DÓMUR 7 . júní 2021 Mál nr. E - 3387 /2020 Stefnandi: Stjörnubaugur ehf. (Þórir Örn Árnason lögmaður) Stefndi: Hópferðamiðstöðin e hf. ( Heiðar Ásberg Atlason lögmaður) Dómari: Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari 2 Dómur 7 . júní 2021 Mál nr. E - 3387/2020 : Stjörnubaugur ehf. (Andrea Guðmundsdóttir lögmaður) g egn Hópferðamiðstöðin ni ehf. ( Heiðar Ásberg Atlason lögmaður ) I. Dómkröfur Mál þetta var þingfest 28. maí 2020 en tekið til dóms að lokinni aðalmeðferð 31. maí sl. Stefnandi er Stjörnubaugur ehf., Stakkhömrum 24 í Reykjavík en stefndi Hópferðamiðstöðin ehf., Hesthálsi 10 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að hið stefnda félag ve rði dæmt til að greiða honum skuld að fjárhæð 4.802.192 kr. , ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af 4.802.192 kr. frá 16. desember 2019 til greiðsludags , að frádreginni 4.000.000 kr. innborgun , dags. 2. október 2019 , sem dragast skuli frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins . Stefndi krefs t þess aðallega að félagið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða málskostnað . Til vara er þ ess krafist að dráttarvaxtakrafa stefnanda verði lækkuð verulega og málskostnaður látinn niður falla. II. Málavextir Stefnandi hefur um árabil tekið að sér akstur fyrir stefnda að sumarlagi en ágreiningur málsins lýtur að uppgjöri vegna þjónustu sem stefn andi veitti stefnanda á tímabilinu 14. júní til 29. ágúst 201 9. Nánar tiltekið deila aðilar um það hvort stefndi hafi ofgreitt stefn anda fyrir þjónustu sem hann keypti af stefnanda árið 2018 og hvort sú greiðsla eigi þá að koma til lækkunar á þeirri kröfu sem stefnandi hefur uppi í þessu máli vegna ársins 2019. Í ljósi þessa málatilbúnaðar er nauðsynlegt að rekja helstu atvik úr gögnum málsins um viðskipti aðila. Í gögnum málsins liggur ekki fyrir skriflegur samningur um þá þjónustu sem krafa stefnanda lý tur að. Þar liggja hins vegar fyrir tölvupóstsamskipti aðila vegna ársins 3 2017 og 2018 . Er þar meðal annars tölvupóst ur frá Sögu Hlíf Birgisdóttur , starfsmanni stefnda, til Aðalsteins Freys Kárasonar, fyrirsvarsmanns stef nanda , sem sendur var föstudaginn 7. september 2018. Í þeim tölvupósti segir að starfsmenn stefnda séu loksins búnir að reikna út kostnað vegna fjögurra tilgreindra ferða sem farnar hafi verið á vegum stefnda. Kemur fram í tölvupóstinum að samanlagt nemi fjárhæð in fyrir þessar ferðir Ekk ert kemur fram í þeim tölvupósti um að virðisaukaskattur hafi átt að vera innifalinn í þeirri fjárhæð. Fyrir liggur að stefnandi gaf út reikning í framhaldi af tölvupósti stefnda 12. september 2018 . Svaraði verðið fyrir ferðirnar til sömu fjárhæðar og Saga Hlíf, starfsmaður stefnda , hafði tilgreint í tölvupóstinum til stefnanda fimm dögum áður, þ.e. 3.183.7 30 kr., en auk þess var bætt við virðisaukaskatti að fjárhæð 350.210 kr. Reikningurinn er á meðal gagna málsins en á honum kemur fram að hann hafi verið samþykktur. Ágreiningslaust er að reikningurinn var í kjölfarið greiddur og ekki verður ráðið af gögnum málsins að sú greiðsla hafi verið bundin neinum fyrirvara. Eins og fram er komið tók stefnandi aftur að sér akstur fyrir stefnda sumarið 201 9 . Reikningurinn sem mál þetta snýst um var gefinn út 16. desember 2019 og nam hann alls 4.802.192 kr. vegna sex hópferða og fjögurra annarra liða um sumarið. Gögn málsins bera með sér að aðilar þess hafi áður átt fund vegna uppgjörs í tengslum við þennan reikning. Í kjölfar fundarins og fyrir útgáfu reikningsins áttu aðilar einnig tölvupóstsamskipti um uppgjör ið . M eð t ölvupósti , dags. 4. desember 2019, gerði stefndi athugasemdir