Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 16. september 2020 Mál nr. S - 4460/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari) g egn Ágústi Guðmundssyni ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 7. júlí 2020 , á hendur Ágústi Guðmundssyni , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin hegningar - og sérrefsilagabrot: 1. Þ jófnað með því að hafa, aðfaranótt miðvikudagsins 10. apríl 201 9 , í félagi við A , kt. [...] , brotist inn í tóbaksverslunina Björk, í Bankastræti 6 í Reykjavík, og stolið þaðan reiðufé úr sjóðsvél að fjárhæð 30.000 kr., 30 sígarettupökkum, 50 pokum af rúllutóbaki, filter og zippo kveikjara, allt af óþekktri tegund og verðmæti. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 11. apríl 2019, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 215 ng/ml af amfetamíni) ves tur Snorrabraut í Reykjavík, uns aksturinn var stöðvaður af lögreglu. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr., umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 9. október 2019, haft í vörs lum sínum, við [...] í Reykjavík, 1,34 g af maríhúana sem fannst við leit lögreglu og lagt var hald á. 2 Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkn iefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærð i verði dæmdur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar , til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019 og upptöku á 1,34 g af ma ríhúana samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum rannsóknar gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 2. júlí 2020, hefur á kærða í tvígang verið gerð sektarrefsing með lögreglustjórasátt vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Annars vegar 7. mars 2018 og hins vegar 9. október 2019 . Með seinni lögreglustjórasáttinni var ákærði sviptur ökuréttindum í tólf mánuði og tók sú réttindasvipting gildi 9. október 2019. Þau brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru öll framin fyrir gerð lögreglustjórasáttar innar 9. október 2019 og verður ákærða því dæmdur hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni máls þessa og að virtri 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , játningar ákærða og [...] , þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 12 mánuði frá því ökuréttarsvipting samkvæmt lögreglustjórasátt 9. október 2019 rennur sitt skeið eða frá 9. október 2020 að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 1,34 grömm af maríhúana , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ák ærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns , 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 153.612 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson fyrir Kristmund Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknar a. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ágúst Guðmundsson , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í 1 2 mánuði frá 9. október 2020 að telja. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 1, 34 grömm af maríhúana. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns , 91.760 krónur og 153.612 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir