Héraðsdómur Reykjaness Dómur 17. febrúar 2021 Mál nr. S - 1292/2020 : Héraðssaksóknari (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari) g egn Bogdan Catalin Nebeleac, (Lilja Margrét Olsen lögmaður) og Sigurð i Þorberg Ingólfss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur : I. Mál þetta, sem dómtekið var 4. febrúar sl. að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 14. maí 2020 á hendur Bogdan Catalin Nebeleac, kt . 000000 - 0000 , búsettum í Rúmeníu, og Sigurði Þorberg Ingólfssyni, kt. 000000 - 0000 , [...] , ,,fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 4. maí 2016 utan við [...] í Reykjavík ráðist á ökumann og farþega bifreið ar innar [...] , ákærði Sigurður Þorberg með því að hafa opnað hurðina ökumannsmegin og slegið A sem sat undir stýri margsinnis með hamri í höfuð og víðs vegar um líkamann og ákærði Bogdan Catalin Nebeleac með því að hafa opnað hurðina farþegamegin fram í og slegið farþegann B ítrekað í höfuðið með hnúajárni og einnig slegið A með hnúajárninu í andlitið er A reyndi að verja B fyrir höggunum. Hlaut A af árásinni mar yfir enni hægra og vinstra megin, eymsli yfir nefbryggju, mar á öxl og framhandlegg vinstra megin, líti nn skurð á olnboga vinstra megin og minniháttar mar á vinstra mjaðmarsvæði. Hlaut B af árásinni eymsli yfir höfði og hægri kinn. Telst háttsemi þessi varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir ti l refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Einkaréttarkröfur : Af hálfu A , kt. 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærðu verði sameiginlega (in solidum) gert að greiða tjónþola bætur að fjárhæð kr. 1.243.040 - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryg gingu nr. 38/2001, frá tjónsdegi til þess dags er mánuður er liðinn frá dagsetningu bótakröfunnar og dráttarvaxta skv. 9. gr. sömu laga til greiðsludags, sbr. 6. gr. vaxtalaga. Þá er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til að greiða hæfilegan kostnað vegna réttargæslu skv. ákvörðun dómsins, sbr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 217. gr. laga nr. 88/2008. Verði dómurinn ekki við þeirri kröfu að skipa brotaþola réttargæslumann er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til að greiða lögmannskostnað brotaþola við að koma bó takröfunni á framfæri og vegna hagsmunagæslu við meðferð málsins fyrir dómi skv. tímaskýrslu og málskostnaðarreikningi sem lögð verða fram við meðferð málsins. Krafan er gerð með vísan til 1. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Auk þess er krafist virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Af hálfu B , kt. 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærðu verði sameiginlega (in solidum) gert að greiða tjónþola bætur að fjárhæð kr. 743.040 - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá tjónsdegi til þess dags er mánuður er liðinn frá dagsetningu bótakröfunnar og dráttarvaxta skv. 9. gr. sömu laga til greiðsludags, sbr. 6. gr. vaxtalaga. Þá er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til að greiða hæfilegan kostnað vegna réttargæslu skv. ákvörðun dómsins, sbr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 217. gr. laga nr. 88/2008. Verði dómurinn ekki við þeirri kröfu að skipa brotaþola réttargæslumann er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til að greiða lögmannskostnað brotaþola við að koma bótakröfunni á framf æri og vegna hagsmunagæslu við meðferð málsins fyrir dómi skv. tímaskýrslu og málskostnaðarreikningi sem lögð verða fram við meðferð málsins. Krafan er gerð með vísan til 1. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Auk þess er krafist virðisauka Verjendur beggja ákærðu krefjast þess aðallega að ákærðu verði sýknaðir en til vara, komi til sakfellingar, krefjast þeir vægustu refsinga sem lög frekast heimila, og verði dæmd fangelsisrefsing að þá verði hún skilorðsbundi n. Verjendurnir krefjast þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verj e ndanna skv. málskostnaðarreikningum. 3 Dómari málsins tekur fram að hann hafi tekið við meðferð málsins 8. september 2020 en ekki haft nein af skipti af því fyrir þann tíma. Eftir að dómarinn tók við málinu hefur meðferð þess dregist þar sem ákærði Bogdan er nú búsettur í Rúmeníu. Skýrsla af honum fyrir dómi við aðalmeðferð málsins var tekin í gegnum fjarfundarbúnað. Aðalmeðferð málsins hófst 13. janúar sl. en þá var ákærði Sigurður forfallaður vegna veikinda. Aðalmeðferðinni var síðan framhaldið 4. febrúar sl. þar sem skýrsla var tekin af ákærða Sigurði og síðan fór fram munnlegur málflutningur. II. Lögreglu barst tilkynning 4. maí 2016 um að þrír menn hefðu ráðist að brotaþolum í máli þessu við [...] , Reykjavík, og þau væru á leið að Laugardalslauginni. Brotaþolar sögðu lögreglu að þrír menn á grárri bifreið hefðu ráðist á þau með hamri og piparúða þar sem þau hafi setið í bifreið fyrir utan heimili þeirra að [...] . Mennirnir hafi komið að bifreiðinni, rifið upp ökumannshurðina þar sem brotaþolinn A sat, veitt þeim högg og úðað einhverju á þau. Þegar brotaþolinn A hafi séð að mennirnir væru að ráðast á brotaþolann B , kærustu hans, hafi hann ba kkað út götuna og á bifreiðina sem árásarmennirnir voru á en hún hafi þá kastast hálf inn í húsagarð og setið þar föst. A bakkaði einnig á nokkrar aðrar bifreiðar áður en hann flúði og ók á brott. Brotaþolar komu aftur á vettvang þegar þau sáu að lögreglan var komin. Við [...] var bifreiðin [...] skáhallandi inn í garði. Vitni sögðust hafa séð brotaþolann A bakka bifreið sinni [...] á enda til að komast undan árásarmönnunum sem hafi verið þrír karlmenn og þeir hafi lamið bifreið A með hamri. Á vettvangi v oru fjórar bifreiðar sem höfðu skemmst þegar A ók á þær og þar fannst hamar sem var sagður hafa verið notaður við árásina. Bifreiðin [...] , sem árásarmennirnir voru sagðir hafa komið á, var fjarlægð af vettvangi af lögreglu en skráður eigandi hennar var ák ærði Bogdan. B var sýnd mynd af ákærða Bogdan og sagði hún að hann hafi verið einn árásarmannanna en hún sagði að ákærði Sigurður og C væru feðgar úr Hafnarfirði. Brotaþolar sögðust þekkja tvo af árásarmönnunum en það væru C og faðir hans Sigurður Ingólfss on, ákærði í máli þessu, en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom. Brotaþolar voru ekki með sjáanlega áverka en þau kvörtuðu undan verkjum og fóru á slysadeild. 4 Brotaþolar lögðu fram kærur hjá lögreglu 10. og 15. maí 2016. A sagði að tveir á rásarmannanna hafi verið ákærði Sigurður Þorberg og sonur hans C . Brotaþolinn A sagði að ákærði Sigurður Þorberg hafi lamið brotaþola með hamri og hafi höggin lent víðsvegar um líkamann en C hafi sprautað táragasi á brotaþola. Þriðji árásarmaðurinn, sem kæ randi þekkti ekki, hafi verið útlendingur og hann hafi lamið kærandann B en brotaþolinn A hafi reynt að verja hana með því að leggjast yfir hana. A kvaðst síðan ekki hafa átt annan kost en að reyna að komast undan árásarmönnunum og því bakkað bifreið sinni á fullu en hann hafi ekki séð neitt hvað hann var að gera vegna táragassins sem hafði m.a. lent í andliti hans. A kvaðst hafa verið mjög óttasleginn og talið að ákærði Sigurður myndi ekki hætta fyrr en hann væri búinn að berja brotaþolann A til bana með h amrinum. Kærandinn B sagði að henni og sambýlismanni hennar hafi verið veitt eftirför að heimili þeirra. Hún hafi þekkt tvo menn sem voru í bifreiðinni, sem veitti þeim eftirför, en það hafi verið ákærði Sigurður Þorberg og sonur hans C . Þeir ásamt þriðja árásarmanninum hafi komið hlaupandi að bifreið brotaþola og ákærði Sigurður Þorberg brotið afturrúðu í bifreið brotaþola með hamri. Ákærði hafi síðan opnað hurðina bílstjóramegin þar sem brotaþolinn A sat og byrjað að lemja hann í höfuðið með hamrinum en C hafi sprautað táragasi á brotaþolann A . Pólverji, sem hafi verið þriðji árásarmaðurinn, hafi opnað hurðina farþegamegin þar sem brotaþolinn B sat og lamið hana þrjú högg í höfuðið með hnúajárni. Brot aþolinn A hafi síðan náð að bakka bifreiðinni sem þau hafi verið á en lent þá á fimm bifreiðum og þ.m.t. bifreiðinni sem árásarmennirnir hafi verið á. Vitni D , [...] , Reykjavík, kvaðst hafa verið heima hjá sér umrætt sinn og heyrt mikinn hávaða úti og ha nn hafi strax grunað að það tengdist nágranna hans brotaþolanum A . En hann búi skammt frá vitninu en til hans sé oft óeðlilega mikil umferð fólks. Vitnið hafi síðan séð að eitthvað mikið hafi gengið á og því farið með síma sinn inn í herbergi íbúðarinnar o g byrjað að taka upp það sem fyrir augu bar. Hann kvaðst einnig hafa náð mynd af árásarmönnunum út um stofuglugga þar sem þeir hafi verið að yfirgefa vettvang eftir að hafa farið að bifreiðinni sem þeir komu á og tekið eitthvað úr farangursgeymslu hennar. Vitnið afhenti lögreglu upptökuna og myndirnar og eru þau gögn meðal rannsóknargagna. 5 Ákærði Bogdan veitti lögreglu heimild til að afla gagna úr síma hans og 4. maí 2016 kl. 21:32 til 21:43 var hann við Korngarða í Sundahöfn en útkall lögreglu að [...] var kl. 21:26. En eftir atvikið sáust tveir árásarmannanna ganga í átt að Sundagörðum ofan við Sundahöfn. Vitni sagðist hafa unnið með ákærða Bogdan hjá rútufyrirtækinu Gray line en það er með aðsetur við Klettagarða 2. Ákærði Sigurður hafi einnig unnið h já fyrirtækinu á sama tíma. Í janúar 2020 var sendur tölvupóstur á lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu með myndbandinu sem liggur frammi í málinu og spurt hvort þeir þekktu mennina sem sjá má á myndbandinu en það er frá vettvangi í umrætt sinn. Rannsóknarlö greg l umaður sagði Siggi stam og C . Varðstjóri sagði að litli í grænu peysunni væri C en stóri með skeggið væri Siggi stam. Annar varðstjóri sagði að þetta væri Siggi stam. Tveir lögreglumenn sögðust þekkja C . Lögreglunemi úr Hafnarfirði sagðist vera 99,9% viss um að sá í brúnu peysunni væri C . Samkvæmt læknisvottorði dags. 25. júlí 2017 leitaði brotaþolinn A á slysadeild í kjölfar atviksins. Hann var með mar á öxl og upphandlegg, yfirborðsáverka á höfði og lítinn skurð á olnboga. Samkvæmt læknisvottorði d ags. 19. júní 2016 var brotaþolinn B með yfirborðsáverka á höfði þegar hún leitaði á slysadeild í kjölfar atviksins. Ákærðu neituðu báðir sök við rannsókn lögreglu og sögðust ekki þekkja hvor annan en ákærði Bogdan sagðist þekkja einstaklinga sem heita Si ggi. III. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi: Ákærði Bogdan neitar sök og hann kvaðst hvorki þekkja meðákærða Sigurð, brotaþola né mann að nafni C . Ákærði kvaðst ekki hafa verið á vettvangi við [...] þegar atvik urðu 4. maí 2016. Hann kvaðst hafa starfað hjá Greyline en hann mundi ekki hvaða símanúmer hann hafi verið með á Íslandi en þau hafi verið nokkur en það séu fimm ár síðan hann hafi verið hér á landi. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna bifreið s em hann átti hafi verið á vettvangi en henni hafi verið stolið frá heimili hans. Hann kvaðst muna eftir E en þeir hafi unnið saman en ákærði kvaðst ekki muna eftir að hafa hringt í hann. Hann mundi eftir því að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins og þar hafi honum verið sýnt 6 myndband. Ákærða var einnig sýnt myndbandið við skýrslutökuna fyrir dómi en hann kvaðst ekki þekkja mennina sem þar sæjust og hann kvaðst ekki sjást þar. Ákærði Sigurður neitar sök og kvaðst ekki hafa verið á vettvangi í umr ætt sinn. Honum var sýnt hluti af myndbandinu, sem er meðal rannsóknargagna, en hann kvaðst ekki sjást þar og hann þekkti ekki mennirnir sem þar sæjust. Hann kvaðst hafa keyrt hjá TH flutningum á sínum tíma og það fyrirtæki hafi m.a. keyrt fyrir Gray line. Hann sagði að það gæti verið að ákærði Bogdan hafi unnið með honum. Hann kvaðst kannast við brotaþolann A síðan þeir hafi verið krakkar en hann veit ekki hver brotaþolinn B er. Ákærði sagði að sonur sinn hafi verið tengdasonur A fyrir nokkrum árum. Þegar atvik urðu kvaðst ákærði líklega hafa verið heima hjá sér og sonur hans hafi einnig verið þar. Ákærði kvaðst hafa notað hækju síðan 2012 eða 2013 eftir að hann lenti í umferðarslysi. Vitnið og brotaþolinn A sagðist hafa verið að koma heim til sín á bifr eið sinni og þá hafi hann séð bifreið sem hafi verið skringilega lagt nálægt heimili hans og henni hafi síðan verið ekið á eftir vitninu áleiðis að heimili þess. Þar hafi þrír menn komið út úr bifreiðinni og vitnið hafi þekkt þar ákærða Sigurð og son hans C . C hafi brotið afturrúðu á bifreið vitnisins en ákærði Sigurður rifið upp hurðina ökumannsmegin og byrjað að lemja vitnið með hamri. C hafi sprautað piparúða inn í bifreið vitnisins. Þriðji maðurinn, sem hafi verið útlendingur, hafi verið með hnúajárn og lamið eiginkonu vitnisins tvisvar eða þrisvar með því en hún hafi setið í farþegasæti bifreiðarinnar. Hann kvaðst hafa lagst ofan á eiginkonu sína til að vernda hana og síðan sett bifreiðina í afturábak gír og bakkað en hann hafi ekkert séð vegna piparúð ans og lent á bifreiðum sem hafi verið á vettvangi. Vitnið kvaðst hafa þekkt ákærða Sigurð lengi og C sonur hans hafi verið tengdasonur vitnisins á tímabili. Vitnið kvaðst ekki hafa þekkt þriðja manninn og vitnið hafi séð hann illa. Vitnið kvaðst ekki hafa verið í samskiptum við ákærða Sigurð á þeim tíma sem atvik urðu og vitnið kvaðst ekki vita tilefni árásarinnar. Vitnið fullyrti að við árásina hafi verið notaður hamar, sem ákærði Sigurður hafi verið með, og hnúajárn sem útlendingurinn hafi verið með. Vit nið sagði að ákærði Sigurður og C hafi verið þeim megin við bifreiðina þar sem vitnið sat en útlendingurinn hinu megin. Myndbandið sem liggur frammi í málinu var sýnt vitninu í dóminum og það fullyrti að þar sæjust ákærði Sigurður og C sonur hans. Vitnið sagði að ákærði Sigurður hafi ekki notað hækju eða annað hjálpartæki þegar atvik urðu en vitnað kvaðst vita að ákærði hafi lent í slysi eftir það. 7 Vitnið og brotaþolinn B sagði að hún og eiginmaður hennar hafi verið á bifreið á leið heim til sín þegar þa u hafi séð að bifreið veitti þeim eftirför. Vitnið hafi séð ákærða Sigurð og son hans koma að bifreið þeirra þegar hún hafði verið stöðvuð en vitnið þekki þá feðga. Ákærði Sigurður hafi opnað hurðina bílstjóramegin og byrjað að lemja eiginmann vitnisins en C hafi sprautað úða inn í bifreiðina. Þriðji maðurinn, sem hafi verið útlendingur, hafi opnað hurðina farþegamegin hjá vitninu og lamið vitnið þrjú þung högg í höfuðið með hnúajárni. En árásin hafi aðallega beinst að eiginmanni hennar. Vitnið sagði að han n hafi síðan lagst ofan á vitnið til að vernda það. Vitnið sagði að lögreglan hafi sýnt því mynd af skráðum eiganda bifreiðarinnar sem árásarmennirnir hafi verði á og það hafi verið ákærði Bogdan. Vitnið kvaðst ekki vita hvert tilefni árásarinnar hafi veri ð en hún og eiginmaður hennar hafi hvorki verið í sambandi við ákærða Sigurð né C áður en atvik urðu. Vitnið C , sonur ákærða Sigurðar, kvaðst ekki hafa verið á vettvangi í umrætt sinn og hann vissi ekki hvers vegna bent hafi verið á hann. Hann kvaðst þekkja vitnið A en vitnið hafi verið með dóttur hans á tímabili og vitnið kvaðst vita hver B sé. Vitnið kvaðst ekki þekkja ákærða Bogdan. Vitninu var sýnt myndbandið sem tekið var á vettvangi og vitnið kvaðst ekki þekkja þá menn sem þar sæjust. Þegar atvik urðu kvaðst vitnið hafa verið með föður sínum heima hjá honum en þeir hafi síðan farið til ömmu vitnisins en vitnið hafi þá búið hjá henni. Vitnið, E , kvaðst hafa verið að vinna með ákærða Bogdan hjá Greyline fyrir mörgum árum og þar hafi einnig unnið m aður að nafni Sigurður Ingólfsson. Vitnið kvaðst þekkja Bogdan en þeir hafi verið á sömu vakt og vitnið kvaðst vita að ákærði Bogdan og Sigurður Ingólfsson hafi þekkst. Vitnið kvaðst stundum hafa hitt ákærða Bogdan fyrir utan vinnutíma og líklega einnig ák ærða Sigurð en það hafi ekki verið oft. Vitnið kvaðst ekki vita hvort það hafi verið í sambandi við ákærða Bogdan 4. maí 2016 en þeir hafi stundum verið í sambandi fyrir utan vinnuna. Vitnið kvaðst ekki muna hvort ákærði Bogdan hafi rætt það að bifreið han s hafi verið stolið en vitnið kvaðst hafa séð að bifreiðin hafi verið tjónuð en vitnið kvaðst ekki muna hvort það hafi spurt ákærða Bogdan um ástæðu þess. 8 Vitnið, D , kvaðst hafa verið inn í stofu heima hjá sér þegar það hafi heyrt háreysti úti sem hafi vakið athygli vitnisins. Vitnið hafi farið inn í svefnherbergi og heyrt og séð þaðan menn takast á. Síðan hafi Pajero jeppabifreið verði bakkað á aðra bifreið og rutt henni inn í garð í nágrenninu. Tveir menn hafi síðan gengið að bifreiðinni og tekið eitthvað úr farangursgeymslu hennar en síðan hafi þeir gengið í átt að Kleppsvegi og Sundagörðum. Vitnið kvaðst ekki hafa þekkt þá sem voru í átökum og ekki séð vopn en af öskrum hafi vitnið merkt að einhver hafi verið óttasleginn. Vitnið kvaðst hafa tekið myndband út um glugga á heimili sínu og það hafi afhent lögreglu myndbandið. Vitnið, F , kvaðst hafa heyrt mikinn hávaða fyrir utan heimili sitt og farið út í glugga. Hún hafi séð mann rífa upp hurð farþegamegin á bifreið og það hafi glitt í eitthvað sem líklega hafi verið hnúajárn. Annar maður hafi verið hinu megin við bifreiðina og brotið rúðu í henni með einhverju áhaldi. Vitnið kvaðst hafa séð tvö menn ráðast að bifrei ðinni sitt hvoru megin en vitnið hafi ekki séð vel hvað gerðist ökumannsmegin við bifreiðina og það hafi ekki séð hvernig þetta hafi endað. Vitnið, G , kvaðst hafa heyrt hávaða úti og séð slagsmál við bílstjóra í bifreið fyrir utan heimili vitnisins. Vitn ið kvaðst hafa séð mann brjóta rúðu í bifreiðinni bílstjóramegin en vitnið kvaðst ekki hafa séð neinn farþegamegin. Vitnið hafi síðan farið og hringt á lögregluna og því ekki séð meira hvað gerðist. Vitnið kvaðst ekki hafa séð vopn. Rannsóknarlögreglumað ur sem vann að rannsókn málsins sagði að daginn eftir að atvik urðu hafi ákærði Sigurður og C verið í fangageymslu vegna annars máls en í frumskýrslu lögreglu hafi nöfn þeirra komið fram. Á þeim tíma kvaðst vitnið ekki hafa haft myndbandið sem liggur framm i í málinu en ákærði Sigurður og C hafi neitað að hafa verið á vettvangi. Vitnið kvaðst síðan hafa skoðað myndbandið ásamt fleiri lögreglumönnum og þeir hafi þá þekkt ákærða Sigurð og C . Vitnið sagði að ákærði Bogdan hafi átt bifreiðina, sem ákærðu komu á á vettvang, og kvaðst vitnið ekki hafa verið í vafa um þegar vitnið tók skýrslu af Bogdan að hann sæist á myndbandinu. Vitnið sagði að símagögn hafi sýnt að ákærði Bogdan hafi verið í sambandi við símanúmer sem lögregla vissi að ákærði Sigurður væri með en númerið hafi ekki verið skráð. En ákærði Sigurður hafi m.a. svarað þegar hringt hafi verið í umrætt símanúmer. Vitnið fullyrti að miðað við símagögnin þekktust ákærðu. Vitninu var sýnt myndbandið við skýrslutökuna 9 fyrir dómi og kvaðst það þekkja ákærða Bo gdan og C þar. Vitnið kvaðst ekki hafa þekkt ákærða Sigurð á þeim tíma þegar atvik urðu en eftir að vitnið hafi séð hann kvaðst vitnið þekkja ákærða Sigurð á myndbandinu. Lögreglumaður sem fór á vettvang sagði að átökin hafi verið yfirstaðin þegar lögregl a kom þangað. En þar hafi bifreið verið hálf inn í garði og tjón sjáanlegt á fleiri bifreiðum. Vitnið sagði að lögreglumenn hafi rætt við brotaþola á vettvangi og þau hafi sagt að ákærði Sigurður, C og útlendingur hafi ráðist á brotaþola. Brotaþolar hafi b ent á bifreið sem árásarmennirnir hafi verið á og við uppflettingu á eiganda bifreiðarinnar hafi komið upp mynd af eiganda hennar og hafi brotaþolinn B sagt að hann væri útlendingurinn sem hafi tekið þátt í árásinni. Vitnið sagði að hamar hafi fundist á ve ttvangi og brotaþolar hafi sagt að hann hafi verið notaður í árásinni en vitnið hafi ekki heyrt að hnúajárn hafi verið nefnt. Læknirinn, sem gaf út áverkavottorð, vegna áverka brotaþola staðfesti vottorð sín fyrir dómi. IV. Niðurstaða: Ákærðu er báðum gefin að sök alvarleg líkamsárás en þeir neita báðir sök. Ákærði Bogdan kvaðst ekki þekkja meðákærða Sigurð en hann þekki menn sem heiti Siggi. Ákærði Sigurður kvaðst ekki þekkja ákærða Bogdan en það geti verið að þeir hafi unnið saman fyri r nokkrum árum. Ákærðu segjast ekki hafa verið á vettvangi þegar atvik urðu. Báðir brotaþolar báru um það strax á vettvangi að ákærði Sigurður hafi tekið þátt í árásinni og einnig sonur hans C en brotaþolar þekktu þá. Brotaþolanum B var sýnd mynd af ákær ða Bogdan á vettvangi og sagði hún að hann hafi verið meðal árásarmanna. Fyrir dómi báru báðir brotaþolar á sama veg. Ekkert er fram komið í málinu sem bendir til þess að fullyrðingar brotaþola varðandi árásarmennina séu rangar. Þvert á móti styður annað þ að sem fram er komið í málinu að ákærðu hafi tekið þátt í árásinni, sbr. eftirfarandi. Árásarmennirnir komu á vettvang á bifreiðinni [...] en hún var skráð eign ákærða Bogdans. Ákærði Bogdan gat ekki gefið skýringu á því hvers vegna bifreiðin var á 10 vettva ngi og hann hafði ekki fyrir atvikið tilkynnt um að henni hafi verið stolið en gerði það daginn eftir að atvik urðu. Rannsóknarlögreglumaður, sem vann að rannsókn málsins, sagðist hafa skoðað myndbandið sem tekið var á vettvangi ásamt fleiri lögreglumön num og þeir hafi þá þekkt þar ákærða Sigurð og son hans C . Vitnið kvaðst ekki hafa þekkt ákærða Sigurð þegar atvik urðu en eftir að hafa séð hann væri hann þess fullviss að ákærði Sigurður sæist á myndbandinu. Vitnið kvaðst síðan ekki hafa verið í vafa um þegar hann tók skýrslu af ákærða Bogdan að hann sæist á myndbandinu. Þá fullyrti vitnið að miðað við símagögn sem hafi verið skoðuð við rannsókn málsins sé ljóst að ákærðu hafi þekkst og verið í sambandi. En sími Bogdans hafi m.a. verið í sambandi við síma númer sem lögregla vissi að ákærði Sigurður var með en það hafi verið óskráð númer. Vitnið, E , kvaðst hafa unnið með ákærða Bogdan hjá Greyline fyrir mörgum árum og þar hafi einnig unnið maður að nafni Sigurður Ingólfsson. Vitnið kvaðst þekkja Bogdan en þeir hafi verið á sömu vakt og vitnið kvaðst vita að ákærði Bogdan og Sigurður Ingólfsson hafi þekkst. Að ofansögðu virtu þykja framburðir beggja ákærðu í málinu ekki trúverðugir og verða framburðir þeirra ekki lagðir til grundvallar þegar komist verður a ð niðurstöðu í málinu. Ekkert er fram komið í málinu sem bendir til þess að einhverjir aðrir en ákærðu hafi tekið þátt í umræddri árás með þeim hætti sem fram hefur komið. Þá er ekkert fram komið um það að brotaþolar hafi haft hag af því að bera um þátt á kærðu í árásinni, ef það væri ekki rétt, fyrir utan það að skýra satt og rétt frá. Því verður ekki séð að brotaþolar séu ranglega að bera um þátt ákærðu í árásinni en þau hafa allt frá upphafi sagt að ákærði Sigurður hafi átt þar hlut að máli. Brotaþolinn B sagði á vettvangi að ákærði Bogdan hafi tekið þátt í árásinni en henni var sýnd mynd af honum sem skráðum eiganda bifreiðarinnar sem árásarmennirnir komu á á vettvang. Rannsóknargögn málsins benda síðan ótvírætt til þess að ákærði Bogdan hafi tekið þátt í árásinni. Með vísan til alls ofanritaðs þykir hafið yfir skynsamlegan vafa og sannað að ákærðu hafi gerst sekir um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru og með þeim 11 afleiðingum sem þar er lýst. Þó þykir ekki sannað að ákærði Bogdan hafi barið brotaþolann A með hnúajárni. Eins og atvikum málsins er háttað verður ekki gerður greinarmunur á þætti ákærðu í árásinni að brotaþolum. Við árásina notuðu þeir m.a. hamar sem er stórhættulegt verkfæri. Þykir háttsemi ákærðu því réttilega heimfæ rð til refsiákvæða í ákæru. Refsingar: Ákærðu hafa unnið sér til refsingar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða Sigurðar dags. 13. maí 2020 var hann í júní 1996 dæmdur í þriggja mánaða sk ilorðsbundið fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás og í mars 2010 var hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi sömuleiðis fyrir minniháttar líkamsárás og vopnalagabrot. Loks var hann í október 2014 dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir minniháttar l íkamsárás en skilorðsdómurinn frá 2010 var þá dæmdur upp. Samkvæmt sakavottorði ákærða Bogdans hefur hann ekki áður sætt refsingu á Íslandi. Ákærðu tóku báðir þátt í atlögu að brotaþolum þegar atvik urðu. Þrátt fyrir að líkur standi til þess að aðeins ákærði Sigurður hafi beitt hamri í umrætt sinn þykir ekki ástæða til