Héraðsdómur Vesturlands Dómur 4. júní 2021 Mál nr. S - 96/2020 : Ákæruvaldið (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Sv övu Sigmundsdótt u r ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 7. apríl 2020, á hendur Svövu Sigmundsdóttur, kt. ... , ... , Akranesi. Málið var dómtekið 28. apríl 2021. Í 1. Umf erðarlagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 7. nóvember 2018 ekið bifreiðinni ZO781 á Vesturlands vegi í Hvalfjarðargöngum, með allt að 80 km hraða á klukkustund, að teknu tilliti til vikmarka, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km á klukkustund. Tel st þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 37. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, nú 3. mgr. sbr. 5. mgr. 37. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Umferðarlagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 21. nóvember 2018 ekið bifreiðinni ZO781 á Akrafjallsvegi við Másstaði í Hvalfjarðarsveit, með allt að 102 km hraða á klukkustund, að teknu tilliti til vikmarka, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Telst þetta varða við 2. mgr. 37. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, nú 3. mgr. 37. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. 2 Líkamsárás mánudaginn 18. nóvember 2019 í húsnæði við ... á Akranesi, með því að hafa veist að A... , kt. ... , slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, hrint henni inn á salerni þannig að A... lenti á klósetti og slegið A... síðan ítrekað í höfuðið þegar hún lá við klósettið, rifið í hár hennar og klórað hana á hálsi, allt með þeim afleiðingum að A... hlaut grunn rifsár beggja vegna lateralt á hálsi og einnig að aftan, rifsár neðan við nef og l ateralt við munn og létta bólgu á vörum og sár innan á vörum, rifsár, bólgu og mar á enni, aumar litlar kúlur á báðum gagnaugum, eymsli í hálsi, marblett ofan við hægri olnboga og aftan á hægri upphandlegg, marbletti ofarlega framan á vinstri fótlegg, grun n sár og lítið mar framan á vinstri ökkla. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Vegna ákæru liðar 3 hefur A... , kt. ... , krafist að ákærðu verði gert að grei ða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.200.000. - , með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18. nóvember 2019 og þar til 30 dagar er liðnir frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um greiðslu lögmannskostnað ar Ákærða neitar sök vegna ákæruliðar 3, en játar sök vegna ákæruliða 1 og 2. Krefst hún þess að verða sýknuð af ákærulið 3, en að henni verði ákvörðuð vægasta refsing sem lög leyfi vegna ákæruliða 1 og 2. Til vara krefst hún þess að henni verði gerð vægasta refsing sem lög leyfi vegna allra ákæruliða og að refsing verði þá skilorðsbundin. Þá krefst hún þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun. Ákæruliðir 1 og 2 Ákærða hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem henni eru gefin að 3 sök samkvæmt ákæruliðu m 1 og 2 og er játning hennar studd sakargögnum. Verður hún því sakfelld fyrir þau brot, sem réttilega eru heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður 3 Málsatvik Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var óskað aðstoðar lögreglu, mánudaginn 18. nóvember 2019, kl. 13.01, vegna líkamsárásar að ... á Akranesi. Er lögregla kom á vettvang hitti hún fyrir brotaþola í íbúð sinni á 2. hæð, sem kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás af hendi ákærðu. Var brotaþoli með sjáanlega áverka og voru blóðslettur á fatnaði og um íbúð hennar. Lögregla fór þá að íbúð ákærðu, við hlið íbúðar brotaþola. Var ákærða þar þá stödd í annarlegu ástandi og ekki viðræðuhæf. Lögregla ræddi þá aftur við brotaþola sem lýsti því að hún og ákærða hefðu um nóttina setið við áfengisdrykkju og spjallað s aman. Er tal þeirra hefði borist að barnsföður ákærðu hefði ákærða skyndilega ráðist á hana, kýlt hana í andlit og klórað . Þá hefði komið þar að kona, búsett á sömu hæð, sem stöðvað hefði átökin og fjarlægt ákærðu. Brotaþoli leitaði læknis daginn eftir meinta árás og samkvæmt áverkavottorði læknisins reyndist hún þá með grunn rifsár beggja vegna, hliðlægt á hálsi og að aftan. Rifsár voru einnig neðan við nef og hliðlægt við munn, auk þess sem varir voru léttbólgnar. Þá voru rifsár, bólgur og mar á enni o g aumar kúlur á báðum gagnaugum. Eymsli voru í vöðvum í hálsi, meira hægra megin, og marblettir á útlimum. Loks kemur fram í vottorðinu það álit læknisins að fyrrgreindir áverkar geti svarað til lýsingar brotaþola á því ofbeldi sem hún hafi sagst hafa orði ð fyrir af hendi nágrannakonu sinnar umrætt sinn, á þann veg að sú hefði kýlt hana, aðallega í andlitið, klórað og rifið í hana, auk þess að hrinda henni þannig að hún hefði rekið hægri olnbogann í. Skýrslur fyrir dómi Ákærða kvaðst fyrir dómi hafa verið að drekka áfengi umrætt kvöld, átt erfitt með að sofna og því sent skilaboð á brotaþola um hvort hún gæti komið til sín með svefntöflur. Brotaþoli hefði síðan komið yfir, þær fengið sér saman í glas, spjallað eitthvað og hún síðan farið að sofa. Hún kvaðs t svo hafa vaknað við það að brotaþoli hringdi dyrabjöllunni. Hún hefði þá farið til dyra og hefði brotaþoli þá staðið þar, ásamt nágrannakonu, alveg tryllt og öskrað á hana. Kvaðst hún ekki alveg hafa skilið hvað 4 brotaþoli væri að segja, enda sagðist ákær ða hafa verið nývöknuð og í svefnvímu eða Sagðist ákærða þá hafa farið inn til sín og hringt í foreldra sína, sem hefðu komið á staðinn. Á meðan hefði brotaþoli staðið gar gandi fyrir utan. Lögreglan hefði svo komið á staðinn og rætt við hana, en hún myndi lítið eftir því. Ákærða kvaðst ekki skilja hvers vegna brotaþoli hefði sakað hana um að hafa ráðist á sig, en hún vissi að henni væri illa við sig þar sem hún hefði oft kv artað undan brotaþola vegna neyslu í stigaganginum. hún hefði ekki veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákæru kvaðst hún hafa hugsað þetta mikið eftir á. Hún hefði s koðað hendurnar á sér en ekkert séð þar sem bent gæti til þess að hún hefði lent í slagsmálum. Hefði hún sýnt lögreglumönnunum þetta þegar þeir hefðu spurt hana út í ásakanir brotaþola. Hún myndi hins vegar mjög lítið eftir þessu öllu. Sjálf væri hún mjög fráhverf ofbeldi og hefði aldrei áður verið kærð fyrir neitt slíkt. Spurð hvort hún minntist þess ekki að hafa farið í íbúð brotaþola eftir því að hafa farið í íbúðina, en það gæti verið einhver, nei ég man ekki eftir því, því Brotaþoli, A... , kvaðst umrætt sinn hafa vaknað klukkan sex um morguninn til að fara í skóla. Ákærða hefði þá komið yfir í íbúð hennar og spurt hvort hún ætti svefnlyf, sem brotaþoli sagðist hafa afhent henni. Ákærða hefði verið undir áhrifum áfe ngis og viljað ræða við brotaþola. Kvaðst brotaþoli hafa passað sig umrætt sinn á því að vera kurteis og almennileg við hana og reynt að halda öllu rólegu, enda hefði hún heyrt talað um að ákærða gæti verið hættuleg. Hún hefði þegið hjá ákærðu vínglas og d rukkið nokkra sopa af því. Þær hefðu síðan farið yfir í íbúð ákærðu í smá stund en síðan aftur yfir til hennar. Mjög erfitt hefði verið að losna við ákærðu þar sem hún hefði talað mjög mikið. Ákærða hefði í samræðum þeirra ranglega staðhæft að brotaþoli he fði sofið hjá manninum hennar. Skyndilega og upp úr þurru, þegar þær hefðu verið staddar í eldhúsinu hjá brotaþola, hefði ákærða kýlt hana nokkur högg, bæði í andlit og höfuð. Kvaðst