Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 9. nóvember 2021 Mál nr. S - 639/2020 : Héraðssaksóknari ( Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Kristófer Erni Sigurðars yni ( Sunna Axelsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 7. október sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 5. nóvember 2020, á hendur Kristófer Erni Sigurðarsyni, kt. , með lögheimili að , Akureyri . Er ákærða gefin að aðfararnótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019, í íbúðarhúsnæðinu á Akureyri, þar sem ákærði bjó á jarðhæð, kveikt á brauðrist sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út úr húsnæðinu, en með athæfi sínu olli ákærði eldsvoða sem hafði í för með sér að íbúar á efri hæð húsnæðisins voru í bersýnilegum lífsháska og augljós hætta var á yfirgrips mikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út, en íbúi á e fri hæð hússins varð eldsins var og gerði slökkviliði viðvart sem réð niðurlögum eldsins. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls s akar - kostnaðar. Til vara er þess krafist að ákærða verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun eða vægari öryggisráðstöfunum, sbr. 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákær uvalds. T il vara er þess krafist að ákærða verði ekki gerð refsing en til þrautavara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundin . Því er mótmælt að ákærða verði gert að sæta öryggisgæslu . Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna t il handa verjanda . I Samkvæmt skýrslu lögreglu voru m álavextir þeir að klukkan 01:33, aðfaranótt 6. október 2019 , var óskað aðstoðar lögreglu og slökkviliðs vegna elds í húsinu . Ákærði bjó þar í íbúð á jarðhæð en vitnið A á efri hæð. Fram kom í tilkynningunni að allir væru komnir út úr húsinu. Lögregla kom á vettvang klukkan 01:35. Hurð var sparkað 2 upp og kallað inn en enginn svaraði. Eldur var á gólfi milli forstofu og hols. Fyrir utan voru vitnin A og B og kvaðst A hafa heyrt hurðar skell af neðri hæð skömmu áður en hann fann reykjarlykt. Þau voru færð til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Lögregla leitaði ákærða vegna gruns um að hann hefði orðið valdur að eldinum. Fram kemur að l ögregla hafi komið auga á hann á gatnamótum Hörg árbrautar og Stórholts . Lögreg l a hafi gengið til ákærða og kynnt honum að hann þyrfti að koma með á lögreglustöð þar sem hann væri handtekinn, grunaður um íkveikju í húsinu . Þá voru honum kynnt réttindi sín og var hann handtekinn klukkan 01:52 . Er því lýst að á kærði hafi verið óðamál a og sag st vilja tala við lækni , komast á geðdeild og fá lögfræðing . Hann hafi harðneitaði að hafa kveikt í húsinu. Í upplýsingaskýrslu lögreglu kemur fram að klukkan 06:25 að morgni 6. nóvember hafi lögregla fylgt ákærða á salerni. Hann hafi þá sagt upp úr þurru að hann hefði kveikt í , hann hefði sett visk a stykki yfir brauðrist og kveikt í. Aftur hafi verið farið í fangaklefa klukkan 07:50. Ákærði hafi þá verið búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi þá ítrekað að hann hafi kveikt í . Í frum skýrslu lögreglu er tekið fram að vitnið A hafi óskað aðstoðar lögreglu um kl. 00:35 sömu nótt þar sem ákærði hefði lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögr egla hafi farið á vettvang og ákærði kannast við að hafa skrúfað fyrir heita vatnið en ekki að hafa átt við rafmagnið. Í upplýsingaskýrslu kemur einnig fram að klukkan 21:30 kvöldið áður hafi ákærði komið í port lögreglustöðvarinnar, talandi við sjálfan si g, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Hann hafi talað mikið samhengislaust en þó komið því á framfæri að honum liði ekki vel og að hann vildi komast á meðferðar - heimilið Vog. Honum hafi verið boðið inn í kjallara lögreglustöðvarinnar og til hafi staðið að b jóða honum gistingu , en áður en það var gert hafi hann gengið inn í fangaklefa og beðið um að ljós yrði slökkt. Klukkustund síðar hafi hann viljað fara heim og honum hafi þá verið hleypt út. Tæknideild lögreglustjórans á h öfuðborgarsvæðinu gerði rannsókn á eldsuppt ökum þann 6. nóvember 2019 og liggja fyrir myndir af vettvangi. Skýrsla um rannsóknina er dagsett 13. nóvember 2019. Var niðurstaðan sú að eldsupptök hafi verið á tveimur stöðum á gangi í kjallaraíbúð . Á öðrum þeirra hafi ekkert verið s em gat kveikt í en á hinum staðnum hafi verið brauðrist og talsvert brunnið þar í kring. Taldi lögregla mestar líkur á að báðir upptakastaðir hafi verið út frá brauðristinni, en hún verið færð eða færst til á seinni staðinn. Eldsupptök voru talin hafa veri ð af mannavöldum. D , verkfræðingur og dómkvaddur matsmaður, gerði mat á almannahættu af bruna num og skilaði skýrslu sinni 20. janúar 2020 . Var það niðurstaða hans að öruggt mætti telja að um hafi verið að ræða eldsvoða í skilningi 164. gr. almennra hegningarlaga . Hefði ekkert verið að gert hefð i í kveikjan þróast á þann veg að eldurinn breiddist út frá ganginum þar sem kveikt var í og yfir í aðra brennanlega hluti í íbúðinni sem lei dd i til þess að yfirgripsmiklar skemmdir yrðu á íbúð á jarðhæð . Elduri nn myndi einnig berast í íbúð á efri hæð þar sem milligólfið hafi enga skilgreinda brunamótstöðu . Þannig myndu allir gluggar, hurðir, lagnir, fastar innréttingar, klæðningar og innbú eyðileggjast í báðum íbúðum. Enginn hafi verið í lífshættu á neðri hæð en íbúar á efri hæð hefðu verið í mikilli hættu hefðu þeir verið sofandi. V ar það álit hans að almannahætta hafi verið til staðar af 3 íkveikjunni í báðum íbúðum hússins og að íbúum á efri hæð hafi verið bersýnilegur lífsháski búinn við þetta atvik. E , geðlæknir, gerði geðrannsókn á ákærða og skilaði skýrslu 6. febrúar 2020. Af skoðun gagna , viðtal i við ákærða og við þá sem sáu hann 6. og 7. nóvember 2019 var það niðurstaða hans , að ráðið yrði að ákærði hafi þá verið í geðrofsástandi, en veruleg a r líku r væru á því að það ástand hafi að hluta til, að minnsta kosti, verið framkallað af neyslu á kannbisefnum og amfetamíni. Því væri það mat læknisins að ekki væri hægt að álíta að ákærði hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem íkveikj an átti sér stað í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til 16. gr. sömu laga og langrar sögu um alvarlega geðsjúkdóma ákærða v ar það mat læknisins að ólíklegt væri að refsing í formi fangelsisrefsingar gæti borið árangur. Því styddi hann ti llögu geðlækna á Akureyri, gerða í samráði við geðdeild Landspítala, um að ákærði leggðist inn á réttargeðdeild Landspítala til framhaldsmeðferðar og eftirlits. Ljóst væri að ef ekki yrði gripið til alvarlegs inngrips í máli ákærða væri mjög líklegt að svi paðir atburðir gætu endurtekið sig, án þess að afstaða væri tekin til þess hvort ákærði kveikti eldinn í raun. II Ákærði neitaði sök. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um efni ákærunnar , hann hefði ekkert meira um það að segja en hann hafi sagt í skýrslu si nni hjá lögreglu . Ákærði lýsti högum sínum. Hann kvaðst ekki hafa húsaskjól og hafa verið á flakki. Hann kvaðst hald a til í Reykjavík og vera að bíða eftir húsnæði og eig a von á að fá íbúð í Kópavogi um miðjan október. Hann hafi gist í gistiskýlinu en einn ig í sófanum hjá hinum og þessum. Heilsan gæti verið betri, hann sé slæmur í bakinu og laskaður eftir átök við að verja friðinn í borginni. Hann sé þá að reyna að stöðva slagsmál og verja vini sína. Hann hafi leitað á sjúkrahús vegna áverka en fái þar ekki sömu þjónustu og aðrir . Ákærði kvað g eðheils u sína haf a verið þokkaleg a og hann hafi verið í sambandi við F geðlækni á Landspítalanum en þó ekki regluleg a . Ákærði kvaðst tak a olanzapín í kjölfar heilahimnubólgu árið 201 5 . Það slái á spennu og hjálpi honum að sofa. Hann kvað g eðheils u sína hafa verið sérlega slæm a eftir heilahimnubólguna en far a batnandi. Hann sé m ikið betur staddur nú en t.d. fyrir tveimur árum og honum líði betur. Ákærði kvaðst fá þjónustu hjá F rú Rag n heiði og einnig veita aðstoð þar . Ákærði kvaðst eig a það til að fá sé r eina og eina jónu, líklega síðast fyrir tveimur dögum. Þá drekki hann einn og einn bjór, en þetta sé ekkert sem m egi kalla neyslu. Ákærði kvaðst ekki hafa áhyggjur af þessu máli, hann ætti ekki að vera sek ur um þetta . Aðspurður kvaðst ákærði alla jafna vita hvað hann sé að gera en eig a við reiðivanda að stríða , hann geti reiðst mjög ef brotið sé á rétti hans að eða bornar séu á hann rangar sakir. Þá geti hann ð og þurfi þá oft hjálp til að rifja upp. Þó hafi d regið úr þessu hjá honum. Ákærði kvaðst vera með ADHD og vera á einhverfurófi með aspergertilhne i gingu. Hann kvaðst ekki hafa ofskynjanir, það hafi áður verið tengt lyfjum, en mjög langt sé síðan það hafi gerst. Ákærði kvað andlega h eilsu sína ekki hafa verið góða haustið 2019 og kvað þetta myglaða, hr ip leka húsnæði ekki hafa hjálpað. Hann hafi búið í um eitt ár í húsinu . Þar 4 hafi margoft verið brotist inn hjá honum , allir farið inn , óvelkomnir, og hann ekkert getað átt í friði. Vitn ið A kvaðst hafa átt heima í á þessum tíma. Þetta kvöld hafi hann verið heima í tölvunni þegar hann hafi fundi ð skrítna lykt, eins og af brenndu plasti, og áttað sig á að kviknað væri í einhverju. Hann hafi áður búið í húsi þar sem kviknaði í út frá sí garettu og þekki því lyktina. Vitnið hafi hringt í slökkviliðið, vakið vitnið B , sem hafi verið sofandi í sófa, og sagt að þau skyldu drífa sig út . Hann hafi t ekið tölvuna úr sambandi og labbað út . Ekki hafi verið vandi að komast út og kötturinn hafi komið einnig . Vitnið kvað ákærða hafa verið búinn að fikta í rafmagnstöflunni þetta kvöld. Áður en vitnið fann brunalykt hafi hann heyrt útihurðinni skellt og áttað sig á að ákærði væri farinn. Vitnið kvað ákærða hafa kveikt í ruslatunnu fyrir utan húsið um tveimur, þremur vikum fyrr , k annski hafi hann bara ákveðið að kveikja í húsinu af því að það væri rusl. Húsið hafi verið lélegt og blásið inn um glugga. Vitið kvað engan reykskynjar a hafa verið í íbúð sinni. Vitnið B kvaðst hafa verið stödd hjá vitninu A . Ákærði hafi verið nýkominn að sunnan og hann hafi verið í hræðilegu ástandi. Hann hafi bankað stöðugt hjá þeim en þau ekki viljað hleypa honum inn vegna ástands hans. Ákærði hafi hótað henni og hún verið dauðhrædd við hann . Vitnið hafi áður orðið hrædd við ákærða en aldrei eins og þetta kvöld. Hún hafi því brugðið á það ráð að taka lyfin sín og far a snemma að sofa, líklega um níu eða tíu leytið, og beðið nýs dags. Hún hafi ekki þorað að gista í risinu, eins og hún hefði oft gert, heldur hafi hún sofið á sófa í stofunni hjá A . A hafi svo vaknað við að kviknað væri í , vakið hana og sagt henni að drífa sig út. Allt hafi verið svart af reyk og þau hlaupið út. Hún hefði örugglega ekki vaknað ef A hefði ekki vakið hana. Vitnið lögreglumaður nr. 0327 kvaðst ha fa skoðað vettvang í kjölfar brunans ásamt öðrum rannsóknarlögreglumanni . Fljót t hafi orð ið ljóst að eldurinn h efð i kviknað á gangi á jarðhæð inn af forstofu , þ ar hafi allt verið mikið brunnið. Á ganginum hafi verið kaffivél og brauðrist sem þeim hafi þótt athugaverður staður fyrir slík tæki. Niðri við gólf hafi verið áberandi brunaferlar á tveimur stöðum. Á öðrum staðnum hafi ekkert verið sem hefði getað orsakað eld inn en á hinum staðnum hafi verið mikið brunnin brauðrist sem var tengd við rafmagn . Í og við brauðristina hafi verið brunnar efnistutlur og áberandi brun a ferlar upp veggi , upp í loft þar sem eldurinn hafði teygt sig í vegg - og loftaklæðningu. Þeir hafi leitt að því líkur að upphaflega hafi brauðristin verið á fyrri upptakastaðnum en svo verið færð á hinn staðinn. Niðurstaðan hafi verið sú að einhver hefði þurft að koma brauðristinni þarna fyrir, setja efnið yfir og kveikja svo á henni. Vitnið kvað neðri hæðina hafa verið mikið skemmda, sérstaklega gangurinn og loftið. Á annarri hæð hafi veggklæðning verið brunnin og bráðnuð í einu herbergi og töluvert sót þar. Aðspurt kvað vitnið brauðristina hafa verið senda Mannvirkjastofnu n til skoðunar en vitni nu væri ekki kunnugt um niðurstöður , hann hafi að minnsta kosti ekki verið kominn með þær þe gar hann ritaði skýrslu sína. Miðað við skemmdirnar á fyrri upptakastað taldi vitnið mega leiða líkur að því að þar hafi verið kominn töluverður eldur og væntanlega reykur líka þegar brauðristin var færð . Vitnið kvað um 1,5 - 2 metra á milli þessara tveggja staða og e kkert í veginum þar á milli . Hann kvað b rauðristin a hafa staðið á gólfinu og að þar hafi verið efnistutlur og brak úr vegg - og loftaklæðni n gu. 5 Vitnið lögreglumaður nr. 0774 kvaðst hafa komið á vakt um klukkan sex að morgni 6. nóvember. Ákærði hafi verið í fangaklefa og vitnið meðal annars verið fangavörðum til aðstoðar. Vitnið hafi verið með í för þegar ákærði fór á salerni. Ákærði hafi þá sagt upp úr þurru að hann hafi kvei kt í . V itnið hafi tjáð ákærða að segja rannsóknar - lögreglumönnum það en hann sag t að það vildi hann ekki . Vitnið hafi svo aftur farið niður til ákærða því hann hafi verið búinn að binda band um háls sér. Það hafi þó ekki verið þéttara en svo að ákærði hafi staðið uppréttur og talað við fangavörð. Vitnið hafi náð í hníf til að skera bandið og ákærði svo haldið áfram að tala. Vitnið hafi tekið mynd a vél með í það sinn . Ákærði hafi þá endurtekið þetta og bætt því við að hann hafi sett viskastykki yfir brauð rist og kveikt í. Ákærði hafi ekk ert verið spurður um málið, heldur í bæði skiptin sagt þetta í óspurðum fréttum. Vitnið kvaðs t þekkja vel til ákærða, enda oft haft afskipti af honum. Þau hlusti alltaf á hann og stundum sé augljóslega ekkert að marka það s em hann segi en oft segi hann þeim satt. Aðspurt um ástand hans þessa nótt kvaðst v itnið hafa vitað að ekki hafi mælst áfengi í ákærða um nóttina en einhver fíkniefni. Hann hafi verið hátt upp i , hann fari stundum í maníur. Hann hafi verið ör, talað samheng islaust heilt yfir, en inn á milli talað við þau beint. Vi tnið treysti sér ekki til að leggja mat á það sem hann sagði í umrætt sinn . Aðspurt um hvort ákærði hafi verið til samvinnu kvað vitnið hann að minnsta kosti ekki hafa streist á móti þegar bandið va r tekið af honum. V itnið kvaðst ekki vita til þess að ákærði hafi verið búinn að tala við lögmann áður en hann talaði við þau í fangageymslunni, verjandi sé almennt ekki kallaður til fyrr en við skýrsl utöku . V itnið kvaðst hins vegar hafa beðið lækni um að líta á ákærða, að hans ósk. Vitnið lögreglumaður nr. 19 38 kvað hafa sést í myndavélakerfi að ákærði væri kominn með spotta um hálsinn og þ au hafi farið niður til að fjarlægja bandið. Fyrst hafi fangavörður rætt við hann og klefinn svo verið opnaður til að taka bandið. Vitnið hafi vitað að ákærði hefði áður verið búinn að nefna að hann hafi kveikt í og það hafi hann endurtekið þegar klefinn var opnaður. Vitnið minni að hann hafi orðað það þ annig að hann hafi kveikt í helvítis kofanum. Hann hafi talað um brauðrist og að hann hafi sett viskastykki yfir hana. Þetta hafi hann sagt óspurður. Ákærði hafi verið búinn að vera ör og mikið á iði í klefanum en hann hafi verið viðræðuhæfur . Vitnið kvaðst hafa verið með búkmyndavél og kveikt hafi verið á henni. Han n kvaðst telja að þau hafi stoppað hjá honum í mesta lagi í fimm mínútur. Vitnið D , verkfræðingur , sem var dómkvaddur til að meta almannahættu , kvað mat sitt byggja annars vegar á skýrslum lögreglu og hins vegar eigin skoðun á aðstæðum. Vettvangur hafi ve rið lítið hreyfður þegar hann kom þangað, en aðeins hafi verið búið að moka til vegna rannsóknar lögreglu. Hann hafi skoðað húsið í heild, hvað eldur hafi getað komist í, brunahólf un og möguleika elds til að fara um húsið með tilliti til þess. Við slíkt ma t sé skoðað hvar í húsinu fólk hafi verið þegar eldur kom upp og hvort það fólk hafi verið vakandi eða sofandi. Út frá því sé hættan metin. Inn í hættumat spili þættir sem lúti að einstaklingsbundnum þáttum þeirra sem inni er u og því sé miðað við meðalmann nema eitthvað sérstakt liggi fyrir um fólkið . Vitnið kvað augljóst að eldurinn hafi byrjað á ganginum , niðri við gólf, undir rafmagnstöflunni þar sem brauðristin sést á vettvangsmyndum lögreglu , og náð að breiðast út um húsið. Milligólf hafi verið mjög 6 óþétt og holrými í veggjum svo eldurinn hafi auðveldlega komist upp á efri hæð og ris. Þá sé húsið einangrað með sagi, hefilspónum, reiðingi og öðrum tiltölulega auð - brennanlegum efnum. Samkvæmt upplýsingum vitnisins hafi einn einstaklingur verið sofandi á efri hæð þegar eldurinn kvikn að i og annar vakandi og sá hafi vakið þann sem svaf. Þ eir sem voru á efri hæð hafi verið í hættu, sérstaklega sá sem svaf , því m isjafnt sé hvernig fólk bregst við hættu, hvort menn taki bara til fótanna til að forða sér úr hæt tu eða grípi til aðgerð a eins og að vekja þá sem sofa. Vitnið kvað töluvert um bruna í brauðristum, yfirleitt þannig að eitthvað festist í þeim, enda geti hiti í brauðrist verið milli 600 og 800 gráður. Slíkur eldur geti náð 30 - 60 cm hæð og þá þurfi að ver a eitthvað tiltölulega auðbrennanlegt alveg við ristina til að ná að kveikja í á þeim fáu sekúndum sem eldurinn st andi upp úr brauðristinni. H iti í brauðrist hefði vel dugað til að koma af stað eldi í viskastykki hafi það verið lagt þar yfir. Brauðristin h efði ekki átt að geta farið af stað sjálf heldur þurfi að setja hana í gang. Brauðristin hafi staðið heil eftir og því væntanlega verið úr málmi. Hann kvaðst telja að það hefðu verið erfiðar aðstæður til að færa brauðristina eftir að eldur var kviknaður. A ðspurt um tilgátu lögreglumanna um tvo upptakastaði kvað vitnið ekkert hafa verið á þeim stað, sem lögregla tilgreindi sem fyrri upptakastað, sem gæti skýrt eldsupptök. Hins vegar sé algengt að við bruna hrynji eitthvað úr lofti niður á gólf og úr því verð i bruni sem líti út eins og eldsupptakastaður. Á þeim stað, sem lögregla taldi fyrri upptakastað, hafi verið sviðinn panell úr filmukrossvið sem sé auðbrennanlegur. Vit n ið bar að h úsið hefði brunnið alveg ef ekki hefði verið gripið til aðgerða. Eldurinn ha fi verið kominn á allar hæðir . Vitnið kvaðst ekki hafa séð reykskynjara í húsinu. Vitnið kvað almannahættu hafa verið til staðar, bæði vegna hættu á eyðileggingu eigna og gagnvart þeim sem voru á efri hæð, sérstaklega þeim sem svaf. Vitnið E geðlæknir, dómkvaddur matsmaður, kvaðst hafa hitt ákærða um jól 2019. Þá hafi verið ljóst að ákærði hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár, og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítala og geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri, auk þe ss sem hann hafi farið í meðferðir annars staðar. Geðrofsástand hans virðist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Vitnið kvað ákærða skilja tilgang refsingar þegar hann hafi verið edrú í einhvern tíma. Þá sé enginn vafi á því að ákærði átti sig alme nnt á afleiðingum gerða sinna en hann verði stjórnlaus þegar hann hefur verið í neyslu og þá á köflum mjög ruglaður. Mat vitnisins hafi því verið að