Héraðsdómur Suðurlands Dómur 14. október 2020 Mál nr. E - 201/2016 : iGwater ehf. ( Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður ) g egn Icelandic Water Holdings hf. ( Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður ) dómur: Mál þetta, sem höfðað var þann 23. maí 2016 og þingfest 15. júní sama ár, var dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 17. september 2020 . Stefnandi er iGwater ehf., , Skeifunni 19, Reykjavík. Stefndi er Icelandic Water Holdings hf., , Hlíðarenda, Ölfusi. Endanlegar d ómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda miska - og skaðabætur að fjárhæð 143.368.265 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , frá 15. júní 2016 til greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu miska - og skaðabóta að fjárhæð 69.966.097 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 15. júní 2016 til greiðsludags. Til þrautavara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu miska - og skaðabóta að fjárhæð 32.800.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 15. júní 2016 til greiðsludags. Ti l þrautaþrautavara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu miska - og skaðabóta að annarri, lægri fjárhæð að álitum, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 15. júní 2016 til greiðsludags. Í ö llum tilvikum er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. S tefnd i krefst sýkn u af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans samkvæmt mati dómsins eða málskostnaðarreikingi. Meðferð málsins fyrir dómi 2 Mál þetta var eins og áður er rakið þingfest þann 15. júní 2016. Með úrskurði dómsins uppkveðnum 17. nóvember sama ár var kröfu stefnda um að stefnanda yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu mál skostnaðar hafnað. Með úrskurði dómsins uppkveðnum 13. febrúar 2017 var kröfu stefnanda um framlagningu beiðni um dómkvaðningu matsmanna áður en leyst yrði úr frávísunarkröfu stefnda hafnað. Með úrskurði 25. apríl sama ár var kröfu stefnda um frávísun máls ins frá dómi hafnað. Tæpum tveimur mánuð um síðar, eða 21. júní sama ár , lagði stefnandi fram matsbeiðni, sbr. dskj. nr. 32., með ellefu spurningum sem óskað var eftir að matsmaður svaraði. Þ ann 28. júní sama ár var Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent v ið viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, dómkvaddur sem matsmaður í málinu og var matsgerð hans lögð fram í þinghaldi 17. október 2018. Í þinghaldi 5. desember 2018 lagði stefndi fram yfirmatsbeiðni og voru Birkir Leósson, löggiltur endurskoðandi, og Jón Ellert Lárusson, viðskiptafræðingur, dómkvaddir sem yfirmatsmenn í þinghaldi 20. mars 2019. Með úrskurði dómsins uppkveðnum 29. nóvember sama ár var kröfu stefnda um að stefnanda verði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar hafnað. Í þinghald i 2. janúar 2020 var yfirmatsgerð lögð fram. Vegna ástands tengdu covid farald r inum varð að fresta aðalmeðferð fram á vormánuði 2020. Aðalmeðferð málsins var fyrirhuguð þann 25. maí 2020 en var frestað að beiðni lögmanns stefnanda. Boðað var til aðalmeðf erðar þann 1 7 . september sama ár og við upphaf þinghalds þann dag tóku Sigurður G. Gíslason héraðsdómari og Arnar Már Jóhannesson, löggiltur endurskoðandi, sæti í dómnum. Helstu málavextir Samkvæmt gögnum málsins eru málavextir þessir helstir. Stefnand i máls þessa er einkahlutafélag. Samkvæmt samþykktum félagsins er aðalstarfsemi þess framleiðsla og útflutningur á vatni og vatnsafurðum og markaðssetning hér á landi og erlendis. Þann 2. september 2013 fór stefndi fram á það við sýslumanninn í Reykjavík að lagt yrði lögbann við notkun og hagnýtingu stefnanda á vörumerkjum stefnda ICELAND GLACIER ICELAND GLACIER - og myndmerki. Jafnframt krafðist stefndi þess að stefnand a yrði gert að fjarlægja af heimasíðu sinni, starfsstöðvum og verslunum, allar vörur, merkingar, auglýsingar og tilkynningar í hvaða formi sem 3 væri, þar sem ofangreind vörumerki stefnda kæmu fyrir. Lögbannsbeiðnin var fyrst tekin fyrir hjá sýslumanni þann 1 7. október 2013 eftir að stefndi lagði fram 1.500.000 krónur í tryggingu til bráðab ir gða í samræmi við ákvörðun sýslumanns þar um. Þann 29. október 2013 var lögbannsbeiðnin tekin fyrir að nýju og fallist á beiðni stefnda um að lagt yrði lögbann við notkun og hagnýtingu stefnanda á ofangreindum vörumerkjum eftir að lögð hafði verið fram 33.500.000 króna viðbótartrygging. Jafnframt féllst sýslumaður á kröfu stefnda um að stefnanda yrði gert að fjarlægja af heimasíðu sinni, starfsstöðum og verslunum allar vöru r, merkingar, auglýsingar og tilkynningar í hvaða formi sem væri þar sem vörumerki stefnda kæmu fyrir. Hafi gerðinni verið lokið 1. nóvember 2013 með greiðslu tryggingarfjár. Þann 6. nóvember sama ár höfðaði stefndi mál til viðurkenningar á réttindum sínum og staðfestingar lögbanninu, sbr. 1. og 2. mgr. 36. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. nr. 3 1 /1990. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum þann 27. október 2014, var framangreind lögbannsgerð felld úr gildi og stefnandi sýknaður af kröfu stefn da um notkun áðurnefndra vörumerkja. Hæstiréttur kvað upp dóm í framangreindu máli þann 4. júní 2015, sbr. mál nr. 731/2014, og staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Sama dag, þ.e. 4. júní sama ár , féll einnig dómur í Hæstarétti í öðru máli milli sömu aðila, þ.e. mál Hæstaréttar nr. 721/2014. Með þeim dómi Hæstaréttar var stefnanda ICELAND GLACIER það úr því að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50.000 krónur til stefnda, frá 20. júní sama ár , hafi skyld unni ekki verið fullnægt fyrir þann tíma. Er gerð grein fyrir framangreindum dómi í málavaxtalýsingu í greinargerð stefnda. Að dómi þessum gengnum hafi stefnandi breytt firmaheiti sínu í iGwater. Í greinargerð stefnda segir að í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 731/2014 um niðurfellingu hins umdeilda lögbanns hafi stefnandi þann 24. ágúst 2015 höfðað skað a bótamál á hendur stefnda. Hafi málinu verið vísað frá dómi með dómi Hæstaréttar 26. febrúar 2016 í máli nr. 120/2016. Mál þetta hafi síðan verið höfð að með stefnu birtri 23. maí 2016. Í málavaxtalýsingu í stefnu kemur fram að stefnandi hafi orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni vegna hins ólögmæta lögbanns og hafi stefndi fylgt því eftir með mikilli hörku, m.a. haft a ð fyrra bragði samband við sm ásöluverslanir sem selt hafi framleiðslu stefnanda og hvatt þær og aðra viðskiptavini stefnanda til að selja ekki vöru frá stefnanda. Þá hafi stefnandi þurft að eyðileggja og farga birgðum sínum og 4 fjarlæga vörur sínar úr smásöluverslunum og veitingahúsum. Einnig hafi lögbannið valdið eyðileggingu á markaðsstarfi stefnanda sem og spjöllum á lánstrausti hans . Í greinargerð er í meginatriðum vísað til málavaxtalýsingar í stefnu. Hins vegar mótmælir stefndi þeim málsástæðum sem stefnandi hafi vísað til í mál avaxtalýsingu í stefnu um ætlað gríðarlegt fjárhagstjón, spjöll á viðskiptahagsmunum , markaðsstarfi , markaðsefni og álitshnekki og spjöllum á lánstrausti vegna lögbanns stefnda og að stefndi hafi fylgt lögbanninu eftir með mikilli hörku. Um hafi verið að r æða hefðbundna lögbannsbeiðni og framkvæmd eftir því. Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á hendur stefnda aðallega á VII. kafla laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. nr. 31/1990, sbr. 1. mgr. 42. gr. laganna. Ótvírætt sé að stefndi sé bó taskyldur fyrir öllu því tjóni sem framkomin lögbannsbeiðni og lögbann það sem síðan hafi verið lagt á stefnanda að kröfu stefnda hafi valdið stefnanda, frá 1. nóvember 2013 til 3. júní 2015, þ.e. meðan á lögbanni stóð. Með hinu ólöglega lögbanni hafi me ira og minna glatast áralöng vinna við að setja vatnsframleiðslu stefnanda á markað. Í raun hafi orðið altjón á fyrirtæki og vinnu stefnanda, enda hafi hann byrjað allt sitt starf frá grunni undir nýju vörumerki og freistað þess að markaðssetja vöru sína a ð nýju. Þá hafi stefnandi orðið fyrir umtalsverðum álitshnekki á innlendum og erlendum mörkuðum vegna hins ólögmæta lögbanns. Einnig hafi stefnandi orðið fyrir beinu fjártjóni og sölutjóni og þar með missi hagnaðar. Stefnandi vísar til almennu skaðabótar eglunnar og þess að stefndi hafi bakað honum tjón með saknæmri og ólögmætri háttsemi sinni. Dæma beri stefnanda bætur sem geti gert hann eins settan og hið ólögmæta lögbann hefði aldrei verið lagt á. Því beri við ákvörðun bóta til handa stefnanda að taka t illit til þeirra r eðlilegu söluaukningar sem hefði orðið hjá stefnanda miðað við þá sölu sem hann ætti að vera með í dag, ef stefndi hefði ekki á ólögmætan hátt skaðað starfsemi hans. Aðalkrafa stefnanda sundurliða ði st upphaflega sem hér segir: 1.Bein útgjöld Stefnandi kveðst hafa orðið fyrr verulegum beinum útgjöldum vegna lögbannsmáls stefnda, eftirfarandi staðfestingarmáls og áfrýjunar til Hæstaréttar. Þá hafi stefnandi fengið til liðs við sig sérfræðinga í vörumerkjalögum o.fl. Nemi þessi kostnaður 5 stefnanda 8.556.778 krónum. Hluti þess kostnaðar hafi verið tildæmdur stefnanda sem málskostnaður fyrir héraðsdómi og Hæstarétti en til viðbótar sé vinna lögmanna og vinna frá Árnason Faktor ehf., sbr. nánar tilgreind framlög gögn málsins. 2.Vinna stefna nda Fyrirsvarsmenn stefnanda hafi þurft að verja verulegum tíma vegna málsvarnar í lögbannsmálinu og staðfestingamálinu. Um hafi verið að ræða vinnu við fundi með lögmönnum, gagnaöflun, viðbrögð við lögbanninu o.fl. Miðað við umfang og mikilvægi málanna s é lagt til grundvallar að fyrirsvarsmenn stefnanda hafi eytt u.þ.b. 20 vinnustundum á viku í málaferlin frá því lögbannsbeiðni stefnda hafi komið fram þann 2. september 2013 þar til greinargerð hafi verið skilað í staðfestingarmálinu þann 19. desember 2013 , eða í um 16 vikur alls. Því sé um að ræða 320 vinnustundir fyrirsvarsmanna sem hafi verið á launaskrá hjá stef n anda en eingöngu í vinnu vegna ólögmætrar lögbannsbeiðni stefnda. Sé þessi tím i varlega áætlaður af hálfu stefnda og nemi tjónið 15.000 krónum á klukkustund, eða alls 4.800.000 krónum. 3.Spjöll á lánstrausti Um spjöll á lánstrausti vegna hinnar ólögmætu aðgerðar stefnda vísar stefnandi til þess að hafa þurft að þola fjölmiðlaumfjöllum, þ.e. að hann hafi verið að brjóta lög með starfsemi sinni, auk annarra aðgerða stefnda sem hafi haft veruleg neikvæð áhrif á lánstraust stefnanda. Hafi lögbannið m.a. leitt til þess að allar bankalínur stefnanda hafi lokast og stefnandi þ.a.l. ekki fengið neina bankafyrirgreiðslu. Til þess að forða því að bú ste fnanda yrði tekið til gjaldþrotaskipta hafi eigendur stefnanda þurft að selja einbýlishús sitt að Svöluhöfða 17 í Mosfellsbæ og leggja andvirði þess inn í rekstur stefnanda. Hafi eigendur stefnda ekki átt annarra úrkosta þar sem lánafyrirgreiðsla félagsins hafi engin verið og gjaldþrot blasað við félaginu ef reikningar þess og opinber gjöld hefðu ekki verið greidd. Metur stefnandi framangreint tjón á 100.000.000 krónur. Þá hafi stefnandi orðið fyrir verulegum spjöllum á viðskiptahagsmunum sínum vegna hinn ar ólögmætu aðgerða stefnda. Vísar stefnandi þar til fjölmiðlaumræðu sem áður hefur verið vikið að og þess að stefndi hafi sett sig í samband við viðskiptamenn hans, bæði munnlega og bréflega, og tilkynnt þeim um ætlað lögbrot stefnanda, en framangreint ha fi haft gríðarlega neikvæð áhrif fyrir starfsemi og stöðu stefnanda. Meti stefnandi framangreint tjón að fjárhæð 500.000.000 krónur. 