Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 20. október 2020 Mál nr. E - 1082/2020: Db. Tryggv a Rúnar s Leifsson ar ( Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður ) g egn íslenska ríkinu ( Andri Árnason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 5. október sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af dánarbúi Tryggva Rúnars Leifssonar, sem lést 1. maí 2009, síðast til heimilis að Álfkonuhvarfi 19 , Kópavogi, á hendur íslenska ríkinu, með stefnu birtri 10.febrúar 2020. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum alls 1.644.672.833 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. september 2018 til greiðsludags. Endanleg dómkrafa stefnanda varðandi málskostnað, er að stefnanda verði dæmdur málskostnaður eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýkn u af kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar. Þá er þess krafist að stefnanda verði gert að greiða stefnda mál skostnað , en til vara að málskostnaður falli niður. I Með dómi Hæstaréttar frá 22. feb. 1980, í máli nr. 214/1978, var Tryggvi Rúnar Leifsson fundinn sekur um að hafa, ásamt öðrum, orðið Guðmundi Einarssyni að bana að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði hinn 27 . jan. 1974, sbr. 218. og 215. gr. alm. hgl. Í sama máli var Tryggvi Rúnar jafnframt fundinn sekur um brennubrot, skv. 2. mgr. 164. gr. alm. hgl., ( er varðaði að lágmarki 2 ára fangelsisvist ) , nauðgun skv. 1. mgr. 194. gr., ( sem gat varðað allt að 16 ára fangelsi ) og þjófnað skv. 244. gr. ( sem gat varðað allt að 6 ára fangelsi ) . Fyrir nefnd brot dæmdi Hæstiréttur Tryggva Rúnar til þrettán ára fangelsisvistar og kom gæsluvarðhaldsvist hans frá 23. desember 1975 til frádráttar refsingunni. Hinn 1. maí 2009 l ést Tryggvi Rúnar Leifsson . Hinn 12. mars 2015 fóru tveir erfingjar hans fram á að hæstaréttarmálið nr. 214/1978 yrði endurupptekið, það flutt að nýju og Tryggvi Rúnar sýknaður af ákæruatriðum. Með úrskurði endurupptökunefndar í máli nr. 6/2015 féllst nef ndin á 2 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, Guðmundi Einarssyni að bana 27. janúar 1974 . Málið var ekki endurupptekið að öðru leyti. Með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017 var Tryggvi Rúnar sýknaður af ákæruliðum vegna andláts Guðmundar Einarssonar. Í málinu var hins vegar ekki tekin afstaða til efnisatriða málsins . Hinn 3. október 2019 veitti sýslumaður eiginkonu og dóttur T ryggvar Rúnars, leyfi til endurupptöku á einkaskiptunum og var frestur veittur til 2. október 2020 til að ljúka skiptum. Samkvæmt lögum nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 greiddi stefndi eftirlifandi maka og dóttur Tryggva Rúnars , hvor ri um sig , 85.500.000 kr. og 4.275.000 kr. í lögmannskostnað eða samtals 171.000.000 kr. og 8.550.000 kr. í lögmannskostnað. Greiðslan fór fram 29. janúar 2020. Í yfirlýsingum forsætisráðherra til eiginkonu og dóttur Tryggva Rúnars vegna greiðslu bótanna, frá 17. janúar 2020 og mótt. 20. janúar s.á., var tekið var fram , að greiðslan byggði st á sanngirnissjónarmiðum og væri hugsuð sem liður í yfirbót, uppgjöri og viðurkenningu stjórnvalda á því óréttlæti sem aðilar hefðu verið beittir. Þá kemur fram að greiðslunni sé ætlað að mæta mögulegu fjártjóni, hvers kyns miska og öðru fjártjóni sem Tryggvi Rúnar hafi orðið fyrir vegna dóms Hæstaréttar í málinu nr. 214/1978 , þ.m.t. rannsóknaraðgerð ir og/eða þvingunarráðstafan ir í aðdragand a dómsins . Þá var tekið fram að 12% af fjárhæðinni tel du st vera vegna ætlaðs beins fjártjóns (ætlaðar tapaðar vinnutekjur). II 1 Dómkröfur stefnanda byggjast á 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 5. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, 5. mgr. 9. gr. og 6. mgr. 14. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og einnig á 5. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evró pu og 3. gr. 7. viðauka sáttmálans. völdum varðhalds að ósekju sé vísað til XVIII. kafla þágildandi laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála og samsvarandi ákvæðis í XXXIX. kafl a laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , og sérstaklega til 246. gr. laganna. Byggir stefnandi á því að um bótarétt í málinu fari eftir þeim lögum þar sem Tryggvi Rúnar hafi verið sýknaður með endanlegum dómi Hæstaréttar hinn 27. september 2018. Bótaábyrgð stefnda á grundvelli 246. gr. laga nr. 88/2008 sé hlutlæg og óháð öðrum atvikum en þeim sem greinir í 1. málsl. 1., 2., 3. og 4. mgr. ákvæðisins. Þó geti reynt á saknæmi, þar með talið framgöngu embættismanna og starfsmanna stefnda, við 3 úrlausn þess hvort efni séu til að beita þeim lækkunarheimildum sem lögfestar séu í 2. málsl. 2., 3. og 4. mgr. 246. gr. laganna. Engin efni sé u til að líta svo á að Tryggvi Rúnar hafi sjálfur stuðlað að þeim órétti sem hann hafi verið beittur af hálfu stefnda. Þvert á móti sé skýrt af öllum gögnum málsins að embættismenn og starfsmenn stefnda báru og bera einir ábyrgð á þeim annmörkum sem meðferð þess og úrlausn hafi verið haldin. Engin efni sé u því til að lækka bætur vegna eigin sakar Tryggva Rúnars. Þá hafi önnur refsiver ð háttsemi Tryggvar Rúnars enga þýðingu hvað varðar bótarétt í máli nu. Bótaábyrgð stefnda sé auk þess til staðar á grundvelli almennra reglna um skaðabótaábyrgð hins opinbera vegna brota gegn grundvallarréttindum borgaranna. 2 Krafa um miskabætur séu þrí þættar. Í fyrsta lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem Tryggvi Rúnar sætti í gæsluvarðhaldi og vegna annarra rannsóknaraðgerða sem hafi beinst að honum. Í öðru lagi vegna þess áfellisdóms sem kveðinn var upp yfir honum í Hæstarétti 22. febrúar 1980 og a fleiðinga hans og loks þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti meðan hann afplánaði fangelsisrefsingu. Tryggvi Rúnar hafi verið sviptur frelsi sínu samfellt í 2193 daga frá 23. desember 1975, þegar hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald, allt til 24. desemb er 1981 þegar honum var veitt reynslulausn úr fangelsi. Þann tíma hafi hann setið í gæsluvarðahaldi í 1522 daga, þar af 627 daga í einangrun. Þá hafi hann afplánað fangelsisrefsingu í 671 dag og sætt reynslulausn í 2477 daga til viðbótar. Áfellisdómur inn f rá 22. febrúar 1980 hafi staðið óhaggaður í samtals 14.097 daga eða rúmlega 38 ár. Þá hafi rannsókn málsins verið haldin verulegum annmörkum sem hafi meðal annars falist í því að sönnunargögn , sem aflað hafi verið og byggt á í úrskurðum um gæsluvarðhald y fir Tryggva Rúnari og refsidómi yfir honum , hafi falist í skýrslum sem aflað hafi verið andstætt grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð og banni við pyndingum og annarri ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð. Auk þess hafi efnisleg skilyrði skort til frel sissviptingarinnar og hún því ekki heldur verið ákveðin í samræmi við þá málsmeðferð sem lög mæltu fyrir um. Meðal þeirra gagna sem fyrir liggja um þá meðferð sem Tryggvi Rúnar hafi sætt meðan gæsluvarðhaldi ð hafi staðið yfir, auk málsgagna í hæstaréttarmá lum nr. 214/1978 og nr. 521/2017, sé skýrsla starfshóps um málið til innanríkisráðherra 21. mars 2013 og úrskurður endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 í máli nr. 6/2015. Stefnandi vísar til þess sem þar kemur fram um málsatvik. Krafa stefnanda um miskabæt ur vegna g æsluvarðhalds nemur 839.354.082 kr., vegna afplánunar refsingar 493.893.751 kr. og vegna á fellsdómsins 1980, sem hafi staðið óhaggaður í 38 ár, sé krafist miskabóta að fjárhæð 452.425.000 kr. 3 4 Þá sé gerð krafa um að bætt verði beint fjárhagslegt tjón í formi atvinnumissis og annars fjárhagstjóns. Ljóst sé að afplánun refsingar haf ð i í för með sér tekjumissi . Möguleikar Tryggva Rúnars til að afla sér tekna hafi verið verulega skertir bæði á þeim tíma sem hann afplánaði dóm að ósekju se m og eftir afplánun vegna þess mannorðsmissis sem hann varð fyrir. Vegna þessa fjártjóns krefst stefnandi bóta að fjárhæð 30.000.000 króna. III Stefndi byggir á því að stefnandi eigi ekki rétt til þeirra miskabóta er hann hefur uppi í málinu. Skv. 2. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., taki dánarbú hins látna við öllum fjárhagslegum réttindum sem hann átti eða naut við andlátið, nema annað leiði af réttarreglum, löggerningi eða eðli réttindanna. Stefnandi máls þessa sé Tryggva Rúnar Af hálfu stefnda sé á því byggt , að sýkna be ri hann af kröfu stefnanda um miskabætur (ófjárhagslegt tjón), þar sem ekki sé til að dreifa þeim ætluðum miskabótakröfum sem stefnandi krefst greiðslu á úr hendi stefnda. Byggir stefndi á því að sú almenna regla skaðabótaréttar, að miskabótakröfur (bætur fyrir ófjárhagslegt tjón) hvorki erfist né verði framseldar hafi þær ekki verið viðurkenndar, einkamál verið höfðað til heimtu þeirra eða til viðurkenningar o.s.frv., eigi fullum fetum við hér. Af þessu leiðir að ekki hafi verið til að dreifa miskabótakröf u á hendur stefnda, svo sem á sé byggt af hálfu stefnanda, við andlát Tryggva Rúnars hinn 1. maí 2009, sem færst hafi til dánarbús eða erfingja. Sjá í þessu sambandi m.a. meginreglu þágildandi 264. gr. alm. hgl. nr. 19/1940 , er kvað á um að krafa um bætur fyrir annað tjón en fjártjón gengi í erfð h efði hún verið viðurkennd, einkamál höfðað til innheimtu hennar eða viðurkenningar en að ekki mætti framselja slíka kröfu nema hún væri viðurkennd eða dæmd. Sé þannig ljóst að ætluð miskabótakrafa, hvorki erfist n é sé hægt að framselja hana til stefnanda, nema hún hafi fallið undir framangreind skilyrði laga nr. 19/1940 eða síðar laga nr. 50/1993, skaðabótalaga, sbr. lög nr. 88/2008, er Tryggvi Rúnar féll frá 1. maí 2009. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 féll 27. sept. 2018. Við andlát Tryggva Rúnars hafi miskabótakrafa, af þeim toga sem stefnandi hefur hér uppi, hvorki verið viðurkennd né dæmd. Þar sem krafan sé reist á niðurstöðu Hrd. nr. 521/2017 hafi hún raunar ekki verið til við andlát Tryggva Rúnars . Er d ómurinn féll hafi ekki lengur verið skilyrði fyrir stofnun miskabótakröfu eins og á stóð, en krafa af umræddum toga telst persónulegs eðlis líku sé ekki að heilsa. Sjá hér og ákvæði 26. gr. laga nr. 5 50/1993 varðandi heimild til ákvörðunar miskabóta til þess sem misgert hefur verið við (vegna líkamstjóns), en heimild til að ákvarða bætur til tiltekinna ættingja sé bundin við að dauða manns hafi verið valdið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Í þessu sambandi vísi stefndi og til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, um aðildarskort stefnanda að kröfugerð sinni að þessu leyti, en í öllu falli séu aðildarrök vanreifuð af hálfu st fyrir kr. , falla hér undir. Þá sé því mótmælt að í tilvísaðri greiðslu stefnda til erfingja Tryggva Rúnars á grundvelli heimildar í sérlögum nr. 128/2019 hafi falist viðurkenning á bótakröfu /eða að um ígildi innborgunar á skuld við stefnanda, dánarbú, hafi verið að ræða. Þvert á móti hafi þeirri greiðslu sérstaklega verið beint að eftirlifandi erfingjum persónulega , en ekki dánarbúi Tryggva Rúnars , þar sem talið var að réttur til miskabóta væri ekki til staðar og því þyrfti að skjóta lagastoð með sérlögum lífi voru. Verði ekki fallist á framangreind sjónarmið sé krafist sýknu á þeim grundvelli að stefnandi eigi ekki rétt á (frekari) bótum vegna atvika sem leidd verða af Hrd. nr. 521/2017 en þegar hafa verið greiddar erfingjum T ryggva Rúnars á grundvelli laga nr. 128/2019. Í því sambandi verði m.a. að líta til a llra atvika málsins, og til heildarverðmætis umræddrar greiðslu, þ. á m. að virtu skattfrelsi hennar, sbr. 2. gr. laganna, auk sjónarmiða um fyrningu . Hér athugast að í stefnu sé atvikum og iptingu og síðar verið sýknaður af tilteknum sakargiftum. Ljóst sé að nefnd atvik eiga ekki við um dánarbúið, svo sem ætla mætti af stefnu. Þá sé ætluð u fjártjóni hafnað. Vegna tímabundins atvinnutjóns sérstaklega sé eðlilegt að líta til stöðu Tryggva Rún ars á vinnumarkaði fyrir upphaf atvika í des. 1975, eins og hefðbundið sé. Stefnandi hafi hvorki fært fram sönnunargögn fyrir ætluðu fjárhagslegu tjóni né rökstuðning fyrir umkrafinni fjárhæð, 30.000.000 kr. , og sé því tjóni mótmælt. Sönnunarbyrði að því e r þetta varðar sé hjá stefnanda. Þá ber að hafa í huga að í greiðslu sem ríkissjóður innti af hendi, 171.000.000 kr. , var að nokkru tekið tillit til ætlaðs tímabundins atvinnutjóns Tryggva Rúnars . IV Hinn 2 0 . janúar 2020 greiddi stefndi samtals 171.000.000 kr. í bætur og 8.550.000 kr. í lögmannskostnað til eftirlifandi eiginkonu og dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Um var að ræða svokallaðar sanngirnisbætur greiddar á grundvelli laga nr. 6 128/2019. Samkvæmt lögunum voru greiðslurnar ætlaðar þeim e r voru sýknaðir með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017 og voru á lífi við lagasetninguna. Í lögunum var sérstaklega áréttað að eftirlifandi maki og niðjar ættu rétt á greiðslu á sama grundvelli, væru hinir sýknuðu látnir. Í yfirlýsingu stefnda frá 17. janúar 2020 um greiðslu bótanna segir að bótunum sé ætlað að mæta mögulegu fjártjóni, hvers kyns miska og öðru tjóni sem Tryggvi Rúnar k unni að hafa orðið fyrir vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, þ.m.t. rannsóknaraðgerð ir og/eða þvingunarráðstafa n ir í aðdraganda hans. Sama eigi við um vaxtakröfur og hvers kyns annan kostnað. 12% af fjárhæð greiðslunnar te ljist vera vegna meints beins fjártjóns (meintra tapaðra vinnutekna). Síðan segir að þótt eiginkonan og dóttirin hafi veitt bótunum viðtöku þá hafi það ekki áhrif á rétt þeirra til að bera frekari kröfur undir dóm samkvæmt öðrum lögum og réttarreglum. Það hafi þær ekki gert. Stefnandi málsins er dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar. Í 2. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., segir að þ eg ar maður er látinn taki dánarbú hans við öllum fjárhagslegum réttindum sem hann átti þá eða naut, nema annað leiði af réttarreglum, löggerningi eða eðli réttindanna. Tryggvi Rúnar andaðist 1. maí 2009 og átti hann þá engin fjárhagsleg réttindi vegna sýknud óms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978. Því voru ekki til staðar nein fjárhagsleg réttindi honum tengd sem gátu runnið til dánarbúsins. Stefnandi byggir á því að fjárhagslegu réttindin hafi orðið til við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017, en hann var kveðinn upp 27. september 2018 , eða rúmum níu árum eftir andlát hans. Að mati dómsins skortir verulega á skýrleika í málatilbúnaði stefnanda um það hvernig stefnandi , það er dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, geti verið aðili að máli þessu og á h verju dánarbúið byggi rétt sinn til hinna umkröfðu bóta. Um þetta segir í framangreinds, umfram þær bætur er greiddar voru 29. janúar 2020. Krafa þessi, sem stefnandi átti við andlát sitt, fluttist til dánarbús hans við andlát líkt og önnur kröfuréttindi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt leyfi sitt til einkaskipta á dánarbúi stefnanda vegna þessa máls sbr. ákvörðun hans frá 3. október 2019. Væntanlega er hér átt við að sú krafa sem Tryggvi Rúnar hafi átt við andlátið hafi flust til dánarbúsins eftir andlát hans. Hins vegar er í engu skýrt hvaða kröfu Tryggvi Rúnar hafi átt vegna Guðmundarmálsins þegar hann féll frá 1. maí 2009. Sé átt við dómkröfu málsins skortir að gera grein fyrir því hvernig hún hafi getað verið til við andlát Tryggva Rúnars. Þá er óskýrð þýðing þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi veitt leyfi til endurupptöku á einkaskiptum á dánarbúi Tryggva Rúnars sem gilti til 2. október 2 020. Þá er í málinu gerð krafa um greiðslu miskabóta umfram það sem eiginkona og dóttir Tryggva Rúnars fengu 20. janúar sl., á grundvelli laga nr. 128/2019. Lagaheimild þarf að vera til staðar svo miskabætur verði greiddar, en hana skortir til að stefnand i, 7 dánarbú Tryggva Rúnars, geti átt rétt til miskabóta. Þá hvorki erf i st miskabótakrafa né ver ður hún f ramseld , hafi hún ek k i verið viðurkennd, einkamál verið höfðað til heimtu hennar eða til viðurkenningar á henni. Þá gerir stefnandi kröfu um greiðslu að fjárhæð 30.000.000 kr. vegna fjártjóns. Sama á við hér og að framan greinir, það er hvernig stefnandi, dánarbú Tryggva Rúnars, geti átt þessa kröfu. Auk þess er 12% greiðslunnar sem eiginkona og dóttir Tryggva Rúnar fengu vegna ætlaðra tapaðra vinnutekna e n þess er í engu getið í umfjöllun í stefnu um ætlað fjártjónið. Krafa stefnanda um bætur vegna fjártjóns er með öllu ósönnuð og er henni hafnað. Niðurstaða málsins er því sú að fallist er á kröfu stefnda um sýknu með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga um með ferð einkamála og er stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Með vísan til c - liðar 131. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda 1.500.000 kr. í málskostnað. Stefnandi er með gjafsókn í máli þessu, samanber gjafsóknarleyfi dags . 7. október 2019. Allur kostnaður greiðist því úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, svo sem greinir í dómsorði. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kv eður upp dóm þennan . Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið , er sýknað af öllum kröfum stefnanda, dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Stefnandi greiði stefnda, íslenska ríkinu, 1.500.000 krónur í málskostnað. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, Páls Rúnars M. Kristjánssonar , 750.000 krónur . Sigrún Guðmundsdóttir (sign.)