Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. júní 2020 Mál nr. S - 2684/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Ársæl i Kristófer Ársælss yni ( Arnar Vilh jálmur Arnarsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2020, á hendur: fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Föstudaginn 19. júlí 2019 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 175 ng/ml) vestur Vesturlandsveg í Reykjavík, við Bauhaus, þar sem lögreg la stöðvaði aksturinn. M: [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Föstudaginn 4. október 2019 við í Reykjavík haft í vörslum sínum 1,08 g af maríhúana, sem lögreglumenn fundu í íbúðin ni. M: [...] Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 . 2 3. Laugard aginn 5. október 2019 á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113 í Reykjavík haft í vörslum sínum 0,79 g af amfetamíni, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. M: [...] Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 1,08 g af maríhúana og 0,79 g af amfetamíni, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákær ða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt hei mfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1992. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20. apríl 2020 , gekkst ákærði undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 1. nóvember 2011 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Ákærð a var gerður heg ningarauki við þá sátt, fyrir sömu sakargiftir, með sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 10. febrúar 2012. Ákærða var svo gerð sektarrefsing með viðurlagaákvörðun Héraðsdóms Reykjaness 22. janúar 2015 fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Að öðru leyti kemur sak aferill ákærða ekki til skoðunar vegna ákvörðunar refsingar nú. Við ákvörðun refsingar verður miðað við að ákærða sé nú í þriðja sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna eða áfengis, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða til málsbóta horfir skýlaus játning hans fyrir dómi, sbr. 9. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af sakarefni málsins , dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga . 3 Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í ævilangt frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 1,08 grömmum af marí j úana og 0,79 grammi af amfetamíni , sem lö gregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Arnars Vilhjálms Arnarssonar lögmanns, 137.640 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 77.314 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti máli ð Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi fyrir Elínu Hrafnsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ársæll Kristófer Ársælsson, sæti fangelsi í 3 0 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 1,08 grömmum af marí j úana og 0,79 grammi af amfetamíni. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Arnars Vilhjálms Arnarssonar lögmanns, 137.640 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 77.314 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir