Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. september 2020 Mál nr. S - 4561/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Guðmund i Björns syni ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 21. júlí 2020, á hendur Guðmundi Björnssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, með því að hafa: 1. Miðviku daginn 25. desember 2019 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 2,44 um Vesturlandsveg til móts við slökkvistöðina í Mosfellsbæ , þar sem l ögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. L augardaginn 18 . janúar 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 0 um Kalmannsvelli við Vínbúðina á Akranesi, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr . umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjan da ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknuna r sér til handa. S annað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 16. júlí 2020 , hefur ákærð a í tvígang áður verið gerð sektarrefsing með viðurlagaákvörðu num vegna umferðarlagabrota. Fyrst 7. nóvember 2018 þar sem ákærða var gert að greiða sekt fyrir akstur undir áhrifum áfengis og hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár frá þeim degi . Þá gekkst ákærði undir viðurlagaákvörðun 4. desember 2019 þar sem ákærða var gert að greiða sekt vegna aksturs undir áhrifum áfengis og hann sviptur ökuréttindum í fim m ár. Við ákvörðun refsingar nú verður samkvæmt framangreindu við það að miða að ákærða sé nú í þriðja sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum áfengis og í annað sinn fyrir akstur sviptur ökuréttindum, allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. al mennra hegningarlaga, sbr. framangreint. Með hliðsjón af sakarefni málsins og að virtri 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og dómvenju , þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns , 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 62.806 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Hauk Gunnarsson aðstoðarsaksóknar a . Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Guðmundur Björnsson, sæti fangelsi í 45 da ga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns , 91.760 krónur og 62.806 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir