Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur þriðjudaginn 12. janúar 202 1 Mál nr. S - 6329/2019: Ákæruvaldið (Björn Þorvaldsson saksóknari) gegn X , (Einar Þór Sverrisson lögmaður) Y og (Þórður Bogason lögmaður) Z (Óskar Sigurðsson lögmaður) Dómur A. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 16. desember 2020, var höfðað með ákæru héraðs saksókn - ara, dags. 7. nóv ember 2019 , á hendur X , kennitala [...] , [...] , Y , kennitala [...] , [...] , [...] , og Z , [...] , [...] , [...] fyrir skilasvik í aðdraganda þess að EK1923 ehf., áður Eggert Kristjánsson ehf., var tekið til gjaldþrota skipta: I Á hendur ákærðu X , þáverandi eiganda og stjórnarmanns EK1923 ehf. sem og Sjö stjörn - unnar ehf., og Y , þá verandi [framkvæmdastjóra] og prókúru hafa Sjöstjörnunnar ehf., með því að hafa þann 15. mars 2016 í sameiningu skert rétt [lánar drottna] til að öðlast fullnægju af eignum EK1923 ehf., er þeir létu starfsmenn Íslands banka millifæra kr. 21.316.582 út af bankareikningi í eigu EK1923 ehf. nr. [...] , inn á bankareikning Sjöstjörnunnar ehf. nr. [...] , sem að mun rýrði efnahag félagsins, en degi áður hafði ákærði Y sent tölvupóst á starfsmann Íslandsbanka og óskaði eftir ofangreindri millifærslu, sem ákærði X staðfesti að ósk starfsmanns bankans síðar sama dag. Millifærslan var greiðsla tiltölulega hárrar kröfu sem var til komin vegna láns sem Sjö - stjarnan ehf. veitti EK1923 ehf. þann 1. október 2015, að fjárhæð kr. 21.000.000, til að 2 standa á móti útgefinni húsaleiguábyrgð Íslandsbanka hf. til tryggingar skuldbindingum EK1923 ehf. vegna leigu félagsins á atvinnuhúsnæði að M . II Á hendur ákærðu X , þáverandi eiganda og stjórnarmanns EK1923 ehf.[,] sem og Stjörn - unnar ehf., og Z , þáverandi [framkvæmdastjóra] o g prókúru hafa Stjörnunnar ehf., með því að hafa þann 27. janúar 2016, í sameiningu skert rétt [lánar drottna] til að öðlast fullnægju af eignum EK1923 ehf., er þeir framseldu kröfu á hendur ríkissjóði í eigu EK1923 ehf., sem var [tilkomin] vegna ólögmætra r gjaldtöku ríkisins við úthlutun tollkvóta árin 2014 og 2015 vegna innflutnings á landbúnaðar afurðum og var krafan þess efnis að endurgreidd yrði sú fjárhæð sem EK1923 ehf. hefði greitt í ríkissjóð, samtals kr. 24.628.250 ásamt vöxtum, til Stjörnunnar eh f., en framsalið var undirritað af ákærða X fyrir hönd EK1923 ehf. og af ákærða Z fyrir hönd Stjörnunnar ehf., án þess að nokkuð endurgjald hafi komið fyrir, sem að mun rýrði efnahag félagsins. Ríkið féllst á kröfuna að hluta og greiddi þann 1. apríl 2016 fjárhæð kr. 14.670.838 inn á bankareikning Stjörnunnar ehf. III Á hendur ákærðu X , þáverandi eiganda EK1923 ehf., og Y , með því að hafa í ágúst 2016, í sameiningu skert rétt [lánardrottna] til að öðlast fullnægju af eignum EK1923 ehf., er ákærði Y gaf A , þáverandi prókúru hafa EK1923 ehf., fyrirmæli fyrir hönd ákærða X , um að greiða tvær gjaldfallnar kröfur erlendra birgja, samtals að fjárhæð kr. 2.538.448, sem greiddar voru þann 11. ágúst 2016 af bankareikningi EK1923 ehf. nr. [...] , annars vegar var um að ræða kröfu frá Evron Foods Ltd. að fjárhæð GBP 14.448 [sterlingspund] sem samsvarar kr. 2.227.593 og hins vegar kröfu frá Schreiber Foods [...] að fjárhæð EUR 2.343,60 [evrur] sem samsvarar kr. 310.855, sem að mun rýrði efnahag félagsins. Árangurslaust fjárnám var gert hjá EK1923 ehf. 2. maí 2016 og barst Héraðsdómi Reykja víkur krafa um gjaldþrotaskipti 9. maí 2016. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 7. september 2016. Skiptum er ólokið en lýstar kröfur í búi ð námu yfir 200 milljónum króna. Framangreind brot teljast varða við 4. [tölul.] 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærði X neitar sök og krefst aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara krefst hann sýknu af kröfum ákæru - valdsins. Til þrautavara er þess krafist, verði ákærði sakfelldur, að hann verði dæmdu r til lægstu mögulegu refsingar og hún verði skilorðbundin að öllu leyti. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð, þar með talin máls varnar laun verjanda, auk virðisaukaskatts, sam kvæmt hjálögðu yfirliti . Ákærði Y neitar sök og krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara að hann verði sýknaður af öllum ákæruatriðum. Til þrautavara krefst ákærði væg ustu refs ingar sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá gerir ákærði kröfu um að allur sa kar kostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin máls varnar laun verjanda sam kvæmt hjálögðu yfirliti. Ákærði Z neitar sök og krefst þess aðal lega að hann verði sýknaður af ákæru, en til vara að hann verði dæmdur til lægstu mögu legu refs ingar sem lög leyfa. Þá krefst ákærði þess að allur sakar kostnaður, þar með talin máls varnarlaun verjanda, auk virðisauka skatts, verði greiddur úr ríkissjóði. Með úrskurði Landsréttar 28. apríl 2020, í máli nr. 201/2020, var frá vísunar kröfum ákærðu X og Y hafnað og koma þær kröfur því ekki til frekari úrlausnar við meðferð málsins. B. Málavextir: 1. Félagið EK1923 ehf. var lengst af þekkt sem heildverslun Eggerts Kristjánssonar hf. og var meginstarfsemi þess innflutningur á matvöru og hreinlætisvörum. Á árinu 2016 var nafni félagsins breytt í EK1923 ehf. og verður hér eftir vísað til þess heitis. Í upphafi árs 2014 keypti Leiti eignarhaldsfélag ehf., sem var móðurfélag í eigu ákærða X , í fél agi við aðra hluthafa, verulegan eignar hluta í EK1923 ehf. (70%), ásamt Sedona ehf. (25%) og B (5%). Frá byrjun árs 2016 var EK1923 ehf. að fullu í eigu móðurfélagsins. Meðal annarra eigna móðurfélagsins var Sjöstjarnan ehf. sem einnig var í eigu Stjörnunnar ehf. en hið síðarnefnda félag var jafn framt að fullu í eigu fyrrgreinds móðurfélags. Stjarnan ehf. er leyfis - og rekstraraðili Subway - veit inga staða hér á landi. Sjöstjarnan ehf. er á hinn bóginn fast eignafélag sem meðal annars fer með húseignir sem hýsa fyrrgreinda veitingastaði. Meðal eigna þess félags var fast eignin að M í Reykjavík þar sem starfsemi EK1923 ehf. var til húsa. 4 Ákærði X sat í upphafi í stjórn EK1923 ehf., ásamt fleirum. Hann fór úr stjórn inni á tímabili á árinu 2015 en kom aftur að stjórn félagsins í október það ár, sem stjórnar - formaðu r. Rekstur félagsins var erfiður og var leitast við að snúa honum til betri vegar, meðal annars með aðkomu fyrr greindra tengdra félaga, á einn eða annan hátt. Að því verkefni kom meðal annars ákærði Y , sjálfstætt starfandi ráð gjafi, sem einkum hafði aðko mu að rekstri Sjöstjörnunnar ehf., þar af sem skráður fram kvæmda stjóri þess félags frá 14. apríl 2016. Þá gegndi ákærði Y stöðu framkvæmda stjóra Stjörnunnar ehf., meðal annars á árunum 2015 og 2016. Til að styrkja rekstur EK1923 ehf. var meðal annars í upphafi árs 2014 gripið til þess ráðs að færa allan inn flutning aðfanga, lagerhald og dreif - ingu fyrir Stjörnuna ehf., vegna Subway - veitingastað anna, til EK1923 ehf. sem tók til sín þóknun fyrir þá starfsemi. Í því sam bandi keypti EK1923 ehf. vörubirgði r í eigu Sól - stjörn unnar ehf., sem einnig var meðal félaga í eigu ákærða X , en það félag hafði fram að því annast fyrrgreinda starfsemi fyrir Stjörn una ehf. Þá var í árslok sama ár farin sú leið að auka eigið fé félags ins um rúmlega 50 milljónir króna og fella niður ógreidda húsa leigu sem nam um 70 milljónum króna. Þessu til viðbótar var sú ráð stöfun gerð 1. október 2015 að selja fyrr greinda fasteign að M frá Sjö stjörn unni ehf. til Reita I ehf., sem var ótengt fast eignafélag í eigu móður féla gsins Reita hf., og tók kaup andinn yfir réttindi og skyldur, sem leigusali, gagn vart EK1923 ehf. Í desember 2015 var A , sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi, fenginn til að koma að rekstri EK1923 ehf. Í lok janúar 2016 sagði fram kvæmda stjóri félagsi ns, C , starfi sínu lausu. Í mars á sama ári var rekstur og allt fylgifé heild verslunar EK1923 ehf., þar með talið vörulager, viðskiptasambönd, umboðs samn ingar við birgja, bif reiðir, nafn heildverslunarinnar, vörumerki o.fl., selt frá EK1923 ehf. til a nnars óskylds félags, ÍSAM ehf. Með því var reynt að afla fjármagns inn í rekstur inn til að greiða reikninga. Í sama mánuði voru gerðar breytingar á inn flutningi, lager haldi og dreif ingu fyrir Stjörn una ehf., vegna Subway - veitingastaða, með því að fæ ra þá starfsemi frá EK1923 ehf. til annars félags, Parlogis ehf., sem kom með sína starfsemi inn í hús næðið að M , sem nýr leigutaki EK1923 ehf. hafði áður verið með það á leigu, eins og áður greinir. Samhliða og síðar var gert upp við nánar til greinda bi rgja, þar með talið Evron Foods Ltd. og Schreiber Foods Ltd. Þann 2. maí 2016 var gert árangurslaust fjárnám hjá EK1923 ehf. að kröfu Matfugls ehf. Daginn eftir gekk ákærði X úr stjórn EK1923 ehf. og í staðinn kom D að félaginu sem stjórnarformaður. Með úrskurði Héraðs dóms Reykja víkur 7. september sama ár, í máli nr. [...] , var félagið, gegn mótmælum þess, tekið til gjald þrota skipta að kröfu Matfugls ehf. Frest dagur var 9. maí sama ár. 5 I lögmaður var skipaður skipta stjóri þrotabúsins. Við skip ta meðferð þrotabúsins tók skiptastjóri til gagngerar athugunar ýmis málefni búsins, svo sem með því að leita skýr - inga hjá fyrirsvars manni, eiganda og öðrum stjórnendum og/eða lykil mönnum sem komið höfðu að rekstri félagsins, auk rann sóknar á bókhaldi og fjár reið um. Leiddi þetta meðal annars til þess að skipta stjóri beindi kærum og öðrum erindum til héraðs saksókn - ara á árunum 2017 og 2018 vegna meintra hegningar lagabrota ákærðu í tengslum við starf semi EK1923 ehf. og skyldra félaga. Var það út af fjár mála gern ingum sem höfðu átt sér stað í starfseminni, auk kæruatriða sem lutu að meintri rangri eða ófull nægjandi upp - lýs ingagjöf við skiptastjóra. Sam hliða og síðar voru til með ferðar einka réttarleg ágrein - ings málefni á vettvangi þrota búsins og fyrir dóm stól um sem lutu meðal annars að sakar - efni samkvæmt fyrrgreindum kærum, allt eins og nánar greinir í liðum B/2 - 4. Skiptum þrotabúsins lauk 15. des ember 2020 en um það er ágreiningur sem nýlega hefur verið vísað til dómstóla. 2. Í lok desember 2013 var undirritaður samningur á milli EK1923 ehf. og Sjö stjörn unnar ehf. um fasteign hins fyrrnefnda félags að M . Með samn ingnum eign aðist Sjö stjarnan ehf. húsnæðið. Í mars 2014 var gerður lang tíma leigusamningur milli sömu aðila um að E K1923 ehf. leigði húsnæðið frá og með 1. október 2013. Um miðjan júlí 2015 var gerður nýr leigusamningur milli sömu aðila með öðrum leigutíma og leiguverði. Með kaup - samningi 1. október 2015 var umrædd fasteign seld og afhent sama dag Reitum I ehf., sem ka upanda, auk þess sem téður kaupandi yfirtók fyrrgreindan leigu samning gagn vart EK1923 ehf. Í tengslum við söluna fór EK1923 ehf. þess á leit við Íslands banka hf. að bankinn gæfi út ábyrgð til trygg ingar á greiðslu félagsins á húsaleigu í um ræddri fa st eign. Af hálfu bank ans var fallist á þá beiðni gegn því að hann fengi að hand veði, sem baktryggingu, sam svarandi fjárhæð á bund inni bók. Gekk það eftir og sama dag og kaup - sam n ingur var undir ritaður gaf Íslandsbanki hf. út fyrrgreinda húsaleigu áb yrgð til trygg - ingar á skuld bind ing um EK1923 ehf. samkvæmt leigu samningnum 21. júlí 2015 vegna umrædds húsnæðis. Til baktryggingar húsaleiguábyrgðinni var bókarlaus bankareikningur EK1923 ehf. í Íslands banka hf. og inn á þann reikning voru lagðar 21.000.000 króna sama dag og leigu - ábyrgðin var gefin út, þ.e. 1. október 2015. Þeir fjármunir komu frá Sjöstjörnunni ehf. sem lán til handa EK1923 ehf. Samhliða ritaði E , þáverandi stjórnar maður EK1923 ehf., undir hand veðs yfirlýsingu á hinum bókarlaus a reikningi og var um að ræða allsherjarveð á fyrsta veðrétti til trygg ingar á öllum skuldum og öðrum fjár skuld bindingum EK1923 ehf. í bankanum. Þar kom fram að Íslandsbanki hf. gæti ráðstafað fé af reikningnum og EK1923 ehf. væri að sama skapi óheimilt að taka fé út af honum. Með þessu var 6 reikningurinn lokaður fyrir úttekt af hálfu EK1923 ehf. Af hálfu félagsins var á þessum tíma að einhverju leyti lagt upp með að sjálf skuldarábyrgð Leitis eignar halds félags ehf. og/eða Sjöstjörnunnar ehf. gæti komið í stað fyrr greindrar hand veðsetn ingar. Það reynd - ist hins vegar ekki ganga eftir. Leiddi þetta til þess að fjármunirnir voru áfram inni á um ræddum bankareikningi til baktryggingar á leigu ábyrgðinni. Þessu til viðbótar var einhverju eftir fyrrgrein da lánveitingu Sjöstjörnunnar ehf. gerður skriflegur láns - samningur milli þess félags, sem lánveit anda, og EK1923 ehf., sem lán taka, dags. 1. októ ber 2015, þar sem meðal annars var kveðið á um gjalddaga og annan veðrétt Sjö - stjörn unnar ehf. Á fyrstu mánuðum ársins 2016 voru orðin vanskil hjá EK1923 ehf. á húsaleigu gagnvart Reitum I ehf. Þann 11. mars sama ár var undirritað samkomulag milli fyrrgreindra félaga um leigu lok á M sem skyldu taka gildi 31. sama mánaðar. Þann sama dag skyldi rýma húsnæðið þar sem Parlogis ehf. skyldi hefja leigu á húsnæðinu frá 1. apríl sama ár. Þá var í samkomulaginu kveðið á um að fyrrgreind bankaábyrgð EK1923 ehf. skyldi falla niður um leið og Parlogis ehf. afhenti leigusala nýja bankaábyrgð fyrir leigu skuld bi nd - ingu sinni. Leiddi þetta til þess að fyrrgreind bankaábyrgð féll niður. Á svipuðum tíma, eða 14. mars 2016, áttu sér stað samskipti með aðkomu ákærðu X og Y og starfsmanna Íslandsbanka hf. vegna fjármuna á hin um áður hand veð setta bankareikningi. Með því var óskað var eftir að allir fjár munirnir á banka reikningnum yrðu millifærðir frá EK1923 ehf. yfir á bankareikning Sjöstjörn unnar ehf. Leiddi þetta til þess að sú millifærsla náði fram að ganga 15. sama mánaðar, að fjárhæð 21.316.582 krónur. Í kjölfar þess að gjaldþrotaskipti hófust á EK1923 ehf. leitaði fyrrgreindur skiptastjóri þrota búsins skýringa á umræddri millifærslu. Leiddi það síðar til þess að hann ritaði bréf til Sjöstjörnunnar ehf., dags. 23. desember 2016, þar sem greiðslunni var r ift og krafist endurgreiðslu á áðurnefndri fjárhæð til þrotabúsins. Samhliða var kæru beint til héraðs - saksóknara vegna sömu millifærslu og leiddi sú kæra til rannsóknar á því sakar efni og síðar til útgáfu ákæru, sbr. I. ákærulið. Fyrrgreind riftun leid di til einka réttarlegs ágreinings milli þrotabúsins og Sjöstjörn unnar ehf. sem lauk endanlega með dómi Hæstaréttar Íslands 29. október 2020, í máli nr. 19/2020. Með þeim dómi var lagt til grundvallar að riftun greiðslunnar hefði átt rétt á sér á grundv elli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., eins og atvikum var háttað, þar sem um hefði verði að ræða óvenjulegan greiðslu eyri og var Sjö stjörn unni ehf. gert að endur greiða fyrr greinda fjárhæð til þrotabúsins með nánar tilgreind um dráttar vöxtum. 7 3. Á árunum 2014 - 2015 tók EK1923 ehf. þátt í útboðum á tollkvótum sem haldin voru á vegum stjórnvalda og laut útboðið bæði að svokölluðum ESB - tollkvótum og WTO - toll - kvótum. Útboðið fór fram á grundvelli reglugerðar, sem sett va r með stoð í búvörulögum nr. 99/1993. Kostnaður EK1923 ehf. vegna útboðanna var lagður á inn kaups verð til Stjörn unnar ehf., sem bar þannig óskiptan kostnað af útboðum á toll kvót um. Nokkur inn flutningsfyrirtæki, ótengd EK1923 ehf. og Stjörnunni e hf., undu ekki við laga - grundvöll fyrrgreindra útboða og leituðu réttar síns fyrir dómstólum. Lauk þeim réttar - ágreiningi með dómum Hæstaréttar Íslands upp kveðn um 21. janúar 2016, í málum nr. 317/2005, 318/2015 og 319/2015, þar sem niður staðan var sú að fullnægjandi laga stoð fyrir gjaldtöku ríkisins við úthlutun tollkvóta var ekki talin hafa verið til staðar og í and - stöðu við stjórnskipunarlög. Íslenska ríkinu var í framhaldi gert að greiða máls aðilum þær fjárhæðir sem þeir höfðu innt af hendi fyrir ú t hlutun kvótanna, hverjum fyrir sig, með vísan til laga nr. 29/1995 um endur greiðslu of tekinna skatta og gjalda. Í ljósi framangreindra dómsniðurstaðna lögðu stjórnendur EK1923 ehf. og Stjörnunnar ehf. til grundvallar að niðurstöðurnar gætu haft þýð ingu fyrir félögin í þeirra innbyrðis lög skiptum og gagnvart íslenska ríkinu. Nánar tiltekið að ekki hefði verið næg lagastoð fyrir ein um þætti á heildar innkaups verði vegna vörusölu frá EK1923 ehf. til Stjörnunnar ehf. Hið síðarnefnda félag hefði því ofgreitt toll kvóta til EK1923 ehf. á árunum 2014 og 2015. Leiddi þetta til þess að ákærðu X og Y hlutuðust til um fram sal þann 27. janúar 2016 á öllum ætluðum kröfum EK1923 ehf. á þeim tíma á hendur íslenska ríkinu um endur greiðslu fjárhæða vegna ofgreiddra tollkvóta í þremur að greind um skipt um á árunum 2014 - 2015, sam tals að fjár hæð 24.628.250 krónur. Með bréfi lögmanns 4. febrúar 2016 , fyrir hönd Stjörnunnar ehf., til atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytisins, var kröfunni fylgt eftir og kra fist endurgreiðslu á fyrrgreindri fjárhæð, auk vaxta og dráttarvaxta. Í því samhengi var vísað til fyrrgreinds kröfuframsals og dóma Hæsta réttar. Með svarbréfi ráðuneytisins 22. mars 2016 var fallist á kröfuna að hluta, sam tals að fjárhæð 13.753.250 krón ur, ásamt nánar tilgreindum vöxtum og dráttar - vöxt um. Með bréfi lögmanns Stjörnunnar ehf. til Fjársýslu ríkisins 22. mars 2016 var óskað eftir því að framangreind fjárhæð yrði greidd inn á reikning hans, samtals að fjár - hæð 14.670.838 krónur, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var sú greiðsla innt af hendi 1. apríl sama ár. Í kjölfar þess að gjaldþrotaskipti hófust á þrotabúi EK1923 ehf. leitaði skiptastjóri þrota - búsins skýringa á umræddu kröfuframsali og leiddi það síðar til þess að hann ritaði bréf 8 til Stjörn unnar ehf. 22. desember 2016 þar sem fram salinu var rift og krafist endur - greiðslu á 24.628.250 krónum til þrotabúsins. Samhliða var kæru beint til héraðs - saksóknara vegna sama framsals og fór fram lögreglurannsókn vegna þess sakar efnis sem le iddi síðar til útgáfu ákæru, sbr. II. ákærulið. Fyrrgreind yfirlýsing um riftun leiddi til einkaréttarlegs ágrein ings milli þrotabúsins og Stjörn unnar ehf. sem lauk endan lega með dómi Landsréttar 7. desember 2018, í máli nr. 139/2018. Með þeim dómi var lagt til grundvallar að Stjarnan ehf. hefði í raun eignast kröfu á hendur EK1923 ehf. sem nam fjárhæð hinna ofgreiddu gjalda og þegar af þeirri ástæðu hefði fram salið ekki talist gjafa gerningur í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991. Á hinn bóginn var talið að um óvenju legan greiðslueyri hefði verið að ræða samkvæmt 134. gr. sömu laga og að greiðslan hefði því ekki virst venjuleg eftir atvikum. Var því fallist á kröfu þrota bús ins um riftun á fyrrgreindu framsali, auk þess sem Stjörnunni ehf. var gert að greiða þrota búinu 14.670.838 krónur, auk dráttarvaxta og máls kostn aðar. 4. Á meðan EK1923 ehf. var í rekstri var félagið meðal annars í viðskiptasambandi við innlenda og erlenda Subway - birgja, þar á meðal Evron Foods Ltd. á Norður - Írlandi og Schreiber Foods Ltd. í Þýskalandi. Frá árslokum 2015, hafði verið unnið að endurskipu - lagn ingu félagsins með aðkomu fyrrgreinds A , rekstrarráðgjafa. Í þeim efnum var meðal annars reynt að selja og endurskipuleggja félagið, þar með talið að selja eigur þess. Þá var hluti af þeim ráðstöfunum að koma viðskiptum við birgja EK1923 ehf., og þar með Stjörn unnar ehf., til annarra fyrirtækja. Þann 1. apríl 2016 tók Par logis ehf. meðal annars yfir inn flutning, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörn una e hf. frá EK1923 ehf. vegna varn - ings fyrir Subway - veitingastaði. Í tengslum við þá breytingu keypti Parlogis ehf. vöru - birgðir af EK1923 ehf. og greiddi fyrir það nánar tilgreinda fjárhæð. Þá rann hluti þeirrar fjár hæðar til Íslands banka hf., sem veðr éttarhafa í vöru birgð um. Það sem eftir stóð var nýtt til að gera upp skuldir við birgja félags ins. Sú fjárhæð og aðrir fjármunir í rekstri félagsins á þeim tíma dugðu hins vegar ekki til að gera upp skuldir við alla vöru birgja, þar með talið skuld v ið birgjana Evron Foods Ltd. og Schreiber Foods Ltd. Þann 3. maí 2016, þ.e. viku fyrir fyrr greindan frestdag og daginn eftir að gert var árangurs laust fjárnám hjá EK1923 ehf., átti sér stað fyrrgreind breyting á stjórn félags ins með aðkomu fyrrgre inds D , sem stjórnarformanns, í stað ákærða X . Þá átti sér stað þann 11. ágúst sama ár fjárhagslegt uppgjör við fyrr greinda erlendu birgja, Evron Foods Ltd., að fjárhæð 2.227.539 krónur, og Schreiber Foods L t d., að fjárhæð 310.855 krónur, eða samtals 2.53 8.448 krónur. 9 Í kjölfar þess að gjaldþrotaskipti hófust á þrotabúi EK1923 ehf. leitaði skiptastjóri búsins skýringa á umræddum tveimur greiðslum til erlendu birgjanna. Leiddi það til þess að hann ritaði birgjunum bréf 31. október 2016 þar sem þrotabúið rifti umræddum greiðsl - um. Samhliða var kæru beint til héraðssaksóknara vegna umræddra greiðslna og leiddi sú kæra til lögreglurannsóknar á því sakarefni og síðar til útgáfu ákæru, sbr. III. ákærulið. Umræddir birgjar féllust ekki á riftun og endurgre iðslu og skipta stjóri taldi ekki grund - völl til að höfða riftunarmál á hendur þeim félögum fyrir erlendum dóm stólum. Leiddi þetta til þess að skiptastjóri höfðaði skaðabótamál 14. júní 2018 fyrir Héraðs dómi Suður - lands á hendur ákærða X , þá með réttarst öðu stefnda, sem eiganda EK1923 ehf. o.fl. á þeim tíma sem umræddar greiðslur áttu sér stað. Í því máli var krafist skaða bóta sem nam fyrrgreindum greiðslum með dráttarvöxtum vegna meintrar ólög mætrar og sak næmrar hátt semi stefnda X , eins og atvikum va r háttað í tengslum við umræddar greiðslur. Einhverju síðar, á meðan málið var til meðferðar fyrir héraðsdómi, endur greiddi birginn Screiber Foods Ltd. þrotabúinu fyrrgreinda fjárhæð og lækk aði stefnu fjárhæð gagnvart stefnda X sem því nam. Lauk skaðab ótamálinu endan lega með dómi Landsréttar 14. des - ember 2018, í máli nr. 155/2018, þar sem meðal annars var lagt til grundvallar að stefndi X hefði með saknæmum og ólög mæt um hætti valdið þrotabúinu tjóni sem nam fjárhæð greiðslunnar til Evron Foods Ltd. og var honum gert að greiða þrotabúinu þá fjárhæð með dráttarvöxtum. C. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði X bar meðal annars um að hafa á árinu 2014 keypt EK1923 ehf. Rekstur félagsins hefði til að byrja með gengið vel en síðar hefði farið að halla undan rekstrinum. Margt hefði verið reynt til að styrkja félagið, svo sem með því að bæta við um boðum, auka sölu, ráða nýja sölumenn o.fl. Ákærði hefði í desember 2014 sett vel á annað hundrað milljónir króna inn í félagið með því að fella niður húsaleigu og breyta í eigið fé. Að auki hefði ákærði fært um 700 milljóna króna veltu inn í félagið frá Sól stjörn unni eh f. Ákærði hefði til að byrja með verið í stjórn félagsins en enga aðkomu haft að dag legum rekstri þess. Á árunum 2015 og 2016 hefði ákærði verið aðaleigandi félags ins í gegnum móðurfélagið Leiti eignarhalds félag ehf. Í desember 2015 hefði fjár hags stað a EK1923 ehf. verið erfið og reksturinn þungur. A ráðgjafi hefði á þeim tíma verið fenginn til að koma að félag inu og reyna að laga stöðuna. Fjár hagsstaðan hefði hins vegar þróast illa um vorið. Fram að því og síðar hefði verið reynt að bjarga félaginu. Félagið hefði hins vegar ekki verið 10 tæknilega gjald þrota. Ekki hefði verið ljóst að félagið færi í gjaldþrot fyrr en síðar á árinu 2016. Gjald þrotið hefði verið tilkomið þar sem einn af lánar drottnum þess, félag á vegum Mata hf., hefði verið afar ósáttu r við ákærða vegna breytinga á viðskipta sambandi á þeim tíma og því gert kröfu í maí 2016 um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta og það gengið eftir síðar á árinu. Varðandi sakarefni samkvæmt I. ákærulið þá greindi ákærði frá því að í október 2015 hefði EK1923 ehf. þurft að vera með húsaleiguábyrgð gagnvart fasteignafélaginu Reit um I ehf. Í því sambandi hefði verið boðin fram sjálfskuldarábyrgð frá móðurfélaginu en það hefði ekki verið samþykkt. Að því virtu hefði Sjöstjarnan ehf. lagt fram pe ninga trygg ingu fyrir leigunni, sem lán, en sú trygging hefði aldrei að öðru leyti verið ætluð til frjálsrar ráðstöfunar fyrir EK1923 ehf. Fjármunirnir hefðu farið inn á sér greindan banka reikning. Ákærði kvaðst ekki muna í smáatriðum hvernig var staðið að þessu en gerður hefði verið láns samn ingur milli Sjöstjörnunnar ehf. og EK1923 ehf. í lok októ ber 2015. Samn ingur - inn hefði verið dag settur fyrsta sama mánaðar, þ.e. sama dag og fjármunirnir voru lán aðir félaginu. Aðrir en ákærðu hefðu gert lánssam ninginn, meðákærði Y hefði að öllum líkind um komið með samninginn og ákærði veitt samþykki sitt fyrir því enda hefði hann verið stjórnarformaður og prókúruhafi á þessum tíma. Ákærði kvaðst ekki muna hvort þessi samningur hefði verið borinn undir C , þá ver andi fram kvæmda stjóra félagsins, né heldur hvort Íslandsbanka hf. hefði verið kunnugt um samn inginn. Þá kvaðst ákærði ekki vita hvers vegna handveð Íslands banka ehf. vegna húsa leiguábyrgðarinnar hefði verið allsherjarveð en á þeim tíma hefði bankinn hins vegar verið með veð í öllum birgðum félagsins. Ákærði bar um að á þeim tíma þegar fjármunirnir hefðu runnið til baka til Sjöstjörnunnar ehf., þ.e. í mars 2016, hefðu ýmsar söluþreifingar verið í gangi hjá EK1923 ehf. Staðan á félaginu hefði verið er fið. ÍSAM ehf. hefði verið að kaupa heildsöluumboð frá félaginu, og annað í svipuðum dúr. Ákærði hefði í krafti stöðu sinnar hjá félaginu með tölvuskeyti 15. mars 2016, að ósk Íslandsbanka hf., staðfest að millifærslubeiðni