Héraðsdómur Vesturlands Dómur 22. febrúar 2021 Mál nr. S - 51/2020: Ákæruvaldið (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, settur saksóknari) gegn Ingólfi Kristjánssyni (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 29. janúar sl., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 13. febrúar 2020, á hendur ákærða, Ingólfi Kristjánssyni, kt. ... , Austurtúni 3, Hólmavík. hótun aðfaranótt laugardagsins 20. október 2018, með því að hafa á ótilgreindum stað á Grundarfirði veist að A... , kt. ... , með því að ýta honum upp að grindverki og t aka um háls hans og þrengja að þar til A... fór að svima og á sama tíma hótað að drepa hann, með þeim afleiðingum að A... féll í jörðina eftir að ákærði sleppti taki á hálsi hans og þá í kjölfarið veist að honum með spörkum í höfuð og búk, allt með þeim af leiðingum að gleraugu hans brotnuðu og A... hlaut um 2 - 3 mm breiða aflanga roðabraut með punktblæðingum hægra megin á hálsi sem lá um 8 sm frá framanverðum hálsi og aðeins uppávið og aftur, ofan við hana annað aflangt roðasvæði um 3 - 4 sm langt með punktblæðingum og vinstra megin á hálsi svipað far um 8 - 9 sm langt sem lá frá framanverðum hálsi og aftur og aðeins upp, einnig með punktblæðingum. Þá hlaut hann einnig 13 mm sár á enni, vægan bjúg á efra augnloki og roða í innanverðu augnloki v instra auga, um 2x2 sm bólgusvæði með roða utanvert á vinstri handlegg um 12 sm neðan við olnboga, um 2 sm roðablett neðan við hnéskel á vinstri fæti auk eymsla við að kyngja og hreyfa höfuð og höfuðverk. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. og 233. gr. al mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: 2 Af hálfu A... , kt. ... , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 1.000. 000 krónur svo og skaðabætur vegna alls útlagðs kostnaðar að fjárhæð 145.005 krónur, eða samtals 1.145.005 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt IV. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.000.000 krónum frá 20. otkóber 2018 til 25. október 2018, af 1.009.805 krónum frá þeim degi til 26. október 2018, af 1.095.505 krónum frá þeim degi til 20. febrúar 2019, af 1.112.005 krónum frá þeim degi til 20. mars 2019, af 1.128.505 krónum frá þeim degi til 11. apríl 201 9, af 1.145.005 krónum frá þeim degi til þingfestingardags, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 af 1.145.005 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um málskostnað úr hendi ákærða samkvæmt mati r éttarins að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Þess er krafist að dráttarvextir leggist við höfuðstól dómkröfu og málskostnað á 12 mánaða fresti í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta, sbr. Ákærði krefst þess að verða sýknaður af öllum liðum ákæru og að bótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa verði lækkuð verulega. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun skip aðs verjanda, verði greiddur úr ríkissjóði. II. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hringdi brotaþoli í neyðarlínuna umrædda nótt og sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás. Lögreglan fór á staðinn og hitti fyrir brotaþola og vin hans, B... , fyrir utan Kaffi 59 í G rundarfirði. Brotaþoli var með áverka á hálsi og höfði og með skrámur á vinstri hendi. Einnig höfðu gleraugu brotaþola brotnað við árásina að hans sögn. Kom fram hjá brotaþola að hann og ákærði hefðu verið á leið frá heimili ákærða að Kaffi 59 er atvikið átti sér stað. Hefði ákærði verið með stæla og brotaþoli fundið að því. Ákærði hefði þá ráðist á hann og tekið hann hálstaki. Hann hefði haldið að það yrði sitt síðasta því að hann hefði fundið að hann væri að missa meðvitund en látið sig falla í jörðina o g beðið ákærða að hætta þessu. Brotaþoli kvaðst hafa legið með andlitið niður í gangstéttina og reynt að tala við ákærða en þá hefði ákærði farið að sparka í höfuð hans. Kvaðst brotaþoli hafa sett vinstri hönd á hnakkann til að verjast spörkunum og skollið með andlitið í stéttina. Ákærði hefði sagt við brotaþola að hann ætlaði að drepa 3 hann og kvaðst brotaþoli hafa verið skelfingu lostinn og talið að ákærði myndi gera það. Ákærði hefði skyndilega hætt að sparka í sig og rokið í burtu. Brotaþoli kvaðst þá ha fa hringt í B... , sem þá var heima hjá ákærða, og beðið hann um að sækja sig, sem hann gerði. Í málinu liggur fyrir læknisvottorð, dags. 25. október 2018, vegna áverka brotaþola þar húð á hálsi, hæ megin er aflöng roðabraut sem er um 2 - 3 mm á breidd með punktblæðingum er 8 sm löng og liggur frá framanverðum hálsi og aðeins uppávið og aftur. Ofan við þetta er annað aflangt roðasvæði sem er um 3 - 4 sm með punktblæðingum sem eru rauðar e ins og á hinu svæðinu. Vi megin á hálsinum er svipað far sem liggur frá framanverðum hálsi og aftur og aðeins upp 8 - 9 sm. Hér einnig punktblæðingar. A... kvartar undan að þessi svæði séu aum við þreifingu. Ekki er áberandi bólga annars í undirliggjandi vef vi efra augnloki, mar á hálsi, mar á handlegg og roðablettur á hné. Tel að öll þessi ummerki geti hafa stafað af ofangreindri árás í nótt, útlit og saga samræm ist nýlegum III. Skýrslur fyrir dómi Ákærði lýsti atvikum þannig að hann hefði umrætt kvöld hringt í brotaþola og B... þar sem þeir hefðu ætlað saman á djammið. Þeir hefðu farið á Kaffi 59 og verið þar að sulla en síðan farið á heimili ákærða t il að halda áfram. Síðar hefðu hann og brotaþoli ákveðið að fara aftur á Kaffi 59 en B... hefði orðið eftir á heimili hans. Á leiðinni hefði verið einhver æsingur í þeim báðum og brotaþoli hefði rifið í öxlina á honum og kallað eitthvað að honum. Hann hefð i þá rifið í brotaþola með þeim afleiðingum að brotaþoli datt harkalega í götuna. Nánar lýsti ákærði því þannig að hann hefði tekið um öxl og háls brotaþola með vinstri handlegg og að brotaþoli hefði svo dottið í jörðina þegar hann sleppti honum. Ákærði ka nnaðist hins vegar ekki við að hafa þrengt að hálsi brotaþola. Ákærði kvaðst í kjölfarið hafa ýtt tvisvar með fætinum í brjóstkassa brotaþola, liggjandi á jörðinni. Hann kannaðist hins vegar hvorki við að hafa sparkað í né stappað á brotaþola og ekki heldu r að hafa snert höfuð hans með fætinum. Þá kvaðst ákærði hvorki hafa ýtt brotaþola upp að grindverki né hótað að drepa hann. Ákærði kvaðst aðspurður hafa tekið 4 eftir því að brotaþoli var ekki með gleraugun á sér þegar hann fór. Sagðist ákærði í kjölfarið h afa farið heim til sín og sagt þar við B... að brotaþoli mætti éta það sem úti frysi. Aðspurður kvað hann sig og brotaþola hafa verið undir töluverðum áhrifum áfengis í greint sinn en B... hefði hins vegar verið edrú. Þá kvaðst hann hafa reynt að hafa samb and við brotaþola til að biðja hann afsökunar eftir umræddan atburð þar sem hann hefði talið sig hafa gengið of langt gagnvart honum. Spurður um það hvers vegna hann hafi ekki viljað tjá sig við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærði ekki hafa verið með lö gmann sér við hlið, auk þess sem hann hefði haldið í vonina um að hann og brotaþoli gætu leyst þetta sín í milli. Brotaþoli lýsti atburðum svo að ákærði hefði boðið honum og B... í partý á Grundarfirði. Þegar þeir hefðu mætt á staðinn hefði komið í ljós a ð í partýinu voru bara þrír. Ákærði hefði verið orðinn verulega drukkinn og hefði hann verið með derring allt kvöldið við hina tvo strákana á staðnum. Þeir hefðu svo allir farið heim til ákærða þar sem hann hefði haldið áfram að vera með pirring við þessa tvo, en þeir hefðu síðan farið í burtu þegar bjórinn var búinn. Brotaþoli kvaðst þá hafa beðið ákærða um að koma aftur með sér á barinn en B... hefði orðið eftir á heimili ákærða. Á leiðinni á barinn hefði ákærði byrjað að ýta í hann, síðan tekið um hálsin n á honum og ýtt honum upp að grindverki. Þá hefði ákærði hert takið og farið að tala um hvað honum liði illa. Hefði ákærði haldið með báðum höndum um hálsinn á honum og hert að. Á þeim tímapunkti hefði honum fundist að væri að líða yfir sig og hefði hann mikið þangað til brotaþoli kvaðst nánast hafa misst meðvitund og dottið í jörðina. Hefði honum fundist hann vera að deyja. Kvaðst hann hafa legið á grúfu á jörðinni grátandi þegar ákærði hefði sparkað aftan í höfuð hans, þannig að höfuðið hefði skollið í jörðina og gleraugun brotnað. Hefði hann við það fengið skurð á ennið og vankast aðeins vegna höggsins. Ákærði hefði síðan reynt eitthvað að tala við hann en hann kvaðst hafa hlaupið í burtu um leið og hann gat. Hann hefði síðan reynt að hringja í B... , sem hefði ekki svarað. B... hefði síðan hringt til baka og komið að sækja hann í kjölfarið. Kvaðst brotaþoli hafa verið með stórt mar á hálsinum og átt erfitt með kyngingu í nokkra daga eftir þetta. Einnig hefði hann fengið mar á vinstri upphandlegg. Aðspurður kvaðst hann hafa þurft að leita til sálfræðings í kjölfarið vegna mikils kvíða og vanlíðanar og væri hann með eink enni áfallastreitu. Að s purður sagði brotaþoli ákærða hafa verið í 5 - 6 bjóra og verið ölvaður en þó ekki ofurölvi. Kom fram hjá honum að ákærði hefði sent honum skilaboð daginn eftir og spu rt hvað hefði gerst um kvöldið. Nánar aðspurður kvaðst brotaþoli aldrei hafa rifið í ákærða. Hann hefði einungis rætt við hann um að haga sér betur og vera ekki að leita að átökum. Þá kvaðst hann ekki hafa reynt að verja sig, enda hefði hann ekkert getað g ert þar sem mjög mikill stærðarmunur væri á þeim. Lýsti hann því að honum hefði fundist ákærði standa yfir sér þegar hann fékk höggið í hnakkann og taldi hann líklegast að þetta hefði verið spark sem hann hefði fengið í höfuðið. Kvað hann ákærða hafa reynt að setja sig í samband við hann einhvern tímann eftir atvikið til að biðjast afsökunar, en hann sagðist ekki hafa viljað vera í samskiptum við ákærða vegna þess sem gerðist. Spurður um þá lýsingu hans hjá lögreglu að ákærði hefði látið höggin dynja á honu m kvaðst hann nú bara muna eftir þessu eina höggi. Spurður um þá fullyrðingu hans hjá lögreglu að ákærði hefði elt hann eftir árásina lýsti hann því að ákærði hefði kallað eitthvað á eftir honum og elt hann eitthvað smá en ákærði hefði verið of fullur til að reyna að hlaupa á eftir honum. Kvað brotaþoli vináttu sína og ákærða hafa verið þannig að þeir hefðu verið í sama vinahóp og verið ágætir saman fram að þessu en brotaþoli sagðist núna algjörlega hundsa ákærða. B... sagði ákærða hafa boðið honum og ákæ rða í partý á bar í Grundarfirði. Þegar þeir hefðu komið á staðinn hefðu aðeins þeir og tveir aðrir strákar verið á barnum og hefði ákærði boðið þeim öllum í partý heim til sín. Þar hefði ákærði verið að atast í þessum tveimur strákum og verið dólgur í hon um. Strákarnir hefðu síðan gefist upp og farið. Þá hefðu brotaþoli og ákærði ætlað aftur á barinn en sjálfur kvaðst hann hafa ætlað að leggja sig á meðan. Hann hefði svo fengið símtal frá brotaþola um tuttugu mínútum síðar, sem hefði sagt að ákærði hefði l amið sig og brotið gleraugun sín. Hefði brotaþoli lýst því að koma til baka heim til sín o g vitnið þá spurt hann hvað gerst hefði. Ákærði hefði þá farið út að leita að brotaþola og fundið hann grátandi, sitjandi með brotin gleraugun í höndunum og áverka á andliti. Vitnið hefði þá hringt á lögregluna. 