1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní 2019 í máli nr. S - 193/2019: Ákæruva ldið (Margrét Herdís Jónsdóttir saksóknarfulltrúi) gegn Óðni Frey Valgeirssyni (Þorgils Þorgilsson lögmaður) I Mál þetta, sem dómtekið var 29. maí sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru Óðni Frey Valgeirssyni, kt. 000000 - 0000 , [ -- ] , Reykjavík fyrir eftirtalin brot framin í Reykjavík á árinu 2018, nema annað sé tekið fram: I. Þjófnað með því að hafa: 1. Aðfaranótt miðvikudagsins 21. febrúar, broti st inn í íbúðarhúsnæði að [ -- ] með því að hafa opnað lyklabox fyrir utan íbúðina og farið inn um útidyrahurð hennar og stolið þaðan fatnaði og ýmsum persónulegum munum að óþekktu verðmæti. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Sunnudaginn 29. júlí, farið inn í verslun 66°Norður, Laugavegi 17, og stolið dúnúlpu af gerðinni Tvíoddi Gore - Tex að verðmæti kr. 98.000. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Fimmtudaginn 27. ágúst, í verslun Lyfju í Lágmúla, stolið B - 12 vítamíni að verðmæti kr. 953 og haft í vörslum sínum 2,69 grömm af amfetamíni sem ákærði framvísaði við afskipti lögreglu. 2 Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 4. Laugardaginn 6. októb er, farið inn í móttöku hótelsins A Townhouse Hotel, Laugavegi 41 og stolið Apple iMac tölvu að óþekktu verðmæti. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Laugardaginn 6. október, í verslun Bónus, Hallveigarstíg 1, fa rið með varning að fjárhæð kr. 8.518, sem hann hafði falið innanklæða, framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar, án þess að greiða fyrir. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6. Fimmtudaginn 24. janúar 2019 í verslun R egatta, Smáratorgi í Kópavogi, stolið jakka að óþekktu verðmæti, því næst farið í Lyfju, Smáratorgi og stolið rakakremi af gerðinni Boss og Lið - aktín vítamíni, samtals að verðmæti kr. 8.235 og í framhaldi farið í ver[sl]un Krónunnar við Skógarlind 2, Kópav ogi, og stolið tveimur stykkjum af ungnauta fille og tveimur stykkjum af ungnautalund, samtals að verðmæti kr. 12.676 og farið með út um inngang verslunarinnar án þess að greiða fyrir. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1 940. II. Tilraun til þjófnaðar með því að hafa, þriðjudaginn 20. febrúar, í anddyri Hótel Borg, Pósthússtræti 11, reynt að stela tölvuskjá að óþekktu verðmæti en starfsmaður hótelsins kom að ákærða á vettvangi. Telst brot þetta varða við 244. gr., sbr. 20. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Þjófnað og hilmingu með því að hafa, laugardaginn 27. október, farið inn í íbúðarhúsnæði að [ -- ] og stolið þaðan HP fartö[lv]u að óþekktu verðmæti og haft í vörslum sínum og haldið eftirtöldum munum frá lögmætum ei gendum sínum, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða að [ -- ] , en ákærða hlaut að vera ljóst að um þýfi væri 3 að ræða: Pottasetti, geisladiskum, niðurfallsrörum, Garmin GPS staðsetningartæki, sjónkíki, loftmæli, lyklum, einum kassa af haglaskotum og blást ursmaska en mununum var stolið á tímabilinu 26. október til 27. október úr bifreiðunum [ -- ] , sem staðsett var við [ -- ] , og [ -- ] sem staðsett var við [ -- ] . Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. Hilmingu með því að hafa: 1. Föstudaginn 19. janúar, fyrir utan [ -- ] , haft í vörslum sínum og haldið frá lögmætum eigenda sínum dúnúlpu, en ákærða hlaut að vera ljóst að um þýfi væri að ræða, en úlpunni var stolið úr verslun Icewear, Bankastræti 6 í Reykjavík, föstudaginn 19 janúar 2018. 2. Laugardaginn 27. október, að [ -- ] , haft í vörslum sínum og haldið eftirtöldum munum frá lögmætum eigendum sínum, en ákærða hlaut að vera ljóst að um þýfi væri að ræða: nafnspjöldum, geisladiskum og skeiðklukku en mununum var stolið úr bifr eiðinni [ -- ] , sem staðsett var við [ -- ] , á tímabilinu 26. október til 27. október. Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. V. Gripdeild, með því að hafa, fimmtudaginn 8. nóvember, í verslun Krónunnar við Skógarlind 2, Kópavogi, sett varning að fjárhæð kr. 10.876, í innkaupakörfu og gengið með framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar, án þess að greiða fyrir. Telst þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VI. Fíkniefnalagabrot með því að hafa: 1. Föstud aginn 8. desember 2017 haft í vörslum sínum 0,58 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á að dvalarstað ákærða að [ -- ] , og haft í vörslum sínum 3,25 grömm af maríhúana sem lögreglumenn fundu í nærbuxum ákærða við öryggisleit á honum á lögreglustöðinni að Hringbraut 130 í Reykjanesbæ. 4 2. Föstudaginn 2. nóvember, á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113, haft í vörslum sínum eina ecstasy töflu sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. 3. Aðfaranótt fimmtudagsins 20. desember, á lögreglu stöðinni við Hverfisgötu 113, haft í vörslum sínum 0,81 g af amfetamíni sem lögreglumenn fundu í buxnavasa ákærða við öryggisleit á honum. 4. Fimmtudaginn 20. desember, á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113, haft í vörslum sínum 1,50 g af maríhúana sem lögr eglumenn fundu í vasa á peysu ákærða við öryggisleit á honum. Teljast brot þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 3,5 grömmum af amfetamíni, 0,58 grömmum af tóbaksblönduðu ka nnabisefni, 4,75 grömmum af maríhúna og einni ecstasy töflu samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 Þá var meðferð ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur ákærða frá 10. maí 2019 sameinuð máli þessu og málin rekin saman undir málsnúmerinu S - fyrir eftirtalin brot framin í Reykjavík, nema annað sé tekið fram: I. Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 15. nóvember 2018, í verslun Krónunnar, Bíldshöfða 20, farið með varning að fjárhæð kr. 71.115 framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar, án þess að greiða fyrir. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Tilraun til þjófnaðar með því að hafa, þriðjudaginn 15. janúar, í verslun 66°No rður, Laugavegi 17, reynt að stela úlpu af gerðinni Askja Down Jacket að verðmæti kr. 69.000 en starfsmaður verslunarinnar kom að ákærða á vettvangi. Telst brot þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 III. Umferðarlagabrot með því að hafa, aðfaranótt föstudagsins 8. mars 2019, ekið bifreiðinni [ -- ] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 245 ng/ml, metýlfenídat 45 ng/ml, brómazepa m 105 ng/ml og klónazepam 99 ng/ml) um bifreiðastæði við Reykjavíkurveg 40 í Hafnarfirði þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlag a nr. 50/1987. IV. Rán með því að hafa, föstudaginn 12. apríl 2019, farið inn í Lyf og Heilsu í verslunarmiðstöðinni Firðinum, Hafnarfirði, vopnaður dúkahníf og ógnað starfsmanni apóteksins, A , kt. 000000 - 0000 , með því að ota hnífnum að henni og krafið hana um lyfin Contalgen og Fentanýl en í kjölfarið afhenti starfsmaðurinn ákærða einn pakka af Fentanyl Actavis forðaplástri, einn pakka af Fentanyl ratiopharm forðaplástri, einn pakka af Contalgin 30 mg forðatöflum, opin pakka af Contalgin 10 mg forðatöflum, e inn pakka af Buprenorphine ratiopharm 20 mcg/klst forðaplástri og einn pakka af Buprenorphine ratiopharm 10 mcg/klst forðaplástri, samtals að verðmæti kr. 12.665 sem ákærði hafði á brott með sér af vettvangi. Telst brot þetta varða við 252. gr. almennra h egningarlaga nr. 19/1940. V. Þjófnað með því að hafa í sama skipti og greinir í ákærulið IV. stolið tveimur ilmvatnsglösum úr sömu verslun samtals að verðmæti kr. 3.786. Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er kr afist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. Í ákæru er getið um einkaréttarkröfu B , kt. 0 00000 - 0000 , f.h. Krónunnar ehf., kt. 711298 - 2239, hér eftir kallaður kröfuhafi, vegna I. liðar ákæru frá 10. maí 2019, en hann gerir þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur , samtals að fjárhæð 71.115 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti 6 og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða 15. nóvember 2018, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/200 1, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Ákærði krefst þess að hann verði aðallega sýknaður af 1. og 5. tölulið I. kafla ákæru frá 5. mars 2019, en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst ákærði þess að I I I. kafla ákæru frá 5. mars 2019 verði aðallega vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður og til þrautavara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Einnig krefst ákærði aðallega sýknu af V. kafla ákæru frá 10. maí 2019 en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Loks krefst ákærði vægustu refsingar er lög leyfa vegna þeirra ákæ ruliða sem hann hefur játað. Þá samþykkir ákærði bótaskyldu vegna bótakröfu sem sett var fram á grundvelli þeirra atvika sem lýst er í I. kafla ákæru frá 10. maí 2019 en krefst þess að fjárhæð bóta verði lækkuð. Þá gerir verjandi ákærða kröfu um hæfileg má lsvarnarlaun er greiðist úr ríkissjóði í samræmi við framlagðan reikning. Verjandi gerir jafnframt þá kröfu af hálfu Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns að honum verði ákvörðuð þóknun vegna vinnu hans við málið á rannsóknarstigi. II Ákærði hefur skýlaus t játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 2., 3., 4. og 6. tölulið I. kafla , II., IV., V. og V I . kafla ákæru frá 5. mars 2019. Þá hefur ákærði skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í I., II., III. og IV. kafla ákæru frá 10. maí 2019. S annað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunum. III Ákæruliður 1, I. kafla ákæru frá 5. mars 2019 Málsatvik 7 Ákærði er í þessum ákærulið ákærður fyrir innbrot í íbúðarhúsnæði. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni miðvikudaginn 21. ágúst 2019 tilkynning um innbrot þá um nóttina og þjófnað úr íbúð að [ -- ] , efri hæð. Var um að ræða litla íbúð sem leigð var út til ferðama nna. Engin ummerki reyndust vera um innbrot en við skoðun á upptöku úr öryggismyndavél sem var á stigapalli við inngang íbúðarinnar mátti sjá hvar maður opnaði lyklabox á vegg við dyr að íbúðinni og náði þar í lykil og fór inn í íbúðina. Maðurinn var rúmle ga tvær mínútur í íbúðinni og þegar hann kom út úr henni aftur hélt hann á fatnaði. Maðurinn hafi síðan farið niður stigann og út úr húsinu. Hjón með eitt barn voru sofandi inni í íbúðinni á meðan maðurinn var þar inni og urðu þau ekki vör við hann. Samkvæ mt gögnum málsins barst lögreglu tilkynning um þá muni sem stolið var úr íbúðinni umrætt sinn, m.a. fatnað, skartgripi og rafmagnstæki. Fyrir liggja myndir úr eftirlitsmyndavél af þeim einstaklingi sem fór inn í íbúðina, upptakan sjálf og upptaka úr fangam óttöku lögreglu þar sem sjá má myndir af ákærða þegar hann var handtekinn daginn áður. Skýrsla var tekin af ákærða við rannsókn málsins og kannaðist hann ekki við atvikið og kvaðst á þessum tíma hafa verið annars staðar hjá nafngreindum einstaklingi. Þá k vaðst hann ekki þekkja sig á myndum úr eftirlitsmyndavélinni. Framburður ákærða og vitna Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði neitar sök hvað þennan ákærulið varðar og kveðst ekki muna eftir því að hafa verið á vettvangi. Ákærða var sýnt myndband úr eftirlitsmyndavél við inngang í íbúðina og kvaðst hann ekki bera kennsl á sig á því. Var ákærða sérstaklega bent á að maðurinn á myndbandinu væri með húðflúr á hægri hendi. Ákærði kvaðst vera með húðflúr á hægri hendi og sýndi hann þa ð í dómssal og lýsti því þannig að um væri að ræða mynd af trúði. Sagði ákærði að algengt væri að fólk væri með húðflúr á þessum stað. Þá taldi ákærði það enga þýðingu hafa þó að lögreglumenn hefðu þekkt hann á fatnaði þar sem menn væru oft eins klæddir. V itnið C lögreglumaður sagði aðkomu sína að þessu máli ekki hafa verið aðra en að taka skýrslu af ákærða. Hann kvaðst hafa séð myndir af upptökum frá vettvangi af atvikum og hann og annar lögreglumaður hefðu þekkt ákærða á þeim. Þeir hafi þá verið nýlega bú nir að hafa afskipti af ákærða og talið þetta greinilega vera hann. Kvaðst vitnið nú ekki muna hvaða gögn hann skoðaði til viðmiðunar þegar hann 8 skoðaði myndbandið en hann hafi þá rætt við D lögreglumann og þeir hafi báðir strax þekkt ákærða. Niðurstaða Á kærði neitar sök og neitar því að hafa verið á vettvangi þegar atvik gerðust. Ákærði var handtekinn um tveimur dögum eftir að farið var inn í íbúðina. Þá virðist ekkert af þýfinu hafa komið í leitirnar , en í ákæru er ætlað þýfi hvorki sundurliðað né heldu r er þar tilgreint verðmæti þess, heldur einungis rakið að stolið hafi verið fatnaði og ýmsum persónulegum munum. Er það mat dómsins að lýsingin á brotinu í ákæru sé ekki eins nákvæm og skyldi , en engu að síður verður að telja að hún sé nægjanleg og að bro tinu sé lýst með fullnægjandi hætti og undir hvaða lagaákvæði það er talið falla. Fyrir liggja upptökur úr eftirlitsmyndavél sem sýna þann einstakling sem fór inn í íbúðina og eru líkindi með honum og ákærða. Við samanburð á þeirri upptöku og upptöku af ák ærða úr fangageymslu daginn áður en farið var inn í íbúðina má sjá mikil líkindi á milli mannanna hvað varðar fatnað og líkamsburði. Þá liggur fyrir að ákærði er með húðflúr á hægri hendi við handarbak sem er á sama stað og á þeim einstaklingi sem fór inn í íbúðina. Af því sem sjá má af myndbandi af vettvangi má ætla að um svipað húðflúr sé að ræða í báðum tilvikum , en ákærði bar um það fyrir dómi að hann væri með mynd af trúði húðflúraða á þessum stað . Ekki verður þó fullyrt af þessum gögnum að þau séu ein s. Þá má af framburði C lögreglumanns ætla að lögreglumenn sem þekktu til ákærða og höfðu áður haft afskipti af honum hafi þekkt ákærða af upptökunum. Í ljósi framangreinds, og sérstaklega með vísan til upptöku af vettvangi af atvikum, telur dómurinn sanna ð að það hafi verið ákærði sem fór inn í íbúðina í umrætt sinn. Telur dómurinn því sannað þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hefi gerst sekur um framangreint brot og er það rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. IV Ákæruliður 5, I. hluti ákæru frá 5. mars 2019 Málsatvik Ákærði er í þessum ákærulið ákærður fyrir þjófnað úr verslun Bónus s við Hallveigarstíg. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning klukkan 15 : 42 9 um að s tarfsmenn verslunarinnar væru í átökum við aðila sem talið væri að hefði stolið þar vörum. Manninum var lýst svo að hann væri klæddur í gula úlpu og með ljósleitt hár. Hann komst undan og var talið að hann hefði hlaupið niður Amtmannsstíg að Lækjargötu. Va knaði grunur um að þetta væri ákærði . Um 12 mínútum eftir að tilkynning barst sáu lögreglumenn ákærða í Austurstræti þar sem hann var að borða þurrkað kjöt. Ákærði var handtekinn og færður á lögreglustöð. Kemur fram í skýrslunni að hann hafi verið klæddur í gula úlpu sem var grá á öxlum og baki og með gráa hettu. Fyrir innan þá úlpu var ákærði klæddur annarri úlpu sem var hvít að lit með mislitum röndum á. Einnig var hann í svartri hettupeysu með hvítum reimum, gráum bol, með gráa prjónahúfu, í svörtum gall abuxum og hvítum strigaskóm. Samkvæmt frumskýrslu málsins viðurkenndi ákærði að hafa tekið vörur í versluninni og farið með þær út. Samkvæmt skýrslu lögreglu varð vitnið E , verslunarstjóri verslunarinnar, var við ákærða í kælinum þar sem hann var að setja kjötvörur inn á sig. Hann hafi síðan fylgt ákærða eftir og stöðvað för hans þegar hann var farinn fram hjá afgreiðslukössunum. Ákærði hafi ekki tekið vel í afskiptin og reyndi að slíta sig lausan og við þau átök hafi hrunið úr fatnaði hans ýmsar kjötvörur . Ákærða tókst að slíta sig lausan og hljóp út og í áttina að Amtmannsstíg. Í málinu liggja fyrir myndir sem talið er að séu af ákærða og starfsmönnum verslunarinnar þegar þeir reyndu að hindra að ákærði kæmist út úr versluninni. Voru myndirnar teknar af v iðskiptavini verslunarinnar. Á myndunum má sjá að varningur úr versluninni liggur á gólfi verslunarinnar í kringum ákærða. Þá liggur fyrir skýrsla lögreglu um skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavél. Þar segir: Í upptökum frá Bónus má sjá þegar Óðinn Freyr gengur upp verslunina með innkaupakörfu. Sjá má að hann gengur framhjá afgreiðslukassa klukkan 15.41 án þess að borga. Starfsmenn Bónus standa í veg fyrir honum við útidyrahurðina svo hann kemst ekki út en hann reynir ítrekað að komast út. Í tvær mínútur e ru þeir í átökum við hann til að meina honum útgöngu. Klukkan 15.43 lítur út fyrir að hann missi frá sér þá muni sem hann hafði tekið og þá hleypa þeir honum út. Óðinn virtist ekki beita ofbeldi í þessum átökum heldur virtist eingöngu vera að reyna að koma st undan. Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af ákærða þar sem borinn var undir hann þjófnaður á sjö stykkjum af nautakjöti, samtals að verðmæti 8.518 krónur. Kvaðst hann ekki hafa verið búinn að stela vörunum þar sem hann hefði ekki verið 10 kominn út úr versluninni. Hann kvaðst kannast við sig á myndum sem lögregla taldi vera af honum í átökum við starfsmenn verslunarinnar. Framburður ákærðu og vitna Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði neitar sök hvað þennan ákærulið varðar. Hann kvaðst ekki hafa verið á staðnum en breytti síðan framburði sínum á þann veg að hann hefði verið í versluninni. Sagði ákærði að hann hefði ekki verið kominn út úr versluninni og hefði hann því ekki stolið vörunum. Til þess þurfi viðkomandi að vera kom inn út um útgöngudyrnar. Hafi hann ætlað að stela þessum varningi hafi hann a.m.k. ekki verið búinn að því þegar hann var stöðvaður. Staðfesti ákærði þann framburð sinn hjá lögreglu að hann teldi að um ólögmæta handtöku hefði verið að ræða þar sem hann hef ði ekki verið búinn að stela vörunum. Þá voru ákærða sýndar myndir sem teknar voru í versluninni í umrætt sinn þegar starfsmenn höfðu afskipti af honum og þekkti hann sig á þeim myndum. Vitnið E , verslunarstjóri í versluninni , lýsti atvikum svo fyrir dómi að maðurinn hefði komið inn í búðina og hafi vitnið horft á hann taka kjöt. Þegar maðurinn var að fara út úr versluninni hafi þeir stöðvað hann og beðið hann að sýna þeim hvort hann væri með eitthvað í poka eða jakka en hann hafi svarað því neitandi. Þeir hafi þá hringt í lögreglu og hindrað að maðurinn færi út. Maðurinn hafi þá farið að ýta við þeim með höndum og öllum líkamanum og hafi hann þá misst vörurnar og síðan hlaupið út. Eftir skamma stund hafi lögregla komið og hafi þeir þá sagt henni hvert maður inn fór. Lögregla hafi náð manninum eftir um tíu mínútur. Þá sagði vitnið að það hefði verið myndavél í versluninni þannig að það hefði verið auðvelt að sjá hvað hann hefði tekið. Vitnið sagði að maðurinn hefði verið með vörurnar undir jakkanum sínum en mi sst þær þegar hann var að reyna að komast fram hjá þeim út úr versluninni. Þetta hafi gerst hjá inngangi verslunarinnar og hafi hann þá verið kominn fram hjá afgreiðslukössunum og þeir hafi verið tveir eða þrír að reyna að stöðva hann. Þeir hafi fyrst spur t hann hvort hann væri með eitthvað í jakkanum eða vasanum en hann hafi neitað því og reynt af fara út en þeir hafi hindrað að hann kæmist út. Þá voru vitninu sýndar myndir sem teknar voru í versluninni þegar hann reyndi að stöðva þann mann sem grunaður va r um þjófnað í versluninni umrætt sinn. Kvaðst hann þekkja sig á myndunum , sem hefðu verið teknar í því tilviki sem hann lýsti. 11 Niðurstaða Ákærði neitar sök. Hann bar um það í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði ekki verið komi nn út úr versluninni þ egar afskipti voru höfð af honum. Hafi brotið því ekki verið fullframið. Samkvæmt framburði vitnisins E og ljósmyndum sem liggja fyrir í málinu reyndi ákærði að komast út úr versluninni þegar starfsmaður talaði við hann vegna gruns um þjófnað. Kom þá til s timpinga þegar starfsmenn reyndu að hindra að ákærði færi út úr versluninni með vörurnar og missti ákærði þá v örur sem hann hafði sett innanklæða. Hann komst s jálfur út áður en lögregla kom á vettvang. Í ljósi framangreinds telur dómurinn sannað að ákærði hafi ætlað að fara með vörurnar út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær. Má ráða af framburði ákærða og vitnisins E að ákærði hafi verið kominn fram hjá afgreiðslukössunum þegar starfsmenn verslunarinnar höfðu afskipti af honum. Einnig má ráða þetta af þeim myndum sem liggja fyrir í málinu og teknar voru þegar starfsmenn höfðu afskipti af honum. Brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga er í tilviki sem þessu fullframið þegar viðkomandi er farinn fram hjá þeim stöðum þar sem hann getur greitt fyrir varninginn. Ákærði sneri ekki til baka á afgreiðslukassa þegar talað var við hann. Þá hafði ákærði sett vörurnar inn á sig og því reynt að leyna því að hann hefði tekið þær. Þannig fór hann með vörurnar innanklæða fram hjá afgreiðslukössunum. Loks lenti ák ærði í stimpingum við starfsmenn verslunarinnar þegar hann var að reyna að komast áfram út úr versluninni með vörurnar. Með vísan til alls framangreinds telur dómurinn sannað þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/200 8 um meðferð sakamála, að ákærði hefi gerst sekur um framangreint brot og er það rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. V Kafli III , ákær a frá 5. mars 2019 Málsatvik Ákærði er í þessum ákærulið ákærður fyrir þjófnað og hylmingu . Samkvæmt frumskýrslu lögre