Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 17. febrúar 2021 Mál nr. S - 7398/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Gísl a Finns syni ( Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 10. nóvember 2020, á hendur Gísla Finnssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , mánudaginn 24. ágúst 2020, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - kókaín 115 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 14 ng/ml) ve stur Háaleitisbraut í Reykjavík, að Skipholti nr. [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er kr afist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án f rekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað br ot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 2 Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 5. nóvemb er 2020, hefur ákærða sjö sinnum áður verið gerð refsing m.a. fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrota. Það sem kemur til skoðunar við ákvörðun refsingar í máli þessu er lögreglustjórasátt frá 27. janúar 2011 þar sem ákærða var gert að greiða sekt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Með dómi 10. mars 2014 var ákærða gert að greiða sekt f yrir sömu sakargiftir og hann jafnframt sviptur ökurétti í fjögur ár frá 24. mars 2014 . Þá var ákærða gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 23. október 2015 fyrir akstur sviptur ökurétti ndum . Með dómi frá 2. nóvember 2016 var ákærða gert að sæta fangelsi í 30 daga fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna , akstur sviptur ökurétti ndum og vörslur fíkniefn a . Var ákærði einnig sviptur ökurétti ævilangt frá 27. september 2017. Að öðru leyti hefur sakarferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður samkvæmt framangreindu við það miðað að ákærða sé nú í fjórða sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í þriðja sinn fyrir akstur sviptur ökurétti. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni máls ins , dómvenju og játningar ákærða, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 90 d aga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærða frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 141.360 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 147.005 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Elínu Hrafnsdóttur aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Gísli Finnsson , sæti fangelsi í 90 daga . Áréttuð er ævilöng ökuréttarsvipting ákærða . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 141.360 krónur og 147.005 krónur í sakarkostnað. Sigríður Da gmar Jóhannsdóttir