Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 1 . maí 2022 Mál nr. S - 1059/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Hafstein i Guðjónss yni (Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 13. apríl sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 22. febrúar 2022, á hendur Hafsteini Guðjónssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 25. september 2019, að [...] í Reykjavík, haft í vörslum sínum [...] 132,36 g af kannabislaufum, 12 kannabisplöntur, 0,54 g af maríhúana og 1,20 g af tóbaksblönduðu kannabisefni og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Lögregla lagði hald á allt framangreint við húsleit hjá ákærða. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 132,36 g af kannabislaufum, 12 kannabisplöntur, 0,54 g af maríhúana og 1,20 g af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögreglan lagði hald á, samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þá er krafist upptöku á þrem loftsíum, tímaro fa, þrem spennubreytum, fjórum viftum, þrem lömpum og tjaldi með vísan til 7. mgr. 5. gr. sömu laga, en þessir munir voru notaðir til framleiðslu kannabisplantanna. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun 2 viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hef ur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæðis í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottor ði, dagsettu 16. febrúar 2022, var ákærða gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 30. n óvember 2015 fyrir fíkniefnalagabrot. Að öðru leyti kemur sakarferill ákærða ekki til skoðunar við ákvörðun refsingar nú. Með hliðsjón af sakarefni þessa máls , ákvæð a 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , þess hve langt er liðið síðan umrætt brot var framið og verður ákærða ekki kennt um þann drátt á meðferð málsins og þess að ákærði hefur greiðlega játað sök fyrir dómi þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr . laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upp tæk til ríkissjóðs 132,36 g römm af kannabislaufum, 12 kannabisplöntur, 0,54 g römm af maríhúana , 1,20 g römm af tóbaksblönduðu kannabisefni , þrjár loftsíur, tímarofi, þrír spennubreytar, fjórar viftur, þrír lampar og tjald , sem hald var lagt á við rannsókn m álsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns, 1 95. 3 00 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 86.815 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Júlí Karlsson saksóknarfulltrúi fyrir hönd Gyðu Ragnheiðar Stefánsdóttur saksóknarfulltrúa. Samúel Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Hafsteinn Guðjónsson , sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu re fsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Gerð eru upptæk til ríkissjóðs 132,36 g römm af kannabislaufum, 12 kannabisplöntur, 0,54 g römm af maríhúana , 1,20 g römm af tóbaksblönduðu kannabisefni , þrjár loftsíur, tímarofi, þrír spennubreytar, fjórar viftur, þrír lampar og tjald. 3 Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Friðriks Á rna Friðrikssonar Hirst lögmanns, 1 95. 3 00 krónur , og 86.815 krónur í annan sakarkostnað. Samúel Gunnarsson