Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26 . ágúst 2020 Mál nr. S - 801/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Árný ju Ev u Davíðsdótt u r Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 12. ágúst síðastliðinn, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 4. febrúar 2020 , á hendur Árnýju Evu Davíðsdóttur , kt. [...] , [...] , fyrir eftirtalda þjófnaði í Reykjavík með því að hafa: 1. Fimmtudaginn 13. apríl 2017, stolið snyrtivörum að áætluðu verðmæti kr. 64.161, - úr verslun Hagkaupa í Spönginni 25. 2. Sunnudaginn 8. apríl 2018 stolið tveimur refaskinnum samtals að áætluðu verðmæti kr. 129.998, - úr verslun Pennans Eymundsson að La ugavegi 77. 3. Mánudaginn 9. apríl 2018 stolið refaskinni að óþekktu verðmæti úr verslun Pennans Eymundsson að Laugavegi 77. 4. Fimmtudaginn 12. apríl 2018 stolið refaskinni að áætluðu verðmæti kr. 64.999, - úr verslun Pennans Eymundsson að Laugavegi 77. 5. Þri ðjudaginn 13. nóvember 2018 stolið vörum samtals að áætluðu verðmæti kr. 26.140, - úr verslun Icewear að Laugavegi 89. 6. Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 stolið lambagæru að verðmæti kr. 15.990, - úr verslun Icewear að Laugavegi 91. 7. Mánudaginn 15. apríl 2019 stolið þremur pökkum af nautakjöti samtals að verðmæti kr. 11.133, - úr verslun Krónunnar í Nóatúni 17. 8. Þriðjudaginn 16. apríl 2019 stolið kjöti samtals á verðmæti kr. 9.972, - úr verslun Hagkaupa á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. 2 9. S unnudaginn 11. ágúst 2019, stolið skarti að óþekktu verðmæti úr versluninni Ísbjörninn við Laugaveg 38. T elst framangreind háttsemi í ákæruliðum 1 - 9 varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: 1. Vegna 1. ákæruliðar gerir A , kt. [...] , fyrir hönd Haga hf., kt. [...] , kröfu um skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 64.161, - , auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim de gi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 13. apríl 2017, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá e r krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Ákærða sótti ekki þing við þingfestingu málsins í dag og boðaði ekki forföll en í fyrirkalli sem var ásamt ákæru birt í Lögbirtingablaði 15. júní síðastliðinn var tekið fram að yrði ekki sótt þing af h ennar hálfu mætti h ún búast við því að fjarvist h ennar yrði metin til jafns við það að h ún viðurkenndi að hafa framið þ au brot sem h ún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarst addri , sbr. heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. janúar 2020 , gekkst ákærða undir viðurlagaákvörðun með dómi 29. mars 2 017, fyrir vörslur fíkniefna og þjófnað. Þá var hún dæm d til greiðslu sektar með dómi á Spáni 27. desember 2017, fyrir tilraun til þjófnaðar. Brot ákærðu samkvæmt ákærulið 1 er framið fyrir uppsögu dómsins frá 27. desember 2017 og verður ákærðu því dæmdur hegningarauki varðandi það brot samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Önnur brot eru framin eftir uppsögu dómsins. Við ákvörðun refsingar horfir það ákærðu til refsimildunar hve l angt er um liðið síðan brotin voru framin en elsta brotið samkvæmt ákærulið 1 er til að mynda framið fyrir uppsögu dómsins frá Spáni og v erður ákærð u því dæmdur hegningarauki hvað það brot samanber 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Aftur á móti er um mörg brot 3 að ræða og ítrekun á auðgunarbroti og verð ur það virt ákærðu til refsiþyngingar samanber 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði en fre sta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Af hálfu Ha g a hf., er krafist skaðabóta að fjárhæð 64.161 krónu r, auk vaxta og dráttarvaxta. Þykir bótakrafan nægilega rökstudd og verður tekin til greina ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Þar sem bótakrefjandi sótti ekki þing heldur ákæruvaldið fyrir hans hönd verður honum ekki dæmdur málskostnaður úr hendi ákærða svo sem krafist er. Ekki verður séð af gögnum málsins að bótakrafa hafi verið kynnt fyrir ákærðu á rannsóknarstigi málsins og reiknast því dráttarvextir frá því tímamarki er mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar í Lögbirtingablaði. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari . Harpa Sólveig Björnsdóttir aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Árný Eva Davíðsdóttir, sæti fangelsi í 3 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærða greiði Högum hf., 64.161 krónu ásamt vöxtum s amkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 13. apríl 2017 til 15. júlí 2020 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags . Harpa Sólveig Björnsdóttir