glu var hún kölluð að [ -- ] 28, laugardaginn 27. október 2018 , vegna þjófnaðar á fartölvu. Á vettvangi ræddi lögregla við tilkynnanda, vitnið F . Hún lýsti því að maður hefði bankað hjá henni um klukkan 8.00 og beðið um að fá að koma inn 12 þar sem honum væri k alt. Hann dvaldi hjá henni nokkra stund og notaði þá m.a. farsíma hennar. Hann hafi eitthvað ráfað um íbúðina og farið út með fartölvu hennar og hugsanlega afhent hana einhverjum manni sem kom á bifreið en hann hafði stuttu áður hringt nokkur símtöl ásamt því að Messenger símanum hennar. Við skoðun á símanum mátti sjá að ákærði hafði tekið mynd af sér með símanum og sent á einhverja stúlku. Staðfesti F að myndin væri af manninum sem stal fartölvu hennar. Tölvan væri af gerði nni HP, um tveggja ára gömul, líklega með 17 tommu skjá. Maðurinn skildi eftir á vettvangi poka með munum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að munirnir voru úr innbrotum í bifreiðar. Staðfesti eigandi bifreiðarinnar [ -- ] , G , að þarna væru munir sem teknir hefðu verið í innbroti í bifreiðina. Þekkti hann m.a. aftur sem eigur sínar lítið pottasett, pappíra, geisladiska og pípulagnir. Ákærði var handtekinn skömmu síðar eftir að tilkynnt var um hann sofandi í Söluturninum Hraunbergi. Við handtöku var ákærði með fartölvu F og hleðslutæki tölvunnar. Þá var hann einnig með bakpoka sem í voru munir úr innbroti nu í bifreiðina [ -- ] , m.a. skjöl. Þá reyndist ákærði einnig vera með muni sem teknir höfðu verið í innbroti í bifreiðina [ -- ] . Það staðfesti eigandi bifreiðar innar, H , og sagði st þekkja þar nokkra muni, fjóra geisladiska, nafnspjöld, skeiðklukku og hluta af innréttingu bifreiðarinnar. Loks kom í ljós að í bakpoka ákærða voru einnig munir sem teknir höfðu verið úr bifreiðinni [ -- ] þegar brotist var inn í hana. S taðfesti eigandi bifreiðarinnar, I , að kíkir, loftmælir, blástursmaski, lyklar, tveir bensínlyklar, kassi með haglaskotum og staðsetningartæki sem voru í bakpokanum væru úr bifreið hans. Skýrsla var tekin af ákærða við rannsókn málsins og kvað hann sig rám a í að hafa farið inn á heimili F að [ -- ] en ekki muna eftir að hafa brotist inn í þær bifreiðar sem þýfið var úr og kvaðst hafa verið undir miklum áhrifum róandi lyfja. Þá mundi hann ekki eftir að hafa tekið fartölvu á heimili F. Framburður ákærðu og vi tna Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði neitar sök hvað þennan ákærulið varðar. Kvaðst hann minnast þess að hafa verið á heimili F að [ -- ] . Sagði ákærði að ef hann hefði verið gripin n með tölvuna væri það borðleggjandi að hann he fði verið þar. Aðspurður um þá muni sem voru í tösku sem hann var með og taldir eru vera þýfi úr innbrotum neitaði ákærði því að 13 hafa stolið þessu. Kvað hann sig minna að hann hefði fengið þetta hjá manni sem hann myndi ekki hvað héti en þekk t i andlitið á viðkomandi. Hann hafi ekki haft hugmynd um hvað var í töskunni og hafi ekki vitað að þetta væri þýfi. Hann hafi ætlað að skila töskunni seinna þennan dag til sama manns. Kvaðst hann ekki vita af hverju hann hefði verið beðinn um að geyma þetta. Aðspurður u m pokann sem hann var talinn hafa skilið eftir í [ -- ] kvaðst ákærði ekkert vita um hann og að ekki hefði verið um að ræða þýfi. Þá telji hann að hann hafi einungis verið með einn poka en ekki bæði poka og tösku. Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu og sagði ákærði þá að hann hefði mismælt sig þegar hann talaði um sinn bakpoka , um hefði verið að ræða poka frá framangreindum manni. Vitnið F kvaðst hafa vaknað í umrætt sinn við að bankað var hjá henni og reyndist það vera ungur maður sem var ka lt og hafði týnt síma sínum. Hún hefði lánað honum síma og hann sest með henni inn í eldhús og drukkið þar kaffi og spjallað við hana . Hann hefði verið hjá henni í nokkra klukkutíma. Hann hefði reynt að ná sambandi við einhvern í síma en það ekki virst gan ga vel. Sagði vitnið að henni sýndist að ákærði, sem hún sá sitja í dómsal, væri sami maður og hefði verið hjá henni. Hún sagði manninn hafa tekið tölvuna og héldi hún að hann hefði stungið henni í bakpoka og farið með hana en hún hefði ekki séð það sjálf , en vissi að tölvan fannst þar og hefði hún fengið tölvuna aftur. Eftir að maðurinn var farinn hefði hún tilkynnt um þjófnað á fartölvunni til lögreglu. Hún sagði ákærða hafa gert eitthvað við farsíma hennar , en hún hefði verið að fá hringingar allan dagin n frá einhverri stúlku sem greinilega var að reyna að ná í ákærða. Vitnið I sagði að brotist hefði verið inn í bifreið hans og stolið úr honum einhverju dóti. Það sem var tekið hefði m.a. verið kíkir, gps - tæki, budda með lyklum og eitthvað smálegt. Hann h afi fengið munina til baka að einhverju leyti en eitthvað hafi vantað upp á , t.d. hafi kíkirinn verið brotinn. Vitnið H kvaðst hafa vaknað við það einn morguninn nú í vetur að nágranni hefði tilkynnt honum um að líklega hefði verið brotist inn í bifreið h ans. Í ljós hafi komið að búið var að brjóta rúðu í bifreiðinni og hafi hann tilkynnt lögreglu um innbrotið. Hann kvaðst hafa fengið hluta af þeim munum sem stolið var til baka en þeir hefðu verið ónýtir. Vitnið Í lögreglumaður kvaðst hafa farið í útkall á heimili F í umrætt sinn. Hún hafi lýst atvikum svo að maður hefði bankað hjá henni og óskað eftir því að fá að koma inn af því að honum væri kalt. Hún