frá meðákærða Y á fjár mununum m ætti ná fram að ganga þannig að peningarnir færu til baka til Sjöstjörn - unnar ehf. Sú staðfesting hefði verið eina aðkoma hans að því máli og á því bæri hann hina endanlegu ábyrgð vegna stöðu sinnar hjá félaginu. Meðákærði Y hefði hins vegar engra hagsmuna átt að gæta í Sjöstjörnunni ehf., hann hefði á tímabili verið framkvæmdastjóri þess félags og ekki haft aðkomu að rekstri EK1923 ehf. Þá hefði millifærslan ekki getað rýrt efnahags EK1923 ehf. að neinu leyti þar sem félagið hefði ekki átt neitt í umræddum peningum. Eingöngu hefði verið um að ræða sér greinda fjár - muni til tryggingar á húsaleiguskuld og peningarnir ekki verið hluti af eign félagsins sam kvæmt efnahags reikn ingi. Millifærslan hefði ekki verið há fjárhæð ef tekið væri mið 11 af veltu félagsins á þeim tíma, sem hefði verið um 1,3 milljarðar, auk þess sem efna hagur félagsins hefði verið á um fimmta hundrað milljónir króna. Þá hefði krafa Sjö stjörn unnar ehf. á hendur EK1923 ehf. vegna peninganna verið gjaldkræf á þessum tíma þar sem húsa leiguábyrgðin var fallin niður. Gjaldþrot EK1923 ehf. hefði ekki verið ljóst þegar þetta fór fram og ennþá hefði verið reynt að bjarga félaginu. Þá bæri, við mat á fram burði ákærða hjá lögreglu um að aðrir kröfuhafar hefðu ekki fengið greitt frá EK1923 e hf. gagn stætt Sjöstjörnunni ehf., að taka tillit til þess að hann hefði við þá skýrslu gjöf í raun verið að greina frá því sem hefði gerst eftir á. Varðandi sakarefni samkvæmt II. ákærulið þá hefði legið fyrir að ákærði lagði háa veltu inn í EK1923 ehf. vegna Subway - innkaupa en sú starfsemi hefði áður verið hjá Sól - stjörnunni ehf. Tollar, sem síðar hefðu reynst vera ólögmætir, hefðu verið hluti af álagn - ingu á vörurnar. Því hefði þótt sanngjarnt að Stjarnan ehf. fengi þær fjárhæðir til baka. Um hef ði verið að ræða lög mæta kröfu Stjörnunnar ehf. á hendur EK1923 ehf. og ekki væri unnt að líta á framsalið sem gjöf. Ákærði kvaðst ekki muna nákvæmlega hvernig það bar að að ákvörðun var tekin eða hvort haldinn hefði verið sérstakur fundur í þeim efnum. Hin endanlega og formlega ábyrgð hefði hins vegar verið hjá honum vegna form - legrar stöðu hans hjá félögunum. Þá hefði meðákærði Y ekkert haft með EK1923 ehf. að gera og á engan hátt hagnast á umræddu framsali. Fjárhæð kröf unnar hefði ekki verið há miðað við umfangið á rekstri EK1923 ehf., auk þess sem ekki hefði verið ljóst þann 27. janúar 2016 að félagið væri að fara í gjaldþrot. Það hefði verið ákærði sem hefði tekið hina endan legu ákvörðun um framsal kröfunnar vegna stöðu sinnar sem stjórnar formaður beggja félag anna og yfirmaður meðákærða Y . Varðandi sakarefni samkvæmt III. ákærulið þá kvaðst ákærði ekki vita nákvæmlega hvernig það kom til að umræddar kröfur til hinna erlendu birgja voru greiddar. Stjarnan ehf. hefði, umfram skyldu, áður verið búi n að kaupa Subway - birgðir frá félaginu og gert það að skilyrði fyrir þeim kaupum að búið væri að gera upp við Subway - birgja. Að öðrum kosti hefði Stjarnan ehf. ekkert haft með umræddar birgðir að gera þar sem birginn hefði ella lokað á frekari viðskipti me ð Subway vörur til Stjörnunnar ehf. ef hann fengi ekki greitt. Samn ingur á þessum tíma við Parlogis ehf. um yfirtöku á Subway - birgðum, veð - settum Íslands banka hf., auk Subway - vöruhúsaþjónustu, hefði verið með fyrrgreindri forsendu. D , vinur ákærða, hefði á þess um tíma verið stjórnar formaður EK1923 ehf. og tekið það verk að sér í greiðaskyni við ákærða. D hefði með þessu átt að taka félagið að sér. Hann hefði verið með almenna innsýn í rekstur fyrirtækja, sérstaklega tengdan veitingastarfsemi. D hefði ve rið stuttan tíma hjá félaginu og ekki náð mikilli stjórn á því sem síðan hefði endað með umræddu gjald þroti. Ákærði kvaðst ekki vita hvaðan D fékk fyrirmæli um að greiða um rædd um birgjum en væntanlega hefði hann vitað af tilvist 12 fyrrgreinds samnings var ð andi Sub way - vörur og Stjörnuna ehf. Ákærði kvaðst ekki kannast við að hafa gefið fyrir mæli um greiðslu krafnanna né heldur að meðákærði Y hefði haft áhrif á að þær greiðslur næðu fram að ganga eða hvort hann hefði tekið það upp hjá sjálfum sér. Þessu til viðbótar bar ákærði um að Stjarnan ehf. og Sjöstjarnan ehf., væru mjög sterk félög fjárhagslega. Búið væri að greiða allt til baka til þrotabús EK1923 ehf. sam kvæmt endan legum dómsniðurstöðum í fyrrgreindum einka mál um. Þá hefði aldrei hvarflað að ákærða að umræddar ráðstafanir sem gripið var til áður en félagið var tekið til gjald þrota - skipta gætu varðað við refsilöggjöf. 2. Ákærði Y kvaðst frá því um sumarið 2015 hafa komið að því að aðstoða meðákærða X í ýmsum málum, meðal annars varðandi sölu á hluta bréfum EK1923 ehf. og með því að veita aðstoð vegna þess félags. Ákærði hefði þekkt til fjár hagsstöðu félagsins á grundvelli ársreiknings og áætlana en enga form lega stöðu haft hjá því og ekki komið að rekstrinum. Ákærði hefði meðal annars star fað áður sem lög giltur endurskoðandi. Ákærði hefði í tvígang á árinu 2015 reynt að selja félagið í heilu lagi, annars vegar E , sem á tímabili innan þess sama árs tók stöðu stjórnar formanns í félaginu, og hins vegar var hópi fjárfesta á vegum F . Í hvoru gt skiptið hefðu þau viðskipti náð fram að ganga. Um haustið 2015 hefði verið rætt um það að ákærði yrði framkvæmdastjóri Sjö stjörn unnar ehf. og hann verið formlega ráð inn í þá stöðu á ár inu 2016. Varðandi sakarefni samkvæmt I. ákærulið þá bar ákær ði um að fjármunir hefðu verið lán aðir í október 2015 til EK1923 ehf. vegna húsaleiguábyrgðar í tengslum við það þegar hús næðið að M var selt frá Sjöstjörnunni ehf. til fasteignafélagsins Reita hf. Leigu - samningur við EK1923 ehf. hefði fylgt með í viðski ptunum og Sjöstjarnan ehf. haft verulega hagsmuni af því að lána peningana svo viðskiptin næðu fram að ganga. Ákærði hefði í september 2015 óskað eftir því við Íslandsbanka hf. að húsa leigu ábyrgð yrði gefin út til Reita hf. en bankinn hefði farið fram á það að peningafjárhæð, sem sam svaraði þriggja mánaða leigu, 21 milljón króna, yrði lögð inn á handveðsettan og sér greindan banka reikning. Ákærði hefði boðið fram sjálfskuldarábyrgð frá móður félag inu Leiti ehf. en bankinn hefði borið því við að ekki væ ri unnt að verða við því. Í þessum sam skiptum hefði verið óskað eftir að peningarnir kæmu til bankans sem skamm tíma ráðstöfun. Það hefði verið gert og hand veðsyfirlýsing gagnvart bankanum gerð á sama tíma, þ.e. 1. októ - ber 2015. Handveðið hefði verið al lsherjarveð. Þessi ráð stöfun hefði hins vegar ílengst þar sem bank inn hefði gert að skilyrði að umræddir handveðsettir peningar fylgdu jafn - framt með fyrrgreindri sjálf skuldarábyrgð Leitis ehf. sem verið að bjóða fram. Þegar 13 þetta hefði legið fyrir hefð i ákærði talið þarf laust að móðurfélagið gengist í sjálf skuldar - ábyrgð að þessu leyti. Bankanum hefði á þessum tíma verið fullljóst að peningarnir kæmu frá Sjöstjörnunni ehf. og að þeir ættu að greiðast til baka til þess félags þegar leigu ábyrgðin vegna EK1923 ehf. væri fallin niður. Munnlegt sam komul a g hefði verið um það við bank ann. Um lánssamning milli EK1923 ehf. og Sjöstjörnunnar ehf. þá bar ákærði um að hann hefði sjálfur, eða einhver á hans vegum, útbúið samninginn. Samningurinn hefði v erið dagsettur 1. október 2015 en í raun verið gerður einhverju síðar í sama mánuði þegar endan lega var ljóst með sjálf skuldarábyrgðina varðandi móðurfélagið. Samn ingnum hefði verið ætlað að tryggja hags muni Sjöstjörnunnar ehf., sem lánveitanda, og mið að hefði verið við annan veðrétt á bankareikningnum. Ákærði hefði farið með samninginn til meðákærða X til undirritunar, sem stjórnarmanns. Stjórnarformaðurinn X hefði líklega á þessum tíma verið farinn frá félaginu. Þá hefði ákærði ekki talið þörf á því a ð blanda C fram kvæmdastjóra EK1923 ehf. í þetta mál. Ákærði kvaðst vera ör að upplagi og hann hefði viljað klára málið. Íslandsbanki hf. hefði hins vegar ekki vitað um láns samninginn og fyrr greindan veðrétt Sjöstjörnunnar ehf. Ákærða væri ljóst að honum hefðu orðið á mistök að þessu leyti með því að upp lýsa bankann ekki um það. Ákærði hefði hins vegar á þessum tíma litið svo á að þess þyrfti ekki vegna alls herjarveðs bankans á hinum handveðsetta reikningi á fyrsta veðrétti. Þá hefði láns samn ingur in n og veðréttur Sjöstjörnun n ar ehf. ekki farið gegn hagsmunum bankans. Í mars 2016 hefði verið gerður nýr leigusamningur milli Reita I ehf. og Parlogis ehf. vegna umrædds húsnæðis, samhliða öðrum ráðstöfunum milli EK1923 ehf. og Parlogis ehf. Hið síðarnefnda félag hefði, sem nýr leigutaki, lagt fram tryggingu og Reitir I ehf. losað um eldri trygg ing u gagnvart EK1923 ehf. og afhent ákærða skjal þar að lútandi. Ákærði hefði í fram haldi skilað skjalinu til G lánastjóra eða H , úti bússtjóra hjá Ísl andsbanka hf., en þau hin sömu hefðu komið að málinu í október 2015. Ákærði hefði litið svo á að peningarnir væru á þessum tíma til frjálsrar ráð stöfunar fyrir Sjö stjörnuna ehf. vegna fyrrgreinds lánssamnings félagsins og EK1923 ehf. Þá hefði ákærði í fr amhaldi, fyrir hönd meðákærða X , ósk að formlega eftir milli færslu pen ing anna til Sjöstjörnunnar ehf. Það hefði hann gert með tölvuskeyti til Íslands banka hf. 14. mars 2016. Þá hefði með ákærði X , sem prókúruhafi EK1923 ehf., þurft að stað festa beiðn ina sem hann hefði og gert sama dag með tölvu skeyti til bank ans. Tölvuskeyti um þetta væri meðal gagna málsins sem ákærði kvaðst að öllu leyti kannast við. Ákærði hefði hins vegar ekki verið í neinum sérstökum sam skipt um við með ákærða X um þetta áðu r en hann sendi beiðnina þar sem ekki hefði verið þörf á því. Ákærði hefði verið að gæta hags muna Sjöstjörnunnar ehf. með því að fá pen ingana endurgreidda. Íslandsbanki hf. 14 hefði sam þykkt ráðstöfun pen inganna að þessu leyti þrátt fyrir að vera með all sherjarveð og þótt EK1923 ehf. væri á þessum tíma í van skilum gagnvart bankanum. Bankanum hefði því verið fullljóst á þess um tíma, eins og í byrjun, hvernig staðið var að leigu - ábyrgðinni með láni á fjármunum frá Sjö stjörn unni ehf. Þeir peningar hefðu aldrei átt að vera hluti af fjár munum til handa EK1923 ehf. til frjálsrar ráðstöfunar þegar þeirra væri ekki lengur þörf vegna húsaleigu ábyrgðar innar. Þá hefð i milli færsl an til baka til Sjöstjörnunnar ehf. aldrei getað gengið eftir nema með aðkomu og s amþykki Íslands - banka hf., sem aðal kröfu hafa og veðhafa, auk þess sem bank inn hefði verið vel upplýstur um fjárhagslega stöðu félagsins. Varðandi bókhaldslega skráningu umræddra lána þá bar ákærði um að lánið hefði verið fært sem skuld hjá EK1923 ehf. vegna umræddrar húsaleiguábyrgðar og bakábyrgðar Sjö stjörnunnar ehf. Gengið hefði verið frá því í desember 2015 og tölvupóstsamskipti í gögnum málsins staðfestu það. Þá hefði viðeigandi skráning verið gerð í bókhaldi Sjö - stjörn unnar ehf. í tengslum við afstemmingu bankareikninga 7. janúar 2016 en bók unar - dagsetning hefði verið 1. október 2015 og gögn málsins sýndu fram á þetta. Varðandi sakarefni samkvæmt III. ákærulið þá bar ákærði um að gert hefði verið sam - komulag á árinu 2016 við Parlogis ehf. um kaup á Subway - birgðum EK1923 ehf. með því skilyrði að gert yrði upp við Subway - birgja. Sams konar samkomulag og skilyrði hefði verið á svip uð um tíma vegna áþekkra viðskipta EK1923 ehf. og ÍSAM ehf. þar sem birgðir fylgdu umboðum til hins síðarnefnda féla gs. Íslandsbanki hf., sem veðhafi í vöru - birgðum, hefði samþykkt þessi viðskipti og notið góðs af þeim enda hefði fjárhags legt upp gjör við bank ann átt sér stað samhliða. Einhverju eftir við skiptin hefði hins vegar orðið ljóst að kröfur vegna tveggja Su bway - birgja, Evron Foods Ltd. og Schreiber Foods Ltd., væru enn ógreiddar. Það hefði síðan leitt til þess að EK1923 ehf. greiddi báðar þær kröfur þann 11. ágúst 2016. Ákærði hefði hins vegar aldrei gefið A fyrir mæli um að greiða þessar kröfur. Þeir hefðu hins vegar verið í símasamskiptum á þess um tíma og í þeim samskiptum hefði ákærði sérstaklega tekið fram að hann kæmi ekki nálægt því að greiða kröfurnar. Þá hefði ákærði ekki verið með neina stöðu innan EK1923 ehf. sem hefði gert honum kleift að gefa A slík fyrir mæli. Upplýsingagjöf A gagnvart skiptastjóra um hið gagnstæða væri bæði röng og misvísandi og bæri að líta til þess í tengslum við framburð hans hjá lög reglu. A hefði leitað til D , stjórnarformanns félagsins á þess um tíma, og fengið frá hon u m stað fest ingu um að greiða kröfurnar. Þá kvaðst ákærði ekki kannast við að hafa verið í sam skiptum við D varðandi rekstur EK1923 ehf. Þeir hefðu hins vegar verið í öðrum samskiptum án þess að þau vörðuðu rekstur félagsins. 15 Varðandi almennt um fjárhag slega stöðu EK1923 ehf. á árunum 2015 og 2016 þá bar ákærði meðal annars um að staðan hefði lengi verið þung. Ákærði væri því hins vegar ósammála að félagið hefði verið tæknilega gjaldþrota. Fjárfestar hefðu séð tæki færi í því að koma að félaginu og re isa það við. Stjórnendur hefðu gripið til ráð staf ana til að reyna að rétta af stöðuna, lækka kostnað, auka viðskipti og A verið fenginn til að stoðar, eins og áður greinir. Allar þær ráðstafanir hefðu verið gerðar í nánu samráði við stærsta kröfu - hafann, Íslands banka hf. Þá hefði líklega ekki komið til gjaldþrots ef nánar tiltekinn kröfu hafi, sem síðar fékk stöðu skipta beiðanda, hefði sýnt meiri biðlund en raunin varð og ekki náð að knýja það fram að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. 3. Ákærði Z bar um að hafa verið framkvæmdastjóri Stjörnunnar ehf., meðal annars í lok árs 2015 og fyrri hluta árs 2016. Ákærði hefði látið af störfum hjá félaginu í ársbyrjun 2019. EK1923 ehf. hefði séð um vöruhúsa þjónustu fyrir Stjörn una ehf. vegna Subway - veitingastaða og verið einn af nokkrum birgjum vegna þeirrar starf semi. Að öðru leyti hefði ákærði enga aðkomu haft af EK1923 ehf. Ákærði hefði að jafnaði verið í samskiptum við meðákærða X vegna Sub way - veitingastaðanna. Þá hefði hann í nokkur skipti hi tt C , fram kvæmda stjóra EK1923 ehf., í tengslum við samningagerð og tollkvóta. Að öðru leyti hefði ákærði og C ekki verið í miklum samskiptum. Varðandi sakarefni samkvæmt II. ákærulið þá bar ákærði um að Stjarnan ehf. hefði verið búin að greiða ólögmæta tolla vegna viðskipta félagsins við EK1923 ehf. Þetta hefði verið ljóst strax í framhaldi af umræddum dómum Hæstaréttar. Stjarnan ehf. hefði því átt kröfu á hendur EK1923 ehf. Ákærði hefði strax og þetta var ljóst farið að kanna hvað Stjarnan ehf. ætti in ni mikla fjármuni hjá ríkinu. Annars vegar vegna viðskipta félagsins við Sól stjörn una ehf. og hins vegar vegna EK1923 ehf. Hið fyrrgreinda félag hefði um margra ára séð um innflutning fyrir Stjörnuna ehf. Á þessum tíma hefði hins vegar engin starfsemi v erið hjá Sólstjörnunni ehf. og séð hefði verið um það félag innan félaga - samsteypunnar og Stjarnan ehf. annast um bókhald þess félags. Ákærði hefði tekið að sér að sjá um þessi mál fyrir Stjörnuna ehf. og aðeins hefði þurft að senda eitt bréf til ríkis ins vegna Sólstjörnunnar ehf. Þá hefði verið lagt upp með að það væri eðlilegt að hafa þessi mál á einni hendi en óvissa hefði verið uppi hvort ríkið tæki til varna. Krafan hefði því verið framseld frá EK1923 ehf. til Stjörnunnar ehf. Ákærði hefði verið í sam - skiptum við C í desember 2015 vegna þessa málefnis og fengið frá honum upp lýsingar varð andi tolla. Í framhaldi hefði hann verið í samskiptum við lögmenn og niður staðan orðið sú að lög maður á vegum félagasamsteypunnar sæi um þessi mál fyrir hönd félaga nna. 16 Nánar varðandi kröfuna á hendur ríkissjóði og kröfuframsalið þá kom fram hjá ákærða að það hefði ekki verið gert án endurgjalds. Stjarnan ehf. hefði á móti í raun fellt niður kröfu á hendur EK1923 ehf. en hið fyrrgreinda félag hefði í raun haft stöð u lánardrottins gagnvart hinu síðarnefnda. Hið síðarnefnda félag hefði verið stór birgi fyrir Stjörn una ehf. og í því ljósi hefði einnig verið hægt að fara þá leið á þessum tíma að skuldajafna á móti síðari úttektum. Ákærði hefði hins vegar ekki hugsað má lið með þeim hætti á þeim tíma og fremur litið til þess að það horfði til einföldunar og eðlilegra væri að framselja kröfuna eins og gert var. Með því hefði verið girt fyrir að vera með hugsan legan mála - rekstur á mörg um stöðum á sama tíma. Þá hefði meðák ærði X tekið hina endan legu ákvörðun um þetta. Ákærði hefði ekki hugleitt það sér stak lega á þeim tíma hvers vegna C skrifaði ekki undir skjalið, sem fram kvæmda stjóri EK1923 ehf. Honum hefði hins vegar verið kunnugt um óánægju meðákærða X í garð C vegn a ákveðinna mistaka í rekstrinum og samskipti þeirra verið eftir því. Þá hefði ákærða ekki fundist neitt óeðlilegt við það að með ákærði X , sem stjórnar formaður og eigandi beggja félaga, skrifaði undir framsalið. Ákærði hefði að einhverju leyti í janúar 2016 vitað að það væru erfiðleikar í rekstri EK1923 ehf. líkt og margra annarra fyrirtækja. Hann hefði hins vegar ekki vitað að félagið færi í gjaldþrot eða að slíkt væri yfir vofandi. Þá hefði hann haft vitneskju á þess - um tíma um að ráðgjafi hefði verið feng inn til að koma að félaginu um miðjan desember 2015. Ákærði hefði hins vegar ekki verið inni í fjárhagslegum málefnum EK1923 ehf. eða unnið fyrir eða gegnt neinu hlutverki fyrir það félag. Hann hefði að vísu komið að ein hverjum viðræðum við fjárfest a á vegum F , sem sýnt hefðu áhuga á því að kaupa EK1923 ehf. Það hefði eingöngu verið út frá viðræðum um hvort viðskipti við Stjörnuna ehf., vegna Subway, gætu fylgt með í slík um kaupum. Í lok mars 2016 hefði verið gerður samningur við Parlogis ehf. um vö ru húsa þjónustu við Stjörnuna ehf. í stað þess að sú starfsemi væri hjá EK1923 ehf. Sú breyting hefði verið gerð til þess að reyna að aðstoða það félag og losa um húsnæði. Þá hefði það félag á síðari stigum sótt um endurgreiðslu tollkvóta og framselt krö fu með sama hætti og EK1923 ehf. hefði gert. Ákærði gaf skýringar á skýrslu sinni fyrir fyrir dómi í tengslum við meðferð máls nr. E - 373/2017 sem laut að umræddu kröfuframsali. Í því sambandi kom meðal annars fram að ekki væri alveg rétt eða nákvæmt v ið þá skýrslugjöf að framsal kröfunnar hefði átt sér stað þar sem EK1923 ehf. hefði verið í söluferli. Það hefðu aðeins verið getgátur hans við skýrslugjöfina. Í raun hefði hann ekki getað sagt til um það. Ákærði hefði fyrst og fremst verið að reka Stjörnu na ehf. og ekki verið inni í daglegum málefnum EK1923 ehf. Ákærði hefði haft vitneskju um að reynt hefði verið að selja fyrirtækið fyrir áramótin 2015/2016 og hans aðkoma að því hefði aðeins verið vegna fyrrgreinds mögulegs hluta 17 af þeim viðskiptum vegna S ubway - veitingastaðanna. Ákærði hefði við skýrslugjöfina fyrir dómi verið að reyna að svara út frá tímalínu sem ekki var alveg rétt eða nákvæm á þeim tíma sem sú skýrslutaka fór fram. Þá hefði hann ekki verið spurður nákvæmlega út í tímasetningar um þessi a tvik. Ákærði hefði ekki verið í neinum samskiptum við A varðandi umrætt framsal á kröfunni. Þá yrði að taka tillit til þess að þegar hann gaf skýrsluna hefði honum verið betur ljóst hver urðu hin endanlegu örlög EK1923 ehf. 4. Vitnið C , fyrrverandi framkvæmda - og sölustjóri EK1923 ehf., kvaðst hafa verið ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu á árinu 2010. Hann hefði upphaflega verið ráð inn sem sölustjóri en frá lokum desember 2014 og fram til loka janúar 2016 hefði hann einnig verið framkvæmdastjór i. Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hefði hann komið að ákvörð - unartöku í rekstrinum en aðallega varðandi sölu - og markaðs mál, auk innkaupa. Ráðning hans sem framkvæmdastjóra hefði verið á þeim tíma þegar E kom að félaginu sem stjórnarformaður og hefði verið miðað við að E hefði umsjón með fjármálahlutanum, ásamt bókara félagsins. Það hefði hins vegar ekki gengið eftir og E farið frá félaginu um haustið 2015. Eftir það hefði ákærði E komið að ákvörðunartöku félagsins, auk ákærða Y . Vitnið kvaðst í raun lítið hafa komið að fjármálum fyrirtækisins nema því að greiða reikn inga og halda starfseminni gangandi gagnvart birgjum. Annað varðandi fjármál hefði verið hjá stjórnar formanni. Ákærði Y hefði á þessum tíma verið framkvæmdastjóri Sjöstjörnunnar ehf. en hann hefði komið óformlega að málefnum EK1923 ehf. með því að vera til aðstoðar og ráðgjafar. Hann hefði í þeim efnum verið í miklu samstarfi við ákærða X . Ákærði Y hefði oft komið á fundi hjá félaginu, þar með talið þar sem farið var yfir fjármál og te knar ákvarð anir í því sam bandi. Þau málefni hefðu verið mjög mikil væg þar sem greiða þurfti birgjum og halda þeim góðum. Rekstur félagsins á þessum tíma, þ.e. frá hausti 2015 og fram í janúar 2016, hefði gengið brösuglega og lausafé ekki nægilegt. Í des ember 2015 hefði ráðgjafinn A verið fenginn til að koma að félag inu. Vitnið hefði til að byrja með verið jákvætt með það en fljótlega hefði verið ljóst að samstarf þeirra gengi ekki vel. A hefði að nokkru leyti gengið inn í störf vitnis ins. Aðspurður kv aðst vitnið kannast við framburð sinn hjá lög reglu um að hann hefði litið svo á að ákærði Y væri yfirmaður A þar sem A hefði leitað mjög til Y um málefni félags ins. Vitnið kvaðst hafa átt einn eða tvo fundi með ákærðu X og Y í desember 2015, auk fundar m eð þeim 31. janúar 2016. Á síðasta fundinum hefði vitnið sagt upp störfum og verið beðinn um að taka sér tveggja vikna frí. Endanlega hefði verið gengið frá þeim starfs lokum 15. febrúar 2016. Á fyrrgreindum fund um hefði verið farið yfir málefni félagsin s, þar með talið fjár mál, og ljóst hefði verið að það voru ákærði X og Y sem tóku stærri ákvarðanir um málefni EK1923 ehf. 18 Varðandi sakarefni samkvæmt I. ákærulið þá bar vitnið um að Sjöstjarnan ehf. hefði lánað EK1923 ehf. fjármuni vegna tryggingar á húsaleigu enda ljóst að EK1923 ehf. hefði ekki burði til að standa undir því án aðstoðar. Fyrrgreint félag í eigu eigandans hefði því komið til aðstoðar og lagt til fjármuni. Þeir hefðu farið inn á sérgreindan og lok aðan bankareikning sem eingöngu hefði verið notaður vegna húsaleiguábyrgðarinnar. Vitnið kvaðst hvorki hafa komið að gerð lánssamnings milli Sjö stjörn unnar ehf. og EK1923, dags. 1. október 2015 , né séð hann eða kannast við hann. Vitninu hefði hins vegar verið kunn ugt um að það ætti að redd a þessum málum með þessum hætti . Vitnið kannaðist við og stað festi tölvupóstsamskipti frá 16. desember 2016 þar sem þessi mál bar á góma milli hans og bókara félagsins og ákærða Y . Þá staðfesti vitnið framburð sinn hjá lögreglu um hið sama, auk útprentuna r úr bókhaldskerfi EK1923 ehf. þar sem umræddir fjármunir voru auðkenndir sem bundin bók vegna leigu. Vitnið kvaðst alltaf hafa litið svo á að fjármunirnir væru ekki ætlaðir til frjálsrar ráðstöfunar fyrir félagið og aldrei hefði verið neinn vafi um það. Varðandi sakarefni samkvæmt II. ákærulið þá kvaðst vitnið kannast við að hafa haft að - komu að því málefni fljótlega eftir uppkvaðningu dóma Hæstaréttar. Nánar tilgreindur lög maður hefði haft samband við vitnið og boðið fram þjónustu sína um að sækja en dur - greiðslu til ríkisins. Vitnið kvaðst hafa rætt þetta málefni við ákærða Z og niðurstaðan verið á þá leið að rétt væri að lögmaður á vegum Stjörnunnar ehf. myndi vinna fyrir bæði félögin til þess að fylgja þessu málefni eftir. Eingöngu hefði verið form s atriði að sækja hina ofgreiddu fjármuni til ríkisins. Í framhaldi hefði ákærði Z tekið við málinu og vitnið ekki komið meira að því. Þá kvaðst vitnið ekki hafa vitað af fram sali kröfunnar frá EK1923 ehf. til Stjörnunnar ehf. Hins vegar hefði vitninu ver ið ljóst af umræðunni, og honum auk þess þótt það eðlilegt, að Stjarnan ehf., vegna Subway, sem var kaupandi að um ræddum vörum frá EK1923 ehf. vegna umræddra tollkvóta, gerði tilkall til hins of - greidda og það væri gert með kredit reikningi frá EK1923 eh f. 5. Vitnið I skiptastjóri gerði grein fyrir kærum sem hann beindi til héraðssaksóknara vegna meintra brota ákærðu, hvað lá þeim til grundvallar og hvernig atvik horfðu við honum í tengslum við gjaldþrot EK1923 ehf. Vitnið gerði grein fyrir fjár hagslegri stöðu félagsins og einstökum fjárhagslegum ráðstöfunum í rekstri þess fram að gjald þroti. Vitnið greindi nánar frá sakar efnum málsins og meintri aðkomu ákærðu og ann arra að þeim atvikum, eins og mál horfði við honum sem skiptastjóra út frá gög num málsins. Þá gerði vitnið að öðru leyti grein fyrir rannsókn sinni á málefnum búsins. Vitnið kvaðst ekki hafa þekkt til umræddra atvika eða ráð stafana eða komið að þeim mál efnum áður en félagið var tekið 19 til gjaldþrotaskipta. Vitnið hefði ein göngu ko mið að þeim málefnum eftir á sem skiptastjóri. Vitnið hefði rann sakað mál efni þrota búsins í þaula og beint kærum til héraðssaksóknara og leitast við að rifta ein stökum lög gerningum með hagsmuni kröfu - hafa í huga, sbr. og skyldu hans sem skiptastjóra sam kvæmt 84. gr. laga nr. 21/1991. Vitnið kvaðst hafa undir höndum öll rann sóknar gögn málsins, auk þess sem hann hefði veitt héraðssaksóknara upp lýsingar eða gögn um mál efni þrotabúsins þegar eftir því var leitað. Þá bar vitnið um að hann hefði sem sk iptastjóri afráðið að beina ekki einkaréttarlegum kröf um af hálfu þrotabúsins að A rekstrar ráðgjafa EK1923 ehf. þar sem hann hefði verið samvinnufús við skiptastjóra um að veita honum upplýsingar um málefni búsins. A hefði verið látinn njóta þess. Vitnið upp lýsti jafnframt að skiptum á þrota búinu hefði lokið 15. desember sl. og þau skipta lok hefðu reynst vera óvenjulega hagstæð fyrir kröfu hafa í almennu tilliti. Við skiptalok væru allar lýstar búskröfur og for gangskröfur greiddar að fullu. Þá hefðu a llar lýstar almennar kröfur greiðst að fullu, um 325 milljónir króna. Þessu til viðbótar hefðu lýstar eftir stæðar kröfur verið 186 milljónir króna og 59% hefðu greiðst upp í þær kröfur. 