Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1. september 2021 Mál nr. E - 1178/2019 : A (Kári Valtýsson lögmaður) g egn Vátryggingafélag i Íslands hf. ( Gísli Örn Reynisson Schramm lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað 1 9 . mars 201 9 og dómtekið 24. ágúst 2021 . Stefnandi er A og stefndi er Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík. Endanlegar d ómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða henni aðallega 7 . 643.426 krónur, með 4,5% vöxtum af 1. 413.425 krónum frá 31. mars 2009 til 30. september 20 09 en af 7.643.426 krónum frá þeim degi til 5. ágúst 201 8 , og með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til grei ðsludags . Til vara 4.70 9.008 krónur, með 4,5% vöxtum af 1.413.425 krónum frá 31. mars 2009 til 30. september 2009 en af 4.709.008 krónum frá þeim degi til 5. ágúst 2018, og með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags , til þrautavara 4.70 3.646 krónur m eð dráttarvöxtum frá 5. ágúst 2018 samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtrygging u. Krafist er málskostnaðar eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar en til vara lækkunar á dómkröfum stefnanda og að málskostnaður verði látinn niður falla. Málsatvik Stefnandi lenti í umferðarslysi 31. mars 2009 er bifreið hennar tók að rása í hálku og skafrenningi með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni sem fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti með framenda nn á vegrið i norðan vegarins. Lögregla kom á vettvang og kannaði aðstæður og bókaði í lögregluskýrslu meðal annars að stefnandi hefði fundið til eymsla í vinstri öxl og í hálsi auk þess sem hún hefði verið nokkuð marin og bólgin á hægri sköflungi . Lögreglan hlutaðist til um að bifreið stefnanda yrði flutt af vettvangi en stefnandi fékk far með ættingja sínum . 2 Sama dag leitaði stefnandi á heilsugæs lu og lýsti þeim einkennum sem hún hefði orðið fyrir vegna slyssins . Í vottorði sem dagsett er 5. júní 2009 var gerð grein fyrir bókun í sjúkraskrá stefnanda frá slysdegi, 31. mars 2009. Bókað hafi verið um áverka á hægri fótlegg auk verkjar í neðri hlu ta lendhryggjar hægra megin auk vægrar bólgu neðan kjálkabarðs vinstra megin. Ekki var bókað um kvartanir eru lytu að verkjum að öðru leyti. Á næstu vikum var stefnandi áfram í sambandi við heilsugæsluna og greindi frá verkjum í öllu bakinu frá hálsi og ni ður og voru henni veittar almennar ráðleggingar af hálfu læknis af þeim sökum. Nánar er fjallað um einkenni stefnanda í vottorði heilsugæslulæknis sem dagsett er 30. nóvember 20 09 . Þar er í fyrstu vísað til fyrrgreinds vottorðs frá 3. júní 2009 en jafnframt segir þar að stefnandi haf i h a ft áframhaldandi verki með leiðni upp í háls og niður í bak og fram í brjóstkassan n sem hún hafi ekki náð bata af þrátt fyrir stöðuga sjúkraþjálfun . Ályktaði læknirinn að ekki væri að svo stöddu ljóst hverjar framtíð arhorfur stefnanda væru varðandi áverkana en reikna mætti með því , miðað við gang mála , að hún ætti að minnsta kosti næstu misseri við verkjavandamál að etja í herðum, hálsi og niður í bak sem rekja mætti til slyssins. Tíminn yrði svo að leiða í ljós hvort hún næði frekari bata . Er tæpt ár var liðið frá slysinu stóðu aðilar sameiginlega að beiðni um mat á afleiðingum þess í samræmi við ákvæði skaðabótalaga og voru læknir og lögmaður fengnir til verksins. Í matsgerð sem þeir gáfu út , 7. september 2010 , var k om i st að þeirri niðurstöðu að tímabært hefði verið að meta varanlegt heilsutjón stefnanda um ári eftir slysið. Engu tímabundnu tjóni væri til að dreifa né væru forsendur til að meta þjáningatíma. Stöðugleikapunkt mátu þeir að miða ætti við 30. september 20 09 en varanlegur miski næmi 7 stigum og varanleg örorka 7% . Við mat á varanlegum miska var lagt til grundvallar að um eftirstöðvar hnykkáverka væri að ræða en fyrst og fremst vær u óþægindi í hálsi og efri hluta brjóstbaks auk vægra óþæginda frama n á hægra hné . Lögð var til grundvallar frásögn stefnanda , að u m væri að ræða dagleg óþægindi og álagsóþægindi . Hvað mat á varanlegri örorku snerti var horft til þess að stefnandi hefði verið búin að ákveða að söðla um og halda til náms í snyrtifræðum í Ö e r bílslysið átti sér stað. Var lagt til grundvallar að hún myndi ljúka því námi , en horft til þess að viðvarandi verkjaeinkenni sem teng du st háls - og baktognun hefðu áhrif á úthald og álagsgetu við nákvæmnisvinnu á snyrtistofu og talið að flest benti 3 til þ ess að stefnandi yrði að draga úr þessum störfum í framtíðinni , sem hún hefði ekki þurft að gera ella. Í kjölfar matsgerð ar innar var gengið frá svokölluðu fullnaðaruppgjöri milli aðila 27. september 2010 þar sem stefndi greiddi stefnanda bætur í samræmi vi ð ákvæði skaðabótalaga. Bótauppgjör þetta var samþykkt af hálfu stefnanda með svohljóðandi fyrirvara: Samþykkt með fyrirvara um mat á varanlegum afleiðingum slyssins. Stefnandi bjó áfram í Ö að námi loknu og sinnti snyrtifræðistörf um í hlutastarfi þar sem hún mun ekki hafa treyst sér til fullrar atvinnuþátttöku vegna afleiðinga slyssins. Bókað er í sjúkraskrá heilsugæslustöðvar í Ö að stefnandi hafi leitað þangað fyrst 1. október 2009 og greint frá því að hafa lent í umferðarslysi og vera á ný komin með verki í hnakka, herðar og brjóstvöðva. Henni hafi verið veitt tilvísun til sjúkraþjálfara. Á árinu 2016 mun hún síðan hafa hætt að vinna af heilsufarsástæðum. Á árabilinu 2010 til 201 4 leitaði stefnandi ítrekað á heilsugæslustöð ina af ý msum ástæðum vegna heilsufarsvanda án þess að minnst væri á stoðkerfisvandamál eða afleiðingar umferða r slyssins fyrr en 23. sept e mber 2014 er hún sendi tölvub r éf til heilsugæslunnar og óskaði eftir tilvísun til sjúkraþjálfara vegna afleiðinga slyssins og v ísaði til þess að viðtakandinn vissi að hún hefði verið með verki í hnakka og öxlum frá umferðarslysinu og að hún hefði til dæmis farið til nudd ara, hnykkjara, svæðanuddara og í höfuðbeina - og spjaldliðsjöfnun, oftast hnykkjara og nuddara og þá í nokkur sk ipti í röð , til að fá bata . Þá gat hún þess að sér hefði ekki liðið jafn illa í langan tíma þannig að hún ney dd ist til að gera eitthvað í málinu . Eins og áður gat mun stefnandi á þessum árum er hún var í Ö e innig hafa glímt við annan heilsufarsvanda, meðal annars frjósemisvandamál og kvensjúkdóma, meðal annars legslímhúðarflakk . Við læknisskoðun í mars 2015 gerði hún grein fyrir langvarandi þreytu og liðverkjum sem varað hefðu í um eitt ár. Hún ætti í erfiðleikum með athafnir daglegs lífs og voru verkir hennar metnir 7 af 10 á VAS - kvarða . Grunur vaknaði um að stefnandi glímdi við vefjagigt og eða síþreytu. Eftir rannsóknir gigtarsérfræðings var komist að þeirri niðurstöðu í september 2015 að stefnandi uppfyllt i meirihluta skilmerkja um vefjagigt en sérfræ ðingurinn setti þó fyrirvara við sjúkdómsgreininguna þar sem verkir stefnanda væru aðallega bundnir við efri hluta líkama hennar og því væri líklegra að um langvarandi afleiðingar hálstognunar væri að ræða. Óskað var dómkvaðningar matsmanna 12. janúar 2018 þar sem ný einkenni væru komin fram sem ekki hefð i verið að finna þegar matsgerð var unnin árið 2010 og talið 4 að miskastig eða örorkustig væri verulega hærra en áður hefði verið talið. Dómkvaddir matsmenn , taugalæknir og lögmaður, gáfu út matsgerð 27. jún í 2018. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þau einkenni sem stefnandi byggi við væri að rekja til slyssins enda ættu ekki aðrir atburðir eða fyrri veikindi þar hlut að máli. Þau einkenni sem um væri að ræða væru einkenni hnykkáverka sem stefnandi hefði hl otið í slysinu og síðari þróun vöðva - og liðverkja, auk fylgieinkenna, sem fullnæg ðu skilyrðum til greiningar á vefjagigt. Heilsufar stefnanda töldu þeir hafa verið orðið stöðugt þannig að ekki hefði verið frekari bata að vænta sex mánuðum eftir slysið, 30 . september 2009. Varanlegan miska töldu matsmenn nema 20 stigum að teknu tilliti til útbreiddra stoðkerfiseinkenna, stirðleika, þreytu, úthaldsleysis og eymsla, auk annarra einkenna vefjagigtar og vissrar geðdeyfðar. Varanlega örorku mátu þeir 20% með til liti til þeirra takmarka sem heilsufarsvandamál hennar sett u starfsval i hennar og samkeppnishæfni á vinnumarkaði . Fram kom í framburði læknisins fyrir dómi að undirmatsmenn hefðu ekki haft eintak af sjúkraskrá stefnanda frá heilsugæslunni sem stefnandi leitaði til í Ö , frá 1. október 2009 til 19. febrúar 2016. Þeir hefðu haft vottorð íslenskra heilsugæslulækna frá árinu 2009 og svo afrit bókana gigtarsérfræðingsins , svokallaðar útskriftarskýrslur í íslenskri þýðingu, frá árinu 2015 . Stefndi tilkynnti stefnanda að ekki yrði unað við niðurstöðu matsmanna og það leiddi til málshöfðunar 19 . mars 2019 , eins og áður gat. Undir rekstri málsins óskaði stefndi eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna , sem fram fór 8. nóvember 2019 er dómkvaddir voru þrír matsm enn, gigtarlæknir, bæklunarskurðlæknir og lögmaður. Þess var óskað að yfirmatsmenn legðu mat á það hvort orsakatengsl væru milli slyss stefnanda 31. mars 2009 og þeirra einkenna sem stefnandi kvar t að i yfir . Þá var óskað mats á því hvenær heils u far stefnanda hefði verið orðið stöðugt eftir slysið, hvert miskastig væri og hver varanleg örorka og jafnframt hvenær fyrst hefði verið tímabært að meta stefnanda. Matsmenn gáfu út matsgerð 22. desember 2020 en matsstörf höfðu þá tafist vegna búsetu stefnanda í Ö . Í umfjöllun um það hvort orsakatengsl væru milli slyssins og einkenna stefnanda komust yfirmatsmenn að þeirri niðurstö ð u að þar sem hún hefði fyrst verið g reind með vefjagigt á árinu 2015 og stoðkerfiseinkenna væri ekki getið í sjúkraskrá hennar í Ö fyrr en haustið 2014 væri ekki hægt að rekja vefjagigtareinkenni stefnanda sannanlega til slyssins. Í þeim efnum var meðal annars horft til þess að stefnandi hef ði glímt við ýmis s konar heilsufarsvanda annan sem rakin n var í matsgerðinni og fram kom í sjúkraskrá heilsugæslunnar . Þau vandamál hefðu getað 5 haft áhrif á að hún hefði greinst með vefjagigt eins og raunin varð er þeirri greiningu var slegið fastri af gigtarsérfræðingi 2. desember 2015 . M eðal annars legslímhúðarflakk , sem valdi langvinnum verkjum og vanlíðan , en þrátt fyrir aðgerð hefðu einkenni sjúkdómsins farið versnandi með tímanum . Þá hefði stefnandi verið greind með verkjaheilkenni frá rófubeini s em ekki tengdust slysinu með beinum hætti. Heilsufar stefnanda töldu yfirmatsmenn hafa verið orðið stöðugt þannig að ekki hefði verið frekari bata að vænta sex mánuðum eftir slysið, 30. september 2009. Varanlegan miska töldu matsmenn vera 15 stig með hliðs jón af viðmiðum í miskatöflu örorkunefndar er lúta að tognunaráverka með eymslum og hreyfiskerðingu og mjóbaks á verka með miklum eymslum. Varanlega örorku mátu þeir 15 % þegar eingö n gu væri litið til þeirra afleiðinga sem sannanlega mætti rekja til slyssins. Yfirmatsmenn töldu að tímabært hefði verið að meta afleiðingar slyssins 31. mars 2010. Að niðurstöðu yfirmatsmanna fenginni lagði stefndi fram greinargerð sína á dómþingi 21. janúar 2021 og krafist aðallega sýknu af kröfum stefnanda , en til vara l ækkunar. Í samskiptum aðila , sem munu hafa hafist á ný í lok maí 2016 , eftir að uppgjörið fór fram 2 7 . september 2010, hélt stefndi því til haga allt fram til höfðunar málsins að frekari kröfur stefnanda kynnu að vera fyrndar . Stefndi féllst þ ó á að bera ekki fyri r sig að kröfur stefnanda fyrndust á meðan aflað væri gagna , þar með talið mats dómkvaddra matsmanna en með þeim fyrirvara , að þær væru ekki þá þegar fyrndar . Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfugerð sína á mati dómkvaddra undirmatsmanna og telur ljóst að örorka hennar og miski sé mun meiri en hafi falist í niðurstöðu matsgerðar frá 7. september 2010. Gerður hafi verið fyrirvari við uppgjör sem fór fram á grundvelli þeirrar m atsgerðar , sem veiti stefnanda rétt til frekari bóta að því sönnuðu að slys hennar hafi haft meiri afleiðingar í för með sér en lagðar voru til grundvallar uppgjörinu. Þá sé skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 einnig fullnægt þar sem um ófyrirséða versnun og verulega hækkun á miska - og örorkustigi sé að ræða. Í upphaflegu mati hefði varanlegur miski verið metinn á þeim grundvelli að um eftirstöðvar hnykkáverka á líkamann væri að ræða, einkum í hálsi og efra hluta brjóstbaks . Varanlega örorku hafi ma tsmenn metið á þeim grunni að slysið myndi há henni í því starfi sem hún hefði menntun til, hún gæti unnið sem snyrtifræðingur en minna 6 en ella hefði orðið . Samkvæmt niðurstöðu dómkvöddu undirmatsmannanna liggi fyrir að raunin hafi orðið allt önnur. Varanl egur miski stefnanda felist í útbreiddum stoðkerfiseinkennum, stirðleika, þreytu, úthaldsleysi og eymslum auk einkenna vefjagigtar og fleira. Einkennin valdi henni umtalsverðri færniskerðingu og hömlum í daglegu lífi. Hvað varanlega örorku snerti slái undi rmatsmenn því föstu að stefnandi geti hvorki unnið sem snyrtifræðingur né önnur störf. Hún sé þannig óvinnufær frá því í desember 2015. Síðar tilkomin gögn sýni þannig fram á versnandi líkamlegt ástand sem hafi leitt til verulega skerts aflahæfis. Matsgerð dómkvaddra undirmatsmanna byggi st á læknisfræðilegum gögnum, einkum frá Ö , sem komið hafi til eftir að upphaflegt mat lá fyrir . Í þeim gögnu m sé gerð grein fyrir umtalsvert fleiri einkennum en lögð voru til grundvallar í upphaflegri matsgerð. Þannig endur spegli niðurstaða dómkvaddra undirmatsmanna núverandi ástand stefnanda mun betur og því sé skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga um verulega hækkun miska eða örorku fullnægt. Stefnandi telur að ekki verði byggt á niðurstöðu dómkvaddra yfirmatsmanna þar sem þar sé ekki gerð fullnægjandi grein fyrir því hvers vegna talið sé að orsakasambandi sé ekki til að dreifa milli vefjagigtareinkenna stefnanda og umferðarslyssins. Að auki sé ekki gerð viðhlítandi grein fyrir því hvaða heilsufarsvandamál önnur séu til þess fal lin að valda vefjagigtinni og þá með hvaða hætti. Af þessum sökum verði ekki byggt á yfirmat s gerðinni umfram mat dómkvaddra undirmatsmanna þar sem gerð hafi verið ítarleg grein fyrir þessu orsakasambandi en einnig sé í þessum efnum að líta til læknisfræðil egra gagna frá sérfræðingi í gigtarsjúkdómum og framburðar hans fyrir dóminum , sem ályktanir undirmatsmanna styðjist við. Þá verði ekki byggt á því að krafa stefnanda sé fyrnd með hliðsjón af því mati yfirmatsmatsmanna að stöðugleikapunktur hafi verið 3 0 . september 2009 enda sé sá tímapunktur ákvarðaður aftur í tímann og byggður á læknisfræðil egum ályktunum , og að sama skapi verði ekki byggt á niðurstöðu yfirmatsmanna um að tímabært hafi verið að leggja mat á afleiðingar slyssins 31. mars 2010 . Sú dagse tning sé ekki rökstudd með fullnægjandi hætti og sé líka ákvörðuð eftir á. Stefnandi hafi fyrst vitað af versnun einkenna sinna á árinu 2015 , þegar hún fékk greiningu vefjagigtar , þannig að upphafstími fyrningarfrests hefði fyrst getað verið í lok þess ár s . Að sama skapi hafi skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga til endurupptöku bótaákvörðunar verið fullnægt þar sem ófyrirsjáanleg breyting hafi orðið á heilsu stefnanda sem hafi verið staðfest á árinu 2015 með greiningu vefjagigtar. Einnig ha fi því verið slegið föstu að 7 mi ska - og örorkustig stefnanda hafi verið verulega hærra og gildi í þeim efnum einu hvort horft er til mats undirmatsmanna sem töldu varanlegan miska hafa hækkað um 13 stig eða yfirmatsmanna sem mátu það að svo að hækkunin næmi 8 stigum. Hvorutveg gja sé verulega hærra en sá 7 stiga miski sem hún hafði áður verið metin til. Aðalkrafa stefnanda byggist á niðurstöðu undirmatsmanna og er sett þannig fram að krafist er mismun ar á metnum miska og metinni varanlegri örorku frá því sem lagt var til grundva llar matsgerð 30. september 2010. Þar hafi varanlegur miski verið metinn 7 stig og varanleg örorka 7% en í niðurstöðu dómkvaddra undirmatsmanna hafi niðurstaðan orðið 20 stiga miski og 20% varanleg örorka. Krafa stefnanda lúti þannig að því að fá bætur veg na 13 stiga varanlegs miska sem nemi 1.413.425 krónum og 13% varanlegrar örorku er nemi 6 . 230.001 krónu, sem saman myndi dómkröfu stefnanda, 7.643.426 krónur auk áfallandi 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga og dráttarvaxta sem reiknist af samtölu þe irra fjárhæða frá 5. ágúst 2018. Varakrafa stefnanda er byggð á niðurstöðu yfirmatsmanna um 15 stiga varanlegan miska og 15% varanlega örorku stefnanda en krafan sett fram með því að draga niðurstöðu upphaflegrar matsgerðar frá og þannig krafist bóta vegna átta stiga miska, 875.160 króna, og vegna 8% varanlegrar örorku , 4.703.646 króna , auk áfallandi 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga og dráttarvaxta sem reiknist af samtölu þeirra fjárhæða frá 5. ágúst 2018. Þrautavarakrafa stefnanda byggist á sömu f járhæð vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku en í því tilviki er ekki krafist vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga heldur einvörðungu dráttarvaxta frá 5. ágúst 2018. Byggt var sérs t aklega á því af hálfu stefnanda að ef yfirmatsgerð yrði lögð til grundvallar þá bæri að horfa til þess fyrirvara sem stefnandi hafi gert við uppgjörið sem fram fór 27. september 20 10 en hann hafi skapað henni rétt til þess að heimta frekari bætur úr hendi stefnda með hliðsjón af matsgerð yfirmatsmanna. Málsástæður stefnda Lögð er áhersla á það af hálfu stefnda að sönnunarbyrði hvíli á stefnanda um gildi fyrirvara við bótauppgjör, orsakasamband milli slyssins og aukins líkamstjóns og umfang þess. Aðalkröfu sína um sýknu byggir stefnandi einkum á eftirtöldum málsástæðum : fyrningu, að tjón stefnanda sé að fullu uppgert þar sem almennur fyrirvari við það 8 uppgjör gefi ekki tilefni til frekari greiðslna og að skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga sé ekki fullnægt til e ndurupptöku bótauppgjörsins. Á því er byggt að fjögurra ára fyrningarfrestur samkvæmt 99. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987 hafi verið liðinn er málið var höfðað 19. mars 2019. Rétt sé að horfa til þess að stefnandi hafi fengið vitneskju um kröfu sín a á árinu 2009 og að í síðasta lagi á árinu 2010 hefði hún átt kost á að leita fullnustu kröfu sinnar . Þ annig hafi fyrningarfrestur inn byrjað að líða um áramótin 2009 og 2010 , eða í síðasta lagi um áramótin 2010 og 2011. Fresturinn hafi þannig runnið út um áramótin 2013 og 2014 eða í síðasta lagi áramótin 2014 og 2015. Í þeim efnum megi horfa til þess að í öllum fyrirliggjandi matsgerðum hafi verið lagt til grundvallar að heilsufar stefnanda hafi verið orðið stöðugt 30. september 2009 , sem styðji það að fre sturinn hafi byrjað að líða um næstu áramót þar á eftir. Eins sé unnt að horfa til mats dómkvaddra yfirmatsmanna sem töldu að tímabært hefði verið að meta afleiðingar slyssins ári eftir slysið, 30. mars 2010 , þannig að fyrningarfresturinn hefði byrjað að líða um áramótin 2010 og 2011 og runnið út um áramótin 2014 og 2015. Í báðum tilvikum hafi fresturinn því verið liðinn þegar þess var óskað af hálfu stefnanda, á árinu 2016, að stefndi bæri ekki fyrir sig fyrningu um áramótin 2016 og 2017. Það hafi stefndi samþykkt með fyrirvara um að kröfur stefnanda væru ekki þá þegar fyrndar. Að mati stefnda verði ekki horft fram hjá mati dómkvaddra yfirmatsmanna í þessum efnum sem byggi st á þeim einkennum s e m stefnandi kvartaði yfir og komu fram í kjölfa r slyssins . Þau einkenni hafi legið fyrir þegar fyrsta matsgerðin var gefin út. Yfirmatsmenn telji ósannað að vefjagigt sem stefnandi var greind með sex árum síðar eigi rót að rekja til slyssins en engu breyti í þessu sambandi þó yfirmatsmenn hafi metið mi ska og varanlega örorku meiri , enda hafi sömu einkenni legið til grundvallar matsniðurstöðu og rakin eru í læknisfræðile gum gögn um frá ár inu 2009 . Þannig hafi verið metin viðvarandi einkenni allt frá slysi, en ekki síðbúin einkenni sem haft gætu áhrif