Héraðsdómur Reykjaness Dómur 19. maí 2022 Mál nr. S - 270/2022 : Ákæruvaldið ( Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari ) g egn X ( Elías Kristjánsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 2. maí sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 31. janúar 202 2 á hendur ákærða X , kt. 000000 - 0000 , , fyrir neðangreind brot framin á árinu 2021 nema annað sé tekið fram: A. Brot gegn A , kennitala 000000 - 0000 : 1. Kynferðisleg áreitni gegn barni, brot gegn barnaverndar - og áfengislögum og lögum um rafrettur, með því að hafa á tímabilinu frá mars til 5. nóvember á Snapchat samskiptaforritinu, ítrekað viðhaft kynferðislegt tal við A og fengið ha na ítrekað til að senda sér kynferðislegar myndir og myndbönd af sér, m.a. af berum brjóstum og kynfærum. Þá sendi ákærði stúlkunni ítrekað myndir og myndbönd af berum kynfærum sínum auk þess að senda henni myndbönd af B að hafa munnmök við sig, sbr. ákæru liður 11. Ákærði afhenti A á sama tímabili ýmis kynlífshjálpartæki, undirföt, nikótínpúða, rafrettur, áfyllingar í rafrettur og áfengi gegn því að hún sendi honum myndefnið. Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 2. mg r. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, 18. gr., sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 og 1. mgr. 7. gr., sbr. 20. gr. laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur nr. 87/2018. 2. Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í mars eða apríl, í bi freið sem lagt var í nágrenni við , með ólögmætri nauðung og án samþykkis, látið A hafa við sig munnmök og sett fingur í leggöng hennar en ákærði nýtti sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs - og þroskamunar og þar sem hún var ein með h onum fjarri öðrum. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. 2 3. Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa einu sinni á ofangreindu tímabili, með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldu rs - og þroskamunar og með því að lofa gjöfum sem lýst er í ákærulið 1, fengið A til að stinga fingri í endaþarm sinn og taka myndband af því sem hún svo sendi ákærða. Telst þetta aðallega varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarla ga en til vara við 1. mgr. 210. gr. b laganna. 4. Kynferðisbrot, með því að hafa um nokkurt skeið, fram til mánudagsins 8. nóvember haft í vörslum sínum á tveimur farsímum af gerðinni Samsung S10 (munur ) og Samsung Galaxy (munur ) 9 myndbönd og 52 lj ósmyndir sem sýna A á kynferðislegan og klámfengin hátt. Telst þetta varða við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga. B. Brot gegn A og C , kennitala 000000 - 0000 : 5. Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í mars eða apríl, með ólögmætri nau ðung í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldurs - og þroskamunar og með því að lofa gjöfum sem lýst er í ákærulið 1, afhent A áfestanlegan gervilim og fengið hana og C til að nota hann þannig að C festi liminn á sig og hafði kynferðismök við A með gervili mnum og taka myndband af því, sem þær svo sendu ákærða. Telst þetta aðallega varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga en til vara við 1. mgr. 210. gr. b laganna. C. Brot gegn C , kennitala 000000 - 0000 : 6. Kynferðisleg áreitni ge gn barni, með því að hafa í upphafi árs 2021, á samskiptaforritinu Snapchat, ítrekað fengið C til að senda sér kynferðislegt myndefni af henni, sent henni kynferðislegt myndefni af öðrum stúlkum og myndband af B að hafa munnmök við sig, sbr. ákæruliður 11, auk þess afhent stúlkunni kynlífshjálpartæki og undirföt gegn því að hún sendi honum kynferðislegt myndefni. Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. 7. Kynferðisbrot, með því að hafa um nokkurt skeið, fram til mánudagsins 8. nóvember haft í vörslum sínum á tveimur farsímum af gerðinni Samsung S10 (munur ) og Samsung Galaxy (munur ) 1 myndband og 3 ljósmyndir sem sýna C á kynferðislegan og klámfengin hátt. Telst þetta varða við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga. D. 3 Brot gegn B , kennitala 000000 - 0000 : 8. Kynferðisleg áreitni gegn barni, með því að hafa á tímabilinu frá mars eða apríl til júní 2018, á Snapchat samskiptaforritinu, ítrekað fengið B til að senda sér kynferðislegt myndefni af sér og sent henni myndir og myndbönd af berum kynfærum sínum. Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. 9. Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í mars eða apríl 2018, í bifreið sem lagt var í nágrenni við , með ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði og önnur kynferðismök við B , en ákærði stakk fingri í leggöng stúlkunnar, sleikti kynfæri hennar, hafði við hana samræði og lét hana hafa við sig munnmök en ákærði nýtti sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs - og þroskamunar og þar sem hún var ein með honum fjarri öðrum. 10. Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í maí eða júní 2018, í herbergi á gistiheimili við , með ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði og önnur kynferðismök við B , en ákærði hafði samræði við stúlkuna og lét hana hafa við sig munnmök en ákærði nýtti sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs - og þroskamunar og þar sem hún var ein með honum fjarri öðrum. Teljast brot samkvæmt ákæruliðum 9 og 10 varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarl aga. 11. Kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa tekið myndbönd af brotum sínum gegn B sem lýst er í ákæruliðum 9 og 10 án hennar samþykkis og með því að hafa á árinu 2021 án samþykkis sent myndskeiðin til A og C sbr. ákæruliði 1 og 6, e n með háttsemi sinni sýndi hann B ósiðlegt athæfi. Telst þetta varða við 1. mgr. 199. gr. a og 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. 12. Kynferðisbrot, með því að hafa um nokkurt skeið, fram til mánudagsins 8. nóvembe r haft í vörslum sínum á tveimur farsímum af gerðinni Samsung S10 (munur ) og Samsung Galaxy (munur ) 3 ljósmyndir sem sýna B á kynferðislegan og klámfengin hátt. Telst þetta varða við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga. E. Brot gegn D , kenn itala 000000 - 0000 : 13. Kynferðisleg áreitni gegn barni og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa á tímabilinu frá 27. ágúst 2020 til 21. apríl 2021, á samskiptaforritinu Snapchat, ítrekað viðhaft kynferðislegt tal við D og fengið hana ítrekað til að sen da sér kynferðislegar myndir og myndbönd af sér. Þá sendi ákærði stúlkunni ítrekað 4 myndir og myndbönd af berum kynfærum sínum. Ákærði afhenti D einu sinni á þessu tímabili kynlífshjálpartæki og undirföt sem hann hvatti hana til að nota og senda sér myndef ni af því, en með háttsemi sinni sýndi hann D ósiðlegt athæfi. Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga að því er varðar brot framin fyrir 7. febrúar 2021 en eftir það við 199. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnavernd arlaga nr. 80/2002. 14. Kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa ítrekað á tímabilinu frá 27. ágúst 2020 til 7. febrúar 2021 í samskiptum við D á Snapchat samskiptaforritinu reynt að mæla sér mót við hana í því skyni að hafa við hana samræði eða önnur kynferð ismök. Telst þetta varða við 4. mgr. 202. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. F. Brot gegn E , kennitala 000000 - 0000 : 15. Kynferðisleg áreitni gegn barni, með því að hafa á tímabilinu 15. febrúar 2020 til 30. janúar 2021, á Snapchat samskiptaforritinu, ítrekað viðhaft kynferðislegt tal við E og fengið hana til að senda sér kynferðislegar myndir og myndbönd af sér. Þá sendi ák ærði stúlkunni ítrekað myndir og myndbönd af berum kynfærum sínum auk þess að senda henni kynferðislegar myndir og myndbönd af öðru fólki. Ákærði afhenti auk þess E kynlífshjálpartæki gegn því að hún sendi honum myndefnið. Telst þetta varða við 2. mgr. 202 . gr. almennra hegningarlaga. 16. Kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa ítrekað á sama tímabili og í ákærulið 15, í samskiptum við E á Snapchat samskiptaforritinu reynt að mæla sér mót við hana í því skyni að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök. Telst þetta varða við 4. mgr. 202. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. 17. Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í júlí 2020, með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldurs - og þroskamunar, fengið E til að fróa sér með notkun kynlífshjálpartækis sem ákærði gaf henni og taka myndband af því sem hún svo sendi ákærða. Telst þetta aðallega varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga en til vara við 1. mgr. 210. gr. b laganna. Þess er krafist að á kærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt er gerð sú krafa að ákærða verði gert að sæta upptöku á framangreindu myndefni, Samsung S10 (munur ) og Samsung Galaxy (munur ), samkvæmt 1. og 2. tölulið 1. mgr. 69. gr. a a lmennra hegningarlaga. 5 Einkaréttarkröfur : Af hálfu F , kennitala 000000 - 0000 , f.h. ófjárráða dóttur sinnar, A , kennitala 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni kr. 4.500.000, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga n r. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. nóvember 2021 til þess dags er liðinn verður mánuður frá því krafan var kynnt honum en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. IV. kafla laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, allt til greiðsludags. Þá er krafist h æfilegrar þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að viðbættum virðisaukaskatti, að mati dómara eða samkvæmt síðar framlagðri tímaskýrslu. Af hálfu G , kennitala 000000 - 0000 , f.h. ófjárráða dóttur sinnar, C , kennitala 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni kr. 3.000.000, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2021 til þess dags er liðinn verður mánuður frá því krafan var kynnt honum en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. IV. kafla laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, allt til greiðsludags. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að viðbættum virðisaukaskatti, að mati dómara eða samkvæmt síðar framlagðri tímask ýrslu. Af hálfu H , kennitala 000000 - 0000 , f.h. ófjárráða dóttur sinnar, B , kennitala 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni kr. 5.000.000 í skaða - og miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð tryggingu frá 11. nóvember 2021 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns samkvæmt mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu I , kennitala 000000 - 0000 f.h. ófjárráða dóttur sinnar D , kt. 000000 - 0000 er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni kr. 2.500.000, ásamt vöxtum samkvæm t 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2021 til þess dags er liðinn verður mánuður frá því krafan var kynnt honum en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. IV. kafla laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, allt til greiðsludags. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að viðbættum virðisaukaskatti, að mati dómara eða samkvæmt síðar framlagðri tímaskýrslu. 6 Af hálfu J , kennitala 000000 - 0000 , f.h. ófjárráða dóttur sinnar, E , kt. 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni kr. 2.500.000, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2021 til þess dags er liðinn verður mánuður frá því krafan var kynnt honum en frá þe im degi með dráttarvöxtum skv. IV. kafla laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, allt til greiðsludags. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að viðbættum virðisaukaskatti, að mati dómara eða samkvæmt síðar framlagðri tímaskýrslu. II Málavextir almennt: Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar kærði til lögreglu 12. október 2021 kynferðisbrot karlmanns gegn brotaþolanum A til heimilis í . Samkvæmt framburði stúlkunnar hafði hún hitt mann nokkrum sinnum sem hafði tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva. Stúlkan sagði að maðurinn segðist heita Siggi en stúlkan trúði því ekki og hann vildi að hún myndi kalla hann pabba en hann væri um fertugt. Maðurinn hafði sagt henni að hann væri giftur, ætti dóttur og byggi í . Hann væri á hvítri bifreið sem stúlkan hélt að væri merkt einhverri kaffitegund. Stúlkan kvaðst hafa kynnst manninum í gegnum Snapchat forritið og snapchat nafn hans væri sxy.mf. Hún kvaðst hafa þekkt manninn í rúmlega fimm mánuði og hitt hann í um 10 skipti. Nokkrum vikum áður en kæran var lögð fram sagði stúlkan að hún hafi hitt manninn í og hann keyrt með hana á afskekkt svæði hjá bílakjallara á . Þar hafi hann tekið typpið á sér út og sagt stúlkunni að veita sér munnmök (totta sig). Hún hafi ekki þorað að segja nei og gert það. Hann hafi einnig farið með hendur niður á bak og rass stúlkunnar og kysst hana. Hann hafi sí ðan skutlað henni að Nettó þar sem hún hafi hitt vini sína. Þá lýsti stúlkan því að maðurinn hefði keypt kynlífstæki fyrir hana og vinkonu hennar C sem er ein brotaþola í máli þessu. Hann hafi beðið þær að nota tækin og senda sér myndir og myndbönd af því. Þær hafi sent honum myndband af sér stunda samfarir með gervilim (strapon) en myndbandið hafi farið í meiri dreifingu og tilkynning vegna þess bor ist barnavernd. Stúlkan sagði að maðurinn hafi einnig sent henni myndbönd af öðrum stúlkum vera að stunda munnmök með honum og hann hafi einnig sent stúlkunni myndir af sér í sturtu. 7 Rannsókn lögreglu leiddi til þess að grunur féll á ákærða og 5. nóvemb er 2021 fékkst heimild lögreglustjóra fyrir tálbeituaðgerð sem fólst í því að taka yfir síma brotaþola og halda áfram samskiptum við ákærða í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Samskiptum við ákærða var haldið áfram 7. nóvember 2021 en þeim lauk daginn eft ir þegar hann var handtekinn. Eftir handtöku ákærða var framkvæmd húsleit á heimili hans að , Reykjavík, og var hann viðstaddur húsleitina. Við leitina var m.a. lagt hald á fartölvu, flakkara, farsíma, harða tölvudiska, minnislykla og geisladiska. Ei nnig var gerð leit í vinnubifreið ákærða með skráningarnúmerið , sem er sendibifreið, skráð á . Ákærði starfaði þar og hafði bifreiðina til umráða vegna starfs síns. Ákærði var viðstaddur leitina en við hana voru haldlagðir fimm minnislyklar, Samsung farsími og kynlífstæki í kassa. Ákærði kvaðst eiga farsímann en minnislyklarnir væru fyrir kaffivélar sem tengdust vinnu hans en þó gætu verið á einum lyklinum gögn úr einkatölvu hans. Gerð var rannsókn á tveimur farsímum ákærða og var þá sérstaklega hor ft til Snapchat smá forritsins, ljósmynda og myndskeiða. Mikið var af sama efni í báðum símunum og á þeim báðum voru tveir Snapchat aðgangar sxy.mf (Mr X1) og xsxy.mf (Sig Sig). Í báðum símunum var talsvert af nektarmyndum og öðru klámfengnu efni þ. á m. m yndefni af brotaþolum máls þessa. Samtals voru 1.802 ljósmyndir og 128 myndskeið tekin úr símunum til nánari skoðunar en margar ljósmyndirnar eru smámyndir (thumbnails) og endurtekningar af sama efni. Í símunum fundust einnig m.a. ljósmyndir og myndskeið í samræmi við leik ákærða þar sem stig voru aðallega gefin fyrir kynferðislegar athafnir. Reglur leiksins voru einnig í símanum en stigin voru fleiri eftir því sem athafnirnar urðu grófari. Þannig voru fimm stig gefin fyrir að veifa, brosa, hoppa, klappa e ða sleikja varir en 1.000 stig gefin fyrir að 10.000 stig en ekkert fannst sem sýndi einstakling fá fullnægingu. Ljósmyndir tengdar leiknum voru 318 og myndskeið 11. 