D Ó M U R 23. maí 2022 Mál nr. E - 5369/2020: Stefnandi: A ( Þorsteinn Einarsson lögmaður) Stefndi: Vátryggingafélag Íslands hf. (Heiðar Örn Stefánsson lögmaður) Dómar ar : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari og dómsformaður, Ástráður Haraldsson héraðsdómari og Jón Ágúst Pétursson, byggingartæknifræðingur og húsasmíðameistari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 23. maí 2022 í máli nr . E - 5369/2020: A ( Þorsteinn Einarsson lögmaður) gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. (Heiðar Örn Stefánsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 27. apríl 2022 , var höfðað 26. ágúst 2020. Með framhaldsstefnu, sem lögð var fram í þinghaldi 11. janúar 2021 , jók stefnandi við dómkröfur sínar. Stefnandi er A , [..., ...] Stefndi er Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3 í Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennd verði með dómi bótaskylda úr húseigendatryggingu og ábyrgðartryggingu Tis ehf. hjá stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., vegna líkamstjóns er stefnandi varð fyrir 7. september 2015 er hurð fasteignarinnar að Strandgötu 49, Akureyri, fas tanúmer 215 - 1008 , fauk upp. Þá er krafist málskostnaðar líkt og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar. I Tildrög málsins eru þau að stefnandi hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni 7. september 2015 á veitingas taðnum Bryggjunni við Strandgötu 49 á Akureyri . Stefnandi byggir á því að hún hafi verið á leið inn á veitingastaðinn og haldið í útidyrahurðina þegar vindhviða hafi feykt upp hurðinni. Við það hafi hún fallið aftur fyrir sig og dottið niður þrjár tröppur. Hafi hún skollið með hnakkann í gangstétt. Ágreiningslaust er að stefnandi varð fyrir umtalsverðu líkamstjóni í umræddu slysi, sbr. fyrirliggjandi mat B , sérfræðings í bæklunarskurðlækningum, dags. 19. desember 2017. Málsaðilar deila aftur á móti um bótag rundvöll, en stefnandi reisir dómkröfu sína á skyldum vátryggingartaka, Tis ehf., sem annars vegar rekstraraðila veitingastaðar og hins vegar sem eiganda fasteignar þar sem almenningi bauðst að kaupa veitingaþjónustu . Fyrir liggur að félagið hafði keypt tv ær tryggingar af stefnda, þ.e. ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar og húseigendatryggingu atvinnuhúsnæðis. Lögregla var kölluð á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum í beinu framhaldi af slysinu. Samkvæmt fyrirliggjandi lögregluskýrslu, sem rituð var 12. se ptember 2015, lá stefnandi á gangstétt hægra megin við innganginn. Fram kemur að þurrt hafi verið úti 2 en talsverður vindsperringur af suðvestri og gengið hafi á með hviðum. Umrætt hús st beint upp í vindinn. Stefnandi hafi verið með skerta meðvitund en þó getað veitt svör um meiðsli sín. Í skýrslunni er haft eftir C, dóttur stefnanda, að hún hafi stigið inn um dyrnar og haldið vel í hurðina. Stefnandi hafi komið beint á eftir henni og h afi haldið í hurðina þegar sterk vindhviða hafi feykt hurðinni upp þannig að stefnandi hafi hafnað á stéttinni hægra megin við innganginn og verið nánast meðvitundarlaus í kjölfarið. Loks kemur fram í lögregluský r slunni að hurðarpumpa hafi verið fyrir inna n útidyrahurðina en hún hafi reynst ótengd þegar lögreglu hafi borið að garði . Hið síðastnefnda atriði er raunar ágreiningslaust í málinu. Þess skal getið að skipt var um hurð og hurðarpumpu árið 2019 þannig að ekki reyndist unnt að skoða búnaðinn, svo se m með vettvangsgöngu. Í málinu liggja þó fyrir ljósmyndir lögreglu af vettvangi. Málið var upphaflega dæmt í héraði 9. apríl 2021. Með dómi Landsréttar 1. apríl 2022 í máli nr.291//2021 ómerkti rétturinn hinn áfrýjaða dóm og var málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar á ný. Rök Landsréttar voru þau að héraðsdómara hefði verið ókleift að leysa úr þ ví álitaefni sem uppi var í málinu á grundvelli almennrar þekkingar og menntunar eða lagakunnáttu. Hefði honum því borið að kveðja til meðdómsmann samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a . Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir d ómi stefnandi, C , dóttir stefnanda, og Róbert Häsler Aðalsteinsson, fyrirsvarsmaður hins vátryggða félags. II Stefnandi byggir dómkröfu sína á því að vátryggingartaki hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi sem annars vegar eigandi fasteignar þar sem fram fer veitingarekstur fyrir almenning og hins vegar sem rekstraraðili veitingastaðar í húsinu. Þetta hafi valdið stefnanda tjóni. Skaðabótaábyrgð vátryggingartaka fái stoð í ákvæði 12.3.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, þar sem hann hafi e kki fylgt því ákvæði eftir, en hurðarpumpa fyrir innan útidyrahurð hafi verið ótengd. Í öllu falli hafi aðstæður verið með þeim hætti að vátryggingartaka hafi borið skylda til að tryggja að umrædd hurð væri búin dempurum eða öðrum fullnægjandi búnaði til a ð koma í veg fyrir slysahættu. Starfsmenn og forsvarsmenn vátryggingartaka hafi mátt gera sér grein fyrir slysahættu sem skapast gat við þær aðstæður sem uppi hafi verið, þ.e. þegar hvasst var í veðri og hurðarpumpa ótengd. Gera verði ríkar kröfur til rek straraðila og eigenda fasteigna þar sem rekin sé þjónustustarfsemi. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir slysið með því að tengja umrædda hurðarpumpu. 3 Krafa stefnanda byggi á sakarreglunni og reglunni um vinnuveitandaábyrgð í skaðabótarétti. Um ábyrgð stefnda sé annars vegar vísað til húseigandatryggingar og hins vegar til ábyrgðartryggingar atvinnurekstrar sem hann hafi selt vátryggingartaka. III Stefndi byggir á því að skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð vátryggingartaka vegna slyss stefnan da séu ekki uppfyllt. Ósannað sé að slys stefnanda verði rakið til gáleysis, vanbúnaðar, vanrækslu eða ófullnægjandi aðstæðna á ábyrgð vátryggingartaka. Tjón stefnanda sé því að rekja til óhappatilviljunar, eigin gáleysis hennar eða gáleysis annarra en vát ryggingartaka. Rótgróin meginregla sé að tjónþoli þurfi að bera tjón sitt sjálfur nema sérstök heimild standi til annars. Við úrlausn málsins beri að beita sakarreglunni og engin sérsjónarmið eigi við í málinu hvað þetta varðar. Ósannað sé að umrædd hurða rpumpa hafi ekki verið tengd þegar slysið hafi orðið, enda þótt ágreiningslaust sé að hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði eftir slysið. Hafi hurðarpumpan losnað yfir daginn áður en slysið varð sé í öllu falli ósannað að starfsmönnum vátryggin gartaka hafi mátt vera kunnugt um það. Jafnvel þótt talið yrði að hurðarpumpan hefði verið ótengd umrætt sinn þá hafi slíkt ekki þýðingu í málinu, enda sé ekki skylt að hafa hurðarpumpu í því skyni að hindra að hurð fjúki upp, heldur aðeins til að koma í veg fyrir að hurð skellist aftur, sbr. 6. mgr. ákvæðis 12.3.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Við þetta bætist að ekki liggi annað fyrir en að aðbúnaður hafi verið í samræmi við þágildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998, en hurðin og pumpan hafi veri ð sett upp fyrir gildistöku núgildandi byggingarreglugerðar. Allur aðbúnaður hafi verið til fyrirmyndar og ekki nein sérstök hætta af útidyrahurðinni umfram aðrar hurðir. Þá sé ósannað hversu mikill vindur h af i verið umrætt sinn og hver vindátt h af i ve rið. IV Stefnandi höfðar mál þetta til viðurkenningar á greiðsluskyldu stefnda úr tveimur tryggingum vegna tjóns sem stefnandi varð fyrir þegar hún féll til jarðar er hún hugðist ganga inn um dyr á veitingastað vátryggingartaka 7. september 2015. A uk stefnanda var einungis dóttir hennar sjónarvottur að umræddu slysi. Vátryggingartaki starfrækir veitingastað í eigin húsnæði á Akureyri. Húsið stendur við sjó og opnast umrædd útidyrahurð út á við. Vátryggingartaki hafði keypt ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar og húseigendatryggingu atvinnuhúsnæðis af stefnda, en báðar tryggingarnar voru í gildi á slysdegi. 4 Ágreiningslaust er að hurðarpumpa útidyrahurðar á veitingastað vátryggingartaka var ótengd þegar lögreglu bar að ga rði í beinu framhaldi af slysi stefnanda. Í samræmi við þetta byggir stefnandi á því að hurðarpumpan hafi einnig verið ótengd þegar slysið átti sér stað en því mótmælir stefndi. Með vísan til þeirrar staðreyndar að pumpan var ótengd þegar lögreglu bar að g arði stuttu eftir slysið stendur það stefnda nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Í þeim efnum leiddi stefndi einungis fyrir dóm fyrirsvarsmann vátryggingartaka. Bar fyrirsvarsmaðurinn að ekki hefð i tíðkast að aftengja pumpuna. Þvert á móti hefði hún ávallt verið tengd. H vorki í framburði hans né í málatilbúnaði stefnda koma fram haldbærar skýringar á því hvað hefði á tt að valda því að pumpan reyndist ótengd svo stuttu eftir slysið , en ljósmyndir se m teknar voru af lögreglu í kjölfar slyssins af umræddri pumpu bera með sér að mati dómsins, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni , að sérstaklega hefði þurft að hafa fyrir því að aftengja hana . Ekki voru leiddir fyrir dóm aðrir starfsmenn vátryggingartak a sem voru á staðnum umrætt sinn. Að mati dómsins hefur stefnda ekki tekist sönnun þess að hurðarpumpan hafi verið tengd þegar slys stefnanda átti sér stað. Ber því að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að pumpan hafi verið ótengd. Stefnandi byggi r, eins og áður segir, á því að vátryggingartaki hafi sýnt af sér saknæma vanrækslu, annars vegar sem rekstraraðili veitingastaðar og hins vegar sem eigandi fasteignar þar sem almenningi bauðst að kaupa veitingaþjónustu, sbr. tvær fyrrgreindar vátryggingar félagsins hjá stefnda. Að mati dómsins ber að fallast á það með stefnda að kröfum samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 verði almennt ekki beitt um framkvæmdir sem áttu sér stað í tíð eldri reglugerðar, en stefnandi hefur ekki mótmælt þeirri fullyrðing u stefnda að umrædd hurð hafi verið sett upp fyrir gildistöku reglugerðarinnar. Þetta atriði getur þó ekki eitt og sér ráðið úrslitum við mat á því hvort vátryggingartaki hafi sýnt af sér saknæma háttsemi sem bakað gæti honum bótaskyldu og þar með haft í f ör með sér greiðsluskyldu úr vátryggingum hjá stefnda. Í dómaframkvæmd hefur því enda ítrekað verið slegið föstu að almennt verði að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna þar sem starfrækt er verslun og sambærileg þjónusta, að gera ráðstafa nir sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga leið um, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 13. mars 2008 í máli nr. 419/2007. Mat á nánari skyldum rekstraraðila að þessu leyti ræðst af atvikum hverju sinni. Í þeim efnum hefur d ómurinn hliðsjón af því að sakarmat í málum sem þessum er strangt þegar tekin er afstaða til þess hvort skaðabótaábyrgð hafi stofnast, sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar 19. nóvember 2021 í máli nr. 488/2020. Í þessu tilviki var, eins og áður segir, um a ð ræða útidyrahurð sem opnaðist út á við. Slíkt telst fátítt hér á landi þegar um aðalinngang í hús er að ræða þótt það sé í sjálfu sér engan veginn aðfinnsluvert. Aftur á móti hefur þetta í för með sér að vindur er mun 5 líklegri en ella til að hafa áhrif þ egar dyrum er lokið upp eða þeim lokað. Stefndi byggir á því að umrædd hurð hafi verið nokkuð létt. Fyrir dómi lýsti fyrirsvarsmaður vátryggingartaka því jafnframt að hurðin hefði verið létt . Af þessu og fyrirliggjandi ljósmyndum að dæma telur dómurinn að leggja megi þá staðhæfingu til grundvallar. Þetta tvennt gerir það að verkum að mati dómsins að umrædd hurð hefur verið vís til að fjúka til, þ.e. ef ekki yrði gripið til ráðstafana sem kæmu í veg fyrir það, en húsið stendur eins og áður segir steinsnar fr á sjó. Þegar af þessari ástæðu er ekki unnt að fallast á það með stefnda að dyrnar hafi ekki verið haldnar hættueiginleikum umfram aðrar hurðir og dyr. Eins og á ður segir hvílir rík skylda á eigendum og umráðamönnum fasteigna þar sem starfrækt er verslun og sambærileg þjónusta, að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga leið um. Í þessu samhengi bar vátryggingartaka að mati dómsins að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að umrædd hurð fyki til. Eins og áður segir var hurðarpumpa fyrir innan dyrnar, en hún var ótengd. Stefndi byggði á því í greinargerð að ósannað væri hversu mikill vindur hefði verið umrætt sinn og hver vindátt hefði verið. Lögreglu bar að garði skömmu eftir slys stefnanda. Áður er rakið að í lögregluskýrslu er skráð að þurrt hafi verið úti er slysið varð en talsverður vindsperringur af suðvestri og gengið á með hviðum. Umrætt hús opnist hurðin nánast beint upp í vindinn. Fyrirliggjandi gögn staðfesta að mat lögreglu á legu hússins var rétt, en af þeim gögnum verður einnig ráðið að ef hurðin væri opnuð einungis til hálfs þá gæti vindhviða úr suðvestlægri átt þrýst hurðinni upp. Að þessu virtu fær málatilbúnaður stefnanda um málsatvik stoð í skýrslu lögreglu og trúverðugum framburði dóttur stefnanda fyrir dómi, en hún var sjónarvottur að slysinu og samræmdist fra mburður hennar auk þess vel því sem haft var eftir henni á vettvangi slyssins á slysdegi í lögregluskýrslu. Telst því nægjanlega sannað að vindur hafi feykt hurðinni upp með þeim afleiðingum að stefnandi féll við. Í þeim efnum þurfti auk þess minna til að koma en ella í ljósi þess að um var að ræða létta hurð, eins og áður er rakið. Við þessari niðurstöðu hrófla ekki gögn frá Veðurstofu Íslands, sem bundin eru vissum fyrirvörum um meðaltal yfir tilgreindan athugunartíma , um suðsuðaustanátt á Krossanesbraut um það leyti er slysið varð, enda var stefnda í lófa lagið að afla matsgerðar dómkvadds manns um veður á slysstað, svo sem til að sýna fram á það að útilokað væri að vindhviður hafi á köflum getað borist úr suðvestanátt eins og getið var um í skýrslu lögre glu. Í ljósi þeirrar skýrslu stóð það einnig stefnda nær að afla sér sönnunar um slíkt. Það gerði stefndi aftur á móti ekki og ber hallann af því. Eftir stendur þá það álitaefni hvort og þá hvaða þýðingu það hefði haft ef hurðar pump an hefði verið tengd um rætt sinn . Engin sérfræðileg gögn liggja fyrir um umrædda hurðarpumpu en henni hafði ásamt hurð verið fargað áður en málið var höfðað 6 þannig að ekki var unnt að skoða þær, svo sem með vettvangsgöngu. Sönnunarfærsla í einkamáli lýtur að umdeildum málsatviku m, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991. Aftur á móti þarf ekki að sanna atvik sem ekki ríkir ágreiningur um. Aðilum ber ekki saman um hver tilgangur hurðarpumpu er almennt séð. Aftur á móti er enginn ágreiningur um það að slík pumpa hefði haft viss áhrif á virkni umræddrar hurðar. Nánar tiltekið var í þinghaldi 15. mars 2021 færð til bókar yfirlýsing lögmanns stefnda um að en ekki aðeins þegar dyrunum væri lokað. Við þá yfirlýsingu er stefndi bundinn auk þess sem dómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, telur þá ályktun rökrétta. Er það raunar mat dómsin s að sá stífleiki sem pumpan veitir hefði skipt sköpum og getað komið í veg fyrir slys stefnanda. Liggur því f yrir orsakasamhengi á milli slyss stefnanda og þeirrar staðreyndar að hurðarpumpan var ótengd umrætt sinn. Eins og áður segir ber stefndi fyrir sig að tilgangur hurðarpumpu sé einungis sá að koma í veg fyrir að hurð skellist aftur. Dómurinn fellst ekki á þ etta mat stefnda en í öllu falli hvíldi sú skylda á vátryggingartaka ve gna alls þess sem áður er rakið að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að hurðin fyki til. Vátryggingartaki gætti þess aftur á móti ekki að hafa hurðarpumpuna tengda. Þetta ber að meta honum til saknæmrar vanrækslu sem rekstraraðila veitingastaðar og eiganda atvinnuhúsnæðis þar sem almenningi bauðst að kaupa veitingaþjónustu, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 8. júní 2006 í máli nr. 517/2005. Leiðir þessi vanræksla til þess að f allast verður á það með stefnanda að viðurkennd verði bótaskylda stefnda úr ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, sbr. grein 4.1 í skilmálum tryggingarinnar. Þar sem fallist er á þann þátt kröfu stefnanda er ekki unnt að líta svo á að tjónið falli undir húsei gendatryggingu atvinnuhúsnæðis, sbr. undanþáguákvæði í grein 17.4 í skilmálum þeirrar tryggingar, sem kveður á um að tryggingin bæti ekki tjón sem verði vegna atvinnu vátryggðs, en í þessum efnum var skyldan til að hafa hurðarpumpuna tengda ekki aðeins bun din við vátryggingartaka sem eiganda húsnæðisins heldur einnig sem rekstraraðila veitingastaðar. Loks er ekki unnt að fallast á það með stefnda að stefnanda verði gert að bera hluta tjóns síns sjálf á grundvelli eigin sakar, enda verður ekki séð að stefnan di hafi haft ástæðu til að fara aðra leið inn á veitingastaðinn og hefur stefndi engin haldbær rök fært fyrir því að stefnandi teljist hafa sýnt af sér aðgæsluleysi umrætt sinn. Stefnandi fékk gjafsókn með bréfi dómsmálaráðherra, dags. 11. febrúar 2020. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, sem þykir hæfilega ákveðin 1.350.000 krónur, án tillits til virðisaukaskatts. Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/19 91, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir að 7 öllum atvikum virtur, sbr. einnig fyrrgreindan dóm Landsréttar í máli nr. 291/2021 , hæfilega ákveðinn 950.000 krónur og rennur í ríkissjóð. Af hálfu stefnanda flutti málið Þorstei nn Einarsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Heiðar Örn Stefánsson lögmaður. Dóm þennan kveða upp Arnaldur Hjartarson héraðsdómari og dómsformaður, Ástráður Haraldsson héraðsdómari og Jón Ágúst Pétursson, bygginga rtækni fræðingur og húsasmíðameist ari . D Ó M S O R Ð: Viðurkennd er bótaskylda úr ábyrgðatryggingu atvinnurekstrar Tis ehf. hjá stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., vegna líkamstjóns er stefnandi , A, varð fyrir 7. september 2015 er hurð fasteignarinnar að Strandgötu 49, Akureyri, fastanúmer 215 - 1008, fauk upp. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Þorsteins Einarssonar, 1.350.000 krónur. Stefndi greiði 950.000 krónur í málskostnað til ríkissjóðs.