Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. júní 2020 Mál nr. S - 2907/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Kári Már Óskarsson ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2020, á hendur: Kára Má Óskarssyni, fyrir eftirtalin brot: I. Umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Aðfaranótt þriðjudagsins 11. desember 2018, ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist klónazepam 30 ng/ml) um Hraunbæ í Reykjavík uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar við Hraunbæ 66. M ál 007 - 2018 - 84163 Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Sunnudaginn 31. desember 2018, ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 415 ng/ml) um bifreiðastæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Reykjanesbæ uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar. Mál 008 - 2018 - 20030 Telst þetta varða við 1. , sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. 2 Fyrir fíkniefna - og vopnalagabrot, með því að hafa, laugardaginn 8. september 2018, að í Kópavogi, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, 23,73 grömm af kókaíni og 43 stykki af kannabisplöntum og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur og á sama tíma haft í vörslum sínum tvær gasskammbyssur. Lögregla lagði hald á allt framangreint við húsleit hjá ákærða. Mál nr. 007 - 2018 - 56569 Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og 1. mgr. 12. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til a ð sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. nefndra umferðarlaga. Krafist er upptöku á 23,73 grömmum af kókaíni og 43 stykkjum af kannabisplöntum, sem lögreglan lagði hald á við húsleit hjá ákærða, samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Jafnframt er krafist upptöku á 4 kolasíum, 6 gróðurhúsalömpum og 4 viftum með vísan til 7. mgr. 5. gr. sömu laga, en þessir munir voru notaðir til framleiðslu kannabisplantnanna. Þá er krafist upp Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1996. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. apríl 2020 , var ákærða gerð sekt samkvæmt viðurlagaákvörðun Héraðsdóms Suðu rlands 24. nóvember 2016, fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður því miðað við að ákærða sé nú öðru sinni gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á hinn bóginn horfir til refsimildunar skýlaus játning ákærða á sakargiftum fyrir dómi, sbr. 9. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Með hliðsjón af sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 26 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 23,73 grömmum af kókaíni, 43 stykkjum af kannabisplöntum , 4 kolasíum, 6 gróðurhúsalömpum , 4 viftum og 2 gasskammbyssum , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 429.220 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu á kæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Margréti Herdísi Jónsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Kári Már Óskarsson , sæti fangelsi í 5 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökurétti í 26 mánuði frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákærði sæti up ptöku á 23,73 grömmum af kókaíni, 43 stykkjum af kannabisplöntum , 4 kolasíum, 6 gróðurhúsalömpum, 4 viftum og 2 gasskammbyssum. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukas katti, og 429.220 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir