Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26. nóvember 2020 Mál nr. S - 7388/2020 : Ákæruvaldið ( Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Viorel Avadanii ( Einar Oddur Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 10. nóvember 2020, á hendur Viorel Avadanii, Laugavegi 8, Reykjavík, fyrir eftirtalin hegningarlagabrot framin á árinu 2020 í Reykjavík nema annað sé tekið fram: I. Þjófnað með því að hafa, mánudaginn 17. febrúar, í verslun Hagkaups , Spönginni 25 , stolið söluvarningi samtals að verðmæti kr. 15.499. Mál nr. 007 - 2020 - 8010 II. Þjófnað með því að hafa, föstudaginn 21. febrúar, á Downtown Cafe , Laugavegi 51, stolið fartölvu að óþekktu verðmæti. Mál nr. 007 - 2020 - 9043 III. Þjófnað með því að hafa, þriðjudaginn 18. ágúst 2020, farið inn í húsnæði Apóteks Vesturlands að Smiðjuvöllum 32, Akranesi , og í aðstöðu starfsmanna stolið kveik juláslyklum bifreiðar og Samsung farsíma að óþekktu verðmæti. Mál nr. 313 - 2020 - 14120 IV. Þjófnað og líkamsárás því að hafa, þriðjudaginn 18. ágúst, stolið söluvarningi að samtals verðmæti kr. 63.501 í verslun Bónus að Smiðjuvöllum 32, Akranesi , og í kjöl farið veist með ofbeldi að starfsmanni verslunarinnar, A , með því að hrækja í átt að A og í andlit hennar er hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrotsins. 2 Mál nr. 313 - 2020 - 14120 V. Þjófnað með því að hafa , sunnudaginn 23. ágúst, í félagi við B og C , brotist inn í verslun Orkunnar að Laugavegi 180 með því að brjóta rúðu í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið sígarettum að verðmæti kr. 300.000 og peningaskúffu sem innihélt kr. 50.000 í smámynt. Mál nr. 007 - 2020 - 47671 VI. Þjófnað með því að hafa , þriðjudaginn 25. ágúst, farið inn í verslunina Miðausturlandamarkaðinn í Lóuhólum 6 , og þaðan stolið sígarettum að áætluðu verðmæti kr. 600.000. Mál nr. 007 - 2020 - 48404 VII. Þjófnað með því að hafa, 14. september, brotist inn í verslun Gull og silfur að Laugavegi 52 , með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið 30 armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti kr. 5.227.400. Nánar tiltekið var um að ræða eftirfarandi muni: Munanúmer Lýsing munar Verðmæt i 1 529037 Gullhringur með silfurlituðum demant 52.000 2 529038 Gullhringur með gulum demanti 49.900 3 529039 Gullhringur með hvítri perlu 88.400 4 529040 Gullhringur með hvítu 81.000 5 529041 Gullhringur með bleikum demanti 24.800 6 529042 Gullhringur 32.000 7 529043 Gullhringur með hvítum demanti 78.400 8 529044 Gullhringur með hvítum demanti 48.900 9 529045 Gullhringur með hvítum demanti 46.200 10 529046 Gullhringur með litlum demöntum. 54.000 11 529047 Gullhringur , þ rír hringar fastir saman 45.000 12 529048 Brjóstnál/næla , með hvítri perlu 42.200 13 529049 Brjóstnál/næla , l jóna 80.100 14 529050 Brjóstnál/næla , hringur með rauðum demöntum 54.000 15 529051 Brjóstnál/næla , með blómum Óþekkt 16 529052 Gullarmband , keðja 210.000 17 529053 Gullarmband , múrsteina 224.000 3 18 529054 Gullarmband, fléttu 99.900 19 529055 Gullarmband 288.000 20 529056 Gullarmband 185.000 21 529057 Gullarmband , m grænum steinum og hvítum demöntum 490.000 22 529058 Gullarmband , keðja 173.000 23 529059 Gullarmband , keðja 114.000 24 529060 Gullarmband , m. grænum steinum og silfurl. demöntum 575.000 25 529061 Gullarmband , keðja 242.000 26 529062 Gullarmband, með hvítum demöntum 440.000 27 529063 Gullarmband , keðja 137.000 28 529064 Gullarmband , keðja 299.000 29 529065 Gullarmband 92.000 30 529066 Gullarmband , keðja 19.000 31 529067 Gullarmband 59.900 32 529068 Gullarmband , keðja 134.000 33 529069 Gullarmband 35.500 34 529070 Gullarmband 79.900 Munanúmer Lýsing munar Verðmæti 35 529071 Gullarmband 109.100 36 529072 Gullarmband 35.500 37 529073 Gullarmband 44.400 38 529074 Gullarmband , keðja 89.300 39 529075 Gullarmband, keðja 40.300 40 529076 Gullarmband, keðja 40.300 41 529077 Gullarmband, keðja 97.000 42 529078 Gullarmband 35.900 43 529079 Armband, perlu 24.000 44 529080 Armband, perlu 37.500 Samtals kr. 5.227.400 Mál nr. 007 - 2020 - 52611 VIII. Þjófnað með því að hafa, þriðjudaginn 13. október, í félagi við aðra óþekkta menn, brotist inn í verslun Elko að Fiskislóð 15, með því að brjóta rúður í anddyri 5 Telst framangreind háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í janúar 1980 . Ákærði hefur ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsuvarðhald sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og í dómsorði greinir . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðar - saksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Viorel Avadanii , sæti fangelsi í 12 mánuði. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald frá 21. október 2020 . Ákærði greiði má lsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 756.429 krónur. Símon Sigvaldason