1 Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 3. maí 202 1 Mál nr. E - 5991 / 2020 : A ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður) gegn B og íslenska ríkinu ( Áslaug Árnadóttir lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 13. apríl 2021, var höfð að 1 8. september 2020 af A , [...] , ge gn B , [...] , og íslenska ríkinu. Stefnandi krefst þess að stefnd a, B , verði gert að greiða honum skaðabætur að fjárhæð 17.1 23.719 kró n ur m eð dráttarvöxtum samkvæmt 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. september 2015 til greiðsludags, allt að frádregnum eft irfarandi greiðslum: 145.479 krónum 1. apríl 2016, 218.218 krónum 1. maí 2016, 370.849 krónum 1. júní 2 016, 526.4 0 4 krónum 1 . júlí 2016, 537. 2 9 0 krónum 1. ágúst 2016, 279.666 krónum 1. september 2016, 537.920 krónum 1. október 2016 , 2 79.666 krónum 1. september 2016, 571.720 krónum 1. október 2016, 522.396 krónum 1. nóvember 2016, 1.326.730 krónum 1. des ember 2016 , 539 .575 k rónum 1. janúar 2017, 480.822 k rónum 1. febrúar 2017, 549.522 krónum 1. mars 2017, 624.995 krónum 1. apríl 2017, 6 47.141 krónum 1. maí 2017, 646.226 krónum 1. júní 2017 , 851.307 krónum 1. júlí 2017, 669.290 krónum 1. ágúst 2017, 584.40 1 krónu 1. sept ember 2017, 638.215 krónum 1. október 2017, 806.200 krónum 1. nóvember 2017, 751.755 krónum 1. desember 2017, 654.353 kr ónum 1. janúar 2018, 624.174 krónum 1. febrúar 2017, 662.422 krónum 1. mars 2017 og 590.352 krónum 1. apríl 2018. Þá er þess krafi st að stef ndu verði sameiginlega gert að g reiða stefnanda 1.500.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001, frá 20. janúar 2016 til 18. s eptemb er 2020 en samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr . 6. gr. s ömu l aga, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar sameiginlega úr hendi stefnd u . Stefndu krefjas t aðallega sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Til vara er þess krafist að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og m álskostna ður fell du r niður. I 2 Helstu málsatvi k Stefnandi hóf störf hjá B [ ] og er ráðningarsamningur frá 14. sama mánaðar. Han n starfaði á sviði [ ] þar til honum var sagt upp störfum 28. ágúst 2015. Samhliða undi rritun rá ðningars am nings skrifaði stefnandi un dir trúnaðarheit og er þar meðal annars staðfest að hann hafi fengið í hendur og kynnt sér verklagsreglur B um meðferð trún aðargagna og heiti því að gæta ákvæða þeirra í starfi. Meðal gagna málsins e r bréf Ve rkfræðin ga félags Íslands til stefnd a B þar sem tilkynnt var að stefnandi hefði verið kjörinn trúnaðarmaður samkvæmt 28. gr. laga nr. 94/1875 og samkvæmt samkomulagi frá 9 janúar 1989. Tilkynningin var undirrituð af C með vegna lö gm Hinn 24. ágúst 2015 óskaði stefnandi eftir fundi með sviðsstjóra fyrirtækjasviðs og deildarstjór a [ ] hjá B . Á fundinum sýndi stefnandi þeim töflur sem höf ðu að geyma upplýsi ngar um laun eins takra st ar fsmanna B . Hann taldi þessar upplýsingar sýna að laun starfsm anna í [ ] þar sem hann starfaði væru lægri en laun starfsmann a annarra deilda. Sviðsstjóri fyrirtækjasviðs hafði í kjölfarið samband við C , sem var st addur erlendis , og sagði ho num frá því sem fram hefði farið á fundinum. Hinn 27. ágúst 2015 þegar C kom aftur til starfa var haldinn fundur með st e fnanda og var öryggisstjóri B jafnframt viðstaddur. Stefna ndi lýsti því að hann hef ði nýtt svokallaðan stað greið slugrunn ríkisskattstjóra, sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns, til að sækja gögn um allar launagreiðslur B . Kennitölur launþega voru þar brenglaðar en ekki kennitölur launagreiðanda. Fram kom að stefn andi hef ði nálgast lista með nöfnum, fæðing arári og starfi allra starfsmanna af innra neti B . Hann hefði keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn v æri að ræða. Á fundinum var stefnanda gert ljóst að um væri a ð ræða trúnaðarbr ot og mæ tt i hann búast við áminningu eða brottvikningu úr starfi . Eftir fundinn var stefnanda gert að eyða gögnunum að viðstöddum öryggisstjóra stofnunarinnar. Síðar sama dag sendi stefnandi C tölvupóst þar sem meðal annars k om fram að helsta ástæða þe ss að hann hefði sótt upplý singarnar væri til að staðfest a grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Þá kom fram að þar sem upplýsingarnar hefðu að hluta til verið dulkóðaðar hefði honum þótt það áskorun að geta tengt þæ r við einstaklinga. Með tölvu bréfi C sem sent var síðar sam a dag var áréttað að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar og var í þeim efnum vísað til ákvæða laga nr. [ ] og opinbera hagskýrsl ugerð . Jafnframt k om fram að miðað við alvarleika málsins væri áminn ing vægt úrræði, enda væri það að fletta upp nafngreindum einstaklingum í opinberum skrám í ólögmætum tilgangi alvarlegt brot. Þá teldi C orðróm um starfsmannastjóra ek ki eiga við rök að styðja st . Síðdegis 28. ágúst 2015 var stefnanda kynnt að ákveðið hefð i verið að hann skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið 3 yrði skoðað frekar . Á því tímamarki var aðgangi stefnanda að tölvukerfum B lokað og var vinnu tölvu h ans komið í vörslu r öryggisstjóra. Það liggur fyrir að innan B fór fram rannsókn á því hva ða upplýsinga stefnandi hefði aflað til að taka saman launagögnin. Sú rannsókn var meðal annars talin leiða í ljós a ð stefnandi hefði keyrt út gög n frá f leiri aðilum en B og að hann hefði jafnframt aflað upplýsing a um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja stefnanda upp störfum . Meðal gagna málsins er bréf , se m er dagsett 4. september 2015 , þar s em fram kemur að st ef nanda sé sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrir vara miðað við næstu mánaðamót í samræmi v ið ákvæði ráðningarsamnings og 43. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins . Tekið er fram að starfsl ok verði 31. desem ber 2015 en ekki s é krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Umrætt bréf mun ekki hafa borist stefnanda með pósti eins og ætlunin var og mætti hann til vinnu 7. september 2015. Hann fór þá á fund C og var h onum skýrt frá upps ögninni. Stefnan di óskaði eftir sk ri flegum rökstuðningi fyrir uppsögninni og hann var veittur með bréfi 1. október 2015. Þar kom meðal annars fram að uppsögnin hefði farið fram með vísan til 1. mgr. 43. gr. laga nr. 70/1996. Það hefði verið mat C að sú háttse mi sem væri ástæða u ppsagnarinnar væri augljóslega af alvarlegri toga en þau tilvik sem talin væru upp í 21. gr. laga nr. 70/1996 og að eft ir slíkan trúnaðarbrest gæti stefnandi ekki sinnt störfum hjá B . Hefði áminning og veitin g færis á að bæta ráð sitt með vísan t il 1. mgr. 44. gr. laganna því augljóslega ekki verið til þess fallin að ná árangri. Í rökstuðningnum k om jafnframt fram að B tel d i að háttsemi stefnanda hefði brotið gegn 10. og 11. gr. laga nr. 163/2007 , 18. gr. laga nr. 70/ 19 96 og verklagsreglum B um meðferð trúnaðargagna. Þá hefði háttsemin brotið gegn 7. til 9. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga , auk þess sem hún varði við ákvæði laga nr. 70/1996 um vammleysi og þagnarskyldu opinbe rr a ríkisstarfsmanna. Loks var tekið fram að háttsemin varði að öllum líkindum við 136. og 139. gr., sbr. 141. gr. a , almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með bréfi 17. desember 201 5 krafðist stefnandi bóta frá stefnd a B vegna upps agnarinnar. Rö kst u tt var í b r éfinu að uppsögnin hefði verið ólögmæ t og nam krafan sem miðaðist við laun í sex mánuði 4.004.235 krón um . Með bréfi C 12. janúar 2016 var kröfunni mótm ælt . B vísað i máli vegn a háttsemi stefnanda til ríkissaksóknara með br éfi 27. október 2015. Ríkissa ksóknari sendi málið til meðferðar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 20. nóvember 2015. Hinn 13. janúar 2016 hafði lögreglan samband við B vegna gagnaöflunar . T ölva se m stefnand i hafði haft aðgang að vegna starf s s íns v ar í vörslu öryggisstjór a stofnunarinnar. Með bréfi 20. janúar 2016 var stefnanda tilkynnt að hald yrði lagt á tölvu na og önnur gögn í vörslu B sem skipt gætu 4 máli við rannsókn málsins. Umrædd gögn munu h a fa verið afhent lögreglu í febrú ar 2018. Stefnandi var yfirheyrð ur vegna málsins 25. maí 2018 og liggja fyrir samantektir lögreglu vegna þessa. Þar kemur meðal annars fram að stefnandi hafi viðurkennt að hafa notað upplýsingar úr staðgreiðslusk rá Ríkiss k attstjóra til að setja saman skjal me ð upplýsingum um laun starfsm anna B . Hvað varðar tilganginn var vísað til gruns margra um að starfsmenn á fyrirtækjasviði væru á lægri launum en aðrir . Lögreglan hélt áfram rannsókn málsins og var s tefnandi b oðaður aft ur til yfirheyrslu 5. de sem ber 2018. Málið var sent til héraðssaksóknara 31. október 2019. Með bréfi embættisins 18. desember 2019 var tilkynnt að málið hefði verið fellt niður . B óskaði eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun og barst h ann 9. janúar 2020 . Þann 17. janúa r 2 020 kærði B niðurstöð u héraðssaksóknara til ríkissaksóknara . Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara 17. apríl 2020. II Helstu málsástæður og lagarök stefn a nda Stefnandi byggir kröfur sína r gagnvart stefnd a , B , á því að upps ögn hans hafi verið ólögmæt og beri vinnuveitanda hans að greiða bætur fyrir fjárhagslegt tjón og miska. Hvað varðar kröfu gegn stefnda , íslenska ríkinu , er tekið fram að stefnandi hafi mátt þola ra nnsóknaraðgerðir vegna máls sem hafi síðar verið fellt nið ur og eigi hann því rétt til bóta samkvæmt 1. og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Samkvæmt lögum nr. 70/1996 sem hafi gilt um ráðningarsamband aðila hafi verið skylt að veita stefnanda áminni ngu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en til upps agnar g a t komið, sbr. 1. mgr. 44 . gr. laganna. Uppsögnin hafi verið vegna persónulegra verka stefnanda og sé því ótvírætt að áminning hafi áður þurft að fara fram, sbr. 21. gr. laganna. Hins vegar v ísi stefnd i B í rökstuðningi til þess að ástæða up psagnarinnar hafi verið af alvar legri toga en tilvik sem væru talin upp í 21. gr. laga nr. 70/1996. Ríkissaksóknari hafi rannsakað ásakanir stefnd a B og komist að þeirri niðu rstöðu að ste fnandi hefði ekki brotið gegn persónu verndarlögum nr. 90/2 01 8 með refsiverðum hætti . Þá ha fi ekki heldur verið talið að háttsemi stefnanda varðað i við þagnarskyldu opinbers starfsmanns s amkvæmt 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þet ta sé ekki í s amræmi við það mat C að háttsemi stefnanda h afi verið alvarl egri en þau tilv ik sem talin séu upp í 21. gr. laga nr. 70/1996. Þá sé enginn fótur fyrir því að stefnandi hafi misnotað stöðu sína með langvarandi hætti eða sýnt einset tan brotavilja eins og haldið hafi verið fram. Jafn vel þó tt talið yrði að stefnandi hef ði ekki farið að ö llu leyti eftir hátternisreglum starfsmanna, sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 163/2007, verði að fella slík brot undir 21. gr. laga nr. 70/1996 . Áminning h afi því verið nauðsynlegur undanfari uppsagnar, sbr . 44. gr. laganna , og sé uppsögnin ó lögmæt. 5 Lögð er áhersla á að stefnandi hafi verið trúnaðarmaður félagsmanna í Verkfræðingafélagi Íslands sem störfuðu hjá stefnd a B . Stefnandi hafi a flað umræddra upplýsin ga til að undirbúa samningaviðræður u m stofnanasamning á vi nnustað . Stefnanda hafi grunað a ð starfsmannastjóri stefnda færi með rangt mál um laun starfsmanna og verði uppsögnin rakin til verka stefnanda sem trúnaðarmanns starfsmanna. Trúnaðarmönnum sé veit t sérstök vernd í starfi, sbr. 30. gr . laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsma nna, sbr. 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Almennt þurf i sakir starfsmanns sem fer með trúnaðarstörf að vera nokkrar sv o vinnuveitanda sé hei milt að segja honum upp störfum og be ri ávallt að aðvara eð a áminna hann áður en up psögn ko mi til álita. Stefnd i B hafi ekki tekið tillit til sérstöðu stefnanda sem trúnaðarmanns þegar honum var sagt upp störfum , en me ð því hafi verið brotið gegn l ögum nr. 94/1986, sbr. lög nr. 80/193 8. Þá hafi borið að gæ ta meðalhófs samkvæmt 12. gr. st jórnsýslulaga nr. 37/1993, svo sem með því að veita stefnanda áminningu eða eiga við hann leiðbeinandi samtal hafi vinnuveitandi talið ástæðu til. Með því að segja stefnanda upp störfum í aðdraganda þ ess að gerður var stof nanasamningur á vinnustað hafi s tefnd i B skipt sér af kjarabaráttu starfsmanna á vinnustaðnum. Skipti ekki máli þótt stefnandi hafi eingöngu haft stöðu áheyrnarfulltrúa við gerð stofnanasam ninga þar sem Verkfræðingafélag Íslan ds hafi ekki átt beina aðild að gerð viðkomandi samnin gs. Allt að einu hafi stefnd i B brotið gegn banni við því að atvinnurekendu r hafi