4.Glötuð verðmæti 6 Vegna hins ólögmæta lögbanns stefnda hafi stefnandi orðið að farga öllum birgðum sínum, taka til baka o g farga vörum sem seldar höfðu verið í smásöluverslanir og veitingahús, bæði hérlendis og erlendis. Auk þess hafi stefnandi orðið að farga miklu af umbúðum og auglýsingaefni sem framleitt hafði verði fyrir hann og greitt fyrir. Stefnandi metur tjón sitt ve gna þessa að fjárhæð 31.658.800 krónur. 5.Glatað markaðsstarf Vegna breytinga á umbúðum utan um vörur stefnanda hafi glatast mjög mikið markaðsstarf sem stefnandi hafði lagt í. Þá hafi stefnandi, meðan á hinu ólögmæta lögbanni stóð, þurft að leggja vinnu í að hanna nýjar umbúðir, nýja vefsíðu, ný tölvupóstföng og hefja nýtt markaðsstarf. Eftir að lögbannið hafi verið metið ólögmætt hafi stefnandi þurft að leggja aftur í kostnað og vinnu við að kynna fyrra vörumerki sitt. Metur stefnandi kostnað við framan greint að fjárhæð 11.809.450 krónur, sem hér segir: Í fyrsta lagi vegna þróunarvinnu að fjárhæð 9.944.800 krónur, sem ekki hafi komið að notum, og í öðru lagi hafi bæklingar o.þ.h. ekki nýst sem nemi 1.864.650 krónum. 6.Töpuð sala Stefnandi kveðst hafa or ðið fyrir miklu fjárhagstjóni vegna tapaðrar sölu, bæði hér á landi og erlendis. Tjónið hafi orðið vegna þess að stefnandi hafi þurft að taka til baka vörur sínar frá smásöluaðilum og veitingahúsum eins og um ólögmæta framleiðslu væri að ræða. Þá hafi sala hjá stefnanda dregist gríðarlega mikið saman, bæði vegna álitshnekkis sem fyrirtækið hafi orðið fyrir og eins vegna þess að framleiðs l uvörur hans í nýjum umbúðum hafi verið óþekktar og nýjar og því selst mun lakar en þær sem stefnandi hafði lagt mikla vin nu við að markaðssetja og kynna. Metur stefnandi tjón sitt að þessu leyti að fjárhæð 547.162.000 krónur. Tjón þetta sé áætlað. Í fyrsta lagi vegna sölu sem hann hafi orðið af við hið ólögmæta lögbann. Í öðru lagi sé um að ræða tapaða sölu vegna þess tíma s em það hafi tekið að vinna upp markaðsstarf að nýju og í þriðja lagi vegna tapaðrar sölu sem stefnandi mun verða fyrir þar sem það muni fyrirsjáanlega taka hann langan tíma að ná þeirri markaðshlutdeild sem hann hafi haft og stefnt hafi verið að. Grundvall ist téðar fjárhæðir og áætlun hans á ársreikningum stefnanda og ársreikningum stefnda, en stefnandi ráðgerir að hluti söluaukningar stefnda á tímabilinu hafi runnið til stefnanda. 7.Miskabætur 7 Stefnandi vísar til þess að ljóst sé að tjón hans verði ekki að fullbætt þótt hann fái bætt tjón það sem rakið hefur verið í töluliðum 1 - 6 hér að framan. Vísar stefnandi til þess að hann, starfsmenn félagsins og eigendur hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna hins ólögmæta lögbanns sem ekki sjái fyrir endann á. Þ annig hafi orðspor félagsins út á við skerst og muni það fyrirsjáanlega hafa veruleg áhrif á afkomu félagsins í framtíðinni, bæði með minni sölu en orðið hefði ef ekki hefði komið til hinnar ólögmætu háttsemi stefnda og eins með dýrara og erfiðara markaðss tarfi. Metur stefnandi miska sinn samkvæmt framangreindu að fjárhæð 150.000.000 krónur. Vísar stefnandi til 42. gr. laga nr. 31/1990 kröfu sinni um miskabætur til stuðnings. Í öllum framangreindum tilvikum áskilur stefnandi sér rétt til að leggja fram gö gn og mat dómkvadds matsmanns til sönnunar á framangreindum upphæðum, verði þeim mótmælt. Samkvæmt öllu framansögðu nemi aðalkrafa stefnanda samtals að fjárhæð 1.353.987.028 krónur. Varakrafa stefnanda Fallist dómurinn ekki á að stefnanda hafi tekist að sanna beint fjártjón sitt og miska er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnda skaða - og miskabætur að álitum dómsins, sbr. heimild í 1. mgr. 42. gr. laga nr. 31/991 um kyrrsetningu og lögbann o.fl. Byggir stefnandi á því að háttsemi stefnda h afi leitt til eiginlegrar rekstrarstöðvunar stefnanda og missi hagnaðar af þeim sökum og þess að í samræmi við venju og viðurkenndar kenningar hafi dómstólar heimild til að ákveða fjárhæð skaðabóta vegna rekstrarstöðvunar að álitum. Vísar stefnandi til þ ess að ef aðalkrafa stefnanda nái ekki fram að ganga verði að líta til þess að líkur séu fyrir því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni af völdum stefnda. Þannig hafi lögbannsaðgerðin leitt til eiginlegrar rekstrarstöðvunar stefnanda en slíkt tjón beri skað valdi að bæta eins og allt annað tjón. Rekstrarstöðvun stefnanda hafi orðið vegna þess að fyrir tilverknað stefnda hafi stefnandi verið sviptur öllum möguleikum til að stunda starfsemi sína, þ.e.a.s. þau lögmætu viðskipti sem séu tilgangur stefnanda samkvæ mt samþykktum hans, en slíkt verði almennt að teljast vera til þess fallið að valda tjóni fyrir missi hagnaðar og öðru tjóni vegna tilfallandi kostnaðar við að halda lágmarks starfsemi á þeim tíma, t.d. að halda bækur félagsins, gera ársreikninga, telja fr am til skatts og í þessu máli sérstaklega mikil vinna stefnanda við að halda uppi réttmætum kröfum félagsins á hendur stefnda. Um bætur að álitum 8 við aðstæður eins og í máli þessu vísar stefnandi til dóma Hæstaréttar í málum nr. 101/1998 og 403/1998. Ste fnandi vísar til þess að hann haf i gert það sennilegt að hann hafi orðið fyrir tjóni, eða a.m.k. leitt nægar líkur að því að svo hafi verið. Þannig hafi stefnandi gert grein fyrir því í hverju tjón hans hafi falist, tengsl þess við atvik málsins, þ.e. hins ólögmæta lögbanns, þannig að dómnum sé heimilt að dæma honum skaðabætur úr hendi stefnda að álitum. Stefnandi kveður kröfufjárhæðir byggjast á reikningum úr bókhaldi stefnanda og dótturfélaga hans. Einnig byggist þær á mati stefnanda byggðar á gögnum er stafa frá stefnanda og þeim upplýsingum sem hann hafi um sölu á vatni frá Íslandi þann tíma sem lögbannið hafi staðið yfir. Gengi erlendra mynta sé miðað við miðgengi 23. maí 2016 (USA 124,17 kr.) Um lagarök vísar stefnandi til laga um kyrrsetningu, lögba nn o.fl., nr. 31/1990, einkum 42. gr. laganna. Einnig vísar stefnandi til laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um skaðabótakröfur sínar vísar stefnandi til almennra reglna skaðabótaréttar. Um varnarþing til 3 3. gr. laga nr. 91/1991 og um málskostnað til 130. gr. sömu laga. Endanlegar dómkröfur stefnanda , sem lagðar voru fram við upphaf aðalmeðferðar málsins, eru verulega lægri en upphaflegar kröfur hans en þær eru ekki sundurliðaðar sérstaklega. Við munnlega n flutning málsins kvað stefnandi aðalkröfu sína byggða á matsgerð Gylfa Magnússonar , varakrafan sé byggð á niðurstöðu yfirmatsmannanna Birkis Leóssonar og Jón Ellerts Lárussonar að viðbættu svar undirmatsmanns við 5. spurningu og þrautavarakrafan sé byggð á niðurstöðu yfirmatsmanna. Málsástæður stefnda Stefndi mótmælir öllum kröfum og málsástæðum stefnanda og byggir á því að hann hafi ekki valdið stefnanda tjóni, auk þess sem ætlað tjón stefnanda sé alfarið ósannað. Hafi stefnandi orðið fyrir tjóni sé það rekja til atriða sem séu alls óháð lögbanninu. Einnig byggi stefndi á því að stefnandi hafi ekki gætt að tjónstakmörkunarskyldu sinni. Sýkna verði stefnda af öllum kröfum stefnanda enda séu ekki fyrir hendi skilyrði laga nr. 31/1990, almennu skaðabótar eglunnar eða annarra reglna fyrir bótaskyldu. Varðandi þá málsástæðu stefn an da að hið ætlaða tjón megi rekja til lögbanns stefnda vísar stefndi til þess að í málatilbúnaði sínum líti stefnandi algerlega fram hjá 9 dómi Hæstaréttar í máli nr. 721/2014 þar sem stefnanda hafi verið meinað að nota ICELA N D GLACIER í firmaheiti sínu, en firmaheiti stefnanda hafi verið á öllum vörum og notuð í markaðsstarfi hans. Þannig hefðu hinar ætluðu afleiðingar lögbannsins, sem stefnandi tilgreini í aðal - og varakröfu sinni , allt eins getað komið til vegna niðurstöðu Hæstaréttar í áðurnefndu máli. Stefndi sé eðli málsins samkvæmt ekki ábyrgur fyrir kostnaði sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna lögmætrar og bindandi dómsúrlausnar Hæstaréttar. Það leiði af almennum meginreglum skaðabótaréttar og 42. gr. laga nr. 31/1990, þar sem skaðabætur séu takmarkaðar við afleiðingar lögbannsins fyrir stefnanda. Vísar stefndi til þess að stefnandi hafi lagt fram nokkuð af gögnum er virðist varða rekstur annarra erlendra aðila og ætlað tjón utan íslenskrar lögsögu. Mótmælir stefndi því að geta borið skaðabótaábyrgð vegna þessa. Þannig sé sönnun fyrir tjóni stefnanda algjörlega ábótavant. Betur hefði þurft að standa að sönnunarfærslu þar sem ekkert bendi til þess að stefnandi tappi á flöskur h ér á landi eða flytji inn flöskur til sölu eða annist annan rekstur sem lögbannið nái til. Þannig sé það alfarið ósannað hvernig lögbannið eigi að hafa valdið stefnanda nokkru tjóni. Um aðalkröfu stefnanda, töluliði 1 - 7. 1.Bein útgjöld Stefndi vísar til þess að umrædd krafa stefnanda feli í sér málskostnað sem þegar hafi verið dæmdur, þ.e. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 27. október 2014 þar sem tekið hafi verið sérstaklega fram að þar væri meðtalinn kostnaður í tengslum við rekstur lögbannsmálsins. Þá hafi stefnand a einnig verið dæmur málskostnaður í dómi Hæstaréttar frá 4. júní 2015 í máli nr. 731/2014 vegna lögbannsmálsins og reksturs þess fyrir dómstólum. Þannig hafi þegar verið tekin afstaða til kröfu stefnanda um bein útgjöld vegna lögbannsmáls st efnda, eins og stefnandi viðurkenni í raun í stefnu. Með vísan til meginreglu íslensks skaðabótaréttar um að tjón fáist ekki tvíbætt, svo og meginreglu einkamálaréttarfars um res judicata, sbr. 2. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, beri því að hafna kröfu st ef n anda. Stefndi vísar til þess að tilvísun stefnanda þess efnis að um sé að ræða viðbótarkostnað, sem reyndar sé ekki sundurliðaður sérstaklega frá fyrri málskostnaðarkröfu í stefnu, breyti engu enda um að ræða málskostnað úr öðru máli sem þegar hafi ve rið dæmdur. Þá bendir stefndi á að stefnandi hafi ekki skýrt nauðsyn kostnaðarins eða orsakasamband við lögbannsbeiðni stefnda og þannig ekki leitt að því líku r að stefnandi eigi tilkall til skaðabóta úr hendi stefnda. 10 2.Vinna stefnanda Kröfu stefnanda samkvæmt þessum lið mótmælir stefndi sem alfarið ósönnuðum. Auk þess mótmælir stefndi því að ætlaður kostnaður sem þessi fáist bættur samkvæmt ákvæðum laga nr. 31/1990 eða almennum reglum skaðabótaréttarins. Vísar stefndi til þess að ekkert liggi fyrir um hina ætluðu vinnu stefnanda, hvort þurft hafi að inna hana af höndum, hvert verðmæti vinnunar ætti að vera eða hvaða tjóni stefnandi hafi orðið fyrir með því að sinna þessari vinnu og allra síst að lögbannsþoli geti krafist bóta vegna ætlaðs tjóns sem þess og þá á hvaða grundvelli. Vinnuframlag málsaðila vegna deilumáls sé almennt ekki launað sérstaklega og þar sem stefnandi hafi ekki rökstutt af hverju svo ætti að vera í máli þessu, verði að hafna kröfum stefnanda. 3.Spjöll á lánstrausti Stefndi vísar ti l þess að orsakasamband hafi ekki verið til staðar varðandi þá málsástæðu stefnanda að fyrirsvarsmenn stefnanda hafi þurft að selja einbýlishús sitt. Þá liggi ekkert fyrir um að fjármunir þessir hafi farið með beinum hætti upp í kostnað sem rekja megi til lögbannsins. Stefndi hafnar því að lokun bankalína, sem stefnandi vísi til, megi rekja til lögbannsins. Líkleg ra sé að fjárhagsstaða stefnanda hafi staðið á brauðfótum fyrir, eins og ársreikningar félagsins gefi til kynna. Þá sé mat stefnanda á tjóni, eð a 100.000.000 krónur, úr lausu lofti gripið, auk þess ósönnuð og allt of há. Loks vísar stefndi til þess að stefnandi hafi ekki lagt fram sönnur þess að lánalínur hafi í reynd lokast og hafi svo verið að það hafi verið vegna lögbannsins. Varðandi fjárhæð vegna verulegra spjalla á viðskiptahagsmunum, 500.000.000 krónur, vísar stefndi til þess að e ngin gögn séu lögð fram þessu til stuðnings. Er fjárhæðinni mótmælt sem ósannaðri sem og að orsakasamband sé til staðar. Það sama gildi um tjón vegna fjölmiðlau mfjöllunar og annarra aðgerða stefnda. Varðandi fjölmiðaumræðu vísar stefndi til þess að hann geti ómögulega tekið ábyrgð á því hvernig fjölmiðar hafi fjallað um fyrri háttsemi fyrirsvarsmanna stefnanda, sbr. framlögð skjöl stefnanda að þessu leyti, þau gö gn bendi til þess að til umfjöllunar hafi verið dæmt misferli fyrirsvarsmanna stefnanda fremur en setningin Vatnsátöppunarfyrirtækið Iceland ic Water Holdings fékk á dögunum lögbann á notkun fyrirtækisins Iceland Glacier Wonders á vörumerkinu Iceland Glaci er sé eina setningin sem vísi til lögbannsins. 11 Þá vísar stefndi til þess að um sé að ræða tvö mál, ekki eingöngu lögbannsmálið, sbr. mál Hæstaréttar nr. 731/2014. Með dómi réttarins í máli nr. 721/2014 hafi því verið slegið föstu að stefnandi hafi brotið lög í starfsemi sinni með því að nota ICELAND GLACIER í firmaheiti sínu. Framlögð skjöl beri með sér að um þetta hafi einnig verið fjallað í fjölmiðlum. Þannig sé fráleitt að ætla að ef stefnandi hafi orðið fyrir tjóni, sem mótmælt sé, megi eingöngu rekja það til umfjöllunar um lögbannið. Þá vísar stefndi loks til þess að ekki verði bætt úr vanrækslu stefnanda við að sanna að uppfyllt séu skilyrði skaðabótaskyldu með mati dómkvadds matsmanns. 4.Glötuð verðmæti Stefndi mótmælir framangreindri kröfu stefnanda og þeim dóm s kjölum sem stefnandi hafi lagt fram kröfu sinni til stuðnings. Þá sé ekki frekar en í öðrum tilvikum uppfyllt skilyrði um orsakasamband milli förgunar og lögbannsins. Sérstaklega sé því mótmælt að förgun erlendis tengist lögbanninu og vörum stefnanda. Þá skipti hér verulegu máli að óháð lögbanninu hafi stefnandi í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 721/2014 verið meinað að nota ICELAND GLACIER í firmaheiti sínu, og því þurft að farga eða breyta umbúðum og auglýsingaefni. 5.Glatað mar kaðsstarf Stefndi telur framangreinda kröfu háða sömu annmörkum og aðrar kröfur eins og áður hefur verið rakið. Þá vísar stefndi til þess að engin gögn hafi verið lögð fram sem staðfesti að stefnandi hafi þurft að hanna nýjar umbúðir, nýja vefsíðu, nýtt t ölvupóstfang og hefja nýtt markaðsstarf. Þá liggi ekki frammi dómskjal nr. 13 sem eigi að vera reikningur vegna dómskjals nr. 12. Enn bendir stefndi á áhrif dóms Hæstaréttar í máli nr. 721/2014 í þessu sambandi. Augljóst sé að ekki hafi verið um nauðsynleg ar aðgerðir að ræða vegna tímabundins lögbanns og því ljóst að jafnvel ef einhver n hlut a kostnaðarins væri að rekja til lögbannsins, sem stefndi hafnar þó, þá yrði stefnandi að bera hallann af því að hafa ekki takmarkað tjón sitt eins og kostur var. 6.Töp uð sala Stefndi mótmælir ofangreindri kröfu og vísar til þess að engar upplýsingar liggi fyrir um sölu eða viðskiptasamninga stefnanda fyrir lögbannið. Þá sé fjárhæð kröfunnar fráleit og í engu samræmi við fjárhag félagsins fyrir eða eftir lögbannið. Ekki verði séð af gögnum málsins að stefnandi hafi heimild til átöppunar vatns hér á landi og þá hafi hann engin gögn lagt fram um sölu hér á landi fyrir og eftir lögbannið. 12 Sérstaklega sé því mótmælt að hin ætlaða glataða sala stefnanda erlendis tengist hinu umdeilda lögbanni og að stefndi ber i skaðabótaábyrgð vegna þess. spjöll á lánstrausti sem einnig sé fjallað um ætluð spjöll á viðskiptahagsmunum óskýr og virðist sem stefnandi sé að tvítaka ým sa þætti krafna sinna og því sé kröfum sérstaklega mótmælt að þessu leyti. Þá vísar stefndi til þess að hið ætlaða tjón vegna ætlaðrar tapaðrar sölu, svo og lýsing á ætluðu tjóni vegna hinna ætluðu spjalla á viðskiptahagsmunum, sé í brýnni andstöðu við f réttatilkynningu á heimasíðunni www.drinksnowater.com frá 10. mars 2014 þar sem segi að samkvæmt upplýsingum frá stefnanda hafi söluaukning verið 200% frá júní 2013. Því sé ástæða til að efast um allar tölur sem stefnandi setji fram, þ.á m. ársreikningi sem nýlega hafi verið skilað. Þá vísar stefndi enn og aftur til dóms Hæstaréttar í máli nr. 721/2013 og þess að niðurstaða þess máls hefði allt eins getað leitt til ætlaðs kostnaðar, ef einhver hafi verið. 7.Misk abætur Stefndi vísar til þess að stefnandi sé félag í atvinnurekstri en slíkt félag geti ekki orðið fyrir ófjárhagslegu tjóni sem leiði til miskabóta, hvorki eftir almennum reglum skaðabótaréttar né ákvæð um 42. gr. laga n. 31/1990 og því sé alls óljóst hvernig stefnandi ætlar að láta dómkveðja matsmann til þess að meta ófjárhagslegt tjón félagsins til miska. Stefndi vekur athygli á því að stefnandi virðist undir þessum kröfulið byggja á einhvers konar ætluð um álitshnekki, en sami ætlaði álitshnekkur sé grundvöllur krafna hans um bætur vegna ætlaðrar tapaðrar sölu, spjalla á viðskiptahagsmunum og lánstrausti. Þannig virðist sem stefnandi sé að marg krefja stefnda um sömu bætur og sé kröfum stefnanda mótmælt a ð þessu leyti. Að lokum bendi r stefndi á að gríðarlegur munur sé á fjárhæðum sem stefnandi byggi á í stefnu og þeim fjárhæðum sem sýslumaður hafi talið eðlilega tryggingu fyrir því lögbanni sem stefndi fór fram á. Um varakröfu stefnanda Stefndi mótmæli r varakröfu stefnanda. Þá sé því hafnað að lögbannsbeiðni stefnda eiginlegrar rekstrarstöðvunar fráleit og ósönnuð. Við skoðun ársreikninga stefnanda komi í ljós að ýmsar skýringar á fjárhagsstöðu fél agsins séu stefnda alls óviðkomandi. Byggir stefndi á því að stefnandi hafi ekki leitt að því líku r að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins 13 eins og m.a. sé ljóst af samanburði ársreikninga stefnanda árin 2012, 2013 og 2014. Þá hafi engin tilraun v erið gerð af hálfu stefnanda til að sundurliða hið ætlaða tjón vegna lögbannsins frá kostnaði sem leitt hafi af dómi Hæstaréttar í máli nr. 721/2014. Byggi r stefndi á því að enginn kostnaður hafi hlotist af lögbanninu þegar tekið hafi verið tillit til niðu rstöðu þess dóms sem féll sama dag og lögbannið hafi verið fellt úr gildi. Þá séu ekki skilyrði til að ákvarða bætur að álitum ef ekki hafi verið leiddar líkur að tjóni sem eigi að hafa orsakast af hinu umdeilda lögbanni og því verði að hafna kröfu stefn anda. Þá byggi stefndi einnig á því að lögbannið hafi engin úrslitaáhrif haft á rekstur stefnanda og ekki séu forsendur til að dæma honum bætur enda hvorki tjón né orsakasamband til staðar. Stefnandi hafi kosið að grípa til ýmissa viðskiptalegra ráðstafana á greindu tímabili sem séu í engum tengslum við lögbannið. Því verði að sýkna stefnda. Um lagarök vegna sýknukröfu sinn ar vísar stefndi til ákvæða laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., einkum 42. gr., 43. gr. og 17. gr. laganna. Einnig vísar stefndi til almennra reglna skaðabótaréttarins, laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þ.á m. 5. mgr. 101. gr. og 2 mgr. 111. gr. laganna. Um málskostnað vísar stefndi til 1. mgr. 130. gr. og 1. mgr. 131. gr. áðurnefndra laga og vegna kröfu um greiðslu vir ðisaukaskatts vísar stefndi til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Í þinghaldi þann 2. janúar sl. lagði lögmaður stefnda fram dómskjal nr. 39, starfsleyfi stefnanda. Í starfsleyfisskilyrðum er að finna lista yfir framleiðsluvörur og er hann svohljóðandi: Átappað neysluvatn (Drinking - water), til útflutnings í plastpokum/b löðrum sem taka um 24.000 ltr. hver og sent til kaupenda í 20 feta Í yfirmatsbeiðni er vikið að því að stefnandi hafi ekki svarað spurningum stefnda um það markaðsefni sem félagið telji að hafi ónýst, þ.m.t. auglýsingar, kynningarbæklingar eða sýni seintök þeirra vatnsflaska sem hann segist hafa fargað. Hafi þetta þýðingu þar sem stefndi telji að markaðsstarf stefnanda hafi verið í andstöðu við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005. Þar vegi þyngst að stefnandi hafi marka ðssett vöru sína með röngum fullyrðingum um að vatnið kæmi úr jökuluppsprettu við Eyjafjallajökul. Í greinargerð til matsmanns sé því svo haldið fram að vatnið kæmi ofan jarðar og hefði aldrei komið í snertingu við jörð. Þess vegna telji stefnandi að vatni ð henti börnum og óléttum konum. Hið rétta sé að stefnandi hafi einungis haft starfsleyfi til átöppunar kranavatns úr vatnsveitu 14 Vestmannaeyja til útflutnings í plastpokum eða blöðrum, sent út til kaupenda í 20 feta gámum. Sé því um venjulegt kranavatn að ræða, en í starfsleyfinu hafi stefnanda verið Við munnlegan flutning málsins byggði stefndi á því að lögbannið hafi ekki girt fyrir lögmæta starfsemi stefnanda, end a hafi hann ekki haft starfsleyfi fyrir átöppun, sölu eða dreifingu vatns innanlands. Af því leiði að stefndi geti ekki borið skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns sem hlotist hafi af því að stefnandi hafi látið af ólögmætri sölu og dreifingu vatns innanlands . Hafi slík sala og dreifing stefnanda verið andstæð starfsleyfi og 2. mgr. 9. gr. og 20. gr., sbr. 31. gr. matvælalaga nr. 93/1995 og 6. gr. og 40. gr., sbr. 67. og 71. gr. laga nr. 7/1998 um mengunarvarnir. Stefnandi mótmælti þessari málsástæðu sem of s eint fram kominni. Undirmatsgerð Eins og áður greinir óskaði stefnandi í þinghaldi þann 21. júní 2017 eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta hvort stefnandi hefði orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna lögbanns sem lagt hafi verið á stefnanda 2 9. október 2013, og ef svo væri, hversu umfangsmikið fjártjónið væri. Var þess óskað að matsfjárhæðir væru sundurliðaðar með og án virðisaukaskatts. Nánar tiltekið óskaði stefnandi svara við ellefu matsspurningum. Fram kom í matsbeiðni að með matinu hygðis t stefnandi sanna að hann hafi orðið fyrir tjóni sem væri afleiðing af lögbanni sem stefndi hafi látið leggja á starfsemi stefnanda, en lögbannið hafi síðar verið dæmt ólögmætt. Matsgerð hins dómkvadda matsmanns, Gylfa Magnússonar, er dagsett 6. septembe r 2018. Með henni fylgdu tveir viðaukar, annars vegar fundargerð matsfundar 27. september 2017, og í öðru lagi spurningar matsmanns sem lagðar hafi verið fram á áðurnefndum matsfundi. Í inngangi matsgerðar kemur fram að matið byggi á hagfræðilegri greining u matsmanns, sem hafi lokið doktorsprófi í hagfræði. Stuðst hafi verið við framlögð skjöl í málinu og gögn sem aðilar máls hafi látið matsmanni í té, þ.