á up phafsdag fyrningarfrests. Verði ekki á það fallist að krafa stefnanda sé fyrnd er byggt á því að tjón hennar hafi þegar verið fullbætt með því uppgjöri sem fór fram 27. september 2010. Sá fyrirvari sem gerður var af hálfu stefnanda við það uppgjör nægi ekk i til endurupptöku fyrirliggjandi uppgjörs nema að fullnægðum skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga. Fyrirvarinn sé almennur, ósértækur og óskýr um það til hvaða tilvika hann eigi að taka. Ekkert liggi fyrir um að stefnandi hafi verið ósátt við forsendur eða nið urstöðu þess mats sem lá uppgjörinu til grundvallar , enda sérstaklega vísað til matsgerðarinnar í kröfubréfi stefnanda í öndverðu. 9 Í samræmi við dómaframkvæmd verði fyrirvarinn ekki skýrður á þá leið að í honum felist áskilnaður um rétt til endurupptöku ef fyrirliggjandi mat reynist rangt vegna vanmats á metnum einkennum og fjárhagslegri örorku. Yfirmatsgerð byggi st á þeim einkennum sem stefnandi hafi kvartað yfir allt frá fyrstu læknisheimsóknum eftir slysið og einkennin hafi því verið þe kk t þegar matsgerð fór fram í öndverðu 7. september 20 10 sem uppgjör ið byggði st á. Vegna orðalags fyrirvara ns verði hann ekki túlkaður þannig að með honum hafi stefnandi áskilið sér rétt til frekari bóta þar sem meta hefði átt tjón hennar meira með tilliti til þeirra einken na sem lágu matsgerðinni til grundvallar. Við aðstæður sem þessar , þegar ekkert liggur fyrir um nánara inntak fyrirvara, hafi Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að endurupptaka verði ekki byggð á slíkum fyrirvara án þess að skilyrðum 11. gr. skaðabóta laga sé fullnægt. Stefndi byggir enn fremur á því að skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga til endurupptöku bótaákvörðunar sé ekki fullnægt. Engum ófyrirsjáanlegum breytingum á heilsu stefnanda sé til að dreifa sem rekja megi til slyssins enda ósannað að einkenni vefjagigtar sé að rekja til þess . Þá byggi s t matsniðurstaða yfirmatsmanna ekki á öðrum ófyrirsjáanlegum breytingum á heilsu stefnanda. Þvert á móti legg i yfirmatsmenn hið gagnstæða til grundvallar í mats gerð sinni, langvarandi tognunareinkenni frá brjóst - og lendhrygg. Mögulegt vanmat á afleiðingum slyss ins feli ekki í sér grundvöll til endurupptöku á grundvelli 11. gr. ef ekki er unnt að sýna fram á breytingar á heilsufari stefnanda. Þá er því hafnað af hálfu stefnda að hækkun miska um átta stig og varanleg r a r örorku um 8% teljist vera veruleg hækkun í skilningi 11. gr. enda verði slíkt ekki ráðið af dómaframkvæmd Hæstaréttar. Hvorugu skilyrði 11. gr. sé þannig fullnægt. Til vara krefst stefndi þess að kr öfur stefnanda verið lækkaðar til samræmis við matsgerð yfirmatsmanna . Lögð er til grundvallar sama aðferð við útreikning varakröfu og dómkröfu stefnanda , sem ekki er gerð athugasemd við , og þannig reiknaður út óbættur hluti tjóns stefnanda á grundvelli yfirmatsgerðarinnar að frádreginni niðurstöðu matgerðarinnar sem gefin var út 7. september 2010 . Þannig lúti lækkunarkrafan að átta stiga miska sem nemi 941.560 krónum og 8% varanlegri öror ku er nemi 3.833.846 krónum , Vaxtakröfu stefnanda er sérstaklega mótmælt þar sem vextir eldri en fjögurra ára frá málshöfðunardegi 19. mars 2019 séu fyrndir, sbr. 3. gr., sbr. 24. gr. , laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttind a. Yfirlýsingar stefnda um að falla frá fyrningu hafi ekki tekið til vaxta. Að auki er kröfu um dráttarvexti fyrir dómsuppsögudag mótmælt, sbr. 4. mgr. 5. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, enda hafi meira 10 en níu ár verið liðin frá slysi er stefnandi höfðaði mál þetta auk þess sem krafa stefnanda sé bæði óviss og umdeild og því rétt að miða við nefnt tímamark. Niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi frekari bóta úr hendi stefnda vegna afleiðinga umferðarslyss 31. mars 2009. Fyrir höfðun málsins höfðu stefna nda verið greiddar bætur 27. september 2010 . Ágreiningslaust er þannig að stefnda ber að bæta stefnanda tjón hennar vegna fyrrgreinds umferðarslyss. Kröfu sína byggir stefnandi á niðurstöðu dómkvaddra matsmanna frá 2 7 . júní 201 8 en hún vefengir niðurstöðu yfirmatsgerðar frá 2 2. desember 2020 . Síðarnefnda matsgerðin er efnislega á þann veg að lagt er mat á sambærileg einkenni og metin voru í öndverðu á árinu 2010 en komist að þeirri niðurstöðu að miskastig og örorka stefnanda sé meiri en lagt hafi verið til grundvallar við uppgjör á tjón i hennar sem fram fór 27. september 2010. Að mati yfirmatsmanna var talið ósannað að orsakasamband væri milli einkenna stefnanda vegna vefjagigtar sem hún var greind með síðla árs 201 5 og slyss ste fnanda 31. mars 2010. Þáverandi lögmaður stefnanda undirritaði svokallað fullnaðaruppgjör, sem fram fór 27 . september 201 0 , með fyrirvara um mat á varanleg um afleiðingum slyssins, eins og fyrirvarinn er orðaður . Ekki var gerð frekari grein fyrir þeim fyri rvara. Stefnandi reisir málsókn sína á þessum fyrirvara og byggir jafnframt á 11. gr. skaðabótalaga. Úr því hefur verið leyst ítrekað fyrir dómi að fyrirvari af þessu tagi, þar sem ekki er skírskotað til sérstakra ástæðna, skapi ekki grundvöll til endurupp töku bótauppgjörs nema fullnægt sé skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga. Má í þeim efnum vísa í dæmaskyni til dóm a Hæstaréttar í máli nr. 5 76/2013 frá 20. febrúar 2014 og í máli nr. 391/2015 frá 18. febrúar 2016 . Í því ljósi myndi reyna á málsástæðu stefnanda u m að skilyrðum endurupptöku á grundvelli 11. greinar sé fullnægt ef ekki kæmi annað og meira til. Í málinu liggja fyrir þrjár matsgerðir , t vær sem aflað var fyrir dómi og ein sem málsaðilar höfðu áður komið sér saman um að afla. Niðurstöður þessara matsger ða eru raktar hér að framan. Það er hlutverk dómstólsins á grundvelli mats á gildi þessara sönnunargagna, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála, að skera úr ágreiningi aðila um það hvaða atriði í þessum matsgerðum ber að leggja til grundvallar nið urstöðu málsins. Eins og áður segir var niðurstaða dómkvaddra yfirmatsmanna í yfirmatsgerð þeirra, sem dagsett er 2 2 . desember 2020 , sú að umrætt slys hefði haft í för með sér varanlegan miska sem næmi 1 5 stigum og varanlega örorku sem næmi 15%, en það er 11 hækkun frá upphaflegri matsgerð frá 7. september 2010 . Byggt var á því að orsakatengsl væru fyrir hendi milli slyssins og tognunareinkenna í brjóst og lendhrygg en tognunareinkenni hafi ekki verið í hálsi við læknisskoðun á matsfundi. Því var jafnframt slegið föstu að stefnandi væri með slæma vefjagigt í formi þrálátra verkja, eymslapunkta á dæmigerðum stöðum ásamt þreytu, stirðleika og svefntruflana og fleira. Matsmenn töldu á hinn bóginn ekki unnt að telja að þessi vefjagigtareinkenni væru sannanlega a ð rekja til slyssins. Einkennin hefðu ekki komið fram fyrr en sex árum eftir slysið og gætu átt sér ýmsar skýringar . Matsmenn töldu upp ýmis heilsufarsvandamál sem stefnandi hefði glímt við í því sambandi, meðal annars legslímhúðarflakk sem og verkjaheilke nni frá rófubeini sem hvoru tveggja valdi langvinnum verkjum og vanlíðan. Yfirmatsmenn tóku afstöðu til þess, sérstaklega aðspurðir , að tímabært hefði verið að meta afleiðingar slyssins 31. mars 2010. Niðurstaða undirmatsmanna í matsgerð sem dagsett er 2 7 . júní 201 8 var aftur á móti sú að varanlegur miski stefnanda næmi 2 0 stigum en varanleg örorka væri 20 % , og lagt til grundvallar að stefnandi byggi við vefjagigt vegna afleiðinga slyssins . Stefnandi byggir á því að hún hafi ekki búið yfir vitneskju um viðb ótarkröfu sína vegna slyssins fyrr en á árinu 2015 er hún var grein d með vefjagigt þegar einkenni hennar höfðu versnað mikið . Að mati dómsins verður, við mat á vægi niðurstöðu mat s gerðar undirmatsmanna, að líta til þess að fyrir liggur að þeir höfðu ekki m illi handa sjúkraskrá stefnanda frá Ö vegna þeirra tilvika þegar stefnand i leitaði til heilsugæslu nnar frá 2009 til 2016. Í sjúkraskránni eru rakin nokkuð mörg tilvik og ýmsar aðgerðir og rannsóknir sem