Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 28. nóvember 2019 Mál nr. S - 73/2019: Lögreglustjórinn á Vestfjörðum (Bryndís Ósk Jónsdóttir aðstoðarsakóknari) gegn X (Gunnhildur Pétursdóttir lögmaður) I Mál þetta sem dómtekið var 5. nóvember 2019 höfðaði lögreglustjórinn á Vestfjörðum með ákæru dagsettri 16. ágúst sl. á hendur X , kennitala 000000 - 0000 , , , fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi, en til vara fyrir barnaverndarlagabrot og líkamsárás, með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 2019, ráðist að dóttur sinni, barninu A , kt. 000000 - 0000 , sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega fra mkomu, með því að kasta henni nauðugri í rúm hennar á heimili þeirra, með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar ofan á leikföngum, og stuttu síðar rifið harkalega í buxur A , þar sem hún sat á fyrrnefndu rúmi, í því skyni að klæða han a úr þeim, með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut meiðsli, nánar tiltekið eymsli í baki, hruflsár við 10. - 11. hryggjarlið, mar hægra megin á baki og hru flsár í vinstri hnésbót. Telst þetta varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 1. mgr. 218. gr. b., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breytingar, en til vara við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnarverndarlaga og 217. gr. almen nra hegningarlaga. Er þess krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þann 5. nóvember sl. var þingfest framhaldsákæra á hendur ákærðu, útgefin 9. október 2019, þar sem Birna Ketilsdóttir lögmaður krefst þess f.h. A , kt. 000000 - 0000 , að ákærða, X , kt. 000000 - 0000 , greiði brotaþola miskabætur, að fjárhæð kr. 1.000.000, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 14. maí 2019 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvö xtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu þóknunar réttargæslumanns úr hendi ákærðu að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á réttargæslu - þóknun/málskostnað, en áskilin n er réttur til að leggja fram reikning eigi síðar en við aðalmeðferð málsins, ef til hennar kemur. 2 Allt með vísan til 1. mgr. 153. gr. og 5. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærða krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og eftir atvikum skilorðsbindingar refsingar. Af hálfu ákærðu var útgáfu framhaldsákæru ekki andmælt, en þess krafist að miskabótakröfu yrði vísað frá dómi, en til vara sýknu af kröfunni og til þrautavara að hún s æti stórfelldri lækkun. Þá er þess krafist að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði og að skipuðum verjanda ákærðu verði ákveðin hæfileg þókunun úr ríkissjóði. II Með bréfi dagsettu 2019 fór barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum þess á l eit við lögreglu að fram færi rannsókn á meintu líkamlegu ofbeldi gagnvart brotaþola þessa máls. Í bréfinu kemur fram að lögregla hafði samband við bakvaktarstarfsmann barnaverndarnefndar miðvikudagskvöldið 2019 til að tikynna að maður hefði hringt, se m hafði áhyggjur af barninu þar sem móðir barnsins hefði beitt það alvarlegu ofbeldi. Barnið væri ekki lengur í umsjón móður, heldur systur sinnar. Þá kemur fram í nefndu bréfi að barnið hafði ekki mætt í skólann daginn eftir þessa tilkynningu, þann . R áðgjafi barnaverndar hefði farið á heimili systur brotaþola og rætt við brotaþola sem hefði lýst atvikum. Brotaþoli hefði svo verið send í læknisskoðun, þar sem út hefði verið gefið áverkavottorð og teknar myndir af barninu. D , skurðlæknir á Heilbrigðiss tofnun Vestfjarða, gaf út vottorð þann sl. vegna komu brotaþola á heilbrigðisstofnunina. Þar kemur m.a. fram að brotaþoli hafi verið í ágætis andlegu jafnvægi, sagt skýrt og greiðlega frá. Hún hafi kvartað um óþægindi í baki og við skoðun hafi verið gr unn hruflsár í miðlínu við 10. og 11. hryggjarlið á svæði á að giska 2x2 cm. Þar hafi einnig verið marblettur hægra megin við miðlínu á baki, í um það bil hæð við 6. rif. Marbletturinn hafi verið þverliggjandi á að giska 4x1 cm að stærð. Enn fremur hafi ve rið grunnt hruflsár í vinstri hnésbót, vart greinanlegt. Útlit áverkanna gæti samræmst því að þeir hefðu orðið til fyrir tveimur dögum. Við aðalmeðferð málsins staðfesti læknirinn vottorð sitt og sömuleiðis myndir sem hann kvaðst hafa tekið við þetta tækif æri af brotaþola og eru meðal gagna málsins. Miðvikudaginn 2019 var tekin skýrsla af brotaþola í Barnahúsi á grundvelli 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þann 16. maí 2019 tók lögregla skýrslu af ákærðu og sömuleiðis af C , systur brotaþola og dóttur ákærðu. III Við aðalmeðferð málsins kvaðst ákærða muna vel eftir atvikum. Hún hefði á þessum tíma unnið mjög mikið, sem og árið þar á undan og verið mjög þreytt. Hún hefði komið heim milli kl. 5 og 6 þennan dag og verið læst úti. Hún hefði séð inn um 3 gluggann að allt hefði verið þar í drasli. Hún hefði h vergi séð dóttur sína eða vinkonu hennar. Hún hefði verið tímabundin og í stresskasti og því haft samband við E , föður vinkonu dóttur sinnar, sem hefði farið að leita að telpunum. Sjálf hefði hún þurft að fara til vinnu . E hefði fundið telpurnar og kom ið brotaþola heim. Þegar ákærða kom aftur heim hefði brotaþoli og C , systir hennar, verið fyrir utan heimilið. Brotaþoli hefði þá sagst getað opnað gluggann. Ákærða sagðist þá hafa sagt við barnið: það. Hún hefði verið með hjólahjálm á höfðinu, sem ákærða sagðist hafa tekið af farið og byrjað að hátta sig. Ákærða sagðist hafa verið reið og pirruð og farið og tekið í buxur barnsins með þeim afleiðingum að það datt í gólfið, en á gólfinu hefði verið alls konar dót. Hún hefði svo sagt barninu að fara að sofa. Barnið hefði verið grátandi en hún hefði lokað á hana og viljað að hún jafnaði sig. Ákærða kvaðst svo hafa farið aftur til vinnu en eldri systir brotaþola hefði verið hjá systur sinni á meðan. Ákærða kvaðst hafa komið heim aftur um ellefuleytið, ekið eldri dóttur sinni til síns heima, , og komið svo heim aftur. Þá hefði hún, í stað þe ss að slaka á og fara að sofa, horft á sjónvarpið einhverja stund en svo vakið barnið og látið það taka til eftir sig. Þá hefði hún ákveðið að senda barnið ekki í skólann daginn eftir, til að þær gætu jafnað sig á þessu. Brotaþoli hefði verið hjá sér í vin nunni til hádegis en þá hefði hún beðið eldri dóttur sína um að gæta systur sinnar, sem hún hefði gert. Aðspurð kvað ákærða barnið hafa verið hrætt allan tímann, við sig, þar sem hún hefði verið svo reið og ólík sjálfri sér. Þá kvað ákærða ástæðu þess að h ún sendi brotaþola ekki í skólann daginn brotaþola inn um gluggann eins og hún hefði gert, né vekja hana um nóttina eða vera svona reið við brotaþola. Þá kvað ákærða barnið hafa verið lítið í sér daginn eftir og hún vissi að það myndi taka það daginn að jafna sig. Ákærða neitaði að hafa gripið í hnakkadrambið á brotaþola og sömuleiðist kannaðist hún ekki við að hafa ýtt barninu inn um gluggann. Hún kvaðst ekki hafa ráð ist á barnið eða kastað því til. Í skýrslutöku af brotaþola, sem tekin var í Barnahúsi, lýsti brotaþoli atvikum með þeim hætti að þær mæðgur hefðu verið læstar úti þennan dag. Hún hefði sjálf getað opnað glugga og móðir hennar þá ýtt sér inn um gluggann með þeim orðum að hún opnað fyrir móður sinni og systur hefði móðirin tekið í hnakkadrambið á sér og dregið sig inn í herbergi og hent sér í rúmið svo að hún datt í gólfið og meiddi sig. Hún hefði ekki fengið að borða né bursta tennur. Hún hefði svo farið aftur upp í rúmið til að hátta sig. Þá hefði móðir sín dregið sig úr buxunum og brotaþoli þá aftur dottið í gólfið. Þá hefði hún vakið sig seinna um kvöldið til þess að ta ka til. Dóttir ákærðu, C , kom fyrir dóminn og lýsti atvikum með þeim hætti að móðir sín