Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 25. október 2021 Mál nr. E - 9/2021 : Þorbjörn Halldór Jóhannesson ( Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ) g egn Ísafjarðarbæ ( Hólmfríður Björk Sigurðardóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 7. þessa mánaðar , var höfðað 5. janúar 2021 af Þorbirni Halldóri Jóhannessyni, Fremrihúsum Arnardal, Ísafirði, á hendur Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að g reiða honum 66.290.480 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. júní 2020 til 6. janúar 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskost naðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfu m stefnanda en til vara að þær verði lækkaðar . Þá krefst hann málskostnaðar. I S tefnandi var ráðinn sem yfirverkstjóri hjá stefnda með ákvörðun bæjarstjórnar stefnda 16. ágúst 1984 en áður hafði stefnandi starf að hjá stefnda sem verkamaður. Formlegum ráðningarsamningi var komið á 1. febrúar 1994 og starfaði stefnandi á grundvelli þess ráðningarsamnings til 31. ágúst 2020 er starf hans var lagt niður. Frá árinu 2013 gegndi stefnandi s tarfi yfirmanns eignasjóðs og heyrði undir sviðsstjóra umhverfis - og eignasviðs stefnda. Stefnandi byggir á því að ákvörðun um niðurlagningu starfsins hafi verið ólögmæt og að hann eigi af þeim sökum rétt á skaða - og miskabótum úr hendi stefnda. H austið 2019 fól stefnd i HLH ráðgjöf að gera úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag stefnda, með það að markmiði að koma fram með tillögur að hagræðingu í stjórnsýslu, rekstri og fjármálum stefnda . Ú ttektarskýrsla lá fyrir 21. mars 2020. Þar kom fram að sextán stöðugildi væru á umhverfis - og eignasviði stefnda að meðtalinni þjónustumiðstöð. Undir sviðsstjóra umhverfis - og eignasviðs heyrðu umhverfisfulltrúi, 2 umsjónarmaður F asteigna Ísafjarðarbæjar ehf. , yfirmaður eignasjóðs , þjónustufulltrúi, skipulags - og bygg ingarfulltrúi, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og verkefnastjóri og var í skýrslunni gerð grein fyrir helstu verkefnum hvers fyrir sig. Í skýrslunni voru lagðar til 69 tillögur sem miðuðu að því að bæta stjórnsýslu, rekstur, þjónustu og starfsumhverfi sta rfsmanna stefnda. Á meðal þess sem lagt var til í skýrslunni og laut að umhverfis - og eignasviði var að starf umhverfisfulltrúa yrði lagt niður og að st örf yfirmanns eignasjóðs og umsjónarmanns Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. yrðu sameinuð . N iðurstöður skýr slunnar voru kynntar á fundi bæjarráðs stefnda 30. mars 2020 og v ar Birgi Gunnarssyni bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Hinn 24. júní 2020 sendi Birgir stefnanda rafrænt fundarboð með efni sheitinu . Þar kom fram að boðað væri ti l fundarins í framhald i af samtölum þeirra varðandi útfærslur á starfslokasamningi . Axel Rodriguez Överby , sviðsstjóri umhverfis - og eignasviðs stefnda , og Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri stefnda, voru jafnframt boðaðir á fundinn . Fundurinn var haldinn 26. sama mánaðar og mætti stefnandi með dóttur sinni . Á fundinum var stefnanda afhent bréf undirritað af Birgi og Axel Rodriguez sama dag þar sem fram kom a ð ákveðið hefði verið að leggja niður starf hans sem yfirmaður eignasjóðs á umhverfis - og eignasviði frá 1. september 2020 . Var h onum kynntur réttur til biðlauna í tólf mánuði frá þeim degi að telja og leiðbeint um heimild hans til að fá ákvör ðunina rökstudda . Í tölvu bréf i Birgis til bæjarfulltrúa stefnda 29. júní 2020 upplýs ti hann um starfslok tveggja starfsmanna stefnda , með niðurlagningu starf a annars vegar yfirma nns e ignasjóðs og hins vegar umhverfisfulltrúa . Í bréfinu lý sti hann því a ð stefnandi hefði lengi leitað eftir því að gerður yrði við hann samningur um starfslok og að þ eirri ósk hef ði ávallt fylgt beiðni um að yfirvinna yrði færð inn í grunnlaun til að t ryggja honum hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum í framtíðinn i . S tefnandi hefði komið til sín tveimur vikum fyrr og áréttað þetta og jafnframt að hann æ tlaði sér ekki að vinna lengur en til 65 ára aldurs. Lýsir Birgir því að hann h afi farið yfir málið með næsta yfirmanni stefnanda og mannauðss tj óra og í kjölfarið boðað stefnanda á fund með tölvupó sti þar sem efni fundarins hafi verið að fara yfir starfslok . Á fundinum h afi stefnanda verið tilkynnt um niðurlagningu á starfi hans og jafnframt að ekki væri hægt að koma til móts við þá kröfu að yfirvinna yrði færð inn í grunnlaun. Stefnandi ætti tólf m ánaða biðlaunarétt og yrði 65 ára á þeim tíma . Um á stæðu þess að ekki hafi verið orðið við kröfu stefnanda kemur 3 fram í bréfinu að samskonar beiðnum annarra h afi verið hafnað auk þess sem að slíkt hefði í för með sér mikla fjárhagslega skuldbindingu á svei tarfélagið inn í framtíðina. Í málinu liggur fyrir minnisblað Birgis 12. ágúst 2020 sem lagt var fram á 1117. fundi bæjarráðs 17. sama mánaðar í tilefni af fyrirspurn bæjarfulltrúa er laut meðal annars að því hvert verkefni yfirmanns eignasjóðs myndu fall a. Í minnisblaði nu k emur fram að sviðstjóri umhverfis - og eignasviðs hefði umsjón með starfsemi sviðsins og þeim verkefnum sem undir það heyrðu, þar á meðal verkefnum sem tilheyrðu eignasjóði. Þá kom n iður lagning starfa á umhverfis - og eignasviði til umræðu á 460. fundi bæjarstjórnar 3. september 202 0. Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kemur fram að talið væri að sparnaður af aðgerðunum væri hátt í á þriðja tug milljóna króna árlega þegar að þær væru gengnar í gegn. Í bréfi lö gmanns stefnanda til stefnda 31. ágúst 2020 kom fram að stefnandi teldi ákvörðun um niðurlagningu starfs hans , til að tryggja kjörnum bæjarfulltrúa , Marzellíusi Sveinbjörnssyni, sem g e g n d i starfi umsjónarmanns F asteigna Ísafjarðarbæjar áframhaldandi starf, ólögmæta . S tefnandi myndi því taka við öllum greiðslum frá stefnda næstu tólf mánuði með fyrirvara um betri rétt á hendur stefnda . Í svar bréfi bæjarstjóra stefnda 17. september sama ár kom fram að sviðstjóra umhverfis - og eignasviðs he fði verið falin ábyrgð á og umsjón með þeim verkefnum sem tilheyrt h efðu starfi stefn anda . Verkefnin hefðu ekki verið færð til umsjónarmanns Fastei g na Ísafjarðarbæjar. Stefnandi beindi bótakröfu að stefnda með bréfi lögmanns hans 17. nóvember sama ár . Kröf u stefnd anda var hafnað með bréfi lögmanns stefnda 30. sama mánaðar . Stefnandi og Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri stefnda, gáfu skýrslu við a ðalmeðferð málsins . Auk þeirra gáfu skýrslu vitnin Guðríður M. Þorbjörnsdóttir, dóttir stefnanda, Guðmundur Gunnars son , fyrrverandi bæjarstjóri stefnda , Axel Rodriguez Överby , sviðstjóri umhverfis - og eignasviðs stefnda, Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri stefnda , og Þorsteinn Jóhannsson læknir . Framburður þeirra er r a kinn í niðurstöðukafla dómsins að því leyti sem máli skiptir fyrir úrlausn málsins. II Stefnandi byggir dómkröfu r sína r á því að ákvörðun stefnda um að leggja starf hans niður hafi verið tekin með ólögmætum hætti og hafi bakað honum tjón sem stefndi beri bótaábyrgð á. Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að við ákvörðun stefnda um að leggja starf hans niður hafi ek ki verið gætt réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Stefndi hafi ekki komið 4 fram með nein málefnaleg sjónarmið ákvörðun sinni til stuðnings . S amkvæmt skýrslu HLH ráðgjafar ha fi verið talin þörf á hagræðingu í rekstri stefnda. Skýrslan réttlæti hins vegar ekki niðurlagningu á starf i stefnanda nema stefndi h afi áður framkvæmt mat á öllum störfum sveitarfélagsins og komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri að leggja niður starf stefnanda. Kraf a stefnanda byggir í öðru lagi á því að stefndi hafi ekki virt meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 . Stefnd i hafi hvorki lagt fram gögn né upplýst með öðrum hætti að hann hafi metið hvort beita mætti vægari úrræðum en því að leggja starf stefnanda niður til að ná þeim markmiðum sem hann stefndi að. Stefnandi byggir í þriðja lagi á því að ákvörðun stefnda hafi brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga , þar sem s tefndi hafi látið hjá líða að framkvæma rann sókn á störf um starfsmanna á umhverfis - og eignasviði og hvernig þeim yrði best komið fyrir áður en starf stefnanda hafi verið lagt niður . Stefnandi byggir á því að þau verkefni sem hann hafi sinnt hafi verið flutt undir verksvið Ma r zellíusar Sveinbjörnssonar , umsjónarmanns F asteigna Ísafjarðarbæjar, sem jafnframt sé kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn stefnda. S tefnanda byggir í fjórða lagi á því að við ákvörðun ina hafi verið brotið gegn jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 11. gr. stj órnsýslulaga og 65. gr. stjórnarskrár. Af ákvæðum þessum leiði , að þegar stjórnvald tekur ákvörðun um að leggja starf niður og stofna nýtt beri því að sjá til þess að starf ið sé auglýst og öllum áhugasömum veittur kostur á að sækja um hið nýja starf. Um þe tta hafi s tefndi ekki hirt . Krafa stefnanda byggir í fimmta lagi á því að ákvörðun stefnda hafi ekki verið tekin af þar til bærum aðila. Stefnandi vísar til þess að hann hafði verið ráðinn til starfa hjá stefnda af bæjarstjórn 16. ágúst 1984 og því hafi þa ð verið í verkahring bæjarstjórnar að taka ákvörðun um starfslok hans, hvort heldur þau áttu að vera með uppsögn eða niðurlagningu starfs . Hlutverk bæjarstjóra sé ekki að reka starfsmenn sem bæjarstjórn hafi með sérstakri ákvö r ðun ráðið til starfa og því s íður að leggja niður störf þeirra eða breyta skipuriti stefnda þannig að störf séu sameinuð og þar með lögð niður. Hlutverk bæjarstjóra sé að framkvæma ákvarðanir bæjarstjórnar en ekki taka ákvarðanir fyrir hönd bæjarstjórnar, sbr. ákvæði VI. kafla sveitar stjórnar laga nr. 138/2011. Með á kvörðun bæjarstjóra hafi stefnandi verið sviptur starfi sínu hjá stefnd a í þágu hagsmuna kjörins bæjarfulltrúa. Ef ekki hefði komið til niðurlagningar starfsins hef ði hann getað gegnt starfinu í sex ár til viðbótar án sérstaks samnings við stefnda, eða 5 til 70 ára aldurs. Samkvæmt kjarasamningi hefði hann m eð samningi við stefnda getað starfað til 72 ára aldurs. Hann h afi m átt treysta því að fá að gegna starfi sínu áfram þar til einhverjar sérstakar ástæður kæmu til sem annað hvort vörðuðu hann sjálfan eða starf hans á þann veg að það yrði réttilega lagt niður. Stefnandi hafi verið 6 4 ára gamall þegar starf hans var lagt niður og helgað stefnda starfskrafta sína í 45 ár. Hann sé atvinnulaus og búi á litlu atvinnusvæði . Hann kveðst ekki hafa haft í huga að nýta sér lífeyrisrétt sinn fyrr en hann hefði lokið störfum hjá stefnda vegna ákvæða í kjarasamningi um skyldu til starfsloka. Lífeyrisréttur stefnanda sé jafnframt verri en þau laun og launakjör sem hann naut hjá stefnda og hefði notið allt til 70 ára aldurs . Stefnandi kveður rétt vinnuveitand a til að segja starfsmönnum upp og leggja niður störf settar sko r ður vegna trúnaðarskyl du sem hvíli á aðilum í vinnuréttarsam band i . Þá gildi sú regla almennt á vinnumarkaði að þegar teknar séu ákvarðanir um uppsagnir eða niðu r lagningu starfa vegna endurskipulagningar eða hagræðingar í rekstri að þeir sem lengstan starfsaldur haf a njóti forgangs til nýrra eða breyttra starfa á þv í sviði sem þeir hafa starfað á eða við. Þessa hafi ekki verið gætt. Með vísan til framangreinds gerir stefnandi kröfu um að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur vegna fjártjóns sem svari til mánaðarlauna að fjárhæð 1.071.508 kr óna í 60 mánu ði talið frá þeim tíma sem biðlaunarétti l ýku r , eða frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2026, samtals 64.290.480 kr ónur. S amkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar ber i að ákvarða fjártjónsbætur að álitum með tilliti til atvika allra en með það að leiðarljósi að tj ónþoli fái tjón sitt bætt. Við ákvörðun skaðabóta verði að ho r fa til aldurs stefnanda og þeirra atvinnumöguleika sem honum bjóð i st á því atvinnusvæði sem hann b úi á og h afi búið allan sinn starfsferil. Til stuðnings miskabótakröfu vísar stefnandi til b - lið ar 1. mgr. 26. gr. skaðabóta laga nr. 50/1993, vegna ólögmætrar meingerðar gegn æru sinni og persónu í tengslum við starfslokin . Hann telur hæfilegar miskabætur 2.000.000 kr óna . Stefnandi byggir á því að hann hafi orðið fyrir andlegu áfalli þegar bæjar stjóri stefnda hafi tilkynnt honum fyrirvarlaust að staða hans yrði lögð niður. Hann h af i misst lífsþrótt og lífsgleði, horast niður og orðið að leita til læknis vegna vanlíðan sem hafi gert honum erfitt um svefn. Ekki hafi bætt úr skák yfirlýsingar af hál fu tveggja bæjarfulltrúa stefnda um starfslok hans , að þau h afi verið honum góð og komið til vegna vilja hans til að láta af störfum. Bæjarfulltrúar nir hafi vitað eða máttu vita að þeim v æri að lögum óheimilt að 6 tjá sig opinberlega um persónuleg málefni ha ns svo sem launakjör. Þá hafi hann mátt sitja undir yfirlýsingum um að starf hans hafi í raun ekki verið fullt starf. III Stefndi mótmælir öllum málatilbúnaði stefnanda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að ákvörðun um að leggja niður starf stefnanda hafi verið lögmæt og komið til vegna nauðsynlegrar hagræðingar í rekstri stefnda. Stefndi hafnar því að við vinnslu málsins af hálfu stefnda hafi verið brotið gegn reglum stjórnsýsluréttar og að valdþurrð af hálfu bæjarstjóra stefnda hafi verið fyrir að f ara. Að auki er meintu tjóni og fjárhæð bótakrafna stefnanda mótmælt. Stefndi byggir á því að ákvörðun um að leggja niður starf stefnanda í hagræðingarskyni hafi verið tekin e ftir vandlega skoðun sem stuðst hafi við skýrslu HLH ráðgjafar og yfirferð yfir v erkefni starfa á umhverfis - og eignasviði . Við mat á verkefnum annars vegar yfirmanns eignasjóðs og hins vegar umsjónarmanns F asteigna Ísafjarðarbæjar sem og verkefnum annarra starfsmanna umhverfis - og eignasviðs, hafi komið í ljós að svigrúm væri til að ú tdeila þeim verkefnum sem umhverfisfulltrúi og yfirmaður eignasjóðs höfðu sinnt á aðra starfsmenn sviðsins. Sviðsstjóri umhverfis - og eignasviðs hafi tekið yfir ábyrgð á þeim verkefnum sem stefnandi hafi áður verið með á sinni könnu og leyst þau sjálfur og / eða í samráði við sína undirmenn eða verkefni verið leyst af forstöðumönnum stofnanna stefnda. Stefndi kveður rangt að verkefni yfirmanns eignasjóðs hafi verið færð til umsjónarmanns Fasteigna Ísafjarðarbæjar . Við vinnslu málsins hafi einnig verið litið til þess að stefnandi h efði í nokkurn tíma leitast eftir því að föst yfirvinna yrði færð inn í grunnlaun hans þar sem það hefði jákvæð áhrif á lífeyrisgreiðslur til hans og áréttað að hann hygðist ekki vinna lengur en til 65 ára aldurs . Í tilefni af beiðni stefnanda hafi stefndi aflað útreikninga á hækkun lífeyrisskuldbindinga samfara slíkri breytingu sem sýnt hafi fram á töluverða útgjaldahækkun fyrir stefnda . Stefndi hafnar þeim málatilbúnaði stefnanda að ekki hafi verið gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar og ákvæðum stjórnarskrár við ákvörðun ina. Af sk ýrslu HLH ráðgjafar hafi legið í augum uppi að tilefni hafi verið til hagræðingar í starfsmannahaldi. Farið hafi fram greiningarvinna af hálfu bæjarstjóra, mannauðsstjóra og sviðsstjóra umhve rfis - og eignasviðs. Könnun á því hvernig verkefnum starfsmanna á sviðinu væri best háttað hafi leitt í ljós að hagkvæmara væri að leggja niður stöðu stefnanda og færa verkefni hans undir sviðsstjóra umhverfis - og eignasviðs , sem sinnir 7 eða dreifir verkefn unum eftir atvikum á undirmenn sína, e n að