afskipti af kjarabaráttu eða stjórnmálaskoðunum starfsmanna með uppsögnum, sbr. 4. gr. laga nr. 80/1938 og 11. g r. Mannréttindasáttmál a Evrópu, eins og ákvæðið h afi v erið túlkuð af M annréttindadómstól Evrópu . Stefnandi byggir á því að bætur úr hendi stefnd a B vegn a ólögmætrar uppsagnar skuli miðast við laun í 27 mánu ði. Með vísan til dómvenju er gerð kr afa um bætur sem nema launum í átján mánuði frá og með þeim tíma sem stefnanda va r sagt upp störfum. Þá er krafist bóta sem nema launum í sex mánuði þar sem stefnand i hafi unnið sér inn réttindi til endurmenntunar og fe ngið samþykki vinnuveitanda fyrir hás kólanámi í eina önn á fullum launum þegar honum var sa gt upp störfum. Jafnframt b eri að dæma honum bætur sem miðist við laun í þrjá mánuði með vísan til þess að hann hafi verið trúnaðarmaður starfsmanna á vinnustað. Í s tefnu er gerð nánari grein fyrir kröf um vegna orlofs og per sónuuppbót ar , sem og þeim fjárhæ ðum sem eru lagðar til grun dvallar. Gert er ráð fyrir því að frá fjárk r öfu nni dragist laun stefnanda vegna vinn u annars staðar eftir starfslok hjá stefnd a B , en þær greiðslur eru sundurliðaðar í stefnu. Stefnandi krefst 1.500.000 krón a í miskabæ tur og er kröfunni beint að stefndu sameiginlega. Til stuðning s kröfu á hendur stefnd a B er vísað til 26. gr. skaðabótalaga 6 nr. 50/1993. Vísað er til þess að u p psögn stefnanda og kæra til lög reglu hafi valdið honum ófjárhagslegu tjóni sem felist í álitshnekki og öðrum óþægindum að ósekju. Up psögn in hafi verið framkvæmd með sérlega meiðand i hætti og hafi stefnandi verið borinn þungum sökum um hegningarlagabr ot sem ekki hafi staðist þegar málið hafi verið rannsakað. K æra stefnd a B til lögr eglu hafi miðað að því að réttlæta brottrekstur stefnand a án þess að málefnalegar ást æður væru fyrir hendi. Vegið hafi verið að starfsheið ri og æru stefnanda, auk þess sem brotið hafi verið gegn grunn reglu vinnumarkaðsrétta r um friðhelgi vinnumarkaðsaðgerð a. Hvað varðar kröfu gegn íslenska ríkinu er vísað til þ ess að stefnandi hafi mátt þo la rannsóknaraðgerðir sem fólust í haldlagningu lögreglu á tölvu sem stefnandi hafði aðgang að á vinnustað, sem og gögnum sem lögregla tal di hafa þýðingu við rannsókn máls ins. Stefnanda hafi verið tilkynnt um þessa rannsóknarað gerð með bréfi 20. janúar 201 6. Þá hafi hann verið yfirheyrður af lögreglu í maí og desember 2018. Til stuð nings kröfunni er vísað til 1. og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Lögð er áhersla á að sakamálarannsóknin, sem tók fjögur og h álft ár, hafi sett líf stefna nda úr skorðum og meðal annars leitt til hjóna skilnaðar . Rannsóknin hafi haft mikil andleg áhrif á stefnanda, en sa mkvæmt framlögðu lækni svottorði hafi hann fengi ð lyf veg na andlegrar vanlíð a nar . Stefnandi byggir á því að krö fur hans séu ekki fyrndar . H vað varðar kröfur gegn stefnd a B er byggt á því að hið bótaskylda atv ik hafi átt sér stað í september 2015 þegar stefnanda var sa gt upp störfum og taki krafa um s kaðabætur mið af því. Stefnanda hafi aftur á móti verið ómögulegt að setja f ram kröfu sína á hendur st ofnuninni uns ákvörðun ríkissaksóknar a um að fella málið niðu r lá fyrir í apríl 2020. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 1 50/2007 um fyrningu kröfuréttinda hef ji st fyrning í fyrsta lagi einu ári eftir þann dag þegar óyfir stíganlegr i hindrun l júki sem byggi ekki á atvikum sem varð i kröfuhafa sjálfan. Ákvæðið eigi við í málinu og hafi stefnandi ekki borið ábyrgð á þeim drætti s em varð á rannsókn sakamálsins. B ótaskylda stefnda íslenska ríki sins hafi fyrst stofnast þegar saka málarannsó kn in var felld niður með formlegum hætti 17. apríl 2020. II I Helst u málsástæður og la garök stefndu Stefnd i B byggir á því að krafa stefnanda um skaðabætur s é fyrnd . Krafan fyrnist á fjórum árum samkvæmt lögum nr. 150/2007 , sbr. 9. gr. laganna. Fyrningarfrestur hafi verið liðinn þegar málið var höfðað í september 2020 , hv ort sem miðað sé við það tímamark þeg ar stefnandi tók við uppsagn arbréfi í september 2015 eða lok uppsagnarfrests 31. desember 2015 . Því er mótmælt að stefnandi haf i ekki getað s ett fram kröfu na fyrr en ákvörðun ríkissaksóknara hafi legið fyrir 17. apríl 2 020, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 15 0/2007. Sjá megi af lögskýri ngargögnum að ákvæði ð geti 7 aðe ins átt við um mjög sérstök og óvenjuleg tilvik eða svonefnd force ma jeure tilvik, þ.e. náttúruhamfarir og aðra ófyrirsjáanlega atburði, sem kom i í veg fyrir að unnt sé að rjúfa fyrningarfrest kröfu . H indrunin verði ætíð að ve ra almenn í þeim skilningi að ekki sé kleift fyrir neinn að slíta fyrningu með þeim hætti sem lög g er i ráð fyrir. Tilvik sem varði einungis kröfuhafa sjálfan falli ekki undir ákvæðið. E kki ha fi verið til staðar almennar hindrani r sem komu í veg fyrir að hæ gt væri að slíta fyrningu. Í því sambandi er bent á að stefnandi hafi sett fram kröfu um skaðabætur 17. desember 2015 en svo ekkert aðhafst í tæp fimm ár. Jafnframt er byggt á því að stefna ndi hafi sýnt af s ér tómlæti og þanni g firrt sig rétti til greiðs lu skaðabóta jafnvel þó að fyrningarfrestur teljist ekki liðinn. Líta verði til þess að strax í kjö lfar uppsagnar innar , eða í síðasta lagi þegar ráðningarsambandi við stefnda lauk , hafi honum mátt vera ljóst að hann gæti átt þá skaðabótakröfu sem nú sé höfð uppi. Byggt er á því að uppsögn stefnanda hafi verið reist á lögmætum og málefnalegum forsendum . Uppsögnin ha fi átt stoð í ákvæðum ráðningarsamnings og 43. gr. laga nr. 70/1996 . Því er mó tmælt að borið hafi að áminna st efnan da og gefa honum færi á að bæt a sig áður en honum var sagt upp , sbr. 21. og 44. gr. laganna . Uppsögn in hafi ekki átt rætur að r ekja til ástæð na sem sé getið í 21. gr. laga nr. 70/1996 og hafi brot stefn anda verið af mun alvarlegri toga . Stefnandi hafi á fu ndi með C 27. sep tember 2015, í tölvupósti til hans sama dag og í yfirheyrslum hjá lögreglu játað að hafa brotið g egn trúnaðarheiti starfsman na og reglum um meðferð trúnaðargagna . Það hafi hann gert með því að brjótast í geg num kóðun trúnaðarg agna, sem hann hafði aðgang að til hagskýrslugerðar, og fá upplýsingar sem honum hafi e kki verið heimilt að nýta sér og búa til úr þeim skipulagt safn upp lýsinga. Öryggisafrit sýn i að hann hafi ekki aðeins samkeyr t stað greið slugrunninn við lista yfir starf smenn af innra neti stofnunari nnar, heldur líka við lista yfir fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar, sem og lista yfir starfsm enn annarra fyrirtækja og s tofnana. Í framhaldinu hafi stefnandi sett saman töflur úr framan greindum s krám með samanburði á launu m milli nafngreindra einstakli nga eftir störfum. Með háttsemi sinni hafi stefnandi brotið gegn ákvæðum ráðningarsamnings , trúna ðarheiti og verklagsreglum B um meðferð trúnaðargagna, sem og ákvæði um þagnarsky ldu í lögu m nr. 70/1996. Þá hafi stef nandi brotið gegn 10. og 11. g r. laga nr. [ ] . Þá hafi stefnandi talið brot sín mjög léttvæg og lýst þ ví yfir í samtölum við starfsmenn stefnda að hann m y ndi safna u pplýsingunum aftur hefði hann tækifæri til þess. Hafi ekki verið t alið mögulegt að veita stefnan da færi á að bæta ráð sitt og vægari úrræði en uppsögn ekki verið tæk. Jafnframt er byggt á því a ð með vísan til játninga stefnanda hafi verið skily rði til þess að víkja honum úr starfi á g rundvelli 2. mgr. 45. gr. laga nr. 70 /1996 . Lögð er áhersla á að há ttsemi stefn an da hafi veri ð til þess fallin að skaða orðspor og 8 hagsmuni stefnd a B sem sé miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi . Vegna þessa hlutverks s é stofnuninni heim ilt að krefja stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga í atvi nnurekstri um gögn og up plýsingar sem hún þarfnast til hagskýrslugerðar , sbr. lög nr. 1 63/2007 og breytingar með lögum nr. 104/2013. Tekið er fram að það sé ekki rétt að ríkissaksóknari hafi komist að þ eirri niðurstöðu að stefnandi h efði ekki brotið gegn ákvæðum um þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Í ákvörðuninni hafi komi ð fram að ekki væru taldar líkur á sakfellingu á grundvelli 136. gr. almennra hegningarlaga vegna fyrningar sakar. Hvað varðar brot gegn 139. g r. almenn ra hegningarlaga hafi ríkissaksó knari talið þá háttsemi starfsmanns get a varðað við ákvæðið , að nota aðgang, sem hann hefur að gagnagrunni með trúnaðarupplýsingum sem ætlaðar eru til hagskýrslugerðar, til að sækja og vi nna upplýsingar um laun nafngreindra samstarfsmanna, án þess að til þess sé ætlast vegna starf a hans, og síðan notfæra sér eða miðla upplýsingum til annarr a samstarfsmanna, án þess að upplýsingarnar eigi að fullu erindi við viðkomandi . Ha fi verið talið að hið sama ætti við um þá hátt semi að n ýta sér aðgang að trúnaðarupplýs ingum í eigin þágu vegna atvinnuleitar. Ekki hafi verið talið skipta máli að tilgangur upplýsingaöflunarinnar kynni að hluta eða að einhverju leyti að hafa verið að sýna fram á launamismu n. Ákvörðun um að ákæra ekki í málinu hafi verið vegna vafa sem talin n var leika á því hvort stefnandi teldist opinber starfsma ður í skilningi 139., sbr. 141. gr. a í almenn um hegningarl ögum . Því er mótmælt að uppsögn stefnanda hafi ten gst hlutverk i hans sem trúnaðarmann s eða að stefnd i B hafi með einhverjum hætti skipt sér af kjarabaráttu s tarfsmanns. Stefnandi hafi komið fram sem trúnaðarmað ur en skoðun leitt í ljós að hann hafi ekki ver ið kosinn í formlegri kosningu eins og ráðgert er í 1. mgr. 28. gr. laga nr. 94/1986 . Hafi staðf esting C á ti lkynningu um kjör trún aðarmanns því verið undirrituð með fyrirvara um lögmæti vals á trúnaðarm anni . Byggt er á því að stefnandi hafi ekki notið verndar sem trúnaðarmaður samkvæmt lögunum . Í öll u f alli hafi framferði hans ekki teng st öflun upplýsinga til að undirbúa samningaviðr æður um stofnanasamning á vinnustað eða störfum hans sem trúnaðarmanns. Skað abótakröfu stefnanda er mótmælt og tekið fram að hann hafi ekki sýnt fram á tjón, enda hafi h ann fljótlega ráðið sig í aðra vinnu. Dómaframkvæmd styðji ekki að fjárhæð skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar miðist við laun í 18 eða 27 mánuði. Stefnandi hafi ekki getað reiknað með því að halda starfi sínu í þann tíma og sé dómvenja fyrir því að bætur sé u dæmdar að álitum. Þá beri meðal annars að draga frá kröfun ni laun í uppsagnarfre sti og greiðslur á meðan stefnandi var í launuðu leyfi . Útreikningi kröfunnar er mótmælt og lögð áhersla á að stefnanda hafi borið að takmarka tjón sitt í meira mæli en ge rt var. Þá beri að líta til þess að s tefnanda hafi verið sagt u pp vegna ólögmætra aðg erða hans sjálfs . Því er sérstaklega mótmælt að 9 stefnandi eigi rétt á bótum vegna réttinda til endurmenntunar og vegna stöðu hans sem trúnaðarmanns . Kröfu um dráttarvexti er enn fremur mótmælt, þar með talið upphafs tíma þeirra. Vegn a kröfu stefnanda u m miskabætur er bent á að krafist sé bóta óskipt úr hendi stefndu enda þótt mismunandi röksemdir og atvik liggi að baki kröfunni. Það sé til að mynda alls óljóst með hvaða hæ tti stefnd i B beri óskipta áb yrgð me ð íslenska ríkinu á ætluðu tjó ni af rannsóknaraðgerðum. Stefnandi vísi einungis til 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til stuðnings málatilbúnaði sínum, en framsetning kröfunnar virðist fremur byggð á 18. gr. la ganna enda þótt skilyrði s amaðildar s éu ekki uppfyll t. Kunni að vera tilefni til að vísa miskabótakröfu stefnanda frá gagnvart stefnda B án krö fu , enda virðist krafan nær eingöngu grundvallast á ætluðu tjóni vegna rannsóknaraðgerða sem byggt sé á að stefnd i , íslenska ríki ð , beri ábyrgð á. Kröfu u m miskabætur úr hendi stefnda , íslenska ríkisins , er mótmælt með vísan til þess að hún eigi ekki stoð í 1. og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Stefnandi reisi kröfuna á haldlagningu tölvu se m hann hafði aðgang a ð í starfi sínu hjá ste fnd a B og fl eiri gögnum sem voru í eigu stofnunarinnar. Tölvan , sem hafi verið í eigu B , hafi fyrst verið afhent lögreglu í febrúar 2018, meira en tveimur og hálfu ári eftir að stefnandi lét af störfum og hafði síðast aðgang að tölvu nn i. Stefnan di hafi hvor ki verið e igandi né vörsluhafi haldlagðra muna og geti hann því ekki átt rétt til miskabóta samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008. Verði talið að bótaréttur sé fyrir hendi er byggt á því að ste fnandi hafi með hátterni sínu valdið þeim að gerðum sem hann reisir kröfu sína á , sbr. 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. sömu laga . Af hálfu stefnd a B er kröfu um miskabætur vegna uppsagnar mótmælt verði kröfunni ekki vísað frá dómi af sjálfsdáðum. Byg gt er á því að miskabótakrafan sé fyr nd , en st ef nanda hafi verið sag t upp störfum í september 2015 og krafan fyrnist á fjórum árum samkvæmt ákvæðum laga nr. 150/2007 . Eigi við sömu sjónarmið og vegna skaðabótakröfu stefnanda. Þá sé vanr eifað hvernig uppfyl lt séu skilyrði til greiðslu miskabót a samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. g r. laga nr. 50/1993 . Uppsögnin verði rakin til ólögmætra aðgerða stefnanda sjálfs og hafi vísun málsins til ríkissaksóknara ekki miðað að því að réttlæta brottrekstur hans. Verði ekki falli st á sýknu er byggt á því að umkrafin fjár hæð sé allt of há miðað v ið dómaframkvæmd og atvik þau er leiddu til uppsagnarinnar. Tekið er fram að ekki verði séð að framlagt læknisvottorð styðji miska stefnanda , heldur sýni það að hann hafi glímt við kvíða fr á árinu 2013 og virðist ekki hafa lei tað t il læknis v egna málsins f yrr en óskað var eftir útgáfu vottorðsin s 10. júní 2020. Jafnframt er upphafstíma dráttarvaxta vegna miskabótakröfu mótmælt. I V Niðurstaða 10 Ágreiningur stefnanda og stefnd a B lýtur að því hvort uppsögn stef na nda hafi verið lögmæt og hvort h a nn eigi rétt á bótum vegna fjárhagslegs tjóns sem leiðir af uppsögninn i . Jafnframt er deilt um rétt stefnanda til miskabóta úr hendi stefndu sameiginlega vegna uppsagnarinnar og aðgerða lögreglu í tilefni af rannsókn á me in tu broti hans. Eins og rakið h e fur verið byggir stefnd i B á því að krafa stefnanda um skaðabætur vegna fj árhagslegs tjóns sé fyrnd samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/2007. Það er ágreiningslaust að krafa stefnanda e r skaðabótakrafa og að um f yrningu he nnar fari eftir þessu ákvæði. Sa mkvæmt ák væðinu fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsi nga. Ráðið verður af athuga semdum við 9. gr. í frumvarpi því sem va r ð að lögum nr. 150/2007 að líta beri til þess hvenær tjónþoli hafi fyrst haf t tilefni til að höfða mál þar sem hann hafi fengið eða borið að afla sér vitneskju um tjónið og þann sem ber áb yrgð á því. Tjónþoli geti e kki haldið að sér höndum eða borið við van þekkingu . Ráðist fyrningarfrestur því ekki af persónubundinn i vitneskju einstakra tjónþola um réttarstöðu sína. Þá hefur verið talið að fyrningarfrestur geti hafist þegar tjónþoli m á gera ráð fyrir að hann hafi orð ið fyrir f jártjóni enda þó tt fjárhæð bóta liggi ekk i endanlega fyrir . Í þ eim efnum er meðal annars horft til þess að fyrningarfrest i er ætlað að gefa tjónþola hæfilegt svigrúm til þess að staðreyna umfang tjóns, sbr. til hliðsjón ar dóm Landsréttar frá 6 . mars 2020 í máli nr. 26/2019. Stefnandi byggir sjá lfur á því að hann hafi orðið fyrir fjár tjóni vegna uppsagnar úr starfi sem honum var kynnt 7. september 2015 og að stefnd i B beri ábyrgð á tjóninu. Leggja verðu r til grundvalla r að krafa stefnanda hafi stofnast á þessu tímamarki. Það er ekki sjálfgefið að fyrningarfrestur samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 hafi byrjað að líða þegar hið bótaskylda atvik varð , enda þarf að líta til þess hvenær stefnandi haf ð i vitneskju eða hvenær honum bar að a fla sér upplýsinga um meint tjón sitt . Til þe ss er að líta að stefnandi sendi stefnd a B kröfubréf 17. desember 2015 þar sem krafist var skaðabóta vegna tjóns sem hann taldi leiða af uppsögninni. Krafa n tók, ei ns og áð ur greini r , mið af launum í s ex mánuði og var hún nánar sundurliðuð í br éfi nu. Þetta er til marks um að stefnandi hafi á þessum tíma haft nægilega vitnes kju um tj ón sem h ann ta ldi leiða af uppsögninni og stefnd a B bera ábyrgð á. Þá fékk s t efnandi greidd laun í uppsagnarfresti fram til 31. desember 2015 en eftir þann tíma fékk hann ekki frekari greiðsl ur frá st ofnuninni. Að þessu virtu v erður lagt til grundvallar að stefnand i hafi í síðasta lagi í lok árs 2015 mát t gera ráð fyrir að hann hef ði orðið fyrir fjártjóni vegna uppsag narinnar og þá haft tilefni til málshöfðunar, sbr. að nokkru til hliðsjónar d óm Hæstaréttar frá 1. mars 201 8 í máli nr. 201/2017 og dóm Landsréttar frá 23. nóvember 2018 í máli nr. 276/2018 . 