hefði klætt systur sína svo harkalega úr buxunum að hún hefði við það dottið á gólfið og á leikföng sem þar lágu. Brotaþoli hefði verið á rúminu sínu, í þröngum leggi ngsbuxum og hefði lent á bakinu í gólfið. Ákærða hefði svo lokað brotaþola inni 4 í herbergi og sagt sér að láta systur sína vera. Þá kvað vitnið móður sína hafa sagt sér að þegja yfir þessu. Ákærða hefði verið reið og misst sig. Vitnið kvaðst hafa séð brota þola detta í gólfið og kvað barnið hafa hágrátið. Daginn eftir hefði brotaþoli verið hjá sér í pössun og farið að kvarta yfir höfuðverk. Þá hefði brotaþoli verið fjólublá og rauð á bakinu. F kom fyrir dóminn og staðfesti að hafa tilkynnt umrætt atvik til lögreglu. Vitnið kvaðst þekkja ákærðu gegnum starf sitt. C hefði haft samband við sig eftir að þetta gerðist og hann hefði því farið heim til hennar og hitt brotaþola sem hefði greint sér frá atvikum sem hefðu átt sér stað daginn áður. Þá hefði móðir brot aþola gripið í hana þannig að hún lenti á rúminu og féll í gólfið og fékk marbletti. Í framhaldi af því hefði hann rætt við lögreglumann um málið. E kom fyrir dóminn og greindi frá því að hann hefði umrætt sinn, að ósk ákærðu, farið að leita að dóttur si nni og brotaþola, þar sem þær voru að leika sér saman. Ákærða hefði þá komið að læstum dyrum heima hjá sér. Hann hefði fundið telpurnar þar sem þær voru að leik. Hann hefði svo að ósk ákærðu ekið brotaþola til síns heima. G , fyrrverandi deildarstjóri bar naverndar, gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð málsins. Hún kvaðst hafa farið á fund við brotaþola á heimili systur hennar, eftir að tilkynnt hefði verið um meint ofbeldi ákærðu. Hún hefði rætt við brotaþola. Brotaþoli hefði sýnt sér marbletti á baki s ér sem hún kvað móður sína hafa veitt sér. Brotaþoli hefði sagst hafa óvart læst þær úti og mamma orðið mjög reið, skipað henni að klifra inn um glugga, til að opna, sem hún hefði gert, og þegar brotaþoli hefði verið búin að opna hefði mamma gripið í hnakk adrambið á sér og ýtt sér harkalega inn í herbergi og hrint sér þar á rúmið og skipað sér að hátta sig. Hún hefði þá ætlað að hátta sig, sest upp í rúmið til þess og þá hefði mamma gripið í buxurnar og ætlað að draga þær af henni en kippt undan henni fótun um svo að hún datt í gólfið og ofan á leikföng. IV Ákærðu er í máli þessu gefið að sök brot á barnaverndarlögum og líkamsárás, með því að hafa ráðist að ára gamalli dóttur sinni og sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu, kasta barnin u nauðugu á rúm þess, þannig að barnið kastaðist í gólfið og lenti þar ofan á leikföngum. Ákærða hefði svo rifið brotaþola úr buxum með þeim afleiðingum að barnið féll aftur á gólfið. Við þetta hafi barnið hlotið áverka sem lýst er nánar í ákæru. Ákærða hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa komið illa fram við barnið, talað til þess með ókvæðisorðum, rekið brotaþola inn um glugga og vakið barnið um nótt og verið því reið. Ákærða viðurkenndi einnig að hafa fært barnið úr buxum með þeim hætti að það missti fó tanna og datt í gólfið ofan á leikföng sem þar lágu. Ákærða kannaðist ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang 5 í gólfið eins og greinir í ákæruskjali. Er framburður ákærðu hvað atvik varðar í góðu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu við rannsókn málsins. Brotaþoli lýsti atvikum í Barnahúsi þannig að hún hefði í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður sinnar. Vitnin F og G , sem brotaþoli greindi eftir á frá atvikum, lýsa frásögn b rotaþola ekki með sama hætti. Vitnið F kvað brotaþola hafa sagt sér að hún hefði dottið einu sinni en vitnið G kvað brotaþola hafa sagt sér að hún hefði í tvígang fallið í gólfið. Vitnið C , sem var á staðnum er atvik urðu, bar fyrir dómi að hafa séð brotaþ ola detta einu sinni, er móðirin reif buxurnar af brotaþola. Að þessu virtu og því að