Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 14. nóvember 2019 Mál nr. S - 49/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ( Sigurður Hólmar Kristjánsson fulltrúi ) g egn X ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem tekið var til dóms 31. október sl. er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 13. maí 2019, á hendur X , fæddum 5. september 2000, til heimilis að , með því að hafa , að morgni laugardagsins 21. júní 2018, á vegslóða við tjaldstæði Glaðheima í Brautarhvammi á Blönduósi, veist að A , k: 000000 - 0000 og slegið og sparkað í höfuð hans, með þeim afleiðingum að A hlaut tilfært brot á vinstra kjálkabeini og skyntap á vinstri hlið höku vegna taugaáverka. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 21 8 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar . Einkaréttarkrafa Í málinu gerir Sigurður Freyr Sigurðsso n, h dl ., f.h. brotaþola A kt. 000000 - 0000 , kröfu um að ákærði greiði brotaþola skaðabætur að fjárhæð kr. 2.000.000, - auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá 21.07.2018 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfun nar, en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags II Mál þetta var þingfest 11. júní sl. ákærði sótti ekki þing en þing var sótt af hálfu skipaðs verjanda ákærða og óska ð eftir fresti til að fara yf ir gögn málsins með ákærða. Málið var aftur tekið fyrir 26. júní sl. Ákærði sótti þing og neitaði sök og hafnaði framkominni einkaréttarkröfu. Málinu var því frestað til aðalmeðferðar sem 2 fara átti fram 31. október sl. Þann dag sótti ákærði þing ásamt skip uðum verjanda sínum og u pplýsti að hann vildi breyta afstöðu sinni til sakarefnisins og játaði skýlaust brot sitt og viðurkenndi bótaskyldu en krafðist lækkunar á einkaréttarkröfunni. Ekki þóttu efni til að efast um að játning ákærða sé sannleikanum samkvæ m enda er hún í samræmi við gögn málsins og telst sekt ákærða nægilega sönnuð . Að þessu framkomnu var farið með málið eftir ákvæðum 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Áður en málið var tekið til dóms tjáðu sækjandi, verjandi og lögmaður brotaþo la sig um ákvörðun viðurlaga og fjárhæð bóta. Ákærði er 19 ára og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði einu sinni áður sætt refsingu en hann var í júní á þessu ári dæmdur til greiðslu sektar fyrir brot gegn vopna lögum, lögum um ávana - og fíkniefn i og umferðarlögum. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir var framið í júní 2018 og ber því með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að dæma honum hegningarauka við það brot. Að þessu gættu og með hliðsjón af því að ákærði er enn ungur að árum, var tæplega 18 ára þegar brot þetta var framið , hann hefur leitast við að ná tökum á fíknivanda sínum með því að fara í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi og í eftirmeðferð á Vík og skýlausri játningu hans þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin þri ggja má naða fangels i en efni eru til að binda refsinguna skilorði og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður hefur krafist bóta fyrir hönd A , kt. 0000 00 - 0000 , úr hendi ákærða líkt og í ákæru greinir. Ákærði hefur samþykkt bótaskyldu en telur umkrafðar bætur of háar. Undir rekstri málsins féll réttargæslumaður brotaþola frá kröfu um bætur vegna líkamstjóns og krafðist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 1.500.000 krónur. Brotaþoli hefur ekki lagt fram gögn um afleiðingar árásarinnar önnur en vottorð læknis þar sem fram kemur að hann hafi kjálkabrotnað og það brot hafi verið lagfært með aðgerð. Þykja bætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 400 .000 krónur me ð vöxtum eins og í dómsorði greinir en upphafsdagur dráttarvaxta miðast við þann dag sem mánuður var liðinn frá því að bótakrafa var fyrst kynnt ákærða. Með vísan til 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Sakark ostnaður féll ekki á málið við rannsókn þess hjá lögreglu og samanstendur hann því af þóknun verjanda ákærða, þóknun réttargæslumanns brotaþola og ferðakostnað i lögmannanna. Þóknun verjanda ákærða, Guðmundar St. 3 Ragnarssonar lö gmanns, þykir að meðtöldum vi rðisaukaskatti hæfilega ákveðin 527 . 0 00 krónur og hefur þá verið tekið tilliti til umfangs málsins og þess tíma sem fór í ferðal ög verjandans svo og þess að sama dag gætti lögmaðurinn hagsmuna ákærða í öðru máli. Þennan kostnað ber ákærða að greiða að viðbættum 95.040 króna ferðakostnaði verjandans. Þóknun réttargæslumanns brotaþola, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns , þykir að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins og virðisaukaskalls hæfilega ákveðin 590.240 krónur . Ferðakostnaður lögmannsins nam 126.720 krónum. Þennan kostnað ber ákærða að greiða þó þannig að v egna mistaka við afboðun aðalmeðferðar sem fara átti fram 19. september sl. mætti réttargæslumaður til þess þinghalds. Kostnað sem af þessu hlaust og samanstendur af 168.640 króna þóknun lögmannsins og 63.360 króna ferðakostnaði , samtals 232.000 krónur verður að fella á ríkissjóð . Af hálfu ákæruvalds sótti málið Sigurðu Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjó r ans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði , X , sæti fangelsi í 90 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A, 400 .000 krónur ásamt vöxtum, skv. 1. mgr. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 21. júní 21. júní 2018 til 23. júní 2019 en með dráttarvöxtum skv. 1 mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðs ludags . Ákærði greiði 1.107.000 krónur í sakarkostnað þar með talin 527.000 króna þóknun verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns og 412.600 króna þóknun réttargæslumanns brotaþola, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns . Annar sakarkostnaður 232.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Halldór Halldórsson