sameina það starfi umsjónarmanns Fasteigna Ísafjarðarbæjar líkt og lagt hafi verið til í skýrslu HLH ráðgjafar . A ð mati stefnda hafi verið ljóst að umrædd skipulagsbreyting leiddi til lægri launakostnað ar, að lokn um uppsagnarfresti og biðlaunaréttartímabili stefnanda , og að settu markmiði yrði ekki náð með öðru og vægara úrræði en gripið var til. E innig hafi verið litið til ítrekaðra óska stefnanda um að gerður yrði við hann starfslokasamningur þannig að hann lyki störfum við 65 ára aldur. Þá hafi ekkert nýtt starf orðið til við niðurlagningu stöðu stefnanda og því ekkert starf til að auglýsa. Tilgangur aðger ðanna hafi verið að fækka starfsmönnum í hagræðingarskyni. Stefndi byggir á því að bæjarstjóri stefnda hafi haft fulla heimild til að taka ákvörðun um niðurlagningu starfs ins . Bæjarstjóri sé framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og æðsti yfirmaður starfsliðs þess, sbr. 49. gr. bæjarmálasamþykktar stefnda, sbr. einnig 1. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga. Í 50. gr. bæjarmálasamþykktar stefnda sé kveðið á um að bæjarstjórn ráði sviðsstjóra , en um það sé ekki að ræða í tilviki stefn an da. Í þessu sambandi vísar ste fndi einnig til þess að starfsmannamál sé u almennt á ábyrgð bæjarstjóra og viðkomandi sviðsstjóra. Á kvarðanir í starfsmannamálum um nýráðningar, uppsagnir, afleysingar, breytingar á stöðuhlutfalli, o.s.frv. séu ekki bornar undir kjörna fulltrúa frá degi ti l dags. Hið sama eigi við þegar störf séu lögð niður. Stefndi mótmælir þeim málatilbúnaði stefnanda að það hafi verið í verkahring bæjarstjórnar að taka ákvörðun um starfslok stefnanda þar sem hann h afi verið ráðinn til starfa hjá stefnda af bæjarstjórn 1 6. ágúst 1984. Þó svo að bæjarstjórn stefnda kunni að hafa komið að ráðningum starfsmanna stefnda á árum áður þá sé staðan önnur í dag enda haf i reglur varðandi stjórnskipulag og stjórnarhætti sveitarfélaga tekið breytingum á þeim áratugum sem liðið haf i frá ráðningu stefnanda. Í lögum og reglum sem um starfsemi stefnda gilda sé ekki kveðið á um að bæjarstjórn fari með ákvörðunarvald um málefni einstakra starfsmanna stefnda. Stefndi mótmælir vangaveltu m um áhrif bæjarfulltrúa ns Marzellíusar Sveinbjörnsso nar á ákvörðun um niðurlagningu starfs stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Þá mótmælir hann öllum ávirðingum stefnanda varðandi viðhorf stefnda til hagsmuna stefnanda og ás ökun um saknæma háttsemi. Skri f k jörinna fulltrúa stefnda í tengslum við mál stefnand a séu stefnda með öllu ókunn og óviðkomandi auk þess að vera þýðingarlaus í málinu. 8 S tefndi byggir á því að fjárkröfur stefnanda séu vanreifaðar og í engu samræmi við lög, dómaframkvæmd eða gögn málsins. Almennt megi starfsmenn sveitarfélaga búast við því að breytingar geti orðið á starfsumhverfi þeirra og þar með á störfum þeirra og verkefnum. Hafi stefnandi þannig ekki getað vænst þess að halda starfi sínu til venjulegra starfsloka . Ó mögulegt sé að segja til um hvort stefnandi hefði starfað allt til ársins 2026 og jafnvel þótt svo væri þá leiði hvorki af lögum né dómaframkvæmd að stefnandi eigi rétt til bóta úr hendi stefnda vegna alls þess tímabils. Stefnandi hafi ekki s ýnt fram á tjó n vegna niðurlagningar starfsins en í því sambandi ver ði meðal annars að horfa til þess að stefnandi hafi notið biðlauna í tólf mánuði . Þá ber i stefnanda að takmarka tjón sitt . Við mat á fjártjóni stefnanda verði a ð horfa til greiðslna sem stefnandi kunni að njóta úr atvinnuleysistryggingarsjóði auk þess sem það liggi fyrir að stefnandi hafi náð svokallaðri 95 ára reglu og geti því hafið töku lífeyrisgreiðslna að loknu biðlaunatímabili. Ekkert tillit sé tekið til þessa í fjárkröfu stefnanda. Stefndi mótmæli r miskabótakröfu stefnanda með vísan til alls framangreinds. Stefndi byggir á því að stefnand i hafi ekki sýnt fram á að í ákvörðun stefnda hafi falist ólögmæt meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu stefnanda í skilningi 26. gr. laga nr. 50/1993 en ella að f járhæð kröfunnar sé órökstudd og ósönnuð og eigi sér ekki stoð í dómaframkvæmd. Að mati stefnda sé fráleitt að ákvörðun stefnda um að leggja starf stefnanda niður eigi rætur sínar að rekja til pólitískra hagsmuna . I V Í máli þessu er deilt um r étt stefnanda til skaða - og miskabóta vegna starfsloka hans hjá stefnda sem yfirmaður eignasjóðs. Svo sem rakið er var s tefnanda tilkynnt á fundi með bæjarstjóra stefnda , sviðstjóra umhverfis - og eignasviðs stefnda og mannauðsstjóra stefnda, 26. júní 2020 að ákveðið hefði verið að le ggja starf hans niður frá og með 1. september sama ár og var honum samtímis afhent bréf þess efnis. Komið hefur fram að á fundinum hafi ástæða ákvörðunarinnar verið sögð nauðsynleg hagræðing í rekstri stefnda. Í bréfinu var stefnanda kynnt ur réttur hans til að óska eftir skriflegum rökstuðningi fyrir ákvörðuninni, sbr. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , en þann rétt nýtti stefnandi sér ekki. Stefndi er sveitarfélag og taka stjórnsýslulög til ákvarðana hans um rétt og skyld u manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. S amkvæmt 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar skulu s veitarfélög sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða . Hefur ákvæðið verið skýrt svo að sveitarfélög eiga mat á því hvort og þá hvaða skipulagsbreytinga sé þö rf til 9 hagræðingar í rekstri og sætir það mat ekki öðrum takmörkunum en þeim að aðgerðir sem gripið er til þurfa að vera í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar . Ein þeirra er rétt m ætisregl an en samkvæmt henni verða stjórnvöld ætíð að reisa matskenndar ákvarðanir á málefnalegum sjóna r miðum . Þegar ráðgert er að fækka starfsmönnum í hagræðingarskyni ber stjórnvaldi að leggja mat á hvernig starfsmenn þess nýtast í starfseminni og hæfni starfsma nns sem kemur til greina að segja upp í samanburði við aðra starfsmenn á viðkomandi sviði , ef því er að skipta . Þá þurfa stjórnvöld að gæta að meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar með því að fara ekki strangar í sakirnar en nauðsyn krefur til að ná settu markmiði. Að virtri úttekt HLH ráðgjafar , sem unnin var að beiðn i stefnda , á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum stefnda og því svigrúmi sem sveitarfélög njóta til að ráða málefnum sínum verður ekki véfengt að stefndi hafi haft réttmætt tilefni til að draga úr kostnaði með því að fækka starfsfólki . Við úttekt ina voru tekin viðtöl við starfsmenn stefnd a og störf þeirra skilgreind . Um yfirmann eignarsjóðs seg i r í úttektar skýrslu að hann annist viðhald á fasteignum stefnda. Forstöðumenn stofnana stefnda hafi samband við hann varðandi viðhald sþörf . Jafnframt annist hann hú snæði hjúkrunarheimilis í eigu stefnda og aðstoði þjónustumiðstöð við ýmis verk varðandi mælingar, pantanir o.fl . Þá segir að hann vinni náið með umsjónarmanni Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni er meginverkefni u msjónarma nns að annast rekstur hundrað leiguíbúða í eigu félagsins. Líkt og komið hefur fram l agði úttektaraðili til að st örf yfirmanns eignasjóðs og umsjónarmanns Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. yrðu sameinuð. Fyrir dómi bar Guðmund u r Gunnarssonar, sem geg ndi stöðu bæjarstjóra stefnda á meginþorra þess þeim t íma sem að úttektin fór fram, að tillagan hafi g engið út á það að bæði störfin yrðu lögð niður í hagræðingarskyni og að nýt t starf yrði auglýst . Litið hafi verið svo á að hvorugt starfið réttlætt i fulla stöðu. Birgir Gunnarsson tók við starfi bæjarstjóra stefnda 1. mars 2020. Í framburði hans fyrir dómi kom fram að stefndi hefði staðið frammi fyrir verulegum rekstrarhalla á árinu 2020 og mikill vilji hafi verið til að nýta allar tillögur í skýrslu HLH ráðgjafar sem gætu orðið til þess að hagræða í rekstri stefnda . H lutfall launa h efði verið mjög hátt h já stefnda í samanburði við önnur sveitarfélög. Í framhaldi af kynningu á skýrslunni hefði tillögum hennar verið skipt niður á viðkomandi sviðss t jóra og eftir atvikum bæjarstjóra og unnið að útfærslum . Í tilvik i yfirmanns eignasjóðs h efði ekki verið lengur talin þörf fyrir starfsmann í því starfi. Við starfslok stefnanda hefði s viðsstjóri teki ð verkefnin yfir 10 og haldið sjálfur utan um sum en framselt önnur á forstöðumenn stofnana stefnda , sem meðal annars hefðu fengið heimild til að kalla sjálfir til iðnaðarmenn. Hann kvað bæði störf yfirmanns eignasjóðs og umsjónarmanns Fasteigna Ísafjarðarbæjar hafa verið til skoðunar . Að baki þ eirri ákvörðun að leg gja starf stefnanda niður hafi legið að unnt yrði að framselja verkefni til forstöðum anna rekstrareininga , þannig að ekki lenti allt á sviðstjór a , en í tilvik i umsjónarmanns Fasteigna Ísafjarðarbæjar hefði sviðsstjóri þurft að taka öll verkefni yfir . Þá h efði launasetning stefnanda verið há og úr takti við önnur störf í sveitarfélaginu og umtalsverð hagræðing tali n felast í því að leggja starfið niður. Út frá hagsmunum stefnda hafi þetta verið talin betri niðurstaða . Í framburði Axels Rodriguez fyrir dómi kom fram að við þá vinnu sem fram fór í kjölfarið á skýrslu HLH ráðgjafar h afi hann sem sviðstjóri umhverfis - og eignasviðs reynt að verja þau störf sem sviðinu tilheyrðu. Það hafi verið auðvelt að r éttlæta viss st örf , líkt og skipulags - og byggingafulltrú a , en í öðrum tilvikum hafi það verið erfiðara, líkt og í tilviki yfirmanns eignasjóðs og umhverfisfulltrúa . Fyrir fundinn 26. júní 2020 h afi verið rætt um að hefja samtal við stefnanda um starfslok og hafi s ú umræða meðal annars snúið að því að yfirvinnutíma r yrðu færðir inn í dagvinnutíma vegna lífeyrisréttinda stefnanda , en bæjaryfirvöld h afi ekki verið tilbúin til þes s . Ákvörðun bæjarstjóra um að leggja starfið niður þá þegar hafi þó borið brátt að og hann hafi ekki talið hana tíma bæra . Hann kvaðst hafa tekið yfir stóran hluta af störfum stefnanda við starfslok in . Stærri viðhaldsverkefnum vísi hann til tækniþjónustu eða viðeigandi aðila. Engin verkefni hefðu verið færð til umsjónarmanns Fasteigna Ísafjarðarbæj a r , sem ætti nóg með þau störf sem að hann hefði með höndum . Aðspurður um hvort bæjarstjóri stefnda hefði leitað eftir frekari gögnum frá honum til að greina störf á sviðinu kvað hann svo ekki vera og að bæjaryfirvöld h efðu álitið úttektarskýrsluna mjög skýra og tæmandi . Aðrar hagræðingara ðgerðir á sviðinu h efð u falist í því að starf umhverfisfulltrúa hefði verið lagt niður og þrjú stöðugildi hefðu verið lögð niður í áhaldahúsi . Hann kvað ekki hafa verið aðrar stöður á sviðinu sem staðið gátu stefnanda til boða og þá hefðu engar nýráðningar átt sér stað utan ráðningar skipulags - og byggingarfulltrúa . Af hálfu stefnanda hefur verið á það bent að einu skriflegu gögnin sem liggi fyrir um ástæður þess að starf hans hafi orðið fyrir valinu sé bréf bæjarstjóra stefnda til bæjarfulltrúa 29. júní 2020, en efni þess er áður rakið. Bréf þetta felur ekki í sér rökstuðning fyrir ákvörðun til aðila máls samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga og verður að mati dómsins að skoða efni þess í því ljósi að móttakendum mátti vera fullkun nugt 11 um þá vinnu sem fór fram hjá stefnda við að lækka launakostnað. Er því ekki unnt að líta svo á að bréfið feli í sér tæmandi talningu röksemda fyrir ákvörðun stefnda um niðurlagningu starfsins heldur sé það fremur til upplýsinga og skýringa á því af hv erju ekki hafi verið komið til móts við óskir starfsmanns , sem gegnt haf ði störfum fyrir stefnda um langt árabil , um að yfirvinna yrði færð inn í grunnlaun . Áður en ákvörðun um niðurlagningu starfs stefnanda var tekin hafði s tefndi samkvæmt áður sögðu l átið framkvæma úttekt