brotaþoli greindi í Barnahúsi frá ýmsum alvarlegum atvikum, sem gögn málsins sýna að eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, og gegn eindreginni neitun ákærðu, verður ákær ða ekki sakfelld fyrir aðra háttsemi en þá sem hún hefur sjálf gengist við og áður greindi. Þá háttsemi sína hefur ákærða skýrt með þeim hætti að hún hafi verið þreytt, pirruð og reið. Verður það ekki virt á annan veg en þann að ákærða hafi látið sér í lét tu rúmi liggja hverjar afleiðingar háttsemi hennar yrðu gagnvart ungu barni hennar. Þá verður við mat á saknæmi ákærðu og litið til þess að yfirgengileg háttsemi ákærðu gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Um heimfærslu brota ákærðu ber til þess að líta að samkvæmt 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er það skilyrði þess að ákvæðið eigi við að háttsemi gagnvart brotaþola sé endurtekin eða alvarleg. Í ljósi áverka brotaþola og afleiðinga brotsins er það mat dómsi ns að verknaður ákærðu verði réttilega felldur undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. IV Ákærða hefur verið fundin sek um brot gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2 002 og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Með broti sínu hefur ákærða unnið sér til refsingar. Ákærða hefur ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar verður litið til 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga sérstaklega en með háttsemi sinni hefu r ákærða brugðist uppeldisskyldum sínum gagnvart brotaþola. Að framansögðu virtu þykir hæfileg refsing ákærðu tveggja mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins eins og nánar grei nir í dómsorði. V Með bréfi sýslumannins á höfuðborgarsvæðinu dagsettu 24. september 2019 var Birna Ketilsdóttir lögmaður skipuð sérstakur lögráðamaður brotaþola, A , til að gæta hagsmuna hennar í tengslum við bótakröfu hennar í máli þessu, með vísan til 53. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. 6 Bótakröfu brotaþola var komið á framfæri með útgáfu framhaldsákæru sem birt var fyrir ákærðu 14. október 2019. Sætti það ekki andmælum af hálfu ákærðu. Í málinu gerir Birna Ketilsdóttir lögmaður, fyrir hönd brotaþola, kröfu um miskabætur að fjárhæð 1.000.0 00 króna auk vaxta úr hendi ákærðu á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með brotum þeim sem ákærða er nú sakfelld fyrir hefur hún bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola. Við ákvörðun miskabóta er til þess að líta að brotaþoli er barnung. Þá lig gja ekki fyrir dóminum sérfræðileg gögn um miska er brotaþoli hefur oðið fyrir. Brot sem þetta er þó hins vegar til þess fallið að valda miska, enda brotaþoli háð ákærðu um uppeldi og skjól til framtíðar. Með hliðsjón af þessu verða miskabætur brotaþola ák veðnar 200 þúsund krónur, sem ákærðu ber að greiða eins og í dómsorði greinir. Með vísan til 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 verður ákærða dæmd til greiðslu sakarkostnaðar, sem er ferðakostnaður vitnisins C , 27.601 króna, samkvæmt framlögðu m nótum, auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda hennar og réttargæslumanns brotaþola eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, X , sæti fangelsi í tvo mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Ákærða greiði Birnu Ketilsdóttur lögmanni, fyrir hönd A miskabætur að fjárhæð 200.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 14. maí 2019 til 14. nóvember 2019 en með dráttarvöxum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða greiði 1.311.516 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns , 679.830 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins af ferðum, 35.220 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, Birnu Ketilsdóttur lögmanns, 537.205 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins af ferðum, 31.660 krónur. Bergþóra Ingólfsdóttir