Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 0 . september 2020 Mál nr. E - 3271/2018: Þrotabú Pressunnar ehf. (Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Óskar Thorarensen lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var höfðað með stefnu birtri 27. ágúst 2018, var dómtekið 25. ágúst sl. Stefnandi er þrotabú Pressunnar ehf., Laugavegi 7 í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið. Stefnandi krefst þess að rift verði með dómi greiðslum inn á skuld ir hans við stefnda, samtals að fjárhæð 70.787.549 krónur, annars vegar greiðslu að fjárhæð 1.599.049 krónur sem greidd var 13. janúar 2017, en bókuð inn á skuldir stefnanda hjá stefnda þann 18. maí 2017 , og hins vegar greiðslu að fjárhæð 69.188.500 krónur, sem greidd var 18. apríl 2017 en bókuð inn á skuldir stefnda þann 18. maí 2017. Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum 70.787.549 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 af 1.599.049 krónum frá 13. janúar 2017 til til 18. apríl s.á. og af stefnufjárhæð frá þeim degi til 21. október 2018 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað en til vara að krafan verði lækkuð verulega og að málskostnaður verði felldur niður. I. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kveð n um upp 13. desember 2017 var bú Pressunnar eh f. tekið til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin er 19. september 2017. 2 Skiptabeiðandi var lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Kröfulýsingafresti lauk þann 28. febrúar 2018 og voru lýstar kröfur í búið samtals 315.696.702 krónur, þar af námu forgangskröfur 38.807.197 krónum. Við gjaldþrotaskiptin átti félagið 5.524.345 krónur inni á bankareikningi. Aðrar eignir í búinu voru eignarhlutir þess í Vefpressunni ehf. og DV ehf., sem bæði eru nú gjaldþrota, og félögin Eyjan Media ehf. og Eyjan Miðlar ehf., sem stef ndi kveður vera verðlaus. Þá voru einhverjar útistandandi kröfur í eigu stefnanda sem óvisst mun vera um innheimtu á auk þess sem félagið átti eignarhlut í staðarblöðum sem skiptastjóri seldi rekstraraðila blaðanna fyrir 9.700.000 krónur. Andvirði seldra e igna, innstæður á bankareikningi og innheimtar útistand and i kröfur voru á skiptafundi þann 20. mars 2018 um 17.500.000 krónur. Fyrir gjaldþrotið rak stefnandi margvíslega útgáfustarfsemi, vefmiðla og staðarblöð, auk þess sem félagið átti hlut í öðrum félög um sem einnig voru í fjölmiðlarekstri. Rekstur félagsins mun hafa gengið illa í allmörg ár fyrir gjaldþrotið og það var í vanskilum bæði við opinbera aðila og einkaaðila. Í ársbyrjun 2017 höfðu safnast upp veruleg vanskil félagsins hjá embætti tollstjóra v egna opinberra gjalda fyrri ára. Þau vanskil héldu áfram árið 2017. Í málinu liggur ekki fyrir yfirlit yfir skuldastöðu stefnanda við tollstjóra, hvorki á þeim tíma sem umdeildar greiðslur voru inntar af hendi né þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Em bætti tollstjóra óskaði eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu fjórum sinnum á árunum 2015 til 2017, síðast þann 17. maí 2017. Sú gjaldþrotaskiptabeiðni var afturkölluð 14. september 2017. Þá var fimm sinnum gert árangurslaust fjárnám hjá félaginu á tímabilinu 22. febrúar 2017 til 17. ágúst 2017 , og a.m.k. þrjú árangurslaus fjárnám voru gerð á árinu 2016. Þá voru þrettán beiðnir um gjaldþrotaskipti lagðar fram á árinu 2017 . Í stefnu er greint frá því að í ársbyrjun 2017 hafi hlutafé félagsins verið hækkað og se gir þar að á vormánuðum sama ár hafi nýir fjárfestar komið að rekstri félagsins og greiddur hafi verið umtalsverður hluti af skuldum þess við stefnda. Þann 5. september 2017 var bróðurpartur eigna og reksturs félagsins seldur Frjálsri fjölmiðlun ehf. Meðal þess sem selt var var útgáfuréttur Pressunnar ehf., firmanafnið og www.bleikt.is 3 doktor.is , auk firmana samningnum voru seldar nær allar eignir félagsins sem aflað höfðu því tekna. Undanskilin sölunni voru einvörðungu landsbyggðar - eða staðarblöð. Kaupverð framangreindra eigna var 276.000.000 kró nu r , þar af greiddi kaupandi 160.000.000 króna í reiðufé. Í stefnu segir að þeim fjármunum hafi að verulegu leyti verið ráðstafað til greiðslu skulda við stefnda. Bú stefnanda var eins og áður segir tekið til gjaldþrotaskipta þann 13. desember 2017. Með b réfum skiptastjóra 25. júní og 23. júlí 2018 lýsti stefnandi yfir riftun á öllum greiðslum sem inntar voru af hendi til stefnda eftir 18. apríl 2017, þar með talið greiðslum sem fóru fram með skuldajöfnuði, samtals að fjárhæð 255.029.426 krónur. Stefndi fé llst á að rifta greiðslum að fjárhæð 137.761.670 krónur af framangreindum riftunarkröfu m . Í bréfi tollstjóra til stefnanda, dagsettu 24. ágúst , er hafnað riftun tveggja krafna, sem ágreiningur máls þessa lýtur að. Í bréfinu kemur fram að tollstjóri telji þ ær greiðslur ekki riftanlegar þar sem þær hafi verið greiddar af þriðja aðila og almennir kröfuhafar hafi því ekki orðið fyrir tjóni vegna þeirra greiðslna. Þær greiðslur sem stefndi hafnar að rifta er u annars vegar greiðsla skulda að fjárhæð 1.599.049 kr ónur sem Lögvit ehf. greiddi stefnda þann 13. janúar 2017. Með bréfi lögmanns stefnanda til tollstjóra þann 18. apríl s.á. er óskað eftir því að þessari fjárhæð, sem var hluti af um 100 milljóna króna greiðslu ýmissa skattskulda stefnanda og tengdra félaga , yrði endurráðstafað inn á tilgreindar skattskuldir. Segir í bréfinu að Deloitte ehf. hafi haft milligöngu um greiðsluna í öndverðu og að láðst hafi að láta skýr fyrirmæli fylgja með henni um það hvaða skattskuldir greiðslan skyldi ganga upp í. Af þeim sö kum hafi tollstjóri, í samræmi við verklagsreglur sínar, ráðstafað greiðslunni inn á elstu skattskuldir félaganna. Í bréfi lögmannsins var óskað eftir því að fjárhæðinni yrði endurráðstafað til greiðslu nánar til greindra skulda þessara félaga. Þar á meðal var óskað eftir að hluta þessara fjármuna yrði varið til greiðslu tveggja gjaldfallinna virðisaukaskatts s kulda stefnanda frá árinu 2015, sem samtals námu 1.599.049 krónum . Það var gert 18. maí sama ár. Hins vegar er deilt um greiðslu skulda stefnanda að fj árhæð 69.188.500 krónur sem Birtingur útgáfufélag ehf. greiddi þann 18. apríl s.á. Þeirri greiðslu, sem upphaflega nam samtals 80.000.000 króna , fylgdu fyrirmæli frá fjármálastjóra Birtings. Samkvæmt þeim skyldi fjárhæðinni varið til greiðslu skulda stefna nda og tengdra félaga. Samtals nam skuld stefnanda sem greiða skyldi 35.688.653 krónum en öðrum fjármunum skyldi varið 4 til greiðslu skulda annarra félaga. Með bréfi lögmanns stefnanda, dagsettu sama dag, eru gefin nánari fyrirmæli tengd þessari greiðslu. Þ ar eru m.a. fyrirmæli um að fjármununum skuli varið til greiðslu nánar til greindra skattskulda stefnanda, samtals að fjárhæð 52.600.000 krónur. Er þar um að ræða gjaldfallinn virðisaukaskatt og staðgreiðslu vegna áranna 2015 og 2016. Auk þess er í bréfinu óskað eftir að því eftirstöðvunum skuli ráðstafað inn á skattskuldir stefnanda og tengdra félaga, hlutfallslega miðað við heildarskuldir hvers félags við ríkissjóð þannig að greiddur verði að fullu höfuðstóll elstu skulda í tilteknum gjaldflokkum, eftir þv í sem fjármunir hrökkvi til. Endurráðstöfun greiðslunnar fór fram 18. maí 2017. Óumdeilt er að af þessum 80.000.000 var 69.188.500 krónum varið til greiðslu skuldar stefnanda en 10.811.500 krónur voru endurgreiddar Birtingi. Stefndi hafnar því að þessi gre iðsla skulda stefnanda sé riftanleg. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu vitnin Arnar Ægisson, fyrrum framkvæmdastjóri stefnanda, Matthías Björnsson, fyrrum fjármálastjóri Birtings, Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir, lögfræðingur hjá embætti tollstjóra, nú Ska ttinum, Þorvarður Gunnarsson, fyrrum endurskoðandi hjá Deloitte , og Auður Birna Eyjólfsdóttir , sérfræðingur hjá embætti tollstjóra, nú Skattinum. Gerð er grein fyrir framburði vitna í niðurstöðukafla dómsins, eftir því sem tilefni er til. II. Málatilbúna ður stefnanda snýr annars vegar að riftun á greiðslu skuldar stefnanda við stefnda og hins vegar kröfu um bætur úr hendi stefnda sem nemi höfuðstól greiðslnanna ásamt vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá greiðsludegi og dráttarvöxtum frá nánar til greind um degi , sbr. það sem fram kemur í kröfu hans. Þær kröfur sem stefnandi krefst riftunar á eru tvær greiðslur sem inntar voru af hendi annars vegar þann 13. janúar 2017, að fjárhæð 1.599.049 krónur, og hins vegar 18. apríl s.á. , að fjárhæð 69.188.500 krónur . Svo sem rakið hefur verið ráðstafaði tollstjóri þessum greiðslum í öndverðu inn á skuld vegna annarra opinberra gjalda stefnanda en óumdeilt er að greiðslum þessum var ráðstafað til greiðslu þeirra krafna sem riftunarkrafa málsins beinist að þann 18. maí 2017. Stefnandi byggir á því að miða beri við að umdeildar kröfur hafi verið greiddar þann dag og að frestir samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum byrji ekki að líða fyrr en á þeim degi. Stefnandi byggir á því að greiðslur hans séu riftanlegar á grundvelli 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. 5 Hvað varðar riftun samkvæmt 1. mgr. 134. gr. vísar stefnandi til þess að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag og hafi skert greiðslugetu skuldara verulega á þe im tíma þegar þær fóru fram. Við mat á því beri m.a. að líta til hlutfalls milli greiðslunnar og eigna stefnanda á greiðsludegi og beri í því efni að miða við samanlagða fjárhæð riftanlegra greiðslna. Samanlagðar eignir stefnanda við upphaf gjaldþrotaskipt a hafi numið 17.500.000 krónum. Af dómaframkvæmd og fræðilegri umfjöllun megi ráða að greiðsla sem fari yfir 10% af eignum skuldara teljist skerða fjárhag hans verulega. Ljóst sé að fjárhæð kraf n a sem krafist sé riftunar á fari langt yfir það hlutfall. Þá hafi stefnda verið kunnugt um erfiða fjárhagsstöðu skuldara þegar greiðslurnar voru inntar af hendi, sem m.a. sjáist af því að stefndi hafði ítrekað lagt fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Einnig hafi honum á sama tíma verið kunnugt um að skuldari hafði sel t nær allar eignir sínar og þær sem eftir voru gáfu af sér litlar tekjur. Stefnandi byggir jafnframt á því að greiðslurnar geti ekki talist venjulegar eftir atvikum enda liggi fyrir að um margra mánaða uppsöfnuð vanskil hafi verið að ræða. Stefnandi bygg ir einnig á því að öll skilyrði riftunar samkvæmt 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga séu fyrir hendi. Greiðsla skuldarinnar hafi á ótilhlýðilegan hátt verið stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa, enda hafi verið gerðar upp skuldir þrotamanns við stef nda en ekki aðra kröfuhafa. Greiðslurnar hafi leitt til þess að eignir þrotamanns hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum og gert það að verkum að litlar sem engar eignir séu í þrotabúinu til að mæta lýstum kröfum. Við mat á ótilhlýðileika beri einnig að líta til þess að með greiðslunum hafi verið gerðar upp skuldir sem gjaldfallið höfðu mörgum mánuðum eða árum fyrir greiðsludag, ásamt dráttarvöxtum. Stefnda hafi verið ljóst, eða að minnsta kosti mátt vera ljóst, að stefnandi hafi verið ógjaldfær þegar greiðsla fór fram, greiðslurnar hafi ekki verið hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu stefnanda heldur einvörðungu inntar af hendi til að tryggja hagsmuni stefnda og fyrirsvarsmanna stefnanda, sem borið hafi persónulega ábyrgð á því að staðið væ ri í skilum við stefnda. Bótakrafa stefnanda byggist á 1. og 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 og byggir stefnandi á því að greiðsluskylda stefnda sé fyrir hendi óháð því hvort riftun fari fram á grundvelli 134. eða 141. gr. laganna. Verði fallist á riftun á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga byggir stefnandi kröfu sína á 1. mgr. 142. gr. sömu laga en ef niðurstaða dóms verður sú að 6 greiðslurnar séu riftanlegar samkvæmt 141. gr. laganna sé skaðabótakrafan byggð á 3. mgr. 142. gr. Í báðum tilvikum sé fjárhæð kröfu stefnanda sú sama og nemi fjárhæð greiðslna stefnanda auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá greiðsludegi til 21. október 2018 en dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags . Stefnd i hafi verið grandsamur um ó gjaldfærni stefnanda og því sé byggt á því að stefnda beri að greiða stefnanda tjónsbætur , sbr. síðari málslið 1. mgr. 142. gr. , eða skaðabætur á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar , sbr. 3. mgr. sömu greinar. Öll skilyrði almennu skaðabótareglunnar séu fyrir hendi. Háttsemi stefnda hafi falið í sér gáleysi og jafnvel ásetning. III. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að umdeildar kröfur hafi ekki verið greiddar af stefnanda heldur þriðja aðila. Greiðendur kröfunnar hafi annars vegar verið Lögvit ehf. og hins vegar Birtingur útgáfufélag ehf., sem hvort tveggja séu sjálfstæðir lögaðilar. Greiðslur frá þeim hafi ekki skert greiðslugetu stefnanda. Fjármunir þriðja aðila geti aldrei orðið riftanleg eign þrotabúsins og ætlað tjón stefnanda verði ekki ra kið til slíkra greiðslna. Þá hafi jafnfræði kröfuhafa stefnanda í engu verið raskað með þessum greiðslum. Greiðslurnar hafi verið inntar af hendi með peningagreiðslu eftir að gjalddagi skulda var kominn. Ekkert skilyrð a 134. gr. laga nr. 21/1991 sé fyrir h endi til að rifta umdeildum greiðslum á grundvelli þess ákvæðis. Með sömu rökum, þ.e. þeim að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi af þriðja aðila, sé því jafnframt hafnað að unnt sé að rifta þeim með vísan til 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Greiðslurna r hafi ekki verið stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa og hafi ekki haft áhrif á það hvaða eignir þrotamanns hafi verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum. Þá andmælir stefnandi því að greiðs lurnar hafi verið ótilhlýðilegar og falið í sér mism unun kröfuhafa. Vísar stefndi í því efni til endurskipulags á fjárhag skuldara. Í gögnum málsins komi fram að reynt hafi verið að bjarga rekstri Pressunnar með því að útvega fjármuni, sem verja skyldi til greiðslu skattskulda. Þá sé því einnig mótmælt að h áttsemi stefnda hafi verið ótilhlýðileg og sú málsástæða sé jafnframt vanreifuð. Auk framangreinds falli greiðslan sem innt hafi verið af hendi 13. janúar 2017, að fjárhæð 1.599.049 krónur, utan tímafrests 134. gr. laga nr. 21/1991. Í því efni beri að 7 mið a við greiðsludag og mótmælir stefndi því að miða beri við síðara tímamark þegar frestir samkvæmt greininni séu ákveðnir. Þá mótmælir stefndi jafnframt kröfum stefnanda um vexti og upphafstíma vaxta og dráttarvaxta. Ekki séu lagaskilyrði til að taka til g reina endurgreiðslu - eða skaðabótakröfu stefnanda. IV. Í máli þessu krefst stefnandi riftunar á greiðslu skattskulda stefnanda sem innt var af hendi í tvennu lagi á árinu 2017 , en bú skuldara var tekið til gjaldþrotaskipta 13. desember það ár. Byggir hann kröfu sína á riftun á 134. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki er ágreiningur um að umdeildum greiðslum var varið til greiðslu gjaldfallinna skatts kulda stefnanda, fyrst og fremst vegna virðisaukaskatts og staðgreiðslu. Hvað varðar greiðslu skulda að fjárhæð 1.599.049 krónur er deilt um það hvort líta beri svo á að hún hafi verið greidd 13. janúar eða 18. maí 2017. Óumdeilt er að þessi fjárhæð var g reidd stefnda 13. janúar 2017 og hann mun hafa ráðstafað henni inn á elstu skuldir stefnanda. Þann 18. maí sama ár bakfærði hans hins vegar greiðslu þeirra skulda og ráðstafaði fjármununum til greiðslu nánar tiltekinna skulda stefnanda á grundvelli fyrirmæ la frá lögmanni stefnanda, sbr. bréf hans til tollstjóra 18. apríl s.á. sem greint er frá í atvikalýsingu dómsins. Að mati dómsins ber að leggja til grundvallar að þessar skuldir stefnanda hafi verið greiddar 13. janúar 2017 en þann dag barst stefnda umde ild greiðsla. Eftir þann tíma stóðu fjármunirnir stefnda til reiðu en hvorki stefnanda, kröfuhöfum hans né greiðanda kröfunnar. Liggur ekki fyrir í málinu annað en að þessi ráðstöfun hafi engu breytt um skuldastöðu stefnanda hjá stefnda. Er því fallist á þ að með stefnda að riftun greiðslunnar á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga komi ekki til álita, enda fór greiðslan fram tæpum átta mánuðum fyrir frestdag og fellur því utan þeirra tímamarka sem ákvæðið mælir fyrir um. Riftunarkröfur stefnand a eru reistar á þeirri forsendu að umdeildar skuldir hans við stefnda hafi verið greiddar með fjármunum stefnanda og greiðslurnar hafi því skert greiðslugetu stefnanda sem nemi fjárhæð greiðsl nanna og með því móti leitt til tjóns fyrir aðra kröfuhafa. Bygg ir hann riftunarkröfu sína á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga á þeirri málsástæðu að greiðslurnar hafi skert greiðslugetu 8 þrotamanns verulega og kröfu sína um riftun á grundvelli 141. gr. á því að greiðslurnar til stefnda hafi á ótilhlýðile gan hátt verið stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa þar sem gerðar hafi verið upp skuldir þrotamanns við stefnda en ekki aðra kröfuhafa. Greiðslurnar hafi leitt til þess að eignir þrotamanns hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum og gert það að verkum að litlar sem engar eignir séu í þrotabúinu til að mæta lýstum kröfum. Höfuðmálsástæða stefnda fyrir sýknukröfu sinni er hins vegar sú að greiðslurnar hafi komið frá þriðja aðila og þar af leiðandi hafi þær ekki haft áhrif á fjárhag ste fnanda eða möguleika hans til að standa skil á kröfum annarra kröfuhafa. Að mati dómsins skiptir það verulegu máli að henda reiður á hvaðan það fé kom sem varið var til greiðslu umdeildra skulda við stefnda. Getur það ekki skipt höfuðmáli hvort greiðslurn ar hafi verið inntar af hendi af stefnanda sjálfum eða þriðja aðila, heldur hitt, hvort þeir fjármunir sem varið var til greiðslu skuldarinnar hafi tilheyrt stefnanda. Gildir það bæði um riftun á grundvelli 1. mgr. 134. gr. og 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga . Stefnandi hefur í málatilbúnaði sínum vísað til þess að hann hafi aflað þessara fjármuna með hlutafjáraukningu sem fram hafi farið í ársbyrjun 2017. Ekki liggur fyrir staðfesting frá hlutafélagaskrá eða önnur gögn sem staðfesta með ótvíræðum hætti að um rædd hlutfjáraukning hafi farið fram. Í þessu efni eru gögn málsins heldur ekki fyllilega skýr þótt víða sé að finna vísbendingar um að staðið hafi yfir söfnun nýs hlutafjár í stefnanda á fyrri hluta árs 2017. Í tölvuskeyti frá Birni Inga Hrafnssyni 7. feb í tölvuskeyti til tollstjóra daginn eftir, 8. febrúar, og segir að hann sjálfu r og Róbert Wessman, með aðstoð Þorvarðar Gunnarssonar, hafi unnið að þessari hlutafjáraukningu. Kveður hann þá þegar hafa lagt umtalsverða fjármuni inn í félagið, sem að mestu hafi gengið til greiðslu skulda hjá tollstjóra. Segir hann jafnframt að þeir áæ tli að átta til tíu að ná að loka núna í febrúar . Lögfræðingur tollstjóra spyr Árna í öðru skeyti sama dag hvort hann geti staðfest með hvaða hætti greiðslur verði inntar af hendi eftir hlutafjáraukninguna, þ.e. hve háar fjárhæðir hvert sinn og fyrir hvaða félög og jafnframt hvort einhverjar tryggingar séu fyrir því að áætlunin gangi upp. Árni svarar og segir að það sé forgangsmál að greiða skuldir við tollstjóra og reifar nánar hvernig þeir hyggjast gangi eftir en hins vegar hefðum við ekki greitt þá fjármuni sem við gerðum í janúar ef 9 við héldum að þessi markmið myndu ekki nást þar se m greiðsla á þeim fjármunum til félagsins á þeim tímapunkti væru hrein sóun á okkar peningum ef þessar áætlanir ganga síðan ekki eftir. Í skeyti Árna til tollstjóra 10. apríl 2017 segir síðan að hlutafjáráskriftinni sé lokið og hlutafjárloforðin verði gre idd á næstu þremur til fjórum mánuðum. Hann óskar eftir fundi með lögfræðingi tollstjóra og kveðst þar muni greiða hluta skuldarinnar samhliða því að hann óskar eftir að gera samning til fimm mánaða um greiðslu eftirstöðvanna. Ekki er að finna frekari gögn um samskipti Árna við tollstjóra. Í skýrslu Björns Inga Hrafnssonar, fv. stjórnarformanns stefnanda, hjá skiptastjóra segir m.a. að honum hafi orðið ljóst um mitt ár 2017 að fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf. ætlaði ekki að standa við loforð um nýtt hluta fé og hafi þá hafist viðræður við nýja fjárfesta. Í skýrslu Arnars Ægissonar, fv. stjórnarmanns og framkvæmdastjóra stefnanda, hjá skiptastjóra segir að hlutafé stefnanda hafi verið hækkað um 75 milljónir í febrúar 2017 þegar fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf. hafi kom ið inn sem hluthafi. Hafi þeir fengið hlutinn á genginu 2 og því greitt 150 milljónir króna. Peningarnir hafi verið greiddir inn á reikning hjá Deloitte ehf. sem hafi síðan greitt skuldir við Árvakur og tollstjóra. Eftirstöðvarnar, 39 milljón ir króna , hafi verið greiddar inn á reikninga Pressunnar. Arnar gaf jafnframt skýrslu fyrir dómi og var hún samhljóða því sem að framan greinir. Hann sagði að Árni Harðarson og Róbert Wessman hefðu staðið á bak við fjárfestingarfélagið Dalinn ehf. og kvað þá hafa komið fyrr að rekstri stefnanda með lánum, þá í nafni Salt Investment s , en í ársbyrjun 2017 hefði þeim lánum verið breytt í hlutafé auk þess sem þeir hefðu greitt framangreindar 150 milljónir króna í peningum. Þeir peningar hefðu verið greiddir inn á reikning Deloitte og þaðan hefði þeim verið ráðstafað til greiðslu skulda við tollstjóra og Árvakur og að hluta til runnið til stefnanda. Aðspurður um skýringu á því að greiðslur hefðu borist tollstjóra út af reikningi lögmannsstofunnar Lögvits kvaðst v itnið halda að sú lögmannsstofa væri í eigu Deloitte eða öfugt. Að minnsta kosti hefði Deloitte haft féð á vörslureikningi í eigu lögmann s stofunnar og því hefði síðan verið ráðstafað þaðan. Þá kvað hann Garðar Gíslason lögmann, sem gaf tollstjóra fyrirmæli um endurráðstöfun fjármunanna í apríl 2017, ekki tengjast þessum fyrirtækjum, heldur hefði hann starfað fyrir stefnanda og dótturfélag hans , DV ehf. Greiðslufyrirmælin sem hann gaf hefðu hins vegar í raun 10 komið frá embætti tollstjóra sem hefði óskað eftir að greiðslunum yrði ráðstafað með þessum hætti. Þá kvað vitnið að Dalurinn hefði með framangreindum ráðstöfunum orðið langstærsti hluthafinn í stefnanda. Forsvarsmenn þess félags hefðu í kjölfar hlutafjárhækkunarinnar hafist handa við að afla félaginu auk ins fjár með frekari hlutafjárhækkun. Markmiðið hefði verið að safna áskriftum fyrir 300 milljón a króna hlutafjárframlagi til viðbótar, sem á þeim tíma hefði verið talið nægjanlegt fé til að koma rekstri stefnanda og dótturfélags hans , DV ehf., á réttan kj öl. Kvað vitnið að ekki hefði verið unnt að afla aukins hlutafjár til DV ehf. og því hefði verið farin sú leið að reyna að auka hlutafé stefnanda, sem síðan var ráðgert að myndi greiða skuldir DV ehf. Dalurinn hafi ekki viljað leggja allt þetta fé fram sjá lft og því hafi forsvarsmenn þess félags leitað til annarra fjárfesta. Þó hafi forsvarsmenn Dalsins , Árni Harðarson og Róbert Wessman , lagt fram 80 milljónir í nýtt hlutafé í stefnanda í apríl 2017. Sú greiðsla hafi komið í gegnum Birting, sem stefnandi ha fði keypt skömmu áður, og verið ráðstafað til greiðslu skulda stefnanda við tollstjóra. Þá bar vitnið að markmið um hlutafjáraukningu hefði ekki gengið eftir og í maí 2017 hefðu forsvarsmenn Dalsins ákveðið að draga sig út úr rekstri stefnanda. Spurður um það hvort framangreind hlutafjáraukning Dalsins hefði verið tilkynnt með formlegum hætti til hlutafélagaskrár kvað vitnið það áreiðanlega haf a verið gert hvað varðaði hlutafjárhækkunina í ársbyrjun 2017 en hann vissi ekki fyrir víst hvernig farið hefði með hlutafjárhækkunina í apríl. Taldi hann þó líklegt að það hefði einnig verið gert, og þeir sem greiddu hlutaféð hefðu fengið hlutabréf á móti , og vísaði hann til þess að þeir hefðu að minnsta kosti ekki gert kröfu í þrotabúið um endurgreiðslu þessara fjárm una. Þorvarður Gunnarsson, fyrrum endurskoðandi hjá Deloitte ehf., kom fyrir dóm og bar að hann hefði að beiðni f yri rsvarsmanna fjárfestingarfélagsins Dalsins ehf. gert úttekt á rekstri stefnanda í ársbyrjun 2017. Hann kvað stöðu félagsins hafa verið mjög slæma á þessum tíma og hann hefði lagt mat á það hve mikið fé félagið þyrfti til að koma fjárhag sínum á réttan kjöl. Hann kvaðst ekki muna hve miklu fé hann hefði talið að stefnandi þyrfti á að halda en aðspurður hvort það kynni að hafa verið 450 milljón ir króna sagði hann það ekki ólíklegt. Vitnið greindi jafnframt frá hlutafjáraukningunni í ársbyrjun 2017 á sama veg og haft er eftir vitninu Arnari Ægissyni, þ.e. að hlutafjáraukning hefði farið fram á þeim tíma, annars vegar með því að skuldum kröfuhafa hefði verið breytt í hlutafé og hins vegar 11 með því að nýir fjárfestar hefðu keypt hluti að nafnverði 75 milljónir króna á genginu 2. Kvað hann áreiðanlegt að gengið hefði verið formlega frá þessari hlutafjáraukningu með tilkynningu til hlutafélag a skrár. H ann kvað forsendu þess að þetta fé hefði verið lagt til stefnanda hafa verið þá að þeim yrði varið til greiðslu tiltekinna skulda stefnanda og dótturfélaga hans, að stórum hluta skulda við stefnda. Um 100 milljónir hefðu í þessu sambandi verið greiddar tol lstjóra. Til að tryggja að fjármunum yrði varið til greiðslu skulda í samræmi við vilja fjárfestanna hefði lögmannsstofunni Lögviti verið falið að sjá um að ráðstafa fjármununum. Vitnið Matthías Björnsson, fyrrum fjármálastjóri Birtings útgáfufélags ehf., gerði grein fyrir aðkomu þess félags að greiðslum á skuldum stefnanda og tengdra félaga við stefnda. Kvað hann að fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf. hefði ráðstafað 80 milljónum króna til greiðslu skulda stefnanda og tengdra félaga í apríl 2018. Fjármuni þessa hefði Dalurinn afhent Birtingi sem séð hefði um að ráðstafa þeim í samræmi við óskir forsvarsmanna Dalsins . Fyrir hefði legið á þessum tíma tillaga frá tollstjóra um það hvaða skuldir stefnandi og tengd félög skyldu greiða og hefði verið farið að þei m tillögum. Kvað hann þennan hátt hafa verið hafðan á greiðslunum þar sem á þessum tíma hefði skapast mikið vantraust milli forsvarsmanna Dalsins og forsvarsmanna stefnanda. Dalurinn hafi á þessum tíma þegar verið búinn að leggja stefnanda til 150 milljóni r króna í nýtt hlutafé en síðar hafi komið í ljós að fjárhagsstaða stefnanda hafi verið mun verri en gengið hefði verið út frá. Auk þess kvað hann að borið hefði á því að fjármunir hefðu ekki skilað sér á umsamda staði. Hafi þetta verið ástæða vantraustsin s í garð forsvarsmanna Pressunnar. Kvað hann þessa 80 milljóna króna greiðslu hafa í upphafi verið hugsaða sem lán til stefnanda sem ætlunin hefði verið að síðar yrði breytt í hlutafé. Forsenda þessarar greiðslu hafi verið sú að stefnandi greiddi skuld sína við stefnda samkvæmt samkomulagi við tollstjóra. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og fjárfestingarfé lagið Dalurinn hafi síðar dregið sig út úr rekstri stefnanda. Afdrif þessara fjármuna kvað hann hafa verið þá að greiðslan hefði verið skuldfærð sem lán Dalsins til Birtings, sem síðar hefði verið breytt í hlutafé í því félagi. Forsvarsmenn stefnanda hafi hins vegar, eftir sölu eigna stefnanda til Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., gert samkomulag við Dalinn um að endur greiða 45 milljónir króna af þessu fé og hafi Dalurinn átt tryggingarbréf til tryggingar þeirri skuld. Sagði hann að mál vegna ágreinings um það t ryggingarbréf væri nú rekið fyrir Landsrétti. Er þar vísað til máls nr. 395/2019, en dómur í því máli var kveðinn upp 27. mars sl. Þá upplýsti vitnið að eftir að ljóst hefði verið að 12 forsendur fyrir lánveitingunni til stefnanda væru brostnar hefði Birtingu r freistað þess að fá þessa fjármuni færða inn á eigin viðskiptareikning hjá tollstjóra en því hefð i hann hafnað. Tollstjóri hafi litið svo á að þessir fjármuni r tilheyrðu ekki Birtingi. Öðrum gögnum og vitnisburði er ekki til að dreifa um uppruna þeirra fjármuna sem varið var til greiðslu umdeildra skulda stefnanda við stefnda. Með hliðsjón af því sem að framan er rakið, og gagna um það hvenær og frá hverjum greiðslu r bárust, verður við úrlausn málsins að leggja til grundvallar að þær 100 milljónir króna sem lögmanns s tofan Lögvit ehf. greiddi stefnda þann 13. janúar 2017 hafi komið frá fjárfestingarfélaginu Dalnum ehf. og að þessir fjármunir hafi verið hluti þeirra 150 milljóna króna sem félagið greiddi fyrir nýtt hlutafé í stefnanda. Svo sem rakið er í vi tnisburði þeirra vitna sem komu fyrir dóminn innti fjárfestingarfélagið greiðslurnar af hendi með því að afhenda Deloitte ehf. þessa fjármuni, þó inn á fjárvörslureikning í nafni Lögvits ehf., með fyrirmælum um að nota þá til greiðslu tiltekinna skulda ste fnanda, m.a. við stefnda. Verður því við úrlausn málsins lagt til grundvallar að þessir fjármunir hafi verið innborgað hlutafé í stefnanda og þannig verið í umráðum félagsins en ekki þriðja aðila. Breytir það ekki þessari niðurstöðu þótt féð hafi verið lag t inn á reikning þriðja aðila með fyrirmælum um hvernig því skyldi ráðstafað. Þá ráðstöfun verður að meta á grundvelli reglna gjaldþrotaskiptalaganna um riftanleika ráðstafana enda verður að ganga út frá því að félagið hafi haft ráðstöfunarrétt á því fé se m fékkst með hlutafjáraukningu og ákvörðun um ráðstöfun þess til eins kröfuhafa geti eftir atvikum vera riftanleg ráðstöfun, að gættum öðrum skilyrðum XX. kafla gjaldþrotaskiptalaga. Samkvæmt framangreindu er því að mati dómsins óhætt að slá því föstu að 100 milljóna króna greiðslan sem barst stefnda 13. janúar 2017 hafi verið greidd með fjármunum stefnanda sem hann aflaði með því að auka hlutafé sitt. Í þessu máli er einungis deilt um ráðstöfun lítils hluta þeirrar fjárhæðar, eða 1.599.049 krónur . Eins og áður greinir var þeirri fjárhæð endurráðstafað innan gjaldflokka hjá stefnda 18. maí sama ár. Hér að framan hefur dómurinn leyst úr því að líta beri svo á að greiðslan hafi verið innt af hendi utan þeirra tímamarka sem gilda um riftun greiðslu skulda samk væmt 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Kemur þá til skoðunar hvort greiðslan sé riftanleg á grundvelli almennu riftunarreglunnar í 141. gr. sömu laga. Stefndi andmælir því ekki að honum hafi á þeim tíma þegar greiðslan átti sér stað verið kunnugt um erfiða fjárhagsstöðu stefnanda og óhætt er að slá því föstu að stefnandi var ógjaldfær, a.m.k. frá því í byrjun árs 2017. 13 Nægir í því efni að vísa til þess að á árinu 2016 höfðu verið gerð a.m.k. þrjú árangurslaus fjárnám í eignum stefnanda og að í ársbyrj un hafði stefndi sjálfur þrisvar sinnum lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti á búi stefnanda. Stefndi andmælir því hins vegar að greiðslan hafi verið ótilhlýðileg og að hann hafi vitað eða mátt vita það. Stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir því að svo hafi hát tað til. Í þessu efni er þess að gæta að á fyrri hluta árs 2017 hafði tollstjóri margvísleg samskipti við forsvarsmenn stefnanda, bæði þáverandi eigendur félagsins og forsvarsmenn fjárfestingarfélagsins sem um líkt leyti lögðu félaginu til aukið hlutafélag . Af þeim samskiptum máttu tollstjóri og starfsmenn hans ráða að endurskipulagning á fjárhag félagsins stæði yfir og fyrirséð væri að fjárhag þess yrði borgið með því að nýir aðilar legðu félaginu til mikla fjármuni. Stefndi var stærsti kröfuhafi stefnanda og samkvæmt lögum ber honum að innheimta opinber gjöld og í því efni gæta jafnræðis milli gjaldenda. Jafnframt er tollstjóra bæði heimilt og skylt að grípa til innheimtuúrræða sem gera fyrirtækjum ókleift að halda eðlilegri starfsemi áfram vari vanskil lengi og/eða séu þau umfangsmikil. Þykir stefndi ekki hafa leitt líkur að því með viðhlítandi hætti að þ essir fjármunir hefðu í raun staðið til reiðu til greiðslu annarra krafna hefði þeim ekki verið varið til greiðslu skulda hans við stefnda. Með hliðsjón af framangreindu hefur stefnandi ekki fært sönnur á að umdeild greiðsla á skuld stefnanda hafi með ótil hlýðilegum hætti verið stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa, leitt til þess að eignir stefnanda hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfum eða leitt til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Eru því ekki fyrir hendi skilyrði 141. gr. laga n r. 21/19911 til að taka kröfu stefnanda um riftun þessarar greiðslu til greina. Síðari greiðslan sem deilt er um er að fjárhæð 69.188.500 krónur. Hún var greidd 18. apríl 2017 af Birtingi útgáfufélagi ehf. Líkt og með fyrri greiðsluna liggja ekki fyrir sk ýr gögn í málinu um það hvaðan það fé kom. Engin bókhaldsgögn úr rekstri stefnanda hafa verið lög ð fram í málinu, engin gögn sem sýna fram á að lánveitingu þess ar i hafi síðar verið breytt í hlutafé eða að skuldir stefnanda hafi hækkað sem nemur þessari gre iðslu, né nokkuð annað sem skýrir með viðhlítandi hætti hvaða áhrif greiðslan hafði á fjárhag stefnanda að öðru leyti en því að skuld hans við stefnda lækkaði sem nam greiðslunni. Verður því með sama hætti og við úrlausn um riftanleika eldri greiðslunnar a ð leggja mat á það, með hliðsjón af framlögðum gögnum og vitnisburði vitna fyrir dómi, hvort sannað sé að þessir fjármunir hafi verið í eigu stefnanda eða að greiðslan hafi með öðrum hætti haft áhrif á getu hans til að standa í skilum við aðra kröfuhafa. Þ essari greiðslu var varið til greiðslu gjaldfallinna skattskulda stefnanda, m.a. vegna virðisaukaskatts og 14 afdreginnar staðgreiðslu áranna 2015 og 2016. Stefnandi mun hafa keypt Birting ehf. síðari hluta ársins 2016. Kaupin munu hafa verið gerð með fyrirva ra um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem mun hafa veitt samþykki sitt fyrir kaupunum í byrjun árs 2017. Stefnandi lýsti síðar yfir riftun á þeim kaupum og ýmis s konar ágreiningur reis um þessi viðskipti sem ekki er þörf á að rekja frekar. Það sem máli s kiptir við úrlausn málsins er hvort unnt sé að líta svo á að fjármunir þessir hafi verið í eigu eða umráðum stefnanda. Í vitnisburði Matthíasar Björnssonar, fyrrum fjármálastjóri Birtings, sem einnig kom að rekstri stefnanda um skamma hríð vorið eða sumari ð 2017, fyrir dómi kom fram að stefnandi hefði í apríl 2017 fengið um 80 milljónir króna að láni hjá fjárfestingarfélaginu Dalnum ehf. og hefði í upphafi verið fyrirhugað að því láni yrði síðar breytt í hlutafé. Kemur það heim og saman við vitnisburð annar ra vitna og gögn málsins sem lúta að því að tilraun til að safna 300 milljónum króna í nýtt hlutafé hafi staðið yfir á þessum tíma en síðan runnið út í sandinn. Þá kvað hann að Birtingur ehf. hefði tekið að sér greiðslu lánsins og hefði því síðar verið bre ytt í hlutafé í því félagi. Þá verður ekki betur séð en jafnframt sé deilt um greiðslu þessa í öðru dómsmáli sem varðar gildi tryggingarbréfs sem forsvarsmenn stefnanda gáfu út, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 395/2019. Með hliðsjón af framangreindu er það mat dómsins að ósannað sé að greiðsla Birtings á skuld stefnanda við stefnda þann 18. apríl hafi haft þau áhrif á fjárhagsstöðu stefnanda sem er u forsenda riftunar greiðslunnar, hvort heldur sem er á grundvelli 1. mgr. 134. gr. eða 141. gr. gjaldþrotaskip talaganna. Með öðrum orðum þá hefur stefnandi ekki fært sönnur á að greiðslan hafi yfirhöfuð skert greiðslugetu hans og er því ekki fyrir hendi það skilyrði riftunar skv. 1. mgr. 134. gr. að greiðslan hafi skert greiðslugetu þrotamanns verulega , svo sem st efnandi byggir málatilbúnað sinn á, hvað varðar riftun á grundvelli þeirrar greinar. Jafnframt er með sömu rökum ósannað að greiðslan hafi á ótilhlýðilegan hátt haft þau áhrif á fjárhagsstöðu stefnanda sem tilgreind eru í 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Eru því ekki fyrir hendi skilyrði riftunar greiðslunnar á grundvelli nefndra ákvæða laga nr. 21/1991. Að virtu öllu því sem að framan greinir verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Með vísan til þeirrar niðurstöðu og á grundvelli 1. mgr. 130. gr. laga n r. 91/1991 ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað sem er hæfilega ákveðinn, með hliðsjón af umfangi málsins, 2.200.000 krónur. Hvað umfang málsins varðar er litið til þess að kröfugerð stefnanda hefur tekið miklum breytingum eftir að málið var höfðað og málatilbúnaður allur verið umfangsmeiri og óljósari en efni standa til. 15 Mál þetta flutti Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður fyrir stefnanda og Óskar Thorarensen lögmaður fyrir stefnda. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, þrotabús Pressunnar ehf. Stefn an di greiði stefnda 2.200.000 krónur í málskostnað. Ingibjörg Þorsteinsdótti r