á m. tvær möppur með margvíslegum gögnum sem matsbeiðandi hafi lagt fram í kjölfar matsfundar 27. septem ber 2017 sem ítarefni og svör við spurningum matsmanns. rekstur sprotafyrirtækja á neysluvörumakaði. Þá er fjallað um ársreikninga stefnanda 15 árin fyrir lögbannið, þ.m.t. þróun söl u stefnanda árin 2009 til 2014, dregnar fram nokkrar lykilstærðir úr rekst r i árin 2010 til 2014. Þá er fjallað um aðferðir við verðmat fyrirtækja. Matsspurningar voru eins og áður greinir ellefu og margar í nokkrum liðum. Hér á eftir verður gerð grein fyr ir þeim og svörum hins dómkvadda matsmanns. Matsspurning nr. 1: Telur matsmaður matsbeiðanda hafa orðið fyrir beinum útgjöldum vegna lögbannsmálsins, eftirfarandi staðfestingarmáls og áfrýjunar staðfestingarmálsins til Hæstaréttar? Hefur matsbeiðandi orðið fyrir útgjöldum vegna álita sérfræðinga í vörumerkjarétti vegna lögbannsins? Hefði matsbeiðandi komist hjá framangreindum kostnaði að mati matsmanns ef lögbannið hefði ekki komið til? Ef matsmaður telur matsbeiðanda hafa orðið fyrir tjóni vegna þess a þá óskast sú fjárhæð metin af hálfu matsmanns, rökstudd og sundurliðuð Svar matsmanns : Matsmaður telur engan vafa leika á að stefnandi hafi orðið fyrir margvíslegum beinum útgjöldum vegna lögbannsmálsins, staðfestingarmálsins og áfrýjun þess. Einkum sé um að ræða lögfræðikostnað vegna þessa málarekstrar og útgjöld vegna kaupa á þjónustu sérf ræðinga í vörumerkjarétti sem stuðst hafi verið við. Jafnframt telur matsmaður engan vafa leika á því að stefnandi hefði ekki orðið fyrir þessum útgjöldum ef lögbannið hefði ekki komið til. Um gögn að baki framangreindum útlögðum kostnaði stefnanda vísar matsmaður til reikninga frá Lögmálum ehf., og frá Árnason faktor, samtals að fjárhæð 8.556.778 krónur, þ.a. virðisaukaskattur að fjárhæð 1.484.224 krónur samkvæmt reikningum frá fyrrnefnda fyrirtækinu. Vísað er til 37 reikning a frá Árnason faktor frá árun um 2013 til 2016 sem allir virðast vera vegna vinnu tengdri lögbanninu og/eða deilum um vörumerki stefnanda. Matsmaður tekur fram að framangreind útgjöld jafngildi þó ekki tjóni stefnanda því að á móti komi tildæmdur málskostnaður, 700.000 krónur í héra ði og 500.000 krónur í Hæstarétti, eða samtals 1.200.000 krónur. Þannig sé mismunur á útgjöldum og dæmdum málskostnaði 8.538.927 krónur. Framangreind fjárhæð ætti að samsvara beinu tjóni stefnanda vegna málarekstrar umfram þann hluta kostnaðarins sem hann hafi fengið greiddan af stefnda. Hafi stefnandi fengið útlagðan virðisaukaskatt endurgreiddan að hluta eða öllu leyti lækkaði áætlað tjón sem því nemur. Þá kemur 16 fram að þar sem skort hafi á sundurliðun reikninga á dskj. nr. 5, geti matsmaður ekki reiknað hve stór hluti þessara reikninga sé vegna þeirra mála sem spurningin lúti að. Sé hluti reikninganna fyrir aðra óskylda vinnu beri að draga þann hluta frá til að fá út tjón það sem spurt sé um. Í samandregnum niðurstöðu m í lok matsgerðar kemur fram að tjó n vegna beinna útgjalda vegna málarekstrar, sbr. matsspurningu 1, sé 7.356.778 krónur. Í Ekki er ljóst hvort reikningar eru eingöngu vegna lögbannsmála Matsspurning nr. 2: Telur matsmaður matsbeiðanda hafa orðið fyrir fjárhag stjóni vegna þess að fyrirsvarsmenn matsbeiðanda þurftu að verja verulegum tíma í lögbannsmálið? Var, að mati matsmanns, óhjákvæmilegt fyrir fyrirsvarsmenn matsbeiðanda að leggja út í þessa vinnu og hefðu þeir komist hjá henni ef lögbannið hefði ekki komið til? Ef matsmaður telur matsbeiðanda hafa orðið fyrir tjóni að þessu leyti til óskast sú fjárhæð staðreynd af hálfu matsmanns með því að matsmaður meti vinnuframlag það Svar matsmanns : Matsmaður telur engan vafa leika á því að forsvarsmenn matsbeiðanda hafi orðið að verja verulegum tíma í lögbannsmálið. Jafnframt telur matsmaður að sú vinna hafi verið óhjákvæmileg og hefði ekki komið til ef ekki hefði verið fyrir lögban nið. Matsmaður telur spurningu um fjárhagstjón snúna. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fram að svar við spurningu nr. 2, þ.e. vinnu fyrirsvarsmanna vegna málarekstrar, að tjón sé óljóst og er það nánar rakið í matsgerðinni. Í athugasemdum matsmanns seg Ljóst að töluverð vinna var lögð í málin en fjárhagstjón óljóst Matsspurning nr. 3: Telur matsmaður matsbeiðanda hafa orðið fyrir spjöllum á lánstrausti vegna lögbannsins og/eða notið lakari lánskjara en hann hefði ella gert? Ef matsmaður telur m atsbeiðanda hafa orðið fyrir spjöllum óskast metið af hálfu matsmanns hvaða fjártjón i matsbeiðandi hefur orðið fyrir með lakari lánskjörum og/eða synjun Svar matsmanns : Matsmaður v ísar til þess að almennt gildi að allt það sem hafi áhrif á fjárhag fyrirtækis til hins verra sé líklegt til að rýra lánstraust þess. Enginn vafi leiki á því að 17 lögbannið hafi haft áhrif til hins verra á rekstur stefnanda, bæði til skamms tíma og framtíðar horfur. Hefði það að öðru jöfnu átt að gera fyrirtækinu dýrara og erfiðara um vik að afl a lánsfjár frá ótengdum aðilum, jafnvel ókleift. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fram að svar við spurningu nr. 3, þ.e. tjón vegna spjalla á lánstrausti, lakari lána kjara sé óljós t og eru ástæður þess nánar raktar í matsgerðinni. Í athugasemdum Fyrirtækið ekki fjármagnað með vaxtaberandi lánum frá ótengdum aðilum Matsspurning nr. 4: Telur matsmaður liggja fyrir að eigendur matsbeið e nda [sic] haf i þurft að leggja fjármuni til matsbeiðanda vegna þess að aðgangur að lánsfé hafi enginn verið og m.a. þurft að selja fasteign sína vegna þessa? Ef matsmaður telur slíka stöðu vera fyrir hendi, óskast fjárhæð slíkra fjárframlaga metin. Óskast sú fjárhæð rö kstudd og sundurliðuð. Svar matsmanns : Matsmaður kveður að í skjölum málsins, m.a. ársreikningi stefnanda fyrir árin 2013 og 2014, komi fram að eigendur hafi lagt til stefnanda 75.223.000 krónur á ár u num 2013 og 2014. Auk þessa megi telja líklegt að þeir hafi þurft að leggja stefnanda til fé á árinu 2015, en lögbannið hafi verið í gildi fyrri hluta þess árs, en ársreikningur fyrir það ár hafi ekki verið lagð u r fram. Telja megi víst að ekki hefði verið þörf fyrir alla þá fjármögnun hefði lögbannið ekki komi ð til enda hefði þá sala á vörum skilað meiru Almenn umf j öllun Matsmaður leggur mat á áhrif lögbannsins á fjárþörf stefnanda en vísar til þess að það mat sé mjög háð forsendum um áhrif þess á veltu. Telur hann eðlilegt að nota meðaltal framlegðar efri marka, sem hann áætlar 64.973.000 krónur, og meða l tal framlegðar neðri marka, sem hann áætlar 9.359.000 krónur, eða 37.166.000 krónur. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fram að svar við spurningu nr. 4, þ.e. tjón vegna fjárþarfar og sölu fasteignar, sé 1.578.790 krónur. Í athugasemdum matsmanns segir: Áætluð fjárþörf vegna lögbanns 37.166.097 krónur. Matsspurning nr. 5: Telur matsmaður matsbeiðanda h afa orðið fyrir spjöllum á viðskiptahagsmunum og viðskiptavild sinni vegna lögbannsins? Ef matsmaður telur matsbeiðanda hafa 18 orðið fyrir tjóni, þá óskast fjárhæð slíks tjóns metin af matsmanni og sú fjárhæð Svar matsmanns : Matsmaður telur engan vafa leika á því að lögbannið hafi skaðað viðskiptahagsmuni og viðskiptavild matsbeiðanda. Það hafi verið augljósir viðskiptahagsmunir matsbeiðanda að geta selt vörur sínar án truflunar og byggja á þeim umbúðum kynningarefni og markað sstarfi sem hann hafði fjárfest í. Jafnframt hafi það verið hagsmunir stefnanda að geta nýtt og þróað áfram þá viðskiptavild sem hann hafði byggt upp, þ.e. tengsl við birgja og þó sérstaklega þá sem dreifðu og seldu vörur hans, auk neytenda. Vegna lögbanns ins hafi verið mikil truflun á markaðsstarfi stefnanda, vörur hans hafi nánast horfið af markaði um skeið og ýmsar söluleiðir sem áður höfðu verið færar hafi lokast. Hluti þess tjóns sem af þessu hafi hlotist hafi verið beint og komið fram á árinu 2013 og 2014 (og væntanlega einnig 2015) í minni sölu og fyrir vikið minni framlegð af sölu. Hluti tjónsins hafi verið óbeinn og komið fram í því að starf stefnanda við að byggja upp veltu og markaðshlutdeild hafi verið sett á byrjunarreit. Í niðurstöðukafla matsg erðar kemur fram að svar við spurningu nr. 5, þ.e. að tjón vegna spjalla á viðskiptahagsmunum og viðskiptavild, hafi verið Sjá jafnframt mat vegna sp.11 og 12. Matsspurning nr. 6: Telur matsmaður ve rðmæti matsbeiðanda hafa farið til spillis, með því að matsbeiðandi hafi þurft að farga birgðum sínum og farga vörum sem hann hafði áður selt í veitingahús, eða vegna þess að matsbeiðandi hafi þurft að eyðileggja umbúðir og kynningarefni sem hann hafði lát ið framleiða fyrir sig? Ef matsmaður telur matsbeiðanda hafa orðið fyrir tjóni að þessu leyti til , þá óskast fjárhæð slíks tjóns Svar matsmanns : Matsmaður segir engan vafa leika á því að þær vörur , sem matsbeiðandi eða þeir sem seldu vörur hans hafi átt tilbúnar til sölu á lager þegar lögbannið var lagt á , hafi ekki verið hægt að selja og því þurft að farga þeim. Því hafi fylgt kostnaður, þ.e. förgunin sjálf og kostnaður við að framleiða nýja r vörur í nýjum umbúðum í þeirra stað. Það sama hafi átt við um umbúðir og kynningarefni, slíkt efni hafi ekki verið hægt að nýta vegna lögbannsins og þurft að farga eða hætta notkun þess. Því hafi 19 einnig fylgt einhver kostnaður, þ.e. vegna förgunar, og þó enn fremur vegna þess að þróa hafi þurft og hanna nýjar umbúðir og kynningarefni. Á dómskjölum 10 - 13, yfirliti sem stafi frá stefnanda sjálfum, sé mat stefnanda vegna kostnaðar sem hann hafi flokkað sem glötuð verðmæti og glatað markaðsstarf. Niðurstaða stefnanda sé annars vegar að tjón vegna umbúða og merkinga hafi verið 31.658.800 krónur og hins vegar 18.526.900 krónur vegna markaðsvinnu sem hafi ónýst. Matsmaður telur að ekki sé að öllu leyti hægt að byggja á framangreindu mati stefnanda og fjallar ma tsmaður nánar um það í svari sínu. Er þar m.a. vísað til þess að tölum í skjölum beri ekki alveg saman, matsmaður telur að um nokkra tvítalningu sé að ræða, tveimur liðum í dskj. nr. 12 fylgi ekki reikningar, upplýsingar varðandi förgun og geymslu hafi ver ið takmarkaða r. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fram að svar við spurningu nr. 6, þ.e. að tjón vegna förgunar birgða, umbúða og kynningarefnis, hafi verið 30.719.677 krónur , sem Merkingar 5.555.758. Hönn un, prentplötur og vefur 3.016.947. Geymsla og förgun 1.622.308. Óljóst tjón vegna bæklinga. Viðbótartjón m.v. birgðastöðu 1.11.2013 virðist 20.524.664 krónur. Matsspurning nr. 7: Telur matsmaður að það markaðsstarf sem matsbeiðandi hafði unnið, áður e n til lögbannsins kom, hafi eyðilagst vegna þess? Ef matsmaður telur svo vera, þ á óskast það metið til fjár. Jafnframt óskast metið hvað kosta muni að ráðast í sambærilegt Svar matsmanns : Matsmaðu r telur engan vafa leika á því að lögbannið hafi eyðilagt að talsverðu marki það starf sem unnið hefði verið til að skapa vörum stefnanda markað. Vísar matsmaður til almennrar umfjöllunar í upphafi matsgerðar þar sem fram hafi komið að þetta hafi leitt til verulegs tjóns. Aðeins lítill hluti þess tjóns hafi verið vegna þess að tiltekið kynningarefni, merkingar eða vörur hafi eyðilag s t, sbr. umfjöllun um spurningu nr. 6, en þær tölur byggi eingöngu á aðkeyptum vörum og þjónustu en ekki vinnu sem starf s menn e ða eigendur stefnanda hafi unnið. Mun meira tjón hafi hins vegar orðið vegna þess að tengsl við seljendur og neytendur hafi rofnað og hafi það sett stefnanda nánast á byrjunarreit í viðleitni sinni til að vinna markað fyrir vörur sínar. Fram kemur að um ma t á þeim áhrifum verði ekki fjallað hér heldur undir lok matsgerðar, enda snerti það svar við fleiri spurningum en þessari. 20 Fram kemur að stefnandi hafi lagt fram yfirlit um útgjöld vegna markaðsstarfs sem lagt hafði verið í fyrir lögbann. Matsmaður hafi ekki getað staðreynt þessar tölur, samtals að fjárhæð 93.857.476 krónur, en upphæðin sé litlu lægri en uppsafnað tap samkvæmt ársreikningum á rekstri stefnanda árin 2010 til 2013, sem hafi verið 106.147.531 krónur. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fra m að svar við spurningu nr. 6, þ.e. tjón vegna markaðsstarfs, hafi verið 93.857.476 krónur og er þar einnig vísað til spurninga nr. 11 og 12. Segir í athugasemdum matsmanns að byggt hafi verið á yfirliti frá stefnanda. Matsspurning nr. 8: Óskað er efti r áliti matsmanns á því [ hvern ] hann telji kostnað af því fyrir matsbeiðanda að leggja í vinnu við að hanna nýjar umbúðir, nýja vefsíðu og nýtt markaðsstarf til að kynna vörur sínar á nýjan leik. Óskast sú fjárhæð rökstudd og Svar matsmann s : Matsmaður vísaði til þess að líkt og í spurningu nr. 7, liggi hluti svars við spurningu nr. 8 í svari við spurningu nr. 6 en þar hafi verið reiknað út tjón vegna þess að umbúðir eyðilögðust og hanna hafi þurft nýjar og breyta hafi þurft vefsíðu. Hins v egar sé þetta eingöngu lítill hluti heildartjónsins, sbr. umfjöllun undir spurningu nr. 7, en gerð verði grein fyrir mat á þeim áhrifum undir lok matsgerðar. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fram að svar við spurningu nr. 8, þ.e. um tjón vegna hönnun ar u mbúða, vefsíðu, nýs markaðsstarfs, sé vísað til svara við spurningar nr. 11 og 12. Segir í athugasemdum matsmanns að svarið sé að hluta til komið fram í svari við spurningu nr. 6. Matsspurning nr. 9: Telur matsmaður matsbeiðanda hafa orðið fyrir tjóni vegna tapaðrar sölu, hvort tveggja hérlendis og erlendis? Ef matsmaður telur svo vera óskast fjárhæð slíks tjóns Svar matsmanns : Matmaður telur engan vafa á því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna ta paðrar sölu og vísar hann að þessu leyti til svara við spurningum nr. 4 og 5 hér að framan. Í þessu sambandi megi líta til mun minni sölu árin 2013 og 2014 en árið 2012 og til þess að ekki hafi raungerst sú veltuaukning sem hefði mátt vænta. Sé miðað við s ömu 21 bjartsýnu forsendu og í svörum við spurningum nr. 4 og 5, þ.e. að vöxtur í framlegð af sölu milli áranna 2011 og 2012 hefði haldi ð áfram árin 2013 og 2014, hefði framlegðin verið 19.697.000 krónum meiri en raunin varð árin 2013 og 45.275.000 krónum mei ri en árið 2014, samtals 64.973.000 krónum meiri. Miðað við sömu svartsýnu forsendu og í svörum við spurningum nr. 4 og 5 hefði framlegðin orðið 9.359.000 krónum meiri. Eins og í svörum við spurningum nr. 4 og 5 telur matsmaður eðlilegt að nota meðaltal þe ssara efri og neðri marka sem mat á tjóni, þ.e. 37.166.000 krónur. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fram að svar við spurningu nr. 9, þ.e. um tjón vegna tapaðrar sölu sé 37.166.097 krónur. Í Þegar komið að hluta í svari við sp. 5. Sjá einnig svar við sp. 11 og 12 Matsspurning nr. 10: Telur matsmaður orðspor matsbeiðanda hafa orðið fyrir tjóni sem meta megi til fjár vegna þess álitshnekkis sem hið ólögmæta lögbann olli matsbeiðanda? Ef svo er þá óskast fjárhæð slíks tjóns metin af matsmanni. Óskast sú fjárhæð rökstudd og sundurliðuð. Te lji matsmaður að slíkt tjón verði ekki metið til fjár þá er þess óskað Svar matsmanns : Matsmaður vísar til þess að í gögnum málsins liggi ekki fyrir neinar mælingar á því sem kalla megi orð spor matsbeiðanda. Hins vegar liggi fyrir að lögbannið hafi orðið til þess að setja í uppnám eða jafnvel rjúfa viðskiptasambönd stefnanda við ýmsa seljendur vara hans. Túlka megi það þannig að orðspor stefnanda meðal selj e nda slíkra vara hafi versnað og ei gi það bæði við um þá sem þegar höfðu tekið vörur í sölu og þá sem kynnu að gera það hefði ekki komið til lögbannsins. Einnig sé líklegt að lögbannið hafi einhver áhrif haft á viðskiptasamband við birg j a en ekkert liggi fyrir um það í gögnum málsins fyrir utan að fyrir liggi að fjármálastofnun hafi hafnað að veita stefnanda lánalínu. Mat á framangreindu verði skoðað sem hluti af mati á heildaráhrifum lögbannsins síðar í matsgerðinni. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fram að svar við spurningu nr. 9, þ. e. um tjón Sjá svar við sp. 11 og 12 Matsspurningar nr. 11 og 12: 22 Telur matsmaður matsbeiðanda hafa orðið fyrir öðru fjárhagstjóni en matspurningar [sic] nr. 1 til 10 lúta að, eða er eitthvað annað sem matsmaður telur að fram þurfi að koma og áhrif kunni að hafa í málinu? Ef svo er þá óskast upplýst af matsmanni í hverju slíkt fjárhagstjón er fólkið [sic] og jafnfram t metin fjárhæð slíks tjóns. 12. Er eitthvað annað sem matsmaður telur að fra m þurfi að koma og áhrif kunni að hafa í málinu? Svar matsmanns : Matsmaður mun leitast við að svara þessum tveimur spurningum saman og um leið svara ósvöruðum hlutum spurninga 1 - 10, sérstaklega 5 og 7 - 10 Matsmaður vísar í upphafi s vars síns til umfjöllunar í almennum inngangskafla matsgerðarinnar um að rekstur stefnanda hafi verið erfiður áður en lögbannið hafi verið lagt á. Velta hafi verið lítil og tekjur að sama skapi litlar. Afkoma hafi því verið neikvæð, hvort heldur horft sé t il endanlegrar niðurstöðu rekstrar hvert ár eða þrengri mælikvarða eins og EBITDA. Þá hafi eigendur þurft að leggja fyrirtækinu til talsvert fé til að standa undir þessum rekstri. Í matsgerð gerir matsmaður grein fyrir fjórum leiðum til að leggja mat á tjón stefnanda, þ.e. leiðum A, B, C og D. Er það niðurstaða matsmanns að leið B sé eðlilegasta leiðin til að leggja mat á tjón stefnanda vegna lögbannsins. Samandregið eru rök matsmanns, sbr. leið B, eftirfarandi: Fyrir liggi að afar kostnaðarsamt sé að ry ðja nýjum vörum og nýju vörumerki rúms á neytendamarkaði. Því sé eðlilegt að fyrirtæki sem það reyni sé rekið með tapi í upphafi. Það tap sé í raun kostnaður við markaðsetningu vörunnar, bæði gagnvart neytendum og smásölum. Lögbannið hafi haft í för með sé r að stefnandi hafi verið kominn aftur á byrjunarreit og þurft að hefja markaðssókn sína frá grunni. Tapið hafi því verið til einskis. Raunar hafi stefnandi að sumu leyti verið í verri stöðu en nýtt fyrirtæki enda oft erfitt að sannfæra seljendur um að ta ka vörur í sölu ef fyrri tilraunir sama framleiðanda hafa mistekist, hver svo sem skýring þess kunni að vera. Þá hafi það unnið gegn stefnanda eftir lögbannið hafi verið fellt úr gildi að helsti keppinautur hans, stefndi í máli þessu, hafði setið einn að m arkaðnum um skeið og þannig haft tækifæri til að festa sínar vörur og vörumerki í sessi. Í niðurstöðukafla matsgerðar kemur fram svar við spurningum nr. 11 og 12, þ.e. að heildar fjárhagstjón stefnanda hafi verið að fjárhæð 146.368.265 krónur. Segir í 23 a Tekur ekki tillit til tjóns sem mælt er í svari við sp. 4 en er að öðru leyti heildartala. Tekur þó ekki tillit til tjóns sem hugsanlega kom fram eftir lok ársins 2014, þ.á m. fyrstu fimm mánuði ársins 2015. Talan er á verðlagi í ok tóber 2013 Lokaniðurstaða matsmanns er því að líklegast a heildartjón matsbeiðanda vegna lögbannsins hafi verið 143.368.265 krónur á verðlagi í október 2013. Við það bætist einnig tjón sem eigendur matsbeiðanda báru beint en ekki matsbeiðandi sjálfur sem var 1.578.790 krónur. Fyrri tala er án virðisaukaskatts en hin síðari er með honum. Báðar tölurnar eru án allra vaxta eða verðbóta Yfirmatsgerð Stefndi lagði fram beiðni um yfirmat í þinghaldi 5. desember 2018. Var þar ósk að eftir að tveir sérfróðir, hæfir og óvilhallir matsmenn legðu á ný mat á matsspurningar númer 1 til 11, samkvæmt matsbeiðni stefnanda og létu í té um þær skriflegt og rökstutt álit. Í öðrum kafla yfirmatsbeiðninnar kemur fram að stefndi telji nauðsynle gt að óska eftir yfirmati sökum þess að undirmatsgerðin sé reist á ótraustum grunni og að sumu leyti hæpnum forsendum sem geti ekki orðið grundvöllur fyrir tjóni til handa stefnanda [sic]. Auk þess telji stefndi að matsmaður hafi farið út fyrir matsspurning ar og því til viðbótar hafi hann svarað spurningu nr. 12, sem sé ekki að finna í matsbeiðni þeirri sem legið hafi dómkvaðningunni til grundvallar. Í yfirmatsbeiðni gerði stefndi athugasemdir við fjölmargt í undirmatsgerðinni og þar eru rakin sjónarmið og a thugasemdir stefnda við svör matsmanns við einstökum spurningum. Þann 20. mars 2019 voru Birkir Leósson, löggiltur endurskoðandi, og Jón Ellert Lárusson viðskiptafræðingur, dómkvaddir sem yfirmatsmenn í máli þessu. Matsgerð þeirra, dags. 9. október 2019, var lögð fram í þinghaldi 2. janúar 2020. Yfirmatsgerðin skiptist í nokkra kafla. Í upphafi matsgerðar er kaflinn Dómkvaðning matsmanna ar nr. 1 - 11, sbr. matsbe i ðni stefnanda. Framlögð gögn og matsfundur 30. apríl 2019 til lögmanna aðila, hafi yfirmatsmenn óskað eftir gögnum frá stefnanda í 12 tölusettum liðum. Þann 11. júlí sama ár hafi yfirmatsmenn eingöngu fengið 24 umbeðin gögn samkvæmt fyrsta tölulið, þ.e. þau gög n sem undirmatsmaður hafði fengið, nánar tiltekið tvær möppur með margvíslegum gögnum frá stefnanda og svör við spurningum undirmatsmanns. Eftir ítrekaða eftirfylgni hafi gögn borist frá stefnanda vegna spurninga númer 5 og 7 og hugsanlega að hluta til veg na spurninga númer 8 og 9. Einn matsfundur hafi verið haldinn þann 10. október 2019. Á fundinum hafi verið listuð upp þau gögn sem yfirmatsmönnum höfðu enn ekki borist frá stefnanda. Þá segir í yfirmatsgerð að í framhaldinu hafi yfirmatsmönnum verið tjáð a ð bókhaldskerfi stefnanda væri ónýtt og ekki hægt að n á út úr því umbeðnum upplýsingum, þ.e. einföldum útskriftum úr bókhaldi stefnanda árin 2011 til 2014. Þá hafi birgðalistar með magni og verðmæti 31.12.2012, 31.10. [sic] 2013, 31.12.2013 og 31.12.2014 e kki stemmt við eignfærðar birgðir í ársreikningum. Þá hafi yfirmatsmenn ekki fengið útskriftir úr verkbókhaldi Lögmála ehf, að baki reikningum til stefnanda, heldur eingöngu viðskiptamannayfirlit, og excel - samantekt úr verkbókhaldi Árnason Faktor ehf. Yfir matsmenn hafi ekki fengið frá stefnanda dskj. nr. 13, en fengið yfirlit frá RSK yfir virðisaukaskattsskil stefnanda árin 2011 - 2014 sundurliðuð niður á vsk - tímabil. Þá hafi þeir einnig fengið tiltekna excelskrá með sundurliðun stefnanda á ætluðum markaðskos tnaði. Almenn umfjöllun hvert hafi verið ætlað tjón stefnanda vegna þess að stefndi hafi fengið sett lögbann við notkun og hagnýtingu stefnanda á vörumerkjum þann 29. október 2013, en lögbannið h afi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar 4. júní 2015. Hins vegar sé málið flóknara þar sem einnig hafi verið deilt fyrir dómstólum um það hvort stefnanda væri heimilt að bera það firmanafn sem hann hafi borið á umræddum tíma. Það mál hafi verið höfða ð 8. júlí 2013, dæmt í héraði 18. júní 2014, en dæmt í Hæstarétti sama dag og lögbannsmálið. Í nafnamálinu hafi niðurstaða Hæstaréttar verið sú að stefnanda hafi ekki verið heimilt að nota það nafn sem hann hafi áður borið. Fram kemur að þó fyrir hafi leg ið gögn í töluverðu magni hafi þau verið langt frá því að vera fullnægjandi að mati yfirmatsmanna. Einnig hafi nokkuð verið um að upplýsingar og gögn hafi verið misvísandi, auk þess sem gögn hafi vantað, sbr. það sem áður hafi verið rakið um útskriftir úr bókhaldi stefnanda. Þannig sé ómögulegt að bera saman þau gögn sem hafi verið lögð fram við bókhald stefnanda eða ganga úr skugga um að þau séu í bókhaldi hans. Þá hafi ársreikningar stefnanda 2010 - 2016 í sumum tilvikum sýnt fram á ósamræmi við framlögð gö gn um tekjur stefnanda og 25 gjöld. Þannig séu margir