6. Vitnið A kvaðst hafa verið fenginn, að beiðni ákærða X , til að k oma að starfsemi EK1923 ehf. í desember 2015 sem rekstrarráðgjafi. Til að byrja með hefði vinna hans lotið að því að finna út hver staðan á félaginu væri og hvað væri best að gera í rekstrinum til að færa hann til betri vegar. Vegna þeirra starfa hefði han n verið í samskiptum við ákærðu X og Y . Í framhaldi hefði verið unnið í málefnum félagsins, mánuð og mánuð í senn. Félagið hefði ekki staðið vel, rekstur inn verið lélegur og stjórnun áfátt. Í fjárhæðum talið hefði vantað um það bil einn mánuð inn í re ksturinn. Engar skuldir hefðu hins vegar verið á vörslu skött um eða húsa leigu og ekkert verið yfirvofandi sem beinlínis stöðvaði reksturinn. Vitnið kvaðst aðspurt engu að síður kannast við framburð sinn í einkamáli um að félagið hefði tækni lega verið gj aldþrota í janúar 2016, auk framburðar vitnisins hjá lögreglu um veika fjár hagslega stöðu félagsins. Vitnið gerði almennt grein fyrir störfum sínum hjá félaginu og tilgangi þeirra aðgerða sem gripið var til eftir að búið var að greina reksturinn og fjár hag þess. Í janúar 2016 hefði veri ð reynt að finna kaupendur að félaginu í heilu lagi en það hefði ekki gengið eftir, meðal annars þar sem húsnæði félagsins hefði verið of stórt og leiga vegna þess of há. Í mars og apríl 2016 hefði verið reynt að brjóta re ksturinn upp og létta á helstu skuld - bind ingum. Í því sambandi hefði tekist að ná samningi við Par logis ehf. um að það félag tæki yfir starfsemi EK1923 ehf. sem laut að því að yfirtaka rekstur vöru hússins og taka yfir umrætt leiguhúsnæði að M . Með þess u hefði EK1923 ehf. losnað undan leigu - skuldbindingum vegna umrædds húsnæðis. Samhliða hefði verið gerður samn ingur við 20 Parlogis ehf. um að taka yfir vörulager og dreifingu vegna Sub way - veit inga staðanna sem áður hefði verið hjá EK1923 ehf. Með þ essum aðgerðum hefði verið reynt að bæta hag helstu kröfuhafanna, þar með talið stærsta kröfuhafans, Íslands banka hf. Þetta hefði einnig verið til hagsbóta fyrir leigusalann Reiti I ehf. sem hefði náð inn nýjum leigjanda á húsnæðinu sem gat borgað húsalei gu. Þá hefðu þessar að gerðir, auk sölu á rekstri og vöru birgðum til ÍSAM ehf., tryggt starfsmönnum EK1923 ehf. áfram haldandi vinnu. Starfs menn irnir hefðu færst yfir til Parlogis ehf. eða ÍSAM ehf. Með þessu hefði tekist að létta á launaskuld binding um félagsins. Það sem eftir hefði staðið, sem söluvara til að ná inn fjármagni, hefðu verið viðskiptasambönd við birgja, þ.e. sjálfur rekstur félagsins, auk vöru birgða. Í því sam bandi hefði tekist að selja stóran hluta þeirrar starfsemi til ÍSAM ehf. ein s og áður greinir. Sú ráðstöfun hefði verið mjög mikil væg fyrir EK1923 ehf. og laust fé fengist inn í reksturinn þegar búið var að gera upp við Íslands banka hf. sem kröfu - og veðhafa. Í maí 2016 hefðu allir starfsmenn EK1923 ehf. verið farnir af launaskr á og í raun á þeim tíma verið búið að leysa félagið upp. Staðan á þess um tíma hefði því verið orðin mun betri en áður hjá félaginu og búið að bæta mjög hag stærstu lánar drottna. Verkefninu um að bjarga félaginu hefði hins vegar ekki verið lokið á þeim t íma þegar gert var árangurslaust fjárnám. Fram að því hefði verið litið til þess að reyna að nota fjármuni frá ætluðum tekjum næstu tólf mánaða sem and lag fyrir nauða samninga. Reynt hefði verið að halda áfram að bjarga félaginu og forða því frá gjaldþrot i og unnið út frá því. Það hefði hins vegar á endanum ekki reynst ganga upp þar sem einn kröfu haf - inn hefði ekki verið til samstarfs og gert kröfu um gjaldþrotaskipti og það síðan orðið að veru leika. Varðandi sakarefni samkvæmt I. ákærulið þá kvað st vitnið ekki hafa haft aðkomu að þeim atvikum en vísaði til fyrrgreindrar ráðstafana varðandi Parlogis ehf. Vitnið kvaðst ekki hafa sett sig inn í hvaða samningur lá til grundvallar því að um ræddir fjármunir voru bundnir. Ljóst hefði verið að það var ve gna bak trygg ingar Íslands banka hf. út af húsa - leiguábyrgð. Skjalavarsla hefði ekki verið góð hjá EK1923 ehf. en samkvæmt bók halds - gögnum hefði verið ljóst að fjármunirnir voru bundnir og ekki til ráð stöfunar á meðan húsa leiguskuldbindingar voru til staðar. Varðandi sakarefni sam kvæmt II. ákæru lið þá kvaðst vitnið ekki hafa haft neina aðkomu að þeim atvikum. Honum hefði hins vegar verið ljóst hvernig það mál hefði verið vaxið. Varðandi sakarefni samkvæmt III. ákærulið þá vísaði vitnið til atvika í tengslum við fyrr - greinda sölu viðskiptasambanda við birgja og vörubirgða til ÍSAM ehf. Það félag hefði gert að skilyrði fyrir þeim kaupum að búið væri að gera upp skuldir við birgja. Lögmæti þess hefði verið umdeilanlegt og þá hefði skiptastjóri síðar v egna þrotabúsins náð sam - komulagi við ÍSAM ehf. út af þeim lögskiptum. Ákærði X hefði hins vegar staðið í þeirri 21 trú vegna fyrrgreindra viðskipta, sem og vegna viðskipta við Parlogis ehf., að búið væri að gera upp við alla birgja, þar með talið Evron Foods Ltd. og Schreiber Foods Ltd., hvort tveggja Subway - birgja. Það hefði hins vegar ekki reynst vera með þeim hætti varðandi fyrrgreinda tvo birgja og þetta hefði komið á óvart. Endanlegar uppgjörs tölur hefðu ekki legið fyrir fyrr en í júní 2016 um það hvers u mikið fjár magn kom inn fyrir það sem var selt og hversu miklar skuldir var búið að borga og hvað stóð eftir í því sam bandi. Vitnið kvaðst aldrei hafa rætt við ákærða X varðandi umrætt uppgjör gagn vart fyrr - greind um Sub way - birgjum en ákærði X hefði hins vegar sent vitninu eitt eða tvö tölvu - skeyti á tíma bili í kringum það þegar þetta var greitt þar sem hann hefði spurst fyrir um þessa skuld. Ljóst hefði verið af þeim samskiptum að ákærði X sýndi því áhuga að gert yrði upp við téða birgja en engin fyrirmæli um það hefðu hins vegar komið frá honum til vitnisins. Vitnið hefði talið óráðlegt að greiða umræddar kröfur og hann gert grein fyrir því. Þá hefði ákærði Y ekki gefið honum nein fyrirmæli í þeim efnum enda hefði hann ekki verið í stöðu til þess, auk þess sem vitnið hefði aldrei látið það ráða úrslitum um hvort greiða ætti kröfurnar eða ekki. Þeir tveir hefðu hins vegar verið í talsverðum samskiptum vegna félagsins. Þá hefði A ekki verið í samskiptum við D , þáverandi stjórnarformanns félagsins, ve gna reksturs þess. Jafnframt hefði vitninu verið ljóst að D var ekki vel að sér um rekstrarleg málefni félagsins. Fyrir mælin hefðu engu að síður komið frá D og hann í raun verið sá eini sem hafði stöðuumboð til þess að taka slíka ákvörðun. Vitnið kvað st kannast við ummæli sín í tölvuskeyti til skiptastjóra 1. maí 2017 þar sem hann kvað sterkar að orði um meinta aðkomu ákærðu X og Y varðandi greiðslu krafnanna. Hið sama var um ummæli í tölvuskeyti til skiptastjóra 18. sama mánaðar um að það hefði verið ákærði X sem hefði í raun tekið ákvörðun um greiðslurnar en ekki ákærði Y . Þessu til viðbótar kannaðist vitnið við ummæli sín í tölvuskeyti til skiptastjóra 23. febrúar 2018 um meinta aðkomu beggja ákærðu að þessum þætti máls ins, þ.e. að fyrirmælin hefðu komið frá ákærða Y en af samhenginu og sam skiptum dagana á undan hefði verið ljóst að krafan hefði ekki getað komið nema frá ákærða X . Kvaðst vitnið í raun vera búið að bera um hið sama fyrir dómi. 7. Vitnið E lögmaður, kvaðst upphaflega hafa komið að rekstri EK1923 ehf. sem ráðgjafi félaga í eigu ákærða X en hann kvaðst ekki muna hvenær það var. Þá kvaðst vitnið einhverju síðar hafa tekið sæti í stjórn félagsins, sem stjórnar maður, en að hann myndi ekki nákvæ mar dagsetningar í því sambandi. Vitnið kannaðist við undirritun sína og 22 útgáfu á handveðsyfirlýsingu til Íslandsbanka hf., dags. 1. október 2015. Fjármunirnir hefðu komið frá hluthafa og verið lán sem eingöngu var ætlað að vera sem baktrygging vegna húsal eiguábyrgðar bankans á þessum tíma vegna EK1923 ehf. Um hefði verið að ræða sérgreinda og handveðsetta fjármuni á sérstökum banka reikningi í þessum eina tilgangi og fjármunirnir hefðu ekki verið ætlaðir til annarra nota vegna reksturs félagsins. Að þessu virtu kvaðst vitnið ekki hafa litið svo á að fjár mun irnir til heyrðu EK1923 ehf. og að eðlilegt hefði verið að skila þeim þegar þeirra var ekki lengur þörf. Vitnið kvaðst ekki kannast við lánssamning, dags. 1. október 2015, milli Sjöstjörn unnar ehf., se m lánveitanda, og EK1923 ehf., sem lántaka. Vitnið tók fram í því sambandi að hann hefði hætt í stjórn félagsins í byrjun október 2015 og því gæti verið að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum við gerð umrædds samnings. Vitnið kannaðist við áform sín u m að hafa ætlað að kaupa félagið á árinu 2015 en hann hefði hins vegar hætt við þau kaup þar sem fjármögnun hefði ekki gengið eftir. Þá hefði félagið á þeim tíma þegar hann fór frá því verið nokkuð stöndugt eða álitlegur fjár fest ingarkostur. 8. Vitnið D bar meðal annars um að hafa á árinu 2016 komið að EK1923 ehf. sem stjórnarformaður. Vitnið kvaðst vera vinur ákærða X og hafa komið að félaginu að hans beiðni sem vinargreiði. Vitnið hefði aðeins átt að gegna fyrrgreindri stöðu stjórnarmanns í fél aginu en ekki átt að taka neinar ákvarð anir í rekstrinum. Hann hefði ekki verið upp - lýstur um fjárhagslega stöðu félagsins eða verið vel að sér í þeim málum á þeim tíma sem hann kom að félaginu. Vitnið kvaðst ekki muna vel eftir tölvuskeyti sem hann sendi 5. ágúst 2016 til A með beiðni um greiðslu reikninga til Schreiber Foods Ltd. og Evron Foods Ltd. Hið sama ætti við um atvik í tengslum við sendingu þess tölvuskeytis, þar með talið hvort eða hver hafi gefið honum fyrirmæli um að senda það tölvuskeyti. Vi tnið kvaðst ein göngu hafa verið í samskiptum við ákærða Y á því tímabili þegar vitnið kom að rekstri félagsins en vitnið kvaðst ekki muna né heldur geta staðfest hvort ákærði Y hefði gefið honum fyrirmæli um að senda tölvu skeytið til A . Þá kvaðst vitnið ekki minn - ast þess að ákærði X hefði gefið honum fyrirmæli um að greiða reikn ingana. 9. Vitnið Í , fyrrverandi maki ákærða X , kannaðist við undirritun sína, sem votts, á lánssamning, dags. 1. október 2015, milli Sjöstjörnunnar ehf., sem lánveitanda, og EK1923 ehf., sem lántaka. Vitnið kvaðst ekki geta borið um atvik í tengslum við útgáfu, efni og vottun skjalsins, né heldur nákvæm lega hvenær hún hefði undirritað skjalið. Vitnið kvaðst telja að undirritunin hefði verið þann dag sem skjalið var dagset t eða þar um bil. Hún taldi hins vegar telja ólíklegt að það hefði átt sér stað löngu síðar eða í desember 2016. Vitnið kvaðst í gegn um tíðina hafa vottað fjölda skjala fyrir ákærða X 23 og í þeim efnum hefði almennt séð ekki verið um að ræða vottun skjala m eð eftir á dagsetningum. Þá kvaðst hún ekki geta fullyrt hvort farið hefði verið ofan í saumana á því með henni ef svo hefði verið. 10. Vitnið J , fyrrverandi skrifstofustjóri Sjöstjörnunnar ehf., bar um það að hafa meðal annars í starfi sínu haft yfirum sjón með bókhaldi allra félaga sem voru í eigu ákærða X . Vitnið hefði þó enga slíka aðkomu haft að starfsemi EK1923 ehf. sem hefði verið staðsett í öðru húsi og með öðru starfsfólki. Vitnið kann aðist við undirritun sína, sem votts, á fyrrgreindan lánssamn ing, dags. 1. október 2015, milli Sjöstjörnunnar ehf. og EK1923 ehf. Hún kvaðst ekki muna sérstaklega eftir atvik um í þessu sambandi að öðru leyti en því að greiðslan vegna lánsins hefði runnið frá Sjö stjörnunni ehf. til EK1923 ehf. þann 1. október 201 5. Það skýrði að öllum lík ind um dag setningu lánssamningsins. Frágangur við undirritun skjalsins hefði hins vegar átt sér stað einhverju síðar, líklega fjórum til sex vikum frá fyrrgreindri dagsetningu. Nánar að spurð um raunverulega tímasetningu á gerð lánssamningsins vísaði vitnið alfarið á bug mein ingum sem fram hefðu komið hjá skiptastjóra um að lánssamningurinn hefði verið gerður í lok desember 2016. Það ætti ekki við nein rök að styðjast og væri fjar stæðu kennt. Láns samningurinn hefði verið gerðu r í tengslum við húsaleiguábyrgð sem Íslandsbanki hf. veitti EK1923 ehf. gagnvart Reitum I ehf. Bankinn hefði gert kröfu um bakábyrgð á móti og það hefði verið gert með því að leggja til fyrrgreinda fjármuni sem lán frá Sjö stjörn unni ehf. til EK1923 ehf. sem fóru inn á sérstakan bankareikning, hand veðsettan Íslands banka hf. Vitnið kvaðst hins vegar ekki hafa vitneskju um hvort unnið hefði verið út frá því á þessum tíma að fyrr - greind lánveiting ætti að vera til skemmri tíma og að sjálf skuldar ábyrgð frá Leiti eignar - haldsfélagi ehf. kæmi í staðinn. Fyrrgreint lán frá Sjö stjörn unni ehf. hefði í bókhaldi félagsins verið skráð sem skamm tímakrafa og út af banka reikn ingi. Bókunardagsetningin hefði verið 1. októ ber 2015 en færslan verið gerð í bókhald s kerfi félagsins 7. janúar 2016. Gögn máls ins sýndu það. Þá kann aðist vitnið við tölvu póst samskipti milli sín og starfs - manna Íslands banka hf. þar sem hún leitaði frekari upp lýsinga um ætlaðan samning milli bankans og Sjö stjörnunnar ehf. í tengslum við fyrr greint hand veð. Þau svör sem hefðu fengist frá bankanum hefðu verið á þá leið að skrif legur samningur um það hefði ekki verið gerður. 