við kröfur stefnanda samkvæmt því uppgjöri . Kemur þar meðal annars fram að stefndi hafi dregið af reikning n um 4.000.000 kr. sem hann innti af hendi 2. október 2019. Af tölvupóstinum verður einnig ráðið að stefndi hafi gert breytingar á skjali um uppgjör aðila. Segir þar meðal annars að stefndi hafi bætt við dagpeningum þar sem þá vantaði en hann hafi einnig hækkað verð í tveimur liðum í samræmi við loforð starfsmanns stefnda. Í tölvupóst i stefnda kemur síðan fram að stefndi hafi dregið frá 350.210 kr. sem stefnandi hafi fengið ofgreidd ar árið áður. Í tölvupóstinum skýrir starfsmaður stefnda frádrátt inn nánar þannig að verðið sem Saga Hlíf hafi gefið fyrirsvarsmanni s tefnanda upp hafi verið með virðisaukaskatti en stefndi hafi greitt það ver ð, auk viðbætt s virðisaukaskatt s . Niðurstaðan sé því sú að stefndi skuldi stefnanda 451.982 kr. og sé þá 4 11% virðisaukaskattur innifalinn í því verði. Stefnandi megi senda honum rei kning og stefndi muni þá greiða hann um miðjan desember. Stefnandi sendi stefnda í kjölfarið reikning inn , dags. 16. desember 2019 . Í reikningnum var tekið tillit til 4.000.000 kr. innborgunar stefnda í byrjun október 2019 . Hins vegar var ekki tekið mið af athugasemd um stefnda um að hann hafi ofgreitt stefnanda 350.210 kr. árið áður. Samkvæmt reikningnum var eindagi reikningsins 20. desember 2019. Af tölvupósti fyrirsvarsmanns ste fn anda til Einars Þórs Guðjónssonar, starfsmanns stefnda, dags. 17. desember 2019, verður ráðið að stefnandi hafi gert athugasemdir við tillögur stefnda að uppgjöri í skjali sem fylgdi tölvupóstinum en varðaði þó ekki athugasemdir stefnda um ofgreiðslu virðisauk askatts árið 2018 . Í tölvupósti starfsmanns stefn da sem sendur var daginn eftir er fjárhæðin sem stefndi hafði áður borið við að hafa ofgreitt nefnd aftur í samskiptum aðila. Er í því sambandi nefnt í tölvupóstinum að stefndi sé tilbúinn að koma til móts við stefnanda og taka helminginn af 350.210 kr. eða 175.105 kr. Það sem standi þá eftir séu samtals 627.087 kr. með virðisaukaskatti, eða 175.105 kr. að viðbættum þeim 451.982 kr. sem stefndi hafði gengist við að skulda stefnanda í tölvupóstinum 4. desembe r 2019. Í tölvupóstinum segir loks að stefnandi þurfi að hafa í huga að öll verð sem hann sé að bera saman við 2018 séu 11% hærri en þau áttu að vera vegna misskilnings um að bæta hafi átt virðisauka s katti ofan á kröfur stefnanda. Stefnandi brást við þess um tölvupósti stefnda samdægurs en þar sagði m.a : ykkur , samþykktur og greiddur, þið komið ekki ári seinna og segið að hann hafi verið rangur. Ég er ekki tilbúinn að breyta reikningnum frá 16. desember 2019 nema til hækkunar vegna vangreiddra transfera. Reikningurinn var gerður nákvæmlega í samræmi við skýrslu frá ykkur, þrátt fyrir að ég virðist ekkert fá Stefndi svaraði þessum tölvupósti með öðrum tölvupósti da ginn eftir með svohljóðandi hætti: Þú ert að fá greitt fyrir transferin. Það er inní heildartölunni og ert að fá sama borgað og allir aðrir hér á stöðunni. Ég ætla ekki að ræða þetta frekar eða eyða meiri tíma í þetta mál. Tilboðið að fella niður kr. 175.105 stendur til morgundagsins. Eftir það lítum við svo á að við skuldum þér kr. 451.982 m/vsk og munum borga það þegar reikningur berst fyrir réttri upphæð 5 Ljóst er að stefnandi sætti sig ekki við þessa afstöðu og sendi stefnda reikning fyrir fullri upphæð án leiðréttingar. Hefur stefnandi í kjölfarið höfðað þetta mál. Ágreiningslaust er að stefndi greiddi 27. maí 2020 451.982 kr. inn á þá skuld sem dómkrafa málsins lýtur að. Stefnandi hefur hins vegar ekki breytt dómkröfu sinni vegna þessarar greiðslu. Fyrirsvarsmaður stefnanda gaf aðilaskýrslu við meðferð málsins fyrir dómi. Að mati dómsins er ekki ástæða til að rekja þá skýrslu sérstaklega. III. Málsástæður aðila Krafa stefnanda í málinu byggir á því að stefndi hafi ekki greitt að fullu fyrir þjónustu sem hann keypti af stefnanda árið 2019 samkvæmt framlögðum reiknin gi. Af hálfu stefnanda er vísað til þess að stef ndi hafi fengið hann til þess að aka hópbifreið í bæði dagsferðum og lengri hópferðum á vegum stefnda nokkrum sinnum frá 14. júní 2019 til 29. ágúst 2019. Reikningurinn vegna þjónustunnar var síðan gefinn út 16. desember 2019 að fjárhæð 4.802.192 kr. S tefndi hafi greitt 4.000.000 kr. inn á þá skuld 2. október 2019 en e ftirstöðvar skuldarinnar hafi ekki fengist greiddar þrátt fyrir innheimtutilraunir og því sé nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Stefn andi vísar til þess að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til innheimtu skuldarinnar hjá stefnda fyrir löginnheimtu . Því sé þess krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til kostnaðar sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna innheimtu skuldarin nar, sem stofnaðist til áður en hún var send í löginnheimtu, í samræmi við 12. gr. innheimtulaga nr. 95/2008. Stefndi vísar til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, sem eigi sér m.a. stoð í lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Þá er vísað til laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Kröfu um dráttarvexti styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 með síðari breytingum og þá sérstaklega 1. mgr. 6. gr. þeirra laga. Krafa um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 , um m eðferð einkamála , en krafa um að tekið verði tillit til áfallins innheimtukostnaðar styðst við 7. og. 12. gr. laga nr. 95/2008. Málsástæður stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að reikningur stefnanda sé ekki lögmætur. Auk þeirra 4.000.000 kr. sem stefndi greiddi stefnanda þann 2. október 2019 hafi stefndi 6 þegar greitt stefnanda 451.982 kr., eða samtals 4.451.982 kr., sem svari til þeirrar fjárhæðar s em stefndi skuldaði stefnanda. Hafi réttmæt skuld því þegar verið greidd að fullu, en áður hafði ítrekað verið óskað eftir því við stefnanda að hann gæfi út reikning að réttri fjárhæð sem hann varð ekki við. Stefndi telur reikninginn sem stefnandi krefur hann um greiðslu á vera of háan enda sé þar ekki gert ráð fyrir ofgreiðslu stefnda samkvæmt reikningi sem stefnandi sendi stefnda fyrir árið 2018. Stefnanda hafi því verið ljóst eða mátt vera ljóst að upphæð reikningsins sem hann sendi til stefnda vegna a ksturs árið 2018 var ekki rétt, enda verðin ekki í samræmi við þau verð sem starfsmaður stefnda hafði áður gefið honum upp með skýrum hætti og beðið stefnanda að færa í reikning. Þannig mátti stefnandi vita að þegar hefði verið gert ráð fyrir virðisaukaska tti í þeim útreikningum sem stefndi sendi stefnanda, enda talað um verð þannig í öllum samskiptum stefnda við stefnanda og aðra viðskiptamenn nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í ljósi þeirrar meginreglu sem gildir í íslenskum rétti að sá sem innir af hendi greiðslu án eða umfram skyldu geti endurkrafið móttakanda hennar , sé skýrt að stefndi sé í fullum rétti til þess að leiðrétta reikninginn frá 2018. Þannig skul i þeir sem fyrir mistök fá greidda peninga sem þeir eiga ekki rétt á endurgreiða þá fjárhæð , enda sé annars um að ræða óréttmæta auðgun móttakanda á kostnað greiðanda. Af þeim sökum hafi upphæð reikningsins sem stefnandi sendi stefnda , og var fyrir mistök greiddur , þannig verið töluvert