brotaþoli hafa við það fengið blóðnasir. Ákærða hefði þá hætt í smá stund en haldið svo áfram. Brotaþoli sagðist hafa reynt að ýta henni út úr íbúðinni, en þá hefði ákærða náð að hrinda henni inn á baðherbergið með þeim afleiðingum að hún hefði skollið þar með bakið á klósettið. Þar hefði hún reynt að ýta ákærðu frá sér með fót unum, en ákærða þá rifið harkalega í hár hennar, lamið hana með krepptum hnefa í andlitið og klórað hana. Hún 5 hefði svo verið komin fram í anddyrið þegar sími hennar hefði hringt. Hún hefði náð að svara honum og hefði sálfræðingur hennar þá verið að hringj a til að kanna hvort hún ætlaði að mæta til hennar í bókað viðtal þann dag. Kvaðst hún haf a öskrað í símann að það væri verið að berja hana og sálfræðingurinn þá sagt henni að reyna að fá hjálp. Kvaðst hún hafa komist fram á gang, skríðandi með ákærðu yfir sér að toga í hár hennar. Sagðist hún hafa öskrað þar á hjálp og við það hefði nágrannakona hennar og lítil dóttir hennar einnig komið fram á ganginn. Ákærða hefði þá reynt að sannfæra nágrannann um að hringja ekki á lögregluna, en ákærða síðan lokað sig af í íbúð sinni. Hefði þessi atburðarás öll staðið í nokkra klukkutíma, en árásin sjálf líklega í hálftíma. Ákærða hefði þó inn á milli gert hlé á atlögunni eins og til að ákveða hvað hún ætti að gera næst. Aðspurð lýsti brotaþoli því að höggin hefðu lent mest á andliti sínu og höfði og þau hefðu líklega verið fimm. Hefði hún farið til læknis daginn eftir og hefðu helstu áverkar á henni reynst vera kúlur á höfði, bólgur í andliti, glóðarauga og mar á baki, höndum og fótum af völdum árásarinnar. Kvaðst brota þoli hafa þurft að flytja út af heimili sínu með syni sínum þar sem hún hefði ekki þorað að búa þarna áfram. Lýsti hún því að hún væri með áfallastreitu eftir þetta atvik og væri sífellt hrædd. B... sálfræðingur kvað brotaþola vera skjólstæðing sinn og sa gðist vitnið hafa hringt í hana umrætt sinn þar sem hún hefði ekki mætt í bókaðan tíma. Brotaþoli, sem hefði verið í miklu ójafnvægi, hefði sagt að það væri blóð út i um allt og að nágrannakona sín hefði komið inn í íbúð sína og ráðist á sig. Vitnið kvaðst hafa spurt brotaþola hvort búið væri að hringja á lögreglu og hvort hún væri enn í hættu og brotaþoli þá svarað því til að hún væri ein í íbúðinni og að lögreglan væri á leiðinni. Kvaðst hún hafa hitt brotaþola þrisvar sinnum eftir þennan atburð og brotaþo li þá tjáð henni að nágrannakonan, ákærða, hefði enn verið inni í íbúðinni þegar hún hringdi. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa heyrt í neinum öðrum en brotaþola í umræddu símtali. Sagði vitnið ljóst að brotaþola hefði liðið mjög illa í kjölfar þessa atviks, ót taslegin og skelfingu lostin. Kvaðst vitnið ekki hafa metið sérstaklega áhrif þessa atviks á almenna líðan brotaþola. D... lýsti atvikum þannig að umrætt sinn hefði hún verið heima hjá sér er hún hefði heyrt öskur. Síðan hefði dyrabjöllu verið hringt endu rtekið af brotaþola sem hefði staðið blóðug fyrir utan dyrnar og beðið hana um að hjálpa sér. Kvaðst hún hafa hleypt henni inn í íbúðina sína og síðan hringt í lögreglu og sjúkrabíl. Hefði brotaþoli, sem hefði verið 6 grátandi, með blóðnasir og virst marin u ndir auganu, sagt að ákærða hefði veitt sér þessa áverka. Áður en lögreglan kom á vettvang hefði ákærða komið og viljað komast inn í íbúðina til að tala við brotaþola en vitnið kvaðst ekki hafa viljað hleypa henni inn. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa séð hvað gerðist og því ekki hafa séð ákærðu rífa í hár brotaþola. Þá kvaðst hún ekki hafa tekið eftir blóði á fötum ákærðu. E... læknir staðfesti fyrirliggjandi vottorð sitt vegna áverka á brotaþola. Sagði hann lýsingu atburða þar hafða eftir brotaþola og að það væri hans mat að þeir áverkar sem greinst hefðu á brotaþola gætu passað við lýsingu hennar á því sem gerðist. F... lögre glumaður kom á vettvang í greint sinn. Lýsti hann því að við komu á heimili brotaþola hefði hún verið í uppnámi, með sjáanlega áverka og blóð á fötum. Einnig hefði verið blóð á gólfum. Kallað hefði verið í sjúkraflutningamenn, sem hefðu skoðað hana á staðn um. Brotaþoli hefði sagt ákærðu hafa ráðist á sig og því hefðu þeir lögreglumennirnir farið og rætt við ákærðu, sem hefði verið sjáanlega í annarlegu ástandi. Þar hefðu einnig verið foreldrar ákærðu, sem hefðu þá nýlega verið komnir á staðinn. Hefði það ve rið mat lögreglumannanna að ástand ákærðu byði ekki upp á að rætt yrði frekar við hana. Þá hefði lögmaður hennar, sem komið hefði á staðinn, verið sammála því. Kvaðst vitnið ekki hafa tekið eftir blóði á fatnaði ákærðu. Þá hefðu hendur ákærðu ekki verið sk oðaðar á þeim tíma. Brotaþoli hefði talað um að hún hefði verið að neyta áfengis með ákærðu, og talið borist að barnsföður ákærðu. Hefði það síðan leitt til þess að ákærða hefði ráðist á hana. G... lögreglumaður, sem einnig kom á vettvang í greint sinn, s agði að greinileg merki hefðu verið um það í íbúð brotaþola að átök hefðu þar átt sér stað. Kvaðst hann ekki hafa rætt við brotaþola á vettvangi en séð að blóð væri á fatnaði hennar. Hann hefði ekki heldur rætt við ákærðu á vettvangi og aðeins séð hana geg num dyragættina. H ... lögreglumaður kvaðst hafa rannsakað vettvang tveimur dögum eftir hina meintu árás, en brotaþoli hefði ekkert verið í íbúðinni eftir árásina. Allar myndir sem teknar hefðu verið á vettvangi hefðu verið teknar við vettvangsskoðunina o g væru þær merktar með lýsingu og staðsetningum. Engar myndir hefðu hins vegar verið teknar af vettvangi strax í kjölfar atburða og ekki heldur af ákærðu eða af brotaþola, en lögreglumenn sem farið 7 hefðu á vettvang hefðu verið með búkmyndavélar. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvort upptökur úr búkmyndavélum væru til. Niðurstaða Í þessum lið ákæru er ákærðu gefin að sök líkamsárás gagnvart brotaþola í greint sinn með því að hafa veist að henni með nánar tilgreindum hætti, þar á meðal með höggum í andlit. Ákærða hefur frá upphafi neitað sök. Hefur framburður hennar, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, verið á þann veg að hún hafi umrætt sinn verið að fá sér í glas og spjalla við brotaþola, inni í íbúð sinni, eftir að brotaþoli hafi komið þangað og fært henni s vefntöflur að láni. Hún hafi síðan lagst til svefns og vaknað við það að brotaþoli hringdi dyrabjöllunni. Hún hafi þá farið til dyra og brotaþoli þá staðið þar, ásamt nágrannakonu á hana. Hún hafi hins vegar ekkert komið in n í íbúð brotaþola í greint sinn, hvað þá ráðist þar á hana með ofbeldi. Spurð hvort hún gæti, brotaþola þá áverka sem lýst er í ákæru kvaðst hún hafa hugsað þetta mikið eftir á. Hún hefði skoðað hendurnar á sér en ekkert séð þar sem bent gæti til þess að hún hefði lent í slagsmálum. Lýsing brotaþola á atburðum, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, sem lýsing í ákærulið 3 er byggð á og dómurinn metur í helstu atriðum trúverð uga, er á þann veg að ákærða hafi ráðist á hana með nánar tilgreindum hætti í íbúð brotaþola þar sem þær hafi setið saman að spjalli og neytt áfengis, en ákærða hafi komið þangað til að fá frá henni svefntöflur að láni. Fær framburður brotaþola um árás ákæ rðu nokkurn stuðning af framburði sálfræðings hennar, sem kvaðst hafa hringt í hana umræddan morgun. Sagði hún brotaþola þá hafa verið í miklu ójafnvægi og sagt að blóð væri úti um allt því að nágrannakona hennar hefði komið inn í íbúð hennar og ráðist á hana . Hins vegar bar lýsingu vitnisins og brotaþola á samtali þeirra í framhaldi ekki alveg saman því að vitnið kvaðst hafa spurt brotaþola hvort búið væri að hringja á lögreglu og hvort hún væri enn í hættu og brotaþoli þá svarað því til að hún væri ein í íbúðinni og að lögreglan væri á leiðinni. Framburður brotaþola var hins vegar á þann veg að hún hefði sagt sálfræðingnum að það væri verið að berja hana og sálfræðingurinn þá sagt henni að reyna að fá hjálp. Hefði hún síðan komist skríðandi fram á ganginn en ákærða þá enn verið að toga í hár hennar. Framburður brotaþola fær og stuðning af þeim framburði 8 nágrannakonu, sem bjó í íbúð á sömu hæð og íbúðir brotaþola og ákærðu, að brotaþoli hefði í greint sinn hringt á dyrabjöllu íbúðar hennar og þegar vitnið h efði opnað dyrnar hefði brotaþoli staðið þar grátandi og blóðug í framan og beðið hana um hjálp því að ákærða hefði ráðist á sig. Brotaþoli lýsti því hins vegar svo að nágrannakonan hefði komið fram á ganginn þegar hún hefði öskrað á hjálp er hún komst þan gað skríðandi undan ákærðu. Framburður nágrannakonunnar og brotaþola var þó á svipaðan veg með það að ákærða hefði verið á stigaganginum umrætt sinn því að nágrannakonan bar að ákærða hefði í kjölfarið reynt að komast inn í íbúð hennar til að ná tali af br otaþola. Fyrrgreindur framburður ákærðu um þetta verður hins vegar ekki skilinn á annan veg en þann að hún hafi aldrei farið út úr íbúð sinni. Loks verður að telja að framburður þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang um frásögn brotaþola af því sem gerst hefði, um blóðslettur í íbúð hennar og um greinileg ummerki um átök, styðji einnig við framburð brotaþola um árás ákærðu. Með hliðsjón af framangreindu, vottorð um og vætti læknis vegna þeirra áverka sem greindust á brotaþola strax í kjölfar atburðarins og einnig því að ekkert er fram komið í málinu sem bendir til þess að annar en ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem hún hlaut sannanlega umrædda nótt, verður að telja að hafið sé yfir skynsamlega vafa að ákærða hafi í greint sinn ráðist að brotaþola með þeim hætti og með þeim afleiðingum sem greinir í ákærulið 3. Verður ákærða því sakfelld fyrir þá háttsemi sem þar er lýst og réttilega þykir þar færð til refsiákvæðis. Ákvörðun refsingar o.fl. Að virtu m brotum ákærðu og hreinum sakaferli hennar þykir ref sing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í 6 0 daga. Þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Með framferði sínu hefur ákærða val dið brotaþola miska sem ákærða ber bótaábyrgð á. Þykja miskabætur til brotaþola úr hendi ákærðu hæfilega ákveðnar 300.000 krónur, ásamt vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Ákærðu verður og gert að greiða brotaþola málskostnað, að meðtöldum virðisaukaskatti , eins og greinir í dómsorði. Um þóknun skipaðs verj a nda við rannsókn málsins og fyrir dómi , sem ákveðst að meðtöldum vi r ðisaukaskatti, og um útlagðan sakarkostnað fer svo sem í dómsorði greinir. 9 Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan og var v ið uppkvaðningu hans gætt ákv. 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómsorð: Ákærða, Svava Sigmundsdóttir , sæti fangelsi í 60 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærð a greiði brotaþola, A... , 30 0.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18 . nóvember 201 9 til 11. apríl 2020 , en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt greiði ákærða brotaþola 6 00.000 krónur í málskostnað. Ákærða greiði 750.000 króna þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , og 20.000 krón ur ve gna útlagðs sakarkostnað ar ákæruvalds. Ásgeir Magnússon