Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. júlí 2021 Mál nr. E - 8252/2020 : A ( Magnús Davíð Norðdahl lögmaður ) g egn í slenska ríki nu ( Óskar Thorarensen lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 16. júní 2021, var höfðað 17. desember 2020 af hálfu A , f. 9 . ágúst 1991 , ríkisborgara Afganistan með óþekkt heimilisfang, á hendur íslenska ríkin u, Reykjavík, til ógildingar á úrskurð i kærunefndar útlendingamála. Stefnandi krefst þess að ógiltur verði með dómi úrskurður kærunefndar útlendingamála, dags. 18 . júlí 20 19 , í máli númer 3 49 /2020 , í stjórnsýslumáli nr. KNU 19040115, þess efnis að staðfesta ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka ekki til efnismeðferðar ums ókn hans um alþjóðlega vernd á Íslandi og vísa honum frá landinu. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati ré ttarins. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnandi kom til landsins á árinu 2016 og framvísað i dvalarleyfisskírteini útgefnu af grískum yfirvöldum með gildistíma til 17. júní 2018 . Hann sótt i um alþjóðlega vernd á Íslandi 16. febrúar 2016 og s endi Út lendingastofnun í kjölfarið beiðni um endurviðtöku til Grikklands með því að þar skyldi fjallað um umsókn hans. G rísk stjórnvöld höfnuðu beiðninni þann 12. júlí 2016 með vísan til þess að stefnanda hefði þegar verið veitt viðbótarvernd í Grikk landi. S tefna nda var synjað um efnislega meðferð umsóknar sinnar hér á landi með ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 22. júlí 2016. S ú ákvörðun var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála nr. 359/2016 þann 13. október 2016 og var stefnanda fylgt til Grikklands 9. janúar 2017. Stefnandi kom hingað til lands að nýju 13. nóvember 2018 og sótti um alþjóðlega vernd hjá l ögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 19. nóvember 2018. Að lokinni 2 málsmeðferð ákvað Útlendingastofnun að umsókn stefnanda um alþjóðlega vernd yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi og að stefnand a skyldi vísað frá landinu og hann fluttur til Grikklands á ný. Var sú ákvörðun birt stefnanda 16. apríl 2019 og kærð til kærunefndar útlendingamála 30. a prí l s.á. Ákvörðun Útlendingastofnun ar var staðfest af kærunefnd inni með úrskurði dags. 18. júlí 2019 , í máli númer 3 49 /2020 . Það er sá úrskurður sem stefnandi krefst ógildingar á í máli þessu. Stefnandi óskaði 29. júlí 2019 eftir frestun réttaráhrifa þess ú rskurð ar kærunefndar sem krafist er ógildingar á í málinu, en b eiðni nni var synjað 22. ágúst s.á . Útlendingastofnun varð ljóst þann 16. september 2019 að stefnandi væri horfinn úr úrræði stofnunarinnar og af þeim sökum var ekki farið með stefnanda til Grik klands . Þann 19. nóvember 2019 barst kærunefnd endurupptökubeiðni stefnanda og að fengnum upplýsingum um að yfirvöld hefðu engar spurnir haft af dvalarstað hans var beiðni hans um endurupptöku synjað 1 7. febrúar 2020. Stefnandi lagði öðru sinni fram beiðni um endurupptöku 16. október 2020 . Óskað var eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og stoðdeild ríkislögreglustjóra um stöðu málsins og þá kom fram að staðan væri óbreytt og að stoðdeild ríkislögreglustjóra h efði ítrekað án árangurs reynt að ná sambandi við stefnanda símleiðis og með skilaboðum til lögmanns stefnanda. Beiðni stefnanda um endurupptöku var þá hafnað í annað sinn með úrskurði dags. 13. nóvember 2020. Þriðja beiðni stefnanda um endurupptöku barst kærunefnd 7. desember 2020 og var þeirri beiðni hafnað með ú rskurð i eftir að mál þetta var höfðað, þann 7. janúar 2021. Stefnandi mun ekki hafa lagt fram skilríki eða önnur gögn sem til þess voru fallin að sanna á honum deili þegar hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi í annað sinn , en hann greindi frá því að hann vær i með stöðu flóttamanns í Grikklandi . Hann mun þá hafa lagt fram útrunnið grískt dvalarleyfisskírteini með gildistíma til 17. júní 2018 og grískt nemandaskírteini fyrir skólaárið 2017 2018 gefið út 2. nóvember 2017. Beiðni um upp lýsingar um stöðu stefnanda í Grikklandi var send grísk um yfirvöld um 27. nóvember 2018. Samkvæmt svari þeirra , dags. 5. apríl 2019, var stefnanda veitt viðbótarvernd í Grikklandi 28. júní 2015 undir nafninu A . Stefnandi hafi fengið útgefið dvalarleyfi í sa mræmi við það, sem hafi verið endurnýjað, og sé handhafi dvalarleyfis með gildistíma frá 18. júní 2018 til 17. júní 2021. Útlendingastofnun lagði til gru ndvallar að stefnandi væri handhafi viðbótarverndar og gilds dvalarleyfis í Grikklandi og var mál hans því ekki tekið til efnismeðferðar heldur sætti það svokallaðri verndarmeðferð , með vísan til a - liðar 36. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. 3 Þar sem stefnandi hafði áður sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og verið synjað um efnislega meðferð umsóknar sinn ar laut málsmeðferð seinni umsóknar hans einkum að því hvort aðstæður hans hefðu breyst frá fyrri umsókn hans hér á landi og því hvort sérstakar ástæður ættu við í máli hans . Stefnandi lýsti í viðtölum aðstæðum sínum í Grikklandi, heilsufari sínu og atburð um sem haft hefðu áhrif á heilsu hans. Stefnandi byggir á því í málinu að vegna andlegra kvilla sem hrjái hann hefði hann átt að teljast í sérstaklega viðkvæmri stöðu og því hefði átt að taka mál hans til efnismeðferðar hér á landi. Alþjóðleg vernd sem hon um hafi verið veitt í Grikklandi feli ekki í sér virka vernd. Stefndi krefst sýknu og vísar til þess að stjórnvöld hafi lag t mat á trúverðugleika frásagnar stefnanda og samræmi við heilsufarsgögn sem lögð voru fram og jafnframt hafi verið tekið mið af alþj óðleg um skýrslu m og gögnum varðandi aðstæður og réttindi u msækjenda um alþjóðlega vernd í Grikklandi og þeirra sem njóta þar viðbótarverndar. Stefnandi kaus að koma ekki fyrir dóm við aðalmeðferð málsins til að gefa skýrslu og ekki var upplýst frekar um dv alarstað hans eða aðstæður. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að það að hann kunni að hafa dvalarleyfi í Grikklandi feli ekki í sér að hann njóti virkrar verndar í skilningi flóttamannasamningsins . Samkvæmt a - lið 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga sé stjórnvöldum heimilt að synja því að taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar . Það eigi við hafi umsækjandi að eigin frumkvæði eftir að hafa hlotið virka alþjóðlega vernd eða annars konar vernd í ö ðru ríki eða ef hann, eftir að hafa dvalist í ríki þar sem hann þurfti ekki að sæta ofsóknum, gat óskað eftir því að fá viðurkennda stöðu sem flóttamaður og, ef hann var talinn flóttamaður, fengið vernd í samræmi við alþjóðasamning um stöðu flóttamanna. Í athugasemdum me ð frumvarp i að lögum nr. 80/2016 segi svo mgr. eru rakin þau skilyrði sem geta verið fyrir hendi svo að stjórnvöld megi hafna því að taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar. Í fyrsta lagi er um það að ræða að um sækjanda hafi verið veitt alþjóðleg vernd eða annars konar vernd í öðru ríki eins og mælt er fyrir um í a - lið 1. mgr. Er þá skilyrði að um virka vernd sé að ræða í samræmi Í úrskurði kærunefndar útlen dingamála, dags. 18. júlí 2019, í máli nr. 349/2019 , segi svo: Grikklandi þann 28. júní 2015 og hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 17. júní 2021. Að 4 mati kærunefndar felur sú ver nd sem kærandi nýtur í Grikklandi í sér virka alþjóðlega vernd í skilningi a - Stefnandi telji að a - lið 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga eigi að túlka til samræmis við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands, þá einku lögskýringargögn með sér að ákvæðið vísi til hugtaksins. M at stjórnvalda á því að veiting dvalarleyfis í Grikklandi sé óforsvaranlegt og sé því til stuðnings vísað til skrifa fræðimanna um hugtakið virka vernd. M at kærunefndar útlendingamála sé algerlega órökstutt og sé það til marks um að meðferð kærunefndar innar brjóti gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Þó að st jórnvöldum sé eftirlátið ákveðið frjálst mat við töku matskenndra stjórnvaldsákvarðana verð i það mat að vera forsvaranlegt. Í máli s tefnanda hafi stjórnvald komist að rangri niðurstöðu og byggi st úrskurður kærunefndar útlendingamála á óforsvaranlegu mati s em leiði til ógildingar. Staða hælisleitenda og þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi sé afskaplega bágborin. Þar sæti þeir sem hlotið haf a alþjóðlega vernd slíkri mismunun og búi við svo kröpp kjör að ómögulegt sé að telja að stefnandi njót Ú rskurður kærunefndar útlending a mála hafi verið ólögmætur og ógildanlegur. Þá hafi málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga, óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins og málsmeðferðarreglur útlendingalaga verið brotnar við meðferð og ákvörðun í máli nu . Þá hafi ákvarðanir stjórnvalda einnig verið efnislega rangar og því í andstöðu við bæði form og efnisreglur stjórnsýsluréttarins almennt og sérstaklega. Þessar ákvarðanir og aðgerðir stjórnvalda hafi farið gegn lögum og alþjóð legum skuldbindingum. Málsmeðferðarreglur h afi verið brotnar þar sem rannsókn kærunefndarinnar og Útlendingarstofnunar hafi verið ófullnægjandi. Þá hafi verið brotið gegn grundvallarmannréttindum stefnanda , sem tryggð séu í stjórnarskrá og samkvæmt alþjóða skuldbindingum. M eðferð stjórnvalda á umsóknum umsækjanda brjóti í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Í 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sé kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörð un er tekin í því og sú regla sé áréttuð í 2. mgr. 23. gr. útlendingalaga. Jafnframt sé áréttuð túlkuna r regla 3. mgr. 23. gr. laga nna um að íslensk stjórnvöld skuli við framkvæmd ákvæða III. og IV. kafla eiga samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóða nna, sbr. 35. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, m.a. um framkvæmd og túlkun þess samnings og laga um útlendinga. 5 Í 196. málsgrein handbókarinnar um réttarstöðu flóttamanna frá 1979, útgefinni af Flóttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), sé m.a. þessu leiðir að þótt sönnunarbyrðin hvíli á umsækjanda þá er það sameiginleg skylda umsækjanda og viðkomandi stjórnvalds að komast að raun um staðreyndir málsins og að Þ ví tilfinnanlegri eða meira íþyngjandi sem stjórn valdsákvörðun sé, þeim mun strangari kröfur verð i að gera til rannsóknar á þeim atvikum er leið i til niðurstöðunnar. V egna þeirra andlegu kvilla sem hrjái stefnanda hefði átt að telja hann í sérstaklega viðkvæmri stöðu í skilningi 6. tl. 3. gr. útlendingal aga. Það ætti síðan með réttu að leiða til þess að sérstakar aðstæður sé u uppi í máli hans til þess að taka það til efnismeðferðar á grundvelli 2. mgr. 36. gr. útlendingalaga. Í greinargerð hans til kærunefndar útlendingamála sé u reifaðar athugasemdir við 2. mgr. 36. gr. frumvarps þess er varð að lögum um útlendinga því til stuðnings. Þar k omi einnig fram að stefnandi telji sig vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu í skilningi 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga. Stefnandi hafi í þessu samhengi vísað til ofbeldis og kynþáttafordóma sem hann hafi orðið fyrir í Grikklandi. Stefnandi eigi þar í engin hús að venda og muni ekki geta fengið atvinnu þar í landi. Stefnandi glími við mikla andlega vanlíðan og muni eiga erfitt með að fá heilbrigðisþjónustu þar í landi. Í þessu samhengi sé jafnframt á því byggt að beiting reglugerðar nr. 257/2018, um breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017, eigi sér ekki lagastoð og gangi gegn lögmætisreglunni. Í þessu sambandi sé vísað til lögskýringargagna, til þess að viðmiðin séu nefnd í dæmaskyni og vísa ð til umfjöllunar fræðimanna varðandi túlkun matskenndra reglugerðarheimilda. Í áliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar Alþingis um frumvarpið , sem varð að lögum nr. 81/2017, sjá Alþt. 2017 - 2018, A - deild þskj . 393 - 113. mál, k omi þetta fram: áréttaður er sá vilji löggjafans að ávallt skuli taka til efnislegrar meðferðar umsóknir um alþjóðlega vernd ef umsækjandi er í sérstaklega viðkvæmr i stöðu, sbr. 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga. Bent var á að lögskýringargögn væru ekki skýr um þetta atriði og varhugavert geti verið að nýtt þing árétti vilja fyrri þinga án þess að því fylgi Í greinargerð með frumvarp i ,sem varð að lögum nr. 81/2017 um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (málsmeðferðartími), sjá Alþt. 2017 - 2018, A - deild þskj. 113 113. mál, k omi 6 efnislegrar meðferðar umsóknir um alþjóðlega vernd ef umsækjandi er í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga, líkt og fram kom í athugasemdum við 2. mgr. 36. gr. frumvarps þess sem varð að gildandi lögum um V ilji löggjafans eins og hann birtist í lögskýring argögnum sé kristaltær og hann st andi til þess að taka skuli umsóknir þeirra sem teljast vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu til efnismeðferðar á grundvelli 2. mgr. 36. gr. útlendingalaga. Hefði meginreglum stjórnsýsluréttar verið fylgt og mál stefnanda ver ið nægjanleg a upplýst m egi allt eins vera að niðurstaðan hefði orðið önnur. Bein tengsl sé u á milli brota á mikilvægum meginreglum og þeirrar niðurstöðu sem stjórnvöld kom i st að í málinu. Ekki hafi verið litið til mikilvægra upplýsinga sem hefðu getað brey tt niðurstöðu málanna. Brot gegn meginreglum stjórnsýsluréttar og þá sérstaklega rannsóknarreglunni, jafnræðisreglunni og lögmætisreglunni fel i í sér verulegan annmarka út frá almennum mælikvarða og sérstökum mælikvarða. M álsástæður og lagarök stefnda Um virka vernd í skilningi a - liðar 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga Stefndi mótmæli því að dv alarleyfi í Grikklandi feli ekki í sér virkra vernd í skilningi flóttamannasamningsins og mótmæli því að það mat stjórnvalda að dvalarleyfi stefnanda í Grikklandi feli í sér virka alþjóðlega vernd í skilningi a - liðar 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga sé algerlega órökstutt . Stefnandi tilgreini ekki nánar tilvísun sína til skrifa fræðimanna um hugtakið virka vernd eða rökstyðji fullyrðingar sínar frekar . Þ ví sé erfitt að átt a sig á því hvernig mat stjórnvalda á að vera óforsvaranlegt. F yrir hafi legið v ið meðferð málsins á báðum stjórnsýslustigum svar grísk ra stjórnvalda, dags. 5. apríl 2019, við beiðni Útlendingastofnunar um upplýsingar um stöðu stefnanda í Grikklandi , þar sem fram k omi að stefnanda hafi verið veitt viðbótarvernd þar í landi 28. júní 2015 og að hann sé handhafi grísks dvalarleyfis með gildistíma frá 18. júní 2018 til 17. júní 2021. L jóst sé af fyrirliggjandi gögnum málsins að sú vernd sem stefnandi n jóti í G rikklandi feli í sér virka alþjóðlega vernd í skilningi a - liðar 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga og á því sé byggt af hálfu stefnda. Einstaklingsbundnar aðstæður og hugtakið einstaklingur í sérstaklega viðkvæmri stöðu Stefndi vísi til dóm a Mannréttindadómstó ls Evrópu um að mat á því hvort brotið sé gegn 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu með endursend ingu til heimaríkis snúist ekki aðeins 7 um aðstæður í viðkomandi ríki heldur einnig um það hvaða áhrif þær hafa á viðkomandi einstakling og í hvaða aðstöðu hann s é til að takast á við þær . Þ essi sjónarmið um mat á einstaklingsbundnum aðstæðum séu óaðskiljanlegur hluti mat s á því hvort sérstakar ástæður séu til taka mál til efnismeðferðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga, og fari alltaf fram við ákvörðun um hvort taka eigi umsóknir um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar hér á landi. Mat á einstaklingsbundnum aðstæðum umsækjanda um alþjóðlega vernd get i t.d. valdið því að sumir umsækjendur sé u endursendir til tiltekinna ríkja en aðrir ekki. Mat á e instaklingsbundnum aðstæðum í þessum skilningi sé ekki það sama og mat á því hvort umsækjandi teljist vera einstaklingur í sérstaklega viðkvæmri stöðu s amkvæmt 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga og 1. mgr. 25. gr. laganna. Ákvörðun um það hvort umsækjandi úi st um hvort þörf sé á sérstökum stuðningi við umsækjanda í gegnum umsóknarferlið og á meðan hans dvöl st andi hér á landi. Samkvæmt lögum um útlendinga telj i st þeir einstaklingar vera í sérstaklega viðkv æmri stöðu sem vegna tiltekinna persónulegra eiginleika eða aðstæðna hafa sérþarfir sem taka þ urfi tillit til við meðferð máls eða get i ekki að fullu , eða með engu móti , nýtt sér rétt eða uppfyllt skyldur s amkvæmt lögum um útlendinga, án aðstoðar eða sérst aks tillits. Í skilgreiningunni séu tal dir upp í dæmaskyni tilteknir hópar einstaklinga sem þarna gætu fallið undir . Lykilatriði hennar sé þ ví ekki hvort umsækjandi tilheyri hópi sem nefndur sé í dæmaskyni í 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga , heldur hvor t umsækjandi þurfi sérstaka aðstoð við meðferð máls eða til að nýta sér réttindi eða skyldur. Þannig gæti t.d. einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi, aldraður einstaklingur eða þunguð kona, sem þurfi engan sérstakan stuðning og hafi engar sérþarfir, fallið utan skilgreiningarinnar. Engu að síður gætu þessi einkenni skipt máli við mat á einstaklingsbundnum aðstæðum umsækjanda. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga um útlendinga skuli Útlendingastofnun tryggja eins fljótt og kostur er, við meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd, að fram fari, með aðstoð viðeigandi sérfræðinga, einstaklingsbundin greining á því hvort umsækjandi teljist vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. 6. tölul. 3. gr. Sé hann í slíkri stöðu sk uli meta hvort hann hafi einhverjar sérþarfir, svo sem þörf á tiltekinni heilbrigðisþjónustu . S kilgreiningi n í 6. tölul. 3. gr. laganna lúti að því hvaða stuðning umsækjandi þurfi og sé hann talinn einstaklingur í sérstaklega viðkvæmri stöðu hafi það ekki önnur réttaráhrif 8 en þau sem sérstaklega sé get ið í lögum eða reglugerð samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga um útlendinga . Einstaklingsbundnar aðstæður umsækjanda haf i vægi og séu skoðaðar í samhengi við aðstæður í viðtökuríki þegar metið sé hvort sérstakar ástæður mæli með því að umsókn sé tekin til efnisme ðferðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og dóm aframkvæmd Mannréttindadómstól s Evrópu . Þær aðstæður haf i því þýðingu fyrir afi áhrif á þann stuðning sem ums ækjandi f ái meðan á málsmeðferð hans st andi. Um sérstakar ástæður í skilningi 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga Á grundvelli eldri laga um útlendinga nr. 96/2002 hafi við mat á sjónarmið um tengdu m stöðu einstakra umsækjenda v erið gengið út frá því að ástand og aðstæður í viðtökuríki og fyrri reynsla þeirra þyrft u að vera bæði sérstakar og á ákveðnu alvarleikastigi. Á kvæði 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 sé matskennt og veiti stjórnvöldum ríkt svigrúm til að ákveða á hvaða málefnalegu sjónarmiðum ákvörðun sé byggð og hvert vægi þeirra skuli vera. Stjórnvöld sé u þó ávallt bundin af réttmætisreglu stjórnsýsluréttar en af henni leiði að sjónarmiðin skuli vera málefnaleg. Þá geri jafnræðisreglan þá kröfu að við úrlausn m ála gæti stjórnvöld samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Til að leiða fram þau sjónarmið sem geti verið grundvöllur ákvörðunar h afi kærunefndin litið til lögskýringargagna með 36. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Fram komi í athugasemdum með 36. gr . frumvarp s að lögu nu m að með sérstökum ástæðum sé vísað til þess að einstaklingar geti verið í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna heilsufars eða þungunar eða átt erfitt uppdráttar í viðtökulandi vegna mismununar sem viðkomandi einstaklingur verði fyrir sökum kynhneigðar, kynþáttar eða kyns. Þegar frumvarp ið hafi verið lagt fyrir Alþingi hafi verið lögð til ákveðin tenging við hugtakið , en því orðalagi hafi verið breytt í m eðförum þingsins og vísun til sérstaklega viðkvæmrar stöðu tekin út. Við gildistöku l aga nr. 81/2017, um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 , hafi vægi sjónarmiða við mat á sérstökum ástæðum í skilningi 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga breyst lít illega í meðförum þing nefndarinnar með hliðsjón af tilteknum lögskýringargögnum sem fylgdu breytingalögunum . Við gildistöku reglugerðar nr. 276/2018 , um breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017 , þ ann 6. mars 2018 , hafi nokkuð þrengst svigrúm stjó rnvalda til mats á þeim viðmiðum sem styðjast skuli við. Bætt hafi verið við reglugerðina þremur nýjum greinum 9 sem fjall i nánar um sérstakar ástæður og sérstök tengsl, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Þ ar sé hvergi vísað til sérstaklega viðkvæmrar stöðu einstaklings s amkvæmt 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga sem þáttar sem taka skuli inn í matið á því hvort sérstakar ástæður séu fyrir hendi í málinu, utan þess sem fram komi í 32. gr. a í reglugerð inni um að sé barn fylgdarlaust beri að taka ríkt tillit til afstöðu þess og þeirrar sérstaklega viðkvæmu stöðu sem það sé í s amkvæmt 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga. Í 32. gr. a í reglugerð um útlendinga sé að finna viðmið um m at á því hvort taka skuli umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar mæli sérstakar ástæður með því. B til þess sé um að ræða tæmandi upptalningu á þeim sjónarmiðum sem komið get i til greina við mat á því hvor t sérstakar ástæður séu fyrir hendi í máli. Því geti a ðrar aðstæður, sambærilegar í eðli sínu og á svipuðu alvarleikastigi, haft vægi við ákvörðun um hvort sérstakar ástæður séu til að taka mál umsækjanda til efnismeðferðar hér á landi, svo framarlega sem slíkar aðstæður séu ekki sérstaklega undanskildar, sbr. 3. mgr. 32. gr. a í reglugerðinn i . V ið mat á því hvort taka skuli umsókn til efnismeðferðar á grundvelli sérstakra ástæðna séu einstaklingsbundnar aðstæður skoðaðar í hverju máli fyrir sig, með tillit i til aðstæðna í viðtökuríki , og sé með sérstökum ástæðum átt við einstaklingsbundnar aðstæður er varð i umsækjanda sjálfan, aðrar en þær sem myndu að jafnaði rúmast innan 3. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Ávallt sé horft til einstaklingsbundinna aðstæðna við mat á því hvort sérstakar ástæður mæli með því að mál verði tekið til efnismeðferðar í skilningi 2. mgr. 36. gr. sömu laga, þ.m.t. heilsufars einstaklings og annarra þátta. Sjálfstætt heildarmat sé því lagt á atvik í hverju máli á grundvelli einstakli ngsbundinna aðstæðna og aðstæðna í viðtökuríki. Rannsóknarregla 10. gr. stjórnsýslulaga og sérstakar ástæður Því sé mótmælt a ð rannsókn Útlendingastofnunar og kærunefndar hafi ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þv í að komist hafi verið að efnislega rangri niðurstöðu í máli s tefnanda og því að stjórnvöld hafi ekki tekið næg i legt tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna hans. Til stuðnings kröfu sinni um efnismeðferð á grundvelli sérstakra ástæðna, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga, vís i stefnandi m.a. til þess að hann hafi orðið fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum í Grikklandi, hann eigi þar í engin hús að venda, muni ekki geta fengið atvinnu og muni eiga erfitt með að fá heilbrigðisþjónustu þar í landi. Þá telj i s tefnandi að vegna þeirra andlegu kvilla sem 10 hrjái hann hafi átt að telja hann í sérstaklega viðkvæmri stöðu í skilningi 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga, sem ætti að leiða til þess að mál hans yrði tekið til efnismeðferðar. Í ákvörðun Útlendingastof nunar k omi fram að umsækjandi sé ekki í sérstaklega viðkvæmri stöðu og í úrskurði kærunefndar nr. 349/2019 segi að fyrirliggjandi gögn málsins, þ.á m. viðtöl kæranda hjá Útlendingastofnun og framlögð heilsufarsgögn, beri ekki með sér að kærandi teldist haf a sérþarfir í skilningi 6. tölul. 3. gr. laga um útlendinga sem taka þyrfti tillit til við meðferð málsins. Í úrskurði sínum hafi kærunefnd lagt heildstætt mat á mál stefnanda með hliðsjón af þeim aðstæðum sem búast m egi við að bíði hans í viðtökuríki. Mat kærunefndar hafi verið byggt á þeirri forsendu að hann nyti þegar virkrar verndar í Grikklandi og því kæmi til greina að beita ákvæði a - liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands. Meðal þess sem hafi verið skoðað hafi verið hvor t stefnandi ætti þar rétt á viðeigandi heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og hvernig endurnýjun dvalarleyfa væri hagað þar í landi. Í úrskurði num hafi einstaklingsbundnar aðstæður stefnanda verið raktar og þær lagðar til grundvallar niðurstöðu málsins, by ggðar á frásögn hans af aðstæðum sínum auk gagna, m.a. um heilsufar hans, sem hann hafi lagt fram við meðferð málsins. Það hafi verið mat kærunefndar innar að aðstæður stefnanda leiddu ekki til þess að sérstakar ástæður, í skilningi 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga, mæltu með því að umsókn hans yrði tekin til efnismeðferðar, sbr. jafnframt viðmið nefnd í dæmaskyni í 32. gr. a í reglugerð inni . Ákvæði 32. gr. a í reglugerð um útlendinga mæli fyrir um viðmið, í dæmaskyni, um það hvenær taka megi umsókn til e fnismeðferðar. Þar k omi m.a. fram að umsækjandi þurfi annars vegar að glíma við mikil og alvarleg veikindi, svo sem skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm, og hins vegar að meðferð við umræddum sjúkdómi sé aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki. Þá se gi berum orðum í sömu grein að heilsufar hafi að öðru leyti takmarkað vægi við mat á því hvort umsókn um alþjóðlega vernd skuli tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi á grundvelli sérstakra ástæðna, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga, nema að ást æðan sé talin það einstaklingsbundin og sérstök að ekki verði fram hjá henni litið. Gög n málsins beri ekki með sér að umrædd viðmið séu fyrir hendi í máli stefnanda. Í 2. mgr. 32. gr. a í reglugerð inni sé sérstaklega tekið fram að meðferð við veikindum tel jist, að öllu jöfnu, ekki óaðgengileg þótt greiða þurfi fyrir hana. Í máli stefnanda séu sérstakar ástæður ekki fyrir hendi . Í úrskurði nefndarinnar komi fram að stefnandi hafi m.a. verið greindur með þunglyndi og blandna kvíða - og geðlægðarröskun . Nefndin hafi m.a. litið til þess að gögn 11 um heilsufar stefnanda væru ekki þess eðlis að hann teldist glíma við mikil og alvarleg veikindi eða að aðstæður hans að því leyti væru svo einstaklingsbundnar og sérstakar að ekki yrði fram hjá þeim litið. Lögð h afi verið áhersla á það mat kærunefndar, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um aðstæður í Grikklandi, að stefnandi ætti rétt á endurgjaldslausri grunnheilbrigðisþjónustu, þ. á m. á nauðsynlegum lyfjum og geðheilbrigðisþjónustu. Í ljósi fyrirliggjandi gagna hafi ekki verið taldar forsendur til annars en að leggja það til grundvallar við úrlausn málsins að stefnandi gæti fengið viðhlítandi aðstoð í Grikklandi vegna heilsufarsvandamála sinna, þ.m.t. vegna andlegrar heilsu sinnar. K ærunefnd útlendingamála hafi því komist að þeirri niðurstöðu , að teknu tilliti til einstaklingsbundinna aðstæðna kæranda , að ekki væru fyrir hendi sérstakar ástæður sem mæltu með því að mál hans yrði tekið til efnismeðferðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Mál sástæðu r stefnanda um að rannsókn stjórnvalda hafi verið ófullnægjandi og um brot gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga séu ekki rökstu ddar með skýrum hætti í stefnu . Stefnand i vís i m.a. til 196. mgr. handbókar um réttarstöðu flóttamanna frá 1979 þar sem fram komi að þótt sönnunarbyrði hvíli á umsækjanda þá sé það sameiginleg skylda umsækjanda og viðkomandi stjórnvalds að komast að raun um staðreyndir málsins og að meta þær. V i ð málsmeðferð kærunefndar útlendingamála hafi stefnanda verið boðið að leggja fram frekari gögn í málinu 1. júlí 2019 og hafi frekari gögn um heilsufar borist 3. júlí 2019. Þegar kærunefndin met i hvort ástæða sé til þess að bíða eftir ítarlegri eða frekari upplýsingum um heilsufar kæranda sé litið til fyrirliggjandi upplýsinga um heilsufar, s vo sem framburð ar í viðtölum hjá Útlendingastofnun og upplýsing a í göngudeildarnótum og/eða læknisvottorðum. Þ að hafi verið mat kærunefndar í máli stefnanda að með fyri rliggjandi gögnum hafi verið nægjanlega upplýst um heilsufar stefnanda og ekkert í framlögðum gögnum hafi verið talið gefa ástæðu til þess að ætla að frekari upplýsingar myndu bæta einhverju við. S amkvæmt lögum um útlendinga h afi kærunefnd takmarkaðar heim ildir til þess að afla sjálf gagna um heilsufar stefnanda, sbr. m.a. 17. og 23. gr. laga um útlendinga. Í úrskurði sínum í máli stefnanda, nr. 349/2019, hafi kærunefnd bent stefnanda á að það væri fyrst og fremst á ábyrgð hans og talsmanns hans að leggja f ram þau gögn sem hann teldi nauðsynleg við meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd. Ne fndin hafi sérstaklega tekið fram að kærandi h efð i haft rúman tíma til að afla og leggja fram frekari heilsufarsgögn til stuðnings 12 umsókn sinn i meðan mál hans var til meðfer ðar hjá nefndinni h efði hann talið slíkt nauðsynlegt. Með tilliti til þeirra gagna sem fyrir hafi legið hafi mál stefnanda verið nægjanlega upplýst varða ndi heilsufar hans og einstaklingsbundnar aðstæður að öðru leyti. St efnandi h afi í þrígang lagt fram endurupptökubeiðni fyrir kærunefndina og í engri þeirra lagt fram frekari heilsufarsgögn til stuðnings þeirri málsástæðu að andlegt heilsufar hans, eða heilsufar hans að öðru leyti, sé bágborið eða hafi versnað frá því að úrskurð að var í máli hans. Því liggi ekkert fyrir sem gefi til kynna að ekki hafi verið réttilega lagt mat á heilsufar stefnanda í málinu. Að öllu framangreindu virtu sé það mat stefnda að meðferð máls stefnanda hjá stjórnvöldum hafi verið í samræmi við 10. gr. stjórns ýslulaga og að ekkert bendi til þess að rannsókn þess hafi verið ófullnægjandi eða að málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga, óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins og málsmeðferðarreglur laga um útlendinga hafi verið brotnar við meðferð og ákvarðanatöku í máli stefnanda. Ú rskurður kærunefndar útlendingamála beri með sér að mál stefnanda hafi verið rannsakað til hlítar hjá Útlendingastofnun og kærunefnd , sem hafi jafnframt gert stjórnvöldum kleift að komast að efnislega réttri niðurstöðu í máli stefnanda. Hvergi sé í stefnu rökstutt með hvaða hætti íslensk stjórnvöld eigi að hafa gerst brotleg við jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga og sé þeirri málsástæðu mótmæl t. Þá sé því mótmælt sem stefnandi byggi á í stefnu a ð beiting reglugerðar nr. 276/2018, um b reytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017, eigi sér ekki lagastoð og gangi gegn lögmætisreglunni. Ákvæði reglugerðar nr. 276/2018 sé u sett með stoð í 4. mgr. 36. gr. útlendingalaga þar sem segi að ráðherra hafi heimild til að setja reglugerð um framk væmd 36. gr. laganna. Löggjafinn h afi því framselt ráðherra vald til að útfæra framangreind ákvæði nánar og ljóst sé að reglugerðina skorti ekki lagastoð. Um e ndurupptökubeiðnir stefnanda Fyrsta beiðni stefnanda um endurupptöku , sem barst kærunefnd þann 19. nóvember 2019 , hafi verið byggð á því að meira en 12 mánuðir væru liðnir frá því að umsókn hans um alþjóðlega vernd barst íslenskum stjórnvöldum 18. nóvember 2018 og tafir á afgreiðslu málsins væru ekki á hans ábyrgð, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlen dinga. Niðurstaða kærunefndar hafi verið sú a ð stefnandi uppfyllti ekki skilyrði ákvæðisins um að tafir á afgreiðslu umsóknar hans væru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs og var stefnanda því synjað um endurupptöku þann 17. febrúar 2020 í máli nr. 51/2020. 13 Ö nnur beiðni stefnanda um endurupptöku , sem barst kærunefnd þann 16. október 2020 , hafi byggst á því að meira en 18 mánuðir væru liðnir frá því að hann h efð i fengið niðurstöðu í máli sínu, dags. 11. apríl 2019, og að ábyrgð á umsókn hans hefði því færst yfi r á íslensk stjórnvöld s amkvæmt Dyflinnarreglugerðin ni. Þessari endurupptökubeiðni stefnanda hafi kærunefndin einnig hafnað, þann 13. nóvember 2020 í máli nr. 378/2020. Í úrskurði nefndarinnar k omi fram að tilvísun stefnanda til Dyflinnarreglugerðarinnar s é tilhæfulaus þar sem stefnandi sé með alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í Grikklandi og reglugerðin eigi því ekki við. Þá hafi kærunefnd tekið fram að stefnandi h efði ekki lagt fram ný gögn eða nýjar upplýsingar með beiðni sinni um endurupptöku og að kærune fnd hefði þegar tekið afstöðu til þeirrar málsástæðu hvort stefnandi teldist hafa tafið mál sitt í skilningi 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Þriðja beiðni stefnanda um endurupptöku , sem barst kærunefnd þann 7. desember 2020 , hafi annars vegar byggst á því að aðstæður í máli hans hefðu breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin , þar sem hann h efð i dvali st hér á landi frá 19. nóvember 2019 án þess að stjórnvöld hefðu aðhafst nokkuð í máli hans . A ðstæður hans hefðu því breyst og teldi s tefnandi það sjálfstætt tilefni til endurupptöku málsins. H ins vegar hafi verið á því byggt að ákvörðunin hefð i verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum og að stefnandi teldi sig ekki vera með dvalarleyfi í Grikklandi. Kærunefnd hafi einnig hafnað þessari endurupptökube iðni stefnanda , þann 7. janúar 2021 í máli nr. 2/2021. Í úrskurði nefndarinnar k omi fram að ekkert bendi til annars en að stefnandi sé handhafi viðbótarverndar í Grikklandi og með dvalarleyfi þar í landi sem sé í gildi til 17. júní 2021. Þá tæki kærunefnd ekki undir þá athugasemd stefnanda að stjórnvöld hafi ekki aðhafst í máli hans og hafi kærunefnd in þegar tekið afstöðu til þeirra réttaráhrifa sem dvöl stefnanda hér á landi hafi á það hvort taka beri umsókn hans um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Kærunefnd hafi s érstaklega nefnt að stefnandi h efði hvorki lagt fram né vísað til gagna sem bentu til þess að sú synjun á endurupptöku h efð i verið byggð á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum. Stefndi mótm æli því að ákvarðanir stjórnvalda hafi verið efnislega rangar og í andstöðu við form reglur og efnisreglur stjórnsýsluréttarins. Engum annmarka hafi verið fyrir að fara og ekki sé u nein skilyrði til að taka kröfu stefnanda til greina. Um málskostnaðarkröfu vís i st efndi til 130. gr. laga nr. 91/1991. 14 Niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi ógildingar á úrskurði kærunefndar útlendingamála. Telur stefnandi ákvarðanir stjórnvalda í máli hans hafa verið efnislega rangar og með þeim hafi verið brotið bæði gegn form reglum og efnisreglum stjórnsýsluréttarins og réttindum hans . Málsatvikum er nánar lýst í sérstökum kafla hér að framan og vísast til þess sem þar kemur fram um atvik og ágreiningsefni, en í málatilbúnaði stefnanda felst einkum að hann telur að umsókn hans um alþjóðlega vernd eigi að taka til efnislegrar meðferðar h ér á landi. Stefndi vísar til þess að þær aðstæður sem lýst er í a - lið 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 eigi við um stefnanda, þar sem hann hafi þegar hlotið virka alþjóðlega vernd í öðru ríki, en skylda stjórnvalda til að taka umsókn til efn ismeðferðar á ekki við ef svo stendur á. Stefnandi telur skilyrðið um virka vernd ekki vera uppfyllt og mótmælir því að sú alþjóðlega vernd sem hann nýtur í Grikklandi feli í sér virka alþjóðlega vernd eða annars konar vernd í öðru ríki en Íslandi. Vísar s tefnandi um þetta til almennra upplýsinga um aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd í Grikklandi. Fyrir liggur að stefnandi hefur notið viðbótarverndar í Grikklandi í skilningi flóttamannaréttar frá 28. júní 2015 og hefur notið réttinda til þjónustu og ve rndar þar í landi í samræmi við það. Aðstæður stefnanda teljast því falla undir a - lið 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Í þeim tilvikum skal þó samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laganna taka umsókn til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérst ök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. Telur stefnandi slíkar sérstakar ástæður vera fyrir hendi í máli sínu. Hann kveðst vera í viðkvæmri stöðu þar sem hann hafi orðið fyrir kynþáttafordómu m og ofbeldi í Grikklandi, eigi þar í engin hús að venda, fái ekki vinnu, glími við mikla andlega vanlíðan og eigi erfitt með að fá þar heilbrigðisþjónustu, en hann hefur ekki lagt fram nein gögn þessu til staðfestingar. Vísar stefnandi í þessu efni einkum til orðskýringar í 6. tölul. 3. gr. útlendingalaga, sem hann telji eiga við um sig. Þar kemur fram að einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu séu þeir sem vegna tiltekinna persónulegra eiginleika eða aðstæðna hafa sérþarfir sem taka þurfi tillit til v ið meðferð máls eða geta ekki að fullu eða með engu móti nýtt sér rétt eða uppfyllt skyldur sem kveðið sé á um í lögunum. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hann hafi haft neinar þær sérþarfir eða aðstæður sem fallið geti að þessari orðskýringu meðan mál hans var til meðferðar og fær slíkt enga stoð í gögnum málsins. Fallist er á það með 15 stefnda að tilvísun stefnanda til þessa ákvæðis hefur ekki þýðingu varðandi það hvort sérstakar ástæður í skilningi 2. mgr. 36. gr. laganna mæli með efnismeðferð umsóknar hans, en um það gilda sérreglur. Samkvæmt heimild sem ráðherra er veitt í 4. mgr. 36. gr. laga um útlendinga hafa í reglugerð um útlendinga verið settar reglur þar sem mælt er nánar fyrir um það hvað telja beri sérstakar ástæður, sbr. 2. mgr. 36. gr. lagan na. Í ljósi þeirrar lagaheimildar verður ekki fallist á það með stefnanda að reglugerðina skorti lagastoð, en reglurnar er að finna í 32. gr. a í reglugerð nr. 540/2017, sbr. reglugerð nr. 276/2018. Reglurnar veita stjórnvöldum greinargóða leiðsögn við mat á því hvort skilyrði 2. mgr. 36. gr. laganna séu uppfyllt til að taka megi umsókn til efnislegrar meðferðar hér á landi. Í ákvæðinu segir að með sérstökum ástæðum sé átt við einstaklingsbundnar ástæður er varði umsækjandann sjálfan, aðrar en þær sem varð a grundvallarregluna um bann við að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, sbr. 3. mgr. 36. gr. og 42. gr. útlendingalaga, sem ekki á við í tilviki stefnanda. Sem fyrr segir hefur stefnandi frá 28. júní 2015 no tið viðbótarverndar í Grikklandi og hefur hann í samræmi við þá stöðu fengið útgefin og endurnýjuð dvalarleyfi þar. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í gögnum málsins og styðjast við opinberar skýrslur eru slík dvalarleyfi gefin út til þriggja ára í senn og mun endurnýjun þeirra engum vandkvæðum vera bundin gefi sakaferill viðkomandi ekki tilefni til afturköllunar alþjóðlegrar verndar. Það dvalarleyfi sem liggur fyrir í máli hans er með gildistíma þar til daginn eftir dómtöku þessa máls, en engar upplýsing ar liggja fyrir um það hvort stefnandi hafi sótt um endurnýjun þess eða hvar hann dvelur nú. Útlendingastofnun varð það ljóst 16. september 2019 að stefnandi hafði yfirgefið húsnæði á vegum stofnunarinnar og hefur eftirgrennslan stoðdeildar Ríkislögreglust jóra um dvalarstað hans engan árangur borið. Þá liggja engar upplýsingar fyrir um aðstæður stefnanda eða heilsufar hans frá því að hann tók að fara huldu höfði. Almenn viðmið um einstaklingsbundnar ástæður, sem líta ber til um það hvað telja beri sérstaka r ástæður í skilningi 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga, eru nefnd í dæmaskyni í 32. gr. a í reglugerð um útlendinga. Þar á meðal er hvort umsækjandi muni eiga erfitt uppdráttar í viðtökuríki vegna alvarlegrar mismununar eða geti vænst þess að staða hans verði verulega síðri en almennings þar. Í ljósi stöðu stefnanda í Grikklandi, þar sem hann á rétt á virkri vernd samkvæmt framansögðu, eiga þessi viðmið ekki við um hann, en slík vernd felur í sér aðgang að vinnumarkaði og sama rétt til félagslegrar 16 þjónus tu og heilbrigðisþjónustu og aðrir íbúar landsins njóta. Sama má segja um viðmiðið um mikil og alvarleg veikindi, sem meðferð er ekki aðgengileg við í viðtökuríki. Ekki eru svo vitað sé slík veikindi fyrir hendi í tilviki stefnanda, en heilsufar hefur að ö ðru leyti takmarkað vægi samkvæmt reglunum. Samkvæmt gögnum málsins hefur stefnandi sagt að launin sem hann hafi fengið fyrir vinnu á bensínstöð í Grikklandi væru of lág til þess að duga til framfærslu o g hann hefur einnig kvartað undan því að þurfa sjálfu r að greiða fyrir lyf í Grikklandi . Í 32. gr. a í reglugerðinni er sérstaklega tekið fram að efnahagslegar ástæður geti ekki talist til sérstakra ástæðna sem falli undir 2. mgr. 36. gr. laganna og geta þessar viðbárur þar af leiðandi ekki leitt til þess að taka beri umsókn stefnanda til efnismeðferðar. Samkvæmt framangreindu verður ekki séð að skilyrði 2. mgr. 36. gr. laganna séu uppfyllt til þess að taka beri umsókn stefnanda til efnislegrar meðferðar hér á landi. Því verður ekki fallist á að niðurstaða kæ runefndar útlendingamála í úrskurði 18 . júlí 20 19 í máli stefnanda hafi verið efnislega röng. Að virtu því sem fram kemur í hinum umdeilda úrskurði og gögn málsins bera með sér verður ekki fallist á það með stefnanda að stjórnvöld hafi við meðferð málsins vanrækt rannsóknarskyldu sína samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða brotið gegn öðrum ákvæðum laganna eða meginreglum stjórnsýsluréttarins. Þá þykir jafnframt ljóst að mál stefnanda hefur hlotið vandaða málsmeðferð í samræmi við III. kafla laga um útlendinga og að stjórnvöld hafi gætt jafnt að alþjóðlegum skuldbindingum og reglum laga og stjórnarskrár um grundvallarréttindi við meðferð á máli hans. Að öllu framangreindu virtu verður hvorki fallist á það með stefnanda að hinn umdeildi úrskurður sé efnislega rangur né að brotið hafi verið gegn reglum um meðferð máls og verður kröfu hans um ógildingu úrskurðarins því hafnað. Í ljósi stöðu aðila og sakarefnisins þykir rétt, þrátt fyrir meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaður af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Kristrún Kristinsdóttir ------------ ------------- ----------- Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómur Reykjavíkur 14. júlí 2021