Héraðsdómur Austurlands Dómur 4. j úní 2021. Mál nr. S - 18/2021 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A (Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var þann 29. apríl 2021, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 21. janúar sl., á hendur A , kt. , , ; I Fyrir brot á barnaverndarlögum með þv í að hafa, laugardaginn 7. nóvember 2020, á heimili sínu í íbúð nr. að , , selt þremur stúlkum sem voru 14 og 16 ára gamlar, u.þ.b. eitt gramm af kannabisefni og í framhaldi af því leyft tveimur þeirra, sem voru 14 og 16 ára gamlar, að neyta kannabisefna á framangreindu heimili sínu og jafnframt gefið annarri þeirra amfetamín, en framangreind háttsemi telst fela í sér hvatningu til barna til lögbrota og fíkniefnaneyslu og til hegðunar sem stefnt gat heilsu stúlknanna og þroska eða lífi og heilsu í alvarlega hættu. Telst þetta varða við 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2 002, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. II Fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, sunnudaginn 8. nóvember 2020, í sölu - og dreifingarskyni, haft í vörslum sínum 5,14 gr af kannabis, 1,42 gr af amfetamíni og 98 skammta af LSD sem fundust við leit á ofannefndu heimili ákærða. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. 2 Þess er krafist að ák ærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verði upptæk framangreind 5,14 gr af kannabis, 1,42 gr af amfetamíni og 98 skammta af LSD, sem hald var lagt á, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. Fyrir dómi hefur ákærði neitað sakargiftum samkvæmt I. kafla ákæru. Að því er varðar sakargiftir II. kafla ákærunnar hefur ákærði játað vörslur á tilgreind u magni af fíkniefnum, þ.e. kannabis, amfetamíni og LSD, og samþykkt upptökukröfu ákæruvalds á nefndum efnum. Ákærði hefur á hinn bóginn neitað sök að því er varðar það sakaratriði að hafa verið með tilgreind fíkniefni í sölu - og dreifingarskyni. Skipaður verjandi ákærða, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður, krefst þess aðallega að sakarefni I. kafla ákæru verði vísað frá dómi, en til vara að ákærði verði sýknaður af þeirri háttsemi, en til þrautavara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög le yfa. Að því er varðar sakarefni II. kafla ákærunnar krefst verjandinn þess að ákærði verði sýknaður af því að hafa haft umrædd efni í sölu eða dreifingarskyni, en að öðru leyti áréttar hann fyrri kröfu um vægustu refsingu ákærða til handa, að því er varðar vörslur á fyrrnefndum efnum, sbr. játningu hans þar um. Loks krefst verjandinn þess að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun hans að mati réttarins, en um útlagðan kostnað vísar hann til framlagðra gagna. A. 1. Samk væmt rannsóknargögnum barst lögreglu tilkynning, þann 8. nóvember 2020, frá foreldrum stúlkna á þess efnis að nafngreindur karlmaður, ákærði, hefði selt þeim kannabisefni kvöldið áður. Stúlkur þessar voru þá á aldrinum 14 til 16 ára. Lögreglan brást þe gar við og hitti ákærða fyrir í íbúð hans, sem er í fjölbýlishúsinu að í nefndum bæjarkjarna. Í rannsóknarskýrslum segir frá því að þegar lögreglumenn höfðu afskipi af ákærða hafi mikil kannabislykt verið í íbúð hans. Tekið er fram að ákærði hafi he imilað lögreglumönnunum að gera leit í eigin híbýlum. 3 Í vettvangs - og frumskýrslum rannsóknaraðila segir að ákærði hafi við nefnda húsleit vísað lögreglumönnum á þau fíkniefni sem tiltekin eru í II. kafla ákæru. Að auki segir frá því að í viðræðum við lög reglumenn á vettvangi hafi ákærði játað að hafa í hugsunarleysi selt unglingsstúlkum fíkniefni daginn áður. Samkvæmt gögnum var ákærði handtekinn í framhaldi af ofangreindum lögregluaðgerðum, en samhliða því var sími hans haldlagður. Þá var barnaverndaryf irvöldum gert viðvart. 2. Í frumskýrslu lögreglu er nefndri húsleit að nokkru lýst. Segir m.a. frá því að í skál á stofuborði hafi verið um hálft gramm af kannabisefni, að í skúffu í stofuborði hafi verið u.þ.b. hálft til 1 gramm af amfetamíni, og í frysti í ísskáp hafi verið um 2 grömm af kann abisefni, 0,5 grömm af amfetamíni og 97 skammtar af ætlaðri pappírssýru (LSD). Loks segir frá því að í skáp fyrir ofan ísskápinn í íbúðinni hafi lögreglumenn fundið stilka af kannabis. Á meðal gagna málsins eru litljósmyndir, ásamt viðeigandi myndatextum, sem lýsa að nokkru umræddri leit. Í síðari rannsóknargögnum lögreglu segir frá því að magn fyrrgreindra fíkniefna hafi verið það sem greinir í ákæru lögreglustjóra, og er það ágreiningslaust, sbr. m.a. efnaskýrslu nr. 44.838. 3. Við lögreglurannsókn máls ins var aflað gagna um bankareikning ákærða á tímabilinu frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020. Greint er frá því að við athugun rannsakara hafi m.a. komið í ljós að hátt í 60 óskyldir einstaklingar hafi lagt fjármuni inn á bankareikning ákærða í 124 fæ rslum, samtals að fjárhæð 1.926.333 krónur. Einnig segir frá því að ákærði hafi sjálfur greitt 7.926.249 krónur af reikningi þessum og þá inn á reikninga annarra nafngreindra einstaklinga. Á meðal rannsóknargagna er afrit gagna sem tekin voru úr síma ákærð a. Þar á meðal eru útskriftir og litljósmyndir sem rannsakarar álitu að vörðuðu samskipti ákærða við nafngreinda einstaklinga og þá m.a. um meðferð á fíkniefnum. 4. Við rannsókn lögreglu var ákærði yfirheyrður um ætluð fíkniefnalagabrot, þann 7. desember sl., en einnig um ætluð brot hans gegn 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 4 Við upphaf lögregluyfirheyrslunnar, þann 8. nóvember sl., var ákærða kynnt að fíkniefni, en jafnfram t var hann inntur eftir þeim fíkniefnum sem lögreglumenn höfðu fundið við húsleit í h í býlum hans. Við yfirheyrsluna skýrði ákærði frá því að fyrrnefndan dag hefði hann fengið símtal frá ókunnugri manneskju, sem hefði beðið hann um aðstoð þar sem viðkomand i vanhagaði um eitt gramm af kannabisefni eða grasi. Ákærði vísaði til þess að þar sem hann hafi þekkt til slíkra vandkvæða hefði hann samþykkt að verða að liði, og bar að í framhaldi af því hafi stúlka komið á heimili hans. Í yfirheyrslunni sagði ákærði n ánar af grasi og hérna svo voru þær farnar. Svo kom þær aftur og reyktu þarna inni, grasið úti neytand aðspurður af yfirheyranda leiðrétti ákærði framburð sinn að því leyti að hann sagði að í fyrstu hefðu stúlkurnar sem komu í íbúð hans í greint sinn verið þrjár saman, og bar að hann h efði í það sinnið afhent þeim umrætt fíkniefni. Hann sagði að í síðari heimsókninni hefðu stúlkurnar komið tvær í íbúð hans, og áréttaði að þá hefði fíkniefnið verið reykt, en sagði að auk þessa hefði önnur stúlknanna neytt amfetamíns. Við yfirheyrsluna lý Við lögregluyfirh eyrsluna voru ákærða m.a. sýnd gögn sem rannsakarar höfðu aflað úr símtæki hans, sem sýndu m.a. að hann hefði fyrir heimsókn nefndra stúlkna verið í símasamskiptum við þær og að umræðuefnið hefði varðað kaupverð á fíkniefnum og að hann hafi í því sambandi nefnt 3.500 krónur. Ákærði staðfesti efni þessara gagna, en fullyrti að þegar til stykkisins hafi komið hefði hann í raun ekki tekið við peningum frá stúlkunum. Við lögregluyfirheyrsluna voru ákærða kynnt önnur þau gögn sem aflað hafði verið við rannsókn málsins. Var þar m.a. um að ræða gögn sem sýndu einstakar 5 bankafærslur á bankareikningi ákærða, en einnig tiltekin gögn úr síma hans. Jafnframt var ákærða tjáð að rannsakendur hefðu grunsemdir um að hann hefði selt fíkniefni. Ákærði svaraði því til að hann hefði stundum miðlað fíkniefnum til tiltekinna einstaklinga, en ekki selt slík efni. Þá greindi ákærði frá því að hann hefði fengið umrædda skammta af LSD í vörslur sínar og bar að upphaflega hefðu þeir verið eitt hundrað, en að hann hefði verið búinn að gefa þrjá skammta frá sér þegar lögreglan skarst í leikinn og lagði hald á þá, þ.e. þá sem hann hafði geymt í frystihólfi í ísskáp. Ákærði fullyrti enn fremur að hann hefði lánað einstaklingum fjármuni, en bar að þar fyrir utan hefði hann verið skuldugur. Og vegna þessa hefði hann greitt fjármuni af eigin reiningi og þá inn á bankareikninga tiltekinna einstaklinga. Lögregluyfirheyrsla ákærða var hljóðrituð og er hljóðdiskur þar um á meðal gagna málsins. 5. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu voru fjórar st úlkur yfirheyrðar við rannsókn máls þessa, þann 8. nóvember 2020, að viðstöddum foreldrum og félagsráðgjafa. Var um að ræða stúlkurnar B , sem fædd er , C , sem fædd er , D , sem fædd er , og E , sem fædd er . Skýrslurnar voru allar hljóðritaðar af lögreglu og eru hljóðdiskar á meðal gagna málsins. B. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. 1. Ákærði hefur fyrir dómi neitað að hluta til sakarefni í I. kafla ákæru. Hann hefur á hinn bóginn lýsti atvikum máls með líkum hætti og hann hafði áður gert við áðurrakta yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann hefur þannig kannast við að hafa verið í samskiptum við fyrrnefndar þrjár stúlkur, og þá fyrst þegar ein þeirra hefði verið í símasamskiptum við hann, en síðar þegar þær hefðu lagt leið sína á heimili hans í umr ætt sinn. Ákærði áréttaði fyrri frásögn og staðhæfði að þegar atvik máls gerðust hefði hann í raun ekki þekkt umræddar stúlkur, og af þeim sökum eigi vitað um aldur þeirra. Nánar aðspurður skýrði ákærði frá því að hann hefði komist að því að ein þessara s túlkna hefði verið tengd honum ættarböndum og að hann hefði um tíma búið í sama stigagangi og foreldrar hennar. Að auki kvaðst ákærði hafa kannast við aðra stúlku sem þarna hefði komið við sögu og sagði að hann hefði hitt hana nokkru áður, þ.e. 6 þegar hann hefði setið í bifreið föður hennar, en hún þá einnig verið farþegi í bifreiðinni. Og við nefndar aðstæður hefði hann haft af því spurnir að stúlkan stundaði nám í framhaldsskóla. Fyrir dómi skýrði ákærði frá málsatvikum á þá leið að hann hefði í greint si nn svarað símhringingu frá stúlku, og bar að hún hefði án formála haft uppi fyrirspurn Ákærði áréttaði fyrri frásögn um fíkniefnaneyslu og skýrði frá því að hann hefði verið fíkniefnaneytandi til margra ára og að af þeim sökum reykti hann kannabisefni, en neytti að auki amfetamíns. Ákærði kvaðst á hinn bóginn eigi selja slík efni. Ákærði sagði að fyrrgreind fyrirspurn hinnar ókunnugu stúlku hefði varðað eitt þessu leyti staðfesti ákærði áðurgreind rannsóknargögn lögreglu úr síma, þ.e. að hann hefði í lýstum samskiptum tiltekið ákveðið söluverð á kannabisefninu. Ákærði greindi og frá því að um hálfri klukkustundu eftir nefnd símasamskipti hefðu fyrrnefndar þrjár stúlkur komið á heimili hans, en staðhæfði að hann hefði ekki tekið við fjármunum frá þei m við afhendingu kannabisefnisins. Af framburði ákærða fyrir dómi verður helst ráðið að umrætt kvöld hafi margnefndar stúlkur komið tvívegis í híbýli hans. Í fyrra sinnið hafi þær verið þrjár saman, en ákærði játaði að í það skiptið hefði hann látið þær h afa hið umtalaða kannabisefni. Af frásögn ákærða verður ráðið að í seinna skiptið hefðu aðeins tvær stúlkur komið inn í íbúðina, en í það sinnið hefðu þær reykt fyrrgreint fíkniefni og þá úr dós og úti á svölum. Ákærði lýsti þessu athæfi stúlknanna nánar þ annig fyrir dómi: Ítrekað aðspurður kvaðst ákærði í raun ekki hafa gert sér grein fyrir ungum aldri umræddra st úlkna, enda ekkert hugleitt þann þáttinn í greint sinn. Ákærði lýsti eigin Ákærði skýrði frá því að þegar fyrrnefndrar tvær stúlkur höfðust við í íbúð hans hefði amfeta mín legið á borði í íbúð hans, nánar tiltekið verið í krukku, en hann neitaði það, að ein þessar stúlkna, þessi frænka mín, hún sleikir á sér puttann og treður honum 7 ofa Ákærði kvaðst á nefndri stundu hafa ætlað að stúlkan hefði vitað um hvaða efni var um að ræða, og kvaðst hann helst minnast þess að hún hefði spurst fyrir um það og hann þá upplýst h ana um það, en eigi hindrað hana við athæfið. Ákærði skýrði frá því að umræddar tvær stúlkur hefðu dvalið mjög stutta stund í híbýlum hans í greint sinn, í mesta lagi um 3 - 4 mínútur, og andmælti hann að því leyti frásögn stúlknanna hjá lögreglu, um að þær hefðu dvalið hjá honum í 10 - 20 mínútur. Ákærði sagði að honum hefði í raun ekki liðið vel með að hafa stúlkurnar í íbúðinni, og vísaði hann til þess að fljótlega eftir komu þeirra hefði hann fengið upplýsingar um að ein þeirra væri tengd honum fyrrnefndum ættarböndum. Fyrir dómi játaði ákærði sakarefni II. ákæru, þ.e. að hafa haft vörslur á fyrrgreindu magni af kannabis, amfetamíni og LSD - efni, en aftur á móti neitaði hann því sakaratriði að hann hefði ætlað fíkniefnin til sölu eða dreifingar. Ákærði sta ðhæfi að á árinu 2020 hefði hann verið með ágætar launatekjur, en því til viðbótar hefði hann fengið í hendur verulega fjármuni vegna vinnuslyss, sem hann hafði orðið fyrir. Ákærði skýrði frá því að á nefndu ári, 2020, hefði hann fengið tilboð frá nafngre indum aðila, sem hefði lýst vilja til að selja honum 100 skammta af LSD - efni, á mjög hagstæðum kjörum. Hann hefði í fljótfærni látið til leiðast og keypt umrædda skammta, þó svo að hann hefði ekki brúkað slíka tegund af fíkniefnum sjálfur. Ákærði kvaðst þv í ekki hafa ætlað að neyta LSD - skammtanna, en af þeim sökum hefði hann geymt þá í frystihólfi í ísskápnum á heimili sínu. Í ofangreindu samhengi staðfesti ákærði aðspurður efni fyrrgreindra rannsóknargagna lögreglu, þ. á m. gögn sem sýndu símasamskipti ha ns við nafngreinda aðila, þar sem umfjöllunarefnið varðaði m.a. meðferð á fíkniefnum. Af þessu tilefni áréttaði ákærði hinn fyrri framburð, um að hann seldi ekki fíkniefni. Hann hefði aftur á móti í gegnum tíðina verið í ágætum samskiptum við tiltekna aðil a, þ.e. fíkla, sem hefðu verið í sömu sporum og hann sjálfur. Og vegna þessara samskipta og aðstæðna hefði hann gefið þrjá skammta af fyrrnefndu LSD - efni. Ítrekað aðspurður um hvað hann hefði ætlað að gera við þá LSD - skammta sem fundust við húsleit lögregl 8 Aðspurður um einstakar færslur á fyrrnefndum bankareikningi svaraði ákærði því til að vegna eigin fíknar keypti hann fíkniefni, og af þeim sökum hefði hann greitt allháar fjárhæðir. Aðspurður um fjölda innborgana á reikninginn staðhæfði ákærði að þar væri eigi um að ræða afrakstur af eiginlegri sölu hans á fíkniefnum. Í því samhengi staðfesti ákærði á hinn bóginn að fyrrgreind símagögn, sem lögreglan ha fði aflað við rannsókn málsins, vörðuðu orðræðu um fíkniefni og þá m.a. um sölu þeirra, en staðhæfði að helst hefði þó orðræðan varðað fíkniefni sem hefðu verið á boðstólunum hverju sinni, og þá eftir atvikum lyfsöluskyld lyf. 2. Vitnið B , grunnskólanemi , skýrði frá því fyrir dómi, að umrætt laugardagskvöld, 7. nóvember sl., hefði það verið í félagsskap vinkvenna, þeirra C , E og D , og bar að þær hefðu verið utandyra þegar upp hefði komið sú hugmynd, en þá einkum hjá C , að kaupa hassefni. Vitnið sagði að þ essi orðræða hafi leitt til þess að þær hefðu ákveðið að kaupa slíkt efni, en af þeim sökum hefðu þær farið inn á sérstaka appsíðu á netinu og þannig náð símasambandi við ákærða. Vitnið sagði að ákærði hefði tekið erindi þeirra vel og gefið upp heimilisfan gið sitt, en einnig tiltekið að kaupverðið fyrir fíkniefnin væri 3.000 eða 4.000 krónur. Vitnið kvaðst hafa fylgst með þessum símasamskiptum. Vitnið sagði að E og C hefðu verið með um 2.000 krónur handbærar, og þar sem það hefði ekki nægt hefðu þær farið s aman að hraðbanka þar sem vitnið hefði tekið út sömu fjárhæð, en í framhaldi af því afhent E og C fjármunina. Í beinu framhaldi af þessum aðgerðum kvað vitnið þær stöllur hafa farið að heimili ákærða, að , og gert þar vart við sig með því að hringja í á kærða, en í framhaldi af því hefðu þær farið þrjár saman á efri hæðina, þ.e. hún, E og C . Vitnið sagði að vinstúlkan D hefði aftur á móti afráðið að bíða þeirra við útidyrahurðina. Vitnið kvaðst aldrei hafa séð ákærða fyrr en það hitti hann í greint sinn, þrátt fyrir að þau hefðu verið búsett í sama bæjarkjarnanum. Vitnið sagði að ákærði hefði boðið þeim stöllum inn í íbúðina sína, en bar þá að strax hefði það fundið til óþæginda, enda fundið fyrir sæti í stofunni, og bar að eftir það hefði C haft orð fyrir þeim. Vitnið sagði að við þessar aðstæður ð var í svona lítilli, í einhvern veginn svona krukku og okkur að smakka þetta. Ég sagði nei og C 9 ðu þær keypt kannabisefnið af ákærða, þ.e. grasið, sem hefði verið í litlum poka og sagði: það kvaðst einmitt hafa séð vinkonuna E rétta ákærða peningana. Vitnið sagði að eftir þetta hefðu þær beðið ákærða um að lána sér kveikjara, en sagði að eftir um 15 mínút na viðdvöl hefðu þær farið út úr íbúðinni, en í framhaldi af því farið niður í anddyrið, þar sem þær hefðu reynt að búa til svokallaða jónu, en ekki tekist vel til. Vegna þessa kvaðst vitnið ásamt fyrrnefndri vinkonu, C , hafa afráðið að fara aftur til ákær ða, en D sem fyrr ákveðið að bíða í anddyrinu, en E aftur á móti ákveðið að fara til síns heima. Vitnið sagði að þegar þær tvær hefðu hitt ákærða á nýjan leik hefði hann á ný boðið þeim inn í íbúðina og bar að eftir það hefði C verið í fyrsta skiptið sem það neytti fíkniefna. Vitnið sagði að í þessari seinni heimsókn í íbúðina hefði ákærði spurst fyrir um hagi þess og C , og minntist þess að hann hefði m.a. spurst fyrir um aldur þeirra. Vitnið sagði að af þessu tilefni hefði C haft á orði að hún væri á fyrsta ári í framhaldsskóla. Vitnið kvaðst hins vegar hafa svarað því til að það væri ekki í framhaldsskóla, en að ég er í skóla hér á Vitnið skýrði frá því að það hefði d valið í íbúð ákærða, ásamt C , í um 30 - 50 mínútur, og bar að á þeim tíma hefði það fundið lítillega til vímuáhrifa. Vitnið sagði að þegar þarna hafi verið komið sögu hefði klukkan verið um 22:00, og bar að af þeim sökum hefðu þær vinkonurnar tilkynnt ákærða að þær þyrftu að fara, en staðhæfði að að að þessu sögðu hefðu þær stöllur farið út úr íbúð ákærða, en í framhaldi af því hitt fyrir vinkonuna D í anddyrinu, en skömmu síðar hefði vitnið fylgt C á heimili hennar. Vitnið sagði að móðir C hefði fljótlega komist að því hvað þær stöllur hefðu verið að gera fyrr um kvöldið, og bar að í framhal di af því hefði verið haft samband við foreldra þess. Vitnið kvaðst þá strax hafa skýrt frá framangreindri atburðarás, en þá jafnframt 10 tekið fíkniefnapróf, sem hefði reynst jákvætt fyrir kannabis. Vitnið kvaðst hafa lært sína lexíu af þessum atburði. 3. Vitnið C , framhaldsskólanemi, lýsti fyrir dómi atvikum máls með sambærilegum hætti og hið síðastnefnda vitni, B , að því er varðaði vinkvennasamfund umrætt kvöld, en þá einnig að því er varðaði ákvörðunina um að kaupa fíkniefni, þ.e. weed eða gras, og í fra mhaldi af því símasamskiptunum við ákærða og loks förinni að heimili hans. Vitnið staðhæfði að uppsett verð ákærða fyrir fíkniefnið hefði verið 4.000 krónur. Vitnið skýrði nánar frá atvikum máls á þá leið, að þegar til hafi komið hefði það farið ásamt B á efri hæð í fjölbýlishúsinu, og að íbúð ákærða, en vinkonurnar D og E afráðið að bíða í anddyrinu. Vitnið sagði að ákærði hefði eftir fyrstu kveðju boðið okkur hvað við hei Vitnið staðhæfði að í greint sinn hefði það ekkert þekkt til ákærða, og m.a. ekki vitað til þess að þau hefðu verið t engd ættarböndum. Vitnið sagði að umrætt innlit til ákærða hefði varað í um 5 mínútur, en þær stöllur þá farið aftur niður í anddyrið. ndra hnökra hefði það ásamt B afráðið að fara á nýjan leik til ákærða og bar að hann hefði þá sem fyrr boðið þeim stöllum inn í íbúðina sína. Vitnið sagði að þær hefðu lýst fyrir ákærða eigin vandkvæðum, en hann þá brugðist við og rétt þeim plastflösku og haft á orði að þær mættu reykja efnið í íbúðinni hans, sem þær hefðu og gert. Vitnið sagði að á meðan á reykingunum stóð hefði ákærði spurst fyrir um hagi þeirra og þá m.a. um foreldra. Vitnið sagði að af þessu tilefni hefðu þær stöllur m.a. upplýst ákærða um að þær væru báðar í B hefði reyndar sagt ákærða ósatt að þessu leyti, enda hefði hún ekki verið byrjuð í framhaldsskóla þ egar atburður þessi gerðist vegna ungs aldurs. Vitnið lýsti því fyrir dómi að þegar ofangreindur atburður gerðist hefði það verið amfetamín af ákærða. Vitnið sagði að aðdragandi nn að þeirri neyslu hefði verið með þeim hætti að ákærði hefði viljað sýna þeim stöllum fíkniefni, sem hann hefði geymt 11 í frystiskáp. Vitnið kvaðst hafa veitt því eftirtekt að amfetamínefni var í krukku og hefði á meðan á þessu stóð spilað tónlist, en það ekki tekið frekari þátt í samræðunum, enda verið með heyrnartól í eyrunum. Vitnið kvaðst hafa dvalið í íbúð ákærða, ásamt B , í síðar sinnið, í u.þ.b. 30 - 40 mínútur, en þá farið út og í framhaldi af því hitt fyrir vinkonuna D í anddyrinu, enda hefði E þá verið farin til síns heima. Vitnið kvaðst nokkru eftir þetta hafa farið á heimili sitt, en í kjölfar þess greint móður sinni frá atvikum máls, en þá jafnframt farið í fí 4. E , framhaldskólanemi, lýsti samskiptum sínum við fyrrnefndar þrjár vinkonur umrætt kvöld með líkum hætti og hér að framan var rakið, en sagði jafnframt að aðdragandinn að samskiptunum v ið ákærða í greint sinn hefði verið með þeim hætti að vinkonurnar B og C orðræðan um málefnið hefði síðan leitt til þess að það hefði komið í þess hlut að ræða um kaupin við ákærða í síma, og bar að þegar það hefði allt gengið vel hefðu þær farið að tilteknu fjölbýlishúsi við , og þá í íbúð ákærða. Vitnið kvaðst ekki minnast þess sérstaklega að í nefndu símtali þess við ákærða hefði verið rætt um kaupverð á fíkniefninu, en staðhæfði aftur á móti að á leið þeirra til ákærða hefðu fyrrnefndar vinkonur komið við í hraðbanka og tekið út fjármuni, sem það ætlaði að hefðu verið 4.000 krónur. Vitnið kvaðst hafa fylgt B og C að íbúð ákærða, en bar að vinkonan D hefði afráðið að bíða á jarðhæð fjölbýlishú ssins. Vitnið sagði að þegar þær hittu ákærða augliti til auglitis hefði það látið hann hafa umrædda fjármuni, sem það hafði þá áður fengið í hendur frá B og C . Vitnið sagði að ákærði hefði í beinu framhaldi af því látið Vitnið skýrði f rá því að í samskiptunum við ákærða í íbúð hans hefðu þær stöllur rætt almenn málefni við hann, en minntist þess ekki að orðræðan hefði varðað aldur (ákærði) eitthvað upp ú 12 þessa atburðar með takmörkuð um hætti, og þá m.a. ekki hvort B eða C hefðu í raun smakkað á umræddu efni. Það var ætlan vitnisins að þær stöllur hefðu staldrað við í íbúð ákærða í greint sinn að hámarki í 20 mínútur, en þá farið út og síðan niður á jarðhæðina þar sem þær hefðu hitt f yrir vinkonuna D á nýjan leik. Vitnið sagði að eftir þetta hefðu B og C reynt að reykja efnið sem þær höfðu fengið hjá ákærða, en bar að það hefði á endanum farið á þann veginn að C og B hefðu afráðið að fara aftur til ákærða og þá til þess að reykja efnið hjá honum. Og eftir að hafa beðið um stund á jarðhæðinni ásamt vinkonunni E kvaðst vitnið hafa farið til síns heima. Vitnið greindi frá því að u.þ.b. einum mánuði fyrir umræddan atburð hefði það ekið með föður sínum í bifreið frá til , og sagði a ð tilefnið hefði verið helgarfrí þess í framhaldskóla. Vitnið sagði að við upphaf ferðarinnar hefði ákærði tekið föður hennar tali og í framhaldi af því þegið far í bifreiðinni. Vitnið kvaðst ekki hafa fylgst vel með samræðum föður síns og ákærða á nefndri akstursleið, enda verið að hlusta á tónlist og því verið með heyrnartól sín á höfðinu. 5. Vitnið D , grunnskólanemi, kvaðst umrætt laugardagskvöld hafa verið í slagtogi með fyrrnefndum vinkonu sínum þegar C og B hefðu haft orð á því að þær ætluðu að ná vegna þessara áforma, og í raun aðeins veitt því eftirtekt að þær voru í einhverjum símasamskiptum, en síðan heyrt þær ræða um fjármögnun kaupanna og í því sambandi heyrt þæ r nefna fjárhæðina 4.000 krónur. Vitnið kvaðst hafa verið óöruggt í þessum aðstæðum, en fylgt þeim stöllum, ásamt E í hraðbanka, og síðan að tilteknu fjölbýlishúsi, og bar að hin síðastnefnda hefði tekið að sér að eiga símtalið við hinn meinta fíkniefnasala, enda hefðu C og B ekki treyst sér til þess. Vitnið kvaðst hafa ákveðið að bíða á jarðhæðinni þegar nefndar vinko nur hennar þrjár fóru allar til fundar við fíkniefnasalann, en bar að eftir um 10 - 15 mínútur hefðu þær komið til hennar að sagði að þegar hnökrar hefðu komið upp með nefn dan pappír hefðu C og B ákveðið að fara á ný til fíkniefnasalans, og þá með þeirri ætlan að reykja fíkniefnið í híbýlum hans. Vitnið kvaðst líkt og E hafa afráðið að halda kyrru fyrir á jarðhæðinni, en sagði að E hefði síðan ákveðið að fara til síns heima, og þá eftir um hálfa klukkustund. Vitnið sagði að nokkru síðar hefðu C og B komið á jarðhæðina, og en það kvaðst þá 13 eftir þetta hefði það farið til síns heima, en áður gefið nefndum vinkonum loforð um að greina ekki frá því sem þær hefðu verið að gera. 6. Vitnið F skýrði frá því fyrir dómi að dóttir þess, C , hefði verið úti við umrætt kvöld með vinkonunni B , en bar að þær hefðu komið inn á heimili þess rétt um kl. 23:00. Vitnið kvaðst í framhaldi af því hafa tekið stúlkurnar tali, en þá strax fundið að sterka lykt lagði frá frá þeim, en í framhaldi af því hl ýtt á frásögn þeirra um samskiptin hafa haft samband við móður B , og bar að daginn eftir hefði málið verið tilkynnt til lögreglu. Vitnið skýrði frá því að það hefði verið málkunnugt ákærða þegar atburður þessi gerðist, enda hefðu þau um tíma, á árinu 2018, verið búsett í sama stigagangi í fjölbýlishúsi. Vitnið minntist þess ekki að þau hefðu rætt um aldur barna sinna, auk þess sem fyrrnefnd dóttir þess hefði á nefndu tímab ili eigi verið búsett á heimili þess. 7. Vitnið G , sem er faðir stúlkunnar C , kvaðst hafa þekkt til ákærða, enda væru þeir tengdir ættarböndum. Vitnið treysti sér ekki til að segja til um hvort ákærði hafi vitað um aldur dóttur hans, enda hefðu samskipti þeirra ekki verið mikil. 8. Vitnið H , sem er faðir stúlkunnar E , greindi frá því að það hefði í eitt skipti hitt ákærða, og bar að það hefði verið þegar ákærði hefði óskað eftir fari í bifreið þess, og þá á akstursleiðinni frá til . Vitnið kvaðs t er þetta gerðist hafa verið að sækja nefnda dóttur sína, sem hefði verið að koma í helgarleyfi frá framhaldsskóla sínum, nánar tilekið á föstudegi. Það var og ætlan vitnisins að þetta hefði gerst um einum mánuði fyrir þann atburð sem hér er til umfjöllun ar. Vitnið kvaðst hafa átt góðar samræður við ákærða í nefndri ökuferð, og m.a. greint honum frá því, með nokkru stolti, að nefnd dóttir þess hefði hafið nám í framhaldsskóla, og væri þannig á sínu fyrsta ári. 9. Vitnið I , móðir stúlkunnar B , sagði að en gin tengsl hefðu verið með ákærða og fjölskyldu þess. 14 10. Vitnið J , lögreglumaður nr. , lýsti upphafsaðgerðum lögreglu, húsleit og handtöku ákærða með líkum hætti og rakið var hér að framan, sbr. kafla A, liði 1 og 2. Vitnið sagði að ákærði hefði verið samvinnufús á vettvangi. Vitnið staðhæfði að ákærði hefði haft orð á því aðspurður, að hann hefði fyrir mistök selt stúlkum fíkniefni. Vitnið staðfesti að öðru leyti efni fyrrnefndra rannsóknargagna, en einnig efni handskrifaðrar vettvangsskýrslu, en þar er m.a. skráð eftir ákærða, að hann hefði keypt umrædda LSD - skammta fyrir 100.000 krónur. 11. Vitnið K , lögreglumaður nr. , staðfesti fyrir dómi gerð yfirheyrsluskýrslu ákærða, en einnig skýrslur fyrrgreindra stúlkna. Vitnið staðfesti einnig gögn sem vörðuðu meðferð á haldlögðum fíkniefnum og loks gögn sem vörðuðu rannsókn á síma og bankagögnum ákærða. 12. Vitnið L , lögreglumaður nr. , kvaðst hafa verið viðstatt aðgerðir lögreglu við frumrannsókn málsins, og staðfesti m.a. gerð ljósmynda og við eigandi myndatexta vegna húsleitar í híbýlum ákærða. Auk myndefna af hinum haldlögðu fíkniefnum eru í myndamöppu lögreglumannins m.a. ljósmyndir af stálskál á stofuborði með ætluðu niðurskornu kannabisefni, ljósmynd af hvítum disk í skáp með leyfum af hvít um efni C. 1. Í máli þessu er ákærða m.a. gefið að sök að hafa verið með í sölu - og dreifingarskyni nánar tilgreint magn af fíkniefnum, sbr. II. kafla ákæru. Að auki er ákærða gefið a ð sök, sbr. I. kafla ákæru, að hafa hvatt þrjár ónafngreindar stúlkur, á aldrinu 14 16 ára, til lögbrota og fíkniefnaneyslu og til hegðunar sem stefnt gat heilsu þeirra og þroska eða lífi og heilsu í alvarlega hættu, nánar tiltekið með því að selja þremu r þeirra u.þ.b. 1 g af kannabisefni, en einnig með því að hafa leyft tveimur þeirra að neyta efnisins í eigin híbýlum, og loks með því að gefa annarri þeirra amfetamín. Af hálfu ákæruvalds er saksóknin byggð á þeim rannsóknargögnum lögreglu, sem rakin hafa verið hér að framan, að nokkru. 15 Ákærði hefur neitað sök að hluta og krefst hann sýknu að því leyti. Við aðalmeðferð málsins krafðist ákærði enn fremur frávísunar málsins, að því er varðar lýst sakarefni I. kafla ákærunnar. 2. Ákærði byggir frávísunarkröf u sína, að því er varðar I. kafla ákærunnar, á því að verknaðarlýsing ákærukaflans uppfylli ekki kröfur um skýrleika, og þá um að hverjum hið ætlaða brot hans hafi beinst. Ákærði bendir á að ýmist sé staðhæft að um hafi verið að ræða tvær eða þrjár stúlkur , en þá án nánari tilgreiningar, sbr. að því leyti m.a. heimfærslu ákæruvalds til barnaverndarlaganna. Ákærði byggir á því að vörn hans hafi m.a. tekið til þessara atriða, og þá ekki síst um aldur viðkomandi, enda hafi þar verið hallað réttu máli, a.m.k. a ð hluta til. Ákærði byg gir á því að um slíka annmarka sé að ræða, og að eigi verði bætt úr af hálfu ákæranda, og þá ekki með því að krefjast og viðhafa aðalmeðferð fyrir dómi, enda nægi tillitssemi við ætlaða brotaþola ekki. Ákærði bendir á að ákæruvaldið hafi eigi gefið út framhaldsákæru. Í framangreindu samhengi vísar ákærði loks til þess að allt frumkvæðið í máli þessu hafi eigi komið frá honum og þá ekki heldur sérstök hvatning, enda hafi aðrir aðilar verið einfærir um þá þætti. Ákæruvaldið byggir á því að verknaðarlýsingin í nefndum I. kafla ákæru uppfylli skilyrði c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Fyrir liggi að ákærða sé í I. kafla ákæru gefið að sök fíkniefnalagabrot, en einnig brot gegn barnavernd arlögunum og sé háttsemislýsingin skýr. Vísað er til þess að við ákærusmíðina hafi ákæruvaldið að nokkru tekið tillit til ungs aldurs ætlaðra brotaþola, enda hafi verið talið að ætluð atvik máls hafi í raun legið ljós fyrir eftir rannsókn lögreglu. Og í lj ósi alls þessa er á því byggt að dóminum beri að hafna frávísunarkröfu ákærða og fella efnisdóm á málið. 3. Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var lögfestur hér á landi með lögum nr. 62/1994. Í 6. gr. sáttmálans er kveðið á um að markmiðið sé að tryggja r éttaröryggi þeirra mála sem hún tekur til, en í 2. mgr. greinarinnar er m.a. kveðið á um að hver sá sem borinn er sökum um refsivert athæfi skuli talinn saklaus uns sekt hans sannast. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. íslensku stjórnarskrárinnar ber öllum réttur ti l að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refisverða háttsemi 16 með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Ofangreindar reglur teljast vera grundvallarreglur í réttarríki og meginreglur í réttarfarslögum. Þýðing þeirra varðar m.a. að sakborningur eigi rétt á að fá upplýsingar um efni ákæru á hendur sér þannig að hann geti undirbúið vörn sína, og og hins ve - liðar 3. mgr. 6. gr. MSE. Samkvæmt velkunnum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu er með þessu síðasta atriði átt við að verknaðarlýsing, ásamt heimfærslu til refisákvæða, þurfi að vera svo skýr að ekki fari á milli mála f yrir hvað ákæruvaldið hefur ákært sakborninginn. Samkvæmt 1. mgr. 53. gr., 1. mgr. 54. gr. og 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er það markmið rannsóknar lögreglu að afla allra nauðsynlegra gagna, og þá m.a. um stað og stund og um öll önnur atv ik sem ætla megi að skipt geti máli, og þá til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli einstakling til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings meðferðar máls fyrir dómi. Samkvæmt dómaframkvæmd hér á landi hafa fyrirmæli c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 verið skýrð svo að lýsing á þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni hvaða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er tal inn hafa gerst brotlegur við. Mega ekki vera slík tvímæli um hverjar sakargiftir eru að ákærða verði með réttu talið torvelt að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum. Samkvæmt þessu verður ákæran að leggja viðhlítandi grundvöll að saksókninni svo að dómur verði lagður á málið í samræmi við ákæru enda verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Í samræmi við ofangreint, sbr. og dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins, þarf ákæruvaldið að gera ákærða grein fyrir þeim atvikum sem mynda grundvöllinn fyrir þeim sökum sem ákveðið hefur verið að sækja gegn honum. Það fer síðan eftir atvikum hverju sinni hversu strangar kröfur eru gerðar til verknaðarlýsingar og heimfærslu til refsiákvæða. Ávallt ber þó ákæruvaldinu að veita ákærða fullnægjandi upplýsingar þannig að hann nái fullum skilningi á umfangi og efni ákærunnar og þá þannig að hann geti undirbúið v iðeigandi varnir gegn þeim sökum sem á hann eru bornar. 17 Sakarefni I. kafla ákæru hefur verið lýst hér að framan. Þar er m.a. vikið að stað, stund og aldri stúlknanna, en í grunninn varðar sakarefnið meðferð á um 1 grammi á kannabisefni, auk annarra atriða. Í ákærunni er hin ætlaða háttsemi ákærða skilmerkilega færð til refsiákvæða. Dómurinn tekur aftur á móti undir með skipuðum verjanda ákærða að haga hefði mátt framsetningunni með öðrum og nákvæmari hætti, og þá m.a. með því að tilgreina nöfn þeirra þriggj a stúlkna sem vísað er til. Samkvæmt framlögðum gögnum var ákærða við rannsókn lögreglu skilmerkilega gerð grein fyrir kæruefni málsins, en þá helst við formlega yfirheyrslu þann 8. nóvember 2020, sbr. það sem rakið var að nokkru í kafla A, lið 3, hér að f raman. Að því leyti svaraði ákærði spurningum og lét í té skýringar sínar, en skýrsla hans var hljóðrituð. Að ofangreindu virtu liggur fyrir að ákærði hafi fyrir útgáfu ákæru haft nægilega glögga vitneskju um það kæruefni og þau rannsóknargögn lögreglu, s em síðar urðu grundvöllur verknaðarlýsingar í nefndri ákæru. Eftir höfðun málsins voru ákærða og verjanda hans að lögum afhent öll gögn málsins. Að virtri lýsingu atvika í ákæru og í ljósi alls framangreinds fer að áliti dómsins ekki á milli mála fyrir hv aða háttsemi ákærði er ákærður. Þykja sakargiftir á hendur ákærða þannig, og þrátt fyrir nefnda hnökra, lýst með nægilega greinargóðum hætti, sbr. að því leyti álit Mannréttindadómstóls Evrópu frá 15. mars 1961, Yb. IV, og mál dómstólsins frá 23. september 1998 Rep. 1998, Vol 91. Verknaðarlýsing I. kafla ákærunnar fullnægir því að áliti dómsins, eins og hér á stendur, skilyrðum c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008, og verður sakarefni hans því ekki vísað frá dómi. Eru þannig skilyrði til að taka málið til efnisdóms. D. 1. Ákærða er eins og áður er rakið gefið að sök í I. kafla ákæru að hafa hvatt þrjár ónafngreindar stúlkur, á aldrinu 14 16 ára, til lögbrota og fíkniefnaneyslu og til hegðunar sem stefnt gat heilsu þeirra og þroska eða lífi og heilsu í alvarlega hættu og þá með því að selja þremur þeirra u.þ.b. 1 g af kannabisefni, en einnig með því að hafa leyft tveimur þeirra að neyta efnisins í eigin híbýlum, og loks með því að gefa annarri af þessum tveimur stúlkum amfetamín. Eru brot ákærða talin varða við tilgreind ákvæði fíkniefnalöggjafarinnar og barnaverndarlaga. 18 Ákvæði 1. mgr. og 4. mgr. 2. gr. laga um ávana - og fíkniefni, með síðari breytingum, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 233/2001, eru svohjóðandi: - og fíkniefna, sem talin eru upp í 6. gr. laga þessara, er óheimil á íslensku forráðasvæði samkvæmt því sem nánar segir í 4. mgr. Innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla efna, er greinir í 1. og 2. mgr., er bannaður, með Samkvæmt 5. gr. laganna varða brot gegn þeim sektum eða fangelsi allt að sex árum. Þá er heimilt að refsa fyrir brot á lögunum ef þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Ákvæði 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 88/2002, sbr. breytingarlög, eru svohljóðandi: - eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sekt Í 3. gr. barnaverndarlaganna segir að með lögunum sé með börnum átt við einstaklinga yngri en 18 ára. 2. Fyrir dómi hefur ákærði, A , að nokkru borið á sama veg og fyrrnefndar stúlkur, og þar á meðal að því er varðaði símasamskiptin að kveldi 7. nóvember sl., þar sem orðræðan varðaði útvegun hans á lítilræði af hassefni, og að eftir það hafi fundum hans og þriggja stúlkna borið saman. Að virtum skýrslum fyrir dómi, sem eru í allgóðu samræmi við rannsóknargögn lögreglu , verður lagt til grundvallar að í greint sinn hafi þar verið á ferðinni vitnin B , 14 ára, C , 16 ára, og E , 16 ára. Er þetta atriði að mati dómsins einnig í samræmi við trúverðugan framburð vitnisins D , sem þá var 14 ára, en upplýst er að vitnið hafði afrá ðið að bíða átekta í anddyri fjölbýlishúss ákærða þegar nefndar vinkonur lögðu leið sína til ákærða í fyrra sinnið. Fyrir dómi hefur ákærði játað að hafa afhent fyrrgreindum þremur stúlkum hið umrædda fíkniefni. Hann hefur aftur á móti neitað því sakaratri ði að hann hafi þegið peningagreiðslu fyrir. 19 Allgóður samhljómur er með ákærða og nefndum þremur stúlkum um að þær hafi dvalið í tiltölulega skamman tíma í íbúð ákærða í hinni fyrri heimsókn, og jafnframt að takmörkuð kynni hafi verið með þeim er atvik ger ðust. Þá er ágreiningslaust að ákærði afhenti stúlkunum hið umbeðna fíkniefni, kannabis, í þessari heimsókn. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu. Met ur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Enn fremur metur dómari eftir 2. mgr. sömu greinar, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktun má leiða af. Fyrir dómi hefur ákærði staðfest rannsóknargögn lögreglu að nokkr u, og að því leyti m.a. staðfest frásögn nefndra stúlkna um að í símasamskiptum fyrir komu þeirra hafi hann látið orð falla um tiltekið söluverð þess fíkniefnis, sem þær höfðu leitast eftir að hann útvegaði þeim. Að virtum trúverðugum framburði nefndra st úlkna, en þá einkum D , en einnig B að þessu leyti, er að áliti dómsins eigi varhugavert að telja sannað, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi selt stúlkunum fíkniefnið, og að nokkur peningagreiðsla hafi þannig verið innt af hendi af þeirra hálfu. Verður ákærði því sakfelldur fyrir nefnt sakaratriði I. kafla ákærunnar. Að virtum nefndum gögnum, en þá einkum framburðum vitnanna C og B , sem þykir einnig hafa nokkra stoð í frásögn vitnisins H , verður lagt til grundvallar að ákærða hafi hlotið að vera ljóst að nefndar stúlkur hafi er atvik gerðust verið mjög ungar að árum. Að virtum framburði ákærða verður helst ráðið að hann hafi í raun látið sér þetta atriði í léttu rúmi liggja. Að þessu virtu þykir eigi varhugavert að telja sannað að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir að margnefndar þrjár stúlkur, sem áttu í endurteknum samskiptum við hann, hafi verið börn að aldri í skilningi áðurgreindrar 3. gr. barnaverndarlaganna. Er til þess að líta að vímuástand ákærða í greint sinn leysir hann ekki undan aðgæslu að þessu leyti, sbr. ákvæði 17. gr. almennra hegningarlaga. 20 Fyrir dómi hefur ákærði borið að í greint sinn hafi amfetamínefni verið á diski í íbúð hans, og jafnframt að ein hinna fyrrnefndu stúlkna hafi fengið sér af efnin u, en þá án hans tilstuðlan. Samkvæmt trúverðugum framburði vitnanna B , E og C hafði ákærði í heimsókn þeirra fyrir því að taka fram og sýna þeim umrætt amfetamínefni, og hafði það síðan á glámbekk í íbúðinni. Samkvæmt framburði vitnisins B bauð ákærði s túlkunum að smakka á efninu. Frásögn þessi þykir hafa stoð í frásögn vitnisins E , en fyrir liggur að vitnið C fékk sér af efninu. Þá liggur fyrir að ákærði leyfði skömmu síðar tveimur stúlknanna, þ.e. vitnunum B og C , að reykja það kannabisefni sem hann ha fði selt þeim í íbúðinni, og þá úr sérstöku reykingarlóni, sbr. áðurgreind rannsóknargögn lögreglu. Að ofangreindu virtu, og þrátt fyrir neitun ákærða, fellst dómurinn á að með nefndum verknaði og liðsinni hafi ákærði í verki hvatt til þeirrar hegðunar sem lýst er í I. kafla ákæru. Þykir ákærði með athæfinu hafa brotið gegn tilgreindum ákvæðum barnaverndar - og fíkniefnalöggjafarinnar, sbr. heimfærslu til laga í I. kafla ákæru. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði játað fyrir dómi sakarefni II. kafla ákæru, en aðeins að hluta. Hann hefur þannig játað að hafa haft vörslur á þeim fíkniefnum sem lögreglan haldlagði við húsleitina á heimili hans, en jafnframt hefur hann samþykkt upptökukröfu samkvæmt ákæru. Ákærði hefur á hinn bóginn neitað því atriði að hann ha fi verið með fíkniefnin í sölu - og dreifingarskyni. Óumdeilt er að ákærði hafði í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabis, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD - fíkniefni. Ákærði hefur fyrir dómi lýst aðstæðum sínum og m.a. borið um að hann hafi um l engri tíma verið fíkniefnaneytandi, og þá notað kannabis - og amfetamínefni. Ákæri hefur enn fremur lýst kaupum sínum á fyrrnefndu LSD - efni, en jafnframt borið um að hann neytti ekki þeirrar gerðar af fíkniefnum. Aftur á móti kvaðst hann hafa fengið efnið á hagstæðum kjörum og hefði verið búinn að miðla frá sér um þremur skömmtum af efninu þegar lögreglan skarst í leikinn. Þegar ofangreint er virt, og þá einkum í samhengi við staðfest rannsóknargögn lögreglu varðandi síma - og bankareikninga ákærða, sbr. ka fla A, liði 3 og 4, hér að framan, svo og niðurstöðu málsins varðandi I. kafla ákæru, þykir að áliti dómsins eigi varhugavert að telja að ákæruvaldinu hafi tekist sönnun á sakarefni II. kafla ákæru. Það 21 er því niðurstaða dómsins að ákærði sé sannur að sök samkvæmt verknaðarlýsingu nefnds ákærukafla. Ákærði hefur unnið sér til refsingar, en háttsemi hans er í ákæru rétt færð til refsiheimilda. E. Ákærði, sem er fæddur árið , á samkvæmt sakavottorði nokkurn sakaferil að baki, m.a. vegna umferðarlagabrota, einkum fíkniefna - og sviptingaraksturs, sbr. ákvæði 45. gr. a og 48. gr. umferðarlaganna nr. 50/1987 með síðari breytingum. Ákærði gekkst þannig undir viðurlagaákvörðun þann 23. september 2014 og var þá gert að greiða sekt til ríkissjóðs , m.a. vegna fíkniefnaaksturs, en var þá einnig sviptur ökurétti í tólf mánuði. Þá var ákærði þann 30. apríl 2015 dæmdur til að greiða sekt til ríkssjóðs, m.a. fyrir fíkniefna - og sviptingarakstur, en var hann þá jafnframt sviptur ökurétti í tvö ár frá 22. september 2015. Ákærði var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi þann 21. nóvember 2016 fyrir brot gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni. Loks var hann þann 23. apríl 2018 dæmdur í 45 daga fangelsi og til greiðslu sektar í ríkissjóð og til svipingar ökuréttar æv ilangt vegna tollalaga - og vopnalagabrots, en einnig vegna umferðarlagabrota, og þ. á m. vegna fíkniefnaaksturs. Ákærði mun hafa lokið samfélagsþjónustu hjá Fangelsismálastofnun ríkisins vegna tveggja síðastgreindu dómanna þann 7. apríl 2020. Að ofangreind u virtu og með hliðsjón af 1. tölulið 1. mgr. 70. gr., en einnig 77. gr., almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi, sem ekki þykir fært að skilorðsbinda. Þegar litið er til atvika máls og áðurrakin na rannsóknargagna verður fallist á með ákæruvaldi að dæma beri ákærða, með vísan til lagaákvæða í ákæru, til að sæta upptöku á fyrrgreindum fíkniefnum, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 44.838. Og í ljósi málsúrslita ber að dæma ákærða til að greiða sakarkostna ð, en enginn kostnaður féll til af hálfu ákæruvalds við málareksturinn. Er því um að ræða málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, að meðtöldum virðisaukaskatti, en einnig ferðakostnað, eins og nánar segir í dómsorði. 22 Málið flutti af hálfu ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, A , sæti fjögurra mánaða fangelsi. Ákærði sæti upptöku á 5,14 g af kannabis, 1,42 g af amfetamíni og 98 skömmtu m af LSD, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 44.838. Ákærði greiði allan sakarkostnað að fjárhæð 757.164 krónur, en þar með eru talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 706.800 krónur, og 50.364 krónur vegna ferðakostnað ar verjandans.