hafi leyft honum að dvelja þar í einhvern 14 tíma og hafi hann stolið frá henni einhverjum munum. Hún hafi hringt á lögreglu til að fá aðstoð við að hafa upp i á þessum munum, fartölvu og einhverjum smámunum. Þá hafi hann skilið eftir hjá henni poka með munum sem hún hafi ekki kannast við. Síðar hafi komið í ljós að dótið í pokanum var að stórum hluta munir sem stolið hafði verið úr bifreiðum sem brotist hafði verið inn í og hafi þá verið í Fossvogi. Hann sagði manninn hafa fundist um fimm mínútum eftir að hann var kallaður út, og þá í næstu götu. Maðurinn hafi fengið farsíma F lánaðan til að hringja tvö til þrjú símtöl. Hann eitthvert samskiptaforrit og tekið af sér mynd með símanum. Það hafi því bæði verið mynd af ákærða og nafn hans í símanum. Þegar ákærði var handtekin n hefði hann verið með bakpoka með munum í, GPS - tæki, geisladiska, skráningarskírteini úr bifreiðum, nokkur kort og sitt lítið af hverju sem fólk geymir í bifreiðum. Talið hefði verið að munirnir væru úr þremur eða fjórum bifreiðum sem brotist hefði verið inn. Niðurstaða Ákærði hefur neitar sök hvað þennan ákærulið varð ar. Bar hann því við að muna ekki eftir atvikum. Hann rámaði eitthvað í komu sína í [ -- ] en minntist þess ekki að hafa farið inn í þær bifreiðar sem þýfið var talið vera úr og sagðist ekki hafa vitað af því að um þýfi væri að ræða. Þá gat hann ekki nafngre int þann aðila sem hann kvaðst hafa fengið munina hjá. Orðalag þessa ákæruliðar verður ekki skilið öðruvísi en svo að ákærði sé ákærður fyrir þjó f nað vegna töku fartölvunnar og einnig fyrir hylmingu hvað fartölvuna varðar þar sem hann var með hana í vörsl um sínum þegar hann var handtekinn. Samkvæmt c - lið 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgre iningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta. Verður ákæra að leggja fullnægjandi grundvöll að máli, þannig að fella megi dóm á það samkvæmt því sem í henni segir, enda verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laganna. Í ákæru er ætlaður þjófnaðar ákærða ekki heimfærður til refsiákvæða með vísun til 244. gr. almennra hegningarlaga. Verður því ekki hjá því komist að vísa ákæruliðnum frá dómi hvað varðar ákæru fyrir þj ófnað. 15 Eftir stendur að ákærði er ákærður fyrir hylmingu samkvæmt 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt orðalagi þessa ákæruliðar tekur brot ákærða til þeirra muna sem hann var með í fórum sínum þegar hann var handtekinn í Hraunbergi, sbr. orð alagið haft í vörslum sínum og haldið eftirtöldum munum frá lögmætum eigendum sínum, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða að [ -- ] , þ. á m. fartölvunnar sem hvarf úr íbúðinni í [ -- ] . Í ljósi framburðar F um að ákærði hafi tekið fartölvuna og þess að ák ærði var með tölvuna í fórum sínum þegar hann var handtekinn, þá er það niðurstaða dómsins, með hliðsjón af öðru sem fram er komið í málinu, að ákærði hafi hlotið að vera ljóst að tölvan væri þýfi. Fyrir liggur að ákærði hafði verið með alla þá muni sem í ákæru greinir og var ýmist með þá í vörslum sínum þegar hann var handtekinn eða hafði skilið þá eftir í [ -- ] . Í málsgögnum er ekki skýrt greint á milli þeirra muna sem ákærði var með við handtöku og þeirra sem hann skildi eftir að [ -- ] . Skýrt kemur þó fram í lögregluskýrslu að pottasett, geisladiskar og niðurfallsrör sem tekin voru úr bifreiðinni [ -- ] hafi verið í pokanum sem skilinn var eftir í [ -- ] . Hvað varðar Garmin GPS - staðsetningartæki, sjónkíki, loftmæli, lykla, einn kassa af haglaskotum og blástursm aska , þá kemur fram í málsgögnum að þessi munir hafi verið haldlagðir sem ætlað þýfi en ekki kemur þar fram hver fundarstaður þeirra var. Af málsgögnum má ráða að voru annað hvort í bakpokanum sem ákærði var með við handtöku eða pokanum sem hann er talinn hafa skilið eftir í [ -- ] . Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar s ekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Eins og rakið hefur verið einskorðast ákæran við þá muni sem ákærði hafði í fórum sínum þegar hann var handtekinn í [ -- ] . Í ljósi framangreinds verður að telja að vafi sé um það hvað hluti ákærði var með í vörslum sínum í [ -- ] , aðra en tölvuna. Ber að skýra þann vafa ákærða í hag og er hann því þegar af þeirri ástæðu sýknaður af hylmingu hvað varðar vörslur á þeim munum í [ -- ] . Í ljósi framangreindrar niðurstöðu um að dómurinn telji sannað að ákærði hafi haft fulla vitneskju um að fartölvan væri stolin , og með vísan til alls framangreinds telur dómurinn sannað , þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa , að ákærði hefi gerst sekur um um brot gegn 254. gr. almennra hegningarlaga vegna fartölvunnar og er brotið þannig rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. 