Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 17. febrúar 2020 Mál nr. S - 33/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Bryndís Ósk Jónsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn David Chitadze ( Kristján Óskar Ásvaldsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta var þingfest 12. febrúar 2020 og dómtekið sama dag. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á Vestfjörðum með ákæru 7. febrúar 2020 á hendur David Chitadze, , , , I. fyrir skjalafals, með því að hafa í neðangreindum tilvikum, framvísað í blekkingarskyni grunnfölsuðu frönsku kennivottorði, með nafni David Durand: a) við starfsmenn Landsbanka Íslands, fimmtudaginn 21. mars 2019, í útibúi bankans að Fjarðargötu 9 í Hafnarfirði, er ákærði gaf bankanum u mboð til að stofna íslenska kennitölu. b) við lögreglu, föstudaginn 3. maí 2019, í , að á , við almennt eftirlit útlendinga. c) við lögreglu, þriðjudaginn 31. desember 2019, á heimili sínu að á , er lögreglan hafði afskipti af ákærða. Nánar tiltekið var kennivottorðið falsað með þeim hætti að það var án vatnsmerkis, enginn öryggisþráður var til staðar, bakgrunnsprent á bæði fram - og bakhlið vottorðsins var verulega frábrugðið í gæðum og áferð, ekkert sjónrænt breytilegt blek (e. OVI) var til staðar, innfylltar upplýsingar voru færðar inn með rangri prenttækni og vartala í tölvulesanlegum runum (e. MRZ) vottorðsins var röng. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. 2 fyrir brot á lögum um út lendinga, með því að hafa dvalið í heimildarleysi hér á landi án áritana og dvalarleyfis, óslitið í 218 daga eða frá og með 27. maí 2019 uns lögreglan hafði afskipti af honum 31. janúar 2019, en ákærði kom hingað til lands 27. febrúar 2019 sem ferðamaður, með flugi nr. WW721 frá Berlín í Þýskalandi, á georgísku vegabréfi sínu, og þann 21. mars 2019 fékk hann skráða í slenska kennitölu hjá Þjóðskrá, 000000 - 0000 , undir nafninu David Durand, sem franskur ríkisborgari, á grundvelli hins falsaða kennivottorðs, sb r. ákærulið I.a. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 49. gr. og 50. gr., sbr. a. lið 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. III. fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, með því að hafa á tímabilinu ágúst til desember 2019, starfað hé r á landi, hjá fyritækinu , kt. 000000 - 0000 , á , án heimildar, á fölsuðum forsendum sem franskur ríkisborgari að nafni David Durand, kt. 000000 - 0000 , sbr. ákærulið I.a. og II. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 4. mgr. 6. gr., sbr. a. lið 1. mgr. 27. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar er lög leyfa. Þá gerir verjandi ákærða kröfu um hæfilega þókn un sér til handa, fyrir dómi og á rannsóknarstigi. II Við þingfestingu málsins játaði ákærði brot sín án undandráttar. Var því farið með málið samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. III Með skýlausri játningu ákærða , sem fær s toð í gögnum málsins , er sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu , svo vitað sé . Ber nú að ákveða honum refsingu með hliðsjón af 77 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að þ essu gættu og með vísan til játningar ákærða þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 8 8/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem er þóknun Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 3 skipaðs verjanda ákærða við rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi , 237.150 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Bergþó ra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, David Chitadze , sæti fangelsi í 60 daga. Ákærði greiði 237.150 krónur í sakarkostnað, sem er þóknun skipaðs verjanda hans, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns. Bergþóra Ingólfsdóttir