Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 0 . september 2020 Mál nr. E - 4190/2018: Þrotabú DV ehf. (Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Óskar Thorarensen lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var höfðað með stefnu birtri 20. nóvember 2018, var dómtekið 25. ágúst sl. Stefnandi er þrotabú DV ehf., Laugavegi 7 í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið. Stefnandi krefst þess að rift verði með dómi greiðslum inn á skuldir hans við stefnda, samtals að fjárhæð 125.946.684 krónur, annars vegar greiðslu að fjárhæð 85.000.000 króna sem greidd var 13. janúar 2017, en bókuð sem greiðsla á skuldum stefnanda 18. maí sama ár, og hins vegar greiðslu skulda að fjárhæð 40.946.684 krónur sem innt var af hendi 8. september sama ár. Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum 125.946.684 krónur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 85.000.000 króna frá 13. janúar 2017 til 8. september s.á., og af 125.946.684 krónum frá þeim d egi til 21. október 2018 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Að auki krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Stefndi krefst aðallega sýknu a f öllum kröfum stefnanda og greiðslu málskostnaðar úr hendi hans en til vara að stefnufjárhæðin verði lækkuð verulega og málskostnaður verði látinn falla niður. I. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. mars 2018 var bú stefnanda, DV ehf., tekið til gjal dþrotaskipta. Frestdagur við skiptin var 13. nóvember 2017. Skiptabeiðandi var 2 Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Kröfulýsingafresti lauk 21. maí 2018. Lýstar kröfur í búið eru 241.756.998 krónur, þar af er almenn krafa stefnda 126.346.950 krónur og lýstar forgang skröfur 51.411.454 krónur. Við úrskurð um gjaldþrotaskipti voru eignir búsins óverulegar. Innstæða á bankareikningum var samtals um 74.000 krónur og þá átti stefnandi útistandandi kröfur sem innheimtuaðilar meta gamlar og ólíklegar til að greiðast til búsi ns Af þeim höfðu innheimst um 74.000 krónur þegar skiptafundur var haldinn í búinu þann 21. júní 2018. Stefnandi rak fyrir gjaldþrotið margvíslega útgáfustarfsemi, vefmiðla og dagblöð. Rekstur stefnanda mun hafa gengið illa í allmörg ár fyrir gjaldþrotið o g verulegar skuldir höfðu safnast upp, bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum. Í árslok 2016 námu ógreidd opinber gjöld stefnanda, samkvæmt yfirliti tollstjóra, 191.842.330 krónum og í árslok 2017 námu þau 123.634.592 krónum. Í stefnu er greint frá því a ð í ársbyrjun 2017 hafi átti sér stað hlutafjárhækkun hjá móðurfélagi stefnanda, Pressunni ehf., og nýir fjárfestar komið að rekstri stefnanda og móðurfélags þess um vorið það ár. Þann 13. janúar 2017 barst stefnda greiðsla inn á skuldir stefnanda að fjárh æð 85 milljónir króna. Fyrir liggur greiðslukvittun þar sem fram kemur að þann dag hafi Lögvit ehf. greitt umrædda fjárhæð inn á reikning stefnda og tölvupóstur frá starfsmanni tollstjóra þess efnis að fjárhæðinni skuli varið til greiðslu skulda stefnanda. Greiðslan var hluti af um 100 milljóna króna greiðslu sem að öðru leyti var ráðstafað til greiðslu skulda tengdra félaga. Þann 18. maí s.á. mun þessum fjármunum hafa verið endurráðstafað til greiðslu tiltekinna skulda stefnda, samkvæmt nánari fyrirmælum f rá lögmanni hans. Vegna vanskila stefnanda óskaði embætti tollstjóra þrisvar sinnum eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu á árunum 2015 til 2017, síðast þann 17. maí 2017. Þá voru fjögur árangurslaus fjárnám gerð hjá félaginu árið 2017. Jafnframt höfðu kröfuh afar stefnanda lagt fram 23 beiðnir um gjaldþrotaskipti á árinu 2017. Með kaupsamningi dagsettum 5. september 2017 seldi stefnandi Frjálsri fjölmiðlun ehf. bróðurpart útgáfuréttinda sinna, þ.e. útgáfurétt dagblaðsins DV ásamt vörumerki og vefmiðli með sama nafni, léni og tengdum réttindum. Kaupverð framangreindra eigna var 200.000.000 króna, þar af voru 160.000.000 króna greiddar í reiðufé. Í stefnu er greint frá því að bróðurparti þess reiðufjár hafi verið varið til greiðslu skulda stefnanda við stefnda. 3 Þ ann 7. september s.á. undirrituðu aðilar samning með áætlun um greiðslu stefnanda á skuldum sínum við stefnda, gegn því að stefndi krefðist ekki gjaldþrotaskipta eða gripi til annarra vanefndaúrræða stæði stefnandi við greiðslur samkvæmt áætluninni og stæð i að auki í skilum með síðar álögð opinber gjöld. Uppsafnaðar skuldir stefnanda, sem nánar er lýst greiðsluáætluninni, námu þá samtals 161.209.853 krónum. Samkvæmt samkomulagi skyldi stefnandi greiða rúmlega 29 milljónir króna við gerð samkomulagsins og 12 milljónir króna mánaðarlega upp frá því til 1. febrúar 2018 en greiðslan þann dag skyldi nema 83.903.647 krónum. Þann 8. september 2017 greiddi Pressan ehf., móðurfélag stefnanda, 40.946.684 krónur inn á skuldir stefnanda hjá stefnda. Þann 14. september s .á. afturkallaði stefndi gjaldþrotabeiðni sína frá 17. maí s.á. Bú stefnanda var eins og áður segir tekið til gjaldþrotaskipta þann 7. mars 2018. Þann 21. september 2018 lýsti stefnandi yfir riftun á greiðslum stefnanda til stefnda, samtals að fjárhæð 188. 067.115 krónur, og krafði stefnda um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar auk vaxta og kostnaðar. Vísaði stefnandi til 134., 139. og 141. gr. laga nr. 21/1991 til stuðnings yfirlýsingu um riftun. Með bréfi tollstjóra dagsettu 8. október s.á. féllst stefndi á ri ftun krafna, samtals að fjárhæð 62.120.431 króna, en hafnaði riftun á þeim tveimur greiðslum sem greint hefur verið frá, þ.e. greiðslu að fjárhæð 85.000.000 krónur, sem innt var af hendi 13. janúar 2017 en endurráðstafað til greiðslu skulda stefnanda 18. m aí 2017, og greiðslu skulda að fjárhæð 40.946.684 krónur sem innt var af hendi 8. september 2018. Í bréfi tollstjóra kemur fram að hann telji framangreindar greiðslur ekki riftanlegar þar sem greiðslurnar hafi verið greiddar af þriðja aðila. Kröfuhafar haf i því ekki orðið fyrir tjóni vegna greiðslu þessara skulda og skilyrði riftunar séu því ekki fyrir hendi. Ágreiningur máls þessa lýtur að riftanleika þessara tveggja greiðslna og kröfu stefnanda um skaðabætur eða endurgreiðslu þeirra. Við aðalmeðferð málsi ns gáfu skýrslu vitnin Arnar Ægisson, fyrrum framkvæmdastjóri stefnanda, Matthías Björnsson, fyrrum fjármálastjóri Birtings, Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir, lögfræðingur hjá embætti tollstjóra, nú Skattinum, Þorvarður Gunnarsson, fyrrum endurskoðandi hjá Del oitte, og Auður Birna Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá embætti tollstjóra, nú Skattinum. Gerð er grein fyrir framburði vitna í niðurstöðukafla dómsins, eftir því sem tilefni er til. 4 II. Stefnandi byggir kröfur sínar um riftun einkum á XX. kafla laga nr. 21 /1991 um gjaldþrotaskipti, með síðari breytingum, sem og meginreglum skipta - og gjaldþrotaréttar, einkum reglunni um jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti, sem sé viðurkennd meginregla í íslenskum rétti. Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að greiðslurn ar séu riftanlegar á grundvelli 134. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt því ákvæði sé heimilt að rifta greiðslu hafi hún verið greidd með óvenjulegum greiðslueyri, greitt hafi verið fyrir gjaldaga eða hafi greiðslan skert greiðslugetu þrotamanns verulega. Stef nandi byggir á því að hvert og eitt þessara skilyrða greinarinnar sé sjálfstætt riftunarskilyrði og því sé nægjanlegt að eitt þeirra sé uppfyllt til að riftun nái fram að ganga. Riftunarskilyrðin séu hlutlæg og skipti huglæg afstaða stefnda til hinna rifta nlegu greiðslna og vitneskja stefnda um fjárhag stefnanda því engu um gildissvið ákvæðisins. Miðað við fjárhagsstöðu stefnanda, á þeim tíma sem hinar umdeildu greiðslur fóru fram, sé ljóst að greiðslurnar hafi skert greiðslugetu stefnanda verulega. Við mat á því hvort fjárhagur stefnanda hafi verið skertur verulega beri m.a. að líta til hlutfalls greiðslnanna af eignum stefnanda, bæði þegar þær fóru fram og við gjaldþrotaskiptin. Við mat á fjárhæð greiðslna beri að líta til samanlagðra fjárhæða allra riftan legra greiðslna, óháð því hvort stefndi hafi fallist á riftun eða um þær sé deilt. Sé fjárhæð riftanlegra greiðslna hærri en sem nemi tíunda hluta eigna þrotamanns hafi, með hliðsjón af dómaframkvæmd og norrænum rétti, verið litið svo á að þær skerði greið slugetu skuldara verulega. Innstæða á aðalreikningi stefnanda við lok dags 18. maí 2017, þegar greiðsla að fjárhæð 85.000.000 króna var innt af hendi, hafi verið 338.384 krónur. Staða reiknings stefnanda við lok dags 8. september 2017, þegar greiðsla að fjárhæð 40.946.684 krónur var innt af hendi, hafi verið 256.949 krónur. Liggi því fyrir að eignir stefnanda þegar greiðslurnar fóru fram hafi aðeins verið brot af fjárhæð greiðslnanna. Staða reiknings stefnanda þegar bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta hafi verið um 74.000 krónur. Innstæður á bankareikningi og innheimtar útistandandi kröfur hafi á skiptafundi þann 21. júní 2018 verið taldar nema um 148.000 krónum. Ef ekki hefði komið til hinna umdeildu greiðslna til stefnda hefðu þeir fjármunir verið í e igu búsins. Bersýnilegt sé því, með hliðsjón af viðurkenndum viðmiðum, að umdeildar greiðslur til stefnda hafi skert greiðslugetu stefnanda verulega í skilningi 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga. 5 Þá geti greiðslur stefnanda ekki talist venjulegar eftir atvikum , en fyrir liggi að um hafi verið að ræða uppsöfnuð vanskil margra mánaða og jafnvel ára. Að auki hafi stefnandi verið búinn að selja nær allar eignir sínar þegar síðari greiðslan hafi farið fram. Því hafi verið ljóst að litlar eða engar tekjuskapandi eign ir hafi verið í fórum stefnanda á þeim tíma. Loks hafi stefnda verið fullkunnugt um bágan fjárhag stefnanda, enda höfðu þá þegar verið gerð árangurlaus fjárnám hjá stefnanda, m.a. af hálfu stefnda. Stefnandi byggir á því að miða beri við að 85 milljóna kró na greiðslan hafi verið innt af hendi 18. maí 2017, þegar fjármunum var endurráðstafað innan gjaldflokka skulda stefnanda við stefnda. Því hafi greiðslan farið fram minna en sex mánuðum fyrir frestdag, sbr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaganna. Loks byggir ste fnandi á því að stefndi sé bundinn af sjónarmiðum sem fram komi í bréfi tollstjóra dagsettu 8. október 2018, að því er varðar riftanleika greiðslna sem inntar voru af hendi þegar minna en sex mánuðir voru til frestdags. Skilja beri afstöðu tollstjóra á þan n veg að almennt sé viðurkennt að greiðslur greiddar á því tímabili séu riftanlegar á grundvelli 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga, enda hafi greiðslur borist frá stefnanda sjálfum. Ágreiningur aðila snúist einvörðungu um það hvort það hafi áhrif á riftanleika greiðslnanna að greiðslurnar hafi borist frá þriðja aðila. Stefnandi byggir á því að engu skipti fyrir riftanleika umræddra greiðslna hvort hann hafi innt þær af hendi sjálfur eða þriðji aðili. Óumdeilt sé að lögmannsstofan Lögvit ehf. greiddi 85.000.000 króna þann 18. maí 2017. Alvanalegt sé að lögmenn annist uppgreiðslu skulda og ráðstöfun réttinda fyrir hönd umbjóðenda sinna, samkvæmt umboði eða stöðuumboði. Stefnandi hafi falið lögmannsstofunni að annast greiðslu þessara og fleiri skulda og hún hafi ha ft til þess umboð. Umræddir fjármunir hafi verið eign stefnanda þrátt fyrir að þeir væru greiddir af lögmönnum félagsins og sé tjón stefnanda því augljóst. Líta beri svo á að greiðslan hafi borist frá stefnanda en ekki þriðja aðila. Vísar stefnandi jafnfra mt til reglna um samsömun aðila í kröfu - og gjaldþrotarétti til stuðnings þessari málsástæðu. Hvað varðar hina greiðsluna, sem fór fram 8. september 2017, þá hafi hún verið greidd af Pressunni ehf., móðurfélagi stefnanda, f.h. stefnanda. Á þeim tíma hafi P ressan ehf. átt laust fé og lánað stefnanda. Fyrir liggi að félögin voru samtengd og sala þeirra til Frjálsrar fjölmiðlunar sömuleiðis. Pressan ehf. hafi greitt tollstjóra umdeilda fjárhæð inn á skuldir stefnanda við stefnda vegna þvingunarráðstafana og hó tana tollstjóra um gjaldþrotaskipti á stefnanda, sem hefðu sett söluferli eigna stefnanda í uppnám. Umrætt 6 lán hafi síðan verið endurgreitt þann 14. september 2017 þegar kaupverð eigna stefnanda var greitt. Sama dag hafi stefndi afturkallað beiðni sína um gjaldþrotaskipti á búi stefnanda. Stefnandi byggir á því að rekstur stefnanda og Pressunnar ehf. hafi verið samtvinnaður með slíkum hætti að samsama megi félögin tvö samkvæmt reglum kröfu - og skiptaréttar um samsömun aðila. Fyrir liggi að Pressan ehf. hafi verið eigandi stefnanda og sömu fyrirsvarsmenn hafi farið fyrir báðum félögum. Fjölmiðlar félaganna hafi verið með sömu starfsstöð og nýtt starfskrafta sömu starfsmanna. Þá hafi félögin ítrekað lánað hvort öðru fjármuni til að greiða skuldir í erfiðum rek stri. Telur stefnandi því að á grundvelli fyrrnefndra regla teljist greiðsla Pressunnar ehf. á skattaskuld stefnanda þann 8. september 2017 hafa verið greidd af stefnanda. Hin umdeilda greiðsla hafi nýst stefnda að fullu og hafi að öllu leyti verið ráðstaf að inn á skuldir stefnanda hjá stefnda. Engar athugasemdir hafi verið gerðar af hálfu tollstjóra við greiðanda eða greiðslumátann. Tjón stefnanda sé augljóst enda hafi greiðslan verið tekin af fjármunum sem fengust fyrir sölu á eignum stefnanda. Verði fall ist á að það skipti máli í þessu samhengi, eins og stefndi heldur fram, hver greiðandi hafi verið byggir stefnandi á því að greiðslan teljist þá greidd með yfirtöku viðkomandi aðila á skuldum stefnanda, með framsali kröfuréttinda. Slík yfirtaka á skuld sé einnig riftanleg gagnvart stefnda skv. 134. gr. laga nr. 21/1991, þar sem slíkur greiðslumáti feli í sér greiðslu með óvenjulegum greiðslueyri, svo sem það skilyrði 134. gr. laga nr. 21/1991 hafi verið skýrt í dómaframkvæmd. Teljist yfirtaka og greiðsla þr iðja aðila á skuld, til hagsbóta fyrir tiltekinn kröfuhafa en til tjóns fyrir aðra kröfuhafa, greiðsla með óvenjulegum greiðslueyri. Séu greiðslurnar eða hinar umstefndu ráðstafanir því einnig riftanlegar á þeim forsendum. Í öðru lagi byggir stefnandi kröf ur sínar á því að umdeildar greiðslur séu riftanlegar á grundvelli hinnar almennu riftunarreglu 141. gr. laga nr. 21/1991. Reglan geri ráð fyrir að rifta megi ráðstöfunum sem á ótilhlýðilegan hátt séu kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiði til þes s að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum, ef þrotabúið hefur verið ógjaldfært, og sá sem hafði hag af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotabúsins. Stefnandi byggir á því að öll framangreind skilyrði riftunar á grund velli 141. gr. laga nr. 21/1991 séu fyrir hendi í máli þessu. Háttsemi þáverandi fyrirsvarsmanna stefnanda og stefnda hafi verið ótilhlýðileg, þar sem með umdeildum greiðslum hafi verið gerðar 7 upp skuldir við stefnda umfram aðra kröfuhafa og þeim þannig mi smunað. Stefndi hafi átt almenna kröfu í búið, en ekki hafi verið gert upp við starfsmenn og lífeyrissjóði, sem hafi átt forgangskröfur í búið. Umdeildar ráðstafanir hafi því verið til hagsbóta fyrir stefnda á kostnað annarra kröfuhafa. Jafnframt hafi þær leitt til þess að umræddir fjármunir hafi ekki verið til ráðstöfunar til greiðslu skulda þrotabúsins. Eignir búsins samanborið við lýstar kröfur hafi verið litlar sem engar. Við mat á ótilhlýðileika ráðstafana beri einnig að líta til þess að kröfur stefnda á hendur stefnanda hafi sumar verið greiddar upp mánuðum eða árum eftir gjaldaga þeirra ásamt dráttarvöxtum. Þær hafi ekki verið liður í endurskipulagningu á fjárhag stefnanda eða til að bjarga verðmætum, heldur eingöngu til að tryggja hagsmuni stefnda og fyrirsvarsmanna stefnanda, sem borið hafi refsiábyrgð á því að staðið væri í skilum með greiðslur opinberra gjalda til ríkissjóðs. Stefnda hafi verið eða mátt vera ljóst að stefnandi var ógjaldfær þegar greiðslurnar voru inntar af hendi enda hafi stefnand i verið í verulegum vanskilum við stefnda og aðra kröfuhafa. Í tölvupóstsamskiptum aðila komi fram að stefnda hafi verið kunnugt um bága fjárhagsstöðu stefnda þegar greiðslurnar fóru fram. Varðandi ógjaldfærni beri að miða við að skuldir séu meiri en eigni r og að skuldari geti ekki greitt afborganir af skuldum sínum. Bæði þessi skilyrði hafi augljóslega verið fyrir hendi. Stefndi beri sönnunarbyrði fyrir gjaldfærni stefnanda þegar greiðslurnar áttu sér stað. Að öðru leyti vísar stefnandi til sömu sjónarmiða og rakin eru varðandi kröfu hans um riftun á grundvelli 134. gr. eftir því sem við á. Samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 skal sá sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfun samkvæmt 131 . 138. gr. sömu laga greiða þrotabúinu fé sem svarar til þess sem g reiðsla þrotamannsins hefur orðið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur tjóni þrotabúsins. Ef ljóst er að viðsemjanda er kunnugt um riftanleika ráðstöfunarinnar skal þó dæma hann til greiðslu tjónsbóta. Samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/19 91 skal greiða bætur eftir almennum reglum ef riftun fer fram skv. 139. gr. eða 141. gr. laganna. Stefnandi byggir á því að greiðslur stefnanda séu riftanlegar á grundvelli 1. mgr. 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991. Telur stefnandi bæði ákvæðin eiga við í þessu máli og að stefndi sé greiðsluskyldur gagnvart stefnanda, óháð því á hvoru ákvæðinu riftun verði reist. 8 Verði fallist á riftun stefnanda á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 byggir stefnandi kröfu sína um greiðslu á ákvæðum 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Stefnda hafi verið kunnugt um riftanleika greiðslunnar, sbr. lokamálslið 1. mgr. 142. gr., og beri stefnda því að greiða tjónsbætur samkvæmt nefndu ákvæði. Stefnandi hafnar alfarið þeim málatilbúnaði stefnda að stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna greiðslna stefnanda til stefnda, dags. 18. maí 2017 og 8. september 2017, þar sem umræddir fjármunir hafi komið frá þriðja aðila. Tjón stefnanda vegna umræddra greiðslna sé augljóst enda hafi verið um að ræða fjármuni sem tilheyrðu stefna nda og hefðu ella verið fyrir hendi á reikningum stefnanda við gjaldþrot félagsins. Með hliðsjón af þessum aðstæðum og fyrirliggjandi upplýsingum telji stefnandi að stefndi beri sönnunarbyrðina fyrir hinu gagnstæða og hallann af skorti á sönnun fyrir því a ð stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni. Greiðslan sem fram fór 18. maí hafi verið greidd af lögmönnum stefnanda fyrir hans hönd með fjármunum sem stefnandi hafði í sinni vörslu og til ráðstöfunar. Staðhæfingum um annað sé mótmælt sem röngum. Jafnfram ligg i fyrir að greiðsla Pressunnar ehf. fyrir hönd stefnanda þann 8. september 2017 hafi í raun verið ráðstöfun á eign stefnanda, nánar tiltekið fjármunum sem stefnandi hafi fengið fyrir sölu á fjölmiðlum sínum og rekstri. Stefnandi hafi endurgreitt Pressunni ehf. samsvarandi fjárhæð 14. september 2017. Tjón þrotabúsins sé því augljóst og haldlaust að halda öðru fram af hálfu stefnda. Stefnandi telur sig jafnframt eiga kröfu um endurgreiðslu auðgunar úr hendi stefnda og telur auðgun stefnda samsvara hinni greid du fjárhæð. Stefnandi bendir á í því sambandi að þar sem um riftun peningagreiðslu sé að ræða skipti notkun fjármunanna eftir að greiðslan fór fram engu varðandi rétt stefnanda til bóta og endurgreiðslu. Fyrir liggi að stefndi hafi tekið á móti umdeildum g reiðslum og ráðstafað þeim til greiðslu skulda stefnanda. Sömuleiðis liggi fyrir að umræddir fjármunir hafi ekki verið fyrir hendi í þrotabúi stefnanda til ráðstöfunar til greiðslu annarra kröfuhafa. Sé því augljós auðgun stefnda af hinum riftanlegu greiðs lum, á kostnað annarra kröfuhafa. Sömuleiðis sé tjón stefnanda af ráðstöfununum augljóst, svo sem að framan sé rakið. Verði fallist á kröfu stefnanda um riftun á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 byggir stefnandi kröfu sína um greiðslu á 3. mgr. 142. gr . laganna og vísar sjónarmiðum sínum til stuðnings til almennra reglna skaðabótaréttarins, þ.m.t. reglna um sök, orsakatengsl og sönnun. Vísað er til þess að meta verði framgöngu fulltrúa stefnda í málinu þannig að hún teljist ótilhlýðileg í skilningi 141. gr. Um sök og bótaskyldu stefnda vísast enn 9 fremur til þess sem að framan hefur verið rakið um fjárhagslega stöðu stefnanda þegar greiðslurnar áttu sér stað og vitneskju stefnda um hana í aðdraganda gjaldþrotsins. Í því sambandi bendir stefndi á að starfs menn tollstjóra er að málinu komu séu lögfræðimenntaðir og sérhæfðir í innheimtum og gjaldþrotarétti. Liggi því fyrir að ráðstafanir starfsmanna stefnda hafi falið í sér gáleysi við þær aðstæður sem uppi voru. Stefnandi byggir á því að stefnda beri að grei ða vexti skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af hvorri greiðslu fyrir sig til 21. október 2018 en þá hafi mánuður verið liðinn frá því að stefnandi lýsti yfir riftun greiðslunnar og krafði stefnda um greiðslu. Frá þeim degi beri stefnda hins vegar að greiða dráttarvexti til greiðsludags, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. III. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að skilyrði gjaldþrotaskiptalaga fyrir riftun umdeildra greiðslna séu ekki uppfyllt, hvorki á grundvelli 1. mgr. 134. gr. né 141. gr. laga nr. 2 1/1991. Þá mótmælir stefndi því að hann hafi með einhverjum hætti fallist á riftanleika greiðslnanna með yfirlýsingu í bréfi til stefnanda þann 18. október 2018. Hins vegar ber stefndi ekki við grandleysi um fjárhagsstöðu stefnanda enda liggi fyrir að toll stjóri hafi sent gjaldþrotaskiptabeiðnir á félagið í mars og október 2016 og aftur í maí 2017. Hvað varðar greiðslu skulda að fjárhæð 85.000.000 króna byggir stefndi í fyrsta lagi á því að sú greiðsla hafi farið fram þegar meira en sex mánuðir voru til frestdags. Af gögnum málsins megi ráða að framangreind greiðsla sé hluti af um 100.000.000 króna greiðslu sem hafi verið innt af hendi 13. janúar 2017. Þann 18. maí 2017 hafi greiðslan síðan verið bakfærð innan gjaldflokka stefnanda en greiðslan sjálf hafi farið fram 13. janúar 2017 og ekki verið hróflað við upphæðinni síðan. Greiðslan hafi því farið fram um það bil tíu mánuðum fyrir frestdag og sé því ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, sem taki einvörðungu til greiðslna sem greiddar séu á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Verði ekki á þetta fallist byggir stefndi á því að greiðslan hafi ekki skert greiðslugetu þrotamanns þar sem hún hafi verið innt af hendi af þriðja manni, þ.e. lögmannsstofunni Lögviti ehf. Stefndi mótmælir því að jafnræði kröfuhafa hafi verið raskað. Vísar stefndi að öðru leyti til sjónarmiða sem krafa um sýknu af riftun lægri greiðslunnar er byggð á. 10 Þá byggir stefndi á því að skilyrði 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 séu heldur ekki uppfyllt varðandi greiðslu sk ulda að fjárhæð 40.946.684 krónur, sem greidd var 8. september 2017. Samkvæmt ákvæðinu megi krefjast riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri, fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð se m hefur skert greiðslugetu þrotamannsins verulega. Engin þessara skilyrða séu fyrir hendi hvað þessa greiðslu varði. Greitt hafi verið með peningum, sem sé venjulegur greiðslueyrir skattakrafna, og greiðslan hafi verið innt af hendi eftir gjalddaga kröfunn ar og því ekki fyrr en eðlilegt hafi verið. Þá hafi greiðslan ekki skert greiðslugetu félagsins þegar af þeirri ástæðu að greiðslan hafi ekki verið frá því komin heldur Pressunni ehf. Síðastnefnda atriðið skipti höfuðmáli því það leiði af beinu orðalagi 13 4. gr. að einungis séu riftanlegar greiðslur sem hafi áhrif á greiðslugetu þrotamanns. Greiðsla Pressunnar ehf. geti augljóslega ekki hafa ráðið úrslitum um greiðslugetu stefnanda í ljósi þess að stefnandi hafi ekki átt og ekki haft umráð yfir þeim fjármun um sem notaðir voru til að greiða umdeilda skuld. Hafa beri í huga að þegar eignir skuldara séu metnar með tillit til greiðslufærni hans, þá verði að vera ljóst að þær tilheyri skuldara með réttu og að hann hafi ráðstöfunarrétt yfir þeim. Með vísan til þes sa sjónarmiðs hnígi öll rök að því að skilyrði 1. mgr. 134. gr. laganna um skerta greiðslugetu stefnanda vegna greiðslunnar sé ekki uppfyllt. Stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna greiðslu þriðja manns á skuld hans við stefnda. Eins og fram komi í gö gnum málsins hafi farið fram hlutafjáraukning hjá Pressunni ehf. í því skyni að greiða skattskuldir og, að því er virðist, einnig til að greiða skuldir við lífeyrissjóði. Af gögnum málsins verði á engan hátt ráðið að umrædd hlutafjáraukning og umdeildar gr eiðslur hefðu verið til reiðu til greiðslu annarra skuldbindinga stefnanda ef skattskuldir hefðu ekki komið til. Sé því þvert á móti haldið fram að hlutafjáraukningin hafi verið gerð að stórum hluta vegna skattskulda og hefði því ekki komið til vegna annar s. Tjón búsins sé því ekkert vegna þessa. Stefndi mótmælir því að óskráðar og óljósar reglur um samsömun í kröfu - og skiptarétti geti átt við í þessu máli, jafnvel þótt óumdeilt sé að stefnandi og Pressan ehf. hafi verið nátengd félög. Félögin séu hvort um sig sjálfstæðir lögaðilar með sjálfstæða skattskyldu. Jafnframt sé því mótmælt að um skuldaraskipti eða aðilaskipti að skattkröfum geti verið að ræða. Enn fremur sé því mótmælt að líta megi svo á að greiðslan hafi farið fram með framsali kröfuréttinda til Pressunnar ehf. og hún hafi þannig verið greidd með óvenjulegum greiðslueyri. Hvað sem líði lögskiptum Pressunnar 11 ehf. og stefnanda vegna sölu þessara fyrirtækja þá geti greiðsla frá Pressunni ehf., óháð því hvort um hafi verið að ræða tímabundið lán, ekk i talist vera óvenjulegur greiðslueyrir. Auk þess liggi engin gögn fyrir í málinu um yfirtöku Pressunnar ehf. á skuldum stefnanda né nokkuð annað sem bendi til framsals kröfuréttinda sem gæti leitt til þess að greiðslan teldist lán eða óvenjulegur greiðslu eyrir. Eðli málsins samkvæmt geti ekki heldur verið um skuldaraskipti eða aðilaskipti að skattkröfum að ræða. Þá byggir stefndi á því að skilyrði riftunar umdeildrar greiðslna á grundvelli 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga séu ekki fyrir hendi. Byggir hann á s ömu málsástæðum varðandi báðar greiðslurnar. Í ákvæðinu komi m.a. fram að krefjast megi riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt séu kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiði til þess að eignir þrotamanns verði ekki til reiðu til fullnustu kröfu höfum eða leiði til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Ekkert af þessu eigi við um umdeildar greiðslur. Þær hafi ekki verið stefnda til hagsbóta á ótilhlýðilegan hátt á kostnað annarra kröfuhafa eða leitt til þess að eignir þrotamanns hafi ekki verið ti l reiðu til fullnustu kröfuhöfum þegar af þeirri ástæðu að greiðslurnar hafi aldrei tilheyrt þrotamanni og hann hafi ekki haft umráðarétt yfir þeim. Aðrir kröfuhafar hafi ekki átt tilkall til þessara greiðsla og því hafi þær ekki haft áhrif á stöðu annarra kröfuhafa eða leitt til þess að jafnræði milli þeirra væri skert. Með vísan til framangreinds mótmælir stefndi því jafnframt að skilyrði séu til að taka skaðabóta - og endurgreiðslukröfu stefnanda til greina. Ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni og því sé mótmælt sérstaklega að stefndi beri sönnunarbyrði í því efni. Sömuleiðis sé mótmælt sjónarmiðum stefnanda varðandi kröfu um endurgreiðslu reglna skaðabótaréttarin s, þ.m.t. reglna um sök, orsakatengsl og sönnun. Því sé enn fremur mótmælt sem fráleitu að framganga fulltrúa stefnda í málinu teljist ótilhlýðileg í skilningi 141. gr. auk þess sem sú málsástæða sé vanreifuð, eða að starfsmenn tollstjóra hafi sýnt af sér gáleysi við þær aðstæður sem þarna voru uppi. Stefndi bendi á að stefnandi hafi skuldað verulegar fjárhæðir í opinberum gjöldum og stefndi hafi verið langstærsti kröfuhafi stefnanda. Engri sök hafi verið fyrir að fara hjá stefnda og ekki hafi verið staðið ótilhlýðilega að málum hjá honum. Tollstjóri hafi ekki mátt ganga út frá því í störfum sínum að stefnandi yrði innan skamms tekinn til gjaldþrotaskipta enda sé það ekki óhjákvæmileg afleiðing rekstrarerfiðleika. Tollstjóra hafi borið að tryggja að fjármun ir sem stefndi ætti hjá félaginu skiluðu sér í ríkissjóð og honum hafi ekki verið heimilt að hafna móttöku greiðslu, enda hefði það falið í sér viðtökudrátt. 12 Varakrafa stefnda um lækkun krafna stefnanda og að málskostnaður verði látinn falla niður byggist á sömu sjónarmiðum og aðalkrafan. Að endingu mótmælir stefndi vaxtakröfum stefnanda. Með hliðsjón af atvikum máls séu hvorki skilyrði til að taka til greina kröfu um almenna vexti né dráttarvexti. Upphafstíma dráttarvaxtakröfu og vaxtakröfu sé jafnframt mó tmælt. Þá sé því mótmælt að vextir og dráttarvextir reiknist á kröfur stefnanda frá þeim tíma sem þær voru mótteknar hjá tollstjóra, eins og stefnandi gerir kröfu um í kröfugerð sinni. Engin lagaheimild sé fyrir þeim kröfum. Verði fallist á kröfu um vexti þá sé þess krafist að þeir reiknist í fyrsta lagi frá dómsuppsögudegi og, hvað dráttarvexti varðar, þá aldrei frá fyrri tíma en mánuði frá því að stefnandi hafði uppi kröfu um greiðslu, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. IV. Í máli þessu krefst stefnandi riftu nar á tveimur greiðslum skulda stefnanda sem greiddar voru á árinu 2017 en bú stefnanda var tekið til gjaldþrotaskipta 7. mars 2018 og frestdagur er 13. nóvember 2017. Byggir hann riftunarkröfur sínar á 1. mgr. 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eða 1 41. gr. sömu laga. Annars vegar er deilt um riftun á 85.000.000 króna greiðslu sem barst stefnda 13. janúar 2017 og var síðan bakfærð og endurráðstafað innan gjaldflokka 18. maí sama ár. Hins vegar er um að ræða greiðslu að fjárhæð 40.946.684 krónur sem gr eidd var 8. september sama ár. Fjallað verður um skilyrði riftunar á hvorri greiðslunni fyrir sig. Fyrri greiðslan sem um er deilt, 85.000.000 króna, var innt af hendi 13. janúar 2017 en endurráðstafað innan gjaldflokka skulda stefnanda 18. maí s.á. Í 1. m gr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga er heimild til riftunar greiðslna sem fram fór á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag að uppfylltum öðrum skilyrðum greinarinnar. Ágreiningur er um hvenær telja beri að greiðslan hafi verið innt af hendi. Svo sem greinir í a tvikalýsingu dómsins eru aðilar sammála um að þann 13. janúar 2017 hafi lögmannsstofan Lögvit ehf. greitt 85 milljónir króna inn á skuldir stefnanda. Aðilar eru jafnframt sammála um að á þessum tíma hafi stefnandi verið í margvíslegum vanskilum með greiðsl u opinberra gjalda og að stefndi hafi, í samræmi við almennar reglur sínar, ráðstafað þessum fjármunum upp í greiðslur elstu vanskilaskulda stefnanda, enda hafi ekki borist sérstök fyrirmæli frá greiðanda um aðra ráðstöfun fjármunanna. Þá eru aðilar enn fr emur sammála um að þann 18. maí hafi stefnda borist beiðni um að greiðslunni 13 yrði varið til greiðslu tiltekinna skulda stefnanda og hafi stefndi af því tilefni bakfært greiðslurnar og ráðstafað þeim á ný í samræmi við þau greiðslufyrirmæli. Stefnandi byggi r á því að miða beri við að greiðslan hafi átt sér stað 18. maí 2017, þegar fjármununum var endurráðstafað með framangreindum hætti, en stefndi byggir á því að greiðsludagur sé 13. janúar og því falli hún utan þess sex mánaða tilbils sem 1. mgr. 134. gr. g jaldþrotaskiptalaganna tekur til. Að mati dómsins ber að leggja til grundvallar að greiðslan hafi verið innt af hendi 13. janúar 2017 en þann dag barst stefnda umdeild greiðsla. Eftir þann tíma stóðu fjármunirnir stefnda til reiðu en hvorki stefnanda, kröf uhöfum hans né greiðanda kröfunnar. Ekkert liggur fyrir í málinu um að endurráðstöfun þessara fjármuna í maí s.á. hafi nokkru breytt fyrir skuldastöðu stefnanda hjá stefnda, heldur hafi verið um að ræða tilfærslu milli gjaldflokka á skuldum hans. Er því fa llist á það með stefnda að riftun greiðslunnar á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga komi ekki til álita, enda fór greiðslan fram tæpum tíu mánuðum fyrir frestdag og fellur því utan þeirra tímamarka sem ákvæðið mælir fyrir um. Stefnandi byggir jafnframt á því að framangreind greiðsla sé riftanleg á grundvelli 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Samkvæmt því ákvæði er unnt að k refjast riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt eru kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, ef þrotamaðurinn var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hafði hag af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsin s og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg. Samkvæmt því sem að framan er rakið er það forsenda þess að til álita komi að rifta greiðslu á grundvelli 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga að sýnt sé fram á að greiðslan hafi haft áhrif á fjárhagsstöðu þrotamanns, annaðhvort þannig að hún hafi rýrt eignir hans eða aukið skuldir, og hafi þannig áhrif á möguleika skuldara til að standa öðrum kröfuhöfum skil á kröfum sínum. Stefndi byggir á því að greiðslan hafi engin áhrif haft á fjárhagsstö ðu stefnanda þar sem hún hafi verið greidd af þriðja aðila. Svo sem rakið er í dómi réttarins í máli E - 3271/2018, þrotabú Pressunnar ehf. gegn stefnda, sem rekið er samhliða þessu máli, er það niðurstaða dómsins að unnt sé að slá því föstu að fjármunir þei r sem varið var til greiðslu umdeildra skulda stefnanda hafi borist Pressunni ehf. þegar hlutfé þess félags var aukið með því að fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf. keypti hlutafé að nafnvirði 75 milljónir króna á genginu 2 og greiddi fyrir 14 það 150 milljóni r króna. Þann 13. janúar 2017 nýtti Pressan ehf., sem var móðurfélag stefnanda, um 100 milljónir króna af þessum fjármunum til þess að greiða skuldir þess félags og tengdra félaga við stefnda, þar á meðal umdeilda 85 milljóna króna greiðslu inn á skuldir s tefnanda. Stefnandi og móðurfélag stefnanda, Pressan ehf., voru hvor um sig sjálfstæður lögaðili. Þrátt fyrir tengsl þessara félaga bera þau almennt ekki ábyrgð gagnvart kröfuhöfum hvors annars. Að mati dómsins er því ósannað að fjármunir þeir sem varið va r til greiðslu skulda stefnanda við stefnda þann 13. janúar 2017 hefðu staðið til reiðu til greiðslu krafna annarra kröfuhafa stefnanda hefði þeim ekki verið varið til greiðslu skulda hans við stefnda. Stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni um hið gagnstæða og hefur ekki tekist sú sönnun. Ekki er hald í þeirri málsástæðu stefnanda að reglur fjármuna - og skiptaréttar um samsömun aðila geti haft áhrif í þessu efni. Að mati dómsins liggur því ekkert fyrir í málinu um að greiðsla þessara skulda haf i haft áhrif á fjárhagstöðu stefnanda. Þegar af þeirri ástæðu kemur riftun greiðslunnar á grundvelli 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga ekki til álita. Þann 8. september 2017 var síðari greiðslan sem um er deilt innt af hendi. Fjárhæð hennar er 40.946.694 krónu r. Ólíkt því sem gildir um fyrri greiðsluna þá er hvorki ágreiningur í málinu um það hvenær þessi greiðsla var innt af hendi né það að hún fór fram þegar minna en sex mánuðir voru til frestdags. Tímafrestir riftunar á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 2 1/1991 eru því óumdeilanlega fyrir hendi. Á hinn bóginn byggir stefndi á því að móðurfélag stefnanda, Pressan ehf., hafi innt þessa greiðslu af hendi. Af þeim sökum hafi greiðslan ekki skert greiðslugetu stefnanda og því séu ekki uppfyllt skilyrði riftunar á grundvelli nefnds ákvæðis. Stefnandi andmælir því ekki að greiðslan hafi komið frá Pressunni ehf. en byggir á því að þeir fjármunir hafi verið lán til stefnanda sem hann hafi endurgreitt viku síðar, eða 14. september. Að mati dómsins hefur stefnandi lag t fram fullnægjandi gögn til stuðnings framangreindri staðhæfingu. Í því efni er fyrst til þess að líta að stefnandi seldi stærstan hluta eigna sinna í byrjun september 2017 og samkvæmt kaupsamningi skyldi kaupverðið m.a greitt með 160 milljónum króna í re iðufé. Þá kemur fram í samantekt Reynis Vignissonar, löggilts endurskoðanda, dagsettri 10. október 2018, sem hann vann fyrir skiptastjóra, að stefnandi hafi endurgreitt móðurfélaginu umrædda fjárhæð þann 14. september. Í ljósi þess hve samofinn rekstur ste fnanda og móðurfélags hans var verður að telja þá staðhæfingu stefnanda trúverðuga að móðurfélagið hafi lánað félaginu 15 fjármuni þessa í skamma stund til að því væri unnt að standa stefnda skil á greiðslunni. Óumdeilt er að á umræddum tíma hafði stefndi lag t fram kröfu um gjaldþrotaskipti stefnanda. Sú beiðni var afturkölluð 14. september, eftir að greiðsla þessi barst og eftir að stefnandi og stefndi höfðu gert samkomulag um greiðslu eftirstöðva skulda stefnanda. Niðurstaðan varðandi umdeilda greiðslu frá 8 . september 2017 er því sú að hún hafi í raun verið innt af hendi af stefnanda sjálfum með láni frá móðurfélagi hans sem endurgreitt hafi verið skömmu síðar. Því er ekki andmælt af hálfu stefnda að greiðslan hafi skert greiðslugetu stefnanda verulega en í því efni ber að að líta til heildarfjárhæðar riftanlegra greiðslna stefnanda. Svo sem áður greinir féllst stefndi á riftun greiðslu skulda sem námu ríflega 62 milljónum króna. Að viðbættri þessari greiðslu nema riftanlegar greiðslur því liðlega 103 milljón um króna. Óverulegar eignir voru í búinu við gjaldþrotaskiptin en kaupverð eigna stefnanda sem seldar voru í september 2017 nam 200 milljónum króna. Verður því fallist á það með stefnanda að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga um ri ftun greiðslunnar. Með vísan til þess sem að framan er rakið er fallist á kröfu stefnanda um riftun greiðslu skulda að fjárhæð 40.946.694 krónur, sem greidd var þann 8. september 2017, en riftun greiðslu annarra skulda er hafnað. Jafnframt verður tekin til greina krafa stefnanda um greiðslu sömu fjárhæðar úr hendi stefnda á grundvelli 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Til samræmis við dómaframkvæmd er fallist á kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta frá 21. október 2018, en þá var mánuður liðinn frá því að riftunarkrafan var sett fram, en öðrum vaxtakröfum er hafnað. Hvað kröfu um málskostnað varðar ber samkvæmt framanröktu að leggja til grundvallar að stefnandi hefur unnið málið að nokkru. Rétt er að stefndi greiði honum málskostnað að hluta, sbr. 3. mgr . 130. gr. laga nr. 91/1991. Við ákvörðun um fjárhæð málskostaðar er jafnframt litið til þess að málatilbúnaður stefnanda var í upphafi mun umfangsmeiri en tilefni var til og gagnaframlagning ómarkviss með hliðsjón af endanlegri kröfugerð. Er fjárhæð málsk ostnaðar því hæfilega ákveðin 1.100.000 krónur. Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður flutti málið fyrir stefnanda og Óskar Thorarensen lögmaður fyrir stefnda. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. 16 Dómsorð Rift er greiðslu stefnand a, þrotabús DV ehf., á skuldum við stefnda, íslenska ríkið, sem fram fór 8. september 2017, að fjárhæð 40.946.694 krónur. Stefndi skal greiða stefnanda 40.946.694 krónur með dráttarvöxtum frá 21. október 2018 til greiðsludags og 1.100.000 krónur í málskost nað. Ingibjörg Þorsteinsdóttir