Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26. nóvember 2019 Mál nr. E - 553/2019: Ragnhildur Gunnarsdóttir Guðmundur Birgir Ólafsson lögmaður gegn Rey rekstri ehf. Jóhann Halldórsson lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þess þann 14. nóvember sl., er höfðað með stefnu, birtri 5. febrúar 2019, af stefnanda, Ragnhildi Gunnarsdóttur, [...] , [...] , á hendur stefnda, Rey rekstri ehf., Lágmúla 7, Reykja vík. Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda laun og orlof að fjárhæð 182.525 krónur, ásamt með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 1. október 2018 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar af stefnda að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda og að málskostnaður falli niður. Ágreiningsefni og málsatvik Stefnandi vísar til þess að hún hafi hafið störf hjá stefnda þann 1. mars 2018 sem bó kunarstjóri í fullu starfi. Samið hafi verið um 700.000 krónur í laun á mánuði og 30 daga orlof á ári. Þannig hafi stefnandi starfað til 31. ágúst 2018. Samkvæmt launaseðli hafi stefnandi átt útistandandi orlof, eða alls 125,16 orlofsstundir, við starfslok hennar. Stefnandi hafi því átt rétt til orlofslauna að fjárhæð 547.575 krónur. Við uppgjör hafi stefnandi hins vegar aðeins fengið greiddar 365.050 krónur vegna orlofs. Gerð er hér krafa um mismuninn, á grundvelli laga og kjarasamninga, sem eru 182.525 kr ónur. Af hálfu stefnda er hins vegar bent á að ekki verði alfarið fallist á framangreinda málavaxtalýsingu af hálfu stefnanda. En með ráðningarsamningi, dags. 27. nóvember 2017, hafi stefnandi verið ráðin til starfa hjá stefnda frá og með 1. mars 2018. Ve gna verkefnaskorts hafi stefnanda síðan, ásamt öllum öðrum starfsmönnum, verið sagt upp 2 störfum við lok maímánaðar 2018. Uppsögnin hafi tekið gildi frá og með 1. júní 2018 og uppsagnarfrestur verið þrír mánuðir til samræmis við gildandi ráðningarsamning. Í ljósi þess að stefnandi og aðrir starfsmenn hafi haft mjög takmörkuð verkefni á þessum tíma hafi þeim verið tilkynnt að þeim væri heimilt að nýta ótakmarkaðan hluta vinnutímans til að leita að öðru starfi á þeim þremur mánuðum er í hönd fóru. Þess í stað og á sama hátt hafi þess verið krafist af stefnda að stefnandi og aðrir starfsmenn myndu þá taka út orlofstíma sinn á þeim þremur mánuðum er uppsagnarfrestur varaði. Stefnandi hafi engum mótbárum hreyft við þeirri skipan og hún hafi nýtt vinnutíma sinn me ðal annars til þess að leita að öðru starfi eins og aðrir starfsmenn stefnda. Þegar líða hafi tekið að starfslokum stefnanda hjá stefnda eða 21. ágúst 2018 hafi stefnandi lýst því yfir að hún væri ekki búin að taka út alla orlofsdaga sína og óskaði eftir að fá þá greidda sérstaklega. Þetta hafi að mati stefnda verið þvert á samkomulag aðila og þessu því verið alfarið hafnað af stefnda. Þegar stefndi hafi gengið eftir því að stefnandi stæði við fyrirkomulagið og nýtti orlofsdaga sína í frí hafi hún framvísa ð læknisvottorði, dags. 22. ágúst 2018, þar sem tiltekið var fyrirfram að stefnandi yrði í veikindaleyfi fram til þess dags er starfsskyldum hennar lyki, þ.e. til 31. ágúst 2018. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi hafi hafið störf hjá stefnda 1 . mars 2018 sem bókunarstjóri í fullu starfi. Umsamin laun hafi verið 700.000 krónur á mánuði og 30 dagar í orlof. Þannig hafi stefnandi starfað til 31. maí 2018. Samkvæmt launaseðli hafi stefnandi átt útistandandi orlof, alls 125,16 orlofsstundir, við sta rfslok. Stefnandi eigi því rétt til orlofslauna að fjárhæð 547.575 krónur. Það séu þá 700.000, - / 160 sem sé deilitala dagvinnukaups og sú tala síðan x 125,16. Við uppgjör hafi stefnandi fengið greiddar 365.050 krónur vegna orlofs. Gerð sé krafa um mismun á ógreiddu orlofi að fjárhæð 182.525 krónur, það eru þá 547.575, sem stefnanda hafi borið, 365.050 krónur, sem hún hafi fengið. Samkvæmt grein 1.9. í kjarasamningi VR og SA þá eigi laun að greiðast fyrsta dag eftir að þeim mánuði ljúki sem laun séu greid d fyrir. Að auki skuli vinnuveitandi greiða þegar áunnið orlof til launþega við lok ráðningarsambands skv. 8. gr. orlofslaga nr. 30/1986. Þar sem innheimta, sbr. bréf frá VR, dags. 10. október 2018, og ítrekunarbréf frá lögmanni stefnanda, dags. 22. októbe r 2018, hafi reynst árangurslaus sé málshöfðun nauðsyn og farið fram á ýtrustu kröfur eftir lögum og kjarasamningum. 3 Stuðst sé við samningalög nr. 7/1936, lög nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups, lög nr. 55/1980 um lágmarkskjör og lög nr. 30/1987 um orlof, m eginreglur kröfuréttar og vinnuréttar, kjarasamninga VR og bókanir sem teljast hluti kjarasamninga. En krafist sé virðisaukaskatts af málskostnaði þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi vísar til þess að m álatilbúnaður stefnanda virðist byggður á því að hún hafi verið leyst undan starfsskyldum þannig að ekki hafi verið grundvöllur fyrir því að orlofstaka færi fram í kjölfar uppsagnar innan uppsagnarfrest. Þessi staðhæfing sé einfaldlega röng eins og gögn má lsins sýni og vætti vitna muni enn fremur staðfesta. Krafa um sýknu byggist einkum á því að stefnandi hafi undirgengist samkomulag um að nýta uppsagnarfrest til orlofstöku gegn því að verða leyst undan starfsskyldum svo að hún gæti sinnt frekari atvinnulei t. Með þessu hafi hún skuldbundið sig til að nýta orlofsdaga innan uppsagnarfrestsins og því eigi hún ekki rétt á frekari greiðslum frá stefnda. Það að vanefna samkomulag aðila geti ekki skapað stefnanda frekari rétt. Í öðru lagi þá sé byggt á því af hálf u stefnda að sú ólögfesta regla vinnuréttar, að ekki sé hægt án samkomulags að þvinga starfsmann til orlofstöku í uppsagnarfresti, eigi ekki við í þeim tilvikum þar sem starfsmanni sé heimilað að verja ótakmörkuðum tíma til atvinnuleitar í vinnutíma sínum. Fyrrnefnd regla byggi á þeirri forsendu að orlofstaka nýtist ekki starfsmanni þegar hann þurfi að verja orlofi sínu til atvinnuleitar. Því sé almennt ósanngjarnt að ætlast til þess að orlof sé tekið á uppsagnarfresti. Sú grundvallarforsenda eigi þó ekki v ið í þessu tilviki og því geti stefnandi ekki átt rétt á launum á lögskipuðu orlofstímabili á þeirri forsendu að hún hafi neitað að taka orlof. Í því samhengi verði einnig að líta til þess að lengd uppsagnarfrests skipti máli en í þessu tilviki liggi fyrir að stefnandi hafi haft þrjá mánuði (90 daga) til að nýta þær 126,16 orlofsstundir/5 daga orlof er deilt sé um. Hafi verið lágmarkskrafa á stefnanda að hún fyndi þessum 5 dögum stað innan 90 daga uppsagnarfrests sem hún hafi átt. Vísist til meginreglna vin nuréttar, orlofslaga nr. 30/1987 sem og laga nr. 91/1991. Niðurstaða Málavextir liggja í megindráttum ljósir fyrir, auk þess sem að ágreiningsefnið er skýrt afmarkað og ekki er tölulegur ágreiningur um dómkröfur eins og þær liggja hér endanlega fyrir. Annars vegar er hér ágreiningur um það hvort sýnt þyki að stefnandi 4 hafi í reynd gengist undir það að taka út framangreinda fimm orlofsdaga, eða 126,16 orlofsstundir, sem dómkrafa hennar hér byggir á, á umræddum uppsagnarfresti, þ.e. frá júní og til loka ágúst 2018. Hins vegar er deilt um það hvort hér eigi við sú regla vinnuré ttar um að ekki sé hægt án samkomulags aðila að gera starfsmanni að sæta orlofstöku á uppsagnarfresti. En fyrir liggur að stefnanda hafði sem starfsmanni verið heimilað að verja ótakmörkuðum tíma til atvinnuleitar í vinnutíma á uppsagnarfresti. Í málinu vo ru teknar skýrslur fyrir dómi af vitnunum Ólafi Ágústi Þorgeirssyni og Sigríði Höllu Magnúsdóttur, sem voru samstarfsmenn stefnanda hjá stefnda, auk þess sem að stefnandi lét jafnframt sjálf í té aðilaskýrslu sína fyrir dómi. Kom þar fram hjá stefnanda að hún hefði hafið störf hjá stefnda þann 1. mars 2018 þegar til hefði staðið að setja á fót nýtt hótel stefnda. Endanleg fjármögnun þessa verkefnis hafi síðan tafist, og því hafi þurft að segja þeim starfsmönnum upp er þegar höfðu verið ráðnir, sem hafi ver ið gert frá og með 31. maí 2018. Hafi stefnanda þó verið gert að hafa viðveru á skrifstofu stefnda á uppsagnarfresti, sem hafi verið þrír mánuðir, en jafnframt hafi henni verið gerð grein fyrir því að hún mætti nýta tímann til að leita sér að annarri vinnu . Kvað stefnandi að yfirmenn hjá stefnda hefðu aldrei gert ótvíræða kröfu um að hún færi í orlof á uppsagnarfrestinum, þ.e. á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst 2018, þó svo að mælst hefði verið til þess. Hún hafi síðan verið við störf alla þá daga sem s íðan hafi verið dregnir af henni sem orlof við launauppgjör 1. september 2018, alls 126,16 klukkustundir, og hún hafi síðan leitað til VR. Þá hafi stefnandi verið veik í lok ágúst 2018, sbr. fyrirliggjandi veikindavottorð, og því hvorki getað né viljað sin na síðbúnum fyrirmælum frá stefnda um að taka út orlof þá daga. Vitnið Ólafur Ágúst Þorgeirsson bar fyrir dómi að hann hefði verið hótelstjóri og næsti yfirmaður stefnanda hjá stefnda. Bar vitnið um það að eftir að starfsmönnum hefði verið sagt upp 31. ma í 2018 hefði verið mælst til þess að starfsmenn tækju út orlof líðandi árs á uppsagnarfresti og það verið áréttað á fundi með framkvæmdastjóra þar sem að óskað hefði verið eftir því að menn tækju sumarfrí til að leita að vinnu. Vitnið Sigríður Halla Magnú sdóttir bar fyrir dómi að hafa unnið með stefnanda hjá stefnda. Kvað vitnið að ekki hefði verið gerð krafa um orlofstöku hennar af hálfu stefnda á uppsagnarfresti, sem hefði verið sá sami og hjá stefnanda, en þó hefði verið mælst til þess. Vitnið hefði tek ið út einhverja daga en kvaðst þó ekki viss um fjöldann, en hún hefði síðan fengið uppgjör 1. október 2018 og fengið þá eitthvað orlof greitt. 5 Með hliðsjón af framangreindum vitnisburði þá liggur, að mati dómsins, nægilega fyrir að á fundi, sem vísast hef ur verið haldinn 26. júní 2018, hafi framkvæmdastjóri stefnda, Jóhann Halldórsson, beint tilmælum til starfsmanna stefnda um að þeir tækju út allt eftirstandandi orlof yfirstandandi árs á framangreindum uppsagnarfresti þeirra. Verður þó ótvírætt að skilja framangreindan vitnisburð svo að starfsmenn hafi þó ekki fengið ákveðin fyrirmæli um þetta heldur einungis tilmæli sem stefnandi hafi síðan ekki orðið við. Liggur enn fremur ótvírætt fyrir að stefnandi sinnti vinnuskyldu sinni í uppsagnarfresti alla umrædd var fjarverandi vegna veikinda, sbr. fyrirliggjandi vottorð læknis, dags. 22. ágúst s.á. Verður því, að mati dómsins, að telja það ósannað með hliðsjón af öllu framangreindu, að stefnandi hafi gengist u ndir ákveðið samkomulag við stefnda um slíka orlofstöku. Síðara álitaefnið í málinu snýr þá síðan að því hvort að umrædd tilmæli af hálfu framkvæmdastjóra stefnda hafi engu að síður mátt skilja sem einhliða fyrirmæli hans um það að starfsmönnum bæri ótví rætt að taka út eftirstandandi orlof sitt á umræddum uppsagnarfresti og hvort að stefnda hafi þá yfirleitt verið stætt á slíku með hliðsjón af gildandi lögum og reglum, sbr. einkum 5. gr. laga nr. 30/1987 um orlof. Það er þegar um er að ræða orlof á þriggj a mánaða uppsagnarfresti launþega eins og hér um ræðir. Í fyrirliggjandi dómaframkvæmd, sbr. einkum dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 531/2001 frá 29. mars 2012, kemur fram að hvorki séu í lögum nr. 30/1987 um orlof, né í lögum nr. 19/1979 um rétt verkaf ólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms - og slysaforfalla, ákvæði um tengsl orlofs og uppsagnarfrests eða um það hvernig með það skuli fara þegar taka orlofs falli innan lögmælts uppsagnarfrests. En eins og í því máli þá eru slík á kvæði heldur ekki í kjarasamningi þess stéttarfélags sem stefnandi átti aðild að og í gildi var þegar atvik þessa máls áttu sér stað, né heldur í fyrirliggjandi ráðningarsamningi hennar við stefnda. Í framangreindum dómi er því frekar lýst að tilgangi laga nr. 30/1987 um orlof sé hvorki raskað né að markmiðum laganna vegið þótt orlof þess launþega, er naut þar samkvæmt ráðningarsamningi sex mánaða uppsagnarfrests frá störfum, hafi verið ákvarðað innan þess uppsagnarfrests. Hvað varðar þá hins vegar sams kon ar áskilið mat þegar um er að ræða þriggja mánaða uppsagnarfrest, eins og hér um ræðir, þá kemur áður fram í dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 187/1992 frá 17. febrúar 1994, að orlof og uppsagnarfrestur séu réttindi sem felist í starfskjörum launþega o g séu tryggð í lögum og kjarasamningum. Jafnframt að orlof tekið á uppsagnarfresti, sem ekki er þá lengri en þrír mánuðir, 6 myndi almennt teljast vera íþyngjandi fyrir launþega. Verður framangreindur dómur ekki skilinn á annan veg en þann að launþega verði því að óbreyttu ekki gert að sæta því, a.m.k. án hans ótvíræða samþykkis, að framangreind réttindi hans varðandi orlof og uppsagnarfrest verði skert, það er með því að launþega verði þannig einhliða gert af vinnuveitanda að taka út áunnið orlof á svo skömm um uppsagnarfresti, óháð öðru. Eins og að framan er rakið þá lá hér aldrei fyrir samþykki stefnanda fyrir því að hún færi í fimm daga orlof á þeim þriggja mánaða uppsagnarfresti sem hér um ræðir, þrátt fyrir tilmæli vinnuveitanda þar um. Er einnig ljóst að stefnandi vann alla daga í umræddum uppsagnarfresti, nema þá tilgreindu daga sem hún hafði ótvírætt lögmæt forföll vegna veikinda. Þar af leiðandi var stefnda ekki heimilt að draga frá umrædda fimm daga, eða 125,16 orlofsstundir, frá launum hennar, sem ge rt var í launauppgjöri. Ber stefnanda því að fá þá tíma greidda, eins og samsvarar óumdeilt dómkröfu hennar, og verður því fallist á dómkröfu stefnanda í málinu sem og á dráttarvaxtakröfu hennar. Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu og 1. mgr. 130. g r. laga nr. 91/1991 þá verður stefnda hér jafnframt gert að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hér vera hæfilega ákveðinn sem alls 434.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Málið fluttu Guðmundur Birgir Ólafsson lögmaður fyrir stefnanda , en Jóhann Halldórsson lögmaður fyrir stefnda. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómarinn tók við meðferð málsins 5. september sl. en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. Dómsorð: Stefndi, Rey rekstur ehf., greiði stef nanda, Ragnhildi Gunnarsdóttur, 182.525 krónur ásamt með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 1. október 2018 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 434.000 krónur í málskostnað. Pétur Dam Leifsson