Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstudaginn 20. maí 202 2 Mál nr. S - 5526 /202 1 : Ákæruvaldið (Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X ( Bjarni Hauksson lögmaður) Dómur I. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 12. maí 202 2 , var höfðað með ákæru héraðs saksóknara, út gef inni 2 5. nóvember 202 1 , á hendur X , kennitala [...] , [...] , Reykjavík, kynferðisbrot, með því að hafa aðfaranótt laugar dagsins 5. desember 2009, á þáverandi heimili sínu að [...] , Reykjavík, haft samræði og önnur kynferðismök við A , kennitala [...] , en ákærði stakk fingri inn í leggöng hennar og hafði skömmu síðar við hana samræði, en A gat ekki spornað við verknaðinum sök um ölvunar og svefndrunga. Telst þetta varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kt. [...] , er þess krafist að ákær ða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 [krónur] auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. desember 2009 til þess dags er mán uður er liðinn frá því að ákæra var birt ákærða en dráttarvaxta sa mkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar fram lögð um málskostnaðarreikningi, að teknu tilliti til virðisaukaskatt s á málflutnings Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. A , hér eftir nefnd brotaþoli, gerir sömu kröfu um miska bætur , ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, og greinir í ákæru. Þá er 2 gerð krafa um að skip uðum réttargæslumanni verði tildæ md hæfi l eg þóknun úr ríkis sjóði. Ákærði neitar sök og krefst aðal lega sýknu en til vara vægustu refs ingar sem lög leyfa og að hún verði skilorðsbundin. Þá krefst hann þess að bótakröfu verði aðal lega vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð. Að a uki er þess krafist að allur sakar kostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun skipaðs verjanda. II. Málavextir: 1. Þann 22. október 2019 mætti brotaþoli á lögreglustöðina við Hverfisgötu og gaf skýrslu þar sem hún lýsti meintu kynferðisbroti ákærða sem hefði átt sér stað aðfaranótt 5. des - ember 2009 á þáverandi heimili hans á þeim stað sem greinir í ákæru. Lýsti hún atvikum með þeim hætti að hún hefði þekkt ákærða til margra ára og litið á hann sem vin sinn. Að auki hefð u þau starfað saman á tilteknum vinnustað á þeim tíma sem atvik áttu sér stað. Þau hefðu ásamt fleira fólki, vinnufélögum, farið saman á veitingastað í mið borg - inni kvöldið áður. Áfengi hefði verið haft um hönd og hópurinn haldið áfram að skemmta sér fram eftir nóttu og farið á fleiri staði í miðborginni. Ákærði hefði þegar liðið var á nóttina boðið brotaþola heim til sín í samkvæmi og hún talið að fleira fólk kæmi á staðinn. Hún hefði fylgt ákærða heim en verið orðin mjög þreytt þegar þangað var komið. Hún hefði þegið boð ákærða um að leggja sig og að hann myndi vekja hana þegar aðrir gestir væru komnir á staðinn. Síðar um nóttina hefði hún rankað við sér og ákærði verið með fingur í leggöngum hennar. Hún hefði á þeim tíma verið ringluð, svefndrukkin og ölvuð og liðið út af aftur. Þá hefði hún rankað við sér að nýju skömmu síðar og var ákærði búinn að afklæða hana og að hafa við hana samræði. Hún hefði brugðist harkalega við með því meðal annars að grípa um háls ákærða. Ákærði hefði á þeim tímapunkti gert sér upp með vitundar l eysi eða áfengisdauða og þóst sýna engin viðbrögð. Hún hefði í framhaldi farið burtu með leigubifreið og heim til kærasta síns, B . Brotaþoli hefði strax sama morgun sagt B frá því sem gerðist. Þau hefðu síðar sama morgun farið að h eimili ákærða og gert vart við sig. Ákærði hefði ekki komið til dyra en þau séð hann liggjandi innandyra. Þau hefðu látið þar við sitja og farið heim. Brotaþoli kvaðst í framhaldi hafa sagt nánar tilgreindu fólki, sem var henni náið, frá því sem gerðist. H ún hefði ekki verið í samskiptum við ákærða eftir á að öðru leyti en því að hann 3 hefði sent henni nánar tilgreind rafræn skeyti 19. desember 2009 og aftur á árinu 2010 og hún svarað þeim skeytum á svipuðum tíma eða síðar. 2. Ákærði gaf skýrslu 15. maí 20 20 með réttarstöðu sakbornings. Við skýrslutökuna greindi hann meðal annars frá því að brotaþoli hefði téða nótt farið með honum heim. Þau hefðu bæði verið undir áhrifum áfengis. Þau hefðu haft samræði heima hjá honum og það verið með fullu samþykki og þát ttöku beggja. Lýsti hann því með nánar tilgreindum hætti og að það hefði varað í fáeinar mínútur. Því hefði lokið þegar brotaþoli ýtti honum frá sér og kvaðst vilja hætta. Ákærði hefði strax hætt þátttöku í kynmökunum, snúið sér á hina hliðna og sofnað nán ast strax. Þá hefði brotaþoli verið farinn þegar ákærði vaknaði morg - un inn eftir. Kannaðist ákærði við síma samskipti við brotaþola eftir þetta en lýsti því ekki nánar. Hún hefði verið ósátt út af því sem gerðist og kærastinn hennar verið reiður. Þá kan naðist hann við að eftir þetta hefði slitnað upp úr vináttu þeirra. Það hefði tengst atvikum umrædda nótt og hún átt kærasta á þeim tíma. Gerði hann nánar grein fyrir fyrri vin áttu þeirra og samskiptum. Þá hefðu þau hist fyrir tilviljun mörgum árum síðar og sam skiptin verið á vinalegum nótum. Kannaðist hann ekki við lýsingu brotaþola á meintu broti samkvæmt skýrslu hennar hjá lögreglu. Kvaðst ákærði telja að kæra brotaþola væri sett fram í annarlegum tilgangi til stuðnings annarri kæru á hendur honum frá annarri konu vegna meints brots af sama toga. Lýsti ákærði nánar tengslum og öðrum atvikum og gaf skýringar á skeytum á milli hans og brotaþola, eftir meint brot. Setti hann þau skeyti í samhengi við kynferðisleg samskipti þeirra og atvik með þeim hætti se m að framan greinir. 3. Meðal gagna málsins er lögregluskýrsla um skeyti á Facebook Messenger sem fóru á milli ákærða og brotaþola, auk rafræns afrits af sömu skeytum. Í skeyti frá ákærða til brotaþola 19. desember 2009, klukkan 19:48, greinir: að þú vil jir ekki tala við mig aftur og ekki neitt.t...skil þig fullkomlega..og ég er enn ekkert buinn aðheyra í [...] ...bíð enn eftir því, mátt alveg endilega segja honum að hringj aí mig...en allavega skrýtið að alltíeinu þekki ég þig ekki...samt sko minnir mig a llt sem gerist í kringum mig á þig... hélt að ég væri með fráhvarfseinkenni og söknuð þegar að [...] minnkaði að tala við mig...vá hvað þá þetta...er mjög hræddur um að við séum miklu betri vinir en við heldum...þú þarft ekki en ef þú vilt heyra í mer, get uru sent skilaboð hér...sakna þín A mín og ég get aldrei byrjað að ýminda mer hvernig ég get beðist fyrirgefningar. Í skeyti frá brotaþola til ákærða 21. desember 2009, klukkan 07:18, greinir: Alla tíð hef ég staðið við bakið á þér X og tekið við skítnum sem að aðrir hafa að segja um þig. Ég 4 hef ALLTAF og þá er ég að tala um ALLTAF tekið upp hanskann fyrir þig í sambandi við allt kjaftæðið sem hefur verið sagt um þig. Ég áleit þig sem minn besta vin og aldrei hefði mig órað fyrir því að þú gætir gert mann eskju svona hlut. Eina sem að mig langar að segja við þig er að ég vill aldrei tala við þig aftur fockings hálfvitinn þinn. Þú ert gjörsamlega búin að fara yfir öll þau strik sem er mögulega ægt að fara yfir, ég hef akkurat ekkert álit á þér og hvað vinátt u okkur varðar er hún búin. hættu síðan að biðja mig um að skila því til [...] að hann eigi að hringja í þig, ef að þú villt tala við hann drullastu þá bara til þess að hringja í hann sjálfur! ég vill líka taka fram að [...] er ekki eini maðurinn sem að veit af þessu, [...] og [...] vita þetta líka og ég get fullvissað þig um það að þeir eru ekki sáttir. Ég trúi því ekki einu sinni að þú dirfist að halda það að við verðum vinir aftur, ertu virkilega það siðblindur? Þá eru þr jú skeyti frá ákærða til brotaþola, á tímabili frá 14. maí 2010 til 8. september sama ár, þar sem meðal annars kemur fram að ákærði sakni brotaþola. Þá er svarskeyti frá brotaþola 6. janúar 2011, svohljóðandi: Nennirðu plííís að láta mig í friði.....ef að ég get lifað án þín þá hlýtur þú að geta það, ekki senda mér sms né adda mér á fb. 4. Við rannsókn málsins á tímabili frá 6. apríl 2020 til 21. október 2021 voru teknar skýrslur af vitnum, fyrrgreindum B , C og D , sem brotaþoli var í samskiptum við stutt u eftir meint brot. Greindu þau meðal annars frá samskiptum, öðrum atvikum og hvað kom fram hjá brotaþola um meint brot ákærða, auk líðanar hennar á þeim tíma eða síðar. Einnig var tekin skýrsla af E sem greindi frá öðrum meintum atvikum varðandi ákærða, a uk samskipta við brota þola á árinu 2018 eða 2019 þar sem þau atvik hefðu borist í tal og brotaþoli greint henni frá meintu kynferðisbroti ákærða gegn henni mörgum árum áður. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði greindi meðal annars frá vinasambandi sínu við brotaþola á þeim tíma sem um ræðir og tilefni þess að þau fóru saman út að skemmta sér. Þau hefðu verið góðir vinir og unnið saman hjá tilteknu fyrirtæki og vinátta þróast milli þeirra upp úr því. Þá he fðu þau í eitt skipti á árinu 2007 sofið saman í kynferðislegri merkingu en brotaþoli verið einhleyp á þeim tíma. Ákærði og brotaþoli hefðu umrætt kvöld í desember 2009 farið út að borða og skemmta sér með fleira fólki frá téðum vinnustað. Þau hefðu farið saman út sem vinir en brotaþoli hefði á þeim tíma verið kærasta B en hann ekki komið með. 5 Ákærði og brotaþoli hefðu téða nótt neytt áfengis og ölvunar stig þeirra verið svipað, hvorugt þeirra hefði verið ofurölvi. Þau hefðu síðar um nóttina farið heim ti l ákærða. Ákærði kvaðst ekki muna tímasetningu í því sambandi né heldur hvort hann hefði rætt við brotaþola á þeim nótum að von væri á fleira fólki í íbúðina. Enginn samdráttur af kyn ferðislegum toga hefði verið milli hans og hennar um nóttina og þau ekki rætt saman á þeim nótum þegar þau fóru heim til hans. Brotaþoli hefði verið þreytt þegar hún var komin heim til ákærða og lagst til hvílu í rúmi hans. Hún hefði legið á bakinu og verið sofandi þegar ákærði kom skömmu síðar inn í herbergið. Ákærði kvaðst e kki muna hvort eða hvernig hún var klædd á þeim tíma og það sama var með hann sjálfan. Ákærði hefði lagst upp í rúmið, kysst brotaþola og hún kysst á móti. Brota þoli hefði brosað og verið með opin augu og horft á hann þegar þetta átti sér stað og þau byrj að að hafa samræði. Atvik þessi hefðu verið með sama hætti og þegar þau sváfu saman á árinu 2007. Ákærði hefði verið ofan á henni og hún verið samþykk og tekið fullan þátt í samræðinu en hann átt frumkvæðið. Ákærði hefði ekki í þessum samskiptum sett fingu r í leggöng hennar. Brota þoli hefði stuttu síðar beðið ákærða um að hætta, lagt hönd ina á öxlina á honum og ýtt honum frá sér. Ákærði kvaðst ekki muna eftir öðrum orðaskiptum í þess u samhengi og ekki kannast við að brotaþoli væri reið við hann á þeim tí ma. Þetta hefði leitt til þess að ákærði stoppaði strax og þau hættu að hafa samræði. Ákærði kvaðst ekki gera sér fulla grein fyrir tímalengdinni en fyrrgreind kynferðisleg samskipti gætu hafa varað um fimm mínútur. Ákærði hefði gert sér grein fyrir því þe gar þau voru hætt að hafa sam ræði að það hefði ekki átt rétt á sér út af fyrrgreindu sambandi brotaþola og B sem jafn framt var góður kunningi ákærða. Ákærði hefði fengið samvisku bit yfir því sem gerist og að hann hefði haft frum kvæðið. Ákærði hefði n æst lagst til svefns og sofn að fljótlega og ekki vitað af brotaþola á sama tíma. Þá kvaðst hann ekki vita hvað varð um brotaþola eftir að hann sofnaði eða hvenær hún fór úr íbúðinni. Hún hefði ekki verið farin þegar hann vaknaði morguninn eftir. Þá hefði hann ekki orðið var við að hún og B , kærasti hennar, kæmu og gerðu vart við sig fyrir utan íbúðina síðar um morguninn. Íbúðin hefði verið á jarðhæð og það gæti vel hafa gerst að þau hefðu séð til hans inn um glugga þar sem hann var sofandi. Ákærði hefði rætt við brotaþola í síma dag inn eftir. Hún hefði verið í uppnámi og haft orð á því að B væri reiður. Ákærði hefði ekki rætt við hana í síma eftir það. Ákærði kvaðst hins vegar kannast við fyrr greindar skila boðasendingar milli hans og brotaþola skömmu síðar, sbr. það sem áður greinir í málavaxtalýsingu. Ákærði hefði í þeim skila boðum verið að vísa til téðra atvika sem framhjá hald. Hann hefði verið leiður yfir því að það átti sér stað og með því hefði verið farið á bak við B . Þá hefði ákærði með téðum skila boð um verið að taka ábyrgð á og biðjast fyrirgefningar á sínum hlut í því, þ.e. að hafa haft frum kvæðið 6 að framhjáhaldi. Brotaþoli hefði ekki viljað frekari samskipti við ákærða og hann virt vilja hennar um það. Ákærði hefði verið sár og leiður yf ir vinslit unum. Þá hefði ákærði eftir þetta ekki verið í sam skiptum við B út af því sem gerðist. Hann hefði reynt aftur að senda henni skilaboð nokkrum mánuðum síðar en hún ekki viljað nein samskipti við hann. 2. Brotaþoli greindi meðal annars frá nánu m tengslum sínum við ákærða á þeim tíma sem meint brot var framið og atvikum umræddrar nætur sem varð til þess að hún fór með hon um heim til hans. Um þau atriði vísast til þess sem áður greinir í málavaxtalýsingu. Þau hefðu verið vinir til þriggja ára á þ essum tíma en aldrei á kynferðislegan hátt. Hún hefði verið í nánu sambandi með öðrum manni á þeim tíma, núverandi maka. Hún hefði verið mjög þreytt og nokkuð undir áhrifum áfengis þegar hún kom á heimili hans téða nótt en ekki verið ofurölvi. Ástand ákærð a hefði verið svipað. Klukkan hefði verið um fjögur eða fimm um nóttina þegar þau komu heim til hans. Samskipti þeirra hefðu ekki verið mjög mikil þegar þar var komið og hún fljótlega þegið boð hans um að leggjast upp í rúm. Hún hefði verið í þeirri trú að fleira fólk væri að koma í eftir partý og séð til ákærða vera í skeytasendingum í símanum og hún sofnað út frá því. Brotaþoli kvaðst næst hafa hálf rankað við sér stuttu síðar við það að ákærði var með fing ur í leggöngum hennar. Hún hefði legið á bakin u og ekki verið með fulla með vitund og dottið út aftur. Á þessum tímapunkti hefði verið eins og hún tryði því ekki sem væri að gerast. Hún hefði samt sem áður gert sér grein fyrir því og lýsti hún því frekar með nánar tilgreindum hætti. Þá hefði hún vakna ð aftur upp stuttu síðar við það að ákærði var að hafa við hana samfarir í leggöng. Hún hefði fundið fyrir honum inni í sér. Hún hefði verið liggjandi á bakinu og hann verið ofan á og yfir henni. Búið hefði verið að fletta kjól hennar niður að ofan svo sás t í ber brjóstin, auk þess sem búið hefði verið að lyfta kjóln - um upp að neðan en hún verið í nærbuxum. Viðbrögð hennar við þessu hefðu verið með þeim hætti að hún reis upp og var mjög reið. Hún hefði séð bara rautt , gripið með hönd - unum um hálsinn á ákærð a og þrýst að. Ákærði hefði hætt sam för unum og fært sig vinstra megin til hliðar við hana. Hann hefði legið hreyf ingarlaus á maganum og látið eins og hann væri dauður. Hann hefði ekki sýnt nein við brögð þegar hún sló á bakið á honum og reyndi að vekja hann upp eða ná sambandi við hann. Hún hefði meðal annars haft áhyggjur af því að hafa gert ákærða eitt hvað út af fyrr greind um við brögð um. Brotaþoli hefði næst hraðað sér úr húsinu, hringt og beðið eftir leigubifreið og farið til kærasta síns í öðru m borgarhluta. Á þeim tíma hefði verið byrjað að birta af degi. Hún hefði strax greint kærastanum frá hvað hefði gerst og þau farið síðar sama morgun heim 7 til ákærða. Fyrir þeim hefði vakað að ræða við hann um hvað hefði gerst. Þau hefðu gert vart við sig og barið húsið að utan en ákærði verið liggjandi þar inni. Hann hefði ekki komið til dyra og þau farið heim. Brotaþoli kvaðst hafa greint C , vinkonu sinni, frá því sem hefði gerst. Það hefði verið næsta eða næstu daga á eftir. Þá hefði hún einnig um tv eimur vikum síðar greint barns - föður sínum og vini, F , frá því sem gerðist, sem og fyrrverandi kærasta sínum og vini, D . Að auki hefði hún í gegnum árin greint bræðrum sínum frá téð um atvikum en haldið þeim leynd um fyrir foreldrum sínum þar til alveg nýl ega. Brotaþoli kvaðst hafa slitið öllum samskiptum við ákærða eftir téð atvik en móttekið frá honum skilaboð á Facebook sem væru meðal gagna málsins, sbr. það sem áður greinir í mála vaxtalýsingu. Í þeim skeytum hefði hann meðal annars beðist afsökunar á því sem gerðist. Þá hefði hún fyrir tilviljun, líklega árið 2018, hitt og spjallað stuttlega við hann á nánar tilgreindum ferðamannastað á Suðurlandi. Þau sam skipti hefðu verið stirð og meint brot ekki verið rætt. Þá hefði hún í eitt skipti fyrir tilvilj un hitt hann eða séð til hans á nánar tilgreindum bar þar sem hann var með hljómsveit. Kvað brotaþoli það vera rangt sem fram kæmi í skýrslu af ákærða hjá lögreglu að þau hefðu talað saman í síma daginn eftir meint brot. Hið sama væri að segja um framburð hans hjá lögreglu að hún hefði verið vakandi og tekið þátt í kynmökum með honum téða nótt. Þá hefðu þau aldrei áður verið í kynferðislegum samskiptum og framburður ákærða hjá lögreglu um hið gagn stæða væri rangur. Brotaþoli hefði skammast sín og álasað sjálfri sér fyrir hvað gerðist. Hún hefði á þeim tíma ekki getað hugsað sér að leita til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Umræðan um mál af þessum toga hefði verið með öðrum eða lokaðri hætti á þeim tíma miðað við það sem væri í dag. Þá hefði hún ekki treyst sér til að leita til lögreglu af tillits semi við föður sinn, sem á þeim tíma var starfandi í lögreglunni. Mikið hefði mætt á honum í gegnum árin vegna annarra í fjöl skyld unni sem komist hefðu í kast við lögin. Þá hefði annar ættingi hennar verið yfirmaður í lögreglunni og brotaþoli sjálf mikið verið á lög reglu stöð inni vegna föður síns, auk annarra tengsla við lögreglu menn í tengslum við íþrótta iðkun. Henni hefði liðið mjög illa á eftir vegna fyrrgreinds brots og það stöðu gt truflað hana í gegnum árin. Áfallið hefði komið eftir á og valdið henni vanlíðan og hugsanir um það sótt á hana. Hún hefði tekið inn kvíðalyf samkvæmt læknis ráði og reynt að bera sig vel. Önnur meint atvik síðar varðandi ákærða og fleiri, óviðkomandi brotaþola, hefðu leitt til þess að hún greindi annarri vinkonu sinni, E , frá því sem gerðist. Það hefði verið í 8 aðdraganda þess að brota þoli ákvað að leita til lögreglu vegna málsins. Þá hefðu aðrir þolendur stigið fram á svipuðum tíma vegna meintra brota ákærða og E leitt þær saman en þær ekki þekkst fyrir. 3 . Vitnið B , sambýlismaður brotaþola, bar meðal annars um að hafa einnig verið kærasti brotaþola á þeim tíma sem meint brot ákærða átti sér stað. Ákærði hefði verið besti vinur brotaþola á þeim tíma o g vitnið verið góður félagi ákærða í gegn um það vina samband. Ákærði og brotaþoli hefðu umrætt kvöld farið út að skemmta sér með fleira fólki en vitnið ekki farið með. Vitnið hefði vaknað upp við það þegar brotaþoli kom snemma heim um morguninn og verið í miklu uppnámi og grátið. Vitnið kvaðst ekki vita um nákvæma tímasetningu í því sambandi. Eitthvað mikið hefði greinilega verið að. Brota - þoli hefði til að byrja með átt erfitt með að greina frá eða koma því frá sér hvað hefði gerst og vitnið gengið á hana með það. Hún hefði stuttu síðar sagt vitn inu frá því að hafa vaknað upp við það að ákærði væri að nauðga henni. Þá hefði komið fram í frá sögninni að hún hefði náð að spyrna við, kasta ákærða af sér og koma sér út. Brota þoli hefði á þessum tíma í samsk iptum við vitnið greinilega verið lítið sofin, illa til reika og búin að neyta áfengis en ekki verið ölvuð. Vitnið og brotaþoli hefðu síðar um morguninn farið og reynt að ná tali af ákærða á þá - ver andi heimili hans. Þau hefðu bæði verið mjög reið og tilgangurinn með því að fara til ákærða hefði verið að fá skýringar eða viðbrögð frá ákærða við því sem gerðist. Þau hefðu gert vart við sig fyrir utan en ákærði ekki komið til dyra. Bjart hefði verið úti á þess um tíma. Um hefði verið að ræða íbúð á jarðh æð og brotaþoli litið inn um glugga. Brotaþoli hefði talað um að ákærði lægi inni í íbúðinni. Hún hefði í greint skipti annað - hvort talað um að ákærði væri að þykjast vera sofandi eða að vitnið hefði gefið sér það þar sem hann barði hraust lega á dyrnar. Þ au hefðu verið um þrjár til fjórar mínútur á staðnum. Þá hefði komið fram hjá brotaþola sama morgun að hún hefði mögulega meitt hann í fyrr greint skipti þegar hún var að lýsa því hvernig hún greip um háls ákærða og kastaði honum af sér. Vitnið hefði u mræddan morgun reynt að fá brotaþola til að fara á neyðarmóttöku eða leita til lögreglu. Brotaþoli hefði hins vegar verið ófáanleg til þess og vitnið í raun ekki fengið neinar skýringar á því nema að hún vildi það ekki og það hefði verið eins og hún vildi gleyma þessu. Þá hefði komið fram í sam skiptum þeirra einhverjum dögum síðar að hún vildi ekki leita til lögreglu vegna fyrrgreindra fjöl skyldutengsla út af föður hennar sem starfaði í lögreglunni. 9 Vitnið greindi einnig frá því að skilaboð hefðu gengið á milli ákærða og brotaþola þar sem ákærði baðst afsökunar á því sem gerðist. Það hefði birst vitninu með þeim hætti að ákærði væri með því að gangast við því að hafa brotið kynferðislega gegn brotaþola. Ekkert annað hefði komið til greina í því samhengi o g ekki hefði verið unnt að skilja skila boðin með þeim hætti að hann væri að biðjast afsökunar á því að hafa tekið þátt í ætluðu fram hjáhaldi. Eftir þetta hefðu orðið algjör vinslit milli ákærða og brotaþola og engin samskipti þeirra á milli. Þá hefði v itnið einnig lokað á öll samskipti við ákærða eftir þetta. Brotaþoli hefði breyst eftir meint brot og hún mikið til dregið sig í hlé, verið döpur og ekki eins mannblendin og áður. Samgangur við vini hefði minnkað og það verið breyting frá því sem áður var. Í framhaldinu hefðu komið fram kvíða vanda mál hjá brota - þola og hún leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi út af því. Brotaþola hefði liðið illa eftir á en þau ekki rætt meint atvik í mörg ár á eftir. Það hefði síðan breyst eftir að vinkona brota þola fór a ð spyrjast fyrir um hvort eitthvað hefði gerst á milli brotaþola og ákærða og hún í fram haldi frétt af öðrum meintum atvikum varðandi ákærða. Á svipuðum tíma hefði brota þoli verið í með ferð hjá sálfræðingi og hún viljað gera upp hluti úr fortíðinni. Br ota þoli hefði í framhaldi leitað til lögreglu út af því sem áður greinir um meint brot ákærða. 4. Vitnið C greindi meðal annars frá því að hafa verið vinkona brotaþola frá árinu 2006 eða 2007. Þá hefði hún verið kærasta ákærða á tímabilinu frá 2007 ti l 2008. Vitnið bar um að brotaþoli hefði hringt í hana í desember 2009 og verið í upp námi. Hún hefði greint vitninu frá meintu broti ákærða sem hefði átt sér stað einum eða tveimur dögum áður. Í frásögn brotaþola á þeim tíma hefði komið fram að hún hefði sofnað heima hjá ákærða vegna áfengisneyslu og þá hefði hún vaknað eða rumskað með hann ofan á sér. Þá hefði verið ljóst af frásögninni að hún var að lýsa því að ákærði var með liminn inni í henni í umrætt skipti. Einnig hefði komið fram í frásögninni að b rota þoli hefði hrint ákærða af sér og hlaupið út. Brotaþoli hefði verið sár og reið og ljóst af því sem fram kom að ákærði hefði misnotað hana kynferðislega. Vinskap ákærða og brota þola hefði lokið eftir þetta. Hið sama hefði verið með vinskap vitnisin s og ákærða. Vitnið og brotaþoli hefðu ekki rætt þessi atvik sérstaklega eftir á og brotaþoli virst loka á þau. Brotaþoli hefði orðið reið ef talið barst að ákærða og ekki viljað tjá sig um hann eða neitt tengt honum. Brotaþoli hefði án nokkurs vafa átt er fitt andlega með það sem gerð ist og það aðallega birst með auknum kvíða miðað við það sem áður var. Spurð nánar um samskipti ákærða og brotaþola kvaðst vitnið ekki vita hvort þau hefðu áður verið í kyn ferðislegum samskiptum. Þá kvaðst vitnið, spurt nán ar, ekki vita hvort brotaþoli hefði einhvern tíma síðar eftir meint brot komið heim til ákærða í samkvæmi. 10 5. Vitnið F, barnsfaðir brotaþola, greindi meðal annars frá því að brota þoli hefði greint honum frá því að ákærði hefði brotið gegn henni kynfer ðislega. Í frá sögn hennar hefði komið fram að hún hefði verið í samkvæmi með ákærða og orðið drukkin og vaknað upp við það að ákærði var að nauðga henni. Brotaþoli hefði verið niður brotin og greint vitninu frá framangreindu í eigin persónu þegar þau h ittust. Vitnið kvaðst ekki muna eða vita með vissu hvenær samtalið átti sér stað. Það hefði verið ein hverjum mánuðum eða ári eftir að meint brot átti sér stað. Frekar spurður um tíma setn ingu samtalsins út frá skýrslu vitnisins hjá lögreglu kvaðst vitnið telja að það hefði fremur verið nær hinu meinta atviki í tíma en að það hefði verið mörgum árum síðar. 6. Vitnið E , vinkona brotaþola, greindi meðal annars frá því að hafa verið að vinna með brotaþola á tilteknum stað frá árinu 2012. Í þeirra samskiptum hefði ákærði borist í tal og að brotaþoli hefði verið vinur hans en vitnið hefði einnig þekkt hann. Vitninu hefði fundist brotaþoli alltaf verða skrýtin, köld og aldrei viljað ræða um ákærða þegar hann bar á góma. Vitnið hefði spurt brotaþola nánar og hún svarað því að ákærði hefði gert ógeðslegan hlut við hana en ekki útskýrt það nánar og vitnið ekki spurt frekar. Fyrrgreind samskipti og samtal þeirra á milli um ákærða hefði verið einhvern tím a á ára bilinu 2012 - 2019. Vitnið greindi einnig frá því að haf a farið í brúðkaup bróður síns og mág konu í júlí 2019 á [...] . Ákærði hefði verið meðal gesta og þar hefðu átt sér stað tiltekin meint atvik af kynferðislegum toga þar sem ákærði kom við sögu sem síðar var kært til lögreglu. Þetta hefði gert það að verkum að vitnið ákvað að reyna að fá frekari upplýsingar frá brotaþola um það sem áður greinir um hvað hefði gerst milli hennar og ákærða. Vitnið hefði því í ágúst 2019 spurt brotaþola nánar út í þau atvik og brotaþoli svarað henni með skýrum hætti að ákærði he fði nauðgað sér. Brotaþoli hefði meðal annars greint vitninu frá því að hafa sofnað ölvunarsvefni og vaknað upp við ákærða vera að nauðga sér. Vitninu hefði orðið mjög um að heyra lýsingu brotaþola en tengt það við fyrrgreind meint atvik á [...] . Þá hefði vitnið ekki verið búið að nefna þau meintu atvik við brotaþola áður en fyrrgreint samtal átti sér stað. Í fram haldi hefði vitnið hlutast til um að brotaþoli, mágkona vitnisins og önnur vinkona til viðbótar hittust um mánuði síðar og ræddu saman, auk þess sem vitnið var á staðnum. Brotaþoli hefði ekki þekkt þær fyrir. Þá hefði brotaþoli í framhaldi leitað til lögreglu vegna ákærða. 7. Vitnið D , vinur brotaþola, greindi meðal annars frá því að hafa fengið símtal frá brotaþola nokkrum klukkustundum eftir me int brot ákærða. Brotaþoli hefði verið hágrátandi og í miklu uppnámi og hún greint vitninu frá því að ákærði hefði nauðgað henni. Samræmi 11 hefði verið með líðan brotaþola og frásögn hennar af meintu broti. Vitnið hefði hitt brotaþola skömmu eftir símtalið, kannski daginn eftir, og þau rætt um hið meinta brot. Þá hefði vitnið hitt ákærða stuttu síðar þar sem meðal annars hefði verið rætt um meint brot ákærða gegn brotaþola. Vitnið kvaðst lítið eða ekki vilja greina frá því samtali. Hann hefði verið mjög reiðu r í garð ákærða á þeim tíma út af því sem gerðist með brotaþola. Ákærði hefði verið þekktur fyrir meint brot af sama toga gagnvart öðrum stúlkum. Ákærði hefði í greint skipti kannast við að hafa hitt brotaþola og talað um mikla ölvun. Vitnið kvaðst hins ve gar eiga erfitt með að rifja upp téð atvik vegna þess langa tíma sem væri liðinn. Ekki eru efni til frekari reifunar á fram burði vitnisins. 8 . Vitni, rannsóknar lögreglu maður nr. [...] , gaf skýrslu símleiðis og gerði meðal annars grein fyrir og staðfes ti lögregluskýrslur um rannsókn á fyrrgreindum Messenger - skilaboð um milli ákærða og brotaþola. Ekki eru efni til frekari reifunar á vætti vitnisins. IV. Niðurstöður: Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála gildir sú grundvallar - regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð séu fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam kvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður ákærði því aðeins sak felldur að nægi leg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. téðra laga. Þá metur dóm - ur inn hvert sönn unar gildi þær stað hæfingar hafa sem varða ekki bein línis það at riði sem sanna skal en álykt anir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. Ákærði neitar sök. Ítarlega hefur verið gerð grein fyrir framburði ákærða og brotaþola fyrir dómi, auk annarra vitna, sbr. III. kafla. Þá hefur að nokkru verið gerð gre in fyrir rann sókn lögreglu og helstu sakargögnum, sbr. II. kafla. Í aðalatriðum er í málinu ágrein - ings laust að ákærði og brotaþoli voru vinir sem fóru saman umrædda nótt úr miðborginni og að þá ver andi heimili ákærða í austurborginni . Ágreiningur er um hvort þau hafi áður verið í kynferðislegum samskiptum og hvort von var á fleiri gestum á staðinn. Ágrein - ings laust er að þau voru bæði undir áhrif um áfengis og að brota þoli sofnaði heima hjá ákærða. Ágreiningslaust er að samræði átti sér stað milli á kærða og brotaþola téða nótt í umræddri íbúð en þau greinir á um hvort ákærði hafi sett fingur í leggöng brotaþola. Þá er ágreiningur um hvort sam þykki brota þola fyrir téðu samræði hafi verið fyrir hendi og 12 hvort ástand hennar hafi verið með þeim hætti a ð hún hafi ekki getað spornað við verkn - aðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Ákærði hefur lýst því að hafa haft samræði við brotaþola eftir að hún vakn aði og það hafi verið með hennar þátttöku og sam þykki. Þá hefur ákærði jafnframt greint frá því að hafa haft frumkvæði að fyrrgreindu samræði. Brotaþoli hefur hins vegar lýst því að hafa sofn að og rankað við sér skömmu síðar við að ákærði var með fingur inn í leg göngum hennar. Hún hafi misst rænu eða sofnað aftur og vaknað næst við það að ákærði var að ha fa við hana samfarir í leggöng. Þeim ber saman um að brotaþoli hafi í greint skipti legið á bakinu og að ákærði hafi verið ofan á henni. Einnig ber þeim saman um að sam ræðinu hafi verið hætt þegar brotaþoli sýndi viðbrögð um að hún væri á móti því og hún ýtti ákærða frá sér. Þau greinir hins vegar að nokkru á um það hvernig eða hversu harkaleg viðbrögð brota þola voru í greint skipti og næstu atvik þar á eftir. Ágreinings laust er að varanleg vin slit urðu milli ákærða og brota - þola strax eftir meint bro t. Hið sama á við um vina - eða kunnings samband sem var milli ákærða og B . Þá greindi vitnið C frá hinu sama varðandi samskipti hennar og ákærða. Ágrein ingur er um að ákærði og brota þoli hafi talað saman í síma síðar sama dag eftir meint brot. Ágreinings laust er hins vegar að fyrrgreind Messenger - skilaboð gengu á milli ákærða og brotaþola eftir meint brot á þeim tíma og með því efni sem skeytin bera með sér. Ágrein ingur er hins vegar um hvaða efnislega merk ingu beri að leggja í umrædd skilaboð frá ákærð a. Fyrir liggur að ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um hvað nákvæmlega gerðist í íbúð inni. Í aðalatriðum er sönnunarstaðan orð gegn orði um fyrrgreind ágreiningsatriði. Framburður þeirra beggja fyrir dómi hefur í öllum aðalatriðum verið sk ýr, ein lægur og stöð ugur um helstu málsatvik. Hið sama á við um framburð þeirra hjá lögreglu. Að því virtu eru ekki efni til að gera upp á milli þeirra hvað varðar mat á trúverðugleika. Þá verður við mat á fram burð um þeirra að taka tillit til þess að m eint brot var fyrst kært til lögreglu tæpum tíu árum eftir að það átti sér stað. Þá liðu rúm tvö ár frá því að kæran kom fram þar til ákæra var gefin út í málinu. Að því virtu er ekki unnt að ætlast til þess að ákærði og brotaþoli muni öll meint atvik í sm áatriðum. Brotaþoli hefur gefið skýringar á því hvers vegna hún dró það árum saman að kæra meint brot til lögreglu og eru ekki efni til að draga þær skýringar í efa. Hvað svo sem líður þeim töfum og skýr ingum brota - þola þá blasir við, hlutlægt séð, að hin n langi tími sem leið frá því að meint brot var framið og þar til brotaþoli gaf kæruskýrslu veldur því að tals verð óvissa eða vafi er uppi í málinu um hvað raunverulega gerðist í samskiptum hennar og ákærða umrætt skipti. Framburður brota þola um meint b rot er óbeint studdur framburðum fyrrgreindra vitna, B , C , F, E og D , sem hafa borið um frásögn brota þola af meintu broti og öðrum atvikum sem og um vanlíðan hennar. Eru það einkum vitnin B , F, D og C sem hafa þýð ingu í þ essu sambandi þar sem þau báru um fyrrgreind atriði eftir samskipti við brotaþola í 13 beinu fram haldi eða stuttu eftir meint brot . Sam rýmist það einnig efni skilaboða frá brotaþola til ákærða 21. desember 2009 þar sem vísað var til þriggja vitnanna, B , F og D , og tekið fram að þau vissu h vað hefði gerst milli ákærða og brotaþola. Allt eru þetta hins vegar vitni sem tengjast brota þola náið á einn eða annan hátt og verður að taka tillit til þess við úrlausn málsins, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008 . Einnig er ljóst af vætti F og D að þeir mundu ekki að öllu leyti vel eftir téðum samskiptum við brotaþola vegna þess tíma sem er liðinn frá því að þau áttu sér stað. Þá voru skýrslur fyrrgreindra fjögurra vitna á rann sóknarstigi gerðar sím leiðis, auk þess að vera efnislega mjög takmar kaðar eins og þær birtast í gögnum máls ins. Er þar um að ræða frávik frá því sem almennt er lagt upp með varðandi gæðastig skýrslutaka af mikil vægum vitnum í málum af þessum toga sem jafnan skulu vera ítarlegar og gerðar í hljóði og mynd, sbr. a - lið 2. m gr. 9. gr. reglugerðar nr. 651/2009. Að því virtu er tæplega með heildstæðum hætti unnt að bera téðar lögreglu - skýrslur saman við skýrslur sömu vitna fyrir dómi, þar með talið út frá stöðug leika. Ákæru valdið verður að bera hallann af þessu við úrlausn m álsins. Brotaþoli leitaði ekki til lögreglu eða neyðar móttöku í kjöl far meints brots og liggur því ekki fyrir vætti og gögn frá lögreglu - og/eða heil brigðisstarfsmönnum, eins og jafnan er í mál um af þessum toga, sem hefðu ella getað skýrt betur ástan d, aðstæður og frásögn brota þola og sakbornings. Er því ekki gögnum til að dreifa frá hlutlausu og utanaðkom - andi fagfólki sem hefðu getað fyllt betur upp í eyður um hvað nákvæmlega gerðist í sam skiptum ákærða og brotaþola og hvert var ástand þeirra á um ræddum tíma. Af þessu leiðir að ekki liggja fyrir gögn um ölvunarástand, réttarlæknisfræðilega skoðun á brota - þola og ákærða, auk þess sem ekki fór fram rannsókn á vett vangi, eins og jafnan er í mál um af þessum toga. Hið sama á við um ýmiss konar aðra ga gnaöflun sem jafnan er í mál um sem þessum, þar með talið gögn um ferðir, samskipti og tímasetningar. Skal þá einnig haft í huga að við rannsókn saka máls ber að líta jöfnum höndum til atriða sem horfa til sektar og sýknu, sbr. 2. mgr 53. gr. laga nr. 88/2 008. Sönnunarvandi um hvað raun verulega gerðist er því með meira móti, eins og hér stendur á, og er umgjörð þeirra sönn unar atriða sem málið hverfist um talsvert út frá forsend um brotaþola. Ákæru valdið verður að bera hallann af þessu við úr lausn máls ins. Gögn sem hafa verið lögð fram og stafa frá brotaþola um Messenger - sam skipti hennar og ákærða gefa efnislega að nokkru marki vís bend ingar um að ákærði kunni að hafa brotið kynferðislega gegn brota þola í greint skipti. Um er að ræða samtímaheimi ld um sam skipti þeirra eftir meint brot. Þau gögn eru hins vegar út frá orðanna hljóðan ekki alveg skýr eða afgerandi um að ákærði hafi í raun verið að viðurkenna meint kynferðis - brot gegn brotaþola, eins og lagt er upp með af hálfu ákæruvaldsins. Efnisl ega geta sam - skiptin einnig samrýmst skýringum ákærða, eins og áður hefur verið rakið, sbr. fram burð 14 hans fyrir dómi. Hið sama á við um það sem fram hefur komið um algjör vinslit milli ákærða og brotaþola og fleiri í kjölfar meints brots. Þau atriði gefa að nokkru marki vís - bendingar um ætlaða sök ákærða en geta ekki ráðið úrslitum í málinu. Þá er við sönnunar - matið ekki unnt að líta til atriða sem fram hafa komið undir rekstri málsins, óbeint, um önnur meint brot ákærða af svip uðum toga gagnvart öðrum b rotaþolum, eins eða fleiri, sem voru til rannsóknar hjá lög reglu, s br. til hlið sjónar dóma Hæsta réttar Íslands í málum nr. 359/2002 og 658/2007 . Að öllu framangreindu virtu, og þar sem annarra gagna nýtur ekki við, verður ekki talið, gegn eindreginni n eitun ákærða, að sannað sé svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88 /2008 verður einkaréttarkröfu brotaþola á hendur ákærða vísað frá dómi. Vegna úrslita málsins verður allur sakarkostnaður lagður á ríkissjóð, þar með talin máls - varnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Bjarna Haukssonar lögmanns, vegna vinnu á rann - sóknar st igi og fyrir dómi, sem þykja út frá eðli og umfangi máls hæfilega ákveðin 1 . 5 00.000 krón ur , að með töldum virðis aukaskatti. Hið sama á við um þóknun skipaðs réttar gæslumanns brotaþola, Sig rúnar Ingi bjargar Gísla dóttur lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem ræðst að mestu af tíma skýrslu, 400.000 krónur, að með töldum virðis - aukaskatti. Undir fyrrgreindan sakar kostnað fellur einnig þóknun til áðurskipaðs réttar - gæslu manns brotaþola, Auðar Tinnu Aðal bjarnar dóttur lögmanns, vegna vinnu á rann - sók nar stigi og fyrir dómi, sem ræðst að mestu af tíma skýrslu, 800.000 krónur, að með - töldum virðisaukaskatti. Annan sakar kostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Krist já ns son héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði , X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Einkaréttarkröfu brotaþola, A , á hendur ákærða er vísað frá dómi. 15 Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnar laun skip aðs verjanda ákærða, Bjarna Haukssonar lögmanns, 1 . 5 00.000 krón ur , þóknun skip aðs réttar - gæslu manns brotaþola, Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns, 400.000 krónur, og þóknun áður skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Auðar Tinnu Aðalbjarn ardóttur lög - manns , 800.000 krónur. Daði Kristjánsson