ákærði hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar atvikið átti sér stað. Á þeim tíma hafi s taðið til að ákærði yrði lagður inn á réttargeðdeild. Félagslegar aðstæður ákærða hafi á þeim tíma verið mjög slæmar. Vitnið hafi talið að ólíklegt væri að refsing myndi bera árangur og að tillaga læknanna væri heillavænlegri en að ákærði færi í fangelsi. Vitnið viti ekki hvort sú ráðagerð hafi gengið eftir. Aðspurður um hvort geðheilbrigðisþjónusta í fangelsum nú væri boðleg fyrir ákærða kvað vitnið þá þjónustu hafa batnað á allra síðustu árum. Þar séu geðheilsuteymi og yfirlæknir sem fari á milli fangelsa . Kvaðst vitnið, aðspurt, telja að þar gæti ákærði fengið fullnægjandi þjónustu, enda komi einkenni hans ekki fram nema í tengslum við neyslu. 7 III Ákærði neitaði sök en kaus að tjá sig ekki um atvik málsins fyrir dómi og kvaðst ekki hafa neinu við lögregluskýrslu sína að bæta . Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 22. nóvember 2019 og var verjandi við s taddur. H luti af m yndbandsuppt öku af skýrslunni var spiluð í dóminum. Í skýrslutökunni kvaðst ákærði hafa kveikt í húsinu og sagði a ðspurður um hvernig hann hafi gert það , að hann hafi tekið brauðristina, sett viskastykki yfir hana og kveikt á henni. Þetta hafi verið á gólfinu á ganginum framan við eldhúsið. Hann hafi sett brauðristina við vegginn hjá rafmagnstöflunni . Í skýrslu nni kvaðst ákærði ekki vita ástæðu fyrir bruna á hinum staðnum á ganginum , sem lögregla taldi annan upptakastað . Í matsgerð E eru raktar upplýsingar sem hann fékk frá Sjúk ra húsinu á Akureyri og geðdeild Landspítala. Þar kemur meðal annars fram að geðlækni r og hjúkrunarfræðingur á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri hafi hitt ákærða í fangageymslu lögreglu 6. nóvember 2019. Þar hafi h desember sama ár hafi hann hins vegar talað um að vera ranglega saka ður um íkveikju, það hafi verið hinn íbúinn og vinkona hans sem kveiktu í. Einnig kemur fram að á kærði hafi verið lagður inn á geðdeild Landspítala 6. nóvember 2019 og s amkvæmt sjúkraskrá hafi ákærði skýrt frá því í viðtali 7. nóvember 2019 að hann hafi f engið nóg og þess vegna kveikt í húsinu og lýst því að hafa gert það með brauðrist og viskastykki. Hann hafi verið rólegur og gott samhengi í frásögn hans í viðtalinu. Þá kemur fram að matsmaður hafi hitt ákærða 10. janúar 2020. Ákærði hafi þá legið inni á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri , verið rólegur, svarað kurteislega og ekki verið hægt að greina nein geðrofseinkenni eða truflanir á hugsun. Hann hafi verið til fullrar samvinnu í viðtalinu. Þar hafi ákærði lýst því að muna lítið ef tir þessu atviki, hann hafi verið búinn að vera í mikilli neyslu í 2 - 3 daga þegar þetta gerðist. Hann myndi þó eftir að hafa verið reiður við fólkið á efri hæð því þau hafi verið búin að taka tóbak úr íbúð hans. Hann myndi ekki eftir því að hafa kveikt í t uskum en ekki útiloka það. Hann hafi sagt matsmanni án þess að vera spurður að hann myndi eftir því að hafa komið með brauðristina fram á gang. Hann hafi verið reiður en mun a atburðarásina í framhaldinu óljóst. Lögreglumaður nr. 0774 bar að ákærði hafi að morgni 6. nóvember sagt óspurður að hann hafi kveikt í húsinu . Þá b ar sami lögreglumaður og einnig lögreglumaður nr. 1938 að hann hafi sagt það aftur síðar um morguninn og að auki lýst því að það hafi hann gert með brauðrist og viskastykki. Kom fram að lö greglumaður hafi verið með kveikt á upptöku á búkmyndavél í síðara ski ptið en sú upptaka er ekki meðal gagna málsins . Í gögnum málsins kemur fram að brauðristin sem eldsupptök voru rakin til hafi verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirrar rannsóknar var ekki lögð f yrir dóminn . Þá liggja ekki fyrir myndir sem fram kemur að teknar hafi verið af höndum ákærða og ekki heldur niðurstaða blóðrannsóknar á honum . Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal dómur reistur á sönnunargögn um sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Af þessu leiðir að sakfelling verður ekki byggð á skýrslu ákærða hjá lögreglu nema hún fái stoð í öðru sem fram hefur komið og bendir óyggjandi til sektar hans. Ve rður að telja framlagningu sönnunargagna ák æruvaldsins nokkuð áfátt , þar sem ekki eru lögð fram öll 8 þau gögn , sem fram hefur komið að aflað hafi verið við rannsókn , eins og að framan er rakið . Á hinn bóginn er einnig til þess að líta að á kærði kaus að tjá sig ekki um sakargiftir fyrir dómi og kvaðst ekki hafa neinu við lögregluskýrslu sína að bæta . Vitnið A , íbúi á efri hæð hússins, kvaðst hafa heyrt útidyrahurðinni hjá ákærða skellt og áttað sig á að hann væri farinn út, og svo hafi vitnið fundið brunalykt . Hann hafi vakið vitnið B , þau farið út og hann hringt í Neyðarlínu na . Vitnið hefur lýst atvikum svo frá upphafi. Vitnið B kvaðst hafa óttast ákærða mjög þetta kvöld og farið að sofa snemma og þegar vitnið A vakti hana hafi íbúðin verið svört af reyk . Í gögnum málsins kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af ákærða á heimili hans klukkan 00:55. Beiðni um aðstoð vegna elds hafi b ori st klukkan 01:33, lögregla verið komin á vettvang kl ukkan 01:35 og ákærði verið handtekinn við gatnamót Hörgárbrautar og Stórholts, skammt frá , klukkan 01:5 2. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði 22. nóvember 2019 kannast við að hafa kveikt í húsinu og lýst aðferðinni við það hjá lögreglu , að viðstöddum verjanda. Þar lýsti hann því að hafa kveikt í með brauðrist og viskastykki og lýsti staðsetningu brauðrist arinnar. Kemur sú lýsing og staðsetning heim og saman við rannsókn af vettvangi og niðurstöðu r D verkfræðings um upptök eldsins . Á hinn bóginn kannaðist ákærði ekki við annan eldsupptakastað, sem samræmist einni g niðurstöðu D , sem taldi líklegra að það sem lögregla taldi vera fyrri elds upptakastað , haf i verið bruni út frá braki sem hafi fallið úr lofti við brunann. Samkvæmt framburði lögreglumanna og upplýsingum matsmanns ú r sjúkraskrám lýsti ákærði aðferðinni við íkveikjuna ítrekað þann 6. nóvem ber, áður en niðurstaða rannsókn ar á eldsupptökum lá fyrir. Ákærði gaf hvorki skýringar á framburði sínum hjá lögreglu fyrir dómi né leiðrétt i efni hans á annan hátt en að neita sök . Framburður hans hjá lögreglu fær stoð í niðurstöðum rannsóknar á eldsuppt ökum , framburði vitnanna A og B , framburð i lögreglumanna nr. 0774 og 1938 , upplýsingum úr sjúkrask r ám ákærða sem raktar eru í matsgerð E og lýsingu E á samtali sínu við ákærð a . Þegar allt þetta er virt heildstætt er það álit dómsins , að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi kveikt í húsinu á þann hátt sem lýst er í ákæru . Með því stofnaði ákærði lífi og heilsu fólks á efri hæð í hættu auk þess sem eldsvoðinn hafði í för með sér yfirgripsmikla eyðileggingu á eignum. Er brot ákærða rétt heimfær t til refsiákvæð a í ákæru. IV Ákærði er fundinn sekur um brot gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Að framan er rakin niðurstaða E geðlæknis og matsmanns . Er það álit hans að ráðið ver ði að ákærði hafi verið í geðrofsástandi þegar atvik urðu , en veruleg a r líkur væru á því að það ástand hafi , að minnsta kosti að hluta til , verið framkallað af neyslu á kannbisefnum og amfetamíni. Með vísan til álits matsmannsins og annarra gagna málsins verður talið að ákærði h afi verið sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga þegar brotið var framið. 