framlagðir reikningar, sem sagðir séu vera kostnaður stefnanda, stílaðir á önnur félög og oft í öðru landi. Þá vanti mikið upp á að framlagðir sölureikningar stefnanda nái upp í þær sölutekjur sem ársreikn ingar sýni. Þannig séu fyrirliggjandi sölureikningar fyrir um 16% af sölu ársins 2011, 67% af sölu ársins 2012, um 4% af sölu ársins 2013 og um 21% af sölu ársins 2014. Yfirmatsmönnum sé því ómögulegt að sjá á fullnægjandi hátt viðskiptavini stefnanda og s ölu til þeirra, svo og sölu til tengdra aðila. Þó verði ráðið af gögnum málsins að fjöldi viðskiptavina hafi verið lítill. Hins vegar megi sjá af yfirliti um virðisaukaskattskýrslu stefnanda samkvæmt skattframtölum hvernig sala stefnanda hafi þróast á virð isaukaskattstímabilum árin 2011 til 2014, annars vegar innanlands og hins vegar vegna útflutnings. Fram kemur að yfirmatsmenn hafi talið réttast að nálgast mál þetta með því að reyna að gera sér grein fyrir hvernig glöggir upplýstir stjórnendur hefðu brugð ist við lögbanni í þeirri stöðu sem stefnandi hafi þá verið í. Að því sögðu gera yfirmatsmenn nokkra grein fyrir stöðu stefnanda á umræddum tíma. Matsþoli hafði þá á árinu 2013 og árin á undan lagt í umtalsverðan kostnað við að undirbúa framleiðslu og sölu afurða sinna. Skv. ársreikningum matsþola var rekstrartap (tap fyrir vexti og skatta) árið 2010 um 14,0 mkr., árið 2011 um 48,3 mkr. en að undanskilinni tapaðri gamalli kröfu um 7,7 mkr. var tapið 40,6 mkr., árið 2012 var tapið 35,5 mkr. og árið 2013 var það 56,1 mkr. Samtals var því rekstrartap matsþola umrædd ár alls 152,7 mkr. Hluthafar höfðu lagt matsþola til innborgað hlutafé samtals 277,5 mkr. Lánsfjármögnun félagsins var einnig frá eigendum Fram kemur að yfirmatsmenn telja sig ekki geta byggt á svokölluð u verðmati Desk - top valuation verðmatinu myndi aukast um 2234% árið 2013 frá árinu 2012, um 356% árið 2014 frá árinu 2013. Fram kemur að yfirmatsmenn telja þessar áætlanir um sölutekjur vægast sagt mjög bjartsýnar og ekki trúverðugar og geti þeir því ekki byggt á hinu svokallaða verðmati Segir í yfirmatsgerð að glöggir og upplýstir stjórnendur, sem hefðu tal ið matsþola eiga bjarta framtíð þrátt fyrir að fyrrnefndar áætlanir hefðu ekki gengið eftir, að ekki sé talað um ef þeir hefðu trúað því að umræddar áætlanir gætu gengið eftir, 26 hefðu lagt mikla áherslu á að reyna að tryggja áframhaldandi rekstur við lögban n, og það sem allra fyrst. Þá hefðu þeir geta ð sagt sér að málaferli tækju hátt í tvö ár. Þeir hefðu þannig strax haft samband við alla viðskiptavini sína og skýrt málið í þeim tilgangi að reyna að viðhalda viðskipum. Þeir hefðu drifið í að breyta vörumerk i og því sem þurft hefði að breyta og keypt það sem þurft hefði að kaupa til að geta hafið fullan rekstur að nýju. Varan, afurðin, hefði augljóslega verið sú sama þó vörumerkið hefði verið eitthvað breytt. Segir að erfitt sé að sjá að framleiðslustöðvun ve gna lögbanns hefði þurft að vara í mjög marga mánuði hefði þetta verið gert. Einnig sé erfitt að sjá að rekstarstöðvun í nokkra mánuði hefði haft svo gríðarleg áhrif á rekstur matsþola eins og við blasi í ársreikningum hans. Þannig hafi rekstarartekur árið 2014 eingöngu verið 35% af rekstrartekjum ársins 2013 og eingöngu 23% af sölutekjum ársins 2012, nánast engar árið 2015, þegar lögbanninu hafi verið aflétt, og nákvæmlega engar árið 2016. Þannig efast yfirmatsmenn um að stjórnendur matsþola hafi gert það sem glöggir og upplýstir stjórnendur hefðu átt að gera í stöðunni. Niðurstaðan hafi verið sú að rekstrinum hafi fljótlega verið hætt og þeim tveimur starfsmönnum sem hjá matsþola störfuðu, auk eigenda, hafi verið sagt upp störfum. Ekki liggi skýrt fyrir hv aða ástæður hafi legið að baki en yfirmatsmenn trúa ekki að lögbannið eitt hafi valdið því. Ástæður gætu haf a verið þær að eigendum hafi orðið ljóst að þess i rekstur gengi illa upp af einhverjum ástæðum eða þeim hafi ekki tekist að afla nægilegs fjármagns til að halda rekstri áfram. Þá eru í yfirmatsgerð í fyrsta lagi raktar upplýsingar úr ársreikningum matsþola árin 2009 til 2016. Í öðru lagi eru raktar upplýsingar um sölutekjur matsþola samkvæmt virðisaukaskattskýrslum og skattframtölum árin 2011 til 2014 . Hér á eftir verður gerð grein fyrir niðurstöðu yfirmatsmanna um einst akar matsspurning ar . Þó skal í upphafi gerð grein fyrir þeim atriðum sem koma fram í samandregnum niðurstöðum á bls. 19 - Yfirmatsmenn telja að lögbann se m lagt er á rekstraraðila valdi óhjákvæmilega tjóni á rekstri hans. Hins vegar telja yfirmatsmenn þau takmörkuðu gögn sem þeir hafa fengið til að meta það tjón matsþola afar rýr. Bókhaldsgögn eru þess eðlis að þau koma í grunninn frá þriðja aðila og eru þa nnig áreiðanleg sönnun tiltekins atburðar. Einu bókhaldsgögnin sem matsmenn fengu voru ársreikningar matsþola og tilfallandi reikningar sem mikið vantaði á að sýndu heildarmynd. Ársreikningarnir eru góðir sem slíkir en þeir gefa 27 þó einungis upplýsingar um fjárhagsstöðu matsþola á einum tímapunkti hvers árs og heildarbreytingar á milli umræddra tímapunkta, en ekki nákvæmari þróun innan þeirra og sýna ekki þau grunngögn sem þeir eru byggðir á er grein fyrir metnu tjón samkvæmt mats spurningum 1 - Þrátt fyrir gagnaleysið hafa yfirmatsmenn svarað þeim spurningum sem fyrir þá voru lagðar og er niðurstaða þeirra á tjóni matsþola þannig: yfirmatsmenn grein fyrir niðurstöðum sínum við hverja mat sspurningu, þ.e. tilgreint er metið tjón í fjárhæðum. Matsspurning nr. 1: Telja matsmenn matsþola hafa orðið fyrir beinum útgjöldum vegna lögbannsmálsins, eftirfarandi staðfestingarmáls og áfrýjunar staðfestingarmálsins til Hæstaréttar? Hefur matsþoli orðið fyrir útgjöldum vegna álita sérfræðinga í vörumerkjarétti vegna lögbannsins? Hefði matsþoli komist hjá framangreindum kostnaði að mati matsmanna ef lögbannið hefði ekki komið til? Ef matsmenn telja matsþola hafa orðið fyrir tjóni vegna þessa þá óskas t sú fjárhæð metin af hálfu matsmann a , rökstudd og sundurliðuð Svar yfirmatsmanna : Yfirmatsmenn telja að matsþoli hafi orðið fyrir útgjöldum vegna þeirra atriða sem um er spurt og að til þess kostnaðar hefði ekki komið nema vegna lögbannsins og dómsmálum því tengdu. Í svari við spurningunni er annars vegar gerð grein fyrir þremur reikningum frá Lögmálum ehf., þ.e. reikningum númer 52990, 53349 og 55193. Segir í svari yfirmatsmanna að af texta reiknings nr. 53349 megi ráða að reikningurinn sé ekki vegna lö gbannsmálsins heldur dómsmáls númer E - 3003/2013, sem hafi fjallað um nafn matsþola en ekki vörumerki. Þá megi af texta hinna tveggja reikninganna frá árinu 2014 ráða að þeir séu einnig, a.m.k. að hluta, vegna annarra mála en lögbannsmálsins. Hins vegar sé í svari yfirmatsmanna gerð grein fyrir reikningum frá Árnason faktor ehf., og er fjöldi þeirra, dagsetningar og fjárhæðir nánar tilgreindar í yfirmatsgerðinni. Þá er gerð grein fyrir upplýsingum um gjaldfærðan lögfræðikostnað í ársreikningi fyrir árið 201 3, þ.e. 4.364.996 krónur án virðisaukaskatts. Segir að yfirmatsmenn hafi engar upplýsingar um þennan kostnað, af hverjum þjónustan hafi verið keypt, vegna hvaða mála eða hvenær hann hafi fallið til á árinu. Auk ársreiknings hafi yfirmatsmenn haft undir hön dum viðskiptayfirlit frá Lögmálum ehf., 28 um að þann 25. september 2013 hafi verið skrifaður reikningur að fjárhæð 924.778 krónur með virðisaukaskatti á matsþola og hann greiddur samdægurs, að því er virðist, og tveir reikningar frá Árnason faktor skrifaðir á matsþola 31. desember 2013 samtals að fjárhæð krónur 38.125 án virðisaukaskatts. Fyrir liggi að lögbannið og dómsmál vegna þess auk dómsmála vegna nafns matsþola hófust á árinu 2013. Einnig liggi fyrir að matsþoli hafi keypt lögmannsþjónustu árið 2012 og 2014 vegna annars en dómsmála og verði því að gera ráð fyrir að svo hafi einnig verið árið 2013. Þá segir í yfirmatsgerð að það veki í fyrsta lagi athygli að í ársreikningi matsþola fyrir árið 2014 nemi gjaldfærður lögfræðikostnaður 3.028.463 krónum án virðisaukaskatts og að á uppgefnum verktakamiðum til ríkisskattstjóra séu tilgreind kaup af Lögmálum að fjárhæð 2.893.711 krónur með virðisaukaskatti eða 2.306.000 krónur án skatts og af Árnason faktor 885.289 krónur með virðisaukaskatti eða 705.410 krónur án skatts. Það þýði að reikningur Lögmála frá 12. desember 2014 hafi ekki verið gjaldfærður í ársreikningi matsþola árið 2014 en einnig að gjaldfærsla reikninga frá Árnason faktor í ársreikningi 2014 hafi numið 207.410 krónum án virðisaukaskatts umfram þá reikninga sem Árnason faktor hafi skrifað á matsþola árið 2014. Í öðru lagi veki það ekki síður athygli að í ársreikningi matsþola fyrir árið 2015 nemi gjaldfærður lögfræðikostnaður 0 krónum. Af yfirliti frá Árnason faktor hafi reikningar félagsins á ma tsþola árið 2015 numið 1.075.035 krónum án virðisaukaskatts. Þá hafi Lögmál, samkvæmt viðskiptayfirliti sem yfirmatsmenn hafi fengið, skrifað tvo reikninga árið 2015 á matsþola, þ.e. reikning nr. 57076 þann 19. júní 2015 að fjárhæð 1.553.500 krónur án virð isaukaskatts (1.926.340 krónur með skatti) og nr. 57966 þann 16. september 2015 að fjárhæð 1.087.776 krónur án virðisaukaskatts (1.348.842 krónur með skatti). Hafi seinni reikningurinn augljóslega ekki verið vegna vinnu við þau tvö dómsmál sem Hæstiréttur hafi dæmt 4. júní 2015. Samkvæmt framlögðum reikningum skrifuðum á matsþola frá ársbyrjun 2014 vegna vinnu fram að dómum Hæstaréttar 4. júní 2015 hafi kostnaður matsþola vegna vinnu Lögmála numið alls 7.375.237 krónum án virðisaukaskatts (1.250.000+1.056 .000+3.515.737+1.553.500) og kostnaður vegna vinnu Árnason Faktor hafi numið 1.156.974 krónum án virðisaukaskatts (498.000 - 14.875+673.849). Þetta sé þó mun hærri fjárhæð en gjaldfærðar hafi verið í ársreikningum matsþola árin 2014 og 2015. Í lok svars við Mat yfirmatsmanna er því 29 að lögfræðikostnaður matsþola vegna lögbannsmálsins og málaferla vegna þess hafi alls numið um kr. 4.500.000 án virðisaukaskatts (4.364.996/3 + 7.375.237/3 + 1.156.974/2 ) árin 2013 - 2015 . Fyrir liggi a ð iGwater ehf. fékk síðan tildæmdan málskostnað vegna þess máls samtals 1.200.000 krónur. Yfirmatsmenn taka skýrt fram að þeir leggja ekkert mat á hvort tildæmdur málskostnaður hafi verið endanlegt fullnaðar uppgjör málskostnaðar enda er það hvorki á þeirr a sér sviði né þeirra hlutverk. Er það niðurstaða yfirmatsmanna, sem svar við matsspurningu númer 1, að metið tjón matsþola sé að fjárhæð 3.300.000 krónur. Matsspurning nr. 2: Telja matsmenn matsþola hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna þess að fyrirsv arsmenn matsþola þurftu að verja verulegum tíma í lögbannsmálið? Var, að mati matsmanna, óhjákvæmilegt fyrir fyrirsvarsmenn matsþola að leggja út í þessa vinnu og hefðu þeir komist hjá henni ef lögbannið hefði ekki komið til? Ef matsmenn telja matsþola haf a orðið fyrir tjóni að þessu leyti til óskast sú fjárhæð staðreynd af hálfu matsmanna með því að matsmenn meti vinnuframlag það sem fór í verkið og Svar yfirmatsmanna: Yfirmatsmenn telja eng um vafa undirorpið að stjórnendur hafi þurft að eyða töluverðum tíma í mál tengdum lögbannsmálinu (vörumerkjamálinu) og nafnamálinu sem ekki hefði þurft ef til þessa ra mála hefði ekki komið. Eigi það sérstaklega við seinustu mánuði ársins 2013 og árið 2014 . Samkvæmt fyrirliggjandi launamiðum hafi laun Otto Roberts Spork verið 2.400.000 krónur bæði árin 201 3 og 2014. Laun Helen Ekonomidis hafi sömu árin verið 1.800.000 krónur. Verði ekki séð af gjaldfærðum launum í ársreikningum stefnanda að matsþoli hafi or ðið fyrir auknum launakostnaði vegna aukinnar vinnu stjórnenda í kjölfar málanna tveggja. Líklegt sé að annað hvort hafi stjórnendur aukið vinnu sína fyrir matsþola án þess að fá greitt sérstaklega fyrir hana eða þeir hafi á móti minnkað aðra vinnu fyrir h ann, nema að hvoru tveggja eigi við en um það liggi ekkert fyrir í málinu. Það er því niðurstaða yfirmatsmanna að þar sem launakostnaður matsþola hafi ekki aukist vegna vinnu stjórnenda tengdu lögbannsmálinu hafi matsþoli ekki orðið fyrir beinu tjóni vegna þeirra vinnu. Er það niðurstaða yfirmatsmanna, sem svar við matsspurningu númer 2, að metið tjón matsþola sé 0 krónur. 30 Matsspurning nr. 3: Telja matsmenn matsþola hafa orðið fyrir spjöllum á lánstrausti vegna lögbannsins og/eða notið lakari lánskjara en hann hefði ella gert? Ef matsmenn telja matsbeiðanda [sic] hafa orðið fyrir spjöllum óskast metið af hálfu matsmanna hvaða fjártjón i matsþoli hefur orðið fyrir með lakari lánskjörum og/eða synjun lánveitinga vegna lögbannsins. Óskast sú fjárhæð rökstud Svar yfirmatsmanna : Yfirmatsmenn telja að matsþoli hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna ætlaðra spjalla á lánstrausti. Benda þeir á að fyrirtækið hafi fyrir lögbannið verið fjármagnað með hlutfjárframlögum og lánum frá endanlegum eigendum, en ekki með lánsfé frá ótengdum aðilum. Ekki hafi verið líklegt eða fyrirsjáanlegt við lögbannið að það myndi breytast í náinni framtíð hvort sem lögbann hefði komið til eða ekki. Er það niðurstaða yfirmatsmanna, sem svar við matsspurningu númer 3, að me tið tjón matsþola sé 0 krónur. Matsspurning nr. 4: Telja matsmenn liggja fyrir að eigendur matsþola hafi þurft að leggja fjármuni til matsbeiðanda [sic] vegna þess að aðgangur að lánsfé hafi enginn verið og m.a. þurft að selja fasteign sína vegna þessa? Ef matsmenn telja slíka stöðu vera fyrir hendi, óskast fjárhæð slíkra fjárframlaga metin. Óskast sú fjárhæð rökstudd og sundurliðuð. Svar yfirmatsmanna : Yfirmatsmenn tela engum vafa undirorpið að eigendur hafi þurft að leggja fjármuni til matsbeiðanda veg na þess að aðgangur að lánsfé hafi verið lítill sem enginn. Fram kemur í svarinu að fjármögnun matsþola komi skýrt fram í ársreikningum hans, annars vegar sem innborgað hlutafé (nafnverð og yfirverð) og sem lán frá eigendum. Þannig megi sjá að skuld við ei gendur hafi hækkað um 45.888.480 krónur árið 2013. En þar sem yfirmatsmenn hafi ekki fengið aðgang að bókhaldi matsþola sé ómögulegt að segja til um hvernig þessi aukning skiptist niður á mánuði innan ársins eða hvernig þessi fjárhæð skiptist fyrir og efti r lögbann. Þá komi fram í ársreikningi 2014 að skuld matsþola við eigendur hafi aukist um 29.334.208 krónur. En í ársreikningi 2015 komi hins vegar fram að greitt hafi verið inn á skuld við eigendu r , þ.e. 13.283.732 krónur. Einnig eigi þar við að upplýsing ar skorti um það hvernig sú niðurgreiðsla skiptist á mánuði. 31 Yfirmatsmenn taka fram að þeir hafi engar þær upplýsingar um fjárhag hluthafa og/eða endanlegra eigenda matsþola til að leggja mat á hvort þeir hafi þurft að selja fasteign sína til að fjármagn a auknar lánveitingar til matsþola. Þá segir að á dskj. nr. 6 komi fram að fasteign endanlegra eigenda matsþola hafi verið seld 12. desember 2014 fyrir 68.000.000 krónur og hafi verið staðgreidd. Á framlögðum bankayfirlitum megi sjá að 54.000.000 króna af söluandvirði hafi verið lagðar inn á bankareikning matsþola sama dag. Það breyti þó ekki þeirri staðreynd sem áður hafi verið getið að skuld matsþola við eigendur hafi aukist um 29.334.208 krónur árið 2014 og er það því nettó sú fjárhæð sem eigendur hafi l agt matsþola til á því ári. Hins vegar hafi eigendur árið 2015 fengið endurgreitt frá matsþola 13.283.732 krónur sem er nánast sú fjárhæð sem matsþoli hafi átt í banka í árslok 2014. Yfirmatsmenn telja sölukostnað eigenda á fasteign vera matsþola óviðkoman di. Er það niðurstaða yfirmatsmanna, sem svar við matsspurningu númer 4, að metið tjón matsþola sé 0 krónur. Matsspurning nr. 5: Telja matsmenn matsþola hafa orðið fyrir spjöllum á viðskiptahagsmunum og viðskiptavild sinni vegna lögbannsins? Ef matsmen n telja matsþola hafa orðið fyrir tjóni, þá óskast fjárhæð slíks tjóns metin af matsmönnum og sú fjárhæð rökstudd og Svar yfirmatsmanna : Í svari við spurningunni segir að vissulega hafi matsþoli orðið fyrir ákveðnum spjöllum eða truflun á starfsemi sinni vegna lögbannsins. Meti yfirmatsmenn það svo að sú truflun hafi falist í tímabundinni framleiðslu - og sölustöðvun, og vísa yfirmatsmenn um það til umfjöllunar um matsspurningu nr. 9. Varðandi truflun á markaðsstarfi matsþola sé einnig vísað til umfjöllunar um matsspurning u nr. 7. Fram kemur að yfirmatsmenn telji að með spjöllum á viðskiptahagsmunum hljóti að vera átt við það sama og í öðrum matsspurningum, s.s. nr. 4, 7, 8, 9 og 10 og er vísað til svara við þeim spurningum. Þá segir að v iðskiptavild sé oft skilgreind sem núvirt virði alls vænts framtíðarhagnaðar þess rekstur s sem metin n hafi verið með eðlilegum markaðsvöxtum (meðaltal af eigin fé og lánsfé í ákveðnum hlutföllum) miðað við undirliggjandi áhættu og að frádregnu nettó virði annarra eiga sem nauðsynlegar séu til að ná þessum hag n aði. 32 Staðreyndin sé sú að öll árin hafi orðið tap af rekstri matsþola. Reksturinn hafi ekki verið kominn langt á veg þegar lögbannið hafi verið sett á, a.m.k. ekki miðað við áætlanir þær sem stjórnen dur hafi la g t fram til útreiknings fyrir pwc, sem getið hafi verið um hér að framan. Segir að yfirmatsmenn hafi enga trú á því að þessar áætlanir stjórnenda hafi verið nálægt því að vera raunhæfar og hafi það einnig virst hafa gilt um fjárfesta, a.m.k. haf i ekki tekist, að því er virðist, að laða þá að matsþola. Rekstur sem þessi hafi reynst mjög erfiður hér á landi ekki síst vegna mikils flutningskostnaðar afurða á markað og erfiðleika með að ná nægilega mikilli sölu á erlendum mörkuðum. Þegar lögbannið ha fi verið sett á, hefði það átt að stöðva eða hægja á rekstri matsþola tímabundið en ekki að stöðva rekstur hans endanlega ef reksturinn hefði verið svo Það þýðir ekki að yfirmatsmenn hefðu tal ið reksturinn verðlausan eða vonlausan við setningu lögbanns, alls ekki, heldur einungis að þeir sjá ekki að núvirtur framtíðarhagnaður yrði umfram virði þeirra eigna og markaðskost n aðar sem búið var að leggja í og þyrfti að leggja í og umfram eðlilega ávö xtun miðað við áhættu og fjármögnunarkjör. Yfirmatsmenn eru því ekki vissir um að viðskiptavild matsþola hafi verið einhvers virði við setningu lögbannsins. Þar af leiðandi treysta þeir sér ekki til að meta að á henni hafi orðið fjárhagslegt tjón vegna lög bannsins Er það niðurstaða yfirmatsmanna, sem svar við matsspurningu númer 5, að metið tjón matsþola sé 0 krónur. Matsspurning nr. 6: Telja matsmenn verðmæti matsþola hafa farið til spillis, með því að matsþoli hafi þurft að farga birgðum sínum og fa rga vörum sem hann hafði áður selt í veitingahús, eða vegna þess að mats þoli hafi þurft að eyðileggja umbúðir og kynningarefni sem hann hafði látið framleiða fyrir sig? Ef matsmenn telja matsþola hafa orðið fyrir tjóni að þessu leyti til , þá óskast fjárhæð slíks tjóns metin af matsmönnum. Óskast sú Svar yfirmatsmanna : Í svari yfirmatsmanna kemur fram að í gögnum málsins sé ekkert að finna um að veitingahús hafi skilað vörum eftir setningu lögbanns og engir kreditreikningar séu vegna slíks. Þá virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum sem sala til veitingahúsa hafi verið óveruleg. Hins vegar sé einn kreditreikningur, dags. 3. desember 2013, yfir skil Aðfanga hf., á vörum að fjárhæð 220.424 krónur án virðisaukaskatts. Umrædd vara 33 hafi við skil orðið eign matsþola sem hann hafi þurft að farga. Væntanlega hafi matsþoli vegna lögbannsins einnig þurft að farga öðrum birgðum fullunninna vara sem hann hafi átt á lager hér á landi. En vegna skorts á gögnum úr bókhaldi sé örðugt að meta f járhæð birgða á þeim tímapunkti. Þannig stemmi framlögð gögn um birgðir ekki við eignfærðar birgðir í ársreikningum auk þess sem birgðir í ársreikningum s é u skráðar þær sömu í árslok 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016, sem sé mjög ótrúverðugt. Þá segir að í málinu liggi frammi reikningar frá erlendum aðilum vegna umbúða og kynningarefnis sem sagðir séu vegna matsþola, sbr. töflur 4, 5 og 6 í undirmatsgerð. Hins vegar séu eingöngu fjórir reikningar í töflu 4 í undirmatsgerð stílaðir á matsþola, þ.e. reikningar frá Darley, allir dagsettir 28. febrúar 2013, samtals reikningar profo r ma invoice endanlegir eða löglegir. Þessu til viðbótar l iggi frammi í málinu reikningur dags. 9. júlí 2013 frá Bender Global Closure Systems að fjárhæð EUR 3.886,20, ásamt greiðsluskjali hans, 632.401 krónur , stílaður á matsþola og reikningar frá Robert Mart, samtals að fjárhæð GBP 26.237,22 eða 5.079.263 krónu r , allir stílaðir á Iceland Glacier Water Ltd. í Bretlandi. Fram kemur í svari yfirmatsmanna að þeir hafi óskað eftir útskriftum úr bókhaldi matsþola, m.a. til að sjá hvort reikningar frá framangreindum aðilum sem ekki hafi verið stílaðir á matsþola hafi hugsanlega samt sem áður verið gjaldfærðir í bókhald hans, en þær upplýsingar hafi ekki fengist. Þá sé í töflu gerð grein fyrir fjárhæðum framangreindra reikninga árin 2013 - 2015 og þær bornar saman við skráð vörukaup áranna samkvæmt ársreikningum. Er það niðurstaða yfirmatsmanna að ekki verði séð að kostnaður vegna ofangreindra reikninga hafi farið inn í bókhald matsþola sem vörukaup eins og þau hefðu átt að gera ef kostnaður hefði átt að tilheyra rekstri matsþola. Þegar af þeirri ástæðu sé erfitt að sjá a ð matsþoli geti hafa orðið fyrir tjóni vegna ætlaðrar förgunar þeirra vara sem hann virðist hvorki hafa keypt né greitt fyrir. Þá telja yfirmatsmenn að ekki geti verið um að ræða tjón vegna kaupa á ómerktum flöskum og töppum frá Bender Gobal Closure System og Robert Mart. Er í svari yfirmatsmanna m.a. fjallað um greiðsluskyldu virðisaukaskatts vegna reikninga sem stílaðir séu á Iceland Glacier Water í Bretlandi og telja þeir það ekki sitt hlutverk að meta hugsanlegt tap hins breska félags vegna lög b anns á m atsþola á Íslandi. Einnig er fjallað um framlagt skjal frá matsþola um birgðastöðu á mismundandi tímapunktum. 34 Yfirmatsmenn ákváðu að hafa umræddan birgðalista til hliðsjónar en treysta ekki á hann. Þess í st að meta þeir það sem svo að við setningu lögbanns hafi matsþoli átt ákveðnar birgðir fullunninna afurða og er miðað við að þær geti hafa samsvarað um 3ja mánaða sölu. Ef gert er ráð fyrir að að [sic] árssala hafi numið um 16 mkr. þá hefðu birgðir á söluver ði numið um 4 mkr. Yfirmatsmenn meta það því þannig að tap matsþola vegna förgunar afurðabirgða hafi numið kr. 4.000.000 Matsspurning nr. 7: Telja matsmenn að markaðsstarf það sem mat s þoli hafði unnið, áður en til lögbannsins kom, hafi eyðilagst vegna þess? Ef matsmenn telja svo vera, þ á óskast það metið til fjár. Jafnframt óskast metið hvað kosta muni að ráðast í sambærilegt markaðsstarf. Óskast sú fjárhæð rökstudd Svar yfirmatsmanna : Yfirmatsmenn telja engum vafa undirorpið að markaðsstarf matsþola hafi orðið fyrir skaða við lögbannið en telja orðum aukið að það hafi eyðilagst alveg vegna þess. Eins og áður hefur verið gerð grein fyrir fengu yfirmatsmenn ekki afhent bókhaldsútskriftir sem þeir óskuðu eftir og gátu því ekki sann reynt hvað hafi verið að baki gjaldfærslum í ársreikning og þá hafi verið ósamræmi í ýmsum framlögðum gögnum. Þá sé gerð grein fyrir gjaldaliðum í ársreikning um áranna 2011, 2012 og 2013 varðandi laun og tengd gjöld, auglýsingar og styrki, viðskipakostnað, ferðakostnað og aðkeypta vinnu og þjónustu og meta þeir tiltekinn hluta útgjalda vegna framangreindra liða eins og nánar er rakið í yfirmatsgerð. Í lok svars við Samkvæmt þessu er niðurstaða yfirmatsmanna að heildar markaðskostn aður áranna 2011 - 2013 hafi numið um kr. 61.400.000. Hluti þessa markaðskostnaðar nýttist til öflunar tekna árin 2011 - 2013 og hluti hans hefði átt að halda gildi sínu áfram þrátt fyrir tímabundið lögbann. Hluti þessa kostnaðar svo sem bæklingar og myndir ka nn svo að hafa orðið ónýtur sökum dómsniðurstöðu í nafnamálinu. Niðurstaða yfirmatsmanna er að tjón matsþola vegna ónýtingar á markaðskostnaði veg n a lögbannsmálsins nemi kr. 20.500.000 eða sem nemur um 1/3 hluta áætlaðs markaðskostnaðar árin 2011 - 2013 Ma tsspurning nr. 8: Óskað er eftir áliti matsmanna á því hvað hvern [sic] telji kostnað af því fyrir matsþola að leggja í vinnu við að hanna nýjar umbúðir, nýja vefsíðu og nýtt 35 markaðsstarf til að kynna vörur sínar á nýjan leik. Óskast sú fjárhæð rökstudd og Svar yfirmatsmanna : Yfirmatsmenn telja engan vafa leika á því að matsþoli hafi orðið fyrir kostnaði við að hanna nýjar umbúðir, breyta vefsíðu og við breytt markaðsstarf til að kynna vöru sína. Hins vegar geti matsþoli ekki fengið bæði bætt tjón vegna skaða á Yfirmatsmenn telja því að þeir hafi metið þetta tjón í matsspurningu nr. 7 Matsspurning nr. 9: Telja matsmenn matsþola hafa orðið fyrir tjóni vegna tapaðrar sö lu, hvort tveggja hérlendis og erlendis? Ef matsmenn telja svo vera óskast fjárhæð slíks tjóns metin af Svar yfirmatsmanna : Yfirmatsmenn telja augljóst að matsþoli hafi orðið af sölutekjum vegna lögbannsins. Er það skoðun yfirmatsmanna, byggð á upplýsingum úr virðisaukaskattskýrslum, að matsþoli kunni að hafa misst af innanlandssölu að fjárhæð 90.000 krónur að meðaltali á mánuði í átta mánuði eða alls 720.000 krónur . Þá kunni matsþoli að hafa misst af sölu til útflut nings að fjárhæð alls 10.400.000 krónur , sem samsvari sölu að meðaltali um 1.300.000 krónur á mánuði ef miðað sé við átta mánuði, eins og í innanlandssölunni. Þá benda þeir á að sala til útflutnings hafi hafist fyrr en innanlandssala. Samtals telja yfirmat smenn því að matsþoli hafi misst af sölutekjum að fjárhæð alls 11.120.000 krónur beint vegna lögbannsins. Erfitt sé þó að segja hvort matsþoli hafi óbeint misst af meiri sölutekjum vegna lögbannsins, þ.e. minni sölu síðar, eða hefði misst af framtíðarsölut ekjum ef hann hefði ekki hætt Sölutekjur er eitt en framlegð annað og hagnaður enn annað. Miðað við tap ársins 2014 er ljóst að tap hefði verið eftir sem áður á rekstrinum það ár þó að matsþ oli hefði fengið þessar meiri tekjur. Hefði matsþoli haft þessar meiri tekjur er einnig ljóst að hann hefði einnig haft einhvern meiri kostnað til öflunar teknanna, a.m.k. meiri vörunotkun (flutningskostnað ur er þar innifalinn skv. ársreikningum). Líklega hefði launakostnaður ekki þurft að vera mikið meiri en hann hvort eð er var árið 2014. Yfirmatsmenn líta hér svo á að í svari sínu um markaðskostnað hafi þeir m.a. gert ráð fyrir þeim markaðskostnaði sem að öðrum kosti væri hér rétt að taka tillit til. 36 Yfi rmatsmenn miða við að vörunotkun hefði numið um 55% af sölutekjum sem er svipað meðaltali áranna 2011 til 2014 skv. ársreikningum. Miðað við það er niðurstaðan að 45% af kr. 11.120.000 eða um kr. 5.000.000 sé beint fjártjón vegna tapaðrar sölu hérlendis og erlendis vegna lögbannsins Matsspurning nr. 10: Telja matsmenn orðspor matsþola hafa orðið fyrir tjóni sem meta megi til fjár vegna þess álitshnekkis sem hið ólögmæta lögbann olli matsbeiðanda? Ef svo er þá óskast fjárhæð slíks tjóns metin af matsm önnum . Óskast sú fjárhæð rökstudd og sundurliðuð. Telj a matsmenn að slíkt tjón verði ekki metið til fjár þá er þess óskað að Svar yfirmatsmanna : Yfirmatsmenn gera stóran greinarmun á því hvort dóms mál séu einkamál eða opinber mál/sakamál, þar sem aðilar séu ákærðir. Telja yfirmatsmenn að almennt verði aðilar að einkamálum ekki fyrir álitshnekki nema deiluefnið snúi að óheiðarleika aðila. Telja yfirmatsmenn að þau tvö mál sem aðilar þessa máls deildu um fyrir dómstólum og lauk með tveimur dómum Hæstaréttar 4. júní 2015 hafi ekki snúist um óheiðarleika aðila málsins heldur einfaldlega túlkun á ákveðnum ákvæðum laga sem þeir hafi ekki náð að koma sér saman um og hafi það legið fyrir frá upphafi málareks Þegar upp er staðið var niðurstaða Hæstaréttar sú að hvor aðili um sig vann annað málið en tapaði hinu. Vegna framangreinds telja yfirmatsmenn matsþola ekki hafa orðið fyrir álitshnekki vegna lögbannsins Matsspurning nr. 11: Telja matsmenn matsþola hafa orðið fyrir öðru fjárhagstjóni en matsspurningar nr. 1 til 10 lúta að, eða er eitthvað annað sem matsmenn telja að fram þurfi að koma og áhrif kunni að hafa í málinu? Ef svo er þá óskast upplýst af matsmönnum í hverju slíkt fjárhagst jón er fól g ið og jafnframt metin fjárhæð slíks tjóns. Svar yfirmatsmanna : Yfirmatsmenn telja varla hægt að gera lögbann ábyrgt fyrir því að ekki hafi t e kist að fá fjárfesta að verkinu. Augljóst sé að matsþoli hafi orðið af sölutekjum vegna lögbannsins. Ví sa þeir í því sambandi til þess að málaferli vegna nafnamálsins hafi hafist áður en lögbannið hafi verið lagt á. Slíkar deilur geti fælt fjárfesta frá auk þess sem óraunhæfar væntingar seljanda hafi einnig gert það. Er það niðurstaða yfirmatsmanna að matsþ oli hafi ekki orðið fyrir tjóni að því er þennan lið varðar af 37 völdum lögbannsins. Þá er fjallað um þá staðhæfingu matsþola að kostnaður vegna launa starfsmann í uppsagnarfresti sé tjón af völdum lögbannsins. Vísað er til svars við matsspurningu nr. 9. Sé svo að matsþoli eigi að fá bætur vegna launa á uppsagnarfresti ætti að draga þær frá í svari við matsspurningu nr. 9. Eins og áður greinir er í lok yfirmatsgerðar gerð grein fyrir niðurstöðum samkvæmt einstökum matsspurningum, nánar tilgreint metið tjón í fjárhæðum, sem hér segir: Spurning 1; Metið tjón .............................................. kr. 3.300.000 Spurning 2; Metið tjón .............................................. kr. 0 Spurning 3; Metið tjón ...................... ........................ kr. 0 Spurning 4; Metið tjón .............................................. kr. 0 Spurning 5; Metið tjón .............................................. kr. 0 Spurnin g 6; Metið tjón .............................................. kr. 4.000.000 Spurning 7; Metið tjón .............................................. kr. 20.500.000 Spurning 8; Metið tjón .......(innifalið í svari við sp.7) kr. 0 Spurning 9; Metið tjón .............................................. kr. 5.000.000 Spurning 10;Metið tjón .............................................. kr. 0 Spurning 11;Metið tjón .............................. ................ kr. 0 Forsendur og niðurstaða Í máli þessu freistar stefnandi þess að sækja bætur úr hendi stefnda vegna lögbanns sem lagt hafði verið þann 29. október 2013 á notkun og hagnýtingu stefnanda á vörumerkjum stefnda, orðmerkinu - og heimasíðu sinni, starfsstöðvum og verslunum, allar vörur, merkingar, auglýsingar og tilkynningar í hvaða formi sem var, þar sem vör umerki stefnda komu fyrir , allt gegn framlagningu viðbótartryggingar. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur upp kveðnum þann 27. október 2014 var stefnandi sýknaður af þeirri kröfu stefnda að honum væri óheimilt að nota og hagnýta sér ofangreind vörumerki og þá var hann jafnframt sýknaður af síðari kröfunni sem gerð er grein fyrir hér að framan. Var lögbannsgerðin því felld úr gildi og með dómi Hæstaréttar upp kveðnum þann 4. júní 2015 var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Stefnandi telur sig hafa orðið fyrir gríða rlegu tjóni 38 vegna lögbannsins og hefur hann aflað matsgerðar í þeim tilgangi að færa sönnur á það. Stefnandi krafðist þess upphaflega að stefnda yrði gert að greiða honum miska - og skaðabætur að fjárhæð 1.353.987.028 krónur með dráttarvöxtum en þegar yfirmatsgerð lá fyrir lækkaði hann kröfur sínar eins og gerð er grein fyrir hér að framan. Stefnandi byggir kröfur sínar meðal annars á 42. gr. laga nr. 31/1990, en þar segir í 1. mgr. að falli kyrrsetning, löggeymsla eða lögbann niður vegna sýkn u af þeirri kröfu sem gerðinni var ætlað að tryggja skal þá gerðarbeiðandi bæta þann miska og það fjártjón, þar á meðal spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem telja má að gerðin hafi valdið. Heimilt er að dæma skaðabætur eftir álitum ef ljóst þyki r að fjárhagslegt tjón hafi orðið en ekki er unnt að sanna fjárhæð þess. Eins og rakið hefur verið hér að framan byggði stefndi á því við munnlegan flutning málsins að lögbannið hafi ekki girt fyrir lögmæta starfsemi stefnanda, enda hafi hann ekki haft sta rfsleyfi fyrir átöppun, sölu eða dreifingu vatns innanlands. Í yfirmatsbeiðni stefnda er bent á að stefnandi hafi einungis haft starfsleyfi til átöppunar kranavatns úr vatnsveitu Vestmannaeyja til útflutnings í plastpokum eða blöðrum sem yrði sent út til k aupenda í 20 feta gámum. Stefnandi hefur ekki brugðist við þessum fullyrðingum stefnda og þá var ekki gerð athugasemd þegar stefndi lagði fram starfsleyfi stefnanda á dómþingi þann 2. janúar sl. Ekki verður séð að stefndi hafi haft vitneskju um það að sta rfsleyfi stefnanda hafi verið með þessum hætti þegar greinargerð var skilað í málinu af hans hálfu. Stefnandi hefur við munnlegan flutning málsins mótmælt þessari málsástæðu stefnda sem of seint fram kominni. Samkvæmt 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 skul u málsástæður og mótmæli koma fram jafnskjótt og tilefni verður til. Að öðrum kosti má ekki taka slíkar yfirlýsingar til greina nema gagnaðili samþykki eða aðili hefur þarfnast leiðbeininga dómara en ekki fengið þær. Telja verður að stefndi hafi ekki átt möguleika á því að halda þessari málsástæðu fram fyrr en eftir að starfsleyfi stefnanda hafði verið lagt fram. Af þeim sökum og með vísan til 5. mgr. 101. gr. sömu laga eru ekki efni til að líta svo á að þessi málsástæða hafi komið of seint fram. Af öllu framangreindu leiði r að stefndi get ur ekki borið skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns sem hlotist hafi af því að stefnandi hafi látið af sölu og dreifingu vatns innanlands sem var í andstöðu við starfsleyfi hans . Ber þegar af þessari ástæðu að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. 39 Mál þetta dæma Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri, Sigurður G. Gíslason héraðsdómari og Arnar Már Jóhannesson endurskoðandi. D Ó M S O R Ð Stefndi, Icelandic Water Holdings hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, i Gwater ehf. í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson Sigurður G. Gíslason Arnar Már Jóhannesson