Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 27. nóvember 2019 Mál nr. S - 5310/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Pál i Ragnar i Haralds syni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2019, á hendur Páli Ragnari Haraldssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 17. júní 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Norðurfell og að bensínstöðinni Olís í Suðurfelli í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 48. gr ., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll þrátt fyrir ákæra og fyrirkall hafi verið birt á lögheimili hans. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna m álsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 25. september 2019 , var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna til tveggja ára með dómi 6. nóvember 2015, fyrir líkamsárás, akstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökuréttindum. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar með dómi 16. 2 maí 2018 fyrir að ak a sviptur ökuréttindum. Við ákvörðun refsingar nú verður þannig við það miðað að ákærði gerist nú í þriðja sinn innan ítrekunar tíma , sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0 , sekur um að aka sviptur ökuréttindum. Sakaferill ákærða hefur að ö ðru leyti ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni málsins og dómvenju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Hildur Sunna Pálmadóttir aðstoðarsaksóknari . Harpa Sólveig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Páll Ragnar Haraldsson , sæti fangelsi í 30 daga . Harpa Sólveig Björnsdóttir