11. Vitnið K , löggiltur endurskoðandi, bar um að hafa verið endur skoð andi EK1923 ehf. áður en félagið va r tekið til gjaldþrotaskipta. Síðasti ársreikningur félags ins hefði verið gerður vegna ársins 2014. Ársreikningur vegna ársins 2015 hefði ekki verið kláraður. Vitnið hefði ekki verið beðið um að gefa skýrslu við rannsókn máls ins hjá 24 héraðssaksóknara og e mbættið hefði ekki kallað eftir upplýsingum um afkomu félagsins á árinu 2015. Vitnið hefði einnig séð um endurskoðun fyrir Stjörnuna ehf. og Sjöstjörnuna ehf. Bæði félögin hefðu verið fjárhagslega mjög sterk á árinu 2016. Hið fyrr nefnda hefði verið með mj ög sterkan rekstrargrundvöll með um tvö þúsund milljóna króna veltu. Hið síðarnefnda hefði verið með sterkan eignagrunn í fasteignum. Þá hefði Stjarnan ehf., út frá árlegri veltu, vel getað ráðið við að greiða kröfu upp á um 35 milljónir króna. Hið sama æt ti við um Sjöstjörnuna ehf. varðandi kröfu upp á 21 milljón króna sem ekki hefði verið stór fjárhæð miðað við eignir félagsins. Þá hefði velta EK 1923 ehf. verið á annað þúsund milljónir króna á árinu 2014 og krafa upp á 21 milljón króna hefði ekki verið s tór fjárhæð fyrir félagið í því sambandi. Hver króna hefði hins vegar skipt máli í ljósi skuldastöðu félagsins. 12. Vitnið B kvaðst hafa verið vöruhússtjóri hjá EK1923 ehf. frá því tímabili þegar ákærði X kom að félaginu sem eigandi í gegnum sín félög . Þá hefði vitnið látið af störfum um vorið 2016. Vitnið kvaðst hafa verið fengið til að að stoða A ráðgjafa með því að útvega honum gögn og upplýsingar og annað í þeim dúr. Fjárhagsleg staða EK1923 ehf. hefði fram undir lok starfseminnar á árinu 2016 ve rið erfið. Lausafé hefði verið af skornum skammti og félagið verið í vand ræð um með að fjármagna vörukaup. Sú starfsemi hefði verið lykilatriði í rekstrinum til að halda honum gangandi. Allir starfsmenn félagsins hefðu verið meðvitaðir um erfiða stöðu fél agsins og þá ekki síst sölumenn sem voru í vandræðum með að fá vörur. Vitnið kvaðst ekki hafa haft neina aðkomu eða sérstaka vitneskju um atvik í tengslum við leigu ábyrgð, sbr. I. ákærulið. Það hefði hins vegar heyrt af þeim atvikum eftir á. Þá kvaðst vit nið heldur ekki hafa haft aðkomu að framsali á kröfu EK1923 ehf. á hendur ríkissjóði til Stjörnunnar ehf., sbr. II. ákærulið. Vitnið kvaðst hins vegar þekkja til þess máls og hvernig það var til komið. 13. Vitnið L , framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Reita fasteignafélags hf., bar um að EK1923 ehf. hefði í mars 2016 verið í vanskilum með húsaleigu. Bankaábyrgð til tryggingar á húsaleigunni hefði í fjárhæð numið þriggja mánaða leigu. Reitir fasteigna félag hf. hefði á þessum tíma ekki talið ráðlegt að ganga a ð bankaábyrgðinni og lagt hefði verið upp með að það þjónaði betur hagsmunum félagsins að takmarka tjónið og fá Par logis ehf. í viðskipti sem nýjan leigutaka. Þá staðfesti vitnið undirritun sína á skjal varð andi yfirlýsingu til Íslandsbanka hf. um að hei milt væri að fella niður banka ábyrgð ina. 25 14. Vitnið N , fyrrverandi forstjóri ÍSAM ehf., staðfesti efni og undir ritun sína á kaupsamningi um rekstur EK1923 ehf., dags. 21. mars 2016. Í framburði hennar kom meðal annars fram að talsverð verðmæti hef ðu legið í viðskiptasamböndum o.fl. sem voru andlag samningsins. Viðskiptin hefðu borið að með þeim hætti að A ráðgjafi hefði sett sig í samband við ÍSAM ehf. og spurst fyrir hvort áhugi væri á því að ganga til samninga við EK1923 ehf. um þetta. Þá hefði O lögmaður að mestu komið að samningagerðinni fyrir hönd ÍSAM ehf. Á þessum tíma hefði legið fyrir að verulega var farið að halla undan fæti hjá EK1923 ehf. Þau málefni hefðu hins vegar ekki verið rædd sérstaklega né heldur að ÍSAM ehf. færi ofan í saumana á því eða gjaldþrot væri yfirvofandi. Almenn umræða á heildsölu mark aði á þeim tíma hefði hins vegar verið í þá veru að EK1923 ehf. stæði illa. 15. Vitnið Ó , sérfræðingur, staðfesti efni og undirritun sína á verð mat, dags. 17. nóvember 2016, varðandi umboð sem seld voru úr rekstri EK1923 ehf. til ÍSAM ehf. Skiptastjóri EK1923 ehf. hefði beðið vitnið um að vinna verðmatið og megin niðurstaða matsins hefði verið sú að söluverðið á umræddum verðmætum til ÍSAM ehf. hefði verið tæplega 200 milljónum króna l ægra en í eðlilegum viðskiptum á milli aðila. Um hefði verið að ræða mikilvæg umboð á matvörumarkaði sem hefðu með þess um hætti runnið til ÍSAM ehf. Vitnið tók fram að ekki hefði verið um að ræða formlegt eða ítarlegt verðmat. Við gerð þess hefði verið ve ittur aðgangur að tölvukerfi EK1923 ehf. en þar hefði verið að finna gögn um sölutölur og framlegð sem stuðst var við við gerð matsins. Þá hefði skiptastjóri í framhaldi ætlað að láta gera ítarlegra verðmat með dóm kvaðningu matsmanns en vitnið kvaðst ekki vita nánar um það. 16. Vitnið F , fjárfestir, staðfesti efni og undirritun sína á samning um kaup á öllum hlutum í EK1923 ehf., dags. 26. nóvember 2015. Um þau atvik bar vitnið að félagið hefði verið til sölu á þeim tíma og hann ásamt fleirum hefði sýnt því áhuga að kaupa félagið. Vitnið hefði verið í samskiptum við ákærða, X , og Y í þeim efnum. Vitnið hefði kynnt sér rekstur og efnahag félagsins og átt fund með full trúum frá Íslandsbanka hf. til að athuga hvort unnt væri að ná fram skuldbreytingum. Kaupin á félaginu hefðu hins vegar ekki gengið eftir þar sem menn hefðu ekki náð saman. 17. G , lánastjóri hjá Íslandsbanka hf., gerði grein fyrir fyrrgreindri hand veðsetningu og hvað lá henni að baki. Í því sambandi kom meðal annars fram að EK1923 ehf. hefði í október 26 2015 þurft að leggja fram húsaleiguábyrgð gagnvart fasteigna félag inu Reitum hf. Íslandsbanki hf. hefði gengist í þá ábyrgð fyrir EK1923 ehf. og á móti hefði EK1923 ehf. lagt 21 milljón króna í peningum inn á sér greindan banka reikn ing sem var hand veðsettur Íslandsbanka hf. Þar hefði verið um að ræða baktrygg ingu til að standa á móti húsaleiguábyrgð bankans. Peningarnir, sem mynduðu baktrygging una, hefðu komið frá eiganda eða skyldu félagi, þ.e. Sjöstjörnunni ehf., og það hefði komi ð til áður en því var hafnað í lánanefnd bankans að sjálfskuldarábyrgð frá Leiti eignar halds félagi ehf., móður félag inu, stæði sem bak - trygg ing á móti húsaleiguábyrgð bankans. Um rædd húsaleiguábyrgð og bak trygg ing með handveðsetningu hefði verið ge rð á sama tíma. Röð atvika í tíma hefði reynst vera með þeim hætti að ekki var komið tölulegt auð kenni hjá bankanum til að nota til að sérgreina bak ábyrgð ina með skráningu inn á hand veðs yfirlýsing una, eins og almennt væri um slíkar ábyrgðir. Um vær i að ræða tækni legt atriði innan bankans. Þetta hefði því leitt til þess að stofnað var allsherjar veð með um ræddu handveði á bankareikningnum í stað þess að handveðið væri tilgreint sem sér tækt veð. Bankinn hefði hins vegar í raun litið svo á að um vær i að ræða sértækt veð og ein göngu tilkomið vegna bak trygg ingarinnar út af húsa leiguábyrgðinni og munn lega hefði verið gengið út frá því. Bankinn hefði því ekki talið sér stætt á því að halda hand veðinu áfram hjá sér á móti öðrum útlánum bankans til EK1923 ehf. þegar húsaleigu ábyrgðinni lauk. Við lok þeirrar ábyrgðarinnar hefði handveðið fallið niður og fjárhæðin verið óbundin eða til frjálsrar ráð stöfunar. Ákærði X , sem var prókúruhafi EK1923 ehf. á þeim tíma þegar pen ing arnir voru greiddir til baka, hefði stað fest fyrrgreinda milli færslu beiðni til Sjö stjörn unnar ehf. og hún því verið framkvæmd 15. mars 2016. Ef slík staðfesting hefði hins vegar ekki komið frá prókúru hafanum þá hefði það leitt til þess að peningarnir hefðu legið áfra m inni á banka reikn ingnum og þar með verið til ráðstöfunar fyrir EK1923 ehf. Vitnið kvaðst hins vegar ekki hafa haft vitneskju um lánssamning milli Sjöstjörnunnar ehf. og EK1923 ehf., dags. 1. októ ber 2015, þar sem innstæða fyrrgreinds bankareikn ings v ar veð sett Sjö stjörnunni ehf. með öðrum veðrétti. Vitnið staðfesti undirritanir sínar á ein - stök skjöl í málsgögnum og efni og sendingu tölvuskeyti meðal málsgagna sem stöf uðu frá vitninu og gerði nánar grein fyrir þeim. 18. Vitnið H , útibússtjóri Íslandsbanka, bar um að EK1923 ehf. hefði verið í greiðsluerfiðleikum og leitað hefði verið leiða til að rétta af stöðu félagsins. Bankinn hefði haft aðkomu að því sem stærsti kröfu - og veðhafi. Í því sambandi hefði verið reynt að selja fyrirtækið í heilu lagi til fjárfesta á vegum F . Þau við skipti hefðu hins vegar ekki 27 gengið eftir. Þá hefði vitnið verið í góðum samskiptum við A rekstrar ráðgjafa til að finna leiðir í stöðunni. Afstaða bankans hefði verið sú að reyna að vinna með eigendum að lausnum í sta ð þess að ganga að félaginu. Staða félagsins hefði versnað mikið í höndum eigenda þess á þessum tíma. Þá hefði bank inn meðal annars í þessu sam bandi samþykkt fyrir sitt leyti, sem veðhafi, sölu á rekst r i EK1923 ehf. til ÍSAM ehf. í mars 2016. Varðandi atvik í tengslum við fyrrgreinda húsaleiguábyrgð þá hefði Íslands banki hf. í október 2015 gengist í fyrrgreinda húsaleiguábyrgð fyrir EK1923 ehf. og gert á móti kröfu um ábyrgð í pen ing um sem baktryggingu. Bankanum hefði verið kunnugt um að pen ingarni r hefðu komið frá öðrum en EK1923 ehf. Peningarnir hefðu verið handveð - settir bankanum á meðan húsaleiguábyrgðin var í gildi. Eftir að sú ábyrgð var ekki lengur til staðar hefði af hálfu bankans ekki verið gerð krafa um að handveðið væri lengur til staðar. Þótt tiltekið hefði verið í handveðsyfirlýsingunni að um væri að ræða allsherjar - veð þá hefði munn lega verið lagt til grundvallar og um það verið rætt í lánanefnd þegar gengið var frá húsaleiguábyrgðinni að peningarnir væru eingöngu vegna umræddrar bak - t ryggingar og ekki til annars. Almenna reglan í þessu sambandi væri allsherjar veð setn ing nema annað væri sérstaklega tiltekið. Hand veðsetningin með þessu hætti hefði komið til þar sem ekki hefði verið fallist á ábyrgð af hálfu Leitis eignar halds félags ehf. Þá kvaðst vitnið telja að Íslandsbanki hf. hefði litið svo á að peningarnir væru ekki til frjálsrar ráð - stöfunar fyrir EK1923 ehf. og þeir hefðu eingöngu komið til vegna ábyrgðar innar. Vitnið kvaðst ekki muna þessi atvik vel né heldur önnur atvik s íðar í tengsl um við það þegar Parlogis ehf. tók yfir vörubirgðir og dreifingu vegna Sub way - veit inga staðanna, sem áður hefði verið hjá EK1923 ehf. D. Niðurstöður: 1. Varðandi I. ákærulið: Í málinu er ágreiningslaust og liggur fyrir í gögnum málsins að ákærði X var þann 15. mars 2016, í gegnum félög sín, aðaleigandi að EK1923 ehf. og jafnframt á sama tíma stjórnarformaður þess félags, sem og aðaleigandi og stjórnarformaður Sjöstjörn unnar ehf. Jafnframt er ágreiningslaust að ákærði Y var á sama tíma pró kúru hafi Sjöstjörnunnar ehf. og starfaði fyrir það félag. Samkvæmt gögnum málsins var hann hins vegar ekki skráður fram kvæmdastjóri félagsins fyrr en 14. apríl 2016 og verður því að sýkna hann af því atriði í verknaðarlýsingu. 28 Einnig er ágreiningslaust og kemur fram í máls gögnum að millifærsla átti sér stað 15. mars 2016 þar sem peningar að fjárhæð 21.316.582 krónur voru færðir af banka reikningi EK1923 ehf., nr. 515 - 14 - 105502, inn á banka reikning Sjöstjörnunnar ehf., 111 - 26 - 736. Þá er ágreiningslaust og liggur fyrir í máls gögn um að ákærði Y sendi tölvu skeyti til starfsmanns Íslands banka hf. 14. mars 2016 þar sem ósk að var eftir fyrr greindri millifærslu, sem ákærði X stað festi að ósk bankans síðar sama dag. Að þessu v irtu liggur fyrir að ákærðu X og Y komu því til leiðar að um rædd milli færsla náði fram að ganga með samþykki bankans. Með þessu létu þeir starfs mann Íslandsbanka hf. framkvæma téða milli færslu, eins og greinir í ákæru. Þá er ekki ágreiningur um það að Sjöstjarnan ehf. lánaði EK1923 ehf. tuttugu og eina milljón króna þann 1. október 2015 og að um hafi verið að ræða lán sem var ætlað að standa á móti út gefinni húsa leigu ábyrgð Íslands banka hf. til trygg ingar skuld bind ingum EK1923 ehf. vegna le igu félagsins á atvinnu hús næði að M . Jafnframt liggur fyrir að um - rædd lán veiting átti sér stað í tengslum við upp haf samn ings sambands milli EK1923 ehf., sem leigutaka, og Reita I ehf., sem nýs leigu sala, varð andi leigu fyrr greinds húsn æðis sam hliða því að hús næðið var selt hinum nýja leigu sala. Meðal gagna málsins er handveðs yfirlýsing, dags. 1. októ ber 2015, milli EK1923 ehf. og Íslandsbanka hf. um hand veð setn ingu á inn stæðu bókar lauss reikn ings EK1923 ehf., sem allshe rjar veðs, ásamt vöxt um og verð bót um. Ágrein ings laust er að fyrr greindir fjár munir, sem komu frá Sjö stjörn unni ehf., voru lagðir inn á um ræddan banka reikning EK1923 ehf. vegna húsa - leigu ábyrgðar innar. Þá liggur fyrir að samn in gs sambandi EK1923 ehf. og Reita I. ehf. lauk frá og með 31. mars 2016 og nýr leigutaki, Parlogis ehf., tók við hús næð inu næsta dag á eftir. Þessu til við bótar liggur fyrir að ekki reyndi á það í lok mars 2016 að gengið væri á umrædda húsa leigu ábyrg ð bankans þrátt fyrir vanskil EK1923 ehf. á húsa leigu á þeim tíma gagn vart fyrr greindum leigusala. Sam kvæmt framburði vitnisins L var það mat fast eignafélagsins Reita hf. að hagsmunum þess félags eða dóttur félags þess, sem leigusala, væri betur borg ið með því að fá nýjan leigu taka að hús næðinu 1. apríl 2016 í stað þess að ganga að ábyrgð inni. Um rædd húsaleiguábyrgð féll því niður með til komu nýs leigu taka að hús næð inu og þar með fyrr greint handveð bank ans á fyrsta veð rétti. Samkv æmt orðalagi 4. tölul. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga er slæm fjár hags - staða skuldara ekki sérstakur efnisþáttur í verknaðarlýsingu ákvæðisins. Út frá orða lagi ákvæðisins að öðru leyti, sbr. og 3. mgr. sömu lagagreinar, staðsetningu þess í almen num hegningarlögum, sem og almennri dómaframkvæmd um beitingu ákvæðisins, má þó ganga út frá því að ákvæðinu verði fyrst og fremst beitt um ráðstafanir sem eiga sér stað þegar fjárhags erfiðleikar skuldarans blasa við. Af framburðum ákærðu verður ráðið að þeim hafi í mars 2016 verið ljóst að fjárhagserfiðleikar voru hjá EK1923 ehf. án þess þó 29 að þeim hafi verið ljóst að stefndi í gjaldþrot félags ins. Samrýmist það fram burðum vitn - anna A , C og B um erfiða fjár hagslega stöðu félagsins á þeim tíma. Þá liggu r fyrir að umrædd millifærsla átti sér stað á svipuðum tíma og ráð gjafinn A , sem ákærðu voru í sam skipt um við vegna málefna félags ins, var að leita leiða til að rétta af stöðuna, meðal annars með því að selja við skipta sambönd og vöru birgðir frá EK1 923 ehf. Að þessu virtu og með hliðsjón af fjár hæð þeirra peninga sem runnu frá EK1923 ehf. til Sjö stjörn unnar ehf. með téðri milli færslu verður að minnsta kosti að leggja til grundvallar að ákærðu X og Y hljóti að hafa verið ljóst að með þessu var v erið að færa veru lega fjármuni frá félagi sem var í fjár hags erfið leikum yfir til Sjö stjörn unnar ehf. sem kröfu hafa. Hlutlægt séð var með þessu farið gegn hags munum ann arra kröfu hafa EK1923 ehf. um að ná fram fullnustu í eignum félags ins, ef til slíkra að gerða kæmi síðar. Ákærðu X og Y ber saman um að fjár munina hafi átt að greiða til baka til Sjö stjörn unnar ehf. þegar þeirra væri ekki lengur þörf vegna húsaleigu ábyrgðar innar. Um þetta hafi verið sam komulag við Íslands banka hf. þrátt fyrir að í hand veðs yfirlýsingunni væri kveðið á um alls herjar veð bankans á umræddum fjár munum og enda þótt bank inn hafi á sama tíma átt aðrar kröfur á hendur EK1923 ehf. Ákærðu X og Y hafi verið að fylgja þessu eftir með því að hl utast til um um rædda endurgreiðslu. Framburður þeirra um þetta á sér stoð í fram burð um vitn anna G lána stjóra og H útibús stjóra sem könn uðust bæði við og báru um að óformlegt eða munnlegt samkomulag hefði verið í gildi milli Íslandsbank a hf. og EK1923 ehf. um að fyrrgreind hand veðsetning bank ans, alls herjar veð samkvæmt handveðsyfir l ýsingu, tæki í raun ekki til um ræddra fjármuna þegar húsaleiguábyrgð bank ans félli niður. Bankinn hefði því ekki talið sér fært að halda peningunum áfram til trygg ingar á öðrum kröfum bankans á hendur félaginu. Þá bar vitnið H enn fremur um að bankinn hefði litið svo á að peningarnir væru ekki til frjálsrar ráðstöfunar fyrir EK1923 ehf. og þeir fjármunir hefðu ein göngu komið inn á bankareikninginn vegna húsa leigu ábyrgðar innar. Meðal gagna málsins er skriflegur lánssamningur milli Sjöstjörnunnar ehf., sem lán - veitanda, og EK1923 ehf., sem lántaka, dags. 1. október 2015. Samkvæmt samn ingnum fékk EK1923 ehf. tuttugu og eina milljón króna að láni frá Sj östjörnunni ehf. og var lánið bundið nánari skilyrðum og skilmálum sem kveðið var á um í samningnum, meðal annars að lánið væri tryggt með öðrum veðrétti á um ræddum bankareikningi. Ljóst er að öðru leyti af efni samn ingsins að lán veit ing unni sem þar greinir var ætlað að standa í sam hengi við umrædda húsa leigu ábyrgð og skuldbatt lán taki sig til þess að endur greiða lánið með einni greiðslu, auk vaxta og dráttarvaxta, eigi síðar en tveimur dög um eftir gjald fellingu, að uppfylltu því skilyrði að Ís landsbanki hf. væri á þeim tíma búinn að aflétta fyrsta 30 veð rétti á banka reikningnum. Er því ljóst að hinn skriflegi lánssamningur tekur til fyrr - greindrar lán veit ingar og innborgunar á umræddan bankareikning EK1923 ehf. þann 1. október 2015. Þá var gj aldfelling samkvæmt láns samningnum miðuð við einhliða til - kynn ingu Sjö stjörn unnar ehf., sem lánveitanda. Við með ferð málsins fyrir dómi báru ákærðu X og Y um að láns samn ingur inn hefði í raun verið gerður ein hverju eftir dag - setn ingu sa mn ingsins og verður ráðið af framburði þeirra að það hafi að öllum líkindum verið í lok október 2015. Af framburði þeirra verður ráðið að Íslandsbanka hf. hafi ekki verið kunn ugt um láns samninginn og þar með fyrr greindan veðrétt Sjöstjörn unnar ehf . Bankanum hafi hins vegar verið kunnugt um lánveitinguna sem slíka á milli félag anna. Sam rýmist það fram burði vitnisins G sem kvaðst ekki kann ast við láns samn inginn en af framburði hennar verður ráðið að bankanum var kunnugt um að pen ingarnir veg na bak - tryggingarinnar hefðu komið frá eiganda eða skyldu félagi, þ.e. Sjö stjörnunni ehf. Hið sama verður ráðið af framburði vitnisins H . Vitnið J , annar tveggja votta á láns samn - ingnum, bar um að samn ingurinn hefði verið gerður um fjór um til sex vik um eftir umrædda dag setn ingu. Dag setningin hefði verið mið uð við þann dag þegar lánið var veitt. Þá bar vitnið Í um að samn ingur inn hefði lík lega verið gerður sama dag eða ein - hverjum dögum eftir um rædda dag setningu en hún mundi ekki vel eftir þeim atvik um. Samkvæmt máls gögn um var um rædd lán veit ing skráð í bók haldi Sjö stjörn unnar ehf. 7. janúar 2016 með bók unar dagsetn ingu 1. októ ber 2015. Þá getur það sam rýmst tölvu - skeytum sem fóru á milli ákærða Y , vitnisins J og vitnisins C , á svip uðum tíma vegna frá gangs eða færslu á bók haldi Sjö stjörn unnar ehf. Sjálf stæð rann sókn lögreglu á tilurð láns samningsins, um fram rannsókn og ætlan skipta stjóra um meint síðara tíma mark til mála mynda, er í raun afar tak mörkuð um það h venær láns samn ingur inn var raun verulega gerður. Þá skýrðust þau atvik í raun betur með fyrrgreindri skýrslu gjöf vitna við með ferð málsins fyrir dómi og verður ákæru valdið látið bera hall ann af því. Að framan greindu virtu og þar sem annar ra gagna nýtur ekki við verður lagt til grund - vallar að láns samn ingur inn hafi verið gerður um fjórum til sex vikum eftir út gáfu skjals - ins, þ.e. í lok október 2015 eða fyrri hluta nóvember sama ár. Þá hafi dag setn ing samn - ingsins, 1. október 2015 , verið miðuð við þegar lánveitingin átti sér í raun stað. Þessu til viðbótar liggur fyrir að um ræddir pen ingar voru frá upphafi sér greindir frá öðrum eignum EK1923 ehf. á bundnum banka reikn ingi. Vitnið C , þáverandi fram kvæmda stjóri félagsins, bar u m það fyrir dómi að hann hefði alltaf litið svo á að fjár munirnir væru ekki ætlaðir til frjálsrar ráðstöfunar fyrir EK1923 ehf. og aldrei hefði verið neinn vafi um það. Vitnið E , þá verandi stjórnar formaður félags ins, bar um hið sama og jafnframt að eð li legt hefði verið að skila pen ing unum til baka þegar þeirra var ekki lengur þörf. Að öllu þessu virtu þykir unnt að leggja til grundvallar að umrætt lán frá Sjö stjörn unni ehf. til EK1923 ehf. hafi ein göngu verið veitt til að gera hinu síðar nefn da félagi kleift að leigja áfram 31 umrætt húsnæði af nýjum leigusala, Reitum I ehf., með húsa leiguábyrgð frá Íslands banka hf. Þá hafi frá upphafi verið gengið út frá því að peningarnir myndu renna til baka til lánveitanda þegar þeirra væri ekki lengur þörf . Einnig liggur fyrir að með því að leggja fjármunina til með þessum hætti var unnt að selja hinum nýja leigusala eða móður félagi hans húsnæðið frá Sjöstjörnunni ehf. með leigu samn ingnum. Engin gögn hafa hins vegar verið lögð fram til stuðn ings því að Sjö stjarnan ehf. hafi hagn ast á þeim fasteignaviðskiptum og verður ákæru valdið látið bera hallann af því. Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að gengið var frá hinum skriflega láns samningi nokkrum vikum eftir umrædda lánveitingu en talsvert áður en gert var sam komu lag um breyt ingu á leigu á umræddu húsnæði til nýs leigu taka, Par logis ehf. þann 11. mars 2016. Þá veitti Íslandsbanki hf., sem veðhafi og stór kröfuhafi EK1923 ehf., sam þykki fyrir af hend ingu fjár mun anna eftir að um rædd beið ni kom fram um það frá ákærðu þann 14. mars 2016, enda lá fyrir að leigusali gengi ekki að húsa leigu ábyrgð inni þrátt fyrir leigu - vanskil EK1923 ehf. á þeim tíma. Við skipta legar for sendur umrædds leigusala virðast hafa legið því til grund vallar en e ngin rann sókn lögreglu hefur farið fram á þeim hluta málsins og verður ákæru valdið látið bera hallann af því. Húsa leigu ábyrgð og veð réttur bankans á banka reikn ingnum var því í raun fallinn niður þegar þetta átti sér stað. Að öllu þessu virtu bendi r allt til þess að ákærðu X og Y hafi litið svo á að um ræddri milli færslu 15. mars 2016 væri ætlað að vera endur greiðsla á sér greind um fjár munum sem ætlaðir voru til sérstakra nota í samræmi við upphaflega lán veit ingu þegar skil yrði fyrir húsa - leigu ábyrgðinni voru ekki lengur fyrir hendi. Ekkert í hinum skrif lega láns samningi, sem samkvæmt framangreindu kom til síðar, breytti í raun for sendum lánveitingarinnar. Með þessu verður að líta svo á að ákærði X og Y hafi í raun verið að fylgja því eftir sem lagt var upp með í upphafi þegar lánið var veitt til EK1923 ehf. í fyrrgreindum tilgangi. Einnig liggur fyrir að umræddir fjár munir blönduðust aldrei saman við aðra fjármuni EK1923 ehf. og voru þeir í raun eins og frátekin peningafúlga eða önnu r svipuð sérgreind verðmæti sem haldið var frá raun veru legum eignum félags ins. Þá var endurgreiðslan fram kvæmd með samþykki Íslands bank a hf. í beinu fram haldi af brott falli húsaleigu - ábyrgðar innar og eftir gjald fellingu láns ins sam kvæmt l áns samn ingi, eins og atvik voru í rauntíma. Hefur ekki þýð ingu í þessu sambandi þótt bankanum hafi á þessum tíma ekki verið kunnugt um hinn skriflega lánssamning og veðrétt Sjö stjörnunnar ehf. gagnstætt því sem lagt var upp með í fyrr greindri handve ðs yfirlýs ingu. Veðréttur Sjöstjörnunnar ehf. gat ekki skaðað hags muni bankans, eins og hér háttar til. Að mati dómsins bendir því allt til þess að umrædd greiðsla 15. mars 2016 hafi í raun verið ráðstöfun sem laut að því að EK1923 ehf. skilaði Sjöstjörn unni ehf. peningunum þegar þeirra var ekki lengur þörf, líkt og um væri að ræða sér greindan hlut eða hlutar réttindi hins síðar nefnda félags. Að auki gat sú ráð stöfun sam rýmst veð rétti þess félags samkvæmt láns samn ingnum. 32 Verknaðaraðferðir samkv æmt 4. tölul. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga eiga allar sam merkt að vera óvenjulegs eðlis og óforsvaranlegar á þeim tímapunkti sem þær eru fram kvæmdar og vera til þess fallnar að rýra efnahag skuldarans til tjóns eða hættu á tjóni fyrir kröfuh afa. Að þessu virtu og með hliðsjón af öllu því sem að framan er rakið leikur verulegur vafi á því að ákærðu X og Y hafi um miðjan mars 2016, þegar umrædd millifærsla átti sér stað og í aðdraganda hennar, í raun verið meðvitaðir um hvort sú ráðstöfun á fjá rmunum gæti verið óvenjuleg og óforsvaran leg og að hún gæti falið í sér ólögmæta mismunun til fjár tjóns eða fjártjónshættu gagnvart öðrum kröfu höf um. Leikur því talsverður vafi á því, eins og hér stendur á, að þeir hafi með um ræddri háttsemi haft áset ning til þess að skerða kröfu réttindi eða full nustu hags muni ann arra kröfu hafa í merkingu 4. tölul. 