8 Á símunum voru níu myndskeið og 27 ljósmyndir af konum og stúlkum veita karlmanni munnmök en hluti ljósmyndanna var úr myndskeiðunum. Typpamyndir af ákærða voru 205 og flestar þeirra sýna hann með holdris og 17 myndskeið sýna hann vera að fróa sér. Þá fannst talsvert af myndefni sem tengist vændi og klámfengnu efni til sölu svo sem Onlyfans. Snapchat aðgangar ákærða voru skoðaðir og í öðrum símanum var ákærði með 6.867 tengingar á báðum Snapchat reikningunum. Þar af voru 1.699 skilgreindir sem vinir, 91 var ákærði búinn að loka á, 590 voru óskilgreindir og 4.487 voru ósvaraðar vinabeiðnir frá ákærða. Á hinum símanum var ákærði með 6.866 tengingar á báðum Snapchat reikningunum. Þar af voru 1.715 skilgreindir sem vinir, 95 var ákærði búinn að loka á, 591 voru óskilgreindir og 4.465 voru ósvaraðar vinabeiðnir frá ákærða. Eins og fram er komið voru samskipti ákærða við aðra á forritinu Snapchat mjög umfangsmikil en forritið vistar ekki samskiptin nema notandinn velji það sérstaklega. Einu samskipti ákærða við aðra á Snapchat sem fundust voru því aðeins þau sem ákærði eða viðmælandi hans höfðu vistað í spjalli þeirra. Lögregla fann samskipti við 228 aðila á síðustu 12 mánuðum og hún fann kennitölur 81 þeirra. Aldur viðmælendanna var 11 til 51 ára en lang fle stir voru stúlkur á aldrinum 12 - 15 ára. Þar af voru 21 stúlka í stigaleik ákærða, 16 stúlkum vildi ákærði gefa áfengi, rafrettur eða kynlífstæki og hann sendi eða móttók nektarmyndir frá 28 stúlkum. Ákærði dreifði myndskeiði af stúlku veita sér munnmök til tveggja stúlkna og sendi 12 stúlkum myndskeið af sér stunda sjálfsfróun. Í umfjöllun um hvern og einn ákærulið verður gerð grein fyrir samskiptum ákærða við brotaþola máls þessa á Snapchat hafi verið um þau að ræða. Í öðrum síma ákærða var stefnumó taforritið Tinder uppsett með 59 virkar tengingar og 64 símtöl voru vistuð í símanum þannig að tengingarnar höfðu a.m.k. verið sá fjöldi. Samtals voru 2.097 skilaboðasendingar á milli ákærða og þessarar 64 aðila. Þar af voru samtöl við 16 einstaklinga þar sem skilaboðin voru á milli 10 og 99 og sjö einstaklingar með 100 og upp í 264 skilaboð. Við lauslega yfirferð mátti sjá að ákærði sagði í samtali 9 Rannsókn á farsímum ákærða sýndi umtalsverð samskipti hans á hinum ýmsu miðlum við konur og stúlkur. Samskiptin voru mest á Snapchat eins og fram er komið en einnig á einkamal.is og Tinder. Ákærði talaði við konurnar á kynferðislegum nótum og lýsti áhuga á því að hitta þær til að s tunda kynlíf með þeim, gefa þeim kynlífstæki, senda þeim myndir og taka á móti nektarmyndum og nektarmyndskeiðum af þeim. Sumar af þessum konum hefur ákærði fundið í gegnum einkamal.is þar sem þær segjast vera að selja nektarmyndir af sér eða stunda kynlíf gegn greiðslu. Hefur ákærði lýst yfir áhuga á að hitta sumar þeirra og greiða fyrir kynlíf en út frá samskiptunum hefur ekki fundist sönnun fyrir því að af því hafi orðið. Þá hefur ákærði einnig verið í samskiptum við a.m.k. þrjá aðganga á Snapchat þar se m pör vilja hitta aðra til að stunda kynlíf með og ákærði lýsti yfir áhuga á því að hitta pörin í þeim tilgangi. Á öðrum síma ákærða var smá forritið Tinder uppsett. Þar mátti sjá að ákærði hefur talað við konur á öllum aldri, þær vita að hann er kvæntur o g hann segist ekki stunda nóg kynlíf með eiginkonu sinni og þess vegna sé hann á Tinder. Í einu spjallinu segist ákærði hafa hitt þrjár konur og tvö pör í gegnum Tinder og stundað kynlíf með þeim. Samskipti voru við samtals 43 konur á Tinder aðgangi ákærða . Á fartölvu, sem var haldlögð hjá ákærða, fannst klámfengið efni en þá aðallega sömu myndir og voru í farsímum hans. Líklega aðallega af stúlkum á aldrinum 11 - 15 ára þar sem sjást brjóst, kynfæri, sjálfsfróun, munnmök og samfarir. Á hörðum diski fann st mikið af klámfengnu efni, íslensku sem erlendu, af einstaklingum 18 ára og eldri. Á sjö myndum var grunur um barnaklám en þar eru brotaþolar taldir vera 10 - 17 ára og myndirnar sýndu kynfæri, brjóst og samfarir. Á öðrum hörðum disk fannst mikið af íslens ku sem erlendu klámfengnu efni af einstaklingum 18 ára og eldri. Barnaklám var talið vera á 45 myndum þar sem brotaþolar gætu verið á aldrinum 7 - 16 ára og myndirnar sýna kynfæri, brjóst, munnmök, sjálfsfróun og samfarir. Á þriðja harða disknum fannst mikið af klámfengnu efni en ekki af einstaklingum undir 18 ára aldri. Ákærði hefur verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 8. nóvember 2021. III Geðrannsókn á ákærða: 10 K geð - og embættislæknir var dómkvaddur 30. n óvember 2021 til að framkvæma geðrannsókn á ákærða í því skyni að lei ða í ljós hvort hann sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans. Matsgerð er dags. 18. janúar 2022. Í matsgerðinni er rakin persónu - og félagssaga ákærða. Hann er fæddur og uppalinn á og bjó þar til 42 ára aldurs. Hann lauk grunnskólaprófi, var í framhaldsskólanum á í tvo vetur, í grunndeild rafiðnar í og hálfan vetur í grunndeild málmiðnaðar í . Ákærði vann á nokkrum stöðum á og var m.a. til sjós í um 10 ár og vann hjá verktakafyrirtækjum. Hann lenti í bílslysi í desember 2009 og var metinn 21% öryrki en frá 2014 hefur hann unnið hjá . Heilsufar ákærða hefur verið þokkalegt en hann fékk höfuðhögg í bílslysi 2009. Í mars 2021 lenti hann aftur í bílslysi þegar hann ók á ljósastaur. Fór þá í rannsóknir með tilliti til aðsvifa eða floga. Sneiðmyndir af höfði hafa verið eðlilegar en hjartaþræðing sýndi kölkun í æð. Ákærði hefur verið á blóðþrýstingslyfjum í yfir 20 ár og er nú á lyfjum vegna blóðfitu. Ákærði hefur oft velt því fyrir sér hvort eitthvað sé að geðheilsu hans. Hann verði aldrei reiður, aldrei lent í átökum og ekki brotið af sér fyrir utan strákapör þegar hann var innan við 15 ára gamall og ekið undir áhrifum áfengis þegar hann var ungur. Ákærði var í vandræðum með áfengi frá en þá drakk hann illa kvöld og kvöld. Síðan fyrir um tveimur árum hafi byrjað dagleg neysla eða einn til fjórir bjórar á dag en meira um helgar eða allt að átta bjórum og auk þess lét tvín. Hann hefur falið drykkjuna fyrir konunni en hann hefur aldrei verið áberandi ölvaður og aldrei komið til átaka á milli þeirra. Þá hafi hann ekki misst úr vinnu vegna drykkjunnar. Ákærði og eiginkona hans hafa leitað til hjónabandsráðgjafa vegna t rúnaðarbrests í hjónabandi þ.e. framhjáhalds ákærða. Hann hefur verið í framhjáhaldi í 10 ár eða lengur og konuna hefur grunað það og tekið á því. Ákærði telur sig ekki vera með barnagirnd þar sem hann vilji vera í samskiptum við fulltíða konur. Hann hafi verið í miklum 11 samskiptum við margar konur sem hann hafi kynnst í gegnum Snapchat og þá aðallega þær yngri, Tinder og einkamál. Hann hafi greitt fyrir myndir af stúlkum og sent myndir af sjálfum sér og af kynfærum til kvenfólks. Ákærði hefur verið í samski ptum við stúlkur frá 13 ára aldri en hann hafi haldið að sú sem hann er sakaður um að hafa nauðgað sé eldri en hún raunverulega er. Samskipti við aðrar konur en eiginkonuna séu búin að vera í gangi í meira en 20 ár. Ákærði fái oft bakþanka eftir þessi sams kipti en forvitni, viðurkenning og spenna drífi hann áfram. Hann sjái allar þessar konur sem fulltíða og það séu engin sameiginleg einkenni á þeim heldur séu þær alls konar í útliti og yfirbragði. Ákærði er sagður háttvís í framkomu og almennt mjög hægur . Geðslag hlutlaust eða vægt lækkað og geðbrigði lítil. Hann sýnir ekki merki um eftirsjá gagnvart atburðum eða stúlkunum. Engin merki um ranghugmyndir eða skyntruflanir í viðtali og ákærði hefur innsýn í að það sem hann sé sakaður um hafi afleiðingar ef h ann verður fundinn sekur. Engin merki um truflanir í hugsun og ekki að merkja kvíða eða spennu hjá ákærða. Ákærði sýnir ekki merki um ranghugmyndir eða ofskynjanir. Ákærði lýsti lífsleiða af og til síðustu 10 árin og þá hafi hann teiknað upp hvað hann my ndi gera til að fyrirfara sér. Hann hafi þá hugsað sér að setja slöngu á púst á bifreið og leiða inn í bifreiðina. Í þessu sambandi nefndi ákærða að hann finndi stundum lykt sem væri ekki raunveruleg en væri eins og lykt af pústi. Hugmyndin að fyrirfara sé r hafi verið skýr síðastliðin fimm til sex ár. Hann hafi hugsað að það yrði ef til vill léttara fyrir fólk sem hann hafi brugðist ef hann myndi taka sitt eigið líf. Ákærði fær aðallega bakþanka gagnvart barnabörnum sínum og hann hafi aldrei fengið langanir í þá átt að leita á dóttur sína eða fósturdóttur og ekki gert það. Það hafi verið tilviljun við hvaða konur ákærði hafi átt samskipti og hann hafi ekki leitað eftir ungum konum. Samskiptin við sumar konurnar hafi aðeins verið þau að bæta þeim við á Snap chat. Mikið af þessum samskiptum hafi verið á vinnutíma en hann hafi samt og þá aðallega síðustu fjögur til fimm árin. Flestar hafi verið 28 til 65 ára og nokkrar hafi hann hitt þrisvar til fjórum sinnum en ákærði hafi ekki myndað frekara samband við þær. Hann hafi ekki lent í vandræðum eftir þessi samskipti en þetta sé leit að einhverju en ákærði veit ekki hverju. Ákærði hafi verið í netsamskiptum nánast daglega í nokk ur ár. 12 Í samantekt og áliti matsgerðarinnar segir m.a. að ætla verði að greind ákærða sé innan eðlilegra marka og það sé grundvallað á viðtölum og sögu hans. Ákærði lýsi kynlífsfíkn og markaleysi varðandi kynhegðun til áratuga með skoðun á klámi í blöðum og síðar á netinu, framhjáhaldi frá 2014 og netsamskiptum við konur og þá fyrst og fremst við ungar konur. Ákærði hafi keypt kynlífstengda hluti og gefið og spilað kynlífsleiki við stúlkur. Samhliða því hafi verið mikið um myndsendingar og móttöku á mynde fni. Ákærði virðist vita að mjög margar stúlknanna séu ungar og jafnvel kornungar en hann hugsi ekki út í það og sé ekki upptekinn af útliti eða líkamlegum kynþroska þeirra. Ekki komi fram hjá ákærða merki um eiginlega barnagirnd með tilvísan til kynferðis legra langana gagnvart ókynþroska barni. Miðað við umfang samskipta hafi net - og kynlífsfíkn verið hömlulítil en þó þannig að hann hafi sinnt skyldum í vinnu og heima að mestu. Ákærði hafi ekki sýnt beina eftirsjá gagnvart öðrum en mögulega fjölskyldu hans . Þessi hegðun samhliða lýsingum á tilhneigingu til að segja ósatt og hnupl í æsku bendi til persónuleikaröskunar af andfélagslegum toga með siðblindu en ákærði uppfylli þó ekki skilmerki þess samkvæmt gögnum. Þunglyndiseinkennum ákærða til lengri tíma þur fi að sinna með viðeigandi meðferð samhliða því sem unnið sé með net - og kynlífsfíkn hans. Ákærði sýndi í viðtölum engin merki um geðrofssjúkdóm eða merki um skerta greind eða að hann sé andlega takmarkaður þannig að hann viti ekki hvað hann gerir. Hann hafi á öllum stundum vitað mun á réttu og röngu og veit að kynlífs - og netsamskipti við börn eins og hann er sagður hafa stundað eru röng. Þá veit ákærði að verði hann sekur fundinn að þá verði honum refsað með fangelsisvist. Miðað við framlögð gögn verði að ætla að ákærði hafi verið fær um að stjórna gjörðum sínum í öllum þeim tilvikum sem hafi verið til skoðunar. Því verði að gera ráð fyrir að hann hafi verið fær um að stjórna gjörðum sínum og því eigi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ekki við. Þá sé ljóst að ákærði hafi verið fær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu og heilsufar hans var og er ekki með þeim hætti að ætla megi að refsing geti ekki borið árangur. Í ljósi þess verði að telja að 16. gr. almennra hegningarlaga eigi við og refsing geti borið árangur verði ákærði fundinn sekur. 13 Þá segir matsmaður að í ljósi skóla - og vinnusögu ákærða og þriggja viðtala við hann megi fullyrða að greind sé ekki hamlandi þáttur í daglegu lífi hans og eigi ekki þátt í að skýra hegðun hans í máli þessu. Þá telur matsmaður ljóst að heilsa ákærða hafi litast af kynlífsspennu án hug sunar um afleiðingar fyrir hann eða þær stúlkur og konur sem hann var í samskiptum við. Engin merki hafi komið fram í gögnum eða viðtölum um að ákærði sé haldinn barnagirnd í merkingunni að hafa kynlanganir til ókynþroska barns. IV Sálfræðivottorð og ön nur vottorð vegna brotaþola: A : Vottorðið er gert af L sálfræðingi í Barnahúsi og dagsett 20. apríl 2022. Þar kemur fram að A hafi sótt fjögur viðtöl hjá sálfræðingnum frá 4. febrúar 2022 en það sé óljóst hversu mörg viðtöl A muni þurfa. Í upphafi meðferðar var A nýlega komin á fósturheimili í en hafði áður búið ein með föður sínum í sem hún saknar og átt erfitt með að aðlagast á nýjum stað m.a. í skóla. Sálfræðingurinn var ekki með upplýsingar um þroskastöðu A eða upp lýsingar um hvort um einhverjar hamlanir væri að ræða. Í meðferð A var stuðst við áfallamiðaða hugræna atferlismeðferð sem felur m.a. í sér fræðslu um eðli og afleiðingar áfalla, streitustjórnun, að bera kennsl á tilfinningar sínar, hugsanir og hegðun. Ma rkmiðið er að draga úr afleiðingum áfallsins og læra leiðir til að takast á við hugsanir og tilfinningar sem algengar eru eftir áföll. Samhliða því er lögð áhersla á sjálfsstyrkingu hjá barninu og því kennt að setja persónuleg mörk. Svör A á sjálfsmatsli stum gáfu til kynna einkenni yfir greiningarviðmiðum hvað varðar þunglyndi, kvíða, lágs sjálfsmats, reiði og truflandi hegðunar. Einnig uppfyllir hún greiningarskilmerki áfallastreituröskunar. Svör A við listunum voru í samræmi við það sem fram kom í viðtö lum við hana og fósturmóður hennar. Heildarniðurstöður UCLA listans voru 74 stig en viðmiðunarmörk eru 35 stig, sem þýðir að greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun samkvæmt DSM - 5 voru uppfyllt. A forðast að tala um það sem 14 gerðist því hún á erfitt m eð minningar sem tengjast meintu broti og minningar um þau kalla fram mikla vanlíðan. Vanlíðan vegna þunglyndiseinkenna hefur aukist mjög frá meintu broti og A á mjög erfitt með að treysta öðru fólki. Í þeim hluta UCLA þar sem spurt er út í einkenni áfalla streituröskunar í tengslum við áfall, sem truflaði A hvað mest í meðferðinni, svaraði hún í samræmi við meint kynferðisofbeldi af hálfu ákærða. A hefur vel gert grein fyrir þeim breytingum sem urðu á líðan hennar eftir meint ofbeldi og lýsti erfiðum tilf inningum og hugsunum í kjölfarið, sem hafa valdið neikvæðum áhrifum á líðan hennar, daglega virkni og sjálfsmynd. Líðan A samsvarar þeim einkennum sem þekkt eru hjá börnum og unglingum sem hafa upplifað áföll. Sálfræðingurinn telur að meint brot hafi haft veruleg áhrif á líðan, tilfinningar og daglegt líf A . Sjálfsmynd hennar sé enn þá talsvert brotin og erfitt sé að segja til um með nokkurri vissu hve langvarandi erfiðleikar A komi til með að vera eða hver meðferðarþörf hennar verður til lengri tíma litið . B : Vottorð M sálfræðings á Heilbrigðisstofnun er dagsett 19. apríl 2022. Í vottorðinu segir að tilvísun vegna B hafi borist frá lækni 26. janúar 2021 og þar komi fram upplýsingar um kvíða og andlega vanlíðan sem hamli stúlkunni í námi en ekki var getið um að B hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Í matsviðtali 21. desember 2021 greindi hún frá kynferðisofbeldinu og a fleiðingum þess á líðan hennar en það hafi m.a. haft umtalsverð áhrifa á námsgengi hennar. Á sjálfsmatslista kvíða og depurðareinkenna var B yfir klínískum mörkum varðandi aðskilnaðarkvíða og áráttu/þráhyggjuröskun en undir klínískum mörkum varðandi félagskvíða ofsakvíðaröskun og áráttu/þráhyggjuröskun. Á sjálfsmatslista sem mælir fjölda þunglyndiseinkenna þ. á m. skaptruflanir, lágt sjálfsma t, vonleysi og erfiðleika í samskiptum var B yfir klínískum mörkum. Niðurstöður bentu til að kvíði og þunglyndi væri til staðar en kortleggja þyrfti þann vanda betur. Ákveðið var að B fengi aðstoð vegna kvíða og einkenni depurðar. Á sjálfsmatskvarða, sem e r notaður til að skima fyrir 15 einkennum áfallastreituröskunar, var heildarskor B 56 stig en heildarskor yfir 33 stigum gefur vísbendingu um að viðkomandi geti gagnast sértæk meðferð við áfallastreitu. Í niðurstöðum sálfræðingsins segir að B glími við kvíða og depurð og hún hafi verið búin að glíma við kvíða og vanlíðan í talsverðan tíma. Hún muni fara til annarra fagaðila vegna afleiðingar kynferðisbrotsins þ.m.t vegna áfallastreitu. Erfitt sé að leggja mat á þær afleiðingar sem B kann að hafa orðið fyrir í kjölfar kynferðisbrotsins. Hins vegar sé ljóst að hún sé að upplifa kvíða og einkenni depurðar sem geti talist afleiðingar áfallsins. Því sé m.a. mikilvægt að vinna sérstaklega með líðan B út frá hennar þungu lífsreynslu en einkenni áfallastreituröskunar geti verið lúmsk og óljós og haft víðtæk áhrif á daglegt líf þolanda. Samkvæmt vottorði Bergsins dags. 5. apríl 2022 kom B þangað í fimm stuðningsviðtöl í desember 2021 og janúar 2022. D : Í umsókn um umönnunarbætur vegna D frá 23. nóvember 2020 kemur f ram að hún sé með ódæmigerða einhverfu og ADHD og glími við námserfiðleika, málskilningsröskun og álag í félagsumhverfi. Þá kemur fram að hún þurfi stöðugt eftirlit, miklar leiðbeiningar í félagslegum samskiptum, lendi í útistöðum og hafi litla þolinmæði. E : Í vottorði N sálfræðings frá 28. mars 2022 kemur fram að E hafi fyrst komið í viðtal hjá sálfræðingnum 30. mars 2021 ásamt foreldrum. Hún og móðir hennar mættu síðan í tvö viðtöl í apríl og maí 2021. Í vottorðinu segir að samskipti E og stjúpföður sé u erfið og hún neiti að eiga samskipti við hann. Hún hafi ítrekað skrópað í skóla, logið að foreldrum og látið sig hverfa af heimilinu. Skimun á tilfinningavanda var neðan viðmiða og ekki talin þörf á meðferð en vandi stúlkunnar sé óljós. Í skimunarviðtali 13. september 2021 voru niðurstöður neðan viðmiða en E var samt boðið að taka þátt í námskeiði fyrir unglinga sem inniheldur hugræna atferlismeðferð. Hún taldi sig ekki hafa getu til að nýta sér slíkt námskeið og hún hefur ekki verið í þjónustu hjá sálfræ ðingnum eftir þetta. 16 V Kröfur og sjónarmið ákærða: Skipaður v erjandi ákærða skilaði greinargerð. Þess er krafist aðallega að ákærði verði sýknaður af öllum ákæruliðum fyrir utan ákærulið A.4. þar sem hann játar að hluta til sök. Til vara er þess krafist, komi til sakfellingar að einhverju leyti, að ákærða verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa o g hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Verði dæmd óskilorðsbundin fangelsisrefsing er þess krafist að gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt frá 8. nóvember 2021 komi að fullu til frádráttar refsivistinni. Þá er þess krafist aðallega að öllum bótakröf um verði vísað frá dómi, til vara að ákærði verði sýknaður af þeim og til þrautavara að þær verði stórlega lækkaðar. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans. Sýknukrafa ákærða byggir aðallega á því að ákærði neiti sakargiftum og ákæruvaldinu hafi ekki tekist að axla sönnunarbyrði sína og þá aðallega hvað það varðar að ákærða hafi verið kunnugt um ungan aldur stúlknanna sem hann á að hafa brotið gegn kynferðislega. Þá telur verjandinn að heimfær sla til refsiákvæða í ákæru standist ekki í öllum tilfellum. V I Framburður lögreglumanna o.fl. fyrir dómi: Vitnið, l ögreglumaður nr. [1] , vann mikið að rannsókn málsins. Hann sagði að tilkynning hafi borist um meint brot ákærða frá barnavernd til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þaðan hafi málið borist til lögreglunnar á . Rannsókn málsins hafi leitt til þess að grunur hafi fallið á ákærða og hann hafi verið handtekinn í kjölfar tálbeituaðgerðar. Hjá ákærða hafi raftæki verið haldlögð m .a. farsímar og kynlífshjálpartæki. Í símum ákærða hafi sést mikil samskipti við stúlkur og konur og þá aðallega á Snapchat. Margar stúlkurnar hafi verið með t.d. 05 eða 06 í notendanafni sínu á Snapchat sem segi til um það hvaða ár þær séu fæddar. Þetta s é algengt hjá ungum 17 notendum á Snapchat. Lögregla hafi fundið nöfn sumra þeirra stúlkna sem ákærði hafði verið í samskiptum við á Snapchat og þær hafi staðfest samskipti við hann. Vitnið lýsti því að í samskiptum flestra stúlknanna við ákærða hafi þær sp urt hann um aldur og þær gefið upp sinn aldur. Samskipti ákærða við stúlkurnar hafi verið kynferðisleg, hann sent þeim klámmyndir og beðið þær að senda sér kynferðislegar myndir. Í símum ákærða hafi fundist mikið af kynferðislegum myndum af ungum stúlkum. Ákærði hafi verið með svokallaðan stigaleik í samskiptum sínum við stúlkurnar þ.e. ef þær sendu honum kynferðislegar myndir að þá gaf hann þeim stig og í framhaldinu hafi þær fengið gjafir t.d. rafrettur, kynlífstæki og djarfan klæðnað. Eftir því sem myndi rnar hafi verið grófari hafi verið gefin fleiri stig. Ef ákærði hafi gefið kynlífshjálpartæki hafi hann beðið viðtakandann um að nota það og senda sér myndir af því. Ákærði hafi m.a. gefið brotaþolunum A og B gervilim (strapon), beðið þær að nota hann og s enda sér myndir af því sem þær og hafi gert. Ákærði hafi beðið margar stúlkur að hitta sig og líklega séu 19 stúlkur, sem ákærði er talinn hafa brotið gegn, til viðbótar brotaþolum í þessu máli. Vitnið, lögreglumaður nr. [2] , sagði að brotaþolinn A hafi staðfest að myndir og myndbönd, sem eru á meðal rannsóknargagna málsins, séu af henni. Vitnið staðfesti að margar stúlkur sem hafi verið í samskiptum við ákærða hafi verið með ártal i notendanafni sínu á Snapchat en slíkt sé mjög algengt. Stúlkur seg ist oft hafa þetta svona til þess að segja til um aldur sinn. Vitnið, lögreglumaður nr. [3] , kvaðst aðallega hafa skoðað rafræn gögn úr símum ákærða og brotaþola. Vitnið staðfesti að ártal væri algengt í notendanafni ungs fólks á Snapchat. Vitnið sagði a ð lögregla hafi fundið kennitölur á um 100 stúlkum sem ákærði hafi verið í sambandi við en hann hafi verið í kynferðislegum samskiptum við um 240 kvenmenn og þar af hafi verið tæplega 110 undir 18 ára aldri. Í símum ákærða hafi verið líklega nokkuð hundruð kynferðislegar myndir og myndskeið. Vitnið, lögreglumaður nr. [4] , kvaðst hafa aflað rafrænna gagna vegna málsins og greint þau að hluta. Í vörslum ákærða hafi verið mikið magn af klámfengnu efni og í símum ákærða hafi verið mikið af kynferðislegum myndu m m.a. margar myndir og myndbönd 18 af brotaþolanum A . Fundist hafi skjáskot af leik í síma ákærða þar sem stig hafi verið gefin fyrir ákveðnar athafnir og þegar ákveðnum stigafjölda hafi verið náð hafi viðkomandi átt að fá vinning. Vitnið sagði að ákærði haf i verið með tvo aðganga á Snapchat og hann byrjað samskipti á öðrum þeirra en síðan sent stúlkur á hinn aðganginn og þá sagt það vera vin sinn. Vitnið, O , fyrrum eiginkona ákærða kvaðst ekki hafa haft neinar upplýsingar um brot ákærða fyrr en málið hafi komið upp. Ákærði hafi haldið framhjá vitninu og verið óheiðarlegur í um 20 ár og hún því verið með kvíðahnút í maganum á þessum tíma. Vitnið kvaðst vita að ákærði hafi verið í sambandi við ungar stúlkur. Vitnið kvaðst hafa fylgst með síma ákærða sem hann hafi verið með heima hjá þeim en hann muni hafa verið með annan síma. Vitnið kvaðst hafa orðið var við klámfengið efni hjá ákærða. Fyrir um tveimur árum hafi farið að finnast vínlykt af ákærða en hann sagt það vera vitleysu. Vitnið sagði að ákærði hafi átt góð samskipti við dætur þeirra. Vitnið, K geðlæknir, staðfesti matsgerð sína um sakhæfi ákærða. Vitnið sagði að ákærði vissi hvað hann gerði og hvaða afleiðingar það gæti haft. Því ætti 15. gr. almennra hegningarlaga ekki við um hann og refsing gæti bor ið árangur. Ákærði sé með net - og kynlífsfíkn og hann eigi sögu um þunglyndi og áfengisneyslu. Áfengisneysla sé hins vegar ekki stór áhrifavaldur hvað þetta varðar en hún auki á hömlu - og markaleysi. Varðandi kynlíf leitaði ákærði í kynþroska einstakling a bæði ungar stúlkur og eldri konur en hann sækist ekki í börn. Ákærði áreiti stúlkur undir lögaldri en þó kynþroska einstaklinga og hann setti ekki önnur mörk en þau. Vitnið sagði að samskipti ákærða við konur væru mikil að umfangi og hann notaði hverja e inustu auða stund til slíks. Þá virðist ákærði fá meira út úr eltingarleik við konur en kynlífsathöfnum. Hann hafi fengið mest út úr því að nálgast kvenfólk og ræða möguleikana sem fælust í því. Vitnið sagði að ákærði hafi verið opinskár um hegðun sína o g hann hafi ekki verið mikið að hugsa um aldur þeirra sem hann átti í samskiptum við. Þá virtust áhrifin sem þetta gæti haft á stúlkurnar, sem ákærði var í samskiptum við, ekki trufla hann. Það væri lítil eða engin eftirsjá hjá ákærða vegna þessa nema þá g agnvart eiginkonu og börnum hans. 19 Þá virtist ákærði ekki hugsa út í hvort hinn aðilinn vildi þessi samskipti og hann hafi ekki lýst sambandi sínu við kvenfólk sem ástarsambandi. Vitnið, Ó sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, staðfesti að ákærði væri í s álfræðimeðferð og hann væri móttækilegur fyrir frekari meðferð. VII Framburður ákærða almennt fyrir dómi: Ákærði lýsti því að fyrir um þremur árum hafi hann byrjað að hafa samskipti við mikinn fjölda kvenna í fyrstu m.a. í gegnum einkamal.is og Tinder en síðar að miklu leyti í gegnum Snapchat forritið . Samskiptin hafi byrjað í gegnum Quick Add á Snapchat en þar hafi hann samþykkt (addað) fjölda kvenfólk s sem hann þekkti ekki. Að stærstum hluta hafi verið um að ræða kynferðisleg samskipti . Eftir a ð hafa samþykkt konurnar á Snapchat hafi verið misjafnt hvað hafi gerst næst og oft hafi ekkert gerst. Í öðrum tilfellum hafi komið til samskipta m.a. í formi kynferðislegra myndsendinga ýmist að frumkvæði ákærða eða viðkomandi kvenmanns. Ákærði hafi sent typpamyndir af sér og beðið um kynferðislegar myndir af þeim sem hann var í sambandi við. Þar hafi m.a. verið um að ræða myndir þar sem viðkomandi hafi verið í nærfötum (flex) eða nektarmyndir (flash). Ákærði kvaðst ekki hafa vitað um aldur á því kvenfólki sem hann hafi verið í sambandi við og ekki athugað sérstaklega með það. Meirihluti kvenfólksins hafi verið talsvert yngri en ákærði. Hann hafi ekki hugsað út í það hvort notendanafn kvennanna á Snapchat hafi bent til þess hvaða ár þær væru fæddar. Ákærði sagði að það hafi gerst að einstaklingur sem hann hafi verið í sambandi við hafi reynst yngri en ákærði hafi talið og hann þá hætt samskiptum við viðkomandi. Ákærði kvaðst stundum hafi gefið upp aldur en ekki alltaf þann rétta í þeim tilgangi að fá umræðu í samræmi við þann aldur sem hann hafi gefið upp. Ákærði kvaðst hafa verið með tvo aðganga á Snapchat en hann vissi ekki hvernig það hafi komið til. Hann vissi ekki heldur hvers vegna hann var stundum fyrst í sambandi við kvenfólk á öðrum aðgangnum en ví saði þeim síðan á hinn. Stundum hafi hann sagt að á 20 seinni aðgangnum væri vinur hans. Ákærði kvaðst aldrei hafa beðið stúlkur um að kalla sig annað en hans nafni en sumar hafi kallað hann Daddy. Ákærði kvaðst þekkja svokallaðan stigaleik en hann hafi ekki verið með nákvæmar reglur í honum. Ákærði hafi ekki búið leikinn til heldur séð hann fyrst í erlendri útgáfu. Til að komast á næsta borð í leiknum hafi þurft að senda ákærða grófari myndir. Hann hafi stundum gefið þeim sem tóku þátt í leiknum gjafir t.d. áfengi, rafrettur og kynlífstæki. Tilgangurinn með gjöfunum hafi verið að skapa kynferðislega umræðu og einnig hafi ákærði vonast til þess að stúlkurnar sem fengu kynlífshjálpartæki myndu nota þau. Ákærði kvaðst hafa skoðað mikið klám á netinu og þá st undum daglega. Klámfíkn frekar en kynlífsfíkn hafi náð tökum á honum. Hann laðist ekki að börnum og hafi ekki skoðað myndir af þeim. Ákærði sagði að eiginkona hans hafi ekki vitað af samskiptum hans við konur á Snapchat en hún hafi vitað af því að ákæ rði hafi haldið framhjá henni. Ákærði kvaðst hafa farið að nota áfengi daglega fyrir um tveimur árum og þá drukkið átta einingar á dag þ.e. bjór eða léttvín. VI II Ákæra: Í umfjöllun um hvern og einn ákæruhlið verður gerð nánari grein fyrir málavöxtum og þá þykir rétt með hliðsjón af þeim að gera grein fyrir framburðum brotaþola hjá lögreglu eða fyrir dómi, þ.e. þegar skýrslutaka fór fram í Barnahúsi, áður en grein verður gerð fyrir framburði ákærða hjá lögreglu . Ákæruliður A. 1. Almennt Til eru samskipti milli brotaþolans A og ákærða frá 7. júlí 2021 en brotaþoli segir að samskipti þeirra hafi byrjað í mars það ár og alltaf farið fram á Snapchat. Ákærði var 21 með notendanafnið sxy.mf og A nefndi sig A Prinsessa me ð notendanafnið í spjalli þeirra. Hún var nýlega orðin 13 ára þegar hún hóf samskipti við ákærða. Í farsímum ákærða fundust skjáskot af forsíðu A á Snapchat og skjáskot af kynferðislegum samskiptum ákærða við hana í júlí 2021. Þá fundust einnig skjásko t af myndskeiðum sem A sendi ákærða af sér hafa samfarir við aðra stúlku sem og fjöldi nektarmynda af A og kynferðisleg myndskeið af henni. Í samskiptunum spurði ákærði A . Hann bað hana um nektarmyndir og nektarmyndbönd og hún sendi honum slíkt efni. A sendi ákærða myndband af henni og vinkonu hennar, brotaþolanum C , vera að stunda kynmök. Faðir A afhenti lögreglu fjögur kynlífstæki og sleipiefni en hún sagði að ákærði hafi gefið henni þessa hluti sem hún hafi átt að nota og senda ákærða myndir af því. Auk kynlífstækjanna gaf ákærði A fatnað, áfengi, veipvökva og munntóbak. Hann gaf henni þetta í k jölfar þátttöku hennar í stigaleiknum. Í síma A voru 53 myndir sem sýndu kynfæri hennar og brjóst (flassmyndir) eða sýndu rass hennar eða brjóst í nærfötum (flexmyndir). Tvö myndbönd voru í símanum af A og A stunda kynmök með gervilim (strapon) og eitt myndband af A nudda á sér ber brjóstin. Ein ljósmynd í símanum var af karlmanni í sturtu og samkvæmt framburði A og ákærða er þar um hann að ræða. Þá voru tvö skjáskot í símanum sem sýna samskipti ákærða við A . Í símum ákærða voru þrjú skjáskot og eitt m yndskeið sem sýna kynmök A og C og fjórar nektarmyndir af A . Þá voru í símunum 18 nektar - og flassmyndir og sex nektarmyndskeið af A sem tengjast stigaleiknum. Eitt myndskeið var af henni hafa munnmök við fyrrverandi kærasta hennar en ákærði hafði beðið um slíkt myndskeið. Tvö myndskeið voru af stúlku hafa munnmök við ákærða annars vegar í bifreið en hins vegar á hótelherbergi. Ákærði sendi myndskeiðin á A og sagði stúlkuna vera 13 - 15 ára gamla. 2. Framburður brotaþola fyrir dómi Brotaþoli, A , gaf skýrslu fy rir dómi í Barnahúsi 5. nóvember og 29. desember 2021. 22 A lýsti því að góð vinkona hennar, C , hafi sagt A frá manni á Snapchat sem væri að gefa hluti gegn því að fá eina nektarmynd og henni hafi þótt þetta spennandi. C hafi gefið A henni til baka. Maðurinn hafi verið með leik þ.e. ef hún sendi putta myndskeið (sjálfsfróun) fengi hún 5 eða 5.000 stig en ef hún sendi brjóstamynd fengi hún 10 stig. Stigin hafi verið andvirði pe ninga. Maðurinn hafi sagst vera 04 þ.e. fæddur árið 2004 en A hafi ekki trúað því og því sagt honum að senda mynd af sér. Hann hafi gert það og þá hafi hún séð að hann væri ekki fæddur 2004 heldur væri hann líklega 43 ára. A sagði að maðurinn hafi vitað hv að hún væri gömul því hann hafi spurt hvenær hún væri fædd og hún hafi svarað 08 og hann þá sagst vera 04. A sagði að vinkona hennar, C , hafi sent manninum nektarmyndir og fengið í staðinn m.a. titrara, sogtæki og veipvökva. C hafi m.a. sent manninum myndir af brjóstunum og rassinum á sér þar sem hún hafi verið í G streng. A kvaðst einnig hafa sent manninum myndir af brjóstunum og rassinum á sér. Hann hafi gefið henni og C titrara og sagt þeim að nota hann. Þá hafi A tekið þátt í stigaleik mannsins en hann hafi svo hætt með hann því hún hafi verið orðin uppáhaldið hans. A kvaðst aldrei hafa ýtt á eftir ákærða til að koma með dót til hennar en það hafi C gert. Eftir að stigaleikurinn hafi hætt hafi A fengið hluti frá manninum þeg ar hún hafi viljað. Maðurinn hafi stundum beðið um myndir en stundum hafi hún sent myndir og spurt um eitthvað sem hana hafi vantað. A kvaðst hafa tekið þessar myndir á símann sinn heima hjá sér. Maðurinn hafi sent henni margar typpamyndir af sér. Hann haf i sent þær daglega og A opnað þær en ekki svarað honum og m.a. hafi hún fengið eina mynd áður en hún mætti í skýrslutökuna 5. nóvember sl. Þá hafi maðurinn einnig sent A m.a. látið hana hafa sogtæki, titrara, sleipiefni, veipvökva, áfengi og föt (net longeray). Þegar manneskja sé í þessum fötum sjáist mikið hold. Þá hafi maðurinn látið A og C hafa box fullt af dóti. A lýsti því að hún hafi eitt sinn verið með manninn í símanum og hann hafi beðið hana að fara á rúntinn með honum sem hún hafi gert. Þegar hún hafi komið inn í bifreiðina hjá honum í hafi hann strokið henni um bakið og niður. Henni hafi fundist það óþægilegt en ekki sagt neitt. Hann hafi keyrt upp á þar sem enginn hafi verið og þar hafi hann tekið út á sér typpið og viljað munnmök (tott). A hafi þá hugsað að ef hún gerði það gæti 23 hún farið heim. Hún hafi sett typpið á honum í munninn og hann hafi puttað hana án leyfis þ.e. sett fingur í leggöng hennar en hún hafi ekki þorað að s egja nei þar sem hún hafi ekki þekkt hann nógu mikið og hann verið mikið eldri. Ef hún hefði sagt nei gæti hann hafa orðið pirraður. Þegar þetta hafi verið afstaðið hafi hún farið og hitt vini sína og látið manninn í friði í nokkra mánuði. Þetta hafi verið eina skiptið sem eitthvað kynferðislegt hafi gerst á milli þeirra. Hún kvaðst hafa hitt ákærða líklega fimm sinnum á en einnig hafi hún hitt hann í og í . Maðurinn hafi eitt sinn, líklega í apríl 2021, viljað fá myndskeið af A eða C setja e itthvað í rassinn á sér og hann sagt að A fengi stig ef hún gerði það. Hún hafi viljað gera þetta til að fá stig og eitthvað í staðinn en þetta hafi verið spennandi. Maðurinn hafi viljað að þær settu hárbursta eða putta í rassinn og önnur þeirra hafi gert það og sent manninum myndskeið. Í annað skipti hafi A og C verið með gervilim (fake dildó) og maðurinn hafi viljað fá myndskeið af þeim nota liminn en hann hafi þær fengið frá manninum. C hafi viljað senda honum myndskeið og þær hafi gert það. 3. Framburður ákærða hjá lögreglu Ákærði gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu 8. nóvember 2021 og þá varðandi meint brot hans gegn brotaþolunum A og C . Ákærði kvaðst hafa verið í sambandi við A en hann kannaðist ekki við nafnið C . Hann kvaðst ekki muna hvernig samskiptin vi ð A hafi komið til en það hafi verið skeyta - og hann hafi fengið sendar kynferðislegar myndir og gefið þeim veipdót og áfengi í staðinn. Ákærði kvaðst hafa eitt sinn á tím abilinu janúar til maí 2021 verið í vinnuferð í og hitt A og ekið henni frá . Það hafi ekkert gerst á milli þeirra nema knús og kossar á kinn. Hann hafi ekki vitað hvað A var gömul þegar hann hitti hana. Ákærði kvaðst ekki þekkja C en hann hafi verið í myndsamskiptum við hana og A í gegnum síma og síðan hætt því og viti ekki um C eftir það. Hann hafi sent þeim nektarmyndir af sér og þær sent honum nektarmyndir af þeim. Hann kvaðst einnig hafa sent fleiri stúlkum nektarmyndir. Ákærði kvaðst hafa gefið A kynlífstæki þ.e. einhvers 24 konar soggræju og titrara (strapon) að hann hélt. Hann kvaðst ekki hafa beðið stúlkurnar um að gera myndband af þeim. Ákærði gaf næst skýrslu 15. nóvember 2021 og þá kannaðist hann við myndsendingar og gjafir varðandi A en kvaðst ekki hafa brotið á henni líkamlega. Hann viðurkenndi að A og C hafi fengið gjafir frá honum í staðinn fyrir nektarmyndir og spjall. Ákærði mundi einnig eftir leik sem hafi verið í gangi þ.e. verið var að safna stigum fyrir myndir eða myndbönd t.d. af rassi, brjóstum eða sjálfsfróun. Hann mundi ekki hvort A hafi sagt honum að hún væri fædd árið 2008. Ákærði sagði það ekki rétt að A hafi veitt honu m munnmök þ.e. að hún hafi tottað hann og hann fengið sáðlát upp í munn hennar. Hún hafi aðeins knúsað hann og kysst hann á kinn. Ákærði mundi ekki eftir því að hafa beðið A og C um að senda sér myndband af því þegar þær væru að nota gervilim og hann hélt að myndbandið sem fannst í símanum hans af þeim gera þetta hafi verið tekið af netinu. Ákærði sagði að það væri til myndband af A setja fingur í rassinn á sér. Hann mundi ekki hvernig það kom til en hann hafi séð það. Í skýrslutöku 13. desember 2021 kva ðst ákærði hafa gefið A kynlífstæki þ.e. sogtæki og titrara (strapon) og líklega gert það vegna kynlífsáhuga. Hún hafi sent honum myndir af brjóstum og kynfærum og einnig myndband af samförum með strapon. Þetta hafi líklega tengst stigaleiknum. Hann sagði það líklega rétt hjá A að hann hafi verið að senda typpamyndir af sér daglega. Hann kvaðst hafa sent A myndband af brotaþolanum B hafa munnmök við ákærða en hann vissi ekki hvort A hafi beðið um það. Ákærði neitaði því að A hafi veitt honum munnmök og að h afa stungið fingri í leggöng hennar. Það hafi ekki verið neitt kynferðislegt á milli þeirra aðeins knús og koss á kinn. Ákærði kannaðist við að A hafi sent honum nektarmyndir og líklega fleiri en eitt nektarmyndband. Hann kvaðst hafa gefið A og C kynlífs tæki (strapon) til að stunda kynmök með og beðið þær að taka upp myndband af því og senda honum. Þetta hafi hann gert vegna spennu og kynlífsfíknar. 25 4. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Hann sagði st muna eftir samskiptum við brotaþolann A en hann hafi fengið upplýsingar um hana frá brotaþolanum C og samþykkt (addað) A eftir það á Snapchat. Ákærði taldi útilokað að hann hafi rætt aldur A við hana og ekkert hafi gefið til kynna hvað hún væri gömul. H ann hafi átt mikil samskipti af kynferðislegum toga við A og verið í samskiptum við hana allt þar til hann hafi verið handtekinn vegna málsins. A hafi líklega spurt út í stigaleikinn til að fá gjafir. Ákærði kvaðst geta staðfest tímamarkið sem samskipti h ans við A eiga að hafa staðið þ.e. frá mars til 5. nóvember 2021. Hann viðurkenndi að hafa rætt kynferðislega við A og þau sent kynferðislegar myndir á milli sín. Ákærði kvaðst hafa látið A hafa gjafir eins og greinir í ákæru en þó ekki rafrettur. Hann við urkenndi að hafa sent A myndband af brotaþolanum B hafa munnmök við ákærða. Ákærði viðurkenndi að hafa hitt A þegar hann hafi verið í vinnuferð í . Hún hafi þurft að komast frá og hann hafi skutlað henni. Ákærði hafi ekki beðið A að koma á rúntinn en hann hafi tekið hana upp í bifreið við leikskóla, ekið hring en síðan hafi hún farið út úr bifreiðinni við Nettó í . Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann hafi hitt A til að afhenda henni gjafir. Þegar A hafi komið í bifreiðina hafi hún fært sig yfir til ákærða og hann þá tekið utan um hana og ef til vill strokið á henni bakið. Ekkert meira líkamlegt hafi hins vegar gerst á milli þeirra. Ákærði neitaði því að A hafi veitt honum munnmök og hann kvaðst ekki hafa sett fingur í leggöng hennar. Hann k vaðst ekki hafa hótað A . Ákærði sagði að A hafi sent honum myndbandið sem tilgreint er í ákærulið A.3. og hann hafi séð það. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa beðið um myndbandið. Ákærði játaði sök samkvæmt ákærulið A.4. en hann kvaðst ekki geta sta ðfest fjölda ljósmynda. Vitnið, P , fædd árið 2008 , gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 12. nóvember 2021. P kvaðst hafa þekkt brotaþolann A frá því síðla árs 2020 og P viti mjög margt um manninn sem A hafi verið að tala við vegna þess að A hafi sagt P frá manninum. Þau hafi 26 aðeins átt samskipti á Snapchat. Hann, sem sé 40 ára, hafi verið að senda A typpamyndir af sér og myndir eða myndbönd þar sem hann hafi verið að rúnka sér m.a. í bifreið og myndir þegar hann hafi verið að fara í sturtu. Þetta hafi v erið fleiri en ein mynd og maðurinn hafi spurt A um nektarmyndir. Hún hafi sent manninum nektarmyndir (flash A hafi fengið kjól, kynlífsdót (víbrator), veip og orkudrykkinn Monster frá manninum. Kjóllinn hafi P kvaðst einu sinni hafa verið heima hjá A þegar hún hafi farið að sækja dót sem hún hafði fengið frá manninum. Hann hafi sett dótið á ákveðinn stað og A sótt það þangað. P lýsti því að A hafi sagt P að A hafi farið einu sinni á rúntinn með manninum og tottað hann og hann hafi puttað hana þ.e. nuddað píkuna á henni. A hafi sagst hafa þur ft að veita honum munnmök til að fá að fara út úr bifreiðinni sem hann hafi verið á. A hafi liðið óþægilega með þetta, verið hrædd og séð eftir þessu. P sagði að A hafi sent P myndir af brjóstunum og rassinum á A . P sagði að A hafi sýnt P myndir af manninu m þar sem hann hafi verið að nudda á sér typpið yfir buxum. P sagðist vita hver C sé en P þekki hana ekki. P sagði að C hafi riðið A (typpi fyrir stelpur) og tekið myndband af því. A hafi sagt P frá þessu en hún hafi ekki séð myndbandið en það hafi farið í dreifingu. P kvaðst halda að A frá manninum. Vitnið, R , fædd árið , gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 4. janúar 2022. R lýsti því að hún hafi vitað að brotaþolinn A hafi verið í sambandi við mann á Snapchat sem hafi verið rúmlega 40 ára gamall. Ef hann hafi fengið sendar flex eða flash myndir, sem sýna eitthvað af líkamanum, þá hafi hann gefið sendandanum það sem hann vildi. R sagði að A hafi m.a. fengið veip og áfengi frá manninum en sent í staðinn myndir á hann. Hann hafi skilið þessa hluti eftir á ákveðnum stað og A sótt þá þangað. R kvaðst hafa farið einu sinni með A að sækja dót sem hún hafi fengið frá manninum en það hafi verið veip, áfengi og orkud rykkurinn Monster. R kvaðst hafa séð manninn einu sinni en þá hafi hann komið að strætóskýli skammt frá skóla þeirra A og látið hana hafa Monster eftir að þau hafi rætt saman í skamma stund. 27 R lýsti því að hún hafi einnig verið í samskiptum við manninn á Snapchat en A hafi sagt R R að hann gæti gefið henni pening og fullt af dóti. Hún hafi fengið myndir af honum m.a. þar sem hann hafi verið í stráka G - streng og hann hafi boðist til að gefa henni titrara gegn því að fá sendar flex eða flash myndir. R kvaðst ekki hafa sent neitt á manninn og lokað á hann. R sagði að maðurinn hafi spurt hana í upphafi samskiptanna hvað hún væri gömul og hún sagst vera ára en hon um hafi verið alveg sama og sagt að þetta væri bara tala. R sagði að A hafi sagst hafa farið með manninum á bifreið og tottað hann en hann hafi ýtt höfðinu hennar niður. Þegar það hafi verið afstaðið hafi maðurinn leyft A að fara. Þetta hafi líklega gers t ári áður en R gaf skýrslu hjá lögreglu. Vitnið, L sálfræðingur, sagði að staða brotaþolans A væri ekki góð. Hún treysti fólki illa, gangi illa að tengjast því og því væri erfitt að vinna upp meðferðarsamband. Hún hafi skorað 74 stig á lista um áfallastre ituröskun en viðmiðið væri 35 stig. Listinn hafi verið lagður fyrir út frá kynferðisbrotunum en önnur atriði gætu einnig haft áhrif á skor hennar. A þjáist af kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati og hún fari í hugrof. Hún sé líklega tengslaröskuð og leiti e ftir samskiptum þar sem hún getur. Því sé líklegra að hún lendi í erfiðum málum en ella. Vitnið, F fósturfaðir brotaþola, kvaðst lítið vita um meint brot gegn A en hún hafi opnað á málið hjá barnavernd. Hún hafi sagt ákærða vera að sækja sig og gefa sér h jálpartæki. Brotin hafi átt sér stað á erfiðum tíma í lífi A og haft mikil áhrif á hana til hins verra. Vitnið, S , félagsráðgjafi, sagði að A hafi komið til barnaverndar , skýrt frá samskiptum við mann og viljað fá aðstoð. Hún hafi skýrt frá atvikum að eigin frumkvæði og liðið illa með það sem gerst hafði. Hún hafi sagt að maðurinn væri að gefa stúlkum gjafir m.a. áfyllingar í rafrettur og áfengi. A hafi vitað að myndir og myndbönd af henni væri í dreifingu og liðið illa yfir því. Þetta allt hafi haft m ikil áhrif á A og hún verið með áfallastreituröskun. 28 5. N iðurstaða Ákæruliður A.1. Ákærði hefur játað fyrir dómi að hafa átt í miklum samskiptum af kynferðislegum toga við brotaþolann A á því tímabili sem tilgreint er í ákærulið A.1. Þau hafi sent hvort öðru kynferðislegar myndir og hann gefið henni þær gjafir sem nefndar eru í ákæru en þó ekki rafrettur (veip). Ákærði viðurkenndi einnig að hafa sent A myndband af brotaþolanum B hafa mun nmök við ákærða. Ákærði kveðst hins vegar ekki hafa vitað hvað A væri gömul og talið að hún væri eldri en 15 ára. Eins og fram er komið gaf brotaþolinn A skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi og er hann að stærstum hluta í samræmi við framburð ákærða varðandi k ynferðisleg samskipti þeirra og þá aðallega á Snapchat. Þykir því ljóst að samskipti ákærða og A af kynferðislegum toga hafi verið mikil og þá aðallega á forritinu Snapchat í formi sendinga af kynferðislegum myndum og myndböndum . Er það í samræmi við rann sóknargögn málsins. A lýsti því að ákærði hafi spurt hana um aldur og hún sagst vera fædd 2008 og hann þá sagst vera fæddur 2004. Framburður A þykir trúverðugur og þykir ekki ástæða til að draga í efa að þessi hluti hans sé réttur. Þá liggur fyrir að ákærð i hitti A nokkrum sinnum og þykir mega fullyrða að eftir að hann hitti hana í fyrsta skipti hafi hann mátt sjá að hún væri ekki orðinn 15 ára. Þetta megi m.a. ráða af þeim myndum af A sem eru má meðal rannsóknargagna málsins og upptöku af skýrslutöku henna r í Barnahúsi. Eftir að hafa hitt A í fyrsta skipti hélt ákærði áfram kynferðislegum samskiptum við hana eða allt þar til hann var handtekinn og lét sér það þannig í léttu rúmi liggja hvað hún væri gömul. Ákærði hefur neitað því að hafa gefið A rafre ttur (veip). Hún segist hafa fengið rafrettur frá ákærða og samkvæmt framburðum tveggja vitna, P og R , skýrði A vitnunum frá því að hún hafi fengið rafrettur frá ákærða. Framburður A hefur verið metinn trúverðugur og með vísan til framangreinds þykir sanna ð að ákærði hafi afhent A áfyllingar í rafrettur. Með vísan til ofanritaðs þykir hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið A.1. og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða fyrir utan það að háttsemin þykir ekki varða við 2. mgr. 99. 29 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 m.a. þegar litið er til refsiramma 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Ákæruliður A.2. Ákærði neitar sök þ.e. að hafa haft kynmök við brotaþolann A eins og lýst er í þessum ákærulið en hann hafi hugsanlega tekið utan um hana og strokið á henni bakið. Brotaþolinn A skýrði svo frá að ákærði hafi beðið hana að fara á rúntinn með honum og hún gert það í og hann ekið upp á . Í bifreiðinni hafi ákærði strokið á henni bakið og niður. Hann hafi síðan teki ð getnaðarliminn út og viljað munnmök. Hún hafi veitt honum munnmök og hugsað að gerði hún það gæti hún eftir það farið heim. Hann hafi sett fingur í leggöng hennar. A kvaðst ekki hafa þorað að neita ákærða vegna þess að hún hafi ekki þekkt hann nógu mikið og hann verið mikið eldri. Ef hún hefði neitað gæti hann hafa orðið pirraður. Samkvæmt kæru barnaverndarnefndar lýsti A því þar í viðtali að hún hafi veitt ákærða munnmök í bifreið á afskekktu svæði á . Vitnið, P , sagði að A hafi sagt vitninu a ð hún hafi veitt ákærða munnmök og hann hafi nuddað kynfæri hennar. Ákærði hafi sagt A að hún fengi að fara úr bifreiðinni eftir munnmökin. Henni hafi liðið óþægilega með þetta og verið hrædd. Vitnið, R , sagði að A hafi sagt vitninu hafð hún hafi farið í bifreið með ákærða og veitt honum munnmök. Hann hafi ýtt höfðinu á A niður en leyft henni að fara að loknum munnmökunum. Eins og fram er komið hefur framburður brotaþolans A verið metinn trúverðugur. Hún hefur lýst því fyrir dómi að hafa veitt ákærða munnmök í bifreið og hann hafi sett fingur í leggöng hennar. A lýsti því einnig hjá barnaverndarnefnd og fyrir tveimur vinkonum sínum að hún hafi veitt ákærða munnmök og í raun g ert það til að losna frá honum. Fyrir annarri vinkonunni lýsti A því að ákærði hafi strokið kynfæri hennar. Ákærði var í 30 yfirburðarstöðu gagnvart brotaþola bæði hvað aldur og þroska varðar og þykir ljóst að hann hafi nýtt sér það þar sem brotaþoli var ein stödd með honum fjarri öðrum. Ekkert þykir fram komið í málinu sem kastar rýrð á framburð brotaþola né að hún hafi haft ástæðu til að bera alvarlegar sakir á ákærða en hún var í sambandi við hann allt þar til hann var handtekinn í nóvember 2021. Með vís an til ofanritaðs þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákærulið A.2. og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður A.3. Ákærði viðurkenndi að hafa fengið myndbandið, sem tilgreint er í þessu m ákærulið, sent en hann hafi ekki beðið um það. Brotaþolinn, A , lýsti því að ákærði hafi viljað fá myndband af henni eða brotaþolanum C setja eitthvað t.d. hárbursta í endaþarm sinn, taka það upp á myndband og senda ákærða. Önnur þeirra hafi sett fingur í endaþarm sinn, þær tekið það upp og sent ákærða myndskeið af því. Ákærði hefur játað að hafa fengið umrætt myndband sent og brotaþolinn A hefur lýst því að hann hafi beðið um það og hann fengið það sent í samræmi við beiðni hans. Ekkert þykir fram komi ð sem bendir til þess að brotaþoli hafi sent ákærða myndbandið að eigin frumkvæði heldur hafi ákærði eins og lýst er í ákæru með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldurs - og þroskamunar og með því að lofa brotaþola gjöfum fengið hana til að senda sér myndbandið. Þá skal hér ítrekað að framburður brotaþola hefur verið metinn trúverðugur. Með vísan til ofanritaðs þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákærulið A.3. Í ákæru er þessi háttsemi ákærða talin nauðgun og kynferðisbrot gegn barni og aðallega talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. Háttsemi ákærða fólst í því að biðja brotaþola um að framkvæma ákveðna athöfn, taka hana upp á myndband og senda sér. Ekki er annað fram komið en aðeins hafi verið 31 um að ræða rafræn samskipti, Eins og umræddum samskiptum er lýst í ákæru og ák ærði hefur verið sakfelldur fyrir þykja þau ekki geta varðað við fyrrgreind ákvæði almennra hegningarlaga. Þá þykja þau ekki heldur geta varðað við 1. mgr. 210. gr. b. almennra hegningarlaga eins og varakrafa ákæruvaldsins hljóðar á um. Enda er þar lögð re fsing við því að ráða barn til að taka þátt í nektar - eða klámsýningu eða valda því með öðrum hætti eða hafa ávinning af því að barn taki þátt í slíkri sýningu. Með háttsemi sinni telst ákærði hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart brotaþola se m varðar við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæði 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála stendur því ekki í vegi að ákærði verði sakfelldur fyrir brot á tilvitnuðu refsiákvæði enda var vörn ákærða ekki áfátt vegna þessa. Ákær uliður A.4. Ákærði hefur játað sök samkvæmt þessum ákærulið en þó ekki staðfest fjölda ljósmynda sem hafi verið í farsímum hans af brotaþolanum A . Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að hafa fengið hana til að senda sér kynferðislegar myndir og myndbönd, sbr. ákærulið A.1. Brotaþolinn A hefur lýst því að hún hafi sent ákærða myndbönd og fjölda ljósmynda sem sýna hana á kynferðislegan hátt og rannsóknargögn málsins styðja það. Þykir ekki varhugavert að telja sannað að ljósmyndirnar séu ekki færri en 52. Þa r getur engu breytt þó að sama myndin kunni að vera í fleiri en einu eintaki. Verður því talið yfir skynsamlegan vafa hafið að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið A.4. og er það rétt færð til refsiákvæða. Ákæruli ður B . 1. Almennt Í farsíma brotaþolans A fannst myndband sem sýnir hana og brotaþolann C stunda kynferðismök með gervilim (strapon) með bandi sem var hægt að binda um þann sem notaði liminn. C festi liminn á sig og hafði síðan kynferðismök við A sem þær tóku myndband af og sendu til ákærða. 32 2 . Framburðir brotaþola fyrir dómi Brotaþolinn A sagði að ákærði hafi gefið henni og brotaþolanum C gervilim með bandi til að binda um mittið þegar hann væri notaður. Ákærði hafi viljað fá myndband af þei m vinkonunum stunda kynmök með gervilimnum og brotaþolinn C hafi viljað senda ákærða myndskeið af því og þær gert það. Brotaþolinn C skýrði svo frá að ákærði hafi spurt hana og A hvort þær gætu sent honum myndband af þeim stunda kynlíf. A hafi beðið ákær ða um gervilim sem hægt er að setja C kvaðst hafa sett gerviliminn á sig og verið fyrir aftan A og hún sett gerviliminn inn í kynfæri sín og verið með hann þar í um fimm mínútur. A hafi beðið C að taka þetta upp sem hún hafi gert og A síðan sent það til ákærða. Myndbandið hafi einnig farið víðar. C kvaðst ekkert hafa fengið frá ákærða fyrir þetta en það geti vel verið að A hafi fengið eitthvað frá honum. 3 . Framburður ákærða hjá lögreglu Ákærði viðurkenndi a ð hafa gefið A og C kynlífstæki til að stunda með samfarir saman sem þær hafi átt að taka upp á myndband og senda honum. Þær hafi gert þetta og sent ákærða myndbandið og hann horft á það. Hann kvaðst hafa gert þetta vegna spennu og kynlífsfíknar. 4. Framb urður ákærða og vitn is fyrir dómi Ákærði kvaðst þekkja umrætt myndband og líklega hafi hann fengið það sent frá brotaþolanum A en hann hafi ekki beðið um það. Hún hafi beðið ákærða um gervilim (strapon) en hann hafi ekki vitað ekki með hverjum hún hafi ætlað að nota hann. Vitnið, T , sem er fædd ár i ð , gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 4. janúar 2022. T kvaðst hafa verið vinur brotaþolans C fyrir um ári síðan en þær séu ekki miklar vinkonur í dag. T sagði að C hafi verið að tala við einhvern strák á Snapchat og þær hafi farið einu sinni á vespu T til að ná í föt við Bónus sem strákurinn hafi líklega gefið 33 C . Þetta hafi gerst líklega ári áður en T gaf skýrsluna. T hélt að C hefði sent stráknum einhverjar myndir en T vissi ekki hvort hann hafi sent C myndir. T minnti að C hafi rætt eitthvað um stigaleik og hún hafi fengið fötin í þeim leik þ.e. í staðin n fyrir að senda myndir af t.d. brjóstahaldara. 5. Niðurstaða Varðandi vitneskju ákærða um aldur brotaþolans C vísast í umfjöllun í niðurstöðukafla um ákærulið C.6. Eins og fram er komið viðurkenndi ákærði hjá lögreglu að hann hafi gefið brotaþolunum A og C kynlífstæki til að stunda saman samfarir sem þær hafi átt að taka upp á myndband og senda ákærða. Þær hafi gert þetta og sent ákærða myndbandið og hann horft á það. Fyrir dómi sagði ákærði að A hafi beðið hann um gervilim (strapon) en hann hafi ekki v itað með hverjum hún hafi ætlað að nota hann. Hann kvaðst þekkja myndbandið og hann hafi líklega fengið það sent frá brotaþolanum A en hann hafi ekki beðið um það. Ákærði gaf ekki skýringu á þessari breytingu á framburði sínum frá því hann gaf skýrslu hjá lögreglu og þar til fyrir dómi og þykir breytingin ekki trúverðug. Brotaþolinn A lýsti því að ákærði hafi gefið henni og brotaþolanum C gervilim og viljað fá myndband af þeim vinkonunum stunda kynmök með limnum. Brotaþolinn C hafi viljað senda ákærða my ndskeið af því og þær gert það. Brotaþolinn C lýsti því að ákærði hafi spurt hana og A hvort þær gætu sent honum myndband af þeim stunda kynlíf. A hafi beðið ákærða um gervilim og fengið hann. C hafi sett gerviliminn á sig og verið fyrir aftan A sem hafi sett gerviliminn inn í kynfæri sín. A hafi beðið C að taka þetta upp sem hún hafi gert og A síðan sent til ákærða. Framburður brotaþolanna A og C er í góðu samræmi við framburð ákærða hjá lögreglu. Umrætt myndband fannst í síma A . Með vísan til þessa þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið B.5. 34 Í ákærulið B.5. er ákærða gefið að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni sem er aðallega talið varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga en til vara við 1. mgr. 210. gr. b. laganna. Háttsemi ákærða fólst í því að biðja tvo brotaþola um að framkvæma ákveðna athöfn, taka hana upp á myndband og senda sér. Ekki er annað fram komið en aðeins hafi verið um að ræða rafræn samskipti, Eins og umræddum samskiptum er lýst í ákæru og ákærði hefur verið sakfelldur fyrir þykir háttsemi hans ekki geta varðað við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Þá þykir hún ekki heldur geta varðað við 1. m gr. 210. gr. b. almennra hegningarlaga eins og varakrafa ákæruvaldsins hljóðar á um. Enda er þar lögð refsing við því að ráða barn til að taka þátt í nektar - eða klámsýningu eða valda því með öðrum hætti eða hafa ávinning af því að barn taki þátt í slíkri sýningu. Með háttsemi sinni telst ákærði hins vegar hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart brotaþolum sem varðar við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæði 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála stendur því ekki í vegi a ð ákærði verði sakfelldur fyrir brot á tilvitnuðu refsiákvæði enda var vörn ákærða ekki áfátt vegna þessa. Ákæruliður C . 1 . Almennt Til eru samskipti brotaþolans C við ákærða á Snapchat 17. til 19. febrúar 2021. Ákærði var með notendanafnið sxy.mf og brotaþoli var með notendanafnið í spjalli þeirra. Samkvæmt rannsóknargögnum málsins er talið að C hafi verið ára þegar samskipti hennar við ákærða hófust. Ekki tókst að afrita samskipti ákærða við brotaþolann C á Snapchat úr símum þeirra en móðir hennar tók skjáskot úr síma brotaþola af samskiptum hennar við ákærða og vistaði í sínum síma. Samskiptin voru á fyrrgreindu tímabili og hafði ákærði sent nektarmyndir til brotaþola en hún hafði ekki sent honum slíkar m yndir en m.a. myndir af brjóstunum á sér. 35 Eins og fram er komið fannst í síma brotaþolans A myndskeið af henni og brotaþolanum C hafa kynmök við hvor aðra með gervilim að beiðni ákærða. Þá sendi ákærði C myndband af brotaþolanum B hafa munnmök við ákærð a. Á farsímum ákærða fannst eitt myndband og þrjár ljósmyndir sem sýna brotaþolann C á kynferðislegan og klámfengin hátt. 2 . Framburður brotaþola fyrir dómi Brotaþolinn, C , gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 12. nóvember 2021. Hún sagði að vinkona sín, brotaþolinn A C A á Snapchat þannig að fólk gæti C svarað því játandi. Maðurinn hafi þá sent C skjáskot þar sem fram hafi komið að hún gæti unnið sér inn stig með því að senda honum myndir og hún myndi fá vinning í staðinn þ.e. pening eða snyrtivörur. Hún hafi sagt manninum að setja fyrstu sendinguna hjá Bónus og hann hafi gert það. Hún hafi ætlað að hætta þessu en haldið áfram og sagt vinkonu sinni frá þessu sem hafi einnig byrjað að senda manninum nektarmyndir af sér. C kvaðst vera nokkuð viss um að hún hafi sagt manninum hvað hún væri gömul. C sagði að maðurin n hafi spurt um nektarmyndir og hún hafi sent honum mynd af brosinu sínu, brjóstalínunni, af henni í brjóstahaldara og af rassinum á sér. Hún kvaðst hafa fengið stig fyrir að senda manninum myndir og hafi getað fengið eitthvað í staðinn en hún hafi beðið h ann um föt. Hún hafi fengið gegnsæ svört föt, rauðan kjól og titrara en maðurinn hafi sagt að hún fengi vörur úr versluninni Blush. Maðurinn hafi ítrekað verið að biðja hana að senda nektarmyndir af sér og þá fengi hún fleiri stig. C kvaðst m.a. hafa sent honum mynd þar sem hún hafi verið með hendi í nærbuxunum sínum. C sagði einnig að maðurinn hafi sent henni myndband af konu í brjóstahaldara og hún hafi farið niður á hann þ.e. veitt honum munnmök. Hann hafi einnig sent henni fleiri kynferðislegar myn dir og myndbönd m.a. af fólki stunda kynlíf. 36 3. Framburður ákærða hjá lögreglu Í skýrslutöku 15. nóvember 2021 sagðist ákærði hafa verið með einhverja C á Snapchat en hann mundi ekki hvernig það hafi kom ið til né hvernig samskipti þeirra hafi verið . Þar sem hún hafi nefnt leik hafi það þá verið sami leikurinn og hann hafi notað við A þ.e. að safna stigum fyrir myndir. Hann hafi skilið eftir gjafir til C í fyrir þátttöku í leiknum þ.e. að senda ákærða kynferðislegar myndir. Ákærði minntist þess e kki að hafa verið að ýta á C til þess að senda sér nektarmyndir og kvaðst ekki muna hvernig samskiptin hafi gengið fyrir sig. Ákærði minntist þess ekki að hafa sent C nektarmyndir eða myndband af annarri stúlku. Hann minntist ekki heldur samskipta við C va rðandi aldur hennar. Við skýrslutöku 13. desember 2021 minntist ákærði þess ekki að hann hafi spurt C um aldur og hún hafi sagst vera fædd 2007. Hann vissi ekki hvað hún hefði sent honum mörg nektarmyndbönd né hvað hann hefði sent henni margar nektarm yndir. Ákærði sagði það rétt að hann hafi gefið C og A kynlífstæki (strapon) til að stunda kynmök með og taka það upp á myndband og senda honum sem þær og hafi gert. Ákærði kannaðist við fjölda af myndum og myndböndum sem voru í símum hans sem m.a. sýna C á kynferðislegan og klámfengin hátt. 4 . Framburðir ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði kvaðst ekki muna hvernig samskipti hans við brotaþolann C hafi byrjað þ.e. hver hafi samþykkt (addað) hvern á Snapchat. Hann hafi aldrei hitt hana og hann kvaðst lítið muna eftir samskiptum við hana enda hafi hann verið í samskiptum við margar konur og hún hafi bara verið ein af mörgum. Ákærði minntist þess ekki að þau hafi rætt hvað hún væri gömul en þó væri það í höfðinu á honum að hún hafi verið 17 ára. Ákærði minntist þess ekki að C hafi verið með í Snapchat aðgangi sínum og honum hafi ekki þótt ástæða til að spyrja hana um aldur. Fyrir dómi minntist ákærði þess ekki að hafa fengið kynferðislegar myndir af C en hann gat þó ekki útilokað það. Þá hafi hann ef til vill gefið henni eitthvað. Þá mundi ákærði ekki hvort hann hafi sent henni myndir eða myndbönd. 37 Ákærði viðurkenndi að hafa verið með í sínum vörslum myndbandið af brotaþolanum B veita honum munnmök og einhverjar myndir af henni en hann mundi ekki nákvæmlega hverjar. Vitnið U , sem er fædd árið , gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 4. janúar 2022. U lýsti því að brotaþol inn C hafi sagt U að C hafi verið í leik við mann á Snapchat þar sem hún hafi átt að safna stigum fyrir dót t.d. kynlífsfatnað, sogara, titrara og veip. Maðurinn hafi komið með dótið og sett það fyrir framan Krónuna þar sem C og A hafi sótt það. U sagði að C þig, hjá manninum. Þá hafi C fengið rauðan kjól og svarta samfellu frá manninum sem hún hafi gefið U . Hún sagði að A hafi sýnt sér það sem hún fékk frá manninum. U hélt að C hafi þurft að se nda nektarmyndir af sér til að fá dótið. Vitnið G , móðir brotaþolans C , sagði að hún hafi ekki rætt um brot gegn henni og vitnið hafi fyrst fengið vitneskju um málið þegar lögregla hafi haft samband við C vegna málsins. Í byrjun árs 2021 hafi C orðið ein kennileg í hegðun m.a. niðurdregin og erfið í skapi. Vitnið kvaðst hafa farið í gegnum síma C og fundið þar samskipti sem vitnið hafi tekið skjáskot af en vitnið hafi ekki séð við hvern þessi samskipti hafi verið. Vitnið kvaðst hafa fundið hjálpartæki í he rbergi C . Nú sé hún hætt að mæta í skóla, sé einangruð félagslega og ræði ekki við vitnið né systkini sín. Hún vilji ekki fara til sálfræðings heldur bara gleyma því sem gerst hafi. 6. Niðurstaða Ákæruliður C.6. Ákærði hefur viðurkennt að hafa verið í samskiptum við brotaþolann C en hann hafi ekki vitað hvað hún væri gömul. Hún telur að hún hafi sagt ákærða hvað hún væri gömul. Notendanafn C á Snapchat var og gefur það til kynna að hún sé fædd árið . Þa ð mun vera mjög algengt hjá yngra fólki að hafa tölur í notendanafni sínu á Snapchat sem gefa til kynna fæðingarár viðkomandi. Ákærði kvaðst ekki hafa verið kunnugt um þetta en það verður að teljast ótrúverðugt miðað við hvað hann notaði Snapchat mikið í s amskiptum við kvenfólk og þar með fjölda, sem var með tölur í aðgangi sínum, sem 38 gáfu til kynna fæðingarár viðkomandi. Eftir að sendi ákærða myndir þar sem hluti af líkama hennar sést m.a. andlit verður að telja að ákærði hafi mátt gera sér grein fyrir að hún væri yngri en ára. Þrátt fyrir það hélt ákærði áfram kynferðislegum samskiptum sínum við hana og þá aðallega í formi myndsendinga og lét sér þannig í léttu rúmi liggja hve ung hún var. Samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggur fyrir að ákærði sendi C nektarmyndir af sér og hún sendi honum kynferðislegar myndir af sér m.a. af brjóstum en þó ekki nektarmyndir. Þá liggur fyrir að ákærði sendi C myndband af brotaþolanum B hafa munnmök við sig. Brotaþolinn C lýsti því að hún hafi sent ákærða kynfer ðislegar myndir af sér. Hann hafi sagt henni að hún gæti unnið sér inn stig með því að senda honum myndir og hún hafi fengið gegnsæ svört föt, rauðan kjól og titrara. Ákærði hafi sent henni kynferðislegar myndir þ.m.t. af kvenmanni veita honum munnmök. Fy rir dómi kvaðst ákærði ekki geta útilokað að hann hafi fengið kynferðislegar myndir af C og hann hafi ef til vill gefið henni eitthvað. Þá mundi hann ekki hvort hann hefði sent henni myndir eða myndbönd. Hjá lögreglu kvaðst ákærði hins vegar ekki vita hvað C hafi sent honum mörg nektarmyndbönd né hvað hann hefði sent henni margar nektarmyndir. Vitnið U skýrði frá því að C hafi sagt vitninu að hún væri í leik við mann á Snapchat og hafi fengið hluti frá honum fyrir að safna stigum t.d. kynlífsfatnað, sogara , titrara, veip, rauðan kjól og svarta samfellu. C hafi sýnt vitninu það sem hún hafi fengið frá manninum og gefið vitninu kjólinn og samfelluna. Þá hafi maðurinn einnig gefið C gervityppi eða C hafi þurft að senda nektarmyndir af sér til að fá dótið. Með vísan til ofanritaðs telst hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákærulið C.6. og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. 39 Ákæruliður C.7. Ákærði hefur viðurkennt að hafa verið með í sínum vörslum myndband og einhverjar myndir af brotaþolanum C . Brotaþolinn C lýsti því að hún hafi sent ákærða kynferðislegar myndir af sér. Samkvæmt rannsóknargögnum málsins fannst eitt myndband og þrjár ljó smyndir í farsímum ákærða sem sýna brotaþolann C á kynferðislegan og klámfengin hátt. Með vísan til ofanritaðs þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið C.7. og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður D . Við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá ákærulið D.9. að öðru leyti en því að ákærði hafi látið brotaþola án samþykkis hafa við sig munnmök og við það nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs - og þ roskamunar og þar sem hún var ein með honum fjarri öðrum. 1 . Almennt Samkvæmt rannsóknargögnum málsin s er talið að samskipti brotaþolans, B , við mann á Snapchat með notandanafnið boddi6 hafi byrjað í mars eða apríl 2018 þegar hún var ára. Hún var með notendanöfnin eða í spjalli þeirra. Hún kveðst hafa sagt honum aldur sinn en hann hafi ekki sagt henni hvað hann væri gamall. Það náðist ekki að afrita samskipti B við manninn á Snapchat og engin gögn voru í síma hennar um samskiptin. Í farsíma á kærða fundust átta nektarmyndir af B þ. á m. myndir sem hún sendi honum. 40 Í farsímum ákærða fundust tvö myndskeið og tvö skjáskot úr myndskeiðinu af B hafa munnmök við hann annars vegar í bifreið en hins vegar á hótelherbergi. Þá fundust einnig nektarmynd ir af henni. Þau töluðu saman í um einn mánuð á Snapchat og sendu hvort öðru nektarmyndir. Þá á ákærði að hafa sótt B í mars eða apríl 2018 á bifreið og farið með hana á . Þar á hann að hafa nauðgað henni þ.e. sett fingur í leggöng hennar, sleikt á hen ni kynfærin, sett getnaðarlim inn í kynfæri hennar og láti hana hafa við sig munnmök. Ákærði tók myndband af munnmökunum á farsíma sinn. B blokkaði ákærða á Snapchat eftir atvikið í bifreiðinni en hann bjó til nýjan aðgang og nálgaðist hana aftur. Nokkr u seinna eða í maí eða júní 2018 hafi B hitt ákærða aftur á hóteli í en hún hafi ekki vitað hvern hún hafi verið að fara að hitta fyrr en á hótelinu. Þar hafi þau aftur kynmök þ.e. hún veitt honum munnmök og hann sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar. Ákærði tók myndskeið af munnmökunum. 2 . Framburður brotaþola hjá lögreglu Brotaþolinn, B , gaf skýrslur hjá lögreglu 11. nóvember og 14. desember 2021. Hún skýrði frá því að hún hafi verið ára þegar maður hafi byrjað að tala við hana á Snapchat. Hún kvaðst halda að hún hafi fengið Snapchat 2017 frekar en 2016 og ma ður, hafi verið í . bekk og því að verða ára og hún hafi sagt manninum hvað hún væri gömul þar sem hann hafi spurt um það. Hann hafi ekki sagt henni hvað hann væri gamall. Hún hafi sent manninum nektarmyndir af sér eða aðallega myndir af brjóstum og kynfærum en hann hafi beðið um slíkar myndir. Þegar B hafi verið búinn að vera með manninn á Snapchat í um mánuð hafi hann beðið hana að hitta sig. Hún kvaðst hafa verið ung og vitlaus og samþykkt að hitta hann í og hann hafi sótt hana á fyrirtækjabifreið með þremur sætum fremst. Hún hafi þá séð að maðurinn væri á fimmtugsaldri og hún eiginlega fengið áfall eða verið lítil í sér. Hann hafi ekið á svæðið og læ st bifreiðinni þar þannig að hún hafi ekki komist út. Maðurinn hafi þá fært sig yfir í miðjusæti bifreiðarinnar og hún áttað sig á að hún yrði 41 hana þar sem hún sat þ.e. setja fingur inn í leggöng hennar. Hún hafi leyft honum að gera það og hún hafi eiginlega leyft honum að gera það sem hann vildi þar sem hún hafi ekkert getað gert. Hann hafi síðan sleikt kynfæri hennar og sett getnaðarlim sinn inn í kynfæri hennar þ.e. r iðið henni. Í lokin hafi B veitt honum munnmök þ.e. tottað hann en hann hafi ekki fengið sáðlát. Hún hafi síðan séð að maðurinn hafi verið með síma og hún hafi þá hugsað að þetta væri örugglega að fara á netið. B kvaðst hafa lokað á manninn á Snapchat eft ir atvikið í bifreiðinni en hann hafi þá útbúið nýjan aðgang fyrir sig og sagst heita Böddi. Hún hafi ekki áttað sig á að um sama manninn væri að ræða og samþykkt að hitta hann líklega um tveimur mánuðum eftir atvikið í bifreiðinni þannig að það hafi verið í lok maí eða byrjun júní. Hún hafi alla vega verið með skólatösku og verið að klára skólann. Hann hafi sagt henni að hann væri á herbergi á gistiheimili og hún hafi farið þangað og bankað á hurðina. Þegar hann hafi opnað hafi hún séð að um sama mann var að ræða og í bifreiðinni og hún þá ætlað út aftur en hann þá sett hendina fyrir. Hún hafi þá hugsað að þetta er að fara að gerast aftur. Maðurinn hafi þá snúið henni frá hurðinni og sagt henni að setjast á rúmið. B kvaðst ekki alveg muna hvað hafi gerst ef tir þetta. Þegar hann hafi verið lagstur í rúmið hafi hún verið komin úr fötunum og veitt honum munnmök. Maðurinn hafi þrýst henni til þess og síðan hafi hann haft kynmök við hana þ.e. sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar. B kvaðst muna eftir sér lig gjandi en einnig á fjórum fótum. Það sem hafi gerst inn á herberginu hafi verið gegn hennar vilja og hún mundi ekki hvernig hún hafi farið úr fötunum. Hún hafi verið í 30 - 40 mínútur inni hjá honum en hlaupið síðan heim til sín. Síminn hennar hafi verið raf magnslaus og því hafi hún ekki getað hringt. 3 . Framburður ákærða hjá lögreglu Í skýrslutöku 15. nóvember 2021 kvaðst ákærði ekki vita til þess að hann þekkti B en þegar honum var sýnd mynd af henni kvaðst hann kannast við myndina. Hann kvaðst hal da að B hafi haft samband við hann að fyrra bragði og viljað hitta hann til að stunda kynlíf. Það hafi síðan gerst fyrir líklega um tveimur árum en hann hafi ekki vitað hvað hún hafi verið gömul en haldið að hún væri 17, 18 eða 19 ára. B hafi sent honum ky nferðislegar myndir m.a af brjóstum og kynfærum sínum. Hann hafi síðan hitt hana og 42 þau haft kynmök í bifreið á milli vinnusvæða á . Hún hafi veitt ákærða munnmök og hann tekið það upp á símann sinn. Ákærði kvaðst ekki hafa nauðgað B . Við skýrslutök u 13. desember 2021 kvaðst ákærði ekki minnast þess að B hafi sagt honum að hún væri ára og í . bekk grunnskóla. Hún hafi sent ákærða bæði myndir og myndbönd af sér m.a. af brjóstum og kynfærum en það hafi verið að hennar frumkvæði sem og munnmökin sem hún hafi veitt honum í bifreiðinni. Ákærði kvaðst ekki hafa læst bifreiðinni svo B kæmist ekki út, hann hafi ekki sett fingur í leggöng hennar, ekki sleikt á henni kynfærin né haft samfarir við hana. Hann kvaðst hafa tekið munnmökin upp á símann bara t il að eiga það og vegna forvitni og B hafi samþykkt það. Hann kvaðst hugsanlega hafa sent myndbandið á A og jafnvel C . Ákærði kannaðist við myndir úr myndbandinu af munnmökunum í bifreiðinni og nektarmyndir af B sem fundust í símum hans. Ákærði kannaðist við tvær ljósmyndir og myndband af munnmökunum í bifreiðinni sem fundust í símum hans. Þá kannaðist hann við myndband sem tekið var á gistiheimili í tveimur eða þremur vikum eftir atvikið í bifreiðinni. B hafi endilega viljað hitta han n aftur og þar hafi hún veitt honum munnmök og hann líklega fengið sáðlát. Það hafi verið kossar og strokur m.a. á brjóst og svo munnmökin. B hafi sjálf klætt sig úr fötunum en ákærði mundi ekki hvernig hann hafi farið úr fötunum. Ákærði sagði að þau hafi ekki haft samfarir. 4. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði sagði að B hafi haft samband við hann á Snapchat en hann vissi ekki hvar hún hefði fengið Snapchataðgang hans. Hún hafi ekki upplýst um aldur sinn né gefið upp aðrar persónuupplýsingar og ákærði mundi ekki hvort hún hafi spurt um aldur hans. Ákærði kvaðst ekki minnast þess að B hafi verið með í Snapchataðgangi sínum. Þetta hafi verið fyrir um tveimur og hálfu ári síðan þ.e. árið 2019. B hafi síðan sent ákærða kynferðislegar myndir a f sér en það hafi komið ákærða á óvart. Hún hafi síðan lýst áhuga á því að stunda kynlíf með ákærða. 43 Ákærði og B hafi farið saman á bifreið upp á og þar hafi hún veitt honum munnmök. Hún hafi eftir það viljað hitta ákærða aftur og verið ákveðið að hi ttast á gistiheimili í en ákærði mundi ekki hvort þeirra hafi átt hugmyndina að því að hittast á gistiheimilinu. Það hafi verið um 2 - 3 vikum eftir atvikið í bifreiðinni. Ákærði hafi hins vegar pantað herbergið og það hafi líklega ekki verið bókað í ker fi gistiheimilisins. Hann hafi greitt fyrir herbergið með reiðufé til þess að eiginkona hans myndi ekki sjá að hann hafi greitt fyrir þjónustuna. Þau hafi líklega hist skammt frá heimili B um miðjan dag og síðan farið saman á gistiheimilið en ákærði hafi á ður verið búinn að bóka herbergið og fá lykil að því. Á gistiheimilinu hafi B veitt ákærða munnmök en þau hafi hvorki haft samræði né önnur kynferðismök. Eftir atvikið á gistiheimilinu minntist ákærði þess ekki að hafa sent B aftur vinabeiðni á Snapcha t en hann gæti hafa gert það en það þá ekki verið úthugsað. Ákærði kannaðist við að hafa tekið myndbönd af B veita honum munnmök, horft á þau, sent þau til hennar og brotaþolans A en hann mundi ekki eftir samskiptum við hana í því sambandi. Ef til vill ha fi hann sent myndböndin til fleiri. Ákærði viðurkenndi að hafa verið með ljósmyndir í farsímum sínum sem sýna B á kynferðislegan og klámfengin hátt. Vitnið og brotaþolinn, B , tók fram að hún hafi reynt að gleyma samskiptum sínum við ákærða. Hún hafi kynnst honum í gegnum Snapchat í apríl eða maí 2018 eða um það leyti sem hún . Hún sagði að ákærði hafi spurt hvað hún væri gömul og hún hafi sagst vera ára. Hún hafi verið með í notendanafni sínu á Snapchat. Ákærði og hún hafi ákveðið að hittast við og ákærði ekið B þaðan og í en síðan hafi þau farið upp á . Henni kvaðst hafa brugðið þegar hún hafi komið í bifreiðina þar sem hún hafi talið að hún væri að fara að hitta yngri mann. Hún mundi ekki hvað þau hafi rætt í bifreiðinni en þetta hafi verið vinnubifreið og á henni hafi verið humarauglýsing. B taldi að hún hafi verið búinn að ræða við ákærða á Snapchat í mesta lagi tvo mánuði áður en þau hittust. B kvað st hafa sent ákærða kynferðislegar myndir bæði samkvæmt hans beiðni og að eigin frumkvæði. Hún kvaðst ekki muna allt sem gerðist í bifreiðinni, sbr. ákærulið A.9. Hún 44 kvaðst hafa ætlað út úr bifreiðinni þegar ákærða hafi stöðvaði hana á en hún hafi ver ið læst. Hún hafi þá hugsað þetta er að fara að gerast. Hún hafi farið úr fötum í bifreiðinni og ákærði hafi líklega sagt henni að gera það. Hún hafi veitt ákærða munnmök í bifreiðinni. Hún minntist þess ekki að ákærði hafi tekið myndir þegar hún hafi veri ð að veita honum munnmök. B kvaðst hafa ákveðið að hitta einhvern mann á gistiheimili við og gengið þangað frá skólanum. Þegar hún hafi komið inn í herbergið, sem maðurinn hafi gefið henni upp, hafi hún séð að þetta var ákærði. Hann hafi lokað hurðin ni og læst henni. Hún hafi hugsað að hún yrði að vera sterk. Hún muni síðan ekki annað en að hún hafi verið orðin nakin og hún sé viss um að ákærði hafi haft kynmök við hana því hún hafi haft verki í klofinu. B minntist þess ekki að hafa haft munnmök við á kærða og vissi ekki að ákærði hefði tekið upp myndband. Hún kvaðst ekki hafa samþykkt að ákærði myndi senda myndband á einhvern. Vitnið H , móðir brotaþola, kvaðst ekki hafa vitað af málinu fyrr en í desember 2021 þegar dóttir hennar hafi verið boðuð í ský rslutöku hjá lögreglu. Eftir það hafi B sagt vitninu frá þessu en þó ekki nákvæmlega. Vitnið taldi að brotið hafi verið á B árið sem hún fermdist en þá hafi orðið mikil breyting á lífi hennar en hún hafi m.a. hætt að stunda körfubolta og í öðrum tómstundum árið 2018. Ástand hennar hafi síðan versnað eftir það. Vitnið, M sálfræðingur, sagði að B hafi verði vísað á Heilbrigði sstofnun vegna vandamála í skóla. Í viðtali hafi hún sagt frá kynferðisofbeldinu og hún hafi verið með kvíða og vanlíðan. Hún sé með ADHD og áráttu/þráhyggjuröskun sem tengist. Vitnið sagði að B þurfi áfallameðferð og hún sé nú í meðferð hjá Stígamótum . 5. Niðurstaða Ákærði kveðst ekki hafa vitað hvað B hafi verið gömul þegar hann var í samskiptum við hana og hann telur að það geti hafa verið árið 2019 þegar hún hafi verið orðin ára gömul. B telur að hún hafi sagt ákærða hvað hún væri gömul og í notendanafni hennar á Snapchat voru tölustafirnir sem segja að hún sé fædd árið . Eins og áður hefur komið fram kvaðst ákærði ekki vita hvað tölustafir af þessu tagi þýddu. Það verður hins 45 vegar ekki fallist á það m.a. með hliðsjón af því hvað ákær ði var í samskiptum við margar ungar stúlkur sem höfðu tölustafi í notendanafni sínu sem sögðu til um fæðingarár viðkomandi. Er afar ósennilegt að ákærði hafi ekki þekkt þýðingu slíkra tölustafa. Þá liggur fyrir að ákærði fékk sendar myndir af B og hann hi tti hana oftar en einu sinni. Verður að telja m.a. af þeim myndum og myndskeiðum af henni, sem eru meðal rannsóknargagna málsins, að ákærða hafi mátt vera ljóst eftir að hafa séð þær og hvað þá eftir að hann hitti stúlkuna að hún væri ung að árum og líkleg a yngri en 15 ára. Ákærði lét sér það hins vegar í léttu rúmi liggja og hélt áfram kynferðislegum samskiptum við hana eftir að hafa séð myndir af henni og eftir að hann hitti hana í fyrsta skipti. B tengir brot ákærða við sitt sem var 2018 og móðir hennar telur einnig að þá hafi atvik orðið. Þá benda rannsóknargögn málsins til þess að svo sé. Jafnvel þó brotin hafi átt sér stað árið 2019 eins og ákærði telur að geti hafa verið telst sannað að þau hafi átt sér stað áður en brotaþoli varð ára. Ákæruliður D .8. Ákærði hefur viðurkennt að hafa fengið sendar kynferðislegar myndir frá B og hún hefur lýst því að ákærði hafi beðið um slíkar myndir. Hún kvaðst hafa sent ákærða m.a. myndir af brjóstum sínum og kynfærum. Í farsímum ákærða fundust nektarm yndar af B . Með vísan til þessa telst hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið B.8. og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður D .9. Eins og fram er komið féll ákæruvaldið frá þe ssum ákærulið fyrir utan það að ákærði hafi látið B án samþykkis veita sér munnmök og við það nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs - og þroskamunar og þar sem hún var ein með honum fjarri öðrum. Ákærði hefur viðurkennt að B hafi ve itt honum munnmök í bifreið en það hafi verið að hennar frumkvæði. Hún hefur lýst því að ákærði hafi látið hana hafa munnmök við sig og m.a. læst bifreiðinni áður. Þá er myndband af munnmökunum, sem ákærði tók, meðal 46 rannsóknargagna málsins. Telst því hafi ð yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi fengið B til að veita sér munnmök án hennar samþykkis og hafi við það nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni vegna aldurs - og þroskamunar og þar sem hún var ein með honum fjarri öðrum. Brot ákærða er réttilega h eimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður D .10. Ákærði hefur viðurkennt að B hafi veitt honum munnmök á gistiheimili í en hann neitar hins vegar að hafa haft við hana samræði eða önnur kynferðismök. Fyrir dómi kvaðst B ekki muna eftir munnmökunum en hún mundi eftir því að hún hafi legið nakin og taldi að ákærði hefði haft við hana samræði vegna þess að á eftir hafi hana verkjað í klofinu. Ekkert annað kom fram um það fyrir dómi að ákærði hafi haft samræði og önnur kynfe rðismök fyrir utan munnmökin við B . Verður því ekki talið að ákæruvaldið hafi axlað sönnunarbyrði sína hvað þetta varðar, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði verður því sýknaður af þessum ákærulið fyrir utan það að hafa látið B veita sér munnmök. Með vísan til játningar ákærða og myndbandsins telst hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi fengið B til að hafa við sig munnmök án samþykkis hennar og nýtt sér þar yfirburðastöðu sína gagnvart henni vegna aldurs - og þroskamunar og þar sem hún var ein með honum fjarri öðrum. Þetta brot ákærða er réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður D .11. Ákærði hefur viðurkennt að hafa tekið myndbönd af því þegar B var að veita honum munnmök, sbr. ákæruliði B.9. og B.10. Ekkert liggur fyrir um það að hún hafi veitt samþykki sitt fyrir því og verður að telja það afar ósennilegt. Ákærði viðurkenndi einnig að hafa sent myndböndin á brotaþolann A og hugsanlega fleiri. Þá liggur fyrir að brotaþolinn C fékki myndböndin einnig se nd. Með vísan til þessa telst hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið D.11. 47 Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 199. gr. a. og 1. mgr. 210. gr. a. almennra hegningarlaga. Teki ð skal fram að 1. mgr. 199. gr. a. öðlaðist gildi í febrúar 2021 með lögum nr. 8/2022. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. hegningarlaganna skal ef refsilöggjöf hefur breyst frá því verknaður var framinn til þess að dómur gengur dæma eftir nýrri lögunum bæði um refsin æmi verknaðar og refsingu. Í ákæru er brot ákærða samkvæmt ákærulið B.11. einnig talið varða við 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Með hliðsjón af þeim ákvæðum hegningarlaganna, sem brot ákærða er talið varða við, sbr. ofanritað og þá sérsta klega með hliðsjón af refsiramma 199. gr. a. hegningarlaganna verður að telja að ákvæði hegningarlaganna tæmi sök gagnvart fyrrgreindu ákvæði barnaverndarlaganna. Brot ákærða telst því ekki einnig brot gegn barnaverndarlögum. Ákæruliður D .12. Ákærði viðurkenndi að hafa verið með ljósmyndir í farsímum sínum sem sýna B á kynferðislegan og klámfengin hátt. Þessar ljósmyndir fundust í farsímum ákærða. Með vísan til þessa telst hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hon um er gefin að sök í ákærulið B.12. og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður E . 1. Almennt Frá 27. ágúst 2020 til 21. apríl 2021 eru til vistuð samskipti ákærða við brotaþolann, D , á Snapchat. Ákærði var með tvo aðganga og notendanöfnin sxy.mf og xsxy.mf þar sem hann gekk undir nafninu Sig Sig. D var einnig með tvo aðganga og notendanöfnin og í spjallinu við ákærða. Hún var ára þegar hún hóf sannanlega samskipti við ákæ rða. Þrjú skjáskot af Snapchati D sýna samskipti hennar við ákærða og hann sem xsxy.mf. Á Snapchati ákærða voru 50 skjáskot og 22 hljóðskilaboð sem sýna samskipti hans við D sem sxy.mf. Samskipti ákærða við D voru því töluverð á Snapchat á ofangreindu tím abili og að stærstum hluta af kynferðislegum toga. 48 Í síma D fundust 66 ljósmyndir og þar af 16 nektarmyndir og 50 myndir af brjóstum og rassi (flex). Margar af þessum myndum hafði hún sent ákærða. Þá fundust sjö nektarmyndskeið af henni sem hún hafði s ent ákærða. Í farsímum ákærða fundust nektarmyndir af D , mynd af henni í fötum og myndir af kynlífstækjum. Lögregla lagði hald á fatnað og öskju hjá D sem ákærði gaf henni. 2 . Framburður brotaþola fyrir dómi Brotaþolinn, D , gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 10. desember 2021. Hún skýrði frá hafi verið að leika lítinn strák og talað við hana sem jafnaldri. Hún kvaðst hafa sagt honum hvað hú n væri gömul þ.e. að verða en hann hafi sagst vera 18 eða 19 ára. D sagði að maðurinn hafi ítrekað beðið hana að senda sér nektarmyndir þangað til að hún hafi gert það. Þá hafi hann einnig ítrekað beðið hana að hitta sig en hún hafi aldrei gert þ að. Hún hafi sagt honum að fyrst hann vildi fá nektarmyndir vildi hann komast í buxurnar hennar. Hann hafi sagst vilja kúra og hún þá neitað því að hitta hann þar sem það að kúra væri rautt flagg. D kvaðst hafa sent manninum flex myndir þ.e. þar sem hún hafi verið í fötum eða á brjóstahaldara. Einnig hafi hún sent honum þrjú eða fjögur nektarmyndbönd af sér eða þar sem hún hafi verið í brjóstahaldara og nærbuxum. Hún hafi líklega sent honum í allt 10 myndbönd. Hún sagði manninn hafa sent sér margar typpam yndir og myndskeið af typpinu á honum og á einu eða fleirum hafi hann verið að stunda sjálfsfróun. D hafi sagt manninum að hún vildi ekki gera neitt með honum en hann hafi endilega viljað það og boðið henni að kaupa hvað sem er fyrir hana. Hann hafi gefið henni undirföt þ.e. föt með gstreng og blússu eða kjól yfir, einnig titrara sem hún hafi hent og hjartabox með blöðum eða spilum (sexual play fun). Maðurinn hafi ætlað að fá að sjá hana nota titrarann og í undirfötunum. 49 3 . Framburður ákærða hjá lögreglu Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 13. desember 2021 og kvaðst í byrjun ekkert muna eftir samskiptum við D . Honum voru sýnd 50 skjáskot úr síma hans sem voru úr samskiptum hans við D en m.a. var um að ræða hljóðskilaboð. Hann mundi nánast ekki eftir neinu af því sem honum var sýnt. Skilaboðin bentu m.a. til þess að hann hefði hitt D einu sinni til að gefa henni kynlífshjálpartæki en hann minntist þess ekki. Ákærða voru sýndar 66 ljósmyndir úr síma D sem hún hafði sagst hafa sent flestar til ákærða. Hann sagð i að það gæti verið að hún hafi sent honum myndir og eflaust hafi hann séð eitthvað af myndunum þó hann myndi ekki sérstaklega eftir þeim. Ákærði vissi ekki hvers vegna D hafi sent honum myndir en sennilega til þess að fá myndir til baka. 4. Framburður á kærða og vitn is fyrir dómi Ákærði kvaðst lítið muna eftir samskiptum við brotaþolann D og hann mundi ekki hver hafi samþykkt (addað) hvern á Snapchat né að hafa rætt aldur D við hana. Samskiptin hafi verið eins og samskipti hans við margar aðrar stúlkur s em hafi verið að hluta til kynferðisleg. Ákærði kvaðst hins vegar ekki geta rengt það að hann hafi átt þau samskipti við D sem lýst er í ákærulið E.13. Hann mundi ekki eftir að hafa gefið henni undirföt en hann gæti hafa gefið henni hjálpartæki og hvatt ha na til að nota þau. Ákærði kannaðist ekki við að hafa gefið D öskju. Hann hafi hitt hana einu sinni og þá rétt henni hlut út um glugga á bifreið. Vitnið, I , faðir D kvaðst fyrst hafa frétt af málinu þegar lögregla hafi haft samband við hana vegna málsi ns. Hann kvaðst hafa spurt hana hvort hún hafi leyft snertingar en hún hafi neitað því. Vitnið kvaðst vita að D hafi fengið undirföt frá ákærða og hann hafi beðið um myndir af henni í þeim. D væri með greiningu, þyrfti að berjast fyrir sínu og þurfi mikla leiðsögn í lífinu. Hún eigi ekki vini og sé til í að gera mikið til að eignast þá. Hún sé áhrifagjörn og strákar séu gjarnan að ónáða hana á netinu. 50 5. Niðurstaða Ákæruliður E.13. Brotaþolinn D hefur lýst því að hún hafi sagt ákærða hvað hún væri að verða ára og hann hafi sagst vera 18 eða 19 ára og leikið lítinn strák í samskiptum sínum við hana. Hann sagðist því vera mun yngri en hann er og þá líklega vegna þess að hann vissi að D var mjög ung. Þá fékk ákærði sendar myndir af D . Með hliðs jón af þessu verður að telja að ákærði hafi gert sér grein fyrir hvað hún væri gömul eða í það minnsta mátt gera sér grein fyrir því. Hann lét sér það hins vegar í léttu rúmi liggja og hélt áfram kynferðislegum samskiptum við hana. Ákærði rengdi ekki að hann hafi átt þau samskipti við D sem lýst er í þessum ákærulið. Hún lýsti því að ákærði hafi ítrekað beðið hana að senda sér nektarmyndir og á endanum hafi hún sent honum myndir af sér ýmist í fötum eða á brjóstahaldara. Einnig hafi hún sent honum þrjú e ða fjögur myndbönd þar sem hún hafi verið í brjóstahaldara eða á nærbuxum sem og fleiri myndbönd. Ákærði hafi sent henni margar typpamyndir af sér og myndskeið af typpinu á sér og á einu þeirra eða fleirum hafi hann verið að stunda sjálfsfróun. Í síma D fundust samskipti hennar við ákærða og einnig nektarmyndir og nektarmyndskeið af henni. Í farsímum ákærða fundust nektarmyndir af D . Samskipti þeirra voru af kynferðislegum toga. Með vísan til ofanritaðs telst hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið F.13. Brot ákærða framin fyrir 7. febrúar 2021, en þá varð D ára, varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga en brot framin eftir það teljast varða við 199. gr. laganna. Í ákæru er brot ákærða samkvæmt ákærulið E.13. einnig talið varða við 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Með hliðsjón af þeim ákvæðum hegningarlaganna, sem brot ákærða er talið varða við, sbr. ofanritað og þá sérstaklega með hliðsjón af refsiramma 2. mgr. 202. gr. laganna verður að telja að ákvæði hegningarlaganna tæmi sök gagnvart 51 fyrrgreindu ákvæði barnaverndarlaganna. Brot ákærða telst því ekki einnig brot gegn barnaverndarlögum. Ákæruliður E.14. D sagði að ákærði hafi ítrekað beðið hana að hitta sig en hún hafi aldrei gert það. Þá hafi hann einnig endilega viljað gera eitthvað með henni og hann hafi boðist til að kaupa hvað sem væri fyrir hana ef af því yrði. Hann hafi m.a. sagst vilja kúra hjá hen ni en hún þá neitað að hitta hann þar sem það að kúra væri rautt flagg. Hann hafi gefið henni undirföt og blússu eða kjól yfir, titrara og hjartabox með blöðum eða spilum í. Ákærði hafi viljað sjá hana nota titrarann og sjá hana í undirfötunum. Framburður D hvað þetta varðar þykir trúverðugur. Ákærði hefur ekki rengt að hann hafi átt þau samskipti við D sem lýst er í ákæru. Með vísan til framburðar D , sem hefur verið metinn trúverðugur, og með hliðsjón af samskiptum ákærða við hana þykir hafið yfir skyns amlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið E.14. og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður F. 1. Almennt Til eru vistuð samskipti ákærða við brotaþolann E á Snapchat á tímabilinu 15. f ebrúar 20 20 til 30. j anúar 2021. Ákærði var með notandanafnið sxy.mf en E með notandanafnið iris42020 í þessu spjalli og hún var tólf ára þegar hún hóf samskipti við ákærða. Samskipti þeirra á Snapchat voru afrituð úr síma ákærða en þau voru á kynferðislegum nótum. Ákærði kallaði sig Björn í samskiptum þeirra. Ákærði og E voru í miklum samskiptum m.a. í formi myndsendinga og þau töluðu um að hittast. Ákærði sendi henni typpamyndir af sér og myndskeið þar sem hann var að stunda sjálfsfróun sem og myndskeið af öðru fólki stunda kynlíf. Einnig sendi hann henni tákn sem þýða að hann vilji stunda kynlíf með henni. Hann ræddi mikið um að hann vildi sjá hana nota kynlífstækin sem hann gaf henni. Hún sagðist aldrei hafa hitt Björn. 52 Ákærði spurði E hvort hún myndi rúnka eða totta 45 ára gamlan mann en hann ætti vin kallaði sig Sig Sig með notandanafnið xsxy.mf en í raun var um ákærða að ræða sem var að villa á sér heimildir. Hún sagði að Sig Sig hafi viljað fá nektarmyndir af henni og fá hana á rúntinn. Þau hafi hist tvisvar eða þrisvar og hann gefið henni titrara og túrtappa. Hún sagðist ekki hafa sent myndir á Sig Sig en sent honum myndskeið þar sem hún hafi verið að nota titrara og hann hafi sent henni myndskeið af stúlku vera að hafa munnmök við hann. Í síma E voru 10 flex ljósmyndir af henni (nærfatamyndir af brjóstum og rassi) en hún hafði ekki sent þær á ákærða. Þar voru einnig tvær nektarmyndir af henni sem hún hafði sent ákærða samkvæmt beiðni hans. Í tveimur símum ákærða voru nektarmyndir af E , myndir af henni í fötum, og myndskeið af henni stunda sjálfsfróun með titrara. Þá voru myndir af kynlífstækjum. 