11 Stefnandi byggir á því að honum hafi verið ómögulegt að beina k rö fu að stefnd a B fyrr en ákvörðun ríkissaksóknara um að fella mál vegna me in ts brots hans niður lá fyrir í apríl 2020. Nánar tiltekið er byggt á því að k rafan sé ekki fyrnd vegna fyrirmæla 2. mgr. 10. gr. lag a nr. 150/2007 um að fyrning he fjist í fyrsta lagi einu ári eftir þann dag þegar óyf irstíganlegri hindrun ljúki sem byggi ek ki á atvikum sem varði kröfuhafa sjálfan. Samkvæmt athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 150/2007 á það við sé ekki mögulegt að rjúfa fyrn ingu v egna ó yfirstíganlegra hindrana sem er lýst sem svonefndum force majeure tilvikum, þ að e r nátt úruhamförum eða öðrum óf yrirsjáanlegum atburðum, sem komi í veg fyrir að unnt sé að rjúfa fyrningarfrest kröfu. Tekið er fram að ákvæðið sé ekki einskorðað v ið slí k tilvik en að h indrunin verði ætíð a ð vera almenn í þeim skilningi að ekki sé kleif t fyrir neinn að slíta fyr ningu með þeim hætti sem lög gera ráð fy rir . Ekki verður fallist á að sú staðreynd að mál vegna mein ts brot s stefnanda var til rannsóknar hjá lö greglu haf i komið í veg fyrir að hann gæti rofið fyrningu samkvæmt fyrirmælum IV. kaf la laga nr. 1 50/2007 , svo sem með málsókn gegn stefn d a B . Rann sóknin laut að meintum refsiverðum brotum, e n máls ók n stef nand a er einkum byggð á því að br o tið haf i verið gegn ákvæðum laga nr. 70/1996 og meginreglum vinnuréttar við uppsögnina. Að mati dómsins var þannig ekki til staða r óyfirstíganleg og almenn hin drun í skilningi 2. mgr. 10. gr. laga nr. 150/2007 þannig að fyrirm æli ákvæðisins um viðbótarfrest geti átt við. Samkvæmt framangrein du á 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 þar sem mælt er f yrir um fjö g urra ára fyrningarf rest við og miðast upp haf frestsins e ins og áður greinir við 31. desember 201 5 . Fyrn ingu er slitið þeg ar mál er höfðað fyr ir dómstólum , sbr . 2. mgr. 15. gr. laganna , en það var ekki gert fyrr en 18. september 2020 . Þá var fyrningu ekki slitið með öðrum hætti á fyrra tíma ma rki. Þ egar af þeirri á stæð u að krafan var fy r nd þegar málið v ar höfða ð verður s tefnd i B sýkn aður af kröfu stefnanda um bætur fyrir fjárhagslegt tjón. St efnandi hefur krafist 1.500.000 króna í mis kabætur sameiginleg a ú r hendi stef ndu. M ismu nandi röksem dir búa að baki kröfu nni að þessu leyti. Þ annig er krafa á hendur stefn d a B reist á því að stefnan di hafi orðið fyrir miska vegna ól ögmætrar uppsagnar . Kra fa á hendur stefnda , íslenska ríkinu , er af tur á móti reist á því a ð hann hafi beðið tjón af rannsóknaraðg erðum lögreglu og að uppfyllt séu ski lyrði 1. mgr. 246. gr. laga n r. 88/2008 um meðferð sakam ála til greiðslu bóta . Hvað varðar framsetningu kröfunnar hefur stefnandi vísað til 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð eink amála og við munnlegan málflutning var lögð áher sl a á að stefndu væru tengdir aðilar. Að mati d ómsins er ekki unnt að falla st á að k rafa n eigi ræt ur að rekja til sama atviks, sömu aðstöðu eða sama löggernings í s kilningi 1. mgr. 19. gr. la ga nr. 91/199 1. Þ á er alls óljóst á hvaða grundvelli stefnandi telur stefndu bera sameiginlega ábyrgð á miska se m rakinn er til mismunandi a tv ika sem stefndu áttu ekki báðir aðkomu að , en 12 því er ekki heldur borið við að 18. gr. laga nr. 91/1991 eigi við . Samkvæmt þessu tel ur dómurinn að það skorti verulega á að stefnandi hafi gert grein fyrir sameiginlegri a ðild hva ð þessa kröfu varðar, sem og grundvel li sameiginle grar ábyrg ða r stefndu. M eð vísan til e - lið ar 1. mg r. 80. gr. laga nr. 91/1991 og me ginregl na einkamálaréttarfar s verður kröfunni vísa ð fr á dómi a f sjálfsdáðum, sbr. að nokkru ti l hliðsjóna r dóm Landsr éttar fr á 5. júní 2018 í má li nr. 376/2018. Samkvæmt framang reindu er stefnd i B sýkn aður af kröfu stefnanda um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns. Þá er kröfu um mi skabætur sem var beint sameiginleg a að stefndu vísað frá dómi. Að öllum atvi kum virtum þykir rétt að málskostnað u r á milli aði la falli niður. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdóma ri kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Stefnd B er sýkn af kröfu stefn anda A um bætur vegna fjárhags legs tjó ns. Kröfu stefnanda um m iska bætur ú r hendi stefndu , B og íslenska ríkisins, er vísað f rá d ómi. Mál skostnaður á milli aðila fellur niður. Ásgerður Ragnarsdóttir