Héraðsdómur Reykjaness Dómur 9. september 2022 Mál nr. S - 1915/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Aron Romanik ( Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður ) Dómur I . Mál þetta sem dómtekið var 8. september sl. höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 7. september 2021 á hendur ákærða Aron Romanik, (áður Bartosz Wilk) kt. [...] , [...] og með ákæru útgefinni 12. apríl 2022. Í ákæru útgefinni 7. september 2021 er ákærða gefin að sök eftirtalin brot: bifreiðinni [...] í bifreiðastæði móts við Reykjavíkurveg nr. 60, Hafnarfirði, án þess að hafa öðlast ökuréttindi og undir árifum ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 295 ng/ml) og því ekki fær um að stjórna bifreiðinni örugglega. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsinga og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda, sbr. 1. og 5. mgr. 101. gr. Í síðari ákæru útgefinni 12. apríl 2022 af lögreglustjóranum á Suðurnesjum er ákærða gefin að sök eftirtalin hegningarlagabrot: A. Fyrir þjófnað á tímabilinu 25. júlí 2020 til og með 13. febrúar 2021 í verslun Áfengis - og tóbaksverslunar ríkisins, Krossmóa 4, Reykjanesbæ sem hér greinir: I. 2 Með því að hafa laugardaginn 25. júlí 2020, tekið þar ófrjálsri hendi 1 flösku af Johnnie Walker Red Label samtals að verðmæti kr. 6.899, og gengið með vöruna út án þess að greiða fyrir hana. II. Með því að hafa föstud aginn 31. júlí 2020, tekið þar ófrjálsri hendi 1 flösku af Eldurís samtals að verðmæti kr. 7.840, og gengið með vöruna út án þess að greiða fyrir hana. III. Með því að hafa laugardaginn 29. ágúst 2020, tekið þar ófrjálsri hendi 1 flösku af Johnnie Walker Red Label samtals að verðmæti kr. 4.999, og gengið með vöruna út án þess að greiða fyrir hana. IV. Með því að hafa föstudaginn 16. október 2020, tekið þar ófrjálsri hendi 1 flösku af Johnnie Walker Red Label samtals að verðmæti kr. 6.899, og gengið með vö runa út án þess að greiða fyrir hana. V. Með því að hafa laugardaginn 13. febrúar 2021, tekið þar ófrjálsri hendi 1 flösku af Johnnie Walker Red Label og 1 flösku af Ballantie´s 12 ára samtals að verðmæti kr. 12.949, og gengið með vörurnar út án þess að g reiða fyrir þær. Háttsemi ákærða í ákæruliðum A.I. til og með A.V. telst varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Mál nr. 007 - 2020 - 10007 B. Fyrir hylmingu, með því að hafa 10. janúar 2022 að [...] , nánar til tekið í íbúð nr. [...] , þar sem lögregla fann og haldlagði hluta munanna í fórum ákærða þegar hann var handtekinn þann 10. janúar 2022. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Mál nr. 008 - 2021 - 18152 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Í málinu, sbr. ákærulið nr. A.I., krefst brotaþoli, Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins, kt. [...] , þess að ákærði, Aron Romanik, kt. [...] , greiði brotaþola skaðabætur að f járhæð kr. 6.899, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og 3 verðtryggingu frá 25. júlí 2020 til 21. október 2020 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar. Í málinu, sbr. ákærulið nr. A.II., krefst brotaþoli, Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins, kt. [...] , þess að ákærði, Aron Romanik, kt. [...] , g reiði brotaþola skaðabætur að fjárhæð kr. 7.840, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. júlí 2020 til 21. október 2020 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar. Í málinu, sbr. ákærulið nr. A.III., krefst brotaþoli, Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins, kt. [...] , þess að ák ærði, Aron Romanik, kt. [...] , greiði brotaþola skaðabætur að fjárhæð kr. 4.999, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. ágúst 2020 til 21. október 2020 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar. Í málinu, sbr. ákærulið nr. A.IV., krefst brotaþoli, Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins, kt. [...] , þess að ákærði, Aron Romanik, kt. [...] , greiði brotaþola skaðabætur að fjárhæð kr. 6.899, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. október 2020 til 30. nóvember 2020 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar. Í málinu, sbr. ákærulið nr. A.V., krefst br otaþoli, Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins, kt. [...] , þess að ákærði, Aron Romanik, kt. [...] , greiði brotaþola skaðabætur að fjárhæð kr. 12.949, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. október 2020 til 30. nóvember 2020 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum II. 4 Ákæ rði mætti ekki vegna ákæru 7. september 2021 við þingfestingu málsins þann 2. desember sl. þrátt fyrir löglega birtingu ákæru og fyrirkalls 16. nóvember 2021 þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, og kveðinn upp dómur í því samdægurs þar sem ákærða var gert að sæta fangelsi í 60 daga, hann sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja og einnig gert að greiða 151.559 krónur í s akarkostnað. Með beiðni dags. 4. febrúar sl. fór verjandi ákærða þess á leit við dóminn að málið yrði endurupptekið með vísan til heimildar 1. mgr. 187. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Í beiðninni kemur fram að skilyrðum fyrir endurupptöku málsi ns samkvæmt framangreindu lagaákvæði sé fullnægt. Málið var tekið fyrir 17. mars sl. þar sem endurupptökubeiðni ákærða var lögð fram. Þar sem endurupptökubeiðnin hafi borist innan tímamarka 1. mgr. 187. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, var málið endurupptekið í því þinghaldi. Upplýst var að rannsókn í öðrum málum gegn ákærða væru langt á veg komin og fallist á að fresta málinu í því skyni að sameina þau. Við fyrirtöku málsins 9. júní sl. sótti ákærði þing ásamt verjanda sínum og játaði skýlaust sök samkvæmt ákæru 7. september 2021. Í sama þinghaldi var ákæra útgefin 12. apríl 2022 þingfest og málin sameinuð. Í upphafi var ákærði ákærður samkvæmt ákærulið B. þeirrar ákæru . Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa ge rst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið A en hafnaði einkaréttarkröfum. Ákærði neitaði sök samkvæmt ákærulið B. Í þinghaldi 8. september 2022 játaði ákærði skýlaust sök vegna hylmingar og í sama þinghaldi féll ákæruvaldið frá því að á kæra fyrir þjófnað í ákærulið B. Ákærði játaði sök samkvæmt breyttri ákæru og féllst á einkaréttarkröfur samkvæmt ákærulið A . Fram kom í máli verjanda ákærða að við endurupptöku málsins sé farið fram á mildun refsingar frá fyrri dómi. Varðandi seinni ákæru benti ákærði á að brot ákærða væru mjög smávægileg þó um ítrekun væri að ræða og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krafðist verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákæruvaldið ítrekaði refsikröfu og krafðist staðfestingar á fyrri dó mi vegna ákæru 7. september 2021 en um fjórða brot vegna aksturs undir áhrifum sé að ræða en auk þess sé þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu sektar vegna aksturs án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Þá krafðist ákæruvaldið sakfellingar samkvæmt ákæru 12. 5 apríl 2022 . Kom fram í máli sækjanda að refsikrafa ákæruvaldsins miði við að um ítrekun vegna auðgunarbrota sé að ræða . III. Með hliðsjón af skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rann sóknar - gögnum málsins, var farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga, sbr. fra mangreint. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem lýst er í ákærum að framan og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. IV. Samkvæmt sakav ottorði ákærða undirgekkst hann sektargerð hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum 27. mars 2019 fyrir akstur ökutækis undir áhrifum áfengis og án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Ákærði hlaut 60 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm, m.a. fyrir akstur ökutækis un dir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna og þjófnaðarbrot, 29. mars 2017. Sá dómur var tekinn upp og dæmdur með við sakfellingu ákærða 10. apríl 2019, en þann dag var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fleiri auðgunarbrot . Ákærði rauf skilorð þess dóms og var hann því tekinn upp og dæmdur með nýjum brotum ákærða þá er hann hlaut 14 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir níu þjófnaðarbrot og fimm umferðarlagabrot með dómi Héraðsdóms Reykjaness 7. nóvember 2019. Ákærði rauf r eynslulausn og hlaut 4 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir þjófnað þann 19. nóvember 2019 en um hegningarauka var að ræða. Refsing ákærða verður ákveðin samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga. Að auki verður við ákvörðun refsingar litið til þess a ð á kærði er að ítreka í þriðja skipti brot gegn 49. eða 50. gr. umferðarlaga nr. 77/2009, og hefur nú gerst sekur um akstur án ökuréttinda, sbr. 1. mgr. 58. gr. sömu laga. Ákærði hefur nú gerst sekur um hylmingu samkvæmt 254. gr. almennra hegningarlaga og þar með um ítrekun á auðgunar brot um samkvæmt 255. gr., sbr. 1. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Á móti kemur að ákærði hefur gengist við brotunum og að þjófnaðarbrot hans eru smávægileg. Að öllu þessu gættu þykir refsing hans nú hæf i lega ákveðin sex m ánaða fangelsi en ekki þykja skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna . Verður ákærða einnig gert að 6 greiða 40.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæta ella fangelsi í 4 daga. Þá er staðfest ævilöng svipting öku réttar frá birtingu dóms þessa að telja með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Í málinu krefst Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins skaðabóta vegna ákæruliða A.I - V. í kæru 12. apríl 2022, samtals að fjárhæð kr. 39.586 krónur, auk vaxta og má lskostnaðar. Ákærða var formlega birt bótakrafa vegna ákæruliða A. I. - III., samtals að fjárhæð 19.738 krónur þann 10. janúar 2022, og samþykkti hann kröfuna eins og hún er sett fram í ákæru. Ákærða var formlega birt bótakrafa vegna ákæruliða A. IV. - V. samt als að fjárhæð kr. 19.848 krónur þann 18. mars 2022. Ber því að dæma ákærða til að greiða Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins 39.586 krónur, þar sem upphafstími dráttarvaxta af 19.738 krónum miðist við 10. janúar 2022 auk 19.738 króna þannig að dráttarvexti r reiknast af 39.586 krónum frá 18. mars 2022, hvoru tveggja að öðru leyti með þeim vöxtum sem krafist er og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Er h ér um að ræða þóknun Bjarna Hólmars Einarssonar verjanda ákærða við rannsókn og meðferð málsins og þykir hún að teknu tilliti til eðlis máls og með hliðsjón af tímaskýrslu hæfilega ákveðin 753.300 krónur þar með talinn virðisaukaskattur, og annan sakarkost nað vegna útlagðs kostnaðar við rannsóknir á lífsýnum 151.559 krónur. Þá ber samkvæmt 2. mgr. 176. gr. sömu laga að dæma ákærða til greiðslu málskostnaðar vegna bótakrafna Áfengis - og tóbaksverslunar ríkisins og þykir sá kostnaður hæfilega ákveðinn kr . 186 . 000 krónur þ.m.t. virðisaukaskattur. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Aron Romanik, sæti fangelsi í sex mánuði. Ákærði greiði 40.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella fangelsi í 4 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins 39.586 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 6.899 krónum frá 25. júlí 2020 til 31. júlí sama ár, en af 14.739 krónum frá þeim degi til 29. ágúst sama ár, en af 19.738 krónum frá þeim degi til 16. október sama ár, en af krónum 26.637 krónum frá 7 þeim degi til 13. febrúar 2021, en af 39.586 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2022, en með d r áttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 19.738 krónum frá þeim degi til 18. mars 2022, en af 39.586 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns, 753.300 krónur og annan sakarkostnað 151.559 krónur. Þá greiði ákærði 186 .000 krónur í málskostnað til Áfengis - og tóbaksverslunar rí kisins. María Thejll