2. Framburður brotaþola fyrir dómi Brotaþoli, E , gaf skýrslu r fyrir dómi í Barnahúsi 29. nóvember og 29. desember 2021. Hún kvaðst halda að maður hafi nafnið hans. Hún kvaðst hafa sagt honum í byrjun samskipta þeirra hvað hún væri gömul og hann hafi sagt henni í fyrstu að hann væri 17 ára en síðar hafi hann sagt að hann væri 30 og eitthvað ára. Hú n sagði að maðurinn hafi sent henni myndir af lærinu og typpinu á sér og einnig myndbönd m.a. af fólki stunda kynlíf. E kvaðst hafa hitt manninn einu sinni að sumri til líklega árið 2020 eða 2019. Hann hafi spurt hana hvort hún vildi hitta hann til þess að þau myndu kynnast og hún hafi svarað því játandi. Þau hafi hist tvívegis við og í seinna skiptið hafi þau síðan farið heim til hans og hann farið í sturtu. Hún kvaðst ekki hafa verið ánægð að hitta hann þar sem hann hafi verið eldri en hún. Þegar þa u hafi verið heima hjá honum hafi þau farið inn í svefnherbergi til að kúra og hún hafi sagt að hún vildi fara heim. Maðurinn hafi þá spurt hana um kynlíf og hún hélt að þau hefðu gert það einu sinni. Hann hafi viljað að hún klæddi sig úr fötunum og hann h afi klætt hana úr öllum fötunum. Þau hafi síðan stundað 53 kynlíf þ.e. typpið á honum hafi farið inn í hana. Hún kvaðst hafa ítrekað að hún vildi fara heim. Þegar E voru sýnd samskipti hennar og ákærða sagði hún að þau hefðu m.a. rætt kynlíf, klám og kynfæri . Þá hafi komið fram hjá honum að hann vildi stunda kynlíf og að hún sýndi honum líkamann sinn m.a. brjóstin. Hann hafi einnig sagt að typpið á honum væri stórt og hann hafi sent henni myndir af því. Hann hafi spurt um munnmök eða rúnk og hvort hún myndi r titrara. Hún hafi einnig fengið plasttyppi (dildo) frá honum. E kvaðst hafa sent ákærða myndir m.a. af kynfærum sínum og þá hafi hún sent honum mynd þegar hún hafi verið að nota titrara. Hann hafi viljað sjá hana nota hann aftur og einnig hafi hann viljað sjá hana nota plasttyppi. 3 . Framburður ákærða hjá lögreglu Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 13. desember 2021 og þegar honum var sýnd mynd af E kvaðst hann ekki kannast við hana. Honum voru m.a. sýnd um 100 skjáskot úr Snapchat á símum hans m.a. myndir af getnaðarlim hans og af honum stunda sjálfsfróun. Ákærði tald i að hann hafi tekið þær myndir og sent þær m.a. til að skapa kynferðislega spennu. E hafi væntanlega sent honum mynd af kynfærum sínum. Ákærði minntist þess ekki að hafa gefið henni titrara né að hafa rætt um vin sinn við hana sem í raun hafi verið hann s jálfur. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því að hafa sagt við E að hann vildi sjá hana nota titrarann né að hafa rætt mikið um kynlíf við hana eins og skjáskotin benda til. Honum voru sýnd tvö myndbönd úr síma hans þar sem E sést nota titrara en hann mundi e kki eftir þeim. Ákærða var kynnt að hann hafi ítrekað beðið hana að koma á rúntinn með sér og spurður í hvaða tilgangi. Hann sagði að það hafi líklega verið af kynferðislegum ástæðum. Hafi hann sent E myndbönd af öðru fólki stunda kynlíf hafi hann gert það til að kveikja umræðu af kynferðislegum toga. 54 4 . Framburður ákærða og vitn a fyrir dómi Ákærði kvaðst lítið geta tjáð sig um samskipti hans við E þar sem hann myndi lítið eftir þeim. Hann minntist þess ekki að þau hafi rætt aldur hennar. Hann sagði að það hafi þó rifjast upp í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi gefið henni túrtappa. Ákærði kvaðst ekki muna hvernig samskipti þeirra hafi byrjað en þau hafi verið af kynferðislegum toga og hann kannaðist við samskipti þeirra á Snapchat. Hann sagði að hann gæti hafi sent henni kynferðislegar myndir af sér en hann mundi ekki eftir að hafa sent henni myndir af öðru fólki. Ákærði sagði ekkert hafa veri ð að baki því að hann hafi viljað hitta E og hann hafi ekki ætlað að hafa kynmök við hana. Hann kvaðst hafa gefið henni hjálpartæki og hvatt hana til að nota það. Hann minntist þess ekki að hafa fengið myndbandið sent, sem tilgreint er í ákærulið F.17., en hann gat ekki útilokað það. Vitnið, J móðir E , kvaðst ekki hafa vitað að málinu fyrr en lögregla hafi komið og viljað fá síma E . Hún hafi ekki sagt vitninu frá en það hafi spurt hana út í málið. E hafi átt marga vini þegar hún hafi verið í en ekki eftir að hún hafi farið í árið 2018. Vitnið sagði að málið hafi haft áhrif á E og hún hafi farið í meðferð hjá sálfræðingi á heilsugæslunni í . Vitnið, N sálfræðingur, sagði að skimun E hafi ekki sagt neitt sérstakt, hún hafi lítið viljað tjá sig og verið hlédræg. Vitnið hafi hitt hana einu sinni og hún hafi komið í tvö stuðningsviðtöl. 5. Niðurstaða Ákæruliður F.15. Ákærði viðurkenndi að hafa haft samskipti af kynferðislegum toga við E á Snapchat og hann hafi sent henni kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi einnig gefið henni hjálpartæki og hvatt hana til að nota það. Hægt var að sjá í samskiptum ákærða og E að hún var ára þegar þau hófust og hún kvaðst hafa sagt ákærða það. Telja verður að 55 ákærða hafi verið það ljóst að brotaþoli var ung að árum og eftir að hann hitti hana hafi honum mátt vera það ljóst. Þá reyndi ákærði að villa á sér heimildir í samskiptum sínum við E m.a. með því að gefa upp rangt nafn og segjast vera mun yngri en hann er. Bendir þetta og til þess að hann hafi vitað að hún væri ung að árum. Hann lét sér það hins vegar í léttu rúmi liggja og hélt áfram kynferðislegum samskiptum við brotaþola þrátt fyrir ungan aldur hennar. Brotaþoli lýsti því að ákærði haf i sent henni typpamyndir, þau hafi rætt saman á kynferðislegum nótum og hann gefið henni kynlífstæki. Brotaþoli kvaðst hafa sent ákærða myndir af kynfærum sínum og þau hafi rætt saman á kynferðislegum nótum. Ákærði hafi sent E typpamyndir af sér og myndbön d af fólki stunda kynlíf. Í símum ákærða fundust m.a. nektarmyndir af E og myndskeið af henni stunda sjálfsfróun með titrara. Samskipti þeirra á Snapchat sem tókst að afrita voru á kynferðislegum nótum. Með vísan til ofanritaðs telst hafið yfir skynsam legan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið F.15. og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður F.16. Ákærði viðurkenndi að hafa leitað eftir því að fá að hitta E en það hafi ekki verið í þeim tilgang i að hafa við hana kynmök. E hefur lýst því að ákærði hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og hann hafi viljað stunda kynlíf. Þá hafi þau m.a. rætt klám og kynlíf og ákærði spurt um munnmök og rúnk. Hann hafi sagt að typpið á sér væri stórt og sent E myndir af því. Með vísan til ofanritaðs og með hliðsjón af samskiptum ákærða við brotaþola þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið F.16. og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. 56 Ákæruliður F.17. Ákærði viðurkenndi að hafa gefið E kynlífs hjálpartæki og hvatt hana til að nota það. Hann minntist þess hins vegar ekki að hafa fengið sent myndband af E nota hjálpartæki en hann gat ekki útilokað það. E skýrði frá því að ákærði hafi viljað sjá hana not a titrara sem hann gaf henni og hún hafi sent honum mynd af sér nota hann. Í símum ákærða fannst myndskeið af E stunda sjálfsfróun með kynlífshjálpartæki. Ekkert bendir til þess að hún hafi gert það að eigin frumkvæði. Með vísan til ofanritaðs telst ha fið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið F.17. Í ákæru er þessi háttsemi ákærða talin nauðgun og kynferðisbrot gegn barni og aðallega talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. Há ttsemi ákærða fólst í því að biðja brotaþola um að framkvæma ákveðna athöfn, taka hana upp á myndband og senda sér sem og hún gerði. Ekki er annað fram komið en um hafi verið um að ræða rafræn samskipti, Eins og umræddum samskiptum er lýst í ákæru og ákærð i hefur verið sakfelldur fyrir þykja þau ekki geta varðað við fyrrgreind ákvæði almennra hegningarlaga. Þá þykja þau ekki heldur geta varðað við 1. mgr. 210. gr. b. almennra hegningarlaga eins og varakrafa ákæruvaldsins hljóðar á um. Enda er þar lögð refsi ng við því að ráða barn til að taka þátt í nektar - eða klámsýningu eða valda því með öðrum hætti eða hafa ávinning af því að barn taki þátt í slíkri sýningu. Með háttsemi sinni telst ákærði hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart brotaþola sem v arðar við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæði 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála stendur því ekki í vegi að ákærði verði sakfelldur fyrir brot á tilvitnuðu refsiákvæði enda var vörn ákærða ekki áfátt vegna þessa. 57 IX Einkaréttarkröfur: Allir brotaþolar hafa uppi skaða - og mi skabótakröfur á hendur ákærða. Hann hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn brotaþolum máls þessa og þær eiga því rétt á á miskabótum, sbr. b. - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Kynferðisbrot hafa alltaf alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola og þá sérstaklega þegar í hlut eiga ungir einstaklingar eins og í þessu máli. Verður tekið tillit til þess við ákvörðun miskabóta í málinu. Rétt þykir eins og á stendur að dæmd ar bætur beri dráttarvexti frá þingfestingu málsins 16. mars 2022, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Ákærði greiði B miskabætur að fjárhæð 2.500.000 auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Ákærði greiði A miskabætur að fjárhæð 2.0 00.000 auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Ákærði greiði C miskabætur að fjárhæð 1.500.000 auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Ákærði greiði E miskabætur að fjárhæð 1.200.000 auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Ákærði greiði D miskabætur að fjárhæð 1.000.000 auk vaxta eins og í dómsorði greinir. X Refsing: Eins og fram er komið var gerð geðrannsókn á ákærða af dómkvöddum matsmanni. Niðurstaða hans er sú að miðað við framlögð gögn hafi ákærði verið fær um að stjórna gjörðum sínum i öllum þeim tilvikum sem matsmaður hafði til skoðunar og því eigi 15. gr. almennra hegningarlaga ekki við um ákærða. Einnig sé ljó st að ákærði hafi verið fær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundum og heilsufar hans hafi ekki verið og sé ekki með þeim hætti að ætla megi að refsing geti ekki borið árangur, sbr. 1. mgr. 16. 58 gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til þessa telst á kærði sakhæfur og verður honum því gerð refsing enda er talið að hún geti borið árangur. Ákærði er samkvæmt framansögðu sakfelldur fyrir þrjár nauðganir í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. gr. laga nr. 61/2007 og þau brot varða einnig við 1. mgr. 202. gr. laganna. Þá hefur ákærði einnig verið sakfelldur fyrir mörg önnur alvarleg og sérlega svívirðileg kynferðisbrot. Brot hans beindust gegn ólögráða stúlkubörnum á viðkvæmum aldri, beindust gegn mörgum þolendum og s tóðu yfir í langan tíma. Brotin voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar á sálarlíf stúlknanna til hins verra eins og þau sálfræðivottorð, sem varða hluta af stúlkunum og eru meðal rannsóknargagna málsins, staðfesta. Ákærði er um fimmtugt og ha fði því yfirburðastöðu í aldri og þroska í samskiptum sínum við stúlkurnar og nýtti hann sér þessa stöðu sína við framningu brota sinna. Ákærði virðist engu hafa skeytt um mikilvæga hagsmuni stúlknanna og látið sér í léttu rúmi liggja hvaða afleiðingar bro t hans kynnu að hafa á sálarlíf þeirra og heilsu að öðru leyti. Ákærði á sér engar málsbætur. Við ákvörðun refsingar verður þó tekið tillit til þess að ákærði hefur ekki áður sætt refsingu. Með vísan til alls þessa og með vísan til 1., 2., 6. og 7. tölulið ar 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákæra hæfilega ákveðin fangelsi í sex ár. Til frádráttar refsivistinni skal koma með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt óslitið frá 8. nóvember 2021 til dagsins í dag, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til 1. og 2. töluliðar 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal ákærði sæta upptöku til ríkissjóðs á Samsung S10 farsíma og Samsung Galaxy farsíma , sem hann notaði við brot sín. Kr afa ákæruvaldsins í ákæru um upptöku á myndefni er ekki eins glögg og hún á að vera þ.e. að tilgreint sé með nákvæmum hætti það sem krafist er upptöku á, sbr. e. - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þennan annmarka þykir mega ákveða að ákærði skuli sæta upptöku til ríkissjóðs á því kynferðislega myndefni sem tilgreint er í ákæru og lögregla lagði hald á hjá ákærða við ranns ókn málsins. 59 XI Sakarkostnaður: Við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá ákærulið D.9. að hluta til og þá telst aðeins sannað að ákærði hefði gerst sekur um að láta brotaþola veita sér munnmök, sbr. ákærulið D.10., en aðrar sakargiftir í þeim lið þóttu ósannaðar og ákærði var sýknaður af þeim. Þá var ekki fallist á heimfærslu ákæruvaldsins t il refsiákvæða að öllu leyti samkvæmt ákæru. Með vísan til þessa þykir rétt að ákærða verði gert að greiða 4/5 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, sem þykja, að teknu tilliti til tímaskýrslu verjandans og umfangs m álsins, hæfilega ákveðin samtals 8.928.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði því 7.142.400 krónur en 1.785.600 krónur greiðast úr ríkissjóði. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði akst urskostnað verjandans 348.000 krónur. Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður var skipuð réttargæslumaður brotaþolanna D , C , A og E . Ákærði greiði þóknun réttargæslumannsins, sem þykir hæfilega ákveðin, að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumannsins og umf angs málsins, 2.232.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði aksturskostnað réttargæslumannsins 90.720 krónur. Þóknunin tekur einnig til starfa réttargæslumannsins á rannsóknarstigi málsins. Ákærða greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns B , Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin, að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins og umfangs málsins 1.813.500 krónur að með töldum virðisaukaskatti . Ákærði greiði aksturskostnað réttargæslumannsins 40.320 krón ur. Þóknunin tekur einnig til starfa réttargæslumannsins á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði annan sakarkostnað 664.480 krónur. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 60 D ó m s o r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í sex ár en til frádráttar refsivistinni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt frá 8. nóvember 2021 til dagsins í dag. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á Samsung S10 farsíma, Samsung Galaxy farsíma og því kynferðislega myndefni sem tilgreint er í ákæru og lögregla lagði hald á hjá ákærða við rannsókn málsins. Ákærði greiði B miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. nóvember 2021 til 16. mars 2022 en auk drá ttarvaxta samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði A miskabætur að fjárhæð 2.000.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. nóvember 2021 til 16. mars 2022 en auk dráttarvaxta samkvæ mt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2021 til 16. mars 2022 en auk dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. lagan na frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði E miskabætur að fjárhæð 1.200.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. febrúar 2021 til 16. mars 2022 en auk dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði D miskabætur að fjárhæð 1.0 00.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2021 til 16. mars 2022 en auk dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðslud ags. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, eru 8.928.000 krónur og skal ákærði greiða 7.142.400 krónur en 1.785.600 krónur greiðast úr ríkissjóði. Ákærði greiði aksturskostnað verjandans 348.000 krónur. Ákærða greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþolans B , Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 1.813.500 krónur og aksturkostnað réttargæslumannsins 40.320 krónur. Ákærði greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþolanna A , C , D og E , Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lö gmanns, 2.232.000 krónur og aksturskostnað réttargæslumannsins 90.720 krónur. 61 Ákærða greiði annan sakarkostnað 664.480 krónur.