á starfsemi sinni með það að markmiði að finna leiðir til að hagræða í stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Við úttektina fór fram greining á störfum og verkefnum einstakra starfsmanna þar á meðal á umhverfis - og eignas viði stefnda og varð af úttektar skýrslu ráðið að mögule g t væri að ná fram hagræðingu í starfsmannahaldi á sviðinu. A nnarra gagna nýtur ekki við um undirbúning þeirrar ákvörðunar að leggja starf stefnanda niður og þá óskaði stefnandi ekki eftir skriflegum r ökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Í skýrslu fyrir dómi gerði bæjarstjóri stefnda grein fyrir ástæðum þess að við hagræðingaraðgerðir á umhverfis - og eignasviði hefði verið farin sú leið að leggja niður starf yfirmanns eignasjóðs og er framburðar hans áður geti ð . Að öllu framangreindu virtu eru ekki efni til að hnekkja því mati stefnda að unnt væri að skipa verkefnum sem heyrðu undir yfirmann eignasjóðs með öðrum og hagkvæmari hætti og að ekki væri lengur þörf fyrir starfsmann í því starfi. S tefnandi sinnti einn þeim verkefnum og kom því ekki annar starfsmaður til greina að sú aðgerð bitnaði á. Af gögnum málsins og framburði fyrir dómi er ljóst að sviðstjóri umhverfis - og eignasviðs stefnda tók yfir stóran hluta þeirra verkefna sem stefnandi sinnti áðu r, og sinnir þeim sjálfur eða hans undirmenn, auk þess sem að tiltekin verkefni voru flutt til forstöðum a nn a stofnana stefnda . V ið tilfærslu verkefn a varð hvorki til annað starf hjá stefnda né gátu önnur störf staðið stefnanda til boða . Verður samkvæmt þes su fallist á með stefnda að ákvörðun um að leggja niður starf stefnanda hafi verið reist á málefnalegum sjónarmiðum og ekki hafi verið gengið lengra en nauðsyn bar til að ná settu markmiði . S tefnandi verður jafnframt ekki talinn hafa fært haldbær rök fyrir því að við ákvörðun stefnda hafi verið brotið gegn öðrum megin reglum stjórnsýsluréttar. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekki haft vald til að ákveða starfslok hans án atbeina bæjarstjórnar. Samkvæmt 49. gr. s amþykktar um stjórn stefnda og fundarsköp bæjarstjórnar, sbr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga, er bæjarstjóri framkvæmdastjóri stefnda og æðsti yfirmaður starfsliðs þes s. Er ekki fallist á með stefnanda að nauðsynlegt hafi verið 12 að bæjarstjórn stefnda stæði a ð ákvörðun um starfslok hans og breytir engu í því sambandi að stefnandi hafi árið 1984 verið ráðinn til starfa með ákvörðun bæjarstjórnar . Samkvæmt framansögðu verður stefndi sýknaður af skaðabótakröfu stefnanda. Af framburði stefnanda og vitnisins Guðríðar M. Þorbjörnsdóttur fyrir dómi er ljóst að stefnandi mætti til fundar ins 26. júní 2020 í trú um að þar yrði rætt um tilfærslu á fastri yfirvinnu inn í gru n nlaun til að greiðslur til hans úr lífeyrissjóði við starfslok yrðu í takt við heildarlaun , o g að sú ákvörðun stefnda sem kynnt var á fundinum hafi komið flatt upp á hann og honum verið mjög brugðið. Ákvörðun um starfslok stefnanda tengdist hvorki starfshæfni hans eða persónu . Þá var honum tilkynnt um niðurlagningu starfsins m eð tveggja mánaða fyr irvara og hafði hann kost á að vinna þann tíma án þess þó að það hafi verið lagt að honum . V erður tilhögun tilkynningar stefnda um starflokin ekki talin fela í sér ólögmæt a meingerð gegn æru eða persónu stefnanda . Þá verða skilaboð tveggja bæjarfulltrúa stefnda á samskiptamiðlum um s tarfslok stefnanda, sem alls er óvíst hverjum hafi verið send, ekki talin hafa þýðingu fyrir miskabótakröfu stefnanda . Stefndi verður því jafnframt sýknaður af kröfu stefnanda um miskabætur . Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir , settur dómstjóri , kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, Ísafjarðarbær, er sýkn af kröfum stefnanda, Þorbj örns Halldórs Jóhannessonar. Málskostnaður fellur niður. Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir