129 . 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá er þess óskað að tekið v erði tillit til þess við málskostnaðarákvörðun að stefnanda ber að greiða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns síns. III Helstu málsástæður stefnda 27 Stefndi byggir aðalkröfu , í fyrsta lagi , á því að hin tilvitnuðu ummæli undir tölulið 1 hér að framan feli ek ki í sér ærumeiðandi ummæli sem séu saknæm eða refsiverð á nokkurn hátt. Stefndi njóti tjáningarfrelsis á grundvelli 1. málsliðar 2. mgr. 73.gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, með síðari breytingum, og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar felist að ummæli verði eingöngu ómerkt, og eftir atvikum bætur dæmdar, að slík úrræði teljist nauðsynleg og samrýmanleg lýðræðishefðum. Við mat á því hvort þessi skilyrði séu fyrir hendi verði að skoða samhengi umræddrar tjáningar og hvort líta megi á hana sem lið í almennri þjóðfélagsumræðu, svo og hvort í henni felist staðhæfing um staðreynd sem sönnuð verði eða hvort líta megi á hana sem gildisdóm. Þau ummæli sem stefndi hafi viðhaft gagnvart stefnanda séu gildisdómar, sem eðli 9 mál s samkvæmt verði hvorki s annaðir né afsannaðir . Tjáningarfrelsið teljist til grundvallarmannréttinda einstaklinga, sem séu vernduð af stjórnarskránni og verði allar takmarkanir að eiga sér örugga stoð í settum lögum og þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ís land hafi gengist undir. Verði að skýra ákvæði 234., 235. og 241. gr. almennra hegningarlaga með hliðsjón af þessu. 28 Stefndi vísar til þess að í þeim atvikum þegar hagsmunir skarist, þ.e.a.s. rétturinn til tjáningar annars vegar og æruverndar hins vegar, be ri meðal annars að líta til þess jarðvegs sem ummælin spruttu úr, svo sem stöðu þeirra aðila sem hlut eiga að máli, út af hvaða atviki ummælin séu látin falla og þess hvort ummælin geti talist vera þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi því erindi til almennings. 29 Stefndi byggir mál sitt á því að við mat á ummælum stefnda verði að horfa til þess að í dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands og Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið gerður skýr greinarmunur á gildisdómum og staðhæfingum um staðreyndir. Hafi veri ð lagt til grundvallar að almennt þurfi ekki að sanna sannleiksgildi gildisdóma enda byggi st þeir þá jafnframt á skoðun viðkomandi, sem ekki sé unnt að færa sönnur á. Á hinn bóginn sé almennt gerð sú krafa að sanna þurfi staðhæfingu um staðreynd. Í því ljó si þá skipti það miklu máli við mat á því hvort ummæli geti falið í sér ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga, eða hvort um ærumeiðandi móðgun í skilningi 23 4 . gr. sömu laga sé að ræða, hvort í raun sé um að ræða gildisdóm fremu r en staðhæfingu um staðreynd. 30 Stefndi byggir mál sitt á því að framangreind ummæli hans hafi fallið í hita leiksins, meðal annars vegna deilu aðila um eignarhald að áðurnefndri landspildu, sem stefndi telur að tilheyri jörðinni Þúfu en stefnandi jörðinni Þúfukoti, svo og vegna heimsóknar sérsveitar lögreglunnar á hvítasunnudag 2020. Stefndi telur að ummælin feli í öllum tilvikum í sér gildisdóm, en ekki staðhæfingu um staðreynd. Ummælin verði því hvorki sönnuð né afsönnuð. Þau feli þar af leiðandi ekki í s ér meingerð sem ómerkja beri með dómi. 31 Stefndi byggir kröfu sína um sýknu af miskabótakröfu stefnanda á því að stefndi hafi ekki viðhaft ummæli sem unnt sé að meta sem móðgun eða ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda, eða borið slíka aðdróttun út, sbr. m eðal annars 234.gr., sbr. 235. gr. , almennra hegningarlaga, eða viðhaft óviðurkvæmileg ummæli, sbr. 1.mgr. 241.gr. sömu laga. Ekki liggi fyrir að sýnt hafi verið fram á ólögmæta meingerð gegn æru 10 stefnanda og því bresti skilyrði til að dæma stefnda til að greiða miskabætur, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, sbr. 13.gr. laga nr. 37/1999. 32 Auk þess hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni á mannorði sínu vegna hinna umdeildu ummæla stefnda, né að þau hafi sært æru hans. Hér verði einnig að líta til þess að ekki sé um ásetningsbrot að ræða a f hálfu stefnda, sem sé forsenda bótaskyldu. Því beri að sýkna stefnda af miskabótakröfu í máli þessu. 33 Stefndi byggir kröfu sína um sýknu af kröfu stefnanda um greiðslu kostnaðar vegna birtingu dóms á því að stefndi hafi ekki viðhaft ummæli sem unnt sé að meta sem móðgun eða ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda, eða borið slíka aðdróttun út, sbr. meðal annars 234. gr., sbr. 235. gr. , almennra hegningarlaga, eða viðhaft óviðurkvæmileg ummæli, sb r. 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Ekki hafi verið sýnt fram á ólögmæta meingerð gegn æru stefnanda og því sé ekki um að ræða ummæli sem ómerkja eigi með dómi. Á þeim grunni bresti lagaskilyrði til að dæma stefnda til að greiða kostnað vegna birting ar dóms. 34 Stefndi byggir kröfu sína um sýknu af kröfu stefnanda um að honum verði gerð refsing á því að samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga verð i refsing ekki lögð við verknaði nema hann sé framinn af ásetningi. Sérstaka lagaheimild þurfi til að refsað verði fyr ir gáleysisbrot. Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að stefndi hafi haft ásetning til að valda mannorði stefnanda tjóni , en slíkt sé ósannað. Ekkert í máli þessu sé þess eðlis að unnt sé að telja að sönnun á atburðum hafi átt sér stað, sem geti leitt t il sakfellingar, ekkert hafi komið fram um að það hafi verið ásetningur stefnda að hafa uppi aðdróttanir sem yrðu stefnanda til hnekkis og því séu ekki fyrir hendi skilyrði til refsingar. Af þeirri ástæðu beri að sýkna stefnda af þessari kröfu stefnanda. 35 V arakröfu sína um lækkun kröfu um greiðslu miskabóta og greiðslu kostnaðar vegna birtingar dóms byggir stefndi á því að hann sé 72 ára gamall öryrki. Eina framfærsla hans komi frá Tryggingastofnun ríkisins. Verði honum gert að greiða þær fjárhæðir sem stefn andi krefji hann um í þessum lið um sé ljóst að stefndi hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess . 36 Hér sé einnig til þess að líta að ekki hafi tekist að sanna ásetning stefnda til ærumeiðinga. Ummælin séu gildishlaðin en byggi ekki á staðreyndum, eða feli í sér ásakanir um refsiverða háttsemi, auk þess sem ekki hafi verið sýnt fram á að stefnandi hafi orðið fyrir álitshnekki vegna þessara ummæla. Á þeim grundvelli beri að lækka kröfur verulega. Jafnframt beri við ákvörðun um kostnað í málinu að horfa til 11 ójaf nræðis aðila , þar sem stefnandi sé vel metinn og stöndugur mektarmaður í hreppnum , en stefndi í raun hálfgerður sveita r ómagi og ekki eins vel metinn og stefndi. IV Niðurstöður 37 Í máli þessu vegast á, annars vegar , grundvallarréttindi stefnda til að tjá skoðanir sínar og sannfæringu, sem njóta verndar samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE), sem hefur lagagildi hér á landi samkvæmt lögum nr. 62/1994, og hins vegar , grundvall arréttur stefnanda til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, sem sömuleiðis nýtur verndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. MSE. Hér er um jafn rétthá sjónarmið og réttindi að ræða, sem skarast að mörgu leyti. 1 38 Allir eru frjálsir skoðana sinna o g sannfæringar, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Hver maður á þannig rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en hann verður að geta ábyrgst þær fyrir dómi, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Tjáningarfrelsið nýtur einnig verndar samkvæmt 10. gr. MSE. Heimilt er að setja tjáningarfrelsinu skorður, m.a. vegna réttinda eða mannorðs annarra, en aðeins að því gefnu að (i) slíkar skorður séu nauðsynlegar og (ii) samrýmanlegar lýðræðishefðum, sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. MSE. 39 Meginreglan samkvæmt 1. og 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 10. gr. MSE er samkvæmt þessu tjáningarfrelsi. Öll frávik frá þeirri meginreglu ber samkvæmt hefðbundnum lögskýringarviðhorfum að skýra þröngt, auk þess sem rökstyðja skal öll slík fr ávik með viðeigandi og fullnægjandi hætti. 40 Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu er sömuleiðis meðal grundvallarréttinda borgara í lýðræðisríkjum, sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála, sbr. 1. mgr. 71 gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 8. gr. MSE. Stjórnvöld skulu ekki ganga á þennan rétt nema í algerum undantekningartilvikum og þá (i) aðeins með sérstakri lagaheimild, svo sem (ii) ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, sbr. 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8. gr. MS E. 12 41 Æra manna, þ.m.t. mannorð, er að nokkru leyti varin af ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar, en um leið er ljóst að tjáning, þar sem veist er að æru manna, nýtur almennt verndar samkvæmt 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. mgr. 10. gr. MSE, og ver ður því ekki takmörkuð nema að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. MSE. 42 Löggjafinn hefur með lögum ákveðið að nauðsynlegt sé við ákveðnar aðstæður að setja tjáningarfrelsi manna ákveðnar skorður, s.s. vegna réttinda o g mannorðs annarra, í skilningi 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. MSE, sbr. t.a.m. 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 241. gr. sömu laga. Á sama hátt hefur löggjafinn ákveðið að mæla fyrir um takmörkun á friðhelgi einka lífs og fjölskyldu manna vegna réttinda annarra, þ.e. vegna tjáningarfrelsis annarra, sbr. 1. og 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 10. gr. MSE. Í því felst það mat löggjafans að brýna nauðsyn beri til slíkrar takmörkunar. 43 Við mat á því hvort sú takmörkun á tjáningarfrelsi manna sem felst í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 8. gr. MSE, svo og 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga , samrýmist lýðræðishefðum ber að líta til þess hvort takmörkun tjáningar verði réttlætt með vísan til brýnna hagsmuna annarra og hvort takmörkunin sé hófleg, viðeigandi og nægileg, miðað við markmiðin sem stefnt er að. Takmörkun tjáningar má samkvæmt þessu ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til að ná fram því markmiði sem að er stefnt. 44 Við mat á því hvort tiltekin takmörkun tjáningarfrelsis sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. MSE, hefur í dómaframkvæmd verði litið til ákveðinna viðmiða, sem lögð eru til grundvallar við matið. Í fyrsta lag i er það meginregla að ekki verður refsað fyrir sönn ummæli, en ósannaðar ærumeiðingar kunna að varða ábyrgð. Í öðru lagi hefur verið greint á milli staðhæfinga um staðreyndir, annars vegar , sem ekki gefa svigrúm til huglægs mats, og gildisdóma, hins vegar , sem fela í sér skoðun eða álit viðkomandi. Staðhæfingar um staðreyndir þarf almennt að sanna, en gildisdóma ekki. Sönnunarbyrði fyrir því að tiltekin staðhæfing sé sönn hvílir á þeim sem hana setti fram. Þær lágmarkskröfur verður að gera til gildisdóma í þessu samhengi (1) að þeir eigi sér stoð í fyrirliggjandi staðreyndum, (2) að þeir séu settir fram í góðri trú og (3) að þeir séu ekki of meiðandi eða móðgandi. Í þriðja lagi getur staðhæfing um staðreyndir verið réttlætanleg, jafnvel þótt hún hafi ekki v erið sönnuð, ef hún hefur verið sett fram í góðri trú . Í 13 fjórða lagi er talið að í sumum tilvikum sé réttlætanlegt að beita rýmkuðu tjáningarfrelsi, svo sem þegar tjáningin er talin vera framlag til umræðu sem varðar almenning (t.d. hluti af þjóðfélagsumræ ðu) eða þegar um opinbera (þekkta) persónu er að ræða. Í fimmta lagi kann útbreiðsla ummæla að hafa þýðingu, þ.m.t. það hver breiðir þau út. 2 45 Þau ummæli sem mál þetta varðar féllu annars vegar á vefsvæði stefnda á samskiptamiðlinum Facebook og hins vega r í formi athugasemda við fréttir í athugasemdakerfum fjölmiðla, þ.e. á vefsíðum þeirra. 46 Vefurinn www.frettabladid.is og vefurinn www.visir.is eru fjölmiðlar, eins og það hugtak er skýrt í 13. tölulið 2. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Skrif stefnda á því svæði þessara miðla sem hann hafði til ráðstöfunar birtust þannig í fjölmiðli og fer um ábyrgð hans vegna þeirra samkvæmt a - lið 1. mgr. 51. gr. laga nr. 38/20 1 1, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 239/2015. Facebook er á hinn bóginn samskip tamiðill, sem fellur utan við gildissvið laga nr. 38/2011 eins og það er afmarkað í 3. gr. laganna. Um ábyrgð stefnda á skrifum sínum á vefsvæði stefnda á Facebook gilda því almennar reglur. 47 Að því sögðu og að virtum atvikum málsins verður að telja hafið y fir vafa að stefndi beri ábyrgð á öllum þeim ummælum sem stefnt er út af, enda bera ummælin það með sér að þau stafi frá stefnda. Hann hefur auk þess kannast við ummæli sín og ekki borið öðru við en að þau séu á hans ábyrgð, að því marki sem um ábyrgð kunn i að vera að ræða. 3 48 Stefnandi byggir kröfur sínar á því að stefndi hafi með tilgreindum ummælum sínum brotið gegn 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 241. gr. sömu laga, og með því farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar. Því andmælir stefndi. Byggir hann varnir sínar meðal annars á því að stefnandi sé opinber persóna , að framlag stefnda hafi verið hluti af þjóðfélagsumræðu og að ummæli hans, hvort heldur sem er einstök ummæli eða ummælin í heild sinni, beri að skoða sem gildisdóma frem ur en sem staðhæfingar um staðreyndir. 14 49 Eins og að framan greinir þá hafa aðilar málsins deilt um eignarrétt að landspildu um alllanga hríð. Virðist sú deila hafa magnast jafnt og þétt og tekið á sig margvíslegar myndir, að því er fram kom í málflutningi f yrir dóminum og ráða má af gögnum málsins. Þá virðist jafnframt að deilur aðila hafi náð nokkru hámarki um hvítasunnuhelgina 2020, er lögreglan var kölluð til, sbr. það sem að framan segir. Ummæli stefnda, sem stefnt er út af, féllu um það leyti, annars ve gar rétt fyrir afskipti lögreglunnar (ummæli 1.1 1.4) og hins vegar fljótlega eftir afskipti lögreglunnar (ummæli 2.1 2.2 og 3.1 3.2). 50 Af gögnum málsins og skýrslu stefnda fyrir dóminum má glögglega ráða að stefndi telur að stefnandi hafi gert á hlut hans. Hann upplifir sig sem fórnarlamb og honum var sérstaklega misboðið er lögregla hafði afskipti af honum í umrætt sinn, svo og vegna þess hvernig það gerðist. 51 Til stuðnings því að stefnandi sé opinber persóna vísar stefndi til þess að stefnandi hafi setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósarhrepps og í skipulags - og byggingarnefnd hreppsins, þar af um skeið sem formaður þeirrar nefndar. Hann sé þar af leiðandi þekktur og vel metinn innan hreppsins. Þar sem stefnandi hafi tekið þátt í stjórnmálastarfi í hreppn um sé hann opinber persóna, sem verði að sætta sig við að fólk , þ.á m. stefndi, kunni að hafa skoðanir á (van)hæfni hans eða (van)kunnáttu. 52 Þótt stefnandi verði vissulega að sætta sig við að fólk , þ.á m. íbúar Kjósarhrepps, kunni að hafa mismunandi skoðan ir á störfum hans og ákvörðunum á vettvangi hreppsnefndar eða skipulags - og byggingarnefndar Kjósarhrepps , þá nægir það eitt og sér ekki til þess, að mati dómsins, að um hann gildi rýmra tjáningarfrelsi á þeim forsendum að hann sé opinber persóna hér á lan di. Kjósarhreppur er fremur fámennt sveitarfélag og því fráleitt að álykta að þeir sem gefið hafa kost á sér til trúnaðarstarfa á vegum hreppsins séu þar með opinberar persónur hvað æruvernd þeirra varðar. 53 Hvað varðar þá málsástæðu stefnda að ummæli hans hafi verið hluti af þjóðfélagsumræðu og átt erindi til almennings , þá hafa dómstólar haft nokkra tilhneigingu til að skilgreina hugtakið gildisdómur frekar rúmt þegar svo háttar til , ekki hvað síst þegar opinberar persónur eiga í hlut. Er jafnframt litið svo á að ummæli skuli metin heildstætt og í samhengi við málsatvik að öðru leyti þegar afstaða er tekin til þess hvort um gildisdóm sé að ræða eða staðhæfingu um staðreynd. Þannig ku nna ummæli, sem við fyrstu sýn virðast vera staðhæfing um staðreynd, að verða metin 15 sem gildisdómur þegar þau eru metin heildstætt og í samhengi við önnur atvik málsins. 54 Það er vissulega mikilvægt að borgarar landsins geti borið traust til kjörinna og skip aðra fulltrúa í nefndum á vegum sveitarfélaga, þ.á m. Kjósarhrepps. Þá er sömuleiðis mikilvægt að fólk geti treyst því að lögregla fari að lögum og misbeiti ekki valdi sínu. Eftirlit og aðhald borgaranna með kjörnum, skipuðum og ráðnum fulltrúum sínum og s tarfsmönnum hins opinbera er sömuleiðis mikils vert. 55 Þótt ummæli stefnda lúti vissulega að nokkru leyti að framangreindum atriðum, þá varða þau öðru fremur persónulegan ágreining aðila um eignarhald á landi, sem ekkert erindi á til almennings. Við skoðun á efni ummæla stefnda má sjá að þau lúta efnislega ekki að störfum stefnanda á vegum Kjósarhrepps, að öðru leyti en því að staðhæft er að stefnandi hafi misst stöðu sína vegna eigin misgjörða. Þá lúta ummælin ekki sérstaklega að starfsháttum lögreglunnar, heldur fremur að aðkomu stefnanda að því máli. Að þessu virtu verður ekki séð að ummælin verði réttlætt með því að um réttmætt framlag stefnda til þjóðfélagsumræðu hafi verið að ræða, sem erindi hafi átt til almennings. 56 Þótt fallast megi á þau sjónarmið st efnda að veita beri honum svigrúm til að tjá sig , eða á kallað við aðalmeðferð málsins , leysir það stefnda ekki undan því að haga orðum sínum með þeim h ætti að þau gangi ekki of nærri persónuréttindum annarra, þ.m.t. stefnanda. Stefndi hafði það auk þess á valdi sínu að haga ummælum sínum og gagnrýni með þeim hætti að í þeim fælust frekar gildisdómar en staðhæfingar um staðreyndir, sem færa þyrfti sönnur á. Þá verður tiltekin hegðun ekki réttlætt með því einu að viðkomandi hafi ekki verið heill heilsu eða í andlegu ójafnvægi. 57 Hvað varðar þau sjónarmið stefnda að líta beri á ummæli stefnda heildstætt og að r, svo sem stöðu þeirra aðila, sem leyti fallast á þau. Það breytir því þó ekki að um tjáningu stefnda giltu ákveðin mörk, eins og endranær, sbr. það sem að framan segir. 16 4 58 Verður nú vikið að einstökum ummælum stefnda og þá fyrst að ummæl um undir tölulið 1.1 hér að framan, sem sett voru fram á vefsvæði stefnda á samskiptamiðlinum Facebook þann 30. maí 2020, degi áður en til uppgjörs aðila kom vegna girðingavinnu stefnda á h vítasunnudegi 2020 . Ummælin fela í sér fyri r varalausa staðhæfingu um að stefnandi, sem er nafngreindur í ummælunum, hafi verið rekinn sem formaður byggingarnefndar Kjósarhrepps sökum þess að hann hafi ekki gert mun á réttu og röngu. 59 Hvort sem ummælin eru virt heildstætt eða ein og sér, þá er ekki hægt að fallast á það með stefnda að þau feli í sér gildisdóm, heldur fólu ummælin eins og þau voru fram sett af stefnda í sér staðhæfingu um staðreynd, sem hægt hefði verið að færa sönnur á. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að umrædd staðhæfing sé sannleikanum samkvæm. Þá verður heldur ekki séð af gögnum málsins hvers vegna stefndi hafi átt að vera í góðri trú um sannleiksgildi fullyrðingarinnar eða að hún hafi átt sér stoð í raunveruleika num. Verður stefndi að bera halla af því. 60 Hvað varðar ummæli undir tölulið 1.2 hér að framan, sem sett voru fram á sama vettvangi og á sama tíma og fyrri ummæli , þá fela þau í sér aðdróttun um að stefnandi, sem er nafngreindur í ummælunum, virðist stel a v ekki víl a blekkja bæði þjóðskrá og sýslumann, með fölsuðum pappírum og skjalafalsi, svo og að stefnandi hafi misfarið með vald sitt sem formaður byggingarnefndar Kjósarhrepps, í þeim tilgangi að gæta eigin hagsmuna. 61 Sá munur er á þessum ummælum og hinum fyrri að þau eru sett fram með fyrirvara, Á hinn bóginn eru ummælin efnislega hvassari en ummæli n hér að framan . Þrátt fyrir fyrir það er það mat dómsins, ekki síst vegn a fyrirvarans, að ummæli stefnda feli heildstætt metið í sér gildisdóm , fremur en staðhæfingu um staðreynd, þ.e.a.s. eigin upplifun stefnda. Á hinn bóginn verður ekki séð af gögnum málsins að gildisdómur stefnda eigi sér viðunandi staðreyndagrunn eða yfirh öfuð nokkra stoð í raunveruleikanum. Að því virtu verður ekki séð að ummæli stefnda verði réttlætt með því að um gildisdóm hafi verið að ræða eða að stefndi hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra. 62 Hvað varðar ummæli undir tölulið 1.3 hér að framan , sem sett voru fram á sama vettvangi og með sama hætti og fyrri ummæli , þá fela þau í sér fyrirvaralausa staðhæfingu stefnda um að ástæða þess að stefnandi hafi látið af starfi formanns 17 skipulags - og byggingarnefndar Kjósarhrepps hafi verið vanræksla hans í því starfi. Þótt stefnandi sé ekki sérstaklega nafngreindur í ummælunum þá má ráða af efni þeirra og samhengi að átt sé við hann. 63 Með sama hætti og um ummæli undir tölulið 1.1 hér að framan þá verður ekki séð af gögnum málsins eða öðru sem fram er komið í málinu að ummæli stefnda eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Þá er eigi heldur hægt að fallast á að í þeim felist gildisdómur, fremur en staðhæfing um staðreynd, sem hvorki verði sannaður né afsannaður. Þvert á móti verður að telja að unnt hefði ve rið að sanna umrædda staðhæfingu ætti fullyrðingin við rök að styðjast. Engin gögn hafa hins vegar verið lögð fram af hálfu stefnda henni til stuðnings og engin vitni leidd sem borið gætu um sannleiksgildi hennar. Er staðhæfing stefnda því ósönnuð með öllu . 64 Hvað varðar ummæli undir tölulið 1.4 hér að framan, sem sett v oru fram á sama vettvangi og á sama tíma og fyrri ummæli , þá eru þau að sumu leyti ólík þeim ummælum sem rakin hafa verið hér að framan. Þannig bera þau ekki með sér, þegar ummælin eru virt ei n og sér, að með þeim sé stefndi að vitna til stefnanda sérstaklega, þótt vel megi vera að stefndi hafi haft stefnanda í huga er hann lét þau falla. Auk þess er yfirbragð og efni ummælanna með þeim hætti að um hugrenningar stefnda sjálfs virðist vera að ræ ða, frekar en staðhæfingu um staðreynd. Þannig má segja að ummælin séu bæði opnari og almennari en ummælin hér að framan. Á hinn bóginn er þess einnig að gæta að ummælin eru hluti af sömu færslu stefnda og ummælin hér að framan, þar sem stefnandi er nafngr eindur og settar fram aðdróttanir í hans garð , eins og að framan greinir. 65 Að öllu framangreindu virtu þá er það mat dómsins að rétt sé að stefndi njóti vafans og að greind ummæli verði þannig talin fela í sér gildisdóm, fremur en staðhæfingu um staðreynd sem unnt sé að sanna. Það er einnig mat dómsins, að teknu tilliti til þeirra lagasjónarmiða sem rakin eru hér að framan, að um sé að ræða tjáningu sem varin er af 1. og 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 10. gr. MSE , sem gangi ekki of nærri hagsmunum stefnanda sem varðir eru af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 1. m gr. 8. gr. MSE . 66 Hvað varðar ummæli undir tölulið 2.1 hér að framan, sem sett voru fram sem athugasemd við frétt á vefnum www.frettabladid.is þann 3. júní 2020, þá fela þau í sér margvíslegar aðdróttanir í garð stefnanda. Enginn vafi er um að ummælin vísa til stefnanda enda er hann þar nafngreindur. Aðdróttanir stefnda fela meðal annars í sér 18 ás akanir um að stefn an di hafi falsað pappíra, villt á sér hei mildir og látist vera starfsmaður Kjósarhrepps þrátt fyrir að hafa látið af störfum , svo og að stefnandi hafi verið rekinn frá hreppnum vegna vankunnáttu sem formaður skipulags - og byggingarnefndar. 67 Framangreindar aðdróttanir eru hvassar og fyrirvaralausar og lítið svigrúm gefið til túlkunar. Fela ummælin í sér staðhæfing ar um staðreynd ir , fremur en gildisdóm, enda hefði mátt sanna þær ásakanir stefnda sem ummælin fela í sér , ef þær ættu við rök að styðjast . Engin gögn hafa hins vegar verið lögð fram eða sk ýrslur gefnar til stuðnings því að ummæli n séu sönn . Ekki verður þannig séð af gögnum málsins að þau eigi við nokkur rök að styðjast. 68 Hvað varðar ummæli undir tölulið 2.2 hér að framan, sem sett voru fram sem hluti af sömu athugasemd við sömu frétt og vit nað e r til hér að framan , þá fela þau í sér aðdróttun um að stefnandi hafi falsað pappíra og vegna góðra tengsla sinna í stjórnsýslunni komið því til leiðar að opinberri skráningu yrði breytt. Með ummælunum er sömuleiðis gefið í skyn, þegar ummælin eru vir t heildstætt og í samhengi við önnur ummæli stefnda í sömu athugasemd, að umræddri skráningu hefði ekki verið breytt ef ekki hefð u komið til vinatengsl stefnanda við sýslumanninn í Reykjavík. 69 Þótt greind ummæli stefnda beri að mörgu leyti keim af því að um hugrenningar hans sé að ræða, fremur en staðhæfingu um staðreynd, þá verður ekki séð að ummælin eigi sér stoð í viðhlítandi staðreyndagrunni. Engin gögn hafa verið lögð fram til stuðnings því að ummælin séu sannleikanum samkvæm og engar skýrslur gefnar þv í til stuðnings. Verður þannig að ganga út frá því að ummælin séu ósönn. 70 Hvað varðar ummæli stefnda undir tölulið 3.1 hér að framan, sem sett voru fram sem athugasemd við frétt á vefnum www.visir.is þann 4. júní 2020, þá fela þau í sér aðdróttun um að ste fnandi hafi gerst sekur um skjalafals, villt á sér heimildir og látist vera starfsmaður Kjósarhrepps, að stefnandi hafi verið leystur frá störfum eða rekinn vegna vafasamra gjörða hans sjálfs og að hann hafi með brögðum sannfært bæði sýslumann og þjóðskrá um að hin umdeilda landspilda væri hans eign. 71 Umrædd ummæli eru í takt við önnur ummæli stefnda sem rakin hafa verið hér að framan og má því að mestu leyti vísa til þess sem að framan segir um önnur ummæli stefnda . Það er mat dómsins að um fyrirvaralausar staðhæfingar um staðreyndir sé að ræða, fremur en gildisdóm. Engin gögn hafa verið færð fyrir dóminn eða skýrslur 19 gefnar sem bent geta til þess að umrædd ummæli eigi sér stoð í raunveruleikanum. Verða þau því að teljast ósönn. 72 Hvað varðar ummæli stefnda undir tölulið 3.2 hér að framan, sem sett voru fram sem hluti af þeirri athugasemd sem nefnd var hér næst á undan, þá eru þau sett fram í tengslum við og í framhaldi af afskiptum lögreglunnar af stefnda á hvítasunnudegi 2020. Þótt stefnandi sé ekki nefndur sérstaklega í textabrotinu má ráða af samhengi sannfærandi til að koma því til leiðar að lögreglan hefði afskipti af stefnda í greint sinn. 73 Þótt ummæli stefnda séu nokkuð hvöss, einkum fyrri hluti þeirra, þá verður eigi að síður að telja að þau feli í sér gildisdóm, fremur en staðhæfingu um staðreynd. Fyrri hluti ummæla nna er tiltölulega almenn ur og ber auk þess með sér að ummælin endurspegli fyrst og fremst eigin upplifun stefnda. Síðari hluti ummælanna á sér þá stoð í raunveruleikanum að lögregla hafði afskipti af stefnda í umrætt sinn , í kjölfar símtals frá stefnanda. Að því virtu og með hliðsjón af þeim lagareglum sem raktar ha fa verið hér að framan þá verður ekki séð að sú tjáning stefnda sem hér um ræðir og varin er af ákvæðum stjórnarskrár og m annréttindasáttmála Evrópu gangi of nærri hagsmunum stefnanda, eins og hér stendur á. Verða ummælin því talin réttlætanleg eins og hér stendur á. 5 74 Með hliðsjón af framangreindu og að virtu efni ummæla stefnda er hægt að slá því föstu að stefndi hafi ítrekað , án þess að gera við það nokkurn fyrirvara, veist að æru stefnanda , þ.m.t. mannorði hans og starfsheiðri, og sakað hann meðal annars um þjófnað á landi, að hafa falsa ð skjöl, að hafa villt á sér heimildir og hafa blekk t opinber yfirvöld til að ná sínu fram . Þá hefur stefndi dylgjað um að stefnandi hafi sýnt af sér vanrækslu sem formaður skipulags - og byggingarmála Kjósarhrepps og að hann hafi að lokum verið rekinn vegna þess og þar sem hann hafi ekki þekkt muninn á réttu og röngu. Allt er þetta ámælisverð hegðun sem getur í ákveðnum tilvikum og að uppfylltum tilteknum skilyrðum leitt til refsingar þess sem hana hefur viðhaft. 75 Ste fndi hefur engin gögn lagt fram eða fært fram sönnun með öðrum hætti fyrir því að staðhæfingar hans eigi við nokkur rök að styðjast. Í ljósi þess er óhjákvæmilegt að 20 álykta að staðhæfingar stefnda séu tilhæfulausar, enda hefur stefndi ekki sýnt fram á hið gagnstæða . 76 Opinberar aðdróttanir um að nafngreindur maður hafi gerst sekur um ámælisverða hegðun af því tagi sem lýst er hér að framan er u til þess fall nar að skaða æru viðkomandi, mannorð hans og starfsheiður . Stefnda hefði átt að vera þ að ljóst. Hann kaus eigi að síður að haga orðum sínum með þeim hætti sem hann gerði , þrátt fyrir að hafa val um annað og þrátt fyrir að hann skorti gögn sem rennt gætu stoðum undir staðhæfingar hans . Á því ber s tefndi ábyrgð. 77 Með vísan til þeirra röksemda se m raktar hafa verið hér að framan, þ.m.t. við umfjöllun um einstaka tölu liði, þá er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi með ummælum sínum undir liðum 1.1, 1.2, 1.3, 2.1, 2.2 og 3.1 hér að framan farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar, sem varin er af 1. og 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 10. gr. MSE. U mmæli stefnda undir þessum liðum g engu að sama skapi of nærri rétti stefnanda til friðhelgi einkalífs, sem var inn er af 1. mgr. 71. gr. stjórnarkrárinnar og 1. mgr. 8. gr. MSE. Því va r um ærumeiðandi ummæli að ræða, sbr. 235. gr. almennra hegningarlaga, sem ómerkja ber samkvæmt 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Ekki er hins vegar fallist á að stefndi hafi með ummælum sínum brotið gegn 234. gr. almennra hegningarlaga. 78 Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2 36. gr. almennra hegningarlaga varðar það aukinni refsingu ef aðdróttun er höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund. Af málatilbúnaði stefnda og framburði hans fyrir dóminum má ráða að hann trúi því raunverulega að stefnandi hafi með brögðum haft uppi tilburði til að hafa af honum landspildu sem stefndi sannanlega eigi. Að því virtu og þrátt fyrir að stefndi hafi ekki lagt fram nein gögn til stuðnings staðhæfingum sínum í garð stefnanda, þá er ekki hægt að fullyrða út frá gögnum málsins að stefndi hafi viðhaft ummæli sín gegn betri vitund, þ.e. að hann hafi vitað betur. Er með þeim rökum ekki hægt að fallast á að stefndi hafi með háttsemi sinni brotið gegn 236. gr. almennra hegningarlaga. 79 Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum miskabætur samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. mgr. skaðabótalaga, á þeim forsendum að ummæli stefnda hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru stefnanda. Ummælin hafi verið ósönn, ósmekkleg og meiðandi. Þau hafi sömuleiðis verið til þess fallin að skaða heiður og mannorð stefnanda, þ.m.t. starfsheiður hans. Loks vísar stefnandi til þess 21 að aðilar búi í litlu samfélagi, þar sem allir þekki alla. Stefndi hafnar því að skilyrði til þess að dæma miskabætur hafi verið uppfyllt. 80 Af athugasemdum við 26. gr. skaðabótal aga í frumvarpi sem síðar varð að skaðabótalögum nr. 50/1993 má ráða að einfalt gáleysi nægi ekki til þess að miskabætur verði dæmdar á grundvelli greinarinnar, heldur þurfi gáleysi að vera verulegt til þess að tjónsatvik yrði talið ólögmæt meingerð í skil ningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. laganna . 81 Eins og að framan greinir viðhafði stefndi ærumeiðandi aðdróttanir í garð stefnanda og birti þær opinberlega, annars vegar á vefsvæði sínu á samskiptamiðlinum Facebook og hins vegar í athugasemdum um fréttir í athugasemdakerfum fjölmiðla. Ekki verður séð að stefndi hafi haft til þess nokkrar forsendur eða gögn sem stutt gætu staðhæfingar hans. Að því virtu verður að telja hafið yfir nokkurn vafa að saknæmisstig háttsemi stefnda hafi verið yfir þeim mörkum sem áskilin eru samkvæmt 1. m gr. 26. g r. skaðabótalaga og lýst var hér að framan. 82 Hefur stefndi samkvæmt framansögðu gerst sekur um ólögmæt a meingerð gegn æru og persónu stefnanda með þeim ummælum sem ómerkt eru í máli nu, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga . Ummæli stefnda voru til þess fallin að skaða mannorð stefnanda, sér í lagi gagnvart aðilum er hvorki þekk ja til stefnda né aðstæðna í því samfélagi sem stefnandi og stefndi b úa í. 83 Stefndi ber ábyrgð á því ófjá rhagslega tjóni stefnanda sem órökstuddar og ósannaðar aðdróttanir stefnda hafa valdið. Þykja miskabætur, að virtum öllum atvikum málsins, hæfilega ákveðnar 200.000 krónur, með vöxtum og dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. 84 Stefnandi krefst þes s að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 500.000 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu, þ.e. forsendna og dómsorðs , með áberandi hætti í tveimur víðlesnum dagblöðum. Í því samhengi er til þess að líta að ummæli stefnda birtust annars vegar á vefs væði stefnda á Facebook og hins vegar á vefsvæð um tveggja fjölmiðla, nánar tiltekið í athugasemdakerfum þeirra . 85 Þótt rök standi til að birta forsendur og dómsorð dómsins með sama hætti og á við um ummæli stefnda, þá verður birting í tveimur víðlesnum dagb löðum, með tilheyrandi kostnaði, ekki lögð að jöfnu við upphaflega birtingu ummæla stefnda. Er stefndi því þegar af þeirri ástæðu sýknaður af þessari kröfu stefnanda. 22 86 Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga verður refsing ekki lögð við verknaði nema hann s é framinn af ásetningi, en sérstaka lagaheimild þarf til að unnt sé að refsa fyrir gáleysisbrot. Að virtum atvikum málsins verður ekki talið að sú háttsemi stefnda, sem er tilefni málsins og lýst er hér að framan, hafi falið í sér ásetning sbrot af hans hál fu, heldur sé hér frekar um að ræða stórfellt gáleysi . Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna stefnda af refsikröfu stefnanda í málinu. 87 Að virtum úrslitum málsins og atvikum öllum, svo og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála, þykir rétt að stefndi greiði hluta málskostnaðar stefnanda, eins og nánar greinir í dómsorði. Hefur þá verið tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun lögmanns síns. 88 Af hálfu stefnanda flutti málið Gunnar Ingi Jóhannsson lö gmaður. 89 Af hálfu stefnda flutti málið Ólafur Kristinsson lögmaður. 90 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Eftirfarandi ummæli stefnda, Höskuldar Péturs Jónssonar, eru ómerkt með dómi: Ummæli sem birtust á vefsvæði stefnda á samskiptamiðlinum Facebook, www.facebook.com/profile.php?id=100006675919341, hinn 30. maí 2020: ( 1.1 ) Það gerðist hér nú fyrir stuttu að Oddur nokkur Víðisson fyrrverandi formaður byggingarnefnda kjóshrepps sem var rekin vegna þess hann a gerði ekki mun á réttu og röngu. ( 1.2 ) Hann Oddur Víðisson virðist stela vísvitandi, og ekki víla fyrir sér að blekja og fölsun um að hann vaeri að vinna í umboði kjósahrepps sem formaður bygginganefndar. ( 1.3 ) Sem hann hefur ekki verið í að mynstakosti ár vegna vanraekslu í starfi sínu sem formaður bygginganefndar. Ummæli sem birtust sem athugasemd við frétt í athugasemdakerfi á vefnum www.frettabladid.is hinn 3. júní 2020: ( 2.1 ) En enhvernveiginn hefur Oddur Víððisson getað falsað pappíra sem sína að hann sé starfsmaður kjósahrepps (þó svo hann hafi verið rekin frá hrepnum vegna vankunáttu sem formaður bygginganefndar)fengið númer þúfukots skráð hjá 23 þjóðskrá (abygilega vinur Odds í vinnu þar siðlyndur mjög )og í framhaldi þinglýst landinu sem sinni eign hjá vini sínum síslumanni í RVK. ( 2.2 ) Það gengur svona að vera vel tengdur og geta falsað pappíra si svona af því maður á góða að í stjórnsísluni. Ummæli sem birtust sem athu gasemd við frétt í athugasemdakerfi á vefnum www.visir.is hinn 4. júní 2020: ( 3.1 ) Nú ber svo við að Oddi Víðissyni hefur tekist með skjalafalsi og ótrúlegri lýgi um að hann sér starfsmaður Kjósahrepps þar sem hann var leistur frá störfum vegna vafasamra gerða af hanns hálfu eða rekin ásamt vini sínu m Gunnari á haesnabúinu Felli hér í KJósahreppi tekist að sanfaera baeði síslumann og Þjóðskrá um að þetta land sé hanns eign ,og því þinglýst af síslumanni RVK . Stefndi er sýkn a f kröfu stefnanda, Guðmundar Odds Víð i ssonar, um ómerkingu neðangreindra ummæla: Ummæli sem birtust á vefsvæði stefnda á samskiptamiðlinum Facebook, www.facebook.com/profile.php?id=100006675919341, hinn 30. maí 2020 : ( 1.4 ) En á stundum setja þjófarnir ble tt á allan hreppin og erfit getur verið að þvo af sér sliðruorðið, eða þanneigin. Ummæli sem birtust sem athugasemd við frétt í athugasemdakerfi á vefnum www.visir.is 4. júní 2020: ( 3.2 ) Það gengur svona ef hér vaða uppp sikópatar siðblyndir sem ljúga sanf aerand ,svo sanfaerandi að þeir geta fengið helakausan her manna til að ráðast á gamklann örkumla mann með skotvopn til reiðu ef gamli veitr einhverja móspirnu sem hann gerði ekki. Stefndi greiði stefnanda, Guðmundi Oddi Víðissyni, 200.000 krónur í miskabæ tur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. júlí 2020 og til greiðsludags. Stefndi er sýkn af kröfu stefnanda um að hann verði dæmdur til að greiða stefnanda 500.000 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu, þ.e. forsendna og d ómsorðs, með áberandi hætti í tveimur víðlesnum dagblöðum. Stefndi er sýkn af refsikröfu stefnanda í málinu. Stefndi greiði stefnanda 8 00.000 krónur í málskostnað. Jóhannes Rúnar Jóhannsson 24