Héraðsdómur Reykjaness Dómur 15. júlí 2022 Mál nr. E - 1131/2021 : X ehf. ( Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson lögmaður ) g egn Y (sjálfur) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 7. júní 2022, var höfðað 7. maí 2021, af X ehf., , gegn Y , . Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði gert að greiða honum 19. 447.660 krónur auk dráttarvaxta s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 7. 875 . 691 krónu frá 31. desember 2018 til 31. desember 2019 en af 16. 188 .4 18 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2020 en af 19. 447 . 660 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi krafðist í upphafi frávísunar málsins frá dómi. Þeirri kröfu var haf nað með úrskurði dómsins hinn 25. október 2021. I. Helstu málsatvik Stefnandi er félag í eigu fyrrverandi eiginkonu stefnda sem jafnframt er stjórnarmaður þess og framkvæmdastjóri sem og handhafi prókúrumboðs. Stefndi er varastjórnarmaður stefnanda og rit a stjórnarmaður og varastjórnarmaður firma þess saman. Fyrirsvarsmaður stefnanda og stefndi gengu í hjónaband árið 2004 en slitu 2 samvistum 2020. Fjárslit þeirra á milli sæta nú opinberum skiptum og er stefnandi á meðal þeirra eigna sem heyra þar undir. St efnandi var stofnaður árið 2009 og er skráður tilgangur félagsins smásala gegnum netið, kaup og sala fasteigna, rekstur og útleiga fasteigna, lánastarfsemi, kaup og sala hlutabréfa og annar skyldur rekstur. Starfsemi stefnanda var í upphafi einvörðungu fól gin vef - og smásölu skartgripa og lífstílsvöru sem fyrirsvarsmaður stefnanda annaðist en síðar bættist við vefsala á plaströrum, samskeytum og millistykkjum sem stefndi annaðist. Stefndi þáði laun frá félaginu á árunum 2019 og 2020. Ágreiningslaust er að s tefndi var um árabil starfsmaður félagsins A ehf., sem er í eigu fjölskyldu fyrirsvarsmanns stefnanda, og þáði laun frá því félagi þar til í ársbyrjun 2018. Þá varð sú breyting á að A ehf. greiddi stefnanda mánaðarlegar greiðslur fyrir vinnuframlag stefnda í þágu félagsins. Samkvæmt framlögðum skattframtölum stefnda vegna áranna 2018 og 2019 voru heildarlaunatekjur hans á umræddum árum 814.018 krónur frá A ehf. á árinu 2018 og 1.920.000 krónur frá stefnanda á árinu 2019. Samkvæmt framlögðum launamiða stefnd a vegna launagreiðslna til hans frá stefnanda á árinu 2020 voru heildarlaunatekjur hans frá stefnanda 3.120.000 krónur á því ári. Málsaðila greinir á um umfang aðkomu stefnda að rekstri stefnanda í gegnum tíðina. Stefnandi kveður stefnda allar götur hafa tekið ríkan þátt í rekstri félagsins og auk annars séð um fjármál þess og annast greiðslu reikninga vegna daglegra útgjalda félagsins. Hann hafi haft aðgang að bankareikningum stefnanda í gegnum notandanafn fyrirsvarsmanns félagsins og aukaleið hafi verið opnuð fyrir innskráningu hans á því notandanafni í gegnum GSM - síma hans. Í gegnum þann aðgang hafi stefndi millifært fé af bankareikningum félagsins eftir þörfum. Stefndi kveðst aftur á móti hafa sinnt tilfallandi verkefnum fyrir stefnanda í gegnum tíðina. Fyrir það framlag hafi hann fengið reglulega greitt frá félaginu þótt hann hafi ekki verið á launaskrá þess. Hann hafi hins vegar ekki skipt sér af því hvernig þær greiðslur voru útfærðar í bókum félagsins og treyst því að það væri réttilega gert af fyrir svarsmanni þess, bókara og endurskoðanda. Hann hafi skilað nótum til bókara félagsins vegna allra millifærslna af reikningum þess sem hann hafi framkvæmt. Það fé sem hann hafi millifært af reikningum félagsins á eigin reikning hafi ýmist verið greiðsla fyr ir vinnuframlag hans í þágu stefnanda eða eftir atvikum A ehf. eða endurgreiðsla á útlögðum kostnaði. Með framlagðri innheimtuviðvörun, dagsettri 8. desember 2020, krafði stefnandi stefnda um greiðslu 20.044.065 króna. Í umræddri innheimtuviðvörun kemur í 3 meginatriðum fram að greiðendaþjónusta TCM hafi verið beðin um að minna stefnda á skuld sem verið hafi á gjalddaga 24. nóvember 2020. Honum gefist nú færi á að greiða hana án þess að gripið verði til kostnaðarsamra innheimtuaðgerða. Þá kemur fram að skuld in sundirliðist þannig að ógreidd skuld á gjalddaga 24. nóvember 2020 nemi 19.967.112 krónum, dráttarvextir til 8. desember 2020 nemi 67.003 krónum og innheimtukostnaður 950 krónum. Loks er tekið fram að verði krafan greidd innan tíu daga muni ekki bætast við hana frekari kostnaður auk þess sem greiðslustaður er tilgreindur. Með framlögðu bréfi lögmanns stefnanda til þáverandi lögmanns stefnda, dagsettu 14. desember 2020, var framangreindri innheimtuviðvörun fylgt eftir. Í því bréfi kemur fram að umrædd sk uld sé tilkomin vegna greiðslna sem farið hafi af bankareikningum stefnanda á bankareikning stefnda. Fram kemur að á árinu 2018 hafi 7.996.888 krónur verið millifærðar af bankareikningum stefnanda á bankareikning stefnda, 10.436.557 krónur á árinu 2019 og 5.631.514 krónur á árinu 2020, eða samtals 24.064.959 krónur á umræddum árum. Til frádráttar kröfu stefnanda komi svo launagreiðslur til stefnda frá félaginu, 1.843.200 krónur á árinu 2019 og 2.245.647 krónur á árinu 2020, eða samtals 4.088.847 krónur. Mis munurinn sé skuld stefnda við stefnanda sem viðkomandi lögmanni hafi verið falið að innheimta með málsókn verði hún ekki greidd. Ekki hafa verið lögð fram frekari gögn um samskipti málsaðila um framangreint. Mál þetta var svo sem fyrr greinir höfðað 7. ma í 2021. II. Helstu málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að stefndi hafi á árunum 2018 til 2020 millifært í hundruðum lítilla færslna af reikningum stefnanda inn á sinn eigin reikning samtals 23.829.173 krónur , sem sé 19.740.326 krónur (19.447.660 krónur samkvæmt endanlegri kröfugerð stefnanda) umfram tilgreind laun sem stefndi hafi átti rétt til. Árið 2019 hafi laun stefnda hjá stefnanda verið 1.920.000 krónur samkvæmt launamiða þess árs sem sendur hafi verið RSK vegna greiddra launa þess árs en út borguð laun hafi verið 1.843.200 krónur. Árið 2020 hafi laun stefnda hjá stefnanda verið 3.120.000 krónur samkvæmt launamiða sem sendur hafi verið RSK vegna greiddra launa þess árs en útborguð laun hafi verið 2.245.647 krónur . Staðgreiðslu og gjöld vegna þ essara launagreiðslna h afi stefnandi greitt skilvíslega og kom i því nettólaun að gættum 4 skattskilum til frádráttar skuld stefnda. Samtals nem i launagreiðslur til stefnda , sem yfirvöldum h afi verið gerð grein fyrir og stefndi sjálfur staðfest með innsending u skattframtals , 5.040.000 krónum og samtals nettó 4.088.847 krónum. Allan þann tíma sem stefndi hafi millifær t af reikningum stefnanda yfir á eigin reikning hafi verið yfirdráttarskuld á veltureikningi stefnanda. Hafi stefnda ekki getað dulist að á hann félli endurgreiðsluskylda eftir fyrirmælum laga nr. 138/1994 . Nánar tiltekið hafi verið millifærðar 7.951.888 krónur af reikningum stefnanda inn á reikning stefnda á árinu 2018, 10.245.771 króna á árinu 2019 (þar af hafi 1.843.200 krónur verið umsamin lau n) og 5.631.514 krónur á árinu 2020 (þar af hafi 2.245.647 krónur verið umsamin laun). Heildarskuld stefnda við stefnanda hafi því verið 7.951.888 krónur (7.875.691 króna samkvæmt endanlegri kröfugerð stefnanda) í árslok 2018, 16.354.459 krónur (16.168.418 krónur samkvæmt endanlegri kröfugerð stefnanda) í árslok 2019 og 19.740.326 krónur í árslok 2020 (19.447.660 krónur samkvæmt endanlegri kröfugerð stefnanda) sem sé stefnufjárhæð máls þessa. Framangreindu til stuðnings vísi stefnandi til framlagðra yfirlit a yfir millifærslur sem unnin séu úr bókhaldi stefnanda. Í nokkrum tilvikum hafi stefndi greitt til baka inn á bankareikning a félagsins og sé tekið tillit til þeirra greiðslna til lækkunar á stefnukröfu. Að auki sé vísað til framlagðra afrit a af einstökum millifærslukvittunum þar sem s jáist hver millifæri , hvaða fjárhæð sé millifærð, hvenær millifærsla hafi átt sér stað, bæði dagsetning og tími , og loks hver hafi verið viðtakand i greiðslu og bankareikning ur hans. Stefnandi kref ji st greiðslu á nettóskuldinni og dráttarvaxta af skuldinni eins og hún hafi staðið í árslok hverju sinni allt til greiðsludags. Stefnandi byggi dómkröfu sína á því að samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 sé einkahlutafélagi bannað að veita hluthöfum , stjórnarmönnum eða framkvæmd astjórum lán eða setja tryggingu fyrir þá. Félagi sé einnig óheimilt að lána þeim sem sé giftur hluthafa, stjórnarmanni eða framkvæmdastjóra. Samkvæmt 4. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 skuli viðtakandi greiðslna sem falli undir 1. mgr. 79. gr. einkahlutafé lagalaga endurgreiða þær með dráttarvöxtum. Samkvæmt 5. m gr. 79. gr. skuli þeir bera ábyrgð til vara á endurgreiðslu sem gerðu eða framkvæmdu slíkar ráðstafanir. Stefnandi byggi á því að allar greiðslur til stefnda sem séu umfram umsamin laun séu ólögmætar greiðslur (lán) í skilningi 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 sem stefnda beri að endurgreiða með dráttarvöxtum samkvæmt fyrirmælum 4. mgr. 79. gr. sömu laga. Þá sé ekki um það deilt að stefndi hafi sjálfur framkvæm t þessar greiðslur og beri af þeim 5 sökum einnig hlutlæga varaábyrgð á grundvelli 5. mgr. 79. gr. laga um einkahlutafélög. Á því sé byggt að stefnda beri að endurgreiða stefnanda á þessum grundvelli alls 19.740.326 krónur (19.447.660 krónur samkvæmt endanlegri kröfugerð stefnanda) sem sé stefnufjárhæð máls þessa. Krafist sé dráttarvaxta í samræmi við fyrirmæli 4. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994, en látið sé við það sitja að krefjast einungis dráttarvaxta af skuldastöðu eins og hún hafi verið í árslok hverju sinni eftir að launagreiðslur ár sins haf i verið dregnar frá. Kröfum sínum til stuðnings vísar stefnandi til 79. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu . Kröfu sinni um málskostnað til stuðnings vísar stefnandi til 129 . og 130 gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III. Helstu málsástæður stefnda Stefndi byggir á því að honum beri engin skylda til að endurgreiða þær greiðslur sem stefnandi h afi greitt honum í gegnum tíðina þar sem ekki sé um að ræða ólögmæt lán eða greiðslur í skilningi 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, heldur greiðslur fyrir vinnuframlag og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði í þágu félagsins. Þá byggi stefndi á því að hann beri ekki ábyrgð á endurgreiðslu til félagsins í skilningi framangreinds ákvæðis. Enn fremur byggi stefndi svo á því að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu á meintum skuldum. Fari svo að talið verði að stefnda beri að endurgreið a greiðslur sem farið haf i frá stefnanda inn á reikning hans á árunum 2018 til 2020 byggi stefndi að lokum á því að hann eigi kröfu á hendur stefnanda vegna vangoldinna launa og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði sem kom i til skuldaj afnaðar á móti kröfu ste fnanda. Stefndi byggi samkvæmt framansögðu í fyrsta lagi á því að greiðslurnar sem um ræði séu ekki ólögmæt lán í skilningi 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Það sé óumdeilt að samkomulag hafi verið gert milli stefnanda og A ehf. í febrúar 2018 sem hafi v erið á þann veg að hið síðarnefnda félag greiddi stefnanda 1.312.197 krónur fyrir vinnu stefnda og stefnandi hafi síðan átt að standa skil á launagreiðslum til stefnda. Stefndi hafi áfram verið starfsmaður A ehf. í þeim skilningi að vinna hans hafi öll ver ið í þágu þess félags. Utan da g vinnutíma hafi hann þó sinnt ýmsum verkefnum í þágu stefnanda. Ekki hafi verið gerður neinn samningur milli stefnda og stefnanda enda hafi öllum hlutaðeigandi verið kunnugt um fyrirkomulagið. Þá hafi aldrei komið til þess að stefndi þyrfti að gera 6 formlega launakröfu á hendur félaginu enda hafi hann reglulega fengið greitt auk þess sem fyrirsvarsmaður félagsins hafi verið eiginkona hans og því greið leið fyrir stefnda að eiga í samskiptum við launagreiðanda sinn. S tefnda hafi fundist lítið mál að greiðslur vegna vinnuframlags hans væru fljótandi í ljósi náinna tengsla hans við stefnanda og ekkert tiltökumál þó tt hann ætti inni töluverðar fjárhæðir vegna vinnu sinnar í þágu fyrirtækis tengdaföður síns. Stefnandi, ste fndi og fyrirsvarsmaður stefnanda hafi öll notið aðstoðar frá bróður fyrirsvarsmanns stefnanda sem starf i sem endurskoðandi og séð hafi bæði um skil á ársreikningum stefnanda og skattframtölum þeirra hjóna. Ljóst sé að endurskoðandi og fyrirsvarsmaður féla gsins hafi alla tíð vitað af greiðslum félagsins til stefnda en aldrei hafi verið gerð krafa um endurgreiðslu, enda aldrei gert ráð fyrir endurgreiðslu þessara fjármuna. Þessu til stuðnings bendi stefndi á að í ársreikningum stefnanda h afi síðastliðin ár e kki verið gerð grein fyrir lánum til stefnda líkt og skylda st andi til samkvæmt 53. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Ástæða þess sé einfaldlega sú að fyrirsvarsmaður og endurskoðandi stefnanda vit i vel hvað b úið hafi að baki þessum greiðslum. Það sé ek ki fyrr en í ársreikningi fyrir árið 2020, sem útbúinn hafi verið eftir að mál þetta var höfðað, sem sundurliðun sé að finna á þessari meintu kröfu stefnanda. Þar séu jafnframt tilgreindar skuldir stefnanda sem ekki haf i verið tilgreindar í fyrri ársreikni ngum við félögin B ehf. og C ehf., sem séu í eigu annars vegar föður fyrirsvarsmanns stefnanda og hins vegar bróður hennar, endurskoðanda allra þessara félaga sem um ræði. Stefndi h afi gert athugasemd við að bróðir fyrirsvarsmanns stefnanda sé enn að vinna að útfærslu á bókhaldi og gerð ársreikninga þessara félaga og tel ji verulega á sig hallað í þeim efnum og að það standist varla þær hlutlægniskröfur sem gera verði til endurskoðenda, sérstaklega þegar málum sé háttað eins og í máli þessu. Stefndi tel ji e insýnt að hér sé einfaldlega verið að búa svo um hnútana að hlutur stefnda skerðist sem mest í fjárslitum hans og fyrrverandi eiginkonu hans með því annars vegar að búa til kröfu á hendur honum sem engin stoð sé fyrir og aldrei hafi staðið til að innheimta og hins vegar búa til skuldir við tengd félög. Stefndi h afi engan aðgang að þeim gögnum sem bú i að baki þessum ársreikningum þrátt fyrir að hafa ítrekað óskað eftir þeim og h afi því ekki geta ð lagt fram andmæli við þessum kröfum. Það sé svo bróðir fyrirsv arsmanns stefnanda sem h afi séð um skil ársreikninga allra þessara tengdu félaga og stefndi tel ji það liggja í augum uppi að ársreikningarnir standist ekki skoðun. Þetta m egi m eðal annars sjá af því að þær tölur sem birt i st í ársreikningi 2020 vegna ársins 7 2019 samræm i st ekki þeim tölum sem tilgreindar séu í eldri ársreikningi fyrir árið 2019. M eð öðrum orðum virðist endurskoðandinn hafa breytt tölunum frá fyrri árum, ekki síst í ljósi þess að hann, ásamt allri fjölskyldu sinni , h afi hagsmuna að gæta af rekstri stefnanda og tengdra félaga líkt og ráða megi af því sem fram k omi í skýringum við ársreikning fyrir árið 2020 þar sem virðist vera tilkomin skuld við félag endurskoðandans og föður hans. Auk þess að fá reglulega end urgjald fyrir vinnu sína úr hendi stefnanda, eða öllu heldur fyrirframgreitt upp í ógreidd vinnulaun, hafi stefndi reglulega fengið endurgreiðslu á útlögðum kostnaði sem stefndi hafi lagt út fyrir í þágu félagsins. Lagt hafi verið fram yfirlit um færslur a f einkareikningi stefnda vegna viðskipta við hin ýmsu fyrirtæki sem öll hafi verið í þágu stefnanda. Þá séu ýmsar greiðslur til stefnda endurgreiðsla á útlögðum kostnaði vegna útvíkkunar á starfsemi stefnanda sem óeðlilegt sé að stefndi standi persónulega straum a f . Stefnandi greini einnig frá því í stefnu að stefndi hafi séð um að greiða ýmsa reikninga vegna daglegra útgjalda stefnanda. Rétt sé að halda því til haga að stefndi hafi ekki verið með prókúru og ekki haft greiðslukort til afnota á vegum stefnan da. Hann hafi því jafnan lagt sjálfur út fyrir nauðsynlegum kostnaði og f engið , eða a.m.k. átt að fá, þann kostnað síðan endurgreiddan frá stefnanda. Stefndi hafi lagt kvittanir og aðrar upplýsingar um útlagðan kostnað eftir bestu vitund inn á borð bókara félagsins og h afi í dag sjálfur engan aðgang að þessum gögnum. Það st andi stefnanda nær að leggja fram bókhaldsgögn í máli þessu og stefndi skor i á stefnanda að gera það. Stefndi byggi í öðru lagi á því að hann beri ekki ábyrgð á endurgreiðslu samkvæmt 79. gr. laga nr. 138/1994. Í stefnu sé þess krafist að stefndi greiði stefnanda skuld að fjárhæð kr. 19.740.326 auk dráttarvaxta af nánar tilgreindum fjárhæðum frá og með mismunandi tímum. Krafa stefnanda sé ekki sundurliðuð að því undanskildu að greint sé á milli meintrar skuldastöðu fyrir árin 2018, 2019 og 2020. Að öðru leyti sé vísað til málsgagna sem innihald i fleiri hundruð blaðsíður af millifærslum án þess að nokkuð liggi fyrir um grundvöll þessara millifærslna eða hver það hafi verið sem framkvæmdi þær . Millifærslurnar séu framkvæmdar af notandanum , sem sé notandanafn fyrirsvarsmanns stefnanda. Margir h afi haft aðgang að þessum bankareikningi, svo sem fyrirsvarsmaður