Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. maí 2022 Mál nr. E - 4255/2021: A (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) gegn Bændahöllinni ehf. (Alexander Örn Júlíusson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð, 9. maí sl., var höfðað með stefnu, birtri 10. september sl., af stefnanda, A , [...] , á hendur stefnda, Bændahöllinni ehf., [...] . Stefnandi gerir þær dómkröfur í málinu að stefndi verði dæmdur til þess a ð greiða stefnanda 1.265.930 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 632.965 krónum frá 1. október 2020, en af 1.265.930 krónum frá 1. nóvember 2020 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaða r af stefnda að teknu tilliti til virðisaukaskatts Stefndi krefst aðallega sýknu af dómkröfum stefnanda en til vara lækkunar þeirra. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Ágreiningsefni og málsatvik Málsatvik eru í megindráttum óumdeild, en stefnandi var þann [...] 2015 ráðinn til stefnda sem [...] félagsins í hlutastarfi, en var þá samtímis [...] félagsins. Þann [...] 2017 verður síðan sú breyting á að stefnandi verður [...] stefnda í fullu starfi, sbr. fyrirliggjandi ráðningarsamningur. Sí ðan voru gerðir tveir viðaukar við ráðningarsamning aðila, annar dags. 1. september 2018, en hinn 12. september 2019, sem fólu m.a. í sér breytingar á launakjörum og starfshlutfalli stefnanda hjá stefnda, þannig að stefnandi fór þá aftur í hlutastarf hjá s tefnda ásamt því að gegna öðru hlutastarfi. Hélst síðan þetta ráðningarsamband aðila fram til 28. febrúar 2020 þegar aðilar gerðu samkomulag sitt um starfslok stefnanda. En samkvæmt framangreindu samkomulagi aðila um starfslok stefnanda, dags. 28. febrúar 2020, skyldi stefnandi ljúka störfum hjá stefnda þá þegar þann 3. mars 2020, en þó halda fullum launum og launatengdum réttindum allt fram til 31. október 2020. 2 Stefnandi fékk óumdeilt greidd laun samkvæmt samkomulagi aðila um starfslok hans frá mars 2020 og til og með ágúst 2020. Voru þessar launagreiðslur til stefnanda enda til samræmis við uppsagnarákvæði í fyrrgreindum ráðningarsamningi stefnanda við stefnda, frá [...] 2017, um sex mánaða uppsagnarfrest. Þá liggur fyrir að stefndi hefur ekki greitt stef nanda umsamdar viðbótarlaunagreiðslur fyrir september og október 2020 samkvæmt samkomulagi aðila um starfslok frá 28. febrúar 2020. Tildrög þessa eru þau að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, 8. júlí 2020, var stefnda, Bændahöllinni ehf., veitt heimild t il fjárhagslegrar endurskipulagningar til 7. október 2020 sbr. lög nr. 57/2020. Heimildin var svo framlengd en rann út 7. júlí 2021. Með erindi f.h. stefnda, dags. 31. ágúst 2020, var stefnanda tilkynnt að hann mætti á meðan þessi heimild til fjárhagslegrar sinni er varðaði launagreiðslu fyrir ágúst 2020 og hún verið greidd eftir mótmæli af hálfu stefnanda. Stefnandi hafi þannig f engið launagreiðslur fyrir júlí og ágúst 2020 í samræmi við ofangreint samkomulag aðila um starfslok, þrátt fyrir að stefnda hefði þá þegar verið veitt áðurnefnd heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Stefndi hafi síðan, að sögn stefnanda, ekki b rugðist neitt frekar við mótmælum eða innheimtubréfum stefnanda í tengslum við stöðvun umsaminna launagreiðslna að öðru leyti en því að eiga frumkvæði að því að boða stefnanda á sáttafund aðila í mars á síðasta ári. Á þeim fundi hafi verið ræddar leiðir ti l að jafna ágreining aðila en stefndi síðan ekki svarað ítrekuðum erindum stefnanda til eftirfylgni vegna þess fundar, og enn síður hirt um greiðslu á umsömdum launagreiðslum fyrir september og október 2020, þrátt fyrir að njóta þá ekki lengur réttarvernda r laga nr. 57/2020. Stefnanda sé því nauðsynlegt að höfða mál þetta til greiðslu á kröfum sínum. Stefndi telur sér hins vegar ekki skylt að inna þessar greiðslur af hendi, eins og rakið er hér í málsástæðum. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi ví si til fyrirliggjandi ráðningarsamnings aðila þar sem hann hafi þann [...] 2015 verið ráðinn til starfa hjá stefnda sem [...] félagsins. Enn fremur vísi stefnandi til þess að umrætt ráðningarsamband aðila hafi haldist allt til 28. febrúar 2020, sbr. fyrir liggjandi samkomulag aðila um starfslok stefnanda. En á framangreindu tímabili hafi aðilar tvisvar samið um fyrirliggjandi viðauka við ráðningarsamning sem hafi falið í sér breytingar á launakjörum og starfshlutfalli. Samkvæmt framangreindu samkomulagi aði la um starfslok stefnanda, dags. 28. febrúar 2020, þá skyldi stefnandi ljúka störfum hjá stefnda þann 3. mars 2020, en þó halda fullum launum og launatengdum réttindum hjá stefnanda til 31. október 2020. 3 Stefnandi hafi fengið greidd laun samkvæmt samkomula gi um starfslok frá því í mars 2020 og og út ágústmánuð 2020. Stefndi hafi síðan vanrækt það að greiða umsamdar launagreiðslur til stefnanda fyrir mánuðina september og október 2020. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, 8. júlí 2020, hafi stefnda Bændahöll inni ehf. verið veitt heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar til 7. október 2020 á grunni laga nr. 57/2020. Sú heimild hafi svo verið framlengd en runnið út 7. júlí 2021. Með erindi f.h. stefnda, dags. 31. ágúst 2020, hafi stefnanda verið tilkynnt um ákvörðun að því er varði launagreiðslu fyr ir ágústmánuð 2020 og hún verið greidd eftir mótmæli stefnanda. Stefnandi hafi því fengið launagreiðslur fyrir mánuðina júlí og ágúst 2020 í samræmi við ofangreint samkomulag aðila um starfslok, þrátt fyrir að stefnda hefði þá þegar verið veitt heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Stefndi hafi síðan upp frá því ekki brugðist við mótmælum eða innheimtubréfum stefnanda í tengslum við stöðvun umsaminna launagreiðslna að öðru leyti en með því að eiga frumkvæði að því að boða stefnanda á sáttafund í m ars á síðasta ári. Á þeim fundi hafi verið ræddar leiðir til þess að jafna ágreining aðila, en stefndi síðan ekki svarað ítrekuðum erindum stefnanda um eftirfylgni vegna þess fundar, og enn síður hafi stefndi hirt um greiðslu á umsömdum launagreiðslum þrát t fyrir að njóta ekki lengur réttarverndar laga nr. 57/2020. Stefnanda sé því nauðsynlegt að höfða málið. Stefnandi vísi þar um til almennra reglna kröfuréttar, reglna samningaréttar um gagnkvæma samninga, um skuldbindingargildi loforða og efndir fjárskuld bindinga, vanefndir og afleiðingar þeirra. Þá vísist til laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Kröfur um dráttarvexti styðjist við reglur III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mg r. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en um varnarþing vísist til 33. gr. laganna. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi sé einkahlutafélag sem sé að fullu í eigu Bændasamtaka Íslands. Stefndi hafi verið stofnaður árið 1993 og sé fasteignafélag um fasteign Bændasamtaka Íslands að [...] sem þekkt sé sem Bændahöllin. Starfsemi stefnda felist í eignarhaldi á fasteign si nni að [...] , en stefndi sé systurfélag Hótel Sögu ehf., er hafi haft með höndum rekstur Radisson Blu Hótel Sögu í fasteign stefnda. Hafi Hótel Saga ehf. verið aðalleigutaki fasteignarinnar. Stefnandi hafi verið [...] stefnda en í stefnu komi fram að hann hafi verið ráðinn til starfa sem slíkur [...] 2015. Hinn [...] 2017 hafi verið gerður nýr ráðningarsamningur við stefnanda, sem síðan hafi verið gerðir tveir viðaukar við, [...] 2018, og [...] 2019. Skömmu síðar, eða 28. 4 febrúar 2020, hafi síðan verið gert samkomulag um starfslok stefnanda sem [...] , en sakarefnið hér varði það samkomulag. Fjárhagsstaða stefnda hafi þá þegar verið orðin afar tvísýn þegar framangreint samkomulag hafi verið gert og óvissa um rekstrarhæfi stefnda verið fyrir hendi. Nægi þar a ð nefna að við áritun óháðs endurskoðanda á fyrirliggjandi ársreikning stefnda 2018 hafi komið fram ábendingar um atriði sem valdið gætu óvissu um áframhaldandi rekstrarhæfi stefnda. Í áritun endurskoðandans á ársreikning stefnda 2019 segi síðan: m rekstrarhæfi [ - ] Eins og fram kemur í skýringu 13 þá er stærsti leigutaki félagsins í erfiðleikum og hefur það áhrif á veltufjárstöðu félagsins og greiðslu á láni sem er með einum gjalddaga á árinu 2020. Unnið er að endurskipulagningu fjármögnunar félags ins og á félagið í viðræðum við stærstu lánardrottna sína. Ekki er fyrirséð um hvort og hvernig tekst til við endurskipulagningu fjárhags félagsins og hvaða áhrif þetta ástand hefur á stöðu félagsins. Vegna framangreinds teljum við óvissu um rekstrarhæfi f Framangreind áritun hafi átt sér stað þann 28. febrúar 2020, eða þann sama dag og framangreint samkomulag við stefnanda um starfslok hans hafi verið undirritað. Fyrir liggi að aðalleigutaki fasteignar stefnda, systurfélagið Hótel Saga ehf., hafi ekki greitt húsaleigu nema fyrir hluta ársins 2019 og hafi ekki greitt stefnda leigu frá þeim tíma. Hafi vangreidd húsaleiguskuld myndað kröfu á efnahagsreikningi stefnda. Fjárhagsvandi stefnda og systurfélagsins, Hótel Sögu ehf., hafi átt sér ýmsar skýri ngar, en þær megi m.a. rekja til kostnaðarsamra framkvæmda við endurbætur á fasteigninni sem fjármagnaðar hafi verið með lántökum, til gjaldþrots Wow air hf. og síðar til Covid - 19 - heimsfaraldursins. Áskilji stefndi sér rétt til þess að leggja fram gögn und ir rekstri málsins til frekari útskýringar á þeim ástæðum þyki tilefni til þess. Fjárhagsstaða stefnda og óvissa um rekstrarhæfið hafi leitt til þess að stefndi hafi óskað eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til fjárhagslegrar endurskipulagningar sbr. lög nr. 57/2020 um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar frá 29. júní 2020 og með því verið freistað þess að komast í greiðsluskjól gagnvart kröfuhöfum félagsins. Sú heimild hafi verið veitt 8. júlí 2020 til þriggja mánaða, og heimildin hafi verið framlengd um sex mánuði með úrskurði héraðsdóms 21. október 2020, og enn í þrjá mánuði til viðbótar með úrskurði sama dómstóls 21. apríl 2021. Systurfélagið, Hótel Saga ehf., hafi samhliða því óskað eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til fjár hagslegrar endurskipulagningar, sbr. lög nr. 57/2020, og sú heimild verið veitt. Hótelið hafi hætt rekstri í nóvember 2020. Þann 31. ágúst 2021 hafi stjórn rekstrarfélags hótelsins farið þess á leit að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Hafi það síða n verið gert með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 22. september 2021. 5 Fjárhagsleg endurskipulagning stefnda standi enn yfir en við hana sé þess freistað að bjarga hagsmunum félagsins og hluthafa þess og jafnframt að fjármagna uppgjör á skuldum stefnda með sölu á aðaleign hins stefnda félags, fasteigninni að [...] . Stefnandi hafi hafið störf sem [...] stefnda 2015 og gegnt því starfi allt til 2020. Sá djúpstæði fjárhags - og rekstrarvandi sem stefndi hafi verið að glíma við hafi því að mestu orðið til í [ ...] - tíð hans. Hvíli ábyrgð á fjárhagnum því ekki síst á stefnanda enda hafi hann verið [...] stefnda stærstan hluta þess tímabils sem þau vandamál hafi hrannast upp sem