1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness fimmtudaginn 6. maí 2021 í máli nr. S - 2983/2020: Ákæruvaldið (Anna Barbara Andradóttir saksóknari) gegn Sigurgeri Svani Jóhannssyni, (Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður) Birni Herberti Guðbjörnssyni (Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður) og Skúla Magnússyni (Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður) Mál þetta sem þingfest var 11. desember 2020, en dómtekið að lokinni aðalmeðferð 8. apríl 2021, höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 22. október 2020 á hendur Sigur geiri Svani Jóhannssyni, kt. 000000 - 0000 , [...] , Birni Herberti Guðbjörnssyni, kt. 000000 - 0000 , [...] , og Skúla Magnússyni, kt. 000000 - 0000 , [...] aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem hér greini r: I. Á hendur ákærða Sigurgeiri Svani, verkstjóra og starfsmanni hjá Plastgerð Suðurnesja, fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með því að hafa miðvikudaginn 21. júlí 2017 í vinnslusal Plastgerð ar Suðurnesja, [...] , gert öryggisbúnað frauðpressuvélar af gerðinni Kurtz 1014 óvirkan, vitandi vits að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana, og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð, án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni en ákærði Sigurgeir Svanur hafði ekki upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Við gangsetningu vélarinnar klemmdist A á milli móta vélarinnar og lést hann af áverku m þeim sem hann hlaut við það. Telst þetta varða við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 37. gr. og 46. gr., sbr. 21. gr., 23. gr. og 26. gr., sbr. 99. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á 2 vinnustöðum, 2.1 gr., 2.3 gr. og 2.8 gr. I. viðauka reglugerðar nr. 367/2006 um notkun tækja, sbr. 13. gr. sömu reglugerðar og 23. gr., sbr. 37. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. II. Á hendur ákærða Birni Herberti, eiganda, framkvæmdar stjóra og atvinnurekanda Plastgerðar Suðurnesja, fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi sem lýst er í ákærulið I og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með því að hafa samþykkt að undirmaður hans, meðákærði Sigurgeir Svanur, gerði öryggisbúnað frauðpressuvélarinnar óvirkan, vitandi vits að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og fyrir að hafa miðvikudaginn 21. júlí 2017 gefið meðákærða Sigurgeiri Svani fyrirmæli um að gangsetja alla r vélar í vinnslusal Plastgerðarinnar en ákærði Björn Herbert hafði ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Einnig fyrir að hafa látið hjá líða að láta gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vi nnustað, áhættumat, áætlun um heilsuvernd og fyrir að hafa látið hjá líða að koma á fót vinnuverndarstarfi hjá Plastgerð Suðurnesja. Telst þetta varða við 215. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 37. gr., 46. gr., 65. gr., 65. gr. a. og 6 6. gr., sbr. 13. gr. og 14. gr., sbr. 99. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, 4. gr., 5. gr. og 7. gr. reglugerðar nr. 367/2006 um notkun tækja og 2.1 gr., 2.3 gr. og 2.8 gr I. viðauka sömu reglugerðar, allt sbr. 13. gr. sömu reglugerðar og 21. gr., 25. gr., 26. gr., 27. gr. og 28. gr., sbr. 37. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. III. Á hendur ákærða Skúla, verkstjóra, starfsmanni, eiganda og daglegum stjórnanda hjá Pla stgerð Suðurnesja, fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi sem lýst er í ákærulið I og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með því að hafa samþykkt að undirmaður hans, meðákærði Sigurgeir Svanur, gerði öryggisbúnað frauðpress uvélarinnar óvirkan, vitandi vits að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana en ákærði Skúli hafði ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Telst þetta varða við 215. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 37. gr. og 46. gr., sbr. 21. gr., 23. gr. og 26. gr., sbr. 99. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, 2.1 gr., 2.3 gr. og 2.8 gr I. viðauka reglugerðar nr. 367/2006 um 3 notkun tækja, sbr. 13. gr. sömu reglugerðar og 23. gr., sbr. 37. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttar krafa : Af hálfu B , fd. 29.04.1951, er krafist að ákærðu verði dæmdir in solidum til að greiða henni kr. 3.071.911, - í miska og skaðabætur ásamt vöxtum af fjárhæð kr. 3.071.911, - skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 21. júlí 2017 til þess dags er liðinn verður mánuður frá því að að krafa þessi er kynnt kærðu en frá þeim degi með drá ttarvöxtum skv. IV. kafla laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, allt til greiðsludags. Þá er krafist að ákærðu verði dæmdir til að greiða lögmannskostnað kröfuhafa við að koma bótakröfunni á framfæri og vegna hagsmunagæslu við meðferð málsins fyrir dómi, skv. tímaskýrslu og síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tillit til virðisaukaskatts og aksturs lögmanns. Af hálfu C , kt. 000000 - 0000 , er krafist að ákærðu verði dæmdir in solidum í sakamáli til að greiða honum kr. 1.500.000, - í miskabætur ás amt vöxtum af fjárhæð kr. 1.500.000, - skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 21. júlí 2017 til þess dags er liðinn verður mánuður frá því að að krafa þessi er kynnt kærðu en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. IV. kafla l aga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, allt til greiðsludags. Þá er krafist að ákærðu verði dæmdir til að greiða lögmannskostnað kröfuhafa við að koma bótakröfunni á framfæri og vegna hagsmunagæslu við meðferð málsins fyrir dómi, skv. tímaskýrslu og síðar f ramlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tillit til virðisaukaskatts Allir ákærðu neita sök og krefjast aðallega sýknu, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þeir hafna jafnframt bótakröfum og krefjast þess aðallega að þeim verði vísað frá dómi, en til vara að þær sæti verulegri lækkun. Loks krefjast þeir málskostnaðar úr ríkissjóði. Málsatvik Samkvæmt skýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum barst henni tilkynning um vinnuslys í Plastgerð Suðurnesja að Framnesvegi 21 í Reykjanesbæ miðvikudaginn 21. júlí 2017 kl. 11:48. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru sjúkraflutningamenn að bera slasaðan mann inn í sjúkrabíl á sjúkrabörum. Samkvæmt upplýsingum sjúkraflutningamanna hafði hinn slasaði, A , klemmst á búk í svokallaðri frauðkassasteypuvél, en slík vél er notuð til að pressa frauðefni saman í form svo úr verði frauðkassar. Á vettvangi ræddu lögreglum enn við ákærðu Sigurgeir 4 Svan og Björn Herbert, auk D , starfsmann Plastgerðarinnar. Sigurgeir Svanur sagðist hafa verið að vinna við frauðkassasteypuvélina. Hafi hann byrjað á því að hita vélina, en snúið sér að öðrum verkefnum aftan við vélina á meðan hún hitnaði. Stuttu síðar hafi hann aftur farið að vélinni og gangsett hana, en þá heyrt hróp og köll í vinnufélaga sínum, A , sem hafði verið inni í pressu vélarinnar sem hann gangsetti. Kvaðst hann þá strax hafa farið að vélinni og stillt hana á handstýringu til að ýta á neyðarhnapp svo hún stöðvaðist. Að hans sögn hafði A farið inn í vélina, án vitneskju hans, í því skyni að hreinsa form vélarinnar, en slíkt þurfi að gera þegar frauðefni festist í henni. Sagðist hann ekki hafa séð inn í vélina þegar hann set ti hana í gang og kvaðst heldur ekki hafa athugað hvort einhver væri þar inni. Sagði hann að umrædd vél væri búin öryggishliði sem þjónaði þeim tilgangi að ekki væri hægt að kveikja á henni nema hliðið væri lokað. Þar sem vélin hefði hins vegar verið freka r erfið í notkun vegna bilana hefði öryggið verið tekið af henni, sem gerði það að verkum að að hún gat farið í gang án þess að öryggishliðið væri lokað. Því væri hliðið oft opið þótt vélin væri í gangi. Björn Herbert sagðist hafa verið staddur á skrifsto fu sinni á annarri hæð hússins þegar slysið átti sér stað, og því ekki séð hvernig það atvikaðist. Starfsmaðurinn D sagðist heldur ekki hafa séð þegar slysið átti sér stað þar sem hann hafi þá verið að störfum við aðra vél í vinnslusalnum. Tilraunir til en durlífgunar hins slasaða báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn kl. 12:49 þennan sama dag. Vinnueftirliti ríkisins var strax tilkynnt um slysið og kom starfsmaður þess samdægurs á vettvang. Í skýrslu starfsmannsins, sem dagsett er 14. mars 2018, er aðstæðum á vettvangi svo Hún er ein af þremur stærri frauðpressuvélum í vélasal af Kurtz gerð. Hún er af þeirri stærð að mögulegt er að fara inn í sjálfa frauðpressuvélina til þess að sinna viðhaldi, skipta um mót í henni eða þrífa hana.Frauðpressuvélin er með rennihurð á hliðinni sem hægt er að komast inn um. Á hurðinni eiga að vera skynjarar sem þjóna þeim tilgangi að ekki sé hægt að gangsetja frauðpress uvélina nema hurð hennar sé tryggilega lokuð. Skýrt er minnst á þetta í leiðbeiningum framleiðanda með frauðpressuvélinni til að tryggja öryggi starfsmanna við vélina. Einnig kemur fram í leiðbeiningum að allar breytingar á frauðpressuvélinni eru á ábyrgð og áhættu þess notanda sem breytir henni og öryggisþáttum hennar. Fyrir slysið var skynjara á öryggishurð frauðpressuvélar (vél nr. 6) breytt af Sigurgeiri Svani. [...] Skynjari á hurð var gerður óvirkur með því að losa hann öðrum megin og líma báða hluta hans saman. Eftir það las frauðpressuvélin að hurðin væri lokuð þrátt fyrir að hún væri það ekki. Frauðpressuvélin gekk því hvort sem starfsmönnum voru oft erfiðar vinnu aðstæður þarna þegar margar vélar voru í gangi, mikil[l] hiti, gufa og raki í lofti. Í vélasalnum voru sex frauðpressuvélar. Þrjár af nýrri gerð og þrjár eldri 5 gerðar. Öryggi við allar sex frauðpressuvélar í vélasal var ábótavant. Hurðarskynjarar voru ekki virkir. Því var hægt að komast að frauðpressuvélum meðan þær voru í gangi. Eldri þrjár frauðpressuvélar voru sérstaklega opnar. Notkun allra frauðpressuvéla var bönnuð af hálfu Vinnueftirlitsins. Á vinnustað var ekki í gangi skipulagt vinnuverndarstarf. H vorki hafði öryggistrúnaðarmaður starfsmanna verið kosinn eða öryggisvörður skipaður af fyrirtækinu. Ekki Mat Vinnueftirlitsins er að orsakir slyssins megi rekja til eftirfarandi þátta: 1. Öryggisbúnaður frauðpressuvé lar Kurtz 1014, (vélar nr. 6) var gerður óvirkur. 2. Lítil samskipti voru milli aðila við vinnu í vélasal til að tryggja öryggi. 3. Of fátt starfsfólk var í vélasal vegna fría annarra starfsmanna. Auk ofanritaðs er það mat Vinnueftirlitsins að líta beri t il eftirtalinna atriða sem meðvirkandi þátta í slysinu: Skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað vantaði, þ.m.t. áhættumat véla. Vinnuverndarstarf var ekki fyrir hendi. Stjórnendur höfðu ekki brugðist við annarlegu ástandi A vegna vímuefnaneys lu hans. Ekkert öryggisstjórnunarkerfi var hjá fyrirtækinu til að að koma í veg fyrir ótímabæra gangsetningu á hættulegum vélum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór þess á leit að réttarmeinafræðileg krufning færi fram á líki A og annaðist hana PD dr. E . E r skýrsla hans dagsett 15. september 2019 og segir þar m.a. A , fæddur [...] , vegna bráðrar röskunar á öndun vegna rofs á barka með blæðingum inn í berkjur sem afleiðing mikils þrýstingsáverka á brjóst, með óeðlilegum hætti. Á A voru merki um mikinn þrýstingsáverka á brjósti og efri hluta kviðar mörgum rifbrotum og algerri tætingu á hægri kvísl barkans sem leiddi til blæðingar í öndunarvegi sem leiddu til stíflu og stöðvun á öndun. Á miðjum brjóstkassa aftanv erðum var þrýstingsskráma sem svipar líklega til vélarhlutans sem olli banvænum áverka á brjósti. Krufningin sýndi engin merki um meinafræðilegar breytingar á innri líffærum sem gætu skýrt skyndilegt meðvitundarleysi og þannig takmarkað athyglisspan hans þ Fram kemur í skýrslunni að vegna eiturefnagreiningar hafi blóðsýni verið tekið úr hægri lærslagæð hins látna. Samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði mældist í blóði hans 630 ng/ml af amfetamíni, 10 ng /ml af mídazólam og 2,5 ng/ml af tetrahýdrókannabínóli. Tekið er fram í matsgerðinni að tetrahýdrókannabínól í blóði bendi til neyslu kannabisefna, en styrkur mídazólams í blóði hafi verið lágur. Hins vegar hafi styrkur amfetamíns í blóði verið hár og fall i innan þess sem lýst hafi verið hjá einstaklingum sem 6 hinn látni hafi notað lækningalega skammta af mídazólami og notað amfetamín og kannabisefni. Telja má líkle Ákærðu voru yfirheyrðir af lögreglu 30. og 31. ágúst 2017, en vitnið F 24. janúar 2020. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærði Sigurgeir Svanur Jóhannsson kvaðst hafa starfa ð í Plastgerð Suðurnesja í hartnær 20 ár þegar slysið varð. Starfstitill hans hafi verið aðstoðarverksmiðjustjóri og leysti hann verksmiðjustjórann af í fjarveru hans á þessum tíma. Hafi það verið hlutverk hans að halda framleiðslunni gangandi. Í vinnslusa lnum um morguninn voru auk hans starfandi vaktstjórinn, F að nafni, og A , sem var almennur starfsmaður í vinnslusalnum og hafði unnið þar í um tvö ár, að hann minnti. Þennan morgun sagði ákærði að þrjár stóru vélanna í vinnslusalnum hafi verið gangsettar, þar á meðal sú vél sem hér er til umfjöllunar. Um níuleytið hafi F þurft að fara til læknis og hafi hann þá stoppað þessa vél. Eftir það hafi A sinnt einn hinum tveimur vélunum til u.þ.b. kl. 11:00, en þá hafi annar starfsmaður, D að nafni, tekið við anna rri vélinni af A . Sjálfur kvaðst ákærði hafa verið að störfum í svokölluðu steypurými til rúmlega ellefu, en eftir það hafi hann farið í svokallað ketilhús til þess að hvílast og matast eftir langa vinnutörn frá morgni. Þangað hafi þá Björn framkvæmdastjór i komið og sagt að hann vildi strax láta gangsetja umrædda vél á ný. Kvaðst ákærði hafa farið í vinnslusalinn og sett vélina á hitun, en við það hiti vélin sig upp með gufu og vatni í nokkurn tíma þar til hún stöðvist og kólni. Á meðan hafi hann brugðið sé r frá í annað rými til að skera pappa sem undirlegg á vörur. Að því loknu hafi hann farið að stjórnborði vélarinnar og gangsett hana, en við það hafi hann heyrt ótrúleg óp innan úr vélinni. Þar sem hann var ekki farinn langt frá stjórnborðinu hafi hann náð að setja vélina strax á handstillingu og opna pressubúnað hennar. Við það hafi A fallið niður á færiband vélarinnar. Hafi honum verið mjög brugðið við þá sjón, en rifið upp hurðina og taldi að ekkert lífsmark væri með honum. Kvaðst hann hafa verið í áfall i, en stokkið upp til Björns framkvæmdastjóra og sagt honum hvað gerðist og að kalla þyrfti strax á sjúkrabíl og lögreglu. Í tilefni af svari ákærða þess efnis að hann hafi rifið upp hurðina var hann að því spurður hvort hurðin hafi þá verið lokuð, og sagð ist ákærði þá ekki geta svarað því afdráttarlaust, enda hafi hann verið í slíku áfalli. Engu að síður taldi hann að hún hafi verið lokuð þegar hann gangsetti vélina upphaflega. Ákærði viðurkenndi að hafa aftengt öryggisrofa vélarinnar, og minnti að það h afi verið um viku fyrir slysið. Rofinn hafi virkað þannig að þegar hurðin að vélinni var opnuð stöðvaðist vélin sjálfkrafa. Um nokkurt skeið hafi hurðin verið til vandræða og vildi af einhverjum ástæðum ekki haldast lokuð. Hafi hún opnast í tíma og ótíma v ið minnsta hristing og vélin þá stöðvast. Síðar kvaðst hann hafa heyrt að hurðin hafi verið bogin og vildi því ekki falla nægilega að öryggisnemanum. Til að koma í veg fyrir þetta hafi í fyrstu verið reynt að binda hurðina fasta, en að lokum hafi hann teki ð ákvörðun um að taka öryggisrofann úr sambandi. Við það hafi vélin 7 haldist gangandi þótt hurðin væri opin. Að því loknu kvaðst hann strax hafa tilkynnt Birni framkvæmdastjóra um þessa ákvörðun. Í fyrstu hafi Björn ekki verið sáttur við þetta, en samþykkt það síðar með því skilyrði að farið skyldi varlega í umgengni við vélina. Eftir þetta sagðist ákærði hafa upplýst starfsmenn í vinnslusalnum um þessa ráðstöfun, en viðurkenndi hins vegar að hafa ekki talað við A þar sem hann skildi ekki íslensku. Taldi han n að F myndi koma þessum upplýsingum á framfæri við hann. Um tveimur dögum síðar sagðist ákærði einnig hafa borið þessa ákvörðun undir Skúla verksmiðjustjóra. Hafi hann heldur ekki verið sáttur við þetta, en þó fallist á þessa ráðstöfun með þeim fyrirvara að farið yrði varlega. Sérstaklega aðspurður sagði ákærði að ekki hafi verið rætt um að kalla til fagmenn til að gera við búnaðinn. Þá tók hann fram að mikið hafi verið að gera í fyrirtækinu og fáir starfsmenn til að anna framleiðslunni, oft örþreyttir. E kki sagðist ákærði minnast þess að hann hafi kannað hvort einhver væri inni í vélinni áður en hann kveikti á henni. Hafi hann staðið í þeirri trú að hurðin væri lokuð, enda hafi vélin þá verið á hans ábyrgð í fjarveru F , og engum heimilt að skipta sér af h enni án hans vitneskju og samþykkis. Spurður um leiðbeiningar, öryggis - eða verklagsreglur við framleiðsluna og umgengni við vélarnar sagði ákærði að engar skriflegar reglur þess efnis hafi verið til í fyrirtækinu. Starfsmönnum hafi aðeins verið leiðbeint þegar þeir komu til starfa og hefð og venjur myndast um framkvæmd vinnunnar. Þá taldi hann að enginn öryggistrúnaðarmaður hafi verið í fyrirtækinu. Sérstaklega spurður um fyrirkomulag við hreinsun vélanna sagði ákærði að vaktstjóri, eða sá sem var að vinna við hverja vél, hafi tekið ákvörðun um slíkt þegar talin var þörf á því, en ekki var heimilt að fara inn í vélina án samráðs eða vitundar vaktstjóra eða þess sem bar ábyrgð á vélinni. Neitaði ákærði því alfarið að hafa gefið A fyrirmæli um að hreinsa véli na og áréttaði að hann hafi ekkert átt með það að skipta sér af vélinni þar sem ákærði bar þá sjálfur ábyrgð á henni í fjarveru F . Ákærði var einnig að því spurður hvort hann hafi greint A frá því er hann ætlaði að gangsetja vélina á ný, og kvaðst hann ekki hafa gert það. Ákærði var enn fremur spurður um ástand A þennan morgun, og sagðist hann aðeins hafa hitt hann skamma stund, en ekki tekið eftir neinu óvenjulegu í fari hans né að hann v æri í annarlegu ástandi eða undir áhrifum fíkniefna. Tók hann fram að hann hefði verið harðduglegur, snar í snúningum og ávallt reiðubúinn til að létta undir með öðrum starfmönnum. Ákærði Björn Herbert Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda P lastgerðar Suðurnesja, sagðist þennan morgun hafa verið að vinna á skrifstofu sinni á 2. hæð hússins þegar ákærði Sigurgeir kom þangað hlaupandi og sagt sér að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Hafi hann hraðað sér niður í vélasalinn með Sigurgeiri og séð A þar liggjandi á færibandi einnar vélarinnar og D halda í hönd hans. Hafi hann þá strax hringt í Neyðarlínuna. 8 Ákærði sagði að slökkt hefði verið á þessari vél þegar F þurfti að fara til læknis um morguninn, en hann hafði verið að vinna við vélina. Hafi þa ð verið gert til þess að ekki væri of mikið álag á þeim sem eftir voru í vinnslusalnum. Þegar annar bílstjóranna, D að nafni, hafi komið í hús eftir útkeyrslu, hafi hann átt að hjálpa A í vélasalnum og því hafi hann beðið Sigurgeir um að gangsetja vélina á ný. Aðspurður viðurkenndi ákærði að Sigurgeir hefði greint honum frá því að hafa aftengt einhvern rofa, en þó ekki fyrr en hann hafði aftengt hann. Ekki mundi hann hvenær Sigurgeir hafði sagt honum það, en ákærði kvaðst hvorki hafa spurt hvaða rofa um væri að ræða né hvaða afleiðingar það gæti haft, enda hafi mál sem þessi, það er bæði rekstur vélanna og öryggismál þeim tengdum, verið á verksviði Skúla verksmiðjustjóra og Sigurgeirs aðstoðarverksmiðjustjóra og þeirra hlutverk að laga búnaðinn, annað hvort sjálf ir eða fá til þess fagmenn. Hafi þeir ekki þurft að fá samþykki hans fyrir slíkri viðgerð. Fyrir vikið hafi hann ekki vitað af hverju verið væri að tilkynna honum um þetta. Hins vegar kvaðst hann hafa vitað af því að einhver rofi ætti það til að slá út og stöðva vélina, án þess að vita hvaða vél það væri. Borinn var undir ákærða framburður ákærða Sigurgeirs þess efnis að hann hefði upplýst hann í kjölfar þess að hann aftengdi rofann á umræddri vél, og sagðist ákærði hvorki minnast þess samtals né varnaðaror ða sinna. Ákærði sagðist aðspurður hafa vitað af því að starfsmenn þyrftu að fara inn í vélarnar til að hreinsa þær. Hann vissi þó ekki hvaða reglur giltu um slíkt, en taldi að hver vaktstjóri hefði tekið um það ákvörðun þegar þörf væri á. Jafnframt sagð ist hann ekki vita hvaða reglur hafi almennt gilt um umgengni við vélarnar. Ekki sagðist hann þekkja til laga um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og viðurkenndi jafnframt að hafa hvorki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum né um áhættumat eða heilsuvernd. Þá sagði hann að skipulögðu vinnuverndarstarfi hafi ekki verið komið á fót í fyrirtækinu. Ekki kvaðst hann heldur muna hver hafi verið öryggisfulltrúi eða öryggistrúnaðarmaður í fyrirtækinu, né að þeir hafi verið skipaðir. Spu rður um gæðahandbók fyrirtækisins og starfslýsingar starfsmanna samkvæmt henni, sagði hann að handbókin hefði verið í vinnslu og því væru starfslýsingar þar ekki fullgerðar. Sérstaklega aðspurður kvaðst hann hafa litið á sig sem atvinnurekanda í skilningi laga. Ákærði var loks inntur eftir því hvort hann hefði kynnt sér fyrirliggjandi umsögn Vinnueftirlits um slysið og játti hann því. Var hann þá að því spurður hvers vegna Vinnueftirlitið hefði mælt fyrir um stöðvun allra vélanna þar til viðgerð hefði fari ð fram, og sagði hann að það hefði verið vegna þess að sumir rofar á pressuvélunum hefðu verið í ólagi, en neitaði því að hann hefði vitað af því áður. Ákærði Skúli Magnússon kvaðst ekki hafa frétt af slysinu fyrr en eftir að það gerðist þar sem hann hefð i verið í sumarfríi og dvalið í sumarbústað fjarri vinnustaðnum. Hafi honum verið tjáð 9 að einn starfsmaður hefði farið inn í vél þegar verið var að hita hana upp og gera klára í vinnslu. Sagðist hann hafa verið verksmiðjustjóri er slysið varð og einn af ei gendum fyrirtækisins. Aðstoðarmaður hans og næsti undirmaður hafi verið aðstoðarverksmiðjustjóri, ákærði Sigurgeir, en yfirmaður hans framkvæmdastjóri, ákærði Björn. Hafi starf hans falist í verkstjórn, viðhaldi véla og innkaupum á varahlutum og mannaforrá ðum. Sjálfur kvaðst hann hafa getið tekið ákvörðun um viðhald vélanna, en þurft að upplýsa framkvæmdastjóra ef ætlunin var að stöðva einhverja vél af þeim sökum. Kvaðst hann hafa vitað að öryggisbúnaður á umræddri vél hafi verið til vandræða þar sem hurð v élarinnar hafi viljað opnast, og hafi Sigurgeir hringt í hann, líklega deginum áður en slysið varð, og tjáð honum að hann hefði þess vegna aftengt öryggisbúnað vélarinnar. Þegar hann var spurður hvers vegna þetta hefði ekki áður verið lagfært gat hann ekki öryggisbúnaður vélarinnar væri í ólagi. Hins vegar sagðist hann hafa vitað að vélin hafi verið í notkun þrátt fyrir að öryggisbúnaðurinn hafi verið gerður óvirkur og ekki sagðist hann hafa gefið Sigurgeiri fyrirmæli um að vélin skyldi stöðvuð þegar Sigurgeir upplýsti hann um að hafa aftengt öryggisbúnaðinn. Hann vissi af því að sta rfsmenn færu reglulega inn í vélina til þess að skafa óhreinindi af mótum og hafi vaktstjóri oftast tekið slíka ákvörðun. Þó hafi það einnig tíðkast að sá starfsmaður sem var að vinna við hverja vél hafi sjálfur ákveðið að hreinsa mótin. Vélin hafi þá veri ð stöðvuð og kæld niður, starfsmaðurinn farið inn í hana og skafið mótin og vélin gangsett á ný. Taldi hann mjög ólíklegt að starfsmaður hefði farið inn í vélina á meðan hún hafi verið að hita sig, enda væri hitastigið þar um 80 90 gráður. Spurður um þjá lfun nýrra starfsmanna sagði hann að vaktstjórar hefðu annast það. Ákærði sagðist hafa lesið umsögn Vinnueftirlitsins um slysið og sagðist ekki taka undir það álit þess að öryggisbúnaði allra vélanna hafi verið ábótavant og ástæða hafi þess vegna þótt til að banna notkun þeirra. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa átt að sjá um að öryggisbúnaður verið bundin aftur. Vitnið G , eftirlitsmaður hjá Vinnueftirliti ríkisins, kvaðst hafa samið þá umsögn Vinnueftirlitsins sem fylgir málinu. Sagðist hann hafa mætt á staðinn u.þ.b. einni klukkustund eftir slysið, skoðað aðstæður og rætt við starfsmenn, en þó einkum ákærða Sigurgeir. Hafi hann verið í miklu uppnámi, en h aft á orði að mikið álag hafi verið á starfsmönnum vegna fámennis í vinnslusalnum, og sagðist vitnið sjálft hafa veitt því athygli að óvenju fámennt var á vinnustaðnum. Vitnið sagðist síðan hafa skoðað umrædda vél og aðrar vélar í vinnslusalnum, ásamt véls tjóra og véltæknifræðingi frá Vinnueftirlitinu, og var það samdóma álit þeirra að öryggi flestra vélanna hafi verið ábótavant og engin þeirra í fullkomnu lagi. Bæði hafi verið átt 10 við öryggi og skynjara í þeim flestum, en einnig hafi brunahætta stafað af þ eim vegna hita sem þær gáfu frá sér. Niðurstaðan hafi verið sú að banna strax notkun vélanna þar til úr yrði bætt. Vitnið kvaðst ítarlega hafa kynnt sér aðstæður við umrædda pressuvél og sagði það álit sitt að sá sem stóð við stjórnborð vélarinnar og ræst i hana hafi ekki með góðu móti getað séð inn í hana og gengið úr skugga um hvort einhver væri þar inni. Til þess þyrfti viðkomandi að stíga aðeins til hliðar frá stjórnborðinu í átt að hurðinni. Vitnið F kvaðst hafa starfað í Plastgerð Suðurnesja í um tut tugu ár og verið vaktstjóri í vinnslusal þegar slysið varð, en tók þó fram að hann hefði verið hjá lækni á þeim tíma og því ekki verið vitni að því sem gerðist. Taldi hann sig ekki hafa verið yfirmann A , en sagðist aðeins hafa komið á framfæri við hann ski laboðum yfirmanna sinna, þeirra Sigurgeirs Svans, Skúla og Björns Herberts. Taldi hann víst að A hafi kunnað á vélarnar og hefði Skúli yfirleitt séð um að kenna starfmönnum á þær, ásamt vaktstjórunum. Áður en hann fór til læknis kvaðst vitnið hafa sagt A a ð slökkt yrði á tveimur vélum af þremur samkvæmt fyrirmælum Björns Herberts, og ætti því A aðeins að sinna einni vél. Hafi vitnið slökkt á vélunum tveimur, en á leiðinni út sagðist hann hafa veitt því athygli að A hafði kveikt aftur á annarri vélinni og ha ft á orði við vitnið að honum leiddist að sinna aðeins einni vél. Aðspurt sagðist vitnið ekki vita hvað A var að gera inni í þeirri vél sem varð honum að bana, en taldi að hann hefði verið að hreinsa mót vélarinnar. Hafi það verið gert með kíttisspaða. Tal di vitnið ekkert óeðlilegt við það að A hefði farið inn í vélina og þrifið hana. Allir starfsmenn hafi getað tekið ákvörðun um slíkt, án tillits til þess hver var að vinna við hverja vél. Vélin hafi þá verið stöðvuð og hurð hennar opnuð, en ekki væri hægt að fara inn í vélina á meðan hún væri í gangi og hurð lokuð. Í neyðartilvikum væri þó hægt að stoppa hana með því að opna hurðina og þá stoppaði hún strax. Fullyrti vitnið að engum hefði dulist að vél væri í gangi ef ætlunin væri að þrífa þá vél á sama tím a, enda hefði vélin þá bæði framkallað hávaða og það sést. Tók vitnið fram að A hafi oft verið með heyrnatól, en ekki mundi hann hvort hann hafi haft þau þá um morguninn. Þá sagði vitnið að yfirmenn fyrirtækisins hafi kennt öllum starfsmönnum á vélarnar, þ ar á meðal hvernig og hvenær ætti að þrífa þær. Sérstaklega aðspurt kvaðst vitnið ekki minnast þess að Sigurgeir Svanur hefði sagt honum að búið væri að aftengja öryggisbúnað á hurð umræddrar vélar og bætti við að hann hefði aldrei átt í neinum vandræðum með þá vél eða aðrar vélar. Undir vitnið var þá borinn framburður þess í lögregluskýrslu 24. janúar 2020, þar sem haft var eftir honum að Sigurgeir Svanur hefði komið til hans nokkrum dögum fyrir slysið og sagt honum að hann hefði gert eitthvað við vélina og að starfsmenn þyrftu því að ganga extra varlega um hana. Sagði vitnið að rétt væri þar haft eftir honum, en einnig það sem hann sagði hér fyrir dóminum. Vitnið var loks að því spurt hver annast hefði viðhald vélanna og sagði hann að það hefðu verið Skúl i, Sigurgeir Svanur eða vaktstjóri. Viðhald vélanna hafi verið gott. 11 Einnig gáfu skýrslu fyrir dóminum lögreglumaður sá er ritað hafði frumskýrslu í málinu, E , sérfræðingur í réttarlæknisfræði, sem annaðist krufningu á líki A , og H , lyfjafræðingur, sem an naðist lyfjaleit og leit ávana - og fíkniefna í blóði hins látna. Öll staðfestu þau skýrslur sínar sem liggja frammi í málinu. E taldi að amfetamínið sem fannst í blóði hins látna hafi ekki eitt og sér skert athygligáfu hans, en ekki væri loku fyrir það sko tið að lyfið sem hann tók, ásamt þeim fíkniefnum sem fundust í blóðinu, hafi haft samverkandi áhrif á athygligáfu hans og árvekni. Hins vegar tók hann fram að það hafi ekki orðið A að aldurtila. Niðurstaða Dómari, ásamt sækjanda og verjendum ákærðu, sko ðuðu umrædda frauðpressuvél og aðstæður við hana 24. febrúar 2021. Vélin hafði verið tekin niður úr vinnslusal Plastgerðar Suðurnesja að Framnesvegi 21 í Reykjanesbæ, og sett upp í starfsstöð Borgarplasts að Grænásbraut 510, Ásbrú, eftir samruna þess félag s og Plastgerðar Suðurnesja. Vél þessi er allstór, af gerðinni Kurtz 1014, og er hægt að fara inn í hana til þess að þrífa mót hennar, smyrja hana og sinna viðhaldi. Við skoðun var upplýst að reglulega þyrfti að skafa mótin í vélinni þar sem frauðplast vil di festast við þau og var það gert með kíttisspaða. Á hlið vélarinnar voru grindur eða rennihurðir og stjórnborð hennar. Einnig voru þar öryggisrofar sem áttu að tryggja það að vélin stöðvaðist sjálfkrafa ef rennihurðirnar voru opnaðar, en til þess að fara inn í vélina var fremri hurðinni rennt til hliðar. Frá stjórnborðinu var auðvelt að sjá hvort hurðin væri opin eða lokuð, en hins vegar sást þaðan ekki nægilega vel inn í vélina þegar þétt var staðið við stjórnborðið. Til þess þurfti aðeins að stíga til h liðar, vinstra megin frá stjórnborðinu. Allir ákærðu neita sök. Aðallega krefjast þeir sýknu, en til vara vægustu refsingar sem lög framast leyfa. Þeir hafna jafnframt bótakröfum og krefjast þess aðallega að þeim verði vísað frá dómi, til vara að þeir ver ði sýknaðir af kröfunum, en til þrautavara að þær sæti verulegri lækkun. Loks krefjast þeir þess að allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði. Kröfur ákærðu um sýknu af sakargiftum eru í aðalatriðum á því reistar að rannsókn málsins sé verulega ábótavant. Í því sambandi er einkum bent á að lögreglan hafi vanrækt að rannsaka til hlítar umrædda vél og virkni hennar, staðsetningu þess öryggisbúnaðar sem var aftengdur, sem og annars öryggisbúnaðar á vélinni, auk þess að hafa ekki gætt þess að taka sk ýrslu af D , sem þá var að vinna í vélasalnum og kom að A stórslösuðum. Fyrir vikið sé skýrsla Vinnueftirlitsins sama marki brennd, enda sé hún að meginstofni til byggð á rannsóknarskýrslum lögreglu. Einnig er á því byggt að A hafi brotið áralangar óskráðar verklagsreglur og venjur í umgengi við vélarnar þegar hann fór inn í vélina til þess að hreinsa hana, án þess að gera ákærða Sigurgeiri viðvart um það áður. Með vísan til þess telja ákærðu að skriflegar verklagsreglur, leiðbeiningar eða áhættumat hafi ekk i getað komið í veg fyrir slysið, enda séu engin orsakatengsl á milli þess 12 og þess að látið hafi verið hjá líða að færa slíkar reglur í letur. Loks byggja ákærðu á því að slysið megi að nokkru eða öllu leyti rekja til óaðgæslu A sjálfs, sem var á slysdegi undir verulegum áhrifum vímuefna sem skerti bæði dómgreind hans og hæfni. Eins og áður greinir var Vinnueftirliti ríkisins strax tilkynnt um slys þetta og kom starfsmaður þess samdægurs á vettvang og rannsakaði orsakir þess, sbr. 81. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í skýrslu starfsmannsins, sem er meðal gagna málsins, er gerð grein fyrir aðstæðum á vettvangi, ástandsskoðun allra véla í vélasal fyrirtækisins, og sérstaklega þeim breytingum sem gerðar höfðu verið á umr æddri frauðpressuvél. Í lok skýrslunnar er lagt mat á orsakir slyssins og hefur verið gerð grein fyrir þeim atriðum hér að framan. Samkvæmt ákærulið I er ákærði Sigurgeir Svanur sakaður um manndráp af gáleysi og brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og ö ryggi á vinnustöðum með þeirri háttsemi sem þar er lýst og með þeim afleiðingum að A klemmdist á milli móta vélarinnar og lést af þeim áverkum sem hann hlaut við það. Í ákærulið II og III eru meðákærðu, Björn Herbert og Skúli, hins vegar ákærðir fyrir hlut deild í manndrápi af gáleysi samkvæmt verknaðarlýsingu I. ákæruliðar og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum með þeirri háttsemi sem lýst er í hvorum ákærulið. I. ákæruliður Ágreiningslaust er að ákærði Sigurgeir Svanur afte ngdi öryggisrofa umræddrar vélar. Um ástæður þess sagði hann að hurð vélarinnar hefði átt það til að opnast í tíma og ótíma við minnsta hristing og slökkva á vélinni, með þeim afleiðingum að framleiðsluvörurnar skemmdust. Í fyrstu hafi verið reynt að binda hurðina fasta þannig að hún næmi við öryggisrofann, en loks hafi hann tekið ákvörðun um taka rofann úr sambandi. Við það hafi vélin haldist gangandi þótt hurðin væri opin. Minnti hann að þetta hefði verið um viku fyrir slysið og hefði hann strax að því lo knu tilkynnt ákærða Birni Herberti framkvæmdastjóra um þessa ráðstöfun, en um tveimur dögum síðar einnig ákærða Skúla verksmiðjustjóra. Síðan sagðist hann hafa upplýst aðra starfsmenn í vinnslusalnum um þessa aðgerð, en viðurkenndi þó að hafa ekki talað vi ð A , þar sem hann skildi ekki íslensku. Taldi hann víst að F vaktstjóri myndi koma þeim upplýsingum á framfæri við hann þar sem þeir gátu talað saman á pólsku. Vitnið F kvaðst á hinn bóginn ekki minnast þess fyrir dómi að ákærði Sigurgeir hefði sagt honum að hann væri búinn að aftengja öryggisbúnað á hurð vélarinnar. Í skýrslu sinni hjá lögreglu 22. janúar 2020 sagðist vitnið ekki muna hvort Sigurgeir hafi sagt honum það beint, en kannski hafi hann gert það. Hann mundi þó að Sigurgeir hafi sagt honum, senni lega nokkrum dögum fyrir slysið, að hann hefði gert eitthvað við vélina og þyrftu starfsmenn að ganga extra varlega um hana. 13 Ekki liggur annað fyrir en að erindi A inn í vélina hafi verið að skafa mót hennar, enda má af ljósmynd sem tekin var á vettva ngi sjá blóðugan kíttisspaða á gólfi utan við vélaropið. Neitaði ákærði Sigurgeir því að hafa gefið honum fyrirmæli um að hreinsa vélina og bætti því við að A hefði ekkert átt með það að skipta sér af þeirri vél þar sem hann hafi þá sjálfur borið ábyrgð á henni í fjarveru F . Þar sem hann vissi ekki af A inni í vélinni kvaðst hann heldur ekki hafa varað hann við áður en hann gangsetti hana. Fram er komið að engar skriflegar reglur voru til um hvernig háttað skyldi hreinsun vélanna, hver hefði slíkt hlutverk, hver bæri á því ábyrgð, hve oft það skyldi gert eða hverrar varúðar skyldi gætt við það verk. Reyndar kannaðist enginn ákærðu við að skr iflegar reglur eða leiðbeiningar væru til í fyrirtækinu um umgengni við vélarnar, né öryggis - eða verklagsreglur við framleiðsluna að öðru leyti. Allir sögðust ákærðu hins vegar hafa vitað að starfsmenn þyrftu reglulega að fara inn í vélarnar til að hreins a mót þeirra. Af framburði þeirra, sem og vitnisins F , má þó ráða að fyrirkomulag við það hafi mjög verið á reiki og ómarkvisst. Þannig sagði ákærði Sigurgeir að vaktstjóri, eða sá starfsmaður sem var að vinna við hverja vél hafi tekið ákvörðun um hreinsun hennar þegar þörf var talin á því, og bætti við að ekki hafi verið heimilt að fara inn í vélina án samráðs eða vitundar vaktstjóra eða þess sem ábyrgð bar á vélinni. Ákærði Skúli sagði einnig að oftast hefði vaktstjóri tekið ákvörðun um hreinsun, en þó ha fi það einnig tíðkast að starfsmaður sem var að vinna við vélina hafi sjálfur tekið slíka ákvörðun. Vélin hafi þá verið stöðvuð og kæld niður, starfsmaðurinn farið inn í hana og skafið mótin og vélin gangsett á ný. Taldi hann mjög ólíklegt að starfsmaður h efði getað farið inn í vélina á meðan hún væri að hita sig, enda væri hitastigið þar á milli 80 90 gráður. Vaktstjórinn, vitnið F , sagði á hinn bóginn að allir starfsmenn hafi getað tekið ákvörðun um hreinsun vélanna, án tillits til þess hver væri að vin na við hverja vél. Vélin hafi þá verið stoppuð og hurð hennar opnuð, en ekki væri hægt að fara inn í vélina á meðan hún væri í gangi og hurðin lokuð. Í neyðartilvikum væri þó hægt að stoppa hana með því opna hurðina og þá stoppaði hún strax. Taldi hann því ekkert óeðlilegt við það að A hafi farið inn í vélina til að hreinsa hana. Spurðir um þjálfun starfsmanna sagði ákærði Sigurgeir að nýjum starfsmönnum hafi aðeins verið leiðbeint þegar þeir komu til starfa og venjur og hefð því myndast um framkvæmd vinnun nar. Ákærði Skúli sagði að vaktstjórar hefðu annast þá þjálfun, en vitnið F sagði að yfirleitt hefði ákærði Skúli séð um að kenna nýjum starfsmönnum á vélarnar, ásamt vaktstjórum. II. ákæruliður Eins og rakið er hér að framan kvaðst ákærði Sigurgeir bæði hafa tilkynnt meðákærðu Birni Herberti og Skúla um þá ákvörðun sína að aftengja öryggisrofa umræddrar vélar, ákærða Birni Herberti strax eftir að hann hafði aftengt rofann, um viku fyrir slysið að því er hann minnti, en ákærða Skúla um tveimur dögum síðar. Hafi hvorugur þeirra verið sáttur við þá aðgerð, en 14 samþykkt það síðar með því skilyrði að farið skyldi varlega í umgengni við vélina. Ákærði Björn Herbert sagðist hins vegar ekki minnast þessa samtals við ákærða Sigurgeir, né þeirra varnaðarorða sem hann er sagður hafa viðhaft við það tækifæri. Hins vegar viðurkenndi hann að ákærði Sigurgeir hefði greint sér óformlega frá því að hann hefði aftengt einhvern rofa, án þess að hann myndi hvenær, en fullyrti að það hefði verið eftir að rofinn hafði verið aften gdur. Hann kvaðst hins vegar ekkert hafa spurt hvaða rofa um væri að ræða eða hvaða afleiðingar það kynni að hafa. Hafi hann þó vitað af því að einhver rofi ætti það til að slá út og stöðva vélina, án þess að vita hvaða vél það væri, og bætti því við að re kstur vélanna, öryggisbúnaður þeirra og viðhald væri á ábyrgð ákærðu Sigurgeirs og Skúla. Fyrir vikið hafi hann ekki vitað af hverju ákærði Sigurgeir væri að upplýsa hann um þetta. Samkvæmt þessu verður ekki annað ályktað en að ákærði Björn Herbert hafi fy rir slysið vitað af því að ákærði Sigurgeir hefði aftengt einhvern rofa á vél sem ætti það til að slá út og stöðva framleiðslu þeirrar vélar. Með því að aðhafast ekkert í kjölfar þeirra upplýsinga og halda framleiðslunni þvert á móti áfram óbreyttri telur dómurinn að ákærði Björn Herbert, sem var framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins, hafi í raun samþykkt þá ráðstöfun. Stoðar það hann ekki að benda á að ákærðu Sigurgeir og Skúli hafi borið ábyrgð á rekstri vélanna, öryggisbúnaði þeirra og viðhaldi, enda eru ríkar skyldur lagðar á framkvæmastjóra um að tryggja öryggi starfsmanna, notkun tækja og óvenjulegar og fyrirsjáanlegar aðstæður þeim tengdum, sem og að upplýsa starfsmenn um hættur starfsins. Vísast í þessu efni til viðeigandi ákvæða í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerða nr. 367/2006 og 920/2006, sem tilgreind eru í ákæru. Ágreiningslaust er að engar skriflegar reglur eða leiðbeiningar voru til í fyrirtækinu, hvorki um umgengni við þær vélar sem þar voru, né öryggis - eða verklagsreglur við framleiðsluna að öðru leyti. Ákærðu Sigurgeir og Skúli sögðu að þess í stað hefðu myndast óskráðar verklagsreglur og venjur um umgengni við vélarnar og framkvæmd vinnunnar, en ákærði Björn Herbert kvaðst ekki hafa þ ekkt þær reglur, þótt hann hafi vitað að starfsmenn þyrftu reglulega að fara inn í vélarnar til þess að hreinsa þær. Taldi hann að hver vaktstjóri hefði ákveðið það þegar þörf væri á. Jafnframt sagðist hann ekki vita hvaða reglur hefðu almennt gilt um umge ngni við vélarnar. Hann kvaðst heldur ekki þekkja til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og viðurkenndi að hafa hvorki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum eða um áhættumat og heilsuvernd. Þá sagði hann að skipul ögðu vinnuverndarstarfi hefði ekki verið komið á fót og mundi ekki hvort öryggisfulltrúi eða öryggistrúnaðarmaður hefði verið skipaður. Byggist sýknukrafa hans meðal annars á því að vanræksla hans að þessu leyti hefði engu breytt þar sem meginorsök slyssin s hafi verið ástand A sjálfs og brot hans á óskráðum verklagsreglum og venjum. Á slysdegi hafði A starfað í Plastgerð Suðurnesja um tveggja ára skeið og vitna gögn málsins um að hann hafi lítt skilið eða talað íslensku eða ensku. Hér að framan er frá þv í greint hvernig 15 nýjum starfsmönnum var leiðbeint og þeir þjálfaðir við störf. Af því sem þar kemur fram er augljóst að skipulag þjálfunar og miðlun upplýsinga um hlutverk starfsmanna og ábyrgð þeirra var mjög ómarkvisst og ábótavant í ýmsu. Nægir hér að n efna misvísandi svör ákærðu Sigurgeirs og Skúla annars vegar, og vaktstjórans F hins vegar, um hvernig háttað var hreinsun vélanna og hver tók ákvörðun um slíkt. Ber þetta ekki vott um skýrleika þeirra óskráðu verklagsreglna sem haldið er fram að gilt hafi í umgengni við vélarnar og þær hættur sem af þeim gætu stafað. Fyrir vikið er ekki unnt að slá því föstu að A hafi þekkt þær reglur sem ákærðu halda fram að hann hafi brotið þegar hann fór inn í vélina til að hreinsa mót hennar. Ljóst er hins vegar að á á kærða Birni Herberti hvíldi sú skylda sem atvinnurekanda og framkvæmdastjóra að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum, áhættumat og áætlun um heilsuvernd, svo og að koma á fót vinnuverndarstarfi, sbr. viðeigandi ákvæði laga nr. 46/19 80 og þeirra reglugerða sem vísað er til í ákæru. Þá stoðar ákærða ekki að vísa til gæðahandbókar Plastgerðar Suðurnesja um ábyrgð og verksvið sitt og annarra starfsmanna, enda kom fram í máli hans að handbókin hafi verið í vinnslu og starfslýsingar því ek ki fullgerðar. III. ákæruliður Fyrir dómi sagðist ákærði Skúli hafa vitað af því að öryggisbúnaður umræddrar vélar hafi verið til vandræða, þar sem hurð vélarinnar vildi opnast og stöðva vélina. Hann mundi einnig eftir því að ákærði Sigurgeir hefði hringt í hann, líklega degi fyrir slys ið, og tjáð honum að hann hefði aftengt öryggisbúnaðinn til að koma í veg fyrir að vélin stöðvaðist í tíma og ótíma. Engu að síður sagðist hann ekki hafa gefið ákærða Sigurgeiri fyrirmæli um að stöðva vélina eftir samtal þeirra, og vissi því að vélin var í notkun þrátt fyrir að öryggisbúnaður hennar hefði verið gerður óvirkur. Verður aðgerðarleysi hans að þessu leyti ekki túlkað á annan hátt en þann að með því hafi hann bæði samþykkt aðgerð ákærða Sigurgeirs um að aftengja öryggisbúnaðinn og að halda áfram notkun vélarinnar þrátt fyrir það. Þá vissi hann einnig af því að starfsmenn færu reglulega inn í vélina til að hreinsa mót vélarinnar, en vissi þó ekki hvort aðrir starfsmenn hefðu verið upplýstir um að öryggisbúnaður vélarinnar væri í ólagi. Þar sem það var á verksviði hans að sinna viðhaldi vélanna er óhjákvæmilegt að álykta að hann hafi ásamt meðákærðu borið ábyrgð á því að umrædd vél var í notkun, þrátt fyrir að öryggisbúnaður hennar hafi verið aftengdur. Málsvörn ákærðu, þess efnis að rannsókn málsin s hafi verið ábótavant hefur hér ekki þýðingu, enda um flest órökstudd og byggð á síðbúnum getgátum sem engu breyta í ljósi afdráttarlausrar viðurkenningar ákærða Sigurgeirs á hverri þeirri háttsemi sem hann er sakaður um í I. ákærulið. Finnur dómurinn ekk ert að þeirri rannsókn sem hönd er á festandi, né rannsókn Vinnueftirlitsins. Þá er minnt á að D , sem var að vinna í vélasalnum þegar slysið varð, kvaðst ekki hafa séð þegar slysið átti sér stað og gat því ekki borið um málsatvik. Skýrir það ástæður þess a ð hann var hvorki kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu né fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 54. gr. og 16 1. mgr. 116. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þýðingarlaust er einnig að benda á að A hafi brotið áralangar óskráðar verklagsreglur og venjur í umgengni við vélarnar þegar hann fór inn í umrædda vél til að hreinsa hana, án þess að gera ákærða Sigurgeiri viðvart um það áður. Er þá minnt á að ákærði Sigurgeir viðurkenndi að hafa ekki upplýst A um að hann hefði aftengt öryggisbúnaðinn, en treysti þess í stað á að F vaktstjóri myndi gera það. Af vætti F fyrir dómi telur dómurinn þó alls óvíst að hann hafi upplýst A um þetta. Reyndar var framburður hans með þeim hætti að ekki er unnt að slá því föstu að ákærði Sigurgeir hefði yfirhöfuð upplýst það vitni um aðge rð sína. Þess utan telur dómurinn verulegan vafa leika á því að A hafi þekkt þær óskráðu verklagsreglur sem ákærðu halda fram að hann hafi brotið, sbr. umfjöllun hér að framan. Loks leysir það ákærðu ekki undan refsiábyrgð þótt A hafi verið undir áhrifum f íkniefna á þeim tíma sem hann fór inn í vélina, þótt unnt sé að virða það ákærðu til refsimildunar þar sem enginn þeirra vissi af fíkniefnaneyslu hans. Samkvæmt öllu framansögðu og gögnum málsins að öðru leyti er það niðurstaða dómsins að fyrir liggi lögf ull sönnun þess að ákærðu hafi allir, hver á sinn hátt sem að framan er lýst, sýnt af sér refsivert gáleysi með óaðgæslu, aðgerðarleysi og vanrækslu, sem var þess valdandi að A klemmdist á milli móta í umræddri frauðpressuvél og lést af þeim áverkum sem ha nn hlaut við það. Er háttsemi hvers þeirra rétt lýst í ákæru, að því þó frátöldu að ákærði Skúli verður sýknaður af þeirri háttsemi að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður, enda liggur fyrir að h ann var í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar ákærði Sigurgeri upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Hafa ákærðu unnið sér til refsingar, ákærði Sigurgeir Svanur fyrir manndráp af gáleysi, sbr. 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en meðákærðu fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi, sbr. 215. gr., sbr. 22. gr., sömu laga. Í ákæru eru ákærðu einnig sakaðir um brot á þar tilgreindum ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, auk reglugerða nr. 367/2006 o g 920/2006. Samkvæmt 99. gr. laga nr. 46/1980 varða brot gegn þeim lögum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim sektum, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum. Þar sem brot ákærðu á þeim ákvæðum voru framin í júlí 2017 eru sakir vegna þeirra fyrndar, s br. 1. tl. 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og verður ákærðu því ekki einnig gerð refsing vegna þeirra brota. Samkvæmt sakavottorðum ákærðu hefur enginn þeirra áður sætt refsingum. Við ákvörðun refsingar þeirra verður höfð hliðsjón af þ ví. Þá ber að taka tillit til þess að við krufningu á líki A mældist hár styrkur amfetamíns í blóði hans, auk kannabisefna og lyfsins mídazólam, en samkvæmt vætti E , sérfræðings í réttarlæknisfræði, taldi hann ekki loku fyrir það skotið að lyfið, ásamt fík niefnunum, hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi 17 þykir ekki óvarlegt að ætla að A hafi sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn ber einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn hefur þegar slegið því fös tu að hver þeirra beri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra, svo sem rakið er hér að framan. Að því virtu ákveðst hæfileg refsing ákærða Sigurgeirs Svans fangelsi í 60 daga, en refsing meðákærðu, Björns Herberts og Skúla, fangelsi í 30 daga. Í samræmi við dómvenju í sambærilegum málum, svo og að því gættu að rannsókn málsins og útgáfa ákæru dróst úr hófi, án þess að ákærðu verði um kennt, þykir rétt að skilorðbinda refsinguna svo sem nánar greinir í dómsorði. Í málinu liggja fyrir tvær einkaréttarkröfur. Fyrri krafan er sett fram af hálfu móður A , B , og krefst hún miska - og skaðabóta að fjárhæð 3.071.911 króna, auk vaxta og lögmannsþóknunar, en síðari krafan er miskabótakrafa frá bróður A , C , að fjárhæð 1.500.000 krónur, auk vaxta o g lögmannsþóknunar. Til stuðnings miskabótakröfunum er vísað til 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, en til stuðnings skaðabótakröfunni er vísað til 12. gr. sömu laga. Í fyrstu fylgdu engin gögn kröfum þessum, en undir rekstri málsins lagði lögmaðu r B fram afrit af reikningi vegna útfarar A í Pólland og læknisvottorð B . Bæði skjölin höfðu verið þýdd á íslensku úr pólsku. Einnig lagði lögmaðurinn fram tvær tjónskvittanir vegna uppgjörs tryggingafélagsins Varðar til B , annars vegar vegna greiðslu misk abóta, ásamt vöxtum og lögmannskostnaði, alls að fjárhæð 2.130.977 krónur, en hins vegar vegna greiðslu útfararkostnaðar, auk lögmannsþóknunar, alls að fjárhæð 778.007 krónur. Sjá má af gögnum málsins að greiðslurnar voru inntar af hendi úr frjálsri ábyrgð artryggingu Plastgerðar Suðurnesja. Meðal málsskjala er bréf frá tryggingafélaginu Verði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekið afstöðu til þess hvort að vátryggingartaki beri skaðabótaábyrgð á dauða tjónþola þannig að bótaskylda úr tryggingunni stofnist; þá enn fremur til að geta metið hvort dauða hans hafi verið un tryggingafélagsins vegna greiðslu miskabótanna segir hins vegar eftirfarandi: r samkomulagsbætur sem þar voru greiddar eigi ekki að koma til frádráttar misbótakröfu B , móður A , í máli þessu, enda styðjist sú krafa við 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Dómurinn getur ekki fallist á þessi rök lögmannsins, enda ótvírætt af orðalagi 1. mg r. 26. gr. að miskabætur sem heimilt er að greiða samkvæmt því ákvæði greiðast aðeins til þess sem misgert var við, og hefur bótakrefjandi ekki gefið neinar haldbærar skýringar á því hvað staðið hafi að baki greiðslu tryggingafélagsins samkvæmt tilvitnuðu ákvæði. Á hinn bóginn heimilar 2. mgr. 26. gr. að gera þeim sem valdur er að dauða annars manns af ásetningi eða stórfelldu 18 gáleysi að greiða maka, börnum eða foreldrum miskabætur. Þótt nærtækast sé að álykta að tilvísun tryggingafélagsins til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga í áðurnefndri tjónskvittun hafi misritast og átt að vera 2. mgr. 26. gr., þykir dóminum í ljósi ofanritaðs slíkur vafi leika á um fjárhæð og forsendur fyrir kröfunni að ekki sé annað fært en að vísa henni frá dómi vegna vanreifunar. Hinu sama gegnir um miskabótakröfu bróður A , C , enda fær dómurinn ekki séð að 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga geri ráð fyrir aðild systkina hins látna að slíkum kröfum. Í samræmi við úrslit málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sak amála verður ákærðu gert að greiða sameiginlega 852.335 krónur í sakarkostnað við lögreglurannsókn málsins. Þá greiði ákærði Sigurgeir Svanur málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar lögmanns, 1.645.480 krónur, ákærði Björn Herbert málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hildar Ýrar Viðarsdóttur lögmanns, 1.531.400 krónur, og ákærði Skúli málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 1.531.400 krónur, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 59.280 krónur. V ið ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði Sigurgeir Svanur Jóhannsson sæti fangelsi í 60 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hú n falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Björn Herbert Guðbjörnsson sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Skúli Magnússon sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einkaréttarkröfum bótakrefjenda er vísað frá dómi. Ákærði Sigurgeir Svanur greiði 1.645.480 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar lögmanns. Ákærði Björn Herbert greiði 1.531.400 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Hildar Ýrar Viðarsdóttur lögmanns. Ákærði Skúli greiði 1.531.400 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, og 59.280 krónur í ferðarkostnað lögmannsins. Ákærðu greiði sameiginlega 852.335 krónur í sakarkostnað lögreglu. 19 Ingimundur Einarsson