Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. desember 202 0 Mál nr. S - 6305/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Norbert Lapka Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 29. september 2020, á hendur Norbert Lapka [...] , [...] , [...] fyrir umferðarlagabrot með því að hafa laugardaginn 28. mars 20 20 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um bifreiðastæði við Garðheima, Stekkjarbakka 4 - 6, Reykjavík og ekið aftan á bifreiðina [...] en farið af vettvangi án þess að tilkynna um áreksturinn. Tel st brot þetta varða við d - lið 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95 . gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærð i verði dæmd ur til refsinga r og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa . Fari ð var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í nóvember 19 75 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 3 . september 2020 gekkst ákærði undir greiðslu sekt ar m eð lögreglustjórasátt 28. 2 janúar 2015 m.a. fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Ákærði gekkst á ný undir sektargreiðslur me ð tveimur lögreglustjórasáttum 30. janúar 2015, m.a. fyrir akstur sviptur ökuréttindum og akstur undir áhrifum áfengis. Enn gekkst ákærði undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 21. apríl 2015 fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Með dómi 24. september 2015 var ákærða gerð fangelsisrefsing fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Ákærði dæmdur til fangelsisvistar fyrir akstur sviptur ökuréttindum með dómi 13. september 2017. Með dómi 2 0 . febrúar 2019 var ákærði dæmdur í fangelsi, m.a. fyrir akstur sviptur ökuréttindum og með dómi 26. mars 2019 va r ákærða gerður hegningarauki við síðastgreinda refsingu, er hann var dæmdur til fangelsisrefsingar, meðal annars fyrir akstur sviptur ökuréttindum . Síðast var ákærði dæmdur í 6 mánaða fangelsi með dómi 2. júní 2020 fyrir ölvunarakstur og akstur sviptur ök uréttindum. Með síðastgreindum dómi var ákærða gerður hegningarauki við framangreindan dóm frá 26. mars 2019 vegna fyrri ákæruliðar málsins. Brot ákærða samkvæmt ákæru í máli þessu var drýgt áður en síðasti dóm ur, frá 2. júní 2020, var kveðinn upp yfir ák ærða . V erður honum því dæmdur hegningarauki vegna þess nú og refsing ákvörðuð sem samsvari þeirri þyngingu refsingar sem kynni að hafa orðið ef brotið hefði verið dæmt með fyrri dómi, sbr. 78. gr. almennra hegn ingarlaga. Við ákvörðun refsingar verður því við það miðað að ákærða sé nú í fimmta sinn ger ð refsing fyrir akstur sviptur ökurétti. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðarsaksóknari fyrir Auðbjörg u Lís u Gústafsdótt u r aðstoðarsaksóknar a . Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Norbert Lapka , sæti fan gelsi í 45 daga. Arna Sigurjónsdóttir