1. mgr. 250. gr. almennra hegn ingarlaga. Þá leikur sam kvæmt framansögðu einnig tals verður vafi á því að þeir hafi með umræddri ráðstöfun haft ás etning til auðgunar í merk ingu 243. gr. sömu laga. Ber að skýra allan vafa ákærðu í vil, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Hefur ekki þýð ingu í þessu sam - bandi þótt síðar hafi verið lagt til grund vallar í einka máli, sbr. dóm Hæsta r éttar í máli nr. 19/2020, að unnt væri að rifta greiðsl unni á grund velli 134. gr. laga nr. 21/1991 vegna óvenjulegs greiðslueyris. Er um að ræða hlutlæga riftunar reglu gjald þrota réttar sem lýtur öðrum lög málum en á við í refsi rétti um sakar mat vegna mögu legrar refsi ábyrgðar. Að öllu framan greindu virtu ber að fallast á kröfu ákærða X og Y um sýknu af þessum ákæru lið. 2. Varðandi II. ákærulið: Atvik máls samkvæmt þessum ákærulið eru að mestu óumdeild en ágreiningur hverfist meðal annars um það hvort umrætt framsal hafi verið án endur gjalds og þar með rýrt efna hag félagsins. Verkn aðarlýsing þessa ákæru liðar verður ekki skilin með öðrum hætti en að ákæru valdið leggi til grundvallar að um hafi verið að ræða meint ólögmætt fram sal á gjald fallinni kröfu á hendur ríkissjóði með gjafa gern ingi af hálfu ákærðu X og Y . Svipuð nálgun birtist í kæru skipta stjóra til héraðs saksókn ara 9. janúar 2017 vegna þess sakarefnis sem hér um ræðir. Ákæru valdið er bundið af mála tilbún aði sín um eins og hann birtist í verknaðarlýsingu ákæru og ekki verður dæmt fyrir aðra háttsemi en þar greinir, sbr. c - lið 1. mgr. 152. gr. og 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Fyrir liggur að ákærði Z gaf skýrslu með réttarstöðu vitnis fyrir Héraðsdóm i Reykjavíkur í einka máli nr. E - 373/2017 , sbr. dóm Landsréttar nr. 139/2018, vegna sama sakarefnis og liggur til grundvallar þessum ákærulið. Máls gögn bera ekki með sér að við þá skýrslutöku hafi verið gætt að sérstakri réttarstöðu sam kvæmt 3. mgr. 52 . gr. laga nr. 33 91/1991 um meðferð einkamála. Lá þó fyrir á þeim tíma að skiptastjóri var búinn að beina kæru á hendur ákærða Z o.fl. til héraðssaksóknara vegna sakarefnis ins. Að þessu virtu getur sú dómsskýrsla ekki haft sérstaka þýðingu við úrlausn máls þessa þannig að halli á ákærð u . Í málinu er óumdeilt að EK1923 ehf. annaðist frá árinu 2014 innflutning og dreifingu á vörum og hráefni fyrir Subway - veitingastaði og að fyrir þessa þjónustu greiddi Stjarnan ehf. EK1923 ehf. endur gjald. Þá er ágreining slaust að innflutningskostnaði EK1923 ehf. vegna umræddra vara var velt yfir á Stjörnuna ehf. sem hluta af heildarinnkaupsverði vöru, þar með talið kostnaði vegna tolla sem síðar reyndust vera ólögmætir samkvæmt téð um dóm um Hæsta réttar Íslands frá 21. j anúar 2016. Með þessu verður að líta svo á að Stjarnan ehf. hafi eignast gjaldfallna fjárkröfu á hendur EK1923 ehf. vegna ólögmætra ofgreiðslna sem urðu til í fyrrgreindu viðskipta sambandi þeirra á milli. Slíkt hið sama var lagt til grundvallar með dómi L andsréttar 7. desember 2018, í máli nr. 139/2018, þar sem því var hafnað að um rætt kröfuframsal væri riftanlegur gjafa gern ingur á grund velli 131. gr. laga nr. 21/1991. Vegna umrædds kröfuframsals frá EK1923 ehf. til Stjörn unnar ehf. 27. janúar 2016 ve rður að líta svo á að í raun hafi frá sama tíma fallið niður krafa Stjörn unnar ehf. að sömu fjár hæð á hendur EK1923 ehf. Tímamark endanlegs fjárhags - legs uppgjörs milli félaganna um þetta hefur ekki sérstaka þýðingu, eins og hér stendur á. Fram salið á k röfunni á hendur ríkis sjóði var því ekki án endur gjalds eða gjafagerningur sem rýrði efna hag EK1923 ehf. í merkingu 4. tölul. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningar - laga, eins og verkn aðar lýs ingu ákæru er háttað. Sam kvæmt þessu er ljóst að verknaðar - l ýs ing ákær unnar getur ekki stað ist. Hvorki ákærði X né heldur ákærði Z hafa borið um það fyrir dómi að þeir hafi á verknaðarstundu haft ásetning til þess að fram selja umrædd kröfu réttindi án þess að endurgjald kæmi á móti. Framburður þeirra verður ekki skil inn á annan hátt en að þeir hafi frá upphafi fyrst og fremst litið svo á að kröfu fram salið væri liður í innbyrðis fjár - hagslegu uppgjöri félaganna, eins og áður greinir, og í því væri fólgið hag ræði fyrir bæði félögin. Framburður ákærða X hjá lög reglu var af sama toga. Hið sama á að mestu við um framburð ákærða Z hjá lög reglu, eins og sú skýrsla birtist í mynd - og hljóðupptöku sem fylgdi gögnum máls ins frá ákæruvaldinu til dómsins. Saman tektarskýrsla lög reglu um þann framburð, sem er meða l málsgagna, er hins vegar ónákvæm. Fram burður ákærða Z hjá lögreglu um söluferli EK1923 ehf. á svipuðum tíma og umrætt framsal átti sér stað fær ekki breytt framan greindu. Þær skýringar hjá lögreglu verður að setja í samhengi við önnur svör sem ákærði v eitti sam hliða við sömu skýrslutöku og lutu fyrst og fremst að innbyrðis uppgjöri félag anna og hagræði og einföldun sem í því fólst fyrir félögin að framselja kröf una með þeim hætti sem gert var. Þá styðja önnur málsgögn eða 34 framburðir vitna ekki að ák ærðu X og Z hafi haft ásetn ing til fram sals kröf unnar án endur gjalds. Af þessu leiðir að sjónar mið, sem fram komu við meðferð málsins fyrir dómi, um meint til raunarbrot, sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegn ingarlaga, geta ekki átt við um úr lausn máls ins, auk þess sem slík nálgun fellur illa að verknaðarlýsingu ákæru. Að öllu framangreindu virtu ber að fall ast á kröfur ákærðu X og Z um sýknu af þessum ákæru lið. 3. Varðandi III. ákærulið: Í málinu er óumdeilt að EK1923 ehf. greiddi þann 1 1. ágúst 2016 umræddar gjald fallnar kröfur tveggja erlendra birgja, samtals að fjárhæð 2.538.448 krónur, þar af 2.227.593 krónur vegna Evron Foods Ltd. og 310.885 krónur vegna Schreiber Foods Ltd. Hvorki ákærði X né heldur ákærði Y kannast við að hafa gef ið nein fyrir mæli um greiðslu krafnanna eins og þeim er gefið að sök samkvæmt ákæru. Þá liggur fyrir að hvorugur þeirra hafði form lega stöðu innan EK1923 ehf. á þeim tíma sem hér um ræðir. Óumdeilt er að það var A , þáverandi prókúruhafi EK1923 ehf., se m gekk frá greiðslu krafnanna eftir að hafa fengið beiðni um það frá D , þá verandi stjórnarformanni félagsins. Sú beiðni barst honum með tölvuskeyti 5. ágúst 2016 sem er meðal gagna málsins. Að þessu atriði er hins vegar ekki vikið í verkn aðar lýsingu ákæ ru. Við skýrslu gjöf fyrir dómi gat vitnið D ekki skýrt nánar um rædda beiðni, hvað lá henni til grund vallar og þá kann - aðist hann ekki við að hafa verið í sam skipt um við ákærðu X og Y vegna beiðn innar. Skýrsla vitnis ins hjá lögreglu var af sama toga. Afrit af tölvuskeytum eða önnur svipuð gögn liggja ekki fyrir sem stað festa með skýrum og afdráttarlausum hætti að ákærði Y hafi gefið A fyrirmæli fyrir hönd ákærða X , eins og greinir í ákæru. Hið sama á við um meinta að komu ákærða X að slíkum meintum fyrirmælum. Það sem liggur hins vegar fyrir í máls gögn um eru tölvu skeyti frá ákærða X til A á umræddum tíma þar sem fyrst og fremst var verið að spyrjast fyrir um um ræddar kröfur og greiðslu þeirra og var ákærði Y hl uti af þeim sam skiptum sem aukaviðtakandi. Sam kvæmt fram burði vitnisins A fyrir dómi var ákærði Y ekki í þeirri stöðu að geta gefið honum fyrir mæli um greiðslu krafn anna og leit hann svo á að slík fyrirmæli yrðu að koma frá D vegna stöðu hans sem stj órnarformanns og þau fyrirmæli eða boð hefðu í raun komið frá honum. Þá bar A um það fyrir dómi að ákærði X hefði verið óánægður með að kröfurnar væru ógreiddar og hann hefði fyrst og fremst verið að sýna því áhuga að þær yrðu greiddar. Hvorki ákærði X né heldur ákærði Y hefðu hins vegar gefið A fyrirmæli um greiðslu krafn anna. 35 Af gögnum málsins verður ráðið að A hafi að nokkru leyti verið óstöð ugur í upp - lýsingagjöf gagnvart skipta stjóra um meinta aðild ákærða Y að þessum hluta málsins. Í tölvu skey tum hans og skipta stjóra í apríl og maí 2017, sem eru meðal gagna, kom ýmist fram að fyrir mæli um greiðslu krafnanna hefðu komið frá ákærða Y vegna ákærða X , eða að svo hefði ekki verið, en jafnframt að ákærði X hlyti að hafa tekið þá ákvörðun og annað í þeim dúr. Þá bar A með svipuðum hætti hjá lögreglu þar sem fyrst og fremst var stuðst við eða spurt út frá gögn um sem borist höfðu frá skipta stjóra. Framburður A er heilt á litið fremur óskýr um þau atvik sem hér um ræðir og virðist að nokkru leyti bygg ður á upplifunum hans á samofnum sam skiptum við ákærðu X og Y , auk D , á umræddum tíma. Þá verður ráðið af framburði A fyrir dómi að hann hafi í raun verið að ýja að því að hann liti svo á að aðkoma eða vægi D að umræddum atvikum væri í raun meira en hann hefði áður greint frá. Þessu til viðbótar verður ekki litið fram hjá því að vitnið I skiptastjóri bar um það fyrir dómi að hann hefði afráðið að beina ekki einka - réttarlegum kröf um af hálfu þrota bús ins að A þar sem hann hefði verið samvinnufús við skip tastjóra með því að veita honum upp lýsingar um málefni búsins þegar eftir því hefði verið leitað. Liggur þannig fyrir að fram burður vitnisins A hefur ekki verið nægjanlega skýr og stöð ugur, auk þess sem staða A gagnvart skipta stjóra kann að hafa veri ð viðkvæm vegna mögu legra fjár hags legra hagsmuna A . Þá ber og að líta til þess að rann sókn máls þessa hjá lög reglu er að nokkru leyti ófull komin og virðist í tals verðum mæli fyrst og fremst hverf ast um kæru, gögn og upplýsingar sem bárust frá skipt a stjóra. Að öllu þessu virtu og með vísan til 126. gr. laga nr. 88/2008 þykir óvarlegt að byggja sér staklega á framburði A við úrlausn á þessum hluta málsins. Verknaðarlýsing ákæru er þannig úr garði gerð að hún gefur dóminum ekki nægjanlegt svigrúm ti l að beina sjónum að þeim samtvinnuðu atriðum, beinu og óbeinu, varðandi ákærða X sem lágu til grundvallar heildstæðu sakarmati í einkamáli á hendur honum vegna sama sakarefnis, sbr. dóm Landsréttar 14. desember 2018, í máli nr. 155/2018. Þá var málið ekki sótt og varið á þeim grundvelli. Koma þau atriði því ekki til frek ari skoð - unar við úrlausn máls þessa. Að öllu framangreindu virtu og þar sem annarra gagna nýtur ekki við verður ekki talið, gegn eindreginni neitun ákærðu X og Y , að sannað sé svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að þeir hafi gerst sekir um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Ber því að fallast á kröfu þeirra um sýknu af þess um ákærulið. 36 4. Varðandi sakarkostnað o.fl.: Vegna framangreindra úrslita og með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður allur sakar kostnaður vegna meðferðar málsins felldur á ríkissjóð, þar með talin máls - varnar laun Einars Þórs Sverrissonar lögmanns, skip aðs verjanda ákærða X , vegna með - ferðar málsi ns fyrir dómi, 6.000.000 króna, málsvarnarlaun Þórðar Bogasonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða Y , vegna meðferðar máls ins á rann sóknarstigi og fyrir dómi, 8.000.000 króna, og máls varnarlaun Óskars Sigurðssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða Z , v egna með ferðar máls ins á rann sóknarstigi og fyrir dómi, 5.000.000 króna. Framan greind máls varnar laun eru ákveðin að álitum, að meðtöldum virðisauka skatti, út frá eðli og umfangi máls og með hliðsjón af fyrir liggjandi tímayfirlit um verjendanna E inars Þórs Sverrissonar og Þórðar Bogasonar, sbr. 38. gr. laga nr. 88/2008, þar með talið vegna vinnu verjenda út af frá vís unar þætti málsins. Um tímagjald fer eftir reglum Dóm - stóla sýslunnar nr. 2/2021. Þóknun að fjár hæð 3.246.320 krónur, með virðisa uka skatti, sem greidd var úr ríkissjóði til verjandans Þórðar Boga sonar lög manns undir rekstri þessa máls í framhaldi af frávísunar úrskurði Héraðs dóms Reykja víkur 2. apríl 2020, er inni - falin í framangreindum málsvarnarlaunum til þess verjanda og b er að draga þá greiðslu frá við loka uppgjör ríkis sjóðs gagnvart honum. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Björn Þorvaldsson saksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærðu X , Y og Z eru sýknaðir af kröf um ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður vegna málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun Einars Þórs Sverrissonar lögmanns, skip aðs verjanda ákærða X , 6.000.000 króna, máls - varnarlaun Þórðar Bogasonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða Y , 8.000.000 króna, og málsvarnar laun Óskars Sigurðssonar lög manns, skipaðs verjanda ákærða Z , 5.000.000 króna. Við lokauppgjör ríkissjóðs gagnvart verjandanum Þórði Boga syni lög - manni ber a ð draga frá greiðslu að fjár hæð 3.246.320 krónur sem er innifalin í framan - greindum málsvarnar launum verjandans og búið er að greiða úr ríkissjóði til hans undir rekstri þessa máls í framhaldi af úr skurði H éraðs dóms Reykjavíkur 2. apríl 2020. Daði Kristjánsson