stefnandi undirgekkst á þessu árabili. Þessi gögn höfðu yfirmatsmenn undir höndum og gafst þeim þannig tækifæri til að leggja mat á möguleg áhrif annar ra heilsufarsvandamála stefnanda á það að hún greindist með vefjagigtarheilkenni. Er einnig til þess að líta að meðal yfirmatsmanna var sérfræðingur í gigtarsjúkdómum. Eru því ekki forsendur til að leggja matsgerð undirmatsmanna til grundvallar fram yfir m atsgerð yfirmatsmanna. Er þá einnig horft til þess, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 315/2006 sem kveðinn var upp 8. mars 2007, að sönnunargildi yfirmatsgerðar þriggja dómkvaddra matsmanna, sem ekki hefur verið hnekkt með öðrum gögnum, vegur þyngra við mat á sönnun en undirmatsgerð, að því tilskildu að ekki hafi verið sýnt fram á galla á yfirmatsgerðinni. Í málinu er ekkert fram komið um að ekki hafi verið gætt réttra aðferða við mat hinna dómkvöddu yfirmatsmanna eða að niðurstaða þeirra byggi st á röngum for sendum. Þvert á móti er hún vel rökstudd. 12 Þegar horft er til framangreindrar umfjöllunar dómkvaddra yfirmatsmanna liggur fyrir að sambærileg einkenni liggja mati þeirra til grundvallar og fjallað er um í matsgerð þeirri sem dagsett er 7. september 2010. Ve rður því ekki séð að skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga sé fullnægt , að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu stefnanda, þannig að rök hafi staðið til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegan miska eða örorkubætur. Í því ljósi og með hliðsj ó n af því að yfirmatsmenn töldu að tímabært hefði verið að leggja mat á afleiðingar slyssins 31. mars 201 0 verður lagt til grundvallar að stefnandi hefði átt að geta lokið gagnaöflun um kröfuna á árinu 2010. Dómstólar hafa ítrekað horft til ályktunar matsm anna um það hvenær ekki sé frekari bata að vænta, þegar mat er lagt á það hvenær fyrningarfrestur byrjar að lí ð a, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar í máli nr. 661/2010 frá 21. júní 2011. F yrningarfrestur samkvæmt 99. gr. þágildandi umferðarlaga hófst því í lo k árs 2010. Sá frestur er fjögur ár og var því runninn út þegar stefnandi hreyfði við málinu á ný við stefnda á árinu 2016, rúmlega fimm árum síðar, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar í máli nr. 77/2008 frá 13. nóvember 2008. S amþykki stefnda, fyrir því að mál ið fyrndist ekki á meðan stefnandi aflaði frekari gagna , sem látið var í té 1. desember 2016, var sett fram með fyrirvara um að málið væri ekki þá þegar fyrnt. V ara - og þrautavarakröfur stefnanda sem byggja st á niðurstöðu yfirmatsmanna, um hærri miska og varanlega örorku en metið hafði verið í upphaflegu mati, verða ekki heldur teknar til greina . Ræður þar fyrst og fremst úrslitum að sama tímaviðmið, um það hvenær ekki hafi verið að vænta frekari bata , 1. sept ember 2010, á einnig við um þær kröfur , eins og aðalkröfu stefnanda . Gerist því ekki þörf á að leysa úr því hvort stefnanda er hald í þeim fyrirvara sem gerður var við uppgjörið 27. september 2010 án þess að skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga sé fullnægt. Ver ður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, dagsettu 7. september 2017 . Ekki eru efni til að fallast á framsetta kröfu um málflutningsþóknun þar sem tímafjöldi sem bókaður er í tímaskýrslu lögmanns stefnanda við undirbúning málflutnings er nokkuð úr hófi og verður því ekki alfarið á skýrslunni byggt. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði , þar með talin þóknun lögmanns hennar , K ára V altýssonar . Kári V altýsson lögmaður flutti málið af hálfu stefnanda og Gísli Örn Reynisson Schramm lögmaður fyrir stefnda. 13 Björn L. Bergsson , héraðsdómari og dómsformaður , kveður upp þennan dóm ásamt Barböru Björnsdóttur , héraðsdómara og Halldóri Baldurssyni , bæklunarlækni. Dómsorð: Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar , Kára V altýss onar, sem þykir hæfilega ákveðin 1.6 00.000 krónur. Björn L. Bergsson Barbara Björnsdóttir Halldór Baldursson