stefnanda, stefndi, bókari stefnanda og mögulega endurskoðandi sem prókúruhafi. Ekk ert ligg i fyrir um það í málinu hver hafi framkvæm t hverja og eina millifærslu. Fyrirsvarsmaður stefnanda hafi framkvæm t 8 greiðslur inn á reikning stefnda auk bókara félagsins og fyrirsvarsmaður stefnanda hafi haft vitneskju um allar greiðslur sem farið hafi fram í gegnum notandanafn hennar. Hún hafi farið með prókúru hjá stefnanda og verið framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og eigandi félagsins og ber i á endanum í krafti alls þessa ábyrgð á framkvæmd þessara greiðslna, enda framkvæmdar ýmist í samr áði við hana eða af henni sjálfri. Stefndi byggi á því að í raun sé það fyrrverandi eiginkona hans sem beri ábyrgð á greiðslunum. Þess ber i einnig að geta að stærstur hluti þeirra millifærslna sem um sé deilt í málinu hafi verið notaður í þágu bæði fyrirsv arsmanns stefnanda og stefnda til reksturs heimilis og framfærslu barna þeirra. Stefndi byggi á því í þriðja lagi að hafi stefnandi einhvern tímann átt kröfu á hendur honum þá sé krafan fallin niður vegna tómlætis. Stefndi byggi á meginreglu kröfuréttar um að sækja verði kröfur innan sanngjarns frests ellegar falli þær niður fyrir tómlæti. Það ligg i fyrir að fyrirsvarsmaður stefnanda og endurskoðandi félagsins hafi vitað af öllum greiðslum sem f arið hafi af reikningi félagsins en aldrei hafi verið krafa um endurgreiðslu, eða gefið til kynna að stefnda bæri að endurgreiða fjármuni, fyrr en með innheimtuviðvörun sem send hafi verið skömmu eftir fyrsta skiptafund vegna opinberra fjárslita milli stefnda og fyrirsvarsmanns stefnanda. Þá hafi verið liðin tæp þrjú ár frá fyrstu greiðslu árið 2018 án þess að stefnandi hafi svo mikið sem minnst einu orði á kröfu sína þrátt fyrir að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi alla tíð vitað af greiðslum til stefnda. Í ljósi þessa sé a ð minnsta kosti hluti kröfunnar fallinn niður fy rir tómlæti ef stefnandi hafi á annað borð einhvern tímann átt kröfu á hendur stefnda. Loks byggi s tefndi á því að beri honum að endurgreiða stefnanda fjármuni vegna greiðslna sem framkvæmdar hafi verið á árunum 2018 til 2020 eigi hann kröfu á hendur stefn anda vegna vangoldinna launa sem nem i a ð minnsta kosti stefnufjárhæð málsins miðað við þá fjárhæð sem félagið A ehf. h afi greitt stefnanda vegna vinnuframlags stefnda í þágu A ehf. Stefndi h afi því uppi kröfu um skuldajöfnuð, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga um m eðferð einkamála nr. 91/1991. Við launakröfu hans bætist einnig til skuldajafnaðar krafa um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði í þágu stefnanda. Varakröfu sína byggi stefndi svo eðli málsins samkvæmt á öllum sömu málsástæðum og aðalkröfu sína að breyttu bre ytanda. Framangreindu til stuðnings vísar stefndi til meginreglna kröfuréttar . Þá vísar stefndi til 79. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994, 1. mgr. 28. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og 53. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006 um ólögmætar greiðslur 9 úr einkahlutafélögum, heimild stefnda til skuldajafnaðar og skyldu félags til að tilgreina skuldir við nána aðila í ársreikningi. Loks vísar stefndi til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 málskostnaðarkröfu sinni til stuðnings . IV. Niðurstaða Líkt og að framan er rakið lýtur ágreiningur málsaðila að því hvort stefnda beri að endurgreiða stefnanda, sem er einkahlutafélag í eigu fyrrverandi eiginkonu stefnda, tilgreinda fjárhæð sem ágreiningslaust er að var millifærð af bankareikningu m stefnanda á bankareikning stefnda með fjölmörgum millifærslum á árunum 2018 til 2020. Fjárhæð kröfu stefnanda er byggð á framlögðum yfirlitum unnum úr bókhaldi félagsins. Þau yfirlit bera með sér að millifærðar hafi verið 19.447.660 krónur af bankareikni ngum stefnanda á bankareikning stefnda á árunum 2018 til 2020 umfram uppgefnar launagreiðslur til hans frá félaginu og án þess að fyrir liggi fylgiskjöl um að samsvarandi fjárhæð hafi hann ráðstafað í þágu þess . Krafa stefnanda um endurgreiðslu umræddrar fjárhæðar er reist á 79. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Samkvæmt 1. mgr. tilvitnaðrar lagagreinar er einkahlutafélagi hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félagsins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu f yrir þá. Félagi er einnig óheimilt að veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem giftur er eða í óvígðri sambúð með aðila samkvæmt 1. málsl. eða er skyldur honum að feðgatali eða niðja ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri. S amkvæmt 4. mgr. sömu greinar skal endurgreiða greiðslur með dráttarvöxtum sem félagið hefur innt af hendi í tengslum við ráðstafanir sem eru andstæðar 1. mgr. Samkvæmt 5. mgr. greinarinnar eru þeir sem gerðu eða framkvæmdu síðar ráðstafanir samkvæmt 1. mgr . ábyrgir fyrir tapi félagsins ef ekki er unnt að endurgreiða féð eða afturkalla tryggingu. Stefndi byggir kröfu sína um sýknu af kröfu stefnanda í fyrsta lagi á því að hann hafi aldrei þegið ólögmætt lán frá stefnanda í skilningi 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Allar greiðslur til hans frá félaginu hafi ýmist verið launagreiðslur eða endurgreiðsla á útlögðum kostnaði í þágu félagsins. Því til stuðnings vísar stefndi til framlagðs yfirlits sem hann kveður vera færsluyfirlit af bankareikningi hans á tíma bilinu frá 2. janúar 2018 til 28. ágúst 2020 og sýna þær úttektir af reikningi hans sem hafi verið í þágu stefnanda. Vegna þeirra hafi hann skilað fylgiskjölum til D , bókara stefnanda. Í framhaldi af framlagningu stefnda á framangreindu færsluyfirliti lagð i stefnandi fram yfirlit ásamt 10 fylgiskjölum úr bókhaldi stefnanda sem ber með sér að farið hafi verið sérstaklega yfir bókhald stefnanda með hliðsjón af þeim úttektum sem tilgreindar eru á framlögðu færsluyfirliti stefnda og þær bornar saman við þau fylgis kjöl sem til staðar voru í bókhaldi stefnanda. Í tilefni af þeirri yfirferð var dómkrafa stefnanda lækkuð um 292.666 krónur við upphaf aðalmeðferðar málsins. D , bókari stefnanda, gaf skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins og staðfesti að hún hefði unnið áðurgreind yfirlit úr bókhaldi stefnanda sem fjárhæð kröfu hans byggist á eftir bestu vitund og samvisku. Hún staðfesti enn fremur að hún hefði unnið það yfirlit sem stefnandi lagði fram í tilefni af áðurgreindu færsluyfirliti stefnda eftir bestu vit und og samvisku og að við þá vinnu hafi hún farið yfir bókhald stefnanda með hliðsjón af þeim úttektum sem tilgreindar eru á yfirliti stefnda og borið saman við þau fylgiskjöl sem til staðar voru í bókhaldi stefnanda. Þá kom fram í vitnisburði hennar að öl l þau fylgiskjöl, svo sem reikningar fyrir útlögðum kostnaði í þágu félagsins, sem stefndi hefði afhent henni á umræddu tímabili hefðu verið samviskusamlega færð í bókhald stefnanda. Þær fjárhæðir sem millifærðar hefðu verið af reikningum stefnanda á reikn ing stefnda umfram launagreiðslur til hans frá félaginu og án þess að legið hefðu fyrir fylgiskjöl hefðu svo verið færðar sem skuld á viðskiptamannareikning stefnda hjá félaginu í bókhaldi þess samkvæmt fyrirmælum frá honum. Stefndi hefði alfarið séð um fj ármál stefnanda og gefið henni fyrirmæli og því á hans ábyrgð að hlutast til um að skuld hans á viðskiptamannareikningi hjá félaginu yrði færð til launa hafi það verið ætlunin. Að virtu því sem samkvæmt framansögðu kom fram í vitnisburði D fyrir dómi, sem að mati dómsins var einkar trúverðugur, og að því gættu að framangreint yfirlit sem stefndi vísar til ber á engan hátt með sér að umræddum fjármunum hafi í reynd verið ráðstafað í þágu stefnanda, umfram það sem þau fylgiskjöl sem lögð hafa verið fram og t il staðar voru í bókhaldi félagsins gefa til kynna, standa að mati dómsins, óháð aðstæðum að öðru leyti, ekki forsendur til annars en að líta svo á að umkrafin fjárhæð hafi falið í sér óheimila lánveitingu til stefnda samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/ 1994 sem honum beri samkvæmt 4. mgr. sömu greinar að endurgreiða, sbr. til hliðsjónar t.d. dóma Landsréttar frá 4. mars 2022 í máli nr. 716/2020 og 1. febrúar 2019 í máli nr. 215/2018. Stefndi byggir kröfu sína um sýknu af kröfu stefnanda í öðru lagi á þv í að hann beri ekki ábyrgð á endurgreiðslu umkrafinnar fjárhæðar samkvæmt 79. gr. laga nr. 138/1994. Um fleiri hundruð millifærslna af reikningum stefnanda á reikning stefnda sé að ræða og ekkert liggi fyrir um að hann hafi framkvæmt þær enda hafi ýmsir að rir haft 1 1 aðgang að reikningum stefnanda. Á þetta verður ekki fallist. Ágreiningslaust er að umkrafin fjárhæð var millifærð af reikningum stefnanda á reikning stefnda og skal stefndi að gættri framangreindri niðurstöðu dómsins ótvírætt endurgreiða hana samk væmt skýru ákvæði 4. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Ef ekki er unnt að endurgreiða féð eru svo þeir sem gerðu eða framkvæmdu síðar ráðstafanir samkvæmt 1. mgr. umræddrar greinar ábyrgir fyrir tapi félagsins samkvæmt 5. mgr. hennar. Frumskylda til endurgre iðslu umkrafinnar fjárhæðar hvílir því samkvæmt framansögðu alltaf á stefnda óháð því hver framkvæmdi þær millifærslur sem um er að ræða og verður stefndi þegar af þeirri ástæðu ekki sýknaður af kröfu stefnanda á framangreindum grundvelli. Þar fyrir utan þ ykir að virtu því sem fram kom í aðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda, aðilaskýrslu stefnda, vitnisburði D og vitnisburði E , bróður fyrirsvarsmanns stefnanda, sem auk hennar var handhafi prókúruumboðs félagsins, fyrir dómi við aðalmeðferð málsins sýnt að stefndi hafi að minnsta kosti í yfirgnæfandi meirihluta tilvika framkvæmt umræddar millifærslur. Stefndi byggir sýknukröfu sína í þriðja lagi á því að krafa stefnanda sé hvað sem öðru líði niður fallin vegna tómlætis enda hafi stefnandi engan reka gert að því að innheimta hana fyrr en liðin hafi verið tæp þrjú ár frá því að til fyrsta hluta hennar hafi stofnast. Á þetta verður ekki heldur fallist. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda fyrnast kröfur sem byggjast á peningalánum á tíu árum. Stefnandi höfðaði mál þetta löngu áður en sá frestur var úti og hefur stefndi engin haldbær rök fært fyrir því að efni standi til að gera aðrar og meiri kröfur til stefnanda að þessu leyti en lög gera ráð fyrir. Verður stefndi því ekki sýknaðu r af kröfu stefnanda á umræddum grundvelli. Loks byggir stefndi sýknukröfu sína á því að hann eigi launakröfu á hendur stefnanda vegna vangoldinna launa sem nemi að minnsta kosti umkrafinni fjárhæð miðað við þá fjárhæð sem félagið A ehf. hafi greitt stefn anda fyrir vinnuframlag stefnda í þágu þess félags. Auk þess eigi hann kröfu á hendur stefnanda um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar í þágu félagsins. Hann eigi því gagnkröfu á hendur stefnanda sem sé hærri en umkrafin fjárhæð sem koma skuli til skuldajafnað ar, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og því beri að sýkna hann á þeim grundvelli. Ágreiningslaust er að í byrjun árs 2018 óskaði stefndi eftir því að sú breyting yrði gerð á fyrirkomulagi greiðslna fyrir vinnuframlag hans í þágu félagsins A ehf. að það félag greiddi stefnanda fasta mánaðarlega upphæð og að stefndi yrði starfsmaður 12 stefnanda og fengi eftirleiðis greidd laun frá honum. Enn fremur er ágreiningslaust að vinnuframlag stefnda í þágu A ehf. breyttist ekki við þetta og a ð A ehf. greiddi stefnanda 1.312.197 krónur á mánuði með virðisaukaskatti frá því í febrúar 2018 og þar til vinnu stefnda í þágu félagsins lauk í ágúst 2020. Þá liggur líkt og rakið er í lýsingu á helstu málsatvikum hér að framan fyrir að heildarlaunatekju r stefnda samkvæmt framlögðum skattframtölum hans vegna áranna 2018 og 2019 voru á umræddum árum 814.018 krónur frá A ehf. á árinu 2018 og 1.920.000 krónur frá stefnanda á árinu 2019. Samkvæmt framlögðum launamiða stefnda vegna launagreiðslna til hans frá stefnanda á árinu 2020 voru heildarlaunatekjur hans frá stefnanda 3.120.000 krónur á því ári. Stefndi byggir í þessu sambandi á því að alltaf hafi staðið til að skuld á viðskiptamannareikningi hans hjá stefnanda yrði færð til launa. Í raun hafi því verið u m fyrirframgreiðslu launa að ræða. Vegna náinna tengsla hans við fyrirsvarsmann stefnanda hafi hann hins vegar ekki gert sérstaka launakröfu enda hafi hann fengið reglulegar greiðslur frá stefnanda og ekki talið tiltökumál þótt hann ætti inni töluverðar fj árhæðir vegna vinnu hans í þágu A ehf. Öllum hlutaðeigandi hafi verið þetta fyrirkomulag ljóst og sé skuldar á viðskiptamannareikningi hans til dæmis ekki getið í ársreikningum félagsins vegna áranna 2018 og 2019 sem bróðir fyrirsvarsmanns þess, E , löggilt ur endurskoðandi, hafi útbúið. Það sé svo fyrst í ársreikningi stefnanda vegna ársins 2020 sem ætlaðrar skuldar hans sé getið og augljóst að það hafi einvörðungu verið gert í því skyni að hlutur hans skerðist sem mest í fjárslitum á milli hans og fyrirsvar smanns stefnanda. Líkt og áður er rakið kom fram í vitnisburði D fyrir dómi að þær fjárhæðir sem millifærðar hefðu verið af reikningum stefnanda á reikning stefnda umfram uppgefnar launagreiðslur til hans frá félaginu og án þess að legið hefðu fyrir fylgi skjöl hefðu verið færðar sem skuld á viðskiptamannareikning stefnda hjá félaginu í bókhaldi þess samkvæmt fyrirmælum frá honum. Stefndi hefði alfarið séð um fjármál stefnanda og bókhald þess verið fært samkvæmt fyrirmælum frá honum og því á hans ábyrgð að hlutast til um að skuld hans á viðskiptamannareikningi hjá félaginu yrði færð til launa hafi það verið ætlunin. Þá gaf E sem fyrr segir einnig skýrslu fyrir dómi. Í vitnisburði hans kom meðal annars fram að hann hefði aðstoðað við gerð ársreikninga stefnan da í gegnum tíðina og sett hann upp á grundvelli þeirra gagna sem hann hefði fengið í hendurnar frá bókara félagsins hverju sinni. Ársreikningar félagsins hafi hins vegar ekki verið endurskoðaðir líkt og þeir beri með sér. Skulda bæði stefnda og fyrirsvars manns 13 stefnanda við félagið á viðskiptamannareikningi þess hefði í samræmi við bókhaldsgögn þess að sjálfsögðu verið getið á meðal annarra skammtímaskulda í öllum ársreikningum félagsins. Í ársreikningi vegna ársins 2020 hefði hann svo talið rétt að gera g rein fyrir sundurliðun annarra skammtímaskulda í skýringum til að reikningurinn gæfi gleggri mynd af stöðu félagsins. Það sé hins vegar fráleitt að eitthvað annað hafi búið þar að baki og umræddur reikningur hefði sem endranær verið að öllu leyti byggður á bókhaldsgögnum félagsins. Þá hefði hann ekki átt neina aðkomu að ákvörðun um fjárhæð launagreiðslna til stefnda eða annarra starfsmanna stefnanda. Samkvæmt framansögðu fá staðhæfingar stefnda um framangreint fyrirkomulag launagreiðslna til hans hvorki sto ð í framlögðum gögnum né skýrslum fyrir dómi. Þá hafa engin gögn verið lögð fram um að honum hafi borið hærri launagreiðsla en hann gaf bókara stefnanda sjálfur fyrirmæli um samkvæmt framansögðu og taldi fram til skatts né heldur hver fjárhæð þeirrar launa greiðslu hafi þá átt að vera eða vitni leidd fyrir dóminn til að bera þar um. Verður því að mati dómsins ekki hjá því komist að líta svo á að ósannað sé að stefndi eigi launakröfu á hendur stefnanda sem komið geti til skuldajafnaðar kröfu hans á hendur ste fnda. Enn fremur er að mati dómsins með vísan til þess sem áður greinir ósannað að stefndi eigi kröfu á hendur stefnanda um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar í þágu félagsins. Verður stefndi því ekki sýknaður á umræddum grundvelli. Stefndi krefst þess til v ara að krafa stefnanda verði lækkuð verulega. Er sú krafa stefnda að öllu leyti byggð á sömu málsástæðum og aðalkrafa hans um sýknu og engum frekari málsástæðum eða gögnum studd. Með vísan til þess sem að framan er rakið standa því að mati dómsins ekki for sendur til að taka hana til greina. Að öllu framansögðu virtu er það niðurstaða dómsins að stefndi skuli greiða stefnanda 19.447.660 krónur. Þá er fallist á að umrædd fjárhæð beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. fyrirmæli 4. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1991, í samræmi við dómkröfu stefnanda þar að lútandi enda hefur henni ekki verið sérstaklega mótmælt að því leyti. Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda ge rt að greiða stefn an da málskostnað sem þykir eins og mál þetta er vaxið hæfilega ákveðinn 750 .000 krón ur . Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Fyrir uppkvaðningu hans var fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 gætt. 14 Dómso r ð: Stefndi, Y , skal greiða stefnanda, X ehf., 19. 447.660 krónur auk dráttarvaxta s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 7. 875 . 691 krónu frá 31. desember 2018 til 31. desember 2019 en af 16. 188 .4 18 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2020 en af 19. 447 . 660 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 750.000 krónur í málskostnað. Hulda Árnadóttir