6 Jón Bjarnason læknir kannaðist við að hafa gefið út áverkavottorð vegna brotaþola og vísaði í það varðandi nánari lýsingar. Kvað hann erfitt að segja til um hversu mikið afl hefði þurft til að veita áverkana sem brotaþoli hefði verið með á hálsinum. Þeir h efðu getað komið til vegna hálstaks með handlegg eða kverkataks með höndum, en þurft hefði að koma til snerting og þrýstingur á hálsinn sjálfan. Kvaðst hann ekki geta sagt til um það hvort áverkar á höfði brotaþola hefðu getað komið til eingöngu við fall í jörðina, en hann kvað áverkana almennt geta samræmst þeirri lýsingu sem brotaþoli gaf af atvikum. Laufey Gísladóttir lögreglumaður kvaðst hafa komið á vettvang í greint sinn og hitt brotaþola fyrir utan Kaffi 59. Hefði brotaþoli þá verið með áverka á en ni, kinn og nefi. Gleraugun hans hefðu verið brotin og hann verið í miklu áfalli og grátandi. Hefði brotaþoli lýst því að ákærði hefði hótað að drepa hann og að honum hefði fundist hann vera að missa meðvitund og því látið sig falla til að losna. Hefði bro taþoli sagst hafa haldið að ákærði ætlaði í raun að drepa hann. Jóhann Pálmar Harðarson sálfræðingur staðfesti vottorð sem hann gaf út vegna brotaþola. Sagði hann brotaþola hafa leitað til sín vegna mikils kvíða og vonleysis, sem í ljós hefði komið að t engdist umræddri árás. Hefði brotaþoli verið með einkenni í töluverðan tíma eftir árásina og við komuna til hans hefði hann uppfyllt skilyrði áfallastreituröskunar. V. Niðurstaða Ákærði neitar sök í málinu. Þegar tekin var framburðarskýrsla af honum hjá lögreglu einum og hálfum mánuði eftir meinta árás kaus hann að nýta sér rétt sinn skv. 2. mgr. 113. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til að tjá sig ekki um þær sakir sem brotaþoli hafði borið á hann hjá lögreglu, en kannaðist við samskiptin við brotaþola og B... í aðdraganda atviksins og að þ eir brotaþoli hefðu saman yfirgefið heimili ákærða. Ákærði lýsti hins vegar atburðum á þann veg fyrir dómi að átök hefðu orðið milli þeirra við það að brotaþoli hefði rifið í öxlina á honum og kallað eitthvað. Ákærði hefði þá tekið um öxl og háls brotaþola með vinstri handlegg en síðan sleppt honum, með þeim afleiðingum að brotaþoli hefði dottið harkalega í jörðina. Ákærði kannaðist hins vegar ekki við að hafa tekið um háls brotaþola og þrengt að, að hafa sparkað eða stappað á 7 brotaþola eða hótað að drepa h ann. Kvaðst hann einungis hafa ýtt tvisvar með fætinum í brjóstkassa brotaþola, liggjandi á jörðinni. Lýsing brotaþola á umræddum atvikum var hins vegar mjög á sama veg og í ákæru greinir, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að því þó undanskildu að hann min ntist í skýrslu sinni fyrir dómi ekki annars sparks í sig en sparks aftan í höfuðið. Fær framburður brotaþola, sem dómurinn metur mjög trúverðugan, ríkan stuðning af framburði B... um það hvernig brotaþoli skýrði frá atburðum strax í kjölfarið, um það hver nig ástand brotaþolans var þá og um það hvernig ákærði brást við er hann kom til baka eftir atvikið. Þá fær framburður brotaþola og stuðning af framburði lögreglumanns er hitti brotaþola eftir atvikið og framburði sálfræðings um þá meðferð sem hann veitti brotaþola vegna afleiðinga þess. Loks fær framburður brotaþola ríkan stuðning af vottorði og vitnisburði læknis um þá áverka sem greindust á brotaþola strax eftir atburðinn, en þar kom fram að hann teldi áverkana geta samræmst frásögn brotaþola af árásinni . Með hliðsjón af framangreindu telst sönnun komin fram um að ákærði hafi veist að brotaþola í greint sinn og að afleiðingarnar hafi verið þær sem lýst er í læknisvottorði. Með tilliti til þessara áverka, og þegar einnig er haft í huga að ákærði taldi ekki ástæðu til að gefa sína lýsingu á því hjá lögreglu hvað gerðist í greint sinn, verða ekki taldar trúverðugar fyrrgreindar skýringar sem ákærði gaf fyrir dómi á umræddum áverkum og því sem í raun gerðist. Þykir á hinn bóginn mega leggja trúverðuga frásögn brotaþola fyrir dómi þar til grundvallar. Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn að fram sé komin sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og með þar tilgreindum afleiðingu m, þó þannig að einungis telst sannað að ákærði hafi sparkað einu sinni í brotaþola og að það spark hafi hæft höfuð hans. Teljast brot ákærða réttilega varða við ákvæði 2. mgr. 218. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem hefur áhrif á ákvörðun viðurlaga. Að virtum þeim brotum sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Þykir mega fresta fullnustu refsingar innar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 8 Brotaþoli krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 1.000.000 króna, auk tilgreindra v axta. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða vegna árásarinnar á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að virtum aðstæðum öllum og afleiðingum þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Brotaþoli krefst einnig bóta vegna útla gðs kostnaðar að fjárhæð 145.005 krónur. Krafa þessi byggist á fyrirliggjandi reikningum og verður hún að fullu tekin til greina. Samtals verður ákærða því gert að greiða brotaþola miskabætur og skaðabætur vegna útlagðs kostnaðar að fjárhæð 645.005 krónur að viðbættum vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála á brotaþoli rétt til bóta vegna lögmannskostnaðar sem hann hefur haft af því að halda fram kröfu sinni í málinu. Þykja bætur til brotaþola vegna þessa hæfilega ákveðnar 400.000 krónur, að virðisaukaskatti meðtöldum. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins samkvæmt yfirliti sækjanda um hann og ákvörðun dómsins um málsvarnarlaun og aksturskostnað skipaðs verjanda, sem ák veðinn er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Ingólfur Kristjánsson, sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði brotaþola, A... , 645.005 krónur í skaðabætur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 500 .000 krónum frá 20. til 25. október 2018, af 509.805 krónum frá þeim degi til 26. sama mánaðar, af 595.505 krónum frá þeim degi til 20. febrúar 2019, af 612.005 krónum frá þeim degi til 20. mars sama ár, af 628.505 krónum frá þeim degi til 11. apríl sama á r og af 645.005 krónum frá þeim 9 degi til 13. apríl 2020, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði A... einnig 400.000 krónur í málskostnað vegna bótakröfu. Ákærði greiði 8.980 króna útlagðan sakarko stnað og einnig 500.000 króna málsvarnarlaun og 17.000 króna aksturskostnað skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns. Ásgeir Magnússon