Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 7 . nóvember 2019 Mál nr. S - 5571/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Guðlaug i Helg a Vals syni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 20. nóvember sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 15. október 2019, á hendur Guðlaugi Helga Valssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot , framin í Reykjavík , með því að hafa: 1. Sunnudaginn 7. október 2018 , ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Viðarhöfða, við hús nr. 2, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 2. Föstudaginn 19. október 2018, ekið bifrei ðinni [...] sviptur ökurétti um Skipholt við Pizza King, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 3. Mánudaginn 14. janúar 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Skipholt við Pizza King, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst framangreind háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . 2 Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lag aatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddu r í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 9 . október 2019 , ákærði á að baki nokkuð langan sakaferil og hefur ítrekað gerst sekur um að aka sviptur ökurétti. Við ákvörðun refsingar verður þannig við það miðað að á kærði gerist nú í áttunda s kipti innan ítrekunartíma, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sekur um að aka sviptur ökurétti . Ákærða var veitt reynslulausn á afplánun 140 daga refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í eitt ár 31. júlí 2018. Með brotu m þeim sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefur hann rofið skilorð reynslulausnarinnar sem honum var veit og verður hún því dæmd upp og refsing ákærða ákveðin í einu lagi, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni málsins , dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 16 mánuði . Að sakaferli ákærða virtum þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Ákærð i greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns , 105.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, engan annan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Guðmundur Þ. Steinþórsson aðstoð arsaksóknari. Harpa Sólveig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Guðlaugur Helgi Valsson , sæti fangelsi í 16 mánuði . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns , 105.400 krónur . Harpa Sólveig Björnsdóttir