hærri en efni voru til og stefnandi átti rétt á. Þar sem st efnandi útbjó sjálfur reikninginn ber i hann ábyrgð á þessu og þurfi því að sæta því að þetta verði leiðrétt. Stefndi sé því í fullum rétti til að skuldajafna kröfurnar með þeim hætti sem hann hefur gert, enda kröfurnar gagnkvæmar, sambærilegar og hæfar til að mætast hvað greiðslutíma varðar. Af öllu framangreindu sé því ljóst að þær kröfur sem stefnandi átti á hendur stefnda hafa þegar verið greiddar að fullu og er krafa stefnanda í máli þessu því ekki lögmæt. Því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stef nanda. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda er kröfu stefnanda um dráttarvexti mótmælt frá fyrri tíma en dómsuppsögudegi, en til vara frá fyrri tíma en þingfestingardegi málsins. Stefndi byggir kröfur sínar á almennum reglum kröfuréttarins, einkum meginreglunni um rétt til endurgreiðslu þegar greitt er umfram skyldu og reglum um skuldajöfnuð. 7 IV. Niðurstaða Ágreiningslaust er að stefndi greiddi 27. maí 2020 451.982 kr. inn á þá skuld se m dómkrafa málsins lýtur að. Með vísan til þessa er ljóst að eftirstandandi krafa stefnanda í máli þessu nemur alls 350.210 kr. en stefnandi hefur engu að síður ekki breytt upphaflegri dómkröfu sinni í máli þessu. Málatilbúnaður stefnda um að honum beri e kki að standa stefnanda skil á 350.210 króna eftirstöðvum reiknings byggist á því að hann hafi fyrir mistök ofgreitt fyrir þjónustu stefnanda sumarið 2018 sem nemur þessari fjárhæð . Fjárhæðin eigi því að koma til frádráttar greiðslum fyrir þá þjónustu sem hann keypti af stefnanda sumarið 2018. Ljóst er að í íslenskum rétti gildir meginregla um að þeir sem fá fyrir mistök greidda peninga sem þeir eiga ekki rétt til skuli endurgreiða þá. Frá þessari reglu eru þó gerðar undantekningar eftir því hver atvik eru að ofgreiðslunni og endurkröfu hennar, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 32/2007. Þegar leyst er úr því hvort stefndi geti borið fyrir sig þessa meginreglu verður í fyrsta lagi að líta til þess hvort honum hafi tekist að færa sönnur á það að hann hafi í rey nd greitt stefnanda meira fyrir keypta þjónustu sumarið 2018 en stefnandi átti rétt á. Við það mat verður ekki horft fram hjá því að þegar stefnandi gaf út reikning sinn til stefnda fyrir þessa keyptu þjónustu 12. september 2018 bar reikningurinn skýrlega með sér að þar væri miðað við það verð sem Saga Hlíf Birgisdóttir, starfsmaður stefnda , hafði gefið upp í tölvupósti til stefnanda 7. september 2018 , að viðbættum virðisaukaskatti. Af þeim tölvupósti verður ekki ráðið að virðisaukaskattur sé innifalin n í því verði sem stefndi sjálfur útlistaði. Með vísan til þess að stefnandi gerði stefnda reikning fyrir þjónustuna fimm dögum síðar verður að telja að rétt hefði verið að stefndi gerði þá þegar athugasemd við fjárhæðina ef hann taldi reikninginn of háan. Þ að gerði stefndi hins vegar ekki heldur samþykkti hann reikning stefnanda og greiddi án fyrirvara. Að því er varðar tilvísun stefnda í málflutningi til tölvupósts stefnanda til Prime Tours frá 12. júlí 2017 , sem fyrir liggur í gögnum málsins, þá fær dómur inn ekki séð að sú staðreynd að stefnandi hafi í þeim pósti gert sérstaklega grein fyrir að verð hafi verið án virðisaukaskatts hafi sönnunargildi fyrir þau atvik sem deilt er um í þessu máli . Verður þá að horfa til þess að þessi tölvupóstur varðar önnur v iðskipti, milli annarra aðila , sem fram fóru á öðrum tíma . Í þeim tölvupóstsamskiptum sem fyrir liggja milli aðila málsins kemur hins vegar ekkert fram um að gert hafi verið ráð fyrir því að virðisaukaskattur væri innifalinn í þeim tilboðum eða verðhugmynd um sem stefnandi lýsti fyrir stefnda. 8 Samkvæmt því sem að framan er rakið hefur stefnda ekki tekist að sýna fram á að hann hafi ofgreitt stefnanda fyrir þjónustuna sem hann keypti af honum sumarið 2018 og hann eigi þannig kröfu um endurgreiðslu á hendur stefnanda með vísan til áðurnefndrar meginreglu um endurgreiðslu fjármuna sem greiddir hafa verið fyrir mistök . Þess utan verður enn fremur ekki horft fram hjá því að stefndi , sem er bókhaldsskylt fyrirt æki, greiddi reikninginn fyrir þjónustuna í september 2018 án fyrirvara og hafði engar kröfur uppi í tengslum við hina meintu ofgreiðslu fyrr en á fundi aðila í lok nóvember 2018 en þá voru rúmlega 14 mánuðir liðnir frá því að aðilar höfðu gengið frá því u ppgjöri sem stefndi byggir málatilbúnað sinn um ofgreiðslu á. Í samræmi við framangreint verður fallist á kröfu stefnanda um að stefndi greiði honum þá skuld sem dómkrafa hans hljóðar upp á , en þó að frádreginni þeirri fjárhæð sem stefndi innti af hendi 27. maí 2020 eftir að málið var þingfest , að fjárhæð 451.982 kr. Að því er varðar kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta þá verður ekki séð af gögnum málsins að aðilar hafi í uppgjöri sínu samið sérstaklega um gjalddaga þeirrar kröfu sem mál ið lýtur að. Í samræmi við 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, verða dráttarvextir því ekki reiknaðir af dómkröfu stefnanda fyrr en frá og með þeim degi þegar mánuður var liðinn frá því að stefnandi krafði stefnda sérstaklega um greiðslu. Með v ísan til þess að stefnandi gaf út reikning sinn til stefnda 16. desember 2019 með eindaga 20. desember 2019 verða honum , í samræmi við fyrrnefnt ákvæði 3. mgr. 5. gr. , ekki dæmdir dráttarvextir fyrr en frá 20 . janúar 2020. Það leiðir af framangreindri ni ðurstöðu að stefnda verður gert að greiða stefnanda málskostnað svo sem greinir í dómsorði , sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Við ákvörðun málskostnaðar verður þó tekið mið að því að dómurinn hefur ekki fallist á kröfu stefnanda nema að hluta en stef nandi breytti ekki dómkröfu sinni við meðferð málsins þrátt fyrir greiðslu stefnda inn á skuldina 27. maí 2020. Hefur dómurinn jafnframt litið til umfangs málsins, gagna þess sem og þess að sakarefnið er einfalt í sniðum. Vegna kröfu stef n anda um að tekið verði tillit til kostnaðar sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna innheimtu skuldarinnar sem stofnaðist til áður en hún var send í löginnheimtu, í samræmi við 12. gr. innheimtulaga nr. 95/2008, þá hefur stefnandi ekki talið til slíkan kostnað í málskostnaða rreikningi sem lagður var fyrir dóm við aðalmeðferð málsins. Dómurinn hefur því ekki upplýsingar um hvort stefnandi hafi borið kostnað vegna innheimtu sem stafi beinlínis af máli nu , sbr. g - lið 1. mgr. 129. gr. laga nr. 9 91/1991, um meðferð einkamála , en ljó st er að slíkur kostnaður getur ekki talist til málskostnaðar samkvæmt öðrum liðum 1. mgr. 129. gr. Kemur því þegar af þeirri ástæðu ekki til greina að stefnand a verði dæmdur málskostnaður með vísan til þessa innheimtukostnaðar. Kjartan Bjarni Björgvinss on héraðsdómari kveður upp þennan dóm . Dómso r ð: Hópferðamiðstöðin ehf. greiði stefnanda, Stjörnubaugi ehf. , 4.802.192 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af 4.802.192 kr. frá 20. janúar 2020 til greiðsludags, að frádreginni 4.000.000 kr. innborgun, dags. 2. október 2019, og 451.982 kr. innborgun, dags. 27. maí 2020, sem dragast sku li frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Stefndi greiði stefnanda 416.500 kr. í málskostnað . Kjartan Bjarni Björgvinsson