9 Það var einnig álit læknisins, í matsgerðinni, að ólíklegt væri að refsing í formi fangelsisrefsingar gæti borið árangur og studdi hann tillögu lækna á geðdeildum Sjúkr ahússins á Akureyri og Landspítala um að ákærði yrði lagður inn á réttargeðdeild Landspítala. Ljóst væri að ef ekki yrði gripið til alvarlegs inngrips í máli ákærða væri mjög líklegt að svipaðir atburðir gætu endurtekið sig. Fyrir dómi kvað læknirinn ákærð a skilja tilgang refsingar þegar hann hafi verið edrú í einhvern tíma og kvað hann almennt átta sig á afleiðingum gerða sinna þótt hann verði stjórnlaus þegar hann hefur verið í neyslu. Fram kom að niðurstaða hans við gerð matsins hafi að nokkru ráðist af þeirri tillögu um inngrip sem fyrir lá á þeim tíma. Kvað vitnið geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum hafa batnað á allra síðustu árum og ákærði ætti að geta fengið fullnægjandi þjónustu þar , enda komi einkenni hans einkum fram í tengslum við neyslu. Var niður - staða matsmannsins þannig nokkuð á annan veg en í matsskýrslu. Ákærði var rólegur við aðalmeðferð málsins. Hann svaraði spurningum um búsetu og heilsufar hikstalaust og lýsti með greinargóðum hætti. Hann kvaðst hafa verið á eigin vegum í Reykjavík u ndanfarið og ekki til reglulegrar læknismeðferðar. Hann kvaðst vera án húsnæðis og að mestu hafa haldið til í gistiskýlinu. Þegar litið er til þess að umsögn matsmanns er um tveggja ára gömul og tók að nokkru mið af tillögum sem þá lágu fyrir um inngrip í málefni ákærða en ekki komu til framkvæmda, framburðar matsmannsins um að enginn vafi leiki á því að ákærði átti sig almennt á afleiðingum gerða sinna , þess að geðheilbrigðisþjónusta í fangelsum hefur farið batnandi og þess að ekki liggur annað fyrir en að ákærði hafi undanfarin ár verið á eigin vegum án þess að nokkuð stórvægilegt hafi komið upp á, er það álit dómsins að ætla megi að refsing geti borið árangur. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar. Samkvæmt 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga skal refsing fyrir brot gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 164. gr. ekki vera lægri en tveggja ára fangelsi. Ákærði er fæddur . Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins var ákærði, þann 23. október 2019, dæmdur til að sæta fangelsi í þrjá má nuði, þar af 30 daga skilorðsbundið í tvö ár . Ber að taka upp skilorðs hluta þess dóms og ákveða ákærða refsingu í einu lagi, sbr. 60. gr., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða var kunnugt um að fólk væri statt á efri hæð hússins þegar hann tendraði eldinn. Með háttsemi sinni stofnaði ákærði lífi þeirra og heilsu í hættu og olli umtalsverðu eignatjóni. Verður við ákvörðun refsingar litið til 1. - 3. tl. 1. mgr. 70. gr. sömu laga . Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. S amkvæmt úrslitum málsins, og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.m.t. þóknun tilnefnds verjanda síns, Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns , og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi og fyrir dómi , Sunnu Axelsdóttur lögmanns . Honum verður ekki gert að greiða fyrir blóðtöku þar sem niðurstaða rannsókn ar á blóðsýni var ekki lögð fram í málinu. Þykja þóknun og málsvarnarlaun verjendanna hæfilega ákveðin eins og í dó msorði greinir, að virðisaukaskatti meðtöldum. Dóminn kveða upp Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari , dr. Kristinn Tómasson, embættis - og geðlæknir og Anton Örn Brynjarsson, bygginga verk fræðingur. Fyrir dómsuppsögu var gætt ákvæða 1. mgr. 84. gr. laga nr. 88/2008. 10 D ó m s o r ð : Ákærði, Kristófer Örn Sigurðarson, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Ákærði greiði 2.573.180 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun tilnefnds verjanda síns, Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns, 47.120 krónur og þóknun skipaðs verjanda sí ns, Sunnu Axelsdóttur lögmanns , 1. 602.08 0 krónur .