16 VI Kafli V, ákæra frá 10. maí 2019 Málsatvik Ákærði er í þessum ákærulið ákærður fyrir þjófnað á tveimur ilmvatnsglösum og er ætlað brot hans talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var ákærði handtekinn föstudaginn 12. apríl 2019 grunaður um rán í Lyf jum og heilsu , verslunarmiðstöðinni Firðinum Hafnarfirði, eins og greinir í IV. kafla ákærunnar frá 10. maí 2019. H ann var handtekinn skömmu síðar á Reykjavíkurvegi og reyndist hann þá vera með ilmvatnsglös á sér. Þegar hann var spurður um ilmvötnin kvaðst hann hafa tekið þau handa kærustu sinni. Þá kemur fram í skýrslunni að starfsmenn Lyf ja og heilsu hafi staðfest að ilmvatnsglösin væru frá þeim. Meðal gagna málsins er ljósmynd af þeim munum sem talið var að ákærði hefði tekið úr versluninni og eru þar á meðal tvö ilmvatnsglös. Á framlögðum lista yfir varningin n Í málinu liggur fyrir skýrsla lögreglu um samtal við þrjá starfsmenn verslunarinnar, A , J og K . A kvaðst hafa verið á staðnum þegar ránið var framið. Kvaðst hún haf a þekkt manninn þar sem hann hefði áður stolið ilmvatni úr versluninni. J og K báru einnig um að hafa þekkt manninn þar sem hann hefði áður stolið úr versluninni. Fyrir liggur upplýsingaskýrsla lögreglu um samtal við vitnin L og M , sem staddar voru í versl uninni þegar ránið átti sér stað. L lýsti því svo að maðurinn hefði verið hjá snyrtivörunum og hefði hann rennt niður úlpunni sem hann var í eins og hann ætlaði að stela einhverju. Hún hafi bent Hildi á þetta og hafi þær rætt við starfsmann sem fór þá og t alaði við manninn. Maðurinn hafi þá farið út úr versluninni og hafi gengið fram og til baka um verslunarmiðstöðina. Hann hafi síðan komið aftur inn í verslunina og hafi þær báðar verið vitni að því þegar hann rændi verslunina og otaði þá hnífi að starfsman ni. Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af ákærða. Kvaðst hann hafa verið mjög veikur þennan dag, í miklum fráhvörfum og sárvantað morfín. Hann muni lítið eftir atvikum og hafi ekki rankað við sér fyrr en lögreglumaður hélt í hann. Framburður ákærðu o g vitna 17 Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst ekki kannast við að hafa stolið ilmvatnsglösunum úr versluninni. Hann kvaðst vera búinn að vera í stöðugri neyslu undanfarin ár og væri minni hans um atvik mjög misjafnt. Ákærða var kynnt að hann hefði verið með glösin þegar hann var handtekinn eftir rán í sömu verslun sama dag og kvaðst hann þá hafa verið búinn að eiga þau í einhvern tíma óátekin. Sagði ákærði að það væri ekki rétt að glösin væru ú r þessari versl un eins og starfsfólk verslunarinnar hefði haldið fram. Aðspurður um þann framburð hans við handtöku að gæti einnig þýtt að kaupa. Hann hafi keypt ilmvötnin í Hagkaup en muni ekki hvenær. Vitnið L kvaðst hafa verið með vitninu M inni í versluninni . Maðurinn sem um ræðir hafi þá verið hjá ilmvötnunum og hafi hún séð hann renna niður rennilás á úlpu sem hann var í. Henni hafi fundist hann setja ilmvatn inn á sig. Hún hafi hvíslað því að vink onu sinni sem hafi sagt henni að segja starfsmanni verslunarinnar, sem heitir A , frá þessu og hafi vitnið gert það. Starfsmaðurinn hafi þá talað við manninn og spurt hvort hún gæti aðstoðað hann. Maðurinn hafi sagt nei og gengið út úr versluninni. Hafi han n svo hangið fyrir utan verslunina. Þær hafi verið áfram inni í versluninni. Maðurinn hafi svo komið inn aftur og sagt eitthvað við starfsmanninn sem hefði spurt hvort hún gæti aðstoðað hann eitthvað. Maðurinn hafi þá tekið upp dúkahníf og otað honum að st arfsmanninum og sagt eitthvað sem vitnið heyrði ekki. Þær M hafi farið út úr versluninni á meðan maðurinn var þar inni. Henni hafi fundist hann setja ilmvatn inn á si g en ekki séð það. Hún hafi séð hann renna niður rennilás á úlpunni og síðan upp aftur. St arfsmaður í versluninni hafi sagt henni að maðurinn hefði komið þarna áður og stolið vörum. Vitnið kvaðst hafa séð að maðurinn hefði verið Grande ilmvatn en ekki séð hvað varð um það. Hann hafi ekki verið með þ að í höndunum eftir að hann rennd i rennilásnum aftur upp. Vitnið M kvaðst hafa ver i ð með vitninu L inni í versluninni. L hafi sagt henni frá því að þar inni væri maður sem væri að stela og hafi hún sagt henni að láta starfsmann vita. Starfsmaðurinn hafi þá talað við manninn sem þá hafi fa rið út úr versluninni og ráfað um fyrir utan hana og horft þangað inn. Síðan hafi hann komið inn aftur og þá otað hnífi að starfsmanninum. Þegar L sagði að hann væri að stela hefðu þær staðið nálægt afgreiðsluborðinu hægra megin í búðinni. Hún hafi sagt að hann hefði verið að stela ilmvatni og hafi hann, þegar þetta gerðist, verið þar sem ilmvötnin voru geymd. Vitnið kvaðst ekki hafa séð manninn með ilmvatn en séð 18 ilmvötnin seinna þegar komið var til baka með vörurnar sem talið var að hann hefði tekið. Vitn ið kvaðst hvorki hafa séð hann stela ilmvatni né vera með ilmvatn. Niðurstaða Ákærði neitaði sök hvað þennan ákærulið varðar þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi. Við rannsókn málsins var ákærði ekki spurður sérstaklega út í þjófnað á ilmvatnsglösunum og má ætla að við rannsókn málsins hafi verið litið svo á að ákærði hefði tekið ilmvötnin í sömu komu í verslunina og þegar hann framdi ránið sem lýst er í IV. kafla ákærunnar frá 10. maí 2019. Fyrir dómi kannaðist hann ekki við að hafa, þegar hann var handteki nn, viðurkennt að hafa tekið ilmvötnin. Fyrir liggur að hann var með ilmvötn þegar hann var handtekinn eftir ránið og starfsmenn verslunarinnar staðfestu við lögreglu að þau væru úr versluninni. Það var þó ekki staðfest af starfsmönnunum fyrir dómi. Þá gat vitnið L ekki fullyrt að ákærði hefði sett ilmvatnið inn á sig en sagði að hann hefði verið með annað þeirra í hendinni í umrætt sinn og staðið við ilmvötnin þegar þetta gerðist. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæ ruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ilmvö tnin fundust í fórum ákærða eftir ránið. Lítið hefur verið upplýst um atvik þegar ætlað brot átti sér stað og ekki hefur verið staðfest að ákærði hafi tekið ilmvötnin í þessari komu sinni inn í verslunina. Vitnið L grunaði að ákærði ætlaði að stela ilmvatn i og lét afgreiðslukonu vita en ekkert liggur fyrir um samskipti hennar við ákærða . Jafnvel þó að litið væri svo á að sannað væri að ilmvötnin væru úr versluninni , þá kemur fram í gögnum að starfsmenn hafi þekkt ákærða vegna þjófnaðar á ilmvötnum , en ekki liggur fyrir hvenær hann átti sér stað eða hvaða vörum var þá stolið. Af hálfu ákæruvalds ins hafa því ekki verið færð fram fullnægjandi gögn um að ákærði hafi stolið ilmvötnunum umrætt sinn. Gegn neitun ákærða verður sakfelling ekki byggð á þeim gögnum sem færð hafa verið fram fyrir dóminn. Með vísan til þess verður því ekki talið að fram sé komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um brot það sem greinir í V. kafla ákærunnar frá 10. maí 2019 og er hann því sýknaður af því broti. VII 19 Ákærði er fæddur árið [ -- ] . Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins , dagsettu 27. febrúar 2019 , hefur hann ítrekað frá árinu 2006 verið dæmdur til refsingar. Frá árinu 2010 hefur hann sjö sinnum verið dæmdur í samtals 51 mánaða r óskilorðsbundið fangelsi , m.a. fyrir mar gvísleg auðgunarbrot. Þar áður hafði hann verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til sektagreiðslna vegna hegningar - og sérrefsilagabrota. Ákærði var síðast dæmdur til refsingar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 31. maí 2017 og var hann þá dæmdur í 15 mán aða fangelsi , m.a. fyrir tilraun til ráns . Með úrskurði héraðsdóms 22. febrúar 2018 var ákærða á grundvelli 2. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsingar nr. 15/2016 gert að sæta afplánun á 150 daga eftirstöðvum refsingar samkvæmt þeim dómi , en ákærða hafði verið veitt reynslulausn á þessum dögum með ákvörðun Fangelsismálastofnunar frá 25. nóvember 2017. Ákærði er síbrotamaður í skilningi 72. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ljósi sakaferils hans verður við ákvörðun refsingar hans litið til 71., 72. og 255. gr. almennra hegningarlaga. Að þessu virtu og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar skal koma gæsluvarðhaldsvist ákærða eins og í dómsorði segir. Ákærði er sviptur ö kurétti í eitt ár frá birtingu dómsins að telja. Með vísan til tilgreindra lagaákvæða í ákærum málsins eru gerð upptæk samtals 0,58 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, 4,75 g af maríuhúana , ecstasy - tafla og 3,5 g af amfetamíni sem haldlögð voru við rannsók n málsins. Í málinu liggur fyrir einkaréttarkrafa Krónunnar ehf., kt. 000000 - 0000 , vegna þeirra atvika er greinir í I. hluta ákæru frá 10. maí 2019 og hefur ákærði viðurkennt bótaskyldu vegna hennar en gerir kröfu um að fjárhæð hennar verði lækkuð. Í ljósi málsgagna og játningar ákærða hvað þennan ákærulið varðar er ákærði dæmdur til að greiða Krónunni ehf., 71.115 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 15. nóvember 2018 og til 14. júní 2019, en síðan dráttar vexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi, en þá var ákærða kynnt bótakrafan, til greiðsludags. Þá greiði ákærði Krónunni ehf. málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 50.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisauka skatts af málflutningsþóknun. Vegna framangreindrar niðurstöðu og m eð vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal ákærði greiða 2/3 málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 1.200.000 krónur, en 1/3 þeirra greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið 20 höfð hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins , m.a. vegna vinnu við málið á rannsóknarstigi, umfang s málsins og tekið tillit til virðisaukaskatts. Þá greiði ákærði 181.049 krónur í annan sakarkostnað í samræmi við framlagt yfirlit ákæruvalds ins . Loks greiði ákærði þóknun vegna vinnu Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns við málið á rannsóknarstigi , sem þykir hæfilega ákveðin 70.000 krónur og hefur þá verið tekið til lit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti mál þetta Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari. Dóm þennan kveður upp Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari . D Ó M S O R Ð: Ákærði, Óðinn Freyr Valg eir sson, sæti fangelsi í 18 mánuði en ti l frádráttar komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur setið í frá 12. apríl 2019, með fullri dagatölu. Ákærði er sviptur ökurétti í eitt ár frá birtingu dómsins að telja. Upptæk eru gerð samtals 0,58 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, 4,75 g af maríhúana , ecst asy - tafla og 3,5 g af amfetamíni. Ákærði greiði Krónunni ehf. 71.115 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 , frá 15. nóvember 2018 til 14. júní 2019, en síðan dráttarvexti, s amkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags og 50.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði 2/3 málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns , sem ákveðinn er 1.200.000 krónur , en 1/3 hluti þeirra greiðist úr ríkissjóði. Þá greiði ákærði 181.049 krónur í annan sakarkostnað og 70.000 krónur í þóknun til Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns. Sigríður Elsa Kjartansdóttir