Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 27. nóvember 2019 Mál nr. S - 5304/2019 : Lögreglustjórinn á höfðuborgarsvæðinu ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Tönju Lind Kjartansdótt u r (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2019, á hendur Tönju Lind Kjartansdóttur , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir umferðarlagabrot í Reykjavík með því að hafa laugardaginn 10. nóvember 2018 ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum áfengis og óhæf og ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja , amfetamín 40 ng/ml, Díazepam 390 ng/ml, klónazepam 26 ng/ml og nordíazepam 125 ng/ml) um Suðurlandsbraut og aftan á bifreiðina NI - V09 er stóð kyrrstæð á umferðarljósum við gatnamótin að Faxafeni. Telst þetta varða við 1 . m gr., sbr. 2. m gr. 45. g r. a ., 1 . mgr., sbr. 2. mgr., 44. g r . , og 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006 . Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 25. september 2019 , gekkst ákærða undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt þann 24. september 201 2 fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Þá gekkst hún undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 15. febrúar 20 13 fyrir að aka undir undir áhrifum ávana - og fíkniefna og svipt ökurétti og með lögreglustjórasátt 9. apríl 2014 gekkst hún undir greiðslu sektar fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og vanbúnað á ökutæki. Loks var ákærða dæmd í 30 daga fangelsi með dómi þann 30. janúar 2015 meðal annars fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Verður við það miðað við ákvörðun refsingar nú að ákærða hafi gerst sek u m að aka undir áhrifum áfengis og/eða ávana - og fíkniefna í þriðja skipti eftir að hún varða fullra 18 ára sbr. 1. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og innan ítrekunart íma sbr. 3. mgr. sömu greinar. Saka ferill ákærðu hefur að öðru leyti ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls og með vísan til dó mvenju þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða svipt ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 84.320 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 205.647 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Hildur Sunna Pálmadóttir aðstoðarsaksóknari. Harpa Sólveig Björnsdóttir aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Tanja Lind Kjartansdóttir, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt . Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 84.320 krónur og 205.647 krónur í annan sakarkostnað. Harpa Sólveig Björnsdóttir