Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. apríl 2021 Mál nr. S - 40/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn Edgaras Puksmys Dómur Mál þetta sem dómtekið var 10. mars 2021 höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 11. janúar 2020 á hendur ákærða Edgara Puksmys, fæddum [...] , ríkisborgara frá Litáen: fyrir þjófnað , með því að hafa þann 13. janúar 2019 , stolið vörum úr verslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að áætluðu verðmæti um kr. 245.623, en um var að ræða eftirfarandi vörur : 8 Marlboro sígarettukarton, 10 flöskur af ilmvatni, Hugo Boss peysa og Bose Quiet Comfort heyrnatól. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940. Þ ess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærð i mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en ákæra var birt í Lögbirtingarblaði 8. febrúar 2021 . Samkvæmt upplýsin gum lögreglu er ákærði farinn af landi brot t og óvíst eru um dvalarstað hans. Að mati dómsins eru uppfyllt skilyrði 3. mgr. 156. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 og heimilt að birta ákæru og fyrirkall í Lögbirtingarblaði. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkalli að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún réttilega heimfærð til refsi ákvæða í ákæru. Ákærði sem er fæddur í apríl árið [...] hefur ekki brotið af sér áður svo kunnugt sé . Með hliðsjón af atvikum máls og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingar eins og í dómsorði greinir . 2 Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn málsins og rekstri þess fyrir dómi. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kve ður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði Edgaras Puksmys sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga n r. 19/1940. Ólafur Egill Jónsson