k Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánudaginn 15. nóvember 2021 Mál nr. S - 450/2021: Ákæruvaldið (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem var þingfest 3. mars 2021 og dómtekið 10. nóv ember sama ár, var upphaf - lega höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuð borgar svæðinu 26. janúar 2021, á hendur X , kt. , , fíkni efna - , umferðar - og hegningarlagabrot, með því að hafa: 1. Miðvikudaginn 16. september 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, með 74 km hraða á klukkustund um Sæbraut í Reykjavík, austur yfir gatnamót Lang - holtsvegar, þar sem leyfður hámarkshraði var 60 km á klukkustund. [Mál lögreglu nr. ] [Teljast] brot [þessi] varða við 2. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Miðvikudaginn 7. október 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 2 amfetamín 145 ng/ml) við veitingastaðinn Nings að Stórhöfða í Reykja vík, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. [Mál lögreglu nr. ] [Teljast] brot [þessi] varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 3. Fimmtudaginn 8. október 2020 í verslun Sports Direct að Skógarlind 2 í Kópa - vogi stolið fatnaði að verðmæti samtals 49.100 krónur og í kjölfarið ekið bifreið - inni á brott, sviptur ökurétti, að í Reykjavík, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. [Mál lögreglu nr. ] [Teljast] brot [þessi] varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umfer ðarlaga nr. 77/2019. 4. Föstudaginn 13. nóvember 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mæld ist amfetamín 435 ng/ml) um Miklubraut í Reykjavík, að geðdeild Land spítala við Hringbraut, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sín um 0,45 g af amfetamíni, sem ákærði framvísaði við lögreglu. [Mál lögreglu nr. ] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er kraf ist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar [samkvæmt] 101. gr. laga nr. 77/2019. 3 Síðari ákæran á hendur ákærða var gefin út af sama lögreglustjóra 22. júní 2021 og var mál vegna hennar þingfest 2. september sama ár og sameinað hinu upphaflega máli. Með þriðjudaginn 12. janúar 2021, farið inn á veitingastaðinn KFC að Sundagörðum 2 í Reykja ví k, með hettu yfir höfði og grímu fyrir vitum sér, tekið upp hnífa og þannig ógnað starfs manni veitingastaðarins, A , kt. [...], og krafið hana um að opna sjóðsvélina í því skyni að taka þaðan reiðufé, en þegar starfsmaðurinn kvaðst ekki geta það reyndi ákærði sjálfur að opna hana með hnífunum, sem honum tókst ekki og flúði þá á brott [Mál lögreglu nr. ] [Teljast] brot [þessi] varða við 252. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. [mgr.], sbr. a. [lið] 2. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr., vopnalaga nr. 16/1998. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Þingsókn vegna einkaréttarkröfu féll niður á fyrri stigum málsins og dæmist því ekki. Ákærði játar sök og krefst væg ustu viðurlaga sem lög leyfa og að refsingin verði skilorðsbundin. Þá er þess krafist að máls - varnar laun skipaðs verjanda greiðist úr ríkissjóði. Ákærði afsalar sér og sam þykkir upp - töku á 0,45 g af amfetamíni sem hald var lagt á, sbr. 4. lið fyrri ákæru. Varnir ákærða hverfast um persónulegar aðstæður hans og veikindi og að taka eigi sérstakt tillit til þess við refsi ákvörðun. II. Málsatvik: Varðandi 1. ákærulið fyrri ákæru: Samkvæmt lögregluskýrslu og ljósmynd um raf ræna hraðamælingu var ákærði að aka bifreiðinni miðvikudaginn 16. september 2020 sviptur ökurétti á 74 km hraða á klukkustund austur Sæbraut um gatnamót við Langholtsveg, Reykjavík. Leyfður há - marks hraði á vegar kaflanum var 60 km á klukkustund. Varðandi 2. ákærulið fyrri ákæru: 4 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var að kvöldi miðvikudagsins 7. október 2020 tilkynnt um ölvaðan ökumann á bifreiðinni á Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglumenn höfðu afskipti af ökumanninum stuttu síðar á fyrrgreindum stað og reyndist það vera ákærði. Samkvæmt skrám lögreglu var áður búið að svipta hann ökurétti á þessum tíma. Í samskiptum við ákærða vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum ávana - og fíkni - efna. Ákærði var handtekinn og færður á lögreglu stöð þar sem han n gekkst undir þvag - og blóðsýnatöku. Þá var hann í framhaldi látinn laus. Við frekari rannsókn máls ins var fyrr greint blóð sýni sent til lyfjarannsóknar. Samkvæmt mats gerð rann sóknarstofu í lyfja - og eiturefna fræði mældist í sýninu amfetamín með mæli gildið 145 ng/ml. Varðandi 3. ákærulið fyrri ákæru: Samkvæmt frumskýrslu barst tilkynning til lögreglu fimmtudaginn 8. október 2020 um meintan þjófnað úr verslun Sports Direct að Skógarlind 2, Kópavogi. Þær upplýsingar sem bárust lögreglu voru á þá leið að sést hefði til manns stela varningi úr versluninni og fara af staðnum á bifreiðinni . Þá fylgdi tilkynningu að manninum hefði verið veitt eftirför að . Samkvæmt ökutækjaskrá var ákærði skráður eigandi bifreið ar innar. Þá lágu fyrir upplýsing ar í skrám lögreglu um að búið væri að svipta hann öku rétti. Lögreglumenn fóru rakleiðis að en þar var á þeim tíma starfrækt gisti heimili. Á staðnum hittu þeir fyrir til kynn anda og fengu frekari upplýsingar frá honum um það hvað hefði gerst. Í fram haldi var rætt við húsráð anda á fyrrgreindu gistiheimili og það leiddi til þess að rætt var við nafngreinda konu sem þar dvaldi og kvaðst vera í nánu sambandi með ákærða. Ákærði var ekki ekki á staðn um og var hans leitað í hverf inu. Þýfi úr fyrr - greindr i verslun fannst hins vegar skammt frá gistiheimilinu. Síðar um daginn hafði ákærði símasamband við lögreglu og kvaðst vilja gefa sig fram. Leiddi það til þess að hann var handtekinn stuttu síðar í verslunarmiðstöðinni Kringlunni. Fram burðar skýrsla var tekin af ákærða í framhaldi af handtöku og gekkst hann við því að hafa stolið téðum varningi, auk þess sem hann kannaðist við að hafa ekið bifreiðinni sviptur ökurétti til og frá umræddri verslun. Varðandi 4. ákærulið fyrri ákæru: Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var akstur ökumanns á bifreiðinni stöðvaður við eftirlit föstudaginn 13. nóvember 2020 á Miklubraut í Reykjavík. Ökumaðurinn reynd ist vera ákærði og var hann allur á iði og virtist vera undir áhrifum vímuefna. Í sam skiptum við lögreglu kannaðist hann við að vera í fíkniefnaneyslu. Þá lágu fyrir þær upp lýs ingar 5 í skrám lögreglu að áður væri búið að svipta hann ökurétti. Ákærði var hand tekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann gaf þvag - og blóðsýni. Þá framvísaði hann fíkniefnum á lö greglustöðinni sem hann var með á sér og var lagt hald á þau. Hann var í fram haldi látinn laus. Við frekari rannsókn máls ins var fyrrgreint blóð sýni sent til lyfja - rann sóknar. Að auki voru hin haldlögðu fíkniefni send í rannsókn hjá tækni deild lög - reg lu. Samkvæmt mats gerð rann sóknarstofu í lyfja - og eiturefna fræði mældist í sýn inu amfeta mín með mæli gildið 435 ng/ml. Samkvæmt efnaskýrslu tæknideildar reynd ust hin haldlögðu fíkniefni vera 0,45 g af amfetamíni. Varðandi síðari ákæru: Samkvæmt frumskýrslu barst tilkynning til lögreglu að kvöldi þriðjudagsins 12. janúar 2021 um vopnaðan mann á KFC - veitingastað að Sundagörðum 2 í Reykjavík. Maðurinn var sagður hafa komið með tvo hnífa með sér á staðinn og reynt að ræna fjár mun um. Lögreg la fór strax á staðinn og var viðbúnaður með meira móti. Þá bárust lög reglu frekari tilkynningar um ferðir mannsins. Leiddi það til þess að hann var hand tekinn stuttu síðar við . Hann hélt á þeim tíma á tveimur stórum búr hnífum en veitti ekki mót þró a þegar lögreglu bar að. Maðurinn reyndist vera ákærði og virtist hann vera með rang hugmyndir á þessum tíma. Hann var færður í fanga geymslu í þágu rannsóknar málsins. Í framhaldi var rætt við vitni, starfsfólk og viðskiptavini, og voru nokkur þeirra í ta ls verðu áfalli. Fengust þær upplýsingar að ákærði hefði komið ógnandi á veitinga staðinn haldandi á téðum hníf um og með sóttvarnargrímu fyrir andlitinu. Hann hefði öskrað að starfsfólki og krafist þess að sjóðsvél með reiðufé yrði opnuð. Starfsfólk hefði ekki getað orðið við því og það hraðað sér út af staðnum um bakdyr. Þá hefði ákærði fylgt á eftir. Lögregla lagði hald á myndupptökur á veitingastaðnum og við frekari rann sókn málsins var unnið úr þeim gögnum. Ákærði gaf skýrslu daginn eftir handtöku og var í framhaldi látinn laus. Við skýrslutökuna kvaðst ákærði hafa misst stjórn á sér um ræddan dag og að fyrir sér hefði vakað að ræna peningum með því að ógna starfs fólki. Ætlun hans hefði verið að verða sér úti um peninga svo hann ætti fyrir mat væl um og fíkni efnum. Við frekari rann - sókn málsins var tekin vitnaskýrsla af starfs manni veit ingastaðarins sem greindi nánar frá téðum atvikum, líðan o.fl. Um veikindi ákærða: 6 Samkvæmt vottorði B yfirlæknis, dags. 20. september 2021, er ákærði með s ögu um alvarlegan fíknivanda og endurteknar vímuefnameðferðir frá unglingsaldri. Í vottorðinu greinir meðal annars að ákærði hafi verið lagður inn á fíkni geðdeild 19. janúar 2021 vegna geðrofs einkenna og sjálfsvígshættu. Hann hafi verið út skrif aður 13. febrúar sama ár eftir að hafa drukkið spritt á meðan hann var inni á deild inni. Daginn eftir hafi hann verið lagður aftur inn á fíkni geðdeild í framhaldi af því að hafa leitað á bráðamóttöku. Ákærði hafi verið inn lagður á fíknigeðdeild til 2 4. sama mán aðar. Að auki hafi hann frá þeim degi og til 24. júní sama ár verið inn lagður á geð endurhæfingar deild. Þá hafi hann verið greindur með fíkni heilkenni af völdum áfengis og örvandi efna, auk ótilgreinds óvefræns geðrofs. Við meðferð málsins var hlutast til um geðrannsókn ákærða að hans beiðni og var C geðlæknir dómkvaddur sem matsmaður. Í matsgerð hans greinir frá sjúkra - og lyfjasögu ákærða á árunum 2020 2021, upplýsingum sem komu fram á matsfundi og mats viðtali. Þar greinir með al annars frá því að ákærði hafi verið í áfengismeðferð erlendis og að henni hafi lokið 11. september 2020. Á því tímabili hafi hann verið að heyra raddir. Hann hafi í framhaldi komið til Íslands en fallið á vímu efna bindindi þremur vikum síðar og farið a ð nota amfetamín í sprautuformi. Hann hafi í október sama ár leitað á geðdeild Land spítalans og verið innlagður í stuttan tíma. Eftir það hafi hann dvalið á sambýli og með ferðarheimili. Hann hafi verið á geðdeild yfir jól, auk þess að dvelja í gisti skýl i fyrir heimilislausa. Hann hafi frá haustmánuðum verið að heyra raddir og það aukist samhliða fíkniefnaneyslu. Sú staða hafi meðal annars verið uppi þegar atvik áttu sér stað á fyrr - greindum KFC - veitingastað og ástand hans þá hafi verið bágborið vegna vím uefna - neyslu. Í umfjöllun matsmanns um geðskoðun greinir meðal annars að á þeim tíma sem sú skoðun fór fram hafi raddir þær sem ákærði var að heyra verið orðnar veikar og daufar og hugsanagangur orðinn eðlilegur. Þá hafi ekki borið á rang hugmyndum eða t rufl unum í hugsun af neinu tagi. Að auki greinir í matsgerðinni frá fyrri sögu ákærða varð andi inn lagnir, lyfjagjöf, auk ýmissa upplýsinga um persónu legar að stæður ákærða. Í niðurstöðu matsgerðar greinir að langlíklegast sé að ákærði hafi verið a ð heyra raddir vegna langvarandi áfengisneyslu. Haustið 2020 hafi ákærði verið í neyslu áfengis, auk 7 neyslu á örvandi efnum í sprautuformi, aðallega amfetamíni. Þetta hafi leitt til þess að radd irnar hafi orðið áleitnari. Hin mikla vímuefnaneysla hafi me ðal annars orðið til þess að ákærði leiddist út í ýmsar athafnir, svo sem þær sem áttu sér stað á fyrr greind um veit ingastað. Veikindi ákærða hafi ekki verið og séu ekki af þeim toga að 15. eða 16. gr. almennra hegn ingarlaga geti átt við um hann. Að því virtu sé engin ástæða til þess að beita hann öryggisúrræðum samkvæmt 62. og 63. gr. sömu laga. Mikilvægt sé að ákærði haldist áfram án áfengis og lyfja og líta verði til þess bata hjá ákærða sem fengist hafi með langri endur hæfingu á geðdeild frá byrju n þessa árs. Fangelsis refs ing kunni hins vegar að hafa nei kvæð áhrif á þann bata. III. Skýrslur fyrir dómi: Ákærði gerði grein fyrir persónulegum aðstæðum sínum. Í skýrslu hans kom meðal annars fram að hann hefði um árabil átt við áfengis - og vímuef navanda að stríða, auk ann arra geðrænna veikinda. Hann hefði misst vinnuna á árinu 2019 og eftir það hefði tekið að halla mjög undan fæti. Hann hefði leiðst út í mikla áfengis - og vímuefnaneyslu og verið mjög illa haldinn á árinu 2020 og fram í byrjun þes sa árs. Á sama tíma hefðu önnur geðræn veikindi valdið hon um vanlíðan. Hann hefði verið á vergangi en þess á milli notið þjón ustu áfangaheimilis og heilbrigðis stofn ana. Í aðdraganda ráns tilraun - arinnar hefði honum liðið mjög illa og hann verið að hey ra raddir. Hann hefði gert sér grein fyrir muninum á réttu og röngu en ekki verið með skýra hugsun um það sem gerðist. Hann hefði verið búinn að tapa raunveruleikatilfinningu og verknaðurinn fyrst og fremst verið hans leið til að kalla eftir hjálp. Að eðli sfari væri hann ekki ofbeldis hneigður. Hann hefði verið fjárvana og í einhvers konar sjálf skaða hugleiðing um. Ákærði kvaðst iðrast mjög þess sem gerðist og hafa leitað sér hjálpar eftir á. Hann hefði í byrjun þessa árs lagst inn á geðdeild á Hringbraut og í framhaldi notið frek ari geð heilbrigðis þjónustu á Kleppi. Þetta hefði leitt til þess að staða hans væri orðin betri en áður. Hann væri hættur vímuefnaneyslu og hefði sagt skilið við óæskilegan félags skap. Þá tæki hann inn geðlyf samkvæmt læknisr áði og nyti stuðn ings fjölskyldu og vina. Að auki tæki hann þátt í lang tímastarfsendurhæfingu á vegum Grettis taks með það að mark miði að komast inn á vinnumarkað að nýju. 8 Dómkvaddur matsmaður, C geðlæknir, staðfesti og gerði nánar grein fyrir fyrrgreindri matsgerð og niðurstöðum hennar. Um þau atriði vísast að mestu til framan greindrar umfjöllunar í málavaxtalýsingu. Í vætti matsmanns kom meðal annars fram að hvorki 15. né 16. gr. almennra hegni ngarlaga ættu við um ákærða. Geðrænn vandi ákærða væri vegna þunglyndis og áfengissýki. Langlíklegast mætti telja að geðrofseinkenni ákærða með því að heyra raddir stöfuðu af mikilli áfengisneyslu. Þá hefðu þau áhrif magn ast upp eftir að ákærði hóf neyslu á amfetamíni í sprautuformi á árinu 2020. Þau einkenni hefðu verið til staðar þegar umrædd atvik áttu sér stað í janúar á þessu ári, sbr. hina síðari ákæru. Geðrofseinkenni af þessum toga vöruðu að jafnaði í nokkra daga eftir að látið væri af áfengis - og vímuefnaneyslu. Þá gætu þau varað mánuðum saman sam hliða slíkri neyslu. Ákærði þurfi áfram og til langs tíma að vera undir læknishendi og taka inn geðlyf. Þá sé bati hans brothættur . Ákveðin hætta sé á því að dvöl í fangelsi myndi raska þeim bata sem náðs t hafi en læknismeðferð ákærða sé ólokið. Þá kvaðst matsmaður telja að það væri ákærða fyrir bestu að hann nyti áfram læknis meðferðar eins og verið hefði og hann héldi áfram þátttöku í starfsendurhæfingu á vegum Grettis taks. IV. Niðurstöður: Ákærði hefur játað ský laust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök sam kvæmt ákærum og er játn ingin studd sakar gögnum. Sam kvæmt því sem að framan greinir verður ákærði sak felldur fyrir brot sam kvæmt ákærum og eru þau réttilega færð til refsiákvæða . Samkvæmt matsgerð er ekki talið að 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga eigi við um ákærða og er ekki ágreiningur um það í málinu. Þá er það mat dómsins að ekki séu efni til að víkja frá niðurstöðu matsgerðar um framangreind atriði. Ákærði er fæddur í . Sam kvæmt sakavottorði frá 22. júní 2021 hefur hann áður gerst brotlegur við refsilög. Það sem hér skiptir einkum máli er að ákærði var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. október 2019 meðal annars sakfelldur fyrir ölvunar akstur og honum gert að grei ða sekt, auk þess að sæta tímabundinni sviptingu ökuréttar. Ákærði gekkst undir þrjár sáttir hjá lögreglustjóra 15. apríl 2020, þar af var ein vegna aksturs sviptur ökurétti á árinu 9 2019 og tvær vegna ölvunaraksturs á því sama ári. Þá átti annar ölvunar ak sturinn sér stað áður en fyrrgreindur dómur var kveðinn upp og var refsingin því hegn ingarauki. Með sátt unum samþykkti ákærði að greiða sektir og sæta tímabundinni sviptingu öku réttar. Um ákvörðun refsingar fer samkvæmt 1. mgr. 77. gr. almennra hegn ingarlaga. Fíkniefna - akstursbrot samkvæmt 2. og 4. ákærulið hinnar fyrri ákæru ber að fara með í einu lagi sem aðra ítrekun (3. brot). Þá ber að fara með sviptingarakstursbrot samkvæmt 1., 2., 3. og 4. ákærulið sömu ákæru í einu lagi sem fyrstu ítrekun (2. brot). Sakaferill ákærða horfir heilt á litið til refsiþyngingar. Játning hans hjá lögreglu og fyrir dómi horfir til máls bóta. Einnig horfir til málsbóta að verðmæti þýfis samkvæmt 3. ákærulið hinnar fyrri ákæru var óverulegt og mest af því endurheimtis t óskemmt, auk þess sem ákærði gaf sig fram við lögreglu þegar hans var leitað. Til refsi lækkunar verður litið til þess að rán sam kvæmt hinni síðari ákæru var ekki full framið og af gögnum verður ráðið að ástand ákærða á verknaðarstundu hafi verið mjög b ág borið vegna vímuefnaneyslu og andlegra veik inda. Þá hafi ásetningur hans verið þokukenndur á þeim tíma. Bendir því allt til þess að hann hafi ekki verið eins hættulegur og vilji hans ekki eins staðfastur og ætla má um þá sem full fremja slík brot. Vímu ástand ákærða umrætt kvöld getur hins vegar ekki afsakað gjörðir hans, eins og hér stendur á, sbr. 17. gr. almennra hegningar laga. Ekki verður fallist á með ákærða að 75. gr. sömu laga eigi nægjanlega við um ástand hans við ránstilraunina, eins og hér ste ndur á. Í því sambandi er einkum litið til þess að ekki var um að ræða skammvinnt ójafnvægi á geðsmunum, sbr. það sem áður greinir um geðræn veik indi ákærða. Þá eru önnur skilyrði ákvæðisins ekki nægjanlega uppfyllt, eins og hér stendur á. Til refsi þyng ingar horfir að ákærði var með hættu leg vopn í fór um sínum við ránstilraunina og hætta var af verkinu. Samkvæmt matsgerð og vætti matsmanns liggur fyrir að ákærði hefur um nokkurt skeið átt við geðræn veikindi að stríða, þar með talinn áfengis - og vím uefnavanda. Samkvæmt fyrrgreindri matsgerð, vætti matsmanns og fyrrgreindu læknisvottorði hefur ákærði leitað sér læknisaðstoðar og starfsendurhæfingar eftir að brotin voru framin. Horfir það honum til málsbóta. Ákærði nýtur geðheilbrigðisþjónustu á vegum geðsviðs Landspítalans, Kleppi. Veikindi hans hafa þróast til betri vegar og verður ráðið af því sem fram hefur komið að nokkur bati hafi náðst eða þau hjaðnað. Miklu skiptir að ákærði haldi sig frá áfengi og öðrum vímuefnum. Þá er óumdeilt að ákærði tekur þátt í starfsendurhæfingu á 10 vegum Grettis taks, langtímaúrræðis sem ætlað er einstak ling um með vímu efnaröskun og langvarandi félags legan vanda. Ljóst er að staða ákærða í þessum efnum er viðkvæm og hætta er á afturför í bata og starfs endur hæf ingu k omi til óskilorðsbundinnar fangelsis - refsingar. Verður að taka tillit til þessa við refsi ákvörðun og skil orðsbindingu, eins og hér stendur á. Að öllu framan greindu virtu, og með vísan til 2. mgr. 20. gr. og 2., 3., 5., 6. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningar laga, auk dómvenju, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mán uði. Rétt þykir, eins og hér stendur á, að fresta fullnustu refs - ingar innar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegn ingarlaga. Þá þykir jafnframt rétt, eins og hér stendur á, og með vísan til 1. og 3. tölul. 3. mgr. 57. gr. almennra hegn - ingarlaga, að binda frestun fullnustu refsingar ákærða þeim sér stöku skilyrðum að hann sæti á skilorðstímanum umsjón og neyti ekki áfengis og annarra vímuefna. Með vísan til 1. og 3. mgr. 99. gr. og 1. mgr. 101. gr. laga nr. 77/2019, og að teknu tilliti til fíkniefnaakstursbrota sem nú er sakfellt fyrir, auk fyrri ölvunaraksturs br ota, verður ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms ins að telja. Vegna framangreindra málsúrslita, og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar til ríkissjóðs. Til þes s kostn aðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Ólafs Vals Guðjónssonar lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem þykja hæfilega ákveðin 900.000 krónur, að með - töldum virðis aukaskatti. Þessu til viðbótar verður felldur á ákærða annar sakar k ostn aðar sam kvæmt yfirlitum ákæru valds ins, 676.418 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjáns son héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með ferð máls ins 9. júlí 2021 en haf ði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. 11 D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refs ingar innar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá er frestun á fullnustu refsingar jafnframt bundin þeim skilyrðum sam kvæmt 1. og 3. tölul. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga að ákærði sæti á skil orðs tímanum umsj ón og neyti ekki áfengis og annarra vímuefna. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs Vals Guðjónssonar lög manns, 900.000 krónur, og 676.418 krónur í annan sakar kostnað. Daði Kristjánsson