leitt hafi til stöðu stefnda í dag. Samkvæmt fyrirliggjandi ráðningarsamningi stefn anda og viðaukum við hann hafi umsaminn uppsagnarfrestur stefnanda verið sex mánuðir, en samkvæmt 2. gr. hans hafi uppsagnarfresturinn verið gagnkvæmur. Óumdeilt sé að stefnandi hafi notið þeirra réttinda sem ráðningarsamningur hans hafi kveðið á um við st arfslok, eins og gildi um aðra starfsmenn stefnda. En með samkomulaginu um starfslok stefnanda hafi hins vegar verið samið um betri kjör en ráðningarsamningur aðila hafi kveðið á um. Þannig hafi með samkomulaginu verið kveðið á um það að stefndi ætti rétt til fullra launa og launaréttinda frá 1. mars 2020 til 31. október 2020, eða í 8 mánuði, sbr. 3. gr., í stað 6 mánaða. Að auki hafi verið kveðið á um það að hvorki væri óskað eftir viðveru stefnda eða beinu vinnuframlagi hans á starfslokatímabilinu, sbr. 2. gr. Stefndi byggi á því að í framangreindu hafi falist örlætisgerningur þáverandi stjórnar stefnda í þágu stefnanda sem hafi verið sérlega ívilnandi fyrir hann. Öllum aðilum málsins hafi mátt vera ljóst að sú ráðstöfun sem í samkomulaginu fólst hafi að þessu leyti verið ótilhlýðileg í ljósi aðstæðna sem uppi hafi verið í fjárhagsmálefnum stefnda þegar samkomulagið hafi verið gert. Byggi stefndi á því að öllum aðilum máls, jafnt þáverandi stjórn stefnda sem og stefnanda sjálfum, hafi mátt vera það fulllj óst að fjárhagsstaða stefnda hafi verið þess eðlis, þegar samkomulagið var gert, að engar forsendur hafi verið fyrir því að stefndi gerði samninga við starfsmenn sína sem veittu þeim sérstakar fjárhagslegar ívilnanir eða örlæti umfram ákvæði ráðningarsamni nga, eins og gert hafi verið í tilviki stefnda. Ekkert liggi fyrir um það á hvaða forsendum hafi verið ákveðið að umbuna stefnanda sérstaklega, umfram aðra, með þeim hætti sem samkomulagið hafi mælt fyrir um. Útilokað sé að rekstrarárangur stefnanda sem [. ..] stefnda geti réttlætt slíkan örlætisgerning, en auk þess verði ekki séð að starfskjarastefna í skilningi 54. gr. a í lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög hafi heimilað gerð slíks samkomulags, hafi slík stefna þá á annað borð verið til staðar. Af frama ngreindum ástæðum beri því að sýkna stefnda af dómkröfum stefnanda. Í því sambandi, og með vísan til þess er að framan greinir, vísist einnig til 51. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994. Af 1. mgr. hennar leiði að stjórn einkahlutafélags, framkvæmdast jóra og öðrum þeim sem heimild hafi til að koma fram fyrir félagsins hönd sé óheimilt að gera nokkrar þær ráðstafanir sem séu til þess fallnar að afla 6 ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Í fræðaskr ifum hafi verið talið að í reglunni felist efnisleg krafa um það að stjórnendur félaga byggi ákvarðanir sínar á því hvað teljist vera félaginu fyrir bestu. Með samkomulaginu um starfslok stefnanda hafi stefnanda hins vegar verið aflað ótilhlýðilegra hagsmu na á kostnað stefnda í skilningi ákvæðisins. Við mat á því hvort þeir hagsmunir er samkomulagið um starfslok hafi mælt fyrir um teljist ótilhlýðilegir í skilningi ákvæðisins beri einkum að horfa til fjárhagsstöðu stefnda á þeim tíma sem samkomulagið var ge rt, til stöðu stefnanda sem [...] á þeim tíma sem og til vitneskju stefnanda um þann fjárhagsvanda sem stefndi hafi þá þegar verið í. Í annan stað byggir stefndi á því að honum hafi beinlínis verið óheimilt að efna ákvæði samkomulagsins gagnvart stefnanda þegar á eftir því hafi verið gengið með vísan til 2. mgr. 51. gr. laga nr. 138/1994. En samkvæmt ákvæðinu sé félagsstjórn og framkvæmdastjóra óheimilt að framfylgja ákvörðunum hluthafafundar eða annarra stjórnaraðila félagsins ef ákvarðanirnar eru ógildar vegna þess að þær brjóti í bága við lög eða félagssamþykktir. Byggi stefndi á því að lög heimili ekki örlætisgerninga í ætt við þann sem samkomulag aðila hafi mælt fyrir um. Að sama skapi heimili samþykktir stefnda heldur ekki slíka örlætisgerninga. Þeir s éu auk þess ekki í neinu samræmi við tilgang stefnda eins og hann sé skilgreindur í samþykktum félagsins. Stefndi byggi á því að samkomulag um starfslok stefnanda hjá stefnda sé auk þess ekki skuldbindandi fyrir stefnda með vísan til 1. mgr. 52. gr. laga n r. 138/1994. Með vísan til þess sem að framan greini hafi aðilar samkomulagsins farið út fyrir heimildir er ákvæði laga nr. 138/1994 mæli fyrir um. Því sé skilyrði 1. tl. 1. mgr. 52. gr. fullnægt fyrir því að stefndi verði leystur undan skuldbindingum samk væmt samkomulaginu. Þá sé skilyrðum 2. tl. 1. mgr. 52. gr. laganna einnig fullnægt í þessu sambandi. Þannig hafi stefnda bæði mátt vera það ljóst að heimildir til gerðar samkomulagsins við hann hafi ekki verið fyrir hendi, auk þess sem ósanngjarnt teljist vera af hans hálfu, í skilningi ákvæðisins, að halda fram rétti sínum samkvæmt því gagnvart stefnda. Önnur ákvæði laga nr. 138/1994 leiði til sömu niðurstöðu. Þannig sé á því byggt að sú ráðstöfun fjármuna til stefnanda er í samkomulaginu hafi falist hafi ekki rúmast innan heimilda sem félagsstjórn sé veitt, sbr. 2. mgr. 78. gr. laga nr. 138/1994. Þá hafi ráðstöfunin verið óheimil samkvæmt meginreglu 73. gr. laganna. Þótt það ákvæði taki strangt til tekið til úthlutunar fjármuna félaga til hluthafa megi bei ta því með lögjöfnun gagnvart úthlutun stjórna á fjármunum til [...] eins og hér sé raunin. Framangreindum málsástæðum til viðbótar byggi stefndi á því að sýkna beri hann af dómkröfum stefnanda með vísan til 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð o g ógilda löggerninga. En í ljósi atvika málsins, fjárhagsstöðu stefnda og þeirrar augljósu ábyrgðar sem stefnandi beri sjálfur á henni, þá sé beinlínis óheiðarlegt af stefnanda að bera samkomulagið fyrir sig og byggja á því rétt gagnvart stefnda. 7 Að auki s é byggt á því að öllum lagaskilyrðum sé fullnægt fyrir því að dómurinn víki samkomulagi aðila um starfslok stefnanda, frá 28. febrúar 2020, til hliðar á grunni 36. gr. laga nr. 7/1936, enda leiði af atvikum málsins að það teljist ósanngjarnt af hálfu stefn anda að bera það fyrir sig og andstætt góðri viðskiptavenju í skilningi ákvæðisins. Með vísan til framangreinds beri því að sýkna stefnda af dómkröfum stefnanda, en varakrafa um stórfellda lækkun á kröfum stefnanda byggist á sömu málsástæðum. Stefndi mótmæ lir dráttarvaxtakröfu stefnanda. Komi til þess að fallist verði á dómkröfur stefnanda, í heild eða að hluta, þá byggir stefndi á því, með vísan til atvika máls, að ekki komi til álita að fella dráttarvexti á kröfur stefnanda frá fyrra tímamarki en við máls höfðun, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefndi mótmæli málskostnaðarkröfu stefnanda, en krafa stefnda þar um byggi á 130. gr. laga nr. 91/1991. Vísi stefndi annars til laga um einkahlutafélög nr. 138/1994, einkum til 51., 5 2., 54. gr. a., 73. gr. og 2. mgr. 78. gr., og til laga um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, einkum til 33. og 36. gr. Þá vísi stefndi til laga nr. 57/2020 um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Um vexti og drát tarvexti vísist til þeirra og til laga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. Niðurstaða Ágreiningur málsaðila afmarkast hér alfarið við það hvort stefnda verði gert að efna þann lið samkomulags aðila um starfslok stefnanda hjá stefnda, dags. 28. febrúar 2020, að greiða stefnanda vangreidd laun fyrir þar tilgreinda tvo mánuði, september og október 2020, sbr. 3. gr. samkomulagsins, en óumdeilt er að stefndi hefur efnt allar aðrar umsamdar launagreiðslur til stefnanda samkvæmt framangreindu samkomulagi. Ein s og rakið er hér að framansögðu þá byggir stefndi neitun sína á greiðslu á því að slík viðbótargreiðsla til stefnanda umfram ráðningarsamning aðila, dags. [...] 2017, sbr. 2. gr. hans, sem mælir fyrir um laun á sex mánaða uppsagnarfresti, en ekki til átta mánaða eins og starfslokasamkomulagið veitir stefnanda, teljist ótilhlýðileg og hafi farið í bága við ýmis ákvæði laga nr. 138/1994, m.t.t. óvissu um rekstrarhæfi stefnda þá samkomulagið var gert, en einnig er vísað til 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936. Hé r fyrir dómi gáfu aðilaskýrslu stefnandi og núverandi fyrirsvarsmaður stefnda, B nú stjórnarformaður, en vitnaskýrslu lét í té í síma C , sem var stjórnarformaður stefnda þegar samkomulagið, dags. 28. febrúar 2020, var gert við stefnanda. Í umræddri vitnaskýrslu staðfesti C þann skilning stefnanda að það hefði verið vilji stjórnarinnar að fallast á þennan aukna rétt stefnanda við ráðningarslit aðila þar sem stefnandi hefði viljað láta af störfum fyrir stefnda e n stjórnin hefði metið það svo að engu að síður hefði verið nauðsynlegt að hafa aðgang að stefnanda tveimur mánuðum lengur en ella vegna sérþekkingar hans á fjárhagslegum samskiptum hins stefnda félags við Arion banka hf., sem hefði verið helsti kröfuhafi þess, og hefði þetta því 8 þótt þjóna hagsmunum félagsins. Vísaði vitnið þá til þess að leitað hefði verið ráða hjá stefnanda í þessu skyni á umræddu tímabili. Sé litið til þeirra framangreindu gagna málsins, sem stefndi vísar til, þá er ljóst að fjárhagsleg staða stefnda var orðin mjög erfið þegar umrætt samkomulag um starfslok stefnanda var gert, þótt ekki verði hér fullyrt að félagið hafi þá verið fyrirsjáanlega ógjaldfært, enda hefur það ekki verið lýst ógjaldfært og hefur nú selt sína helstu eign, Bændah öllina, en að sögn er enn unnið að fjárhagslegu uppgjöri hins stefnda félags. Í ljósi alls framangreinds verður ekki fallist á með stefnda að unnt sé að staðhæfa að samkomulagið við stefnanda um viðbótarlaun í tvö mánuði á uppsagnarfresti hafi ótvírætt fal ið í sér ótilhlýðilega ívilnun stefnda til hans. En af hálfu vitnisins C hafa hér verið færðar fram það er telja verður gildar skýringar á þeirri ráðstöfun stefnda m.t.t. hagsmunamats sem stjórn stefnda lagði til grundvallar. Verður stefndi því í öllu fall i talinn vera bundinn af umræddu samkomulagi sínu við stefnanda og koma ákvæði laga nr. 138/1994 og nr. 7/1936, sem stefndi hefur hér vísað til, því ekki til álita til þess að hnekkja því bindandi samkomulagi stefnda gagnvart stefnanda. Að öllu framan greindu virtu verður það því niðurstaða dómsins að fallast beri á dómkröfu stefnanda eins og hún liggur hér fyrir í málinu, nema að ekki hafa þó verið færðar fram nægilegar útskýringar stefnanda fyrir dráttarvaxtakröfu hans, og verður því fallist á það með stefnda að dráttarvextir skuli í því ljósi taka mið af dómsuppsögu. Í ljósi þessara málalykta verður stefnda gert að greiða stefnanda 950.000 krónur í málskostnað m.t.t. virðisaukaskatts og hefur þá verið litið til málskostnaðaryfirlits. Málið flutti fyrir stefnanda Einar Oddur Sigurðsson lögmaður, en Alexander Örn Júlíusson lögmaður flutti málið fyrir stefnda. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Bændahöllin ehf., greiði stefnanda, A , 1.265.930 krónur, ásamt með d ráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá dómsuppsögudegi 19. maí 2022 og til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 950.000 krónur í málskostnað. Pétur Dam Leifsson