Héraðsdómur Reykjaness Úrskurður 31 . mars 2021 Mál nr. K - 2927/2020 : NOVIS Insurance Company , NOVIS Versicherungsgesellschaft, NOVIS ( Valdemar Johnsen lögmaður) gegn Seðlabanka Íslands ( Áslaug Árnadóttir lögmaður) Úrskurður Mál þetta var þingfest 9. desember 2020 og tekið til úrskurðar 3. mars sl. Sóknaraðili er NOVIS Insurance Company, NOVIS Versicherungsgesellschaft, NOVIS Compagnia di Assicurazioni, NOVIS a.s., Namestie L. Stura 2, 811 02 Bratislava, Slóvakíu. Varnaraðili er Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Sóknaraðili krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 14. október 2020 um að synja lögbannsbeiðni sóknaraðila og að lagt verði fyrir sýslumann að leggja lögbann við því að varnaraðili birti á heimasíðu sinni nánar tilgreinda frétt um sóknaraðila frá 18. september 2020. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr h endi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og að ákvörðun sýslumanns verði staðfest. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. I. Mál þetta á rætur að rekja til þess að þann 18. september 2020 birti varnaraðili á heimasíðu sinni frétt undir fyrirsögninni ,,Bann við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS við nýsölu vátryggingaafurða sóknaraðila þar til tilgreind skilyrði væru uppfyl lt. Kom fram að bannið næði til vátryggingaafurða sóknaraðila sem væru í dreifingu á Íslandi, en sóknaraðili hefði hafið sölu líftryggingaafurða á Íslandi í janúar 2018 og hefði fjöldi 2 vátryggingataka með virka samninga við varnaraðila verið 5.201 í lok de sember 2019. Þá kom fram að sóknaraðili væri líftryggingafélag frá Slóvakíu sem veiti þjónustu í m.a. Austurríki, Tékklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Ítalíu og Íslandi. Í fréttinni var því einnig lýst að Fjármálaeftirlit varnaraðila hefði áður komið á framfæri ábendingum og tilkynningum er vörðuðu afurðir sóknaraðila og markaðssetningu. Var vísað á hlekki með eldri fréttum varnaraðila þar sem fram komu upplýsingar til neytenda um m.a. tímabundna stöðvun á nýsölu vátryggingasamninga sóknaraðila í Ungverjalandi o g stöðvun sölu á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi. Þá var vísað á hlekk með frétt á vefsíðu Evrópsku vátrygginga - og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) 18. september 2020 þar sem fjallað var um að Seðlabanki Slóvakíu hefði tímabundi ð bannað sölu vátryggingaafurða sóknaraðila þar til tilteknum skilyrðum væri mætt. Í frétt varnaraðila var loks greint frá því að Fjármálaeftirlit varnaraðila hefði tekið þátt í samstarfsvettvangi eftirlitsstjórnvalda EIOPA, Seðlabanka Slóvakíu og fleiri s tjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu vegna málefna sóknaraðila. Fyrrgreind ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu, sem tók gildi 11. september 2020, liggur fyrir í málinu, en af henni verður ráðið að sóknaraðila hafi verið bannað að gera nýja vátryggingasamninga ef verðmæti fjárfestra iðgjalda væri lægra en endurkaupsvirði samninganna kæmi til uppsagnar samninganna. Þá var sóknaraðila gert að upplýsa bankann í hverjum mánuði um inneignir á tryggingareikningum viðskiptavina, endurkaupsvirði samninga, verðmæti eign a sóknaraðila og stöðu bankareikninga. Loks var honum gert að fjárfesta iðgjöldum þegar gerðra samninga í þágu vátryggingartaka í samræmi við skilmála samninganna. Eftirlitsstjórnvöld í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og Ungverjalandi birtu einnig fréttir b yggðar á fyrrgreindri tilkynningu EIOPA frá 18. september 2020. Í þeim var greint frá því að Seðlabanki Slóvakíu hefði tímabundið bannað sóknaraðila að ráðast í gerð nýrra vátryggingasamninga. Seðlabanki Slóvakíu birti yfirlýsingu á vefsíðu sinni 25. sept ember 2020 þar sem fram komu frekari upplýsingar um fyrrgreint sölubann. Í yfirlýsingunni sagði m.a. að ákvörðun stofnunarinnar fæli í sér tímabundið bann við því að sóknaraðili ráðist í ,,any new unit - linked insurance contracts in the case that the extent of premium investments inngrips stofnunarinnar væri grunur um að sóknaraðili hefði ekki fjárfest iðgjöldum í samræmi við skilmála vátryggingasamninga og að virði fjárfe stinga dygði ekki fyrir 3 endurkaupsvirði samninga. Varnaraðili birti í kjölfarið nýja frétt á vefsíðu sinni 29. september 2020 þar sem vísað var til umræddrar yfirlýsingar Seðlabanka Slóvakíu og greint frá efni hennar. Varnaraðili birti þann 23. október 2020 þriðju fréttina um málefni sóknaraðila. Í henni var rakið að fyrrgreind ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu gerði ráð fyrir sölubanni sóknaraðila nema að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Skilyrðin fælu í sér að virði fjárfestinga væri hærra en endurkaupsvirði samninga auk þess sem sóknaraðila væri skylt að fjárfesta öllum iðgjöldum þegar gerðra samninga í þágu vátryggingartaka í samræmi við skilmála samninganna. Seðlabanki Slóvakíu myndi meta mánaðarlega hvort skilyrðin væru uppfyllt og ef svo væri gæti sóknar aðili lokið samningum næsta mánuð á eftir. Fram kom að ákvörðunin hafi tekið gildi 11. september 2020 og að sóknaraðili hafi ekki uppfyllt skilyrðin í september. Hinn 21. október 2020 hafi bankinn hins vegar talið sóknaraðila hafa uppfyllt skilyrðin mánaða rmótin september - október og því hefði hann mátt ljúka gerð nýrra samninga í október 2020. Seðlabanki Slóvakíu kæmi til með að endurskoða stöðuna á grundvelli gagna frá sóknaraðila hver mánaðarmót á meðan ákvörðunin væri í gildi. Seðlabanki Slóvakíu tók þ ann 5. nóvember 2020 aðra ákvörðun um málefni sóknaraðila. Með ákvörðuninni voru skorður reistar við ráðstöfun eigna sóknaraðila og félaginu m.a. gert að forðast slíkar ráðstafanir með breytingum á eignarhaldi, millifærslu af bankareikningum félagsins eða löggerningum sem leitt geti til þess að eignir félagsins minnki. Þá var sóknaraðila gert að veita tilteknar upplýsingar um stöðu bankareikninga og trygginga, millifærslur o.fl. Varnaraðili birti þann 13. nóvember 2020 á vefsíðu sinni aðra frétt um síðast greindu ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu. Var þar vakin athygli á ákvörðuninni og því lýst hvaða skyldur hvíldu á sóknaraðila samkvæmt henni. Með bréfi lögmanns sóknaraðila til varnaraðila 22. september 2020 var þess krafist að leiðréttar yrðu rangfærslur se m fram hefðu komið í fréttaflutningi varnaraðila. Var því lýst að ekki hefði komið til neinna hindrana á sölustarfsemi sóknaraðila vegna umræddrar ákvörðunar Seðlabanka Slóvakíu. Samkvæmt henni bæri sóknaraðila að forðast að fjárfesta í nýjum vátryggingasa mningum þar sem fjárfest væri fyrir hönd viðskiptavina ef heildareignir fjárfestinga væru lægri en endurkaupsvirði hinna sömu samninga yrðu þeir innleystir. Þá bæri sóknaraðila að senda Seðlabanka Slóvakíu gögn um fjárhæð útistandandi tryggingareikninga, u pplýsingar um endurkaupsvirði sömu 4 samninga, virði fjárfestra eigna og stöðu bankareikninga, auk þess sem sóknaraðila bæri að fjárfesta öllum iðgjöldum í samræmi við samningsbundin loforð um fjárfestingar og samþykktir fjárfestingasjóða. Ekki væri um sölub ann að ræða og fréttaflutningur varnaraðila því rangur. Með svarpósti starfsmanns varnaraðila sama dag var því lýst að erindið yrði tekið til skoðunar. Þá var vísað til þess að önnur erlend eftirlitsstjórnvöld hefðu einnig birt tilkynningar í kjölfar ákv örðunar Seðlabanka Slóvakíu, m.a. EIOPA, Seðlabanki Ungverjalands og eftirlitsstofnanir í Ítalíu og Þýskalandi. Umræddar tilkynningar væru í samræmi við frétt varnaraðila 18. september 2020. Með beiðni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 6. október 20 20 krafðist sóknaraðili þess að lagt yrði lögbann við því að varnaraðili birti fyrrgreinda frétt frá 18. september 2020 á vefsíðu sinni. Fram kom að í fréttinni væri fullyrt, og sett í fyrirsögn, að eftirlitsstjórnvald í heimaríki sóknaraðila í Slóvakíu hefði lagt ban n við nýsölu vátrygginga hans. Umrædd fyrirsögn væri röng og þar með efni fréttarinnar, enda væri hvergi í ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu tiltekið að komið væri sölubann á nýsölu vátrygginga sóknaraðila. Með hinni efnislega röngu frétt hafi varnaraðili birt tengla á eldri fréttir um sóknaraðila, m.a. tveggja ára gamla frétt um tímabundna stöðvun nýsölu vátryggingaafurða í Ungverjalandi. Því máli hafi lokið fyrir löngu með niðurstöðu og án afleiðinga fyrir sóknaraðila. Þá hafi varnaraðili birt með frétt sinni tengil á frétt um stöðvun á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi, en vandséðar séu ástæður þess að varnaraðili þurfi að hnykkja sérstaklega á því að einn þátttakandi á íslenskum tryggingamarkaði hafi ákveðið að hætta að selja eina af afurðum sínu m. Einnig hafi varnaraðili birt tengil á frétt um niðurstöður athugunar á viðskiptaháttum í tengslum við sölu á vátryggingaafurðum sóknaraðila, en niðurstaða umræddrar athugunar hafi snúið að þriðja aðila, vátryggingamiðluninni Tryggingum og ráðgjöf ehf., en ekki sóknaraðila sjálfum. Loks hafi verið birtur tengill á frétt með upplýsingum varnaraðila til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns Seðlabanka Slóvakíu. Í þeirri frétt hafi verið að finna fjölda ósannra staðhæfinga um sóknaraðila. Augljóst sé hverjum þeim sem lesi fyrrgreinda frétt varnaraðila 18. september 2020, og þá tengla sem fylgt hafi fréttinni, að sóknaraðili sé í verulegum vanda staddur og að hagsmunir viðskiptavina hans séu í hættu. Sóknaraðili hafi fullt starfsleyfi í heimalandi sínu og engar blikur séu á lofti í starfsemi hans sem réttlætt geti þá véfrétt sem varnaraðili hafi birt. Þessi samsöfnun veftengla af gömlum málum og málefnum sem 5 varði þriðja aðila virðist einungis gerð í því skyni að framkalla þá tilfinningu lesenda að sókn araðili sé vafasamt tryggingafélag sem hafi sögu vandamála. Sóknaraðili bendi á að flestir eftirlitsskyldir aðilar hafi einhvern tímann fengið athugasemdir frá stjórnvöldum. Engin fordæmi séu hins vegar fyrir fréttaflutningi líkt og þeim sem um ræði í þess u máli. Verði ekki annað ráðið en að varnaraðili noti sína eigin fréttaveitu til þess að valda sóknaraðila sem mestum skaða. Sóknaraðili hafi farið fram á að varnaraðili fjarlægði umrædda frétt. Við því hafi ekki verið orðið og því sé sóknaraðila nauðsynl egt að krefjast lögbanns við birtingu fréttarinnar. Með bréfi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 14. október 2020 var beiðni sóknaraðila synjað. Í bréfinu var vísað til þess að varnaraðili færi með framkvæmd laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjár málastarfsemi hér á landi og þannig m.a. eftirlit með erlendum vátryggingafélögum. Markmið laganna væri að eftirlitsskyldir aðilar störfuðu í samræmi við lög og reglur og að starfsemi þeirra væri í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti og tæki mið af neytendavernd. Liður í því væri að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum sem byggi á fyrrgreindum lögum. Athöfn sú sem sóknaraðili krefðist lögbanns á væri stjórnarathöfn, þ.e. liður í starfsemi varnaraðila við opinbert eftirlit með fjá rmálastarfsemi sem ætti sér skjól í ríkisvaldi og yrði ekki lagt lögbann við, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Var beiðninni samkvæmt því hafnað. Sóknaraðili skaut framangreindri niðurstöðu sýslumannsins til héraðsdóms á grundvelli 1. mgr. 33. gr. laga nr. 31/1990. Við munnlegan flutning málsins 4. mars sl. lagði lögmaður varnaraðila fram útprentun af frétt á vef varnaraðila 25. febrúar 2021. Segir þar að bankastjórn Seðlabanka Slóvakíu hafi úrskurðað um áfrýjunarbeiðn i sóknaraðila vegna ákvörðunar bankans frá 11. september 2020. Niðurstaðan hafi verið sú að fella úr gildi þann hluta ákvörðunar bankans sem lúti að skilyrtu sölubanni sóknaraðila frá og með 12. febrúar 2021. Sóknaraðila sé þar af leiðandi heimilt að ljúka gerð nýrra vátryggingasamninga með fjárfestingaþætti án sérstakra takmarkana. Sá hluti ákvörðunarinnar, sem snúi að skyldu sóknaraðila til þess að fjárfesta í öllum iðgjöldum gerðra vátryggingarsamninga í samræmi við skilmála samninganna, sé hins vegar en n í gildi. Sóknaraðila beri því að senda áfram reglulegar skýrslur til Seðlabanka Slóvakíu. II. 6 Sóknaraðili krefst þess eins og áður greinir að ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir sýslumann að leggja l ögbann við birtingu fyrrgreindrar fréttar á vefsíðu varnaraðila. Í beiðni sóknaraðila er fyrst vísað til þess að sú athöfn, sem krafist sé lögbanns við, geti ekki talist stjórnarathöfn eða stjórnvaldsákvörðun í skilningi 24. gr. laga nr. 31/1990 líkt og sý slumaður leggi til grundvallar. Stjórnarathöfn hafi samkvæmt íslenskum réttarreglum mjög vel skilgreinda merkingu og feli í sér að stjórnsýsluhafi, í skjóli stjórnsýsluvalds síns, kveði einhliða á um rétt eða skyldu tiltekins aðila í einstöku máli. Ákvörðu n varnaraðila um að birta frétt á vefsíðu sinni um sóknaraðila feli ekki í sér neitt af þeim atriðum sem eigi undir skilgreiningu stjórnarathafnar. Engin skylda eða réttur hafi verið ákvarðaður gagnvart sóknaraðila. Ákvörðunin hafi eingöngu falið í sér að birta opinberlega umfjöllun um sóknaraðila á internetinu og tengist engri ákvörðun sem beinist að sóknaraðila. Birtingin hafi því eingöngu falið í sér almenna ákvörðun sem sóknaraðili hafi tekið á grundvelli þess sem hann teldi eiga erindi við almenning. T il marks um það hve fjarri athöfnin sé stjórnarathöfn sé bent á að sóknaraðili hafi engan möguleika haft á að bera fyrir sig stjórnsýslulög nr. 37/1993 í tengslum við birtingu fréttarinnar. Auk framangreinds sé ljóst að birting fyrrgreindrar fréttar geti ekki fallið undir það að teljast liður í að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum varnaraðila samkvæmt lögum nr. 87/1998. Í 9. gr. a. umræddra laga sé tiltekið að varnaraðila sé heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum eða athugunum se m varði lögin. Ljóst sé að það séu undirliggjandi niðurstöður mála sem séu stjórnarathafnir, enda hafi þá hinir eftirlitsskyldu aðilar notið réttar samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Það sé svo niðurstaðan sem slík sem kveði á um rétt eða skyldu hins eftirl itsskylda aðila, en heimild varnaraðila til að birta niðurstöður sína á opinberan máta sé einungis afleiðing stjórnarathafnarinnar en ekki stjórnarathöfn sem slík. Varnaraðili hafi ekki verið að kveða á um rétt eða skyldu sóknaraðila enda hafi ekkert stjór nsýslumál verið uppi á milli sóknaraðila og varnaraðila. Sóknaraðili bendi einnig á að þótt varnaraðili hafi heimild til þess að birta opinberlega niðurstöðu eftirlitsstjórnvalds í heimaríki sóknaraðila verði að gera þá kröfu að varnaraðili hafi rétt efti r og endursegi niðurstöðu þess eftirlitsstjórnvalds réttilega. Svo hafi ekki verið í þessu tilviki og sé því nauðsynlegt að fá lagt á lögbann við birtingu umræddrar fréttar. 7 III. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Í því sambandi vísar hann fyrst til þess að kröfugerð sóknaraðila sé óljós. Í bréfi sóknaraðila til sýslumanns 20. október 2020, þar sem tilkynnt hafi verið um málskotið til héraðsdóms, sé ekki gerð grein fyrir kröfum eða málsástæðum heldur komi þar einungis fram að lög manni sóknaraðila hafi verið falið að bera ákvörðun sýslumanns undir héraðsdómara. Þá sé kröfugerðin í lögbannsbeiðninni sjálfri ekki skýr. Þar segi að þess sé farið á leit að sýslumaður leggi lögbann við því að varnaraðili hafi uppi birtingu á vefsíðu með frétt frá 18. september 2020 og verði gert að fjarlægja hana af opinberri heimasíðu varnaraðila. Málsástæður fyrir kröfunni virðist svo beinast bæði að umræddri frétt og öðrum upplýsingum á heimasíðu varnaraðila sem tengill sé á í fréttinni. Þó virðist ek ki gerð krafa um að þær síður, sem tenglarnir vísi til, verði fjarlægðar. Sé málatilbúnaður sóknaraðila þannig í andstöðu við 1. mgr. 33. gr. laga nr. 31/1990, sbr. og 1. mgr. 35. gr. sömu laga og 2. mgr. 90. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Þá komi hvergi f ram hver sé fyrirsvarsmaður sóknaraðila. Auk framangreinds byggir varnaraðili á því að skilyrði 24. gr. laga nr. 31/1990 séu ekki fyrir hendi. Vísar hann í þeim efnum í fyrsta lagi til þess að um sé að ræða stjórnarathöfn sem lögbann verði ekki lagt við, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Varnaraðili sé sjálfstæð ríkisstofnun, sbr. 1. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi fari Fjármálaeftirlitið, sem sé hluti af varnarað ila, með framkvæmd laganna, en þau taki m.a. til eftirlits með vátryggingafélögum og vátryggingamiðlunum. Í 3. og 4. mgr. 2. gr. sömu laga segi að lögin taki jafnframt til eftirlits og annarra verkefna sem Fjármálaeftirliti varnaraðila sé falið að framkvæm a samkvæmt ákvæðum sérlaga. Þá segi að um eftirlit með starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á lan di fari samkvæmt ákvæðum sérlaga og alþjóðasamningum sem Ísland sé aðili að. Í 2. mgr. 8. gr. sömu laga komi síðan fram að ákvæði laganna e igi, eftir því sem við eigi, við um eftirlit Fjármálaeftirlitsins samkvæmt ákvæðum sérlaga . Af ákvæðum laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi, sem Fjármálaeftirlit varnaraðila hafi eftirlit með, sé ljóst að lögin gildi um starfsemi erlendra vátrygginga félaga hér á landi. Í 27. gr. laganna sé að finna heimild stofnunarinnar til að krefjast úrbóta af hálfu vátryggingafélags sem hafi höfuðstöðvar í öðru aðildarríki og hafi útibú eða veiti þjónustu hér á landi. Auk þessa sé kveðið á um skyldur aðila, sem 8 dr eifi afurðum eins og þeim sem fjallað hafi verið um í hinni umdeildu frétt, í lögum nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga, en m.a. sé fjallað um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti í 32. gr. laganna. Verði misbrestur á því að dreifingaraðili starfi í samr æmi við ákvæðið skuli Fjármálaeftirlitið gefa fyrirmæli um að ráðin verði bót á því. Það sé því lögbundið hlutverk Fjármálaeftirlits varnaraðila að fylgjast með starfsemi vátryggingafélags sem hafi höfuðstöðvar í öðru aðildarríki og veiti þjónustu hér á la ndi sem og með aðilum sem miðli vátryggingum frá erlendum vátryggingafélögum hérlendis. Tilgangur eftirlitsins sé m.a. að eftirlitsskyldir aðila starfi í samræmi við lög og reglur og starfsemin sé í samræmi við heilbrigða viðskiptahætti og vernd neytenda, sbr. 1. gr. laga nr. 87/1998. Þá sé markmið eftirlits samkvæmt sama ákvæði að stuðla að traustum og öruggum fjármálamarkaði og draga úr líkum á að starfsemi eftirlitsskyldra aðila leiði til tjóns fyrir almenning. Í samræmi við þetta sé það liður í eftirlit shlutverki Fjármálaeftirlits varnaraðila að koma á framfæri upplýsingum til neytenda um þær afurðir sem boðnar séu til sölu hér á landi sé talin þörf á því. Varnaraðili bendir á að samkvæmt 9. gr. a. laga nr. 87/1998 sé Fjármálaeftirlitinu heimilt að bir ta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum byggðum á lögunum nema slík birting stefni hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu, varði ekki hagsmuni hans sem slíks eða valdi aðilum tjóni sem ekki sé í eðlilegu samræmi við brot sem um ræði. Þá sé stjórnvöl dum heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt sé samkvæmt lögunum á grundvelli 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. sömu laga skuli stjórnvöld með reglubundnum hætti veita almenningi upplýsingar um starfsemi sína, sv o sem með rafrænni útgáfu skýrslna, samantektum um mikilvæg verkefni eða útgáfu annarra gagna. Af framangreindum lagaákvæðum leiði að varnaraðila hafi verið heimilt að birta frétt um aðgerðir Seðlabanka Slóvakíu gegn sóknaraðila og að birtingin hafi verið liður í starfsemi varnaraðila við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Varnaraðili telur að ljóst sé af 2. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 að lögbann verði aldrei lagt við stjórnarathöfnum. Megi af lögskýringargögnum með ákvæðinu sjá að lögbann verði a ðeins lagt við athöfnum hins opinbera á vettvangi einkaréttar. Séu athafnir tengdar mannvirkjagerð og atvinnustarfsemi opinberra aðila nefnd sem dæmi um athafnir á sviði einkaréttar. Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi geti aldrei talist til athafna rí kisins á sviði einkaréttar, enda sé skýrt að ákvörðun um birtingu umræddrar fréttar hafi 9 verið tekin í skjóli stjórnsýsluvalds og verið liður í opinberu eftirliti sem varnaraðili skuli sinna lögum samkvæmt. Varnaraðili vísar í öðru lagi til þess að bir ting hinnar umdeildu fréttar brjóti ekki gegn lögvörðum rétti sóknaraðila í skilningi 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Fyrir liggi að eftirlitsaðili í heimaríki sóknaraðila hafi talið ástæðu til að grípa til aðgerða gagnvart sóknaraðila, m.a. vegna gruns um að hann fjárfesti ekki iðgjöldum viðskiptavina í samræmi við gerða samninga. Þar sem gerðir hafi verið um 5.500 samningar við íslenska neytendur hafi varnaraðili talið þörf á að upplýsa neytendur um þetta atriði. Þá hafi verið nauðsynlegt að birta tengl a á erlendar fréttir til þess að samhengið við aðgerðir Seðlabanka Slóvakíu væri neytendum ljóst. Því sé hafnað að fréttin 18. september 2020 hafi verið efnislega röng. Sé borin saman ensk útgáfa ákvörðunarinnar og frétt varnaraðila sjáist að fréttin sé í fullu samræmi við ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu og eins fréttir EIOPA og annarra evrópskra eftirlitsstjórnvalda af málinu. Í frétt Seðlabanka Slóvakíu 25. september 2020 séu tilgreindar nánari upplýsingar um ástæðu, efni, gildissvið og gildistíma ákvörðu narinnar. Af fréttinni sé ljóst að ákvörðunin geri ráð fyrir sölubanni nema tiltekin skilyrði séu uppfyllt. Feli ákvörðunin í sér að Seðlabanki Slóvakíu meti mánaðarlega hvort skilyrðin séu uppfyllt á grundvelli upplýsinga frá sóknaraðila sem sendar séu í lok hvers mánaðar. Sé skilyrðum fullnægt sé sóknaraðila heimilt að ljúka samningum frá upphafi til loka næsta mánaðar á eftir. Sóknaraðili hafi ekki uppfyllt skilyrðin í september 2020. Hins vegar hefði bankinn komist að þeirri niðurstöðu 21. október 2020 að hann hefði uppfyllt skilyrðin mánaðarmótin september - október og hafi sóknaraðila því verið heimilt að ljúka gerð nýrra samninga í október 2020. Hið sama hafi verið uppi á teningnum í nóvember 2020. Verði staðan áfram metin á meðan umrædd ákvörðun sé í g ildi. Þar sem eðli ákvörðunarinnar sé slíkt að hún geti gilt áfram um langa hríð hafi verið enn brýnna að varnaraðili upplýsti íslenska neytendur um hana. Þann 5. nóvember 2020 hafi Seðlabanki Slóvakíu síðan tekið ákvörðun sem staðfesti alvarleika aðgerð a bankans enn frekar. Í tilkynningu bankans 12. nóvember 2020 komi fram að tekin hafi verið ákvörðun um tímabundnar takmarkanir á frjálsri ráðstöfun eigna sóknaraðila. Félaginu sé nú m.a. gert að ráðstafa ekki eignum, svo sem með því að breyta eignarhaldi eða millifæra eignir af bankareikningum félagsins. Þá megi félagið ekki gera löggerninga sem geti leitt til þess að eignir minnki. Félaginu sé þó 10 heimilt að ráðstafa eignum sínum í tilteknum tilvikum, svo sem til þess að standa skil á ýmsum greiðslum sem t engist kröfum vegna vátryggingasamninga og tryggja reglulega starfsemi. Enn fremur komi fram í tilkynningu Seðlabanka Slóvakíu að sóknaraðila beri að upplýsa bankann ef félagið stofni eða loki bankareikningum eða vörslureikningum verðbréfa. Þá beri honum a ð senda bankanum yfirlit yfir reikninga félagsins mánaðarlega ásamt hreyfingum á reikningum. Í ljósi þessa sé frétt varnaraðila efnislega rétt. Varnaraðili byggir á því í þriðja lagi að sóknaraðili verði ekki fyrir teljandi spjöllum við að bíða dóms í má linu, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Beiting lögbanns sé undantekning frá meginreglum laga um það hvernig aðilar leiti réttar síns fyrir dómstólum. Sé lögbann bráðabirgðaúrræði sem ætlað sé að tryggja réttindi sem hætta sé á að fari forgörðum sé be ðið á meðan ágreiningur aðila sé borin undir dómstóla eftir hefðbundnum leiðum. Hafi dómstólar beitt lögbanni af varkárni og skýrt ákvæði laganna þröngt. Eftir að varnaraðili birti frétt um ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu 18. september 2020 hafi hann birt þ rjár fréttir til viðbótar sem tengist aðgerðum bankans gagnvart sóknaraðila. Hafi þær birst 29. september, 23. október og 13. nóvember 2020. Sóknaraðili hafi ekki brugðist við birtingu fréttanna með neinum hætti og ekki verið í sambandi við varnaraðila síð an lögmaður sóknaraðila sendi varnaraðila tölvupóst 25. september 2020. Hafi sóknaraðili því sýnt af sér verulegt tómlæti og verði ekki séð að viðbrögð hans sýni að þörf sé á að grípa til slíkrar neyðarráðstöfunar. Þá hafi sóknaraðili ekki sýnt fram á að r éttindi hans fari forgörðum eða að hann verði fyrir teljandi spjöllum verði beðið dóms um lögmæti birtingar fréttar varnaraðila. Loks byggir varnaraðili á því að réttarreglur um skaðabætur tryggi hagsmuni sóknaraðila nægilega. Um það vísar til hann til þ ess sem áður greinir um að lögbann sé neyðarráðstöfun sem ekki verði beitt þegar önnur úrræði komi að haldi. Geti sóknaraðili sannað að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna birtingar fréttar varnaraðila eigi sóknaraðili þann kost að krefjast skaðabóta. Verði ekki annað séð en að skaðabætur geti bætt meint tjón sóknaraðila að fullu. Þá liggi fyrir að varnaraðili hafi fjárhagslega burði til að greiða bætur til sóknaraðila. Sé því ljóst að almennar reglur um skaðabætur tryggi hagsmuni hans nægilega. IV. Í máli þessu er deilt um þá ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að synja beiðni sóknaraðila um að leggja lögbann við því að varnaraðili birti á heimasíðu 11 sinni frétt um ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu um að banna tímabundið sölu vátrygginga sóknaraðil a án þess að fullnægt sé tilteknum skilyrðum. Krefst sóknaraðili þess að lagt verði fyrir sýslumann að leggja lögbann við birtingu fréttarinnar. Af hálfu varnaraðila er á því byggt að því að birting hinnar umdeildu fréttar á vef varnaraðila feli í sér stj órnarathöfn og því verði lögbanni ekki beitt í málinu, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi fer Fjármálaeftirlit varnaraðila með framkvæmd laganna, sem taka m.a. til eftirlits me ð vátryggingafélögum. Í lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi er einnig kveðið á um heimildir stofnunarinnar til eftirlits með erlendum félögum sem bjóða tryggingar hér á landi, en samkvæmt lögunum skal stofnunin m.a. fylgjast með vátryggingaskilmálum sem í boði eru og gæta þess að þeir séu í samræmi við lög og eðlilega viðskiptahætti. Er í lögum nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga einnig fjallað um heimildir stofnunarinnar til inngrips gagnvart tryggingafélögum sem ekki starfa á heiðarlegan, sanngjar nan og faglegan hátt í samræmi við heilbrigða viðskiptahætti og venjur á vátryggingamarkaði, sbr. 32. gr. laganna. Sú háttsemi varnaraðila, sem sóknaraðili krefst þess að lagt verði lögbann við, felst í því að birta á heimasíðu sinni frétt um þá ákvörðu n Seðlabanka Slóvakíu að banna sóknaraðila sölu vátrygginga nema að fullnægðum tilteknum skilyrðum. Þótt varnaraðili hafi samkvæmt framangreindu ríkar heimildir til eftirlits með starfsemi erlendra tryggingafélaga hér á landi, og að stofnunin hafi haft mál efni sóknaraðila til skoðunar á grundvelli þeirra, liggur hvorki fyrir að tekin hafi verið ákvörðun í máli sóknaraðila né að varnaraðili hafi fyrir sitt leyti framkvæmt stjórnarathöfn sem mælir fyrir um tiltekin réttindi hans eða skyldur. Stendur 2. mgr. 2 4. gr. laga nr. 31/1990 því þannig ekki í vegi að lögbann verði lagt á. Kemur þá til skoðunar hvort uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 24. gr. sömu laga um lögbann. Samkvæmt ákvæðinu má leggja lögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn einstaklings eða fyrir svarsmanns félags eða stofnunar ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans, að gerðarþoli hafi þegar hafist handa um athöfnina eða muni gera það og að réttindi hans muni fara forgörðum eða verð a fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau. Úrlausn þess hvort fram nái að ganga krafa sóknaraðila ræðst samkvæmt þessu af því hvort þær athafnir varnaraðila sem um ræðir í málinu brjóti gegn lögvörðum rétti 12 sóknaraðila og fullnægt sé að öðru leyti skilyrðum laga nr. 31/1990. Hvílir það á sóknaraðila að sanna eða gera a.m.k. sennilegt að framangreind skilyrðum sé mætt. Af því sem áður er rakið er ljóst að varnaraðili hefur lögbundnum skyldum að gegna gagnvart eftirliti með félögum sem selja vátryggingar hér á landi. Skal varnaraðili þannig m.a. stuðla að því að komið sé í veg fyrir óeðlilega og óheilbrigða viðskiptahætti í starfsemi vátryggingafélaga og vernda hagsmuni vátryggingataka á umræddum markaði. Í fréttinni, sem varnaraðil i birti á vefsíðu sinni 18. september 2020, kom fram að Seðlabanki Slóvakíu hefði lagt tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða sóknaraðila þar til tilgreind skilyrði væru uppfyllt. Á þeim tíma sem fréttin var birt lá fyrir að Seðlabanki Slóvakíu hafði komist að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni, sem tók gildi 11. september 2020, að banna sóknaraðila að gera nýja samninga um vátryggingar væru fjárfest iðgjöld lægri en endurkaupsvirði samninganna. Þá hafði sóknaraðila verið gert að upplýsa bankann mánað arlega um inneignir tryggingareikninga viðskiptavina, endurkaupsvirði samninga og verðmæti eigin eigna auk þess sem honum hafði verið gert að fjárfesta iðgjöldum þegar gerðra samninga í samræmi við skilmála samninganna. Af framangreindu er ljóst að frétt aflutningur varnaraðila um fyrrgreinda ákvörðun var ekki að öllu leyti nákvæmur. Þannig má gera ráð fyrir að hinn almenni ð almennt bann hafi verið lagt við nýsölu vátrygginga sóknaraðila, og að það væri ekki fyrr en hann mætti tilteknum skilyrðum sem sala gæti hafist að nýju, þegar hið rétta var að ákvörðunin fól í sér bann við samningum sem ekki uppfylltu umrædd skilyrði. A f ákvörðuninni leiddi þannig, öfugt við það sem ráða mátti af frétt varnaraðila, að sala hafi áfram verið heimil að fullnægðum umræddum skilyrðum. Á hinn bóginn verður ekki framhjá því litið að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu bar skýrlega með sér að vafi var uppi um hvort viðskiptahættir félagsins samrýmdust því sem lög og samningar áskildu. Er vandséð af hvaða ástæðum öðrum stofnunin taldi sig þurfa að grípa til slíkrar ákvörðunar gagnvart sóknaraðila. Þá liggur fyrir að stofnunin birti tilkynningu 25. septem ber 2020 þar sem fram kom að ákvörðunin væri á því reist að grunsemdir væru um að sóknaraðili hefði ekki fjárfest iðgjöldum í samræmi við gerða samninga og að virði fjárfestinga dygði ekki fyrir endurkaupsvirði samninganna svo sem áskilið væri. Liggur og f yrir að stofnunin mun síðan hafa tekið nýja ákvörðun 5. nóvember 2020 um nánar tilgreindar takmarkanir á 13 ráðstöfun eigna sóknaraðila, en ekki verður annað ráðið en að sú ákvörðun hafi m.a. verið byggð á sömu atvikum og eldri ákvörðunin. Auk framangreinds er til þess að líta að frétt varnaraðila fól í sér endursögn af frétt Evrópska vátrygginga - og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar 18. september 2020 svo og fréttum annarra eftirlitsstjórnvalda í Evrópu þar sem fjallað var um tímabundið sölubann. Má og le að umrædd ákvörðun fól í sér bann við sölu samninga sem ekki uppfylltu tilgreind skilyrði. Með vísan til þessa, og þrátt fyrir þá ónákvæmni sem áður greinir, er það mat dómsins að varna raðili hafi með umræddum fréttaflutningi ekki farið út fyrir það svigrúm sem hann hefur til þess að birta sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem eftirlitinu sæta. Verður þannig ekki séð að birting fréttarinnar hafi, eins og á stóð, brotið gegn lögvörðum rétti sóknaraðila í skilningi 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Þá verður ekki fallist á það með sóknaraðila að áframhaldandi tilvist fréttarinnar á vefsíðu varnaraðila brjóti gegn lögvörðum rétti sóknaraðila, en eins og áður greinir hefur sóknaraðili birt frétt þess efnis að hluti ákvörðunarinnar hafi verið felldur úr gildi og má hverjum þeim sem kynnir sér fréttina vera ljóst að hún tók mið af þeirri stöðu sem uppi var 18. september 2020 og gerði skýrlega ljóst að um tímabundna aðgerð væri að ræða. Með vísan til framangreinds er það mat dómsins að birting hinnar umdeildu fréttar á heimasíðu varnaraðila geti ekki talist athöfn sem raskar lögvörðum rétti sóknaraðila með þeim hætti að lögbanni verði beitt eftir 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Þá hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að hagsmunir hans muni fara forgörðum þótt hann þurfi að bíða dómsúrlausnar um vernd þeirra, en í því sambandi er til þess að líta að lögbann er í eðli sínu neyðarráðstöfun sem ekki ver ður beitt í tilvikum þar sem almenn úrræði geta komið að haldi. Verður kröfum sóknaraðila samkvæmt þessu hafnað. Það athugast að fyrirsvarsmanns sóknaraðila var ekki getið í beiðni hans til dómsins, en samkvæmt 1. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 1. mg r. 35. gr. laga nr. 31/1990, ber eftir því sem við á að beita almennum reglum um meðferð einkamála í héraði við meðferð málsins. Þótt finna megi að beiðni sóknaraðila að þessu leyti verður hins vegar að horfa til þess að varnaraðili hefur um nokkurt skeið haft málefni sóknaraðila til umfjöllunar og býr því yfir upplýsingum um félagið og stjórnendur þess. Þá hefur varnaraðili hvorki borið því við að umrætt atriði hafi komið niður á vörnum hans né krafist frávísunar málsins á þessum grundvelli. Eins og hér st endur á er ekki 14 ástæða til frávísunar málsins ex officio af þessum sökum. Þá er málatilbúnaður sóknaraðila að öðru leyti ekki þess eðlis að valdið geti frávísun málsins. Eftir framangreindum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðila málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn eins og greinir í dómsorði. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan . Úrskurðarorð : Hafnað er kröfu sóknaraðila, NOVIS Insurance Company, NOVIS Versicherungsgesellschaft, NOVIS Compagnia di Assi um að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 14. okt óber 2020 um að synja lögbannsbeiðni sóknaraðila og að lagt verði fyrir sýslumann að leggja lögbann við því að varnaraðili, Seðlabanki Íslands, birti á heimasíðu sinni nánar tilgreinda frétt um sóknaraðila frá 18. september 2020. Sóknaraðili greiði varnar aðila 700.000 krónur í málskostnað. Halldóra Þorsteinsdóttir