að gera greinarmun á þætti ákærðu í líkamsárásinni eins og atvikum málsins er háttað. Það var beitt hættulegu tæki í árásinni og hefur í raun hending ein ráðið því að afleiðingar árásari nnar hafi ekki orðið mun alvarlegri. Við ákvörðun refsingar verður m.a. höfð hliðsjón af 1. og 3. tölulið 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakaferli ákærða Sigurðar þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði en refsing ákærða Bogdans þykir hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Ákæra í málinu var gefin út 14. maí 2020 eða rúmlega fjórum árum eftir að atvik urðu. Verulegur dráttur varð því á rannsókn málsins sem ákærðu verður ekki kennt um. Með v ísan til þess þykir ekki annað fært en að skilorðsbinda refsingu beggja ákærðu og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hvað varðar skilorðsbind ingu refsingu ákærða Bogdans er einnig að líta til þess að hann hefur ekki áður sætt refsingu hér á landi svo kunnugt sé. Einkaréttarkröfur: 12 Samkvæmt framansögðu hafa ákærðu verið sakfelldir fyrir líkamsárás gagnvart brotaþolum. Með hinni refsiverðu hát tsemi hafa ákærðu bakað sér skaðabótaábyrgð og eiga brotaþolar því rétt á miskabótum úr hendi ákærðu á grundvelli b. - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Brotaþolinn A hefur sett fram í málinu einkaréttarkröfu að höfuðstól 1.000.000 kr. auk vax ta og lögmannskostnaðar en brotaþolinn B hefur sett fram í málinu einkaréttarkröfu að höfuðstól 500.000 kr. auk vaxta og lögmannskostnaðar. Með hliðsjón af málavöxtum og þ.m.t. afleiðingum af háttsemi ákærðu þykja miskabætur til handa brotaþolanum A hæfile ga ákveðnar 400.000 kr. en til handa brotaþolanum B 250.000 kr. Ekki verður ráðið af gögnum málsins að bótakröfurnar hafi verið birtar ákærðu fyrr en við birtingu ákæru en verjanda ákærða Sigurðar á rannsóknarstigi málsins var birt ákæran fyrir hönd ákærða 9. júní 2020 en ákæran var skv. umboði birt fyrir verjanda ákærða Bogdans 2. september sl. Rétt þykir eins og á stendur að miða upphafsdag dráttarvaxta við 10. júlí 2020. Samkvæmt því skulu ákærðu greiða in solidum vexti á dæmdar miskabætur skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 4. maí 2016 til 10. júlí 2020 en dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi og til greiðsludags. Með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skulu ákærðu greiða in solidum hvorum brotaþola um sig 200.000 kr. í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatt i (samtals 400.000 kr.). Sakarkostnaður: Ákærði, Sigurður Þorberg Ingólfsson, greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 950.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 175.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði Bogdan Catalin Nebeleac greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Lilju Margrétar Olsen lögmanns, 950.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, og málsvarnarlaun verjanda síns á rannsók narstigi málsins, Katrínar Smára Ólafsdóttur lögmanns, 172.980 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærðu greiði in solidum annan sakarkostnað 56.800 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: 13 Ákærði, Sigurður Þorberg Ingólfs son, sæti fangelsi í tíu mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningaralaga nr. 19/1940. Ákærði, Bogdan Catalin Nebeleac, s æti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningaralaga nr. 19/1940. Ákærðu, Sigurður Þorberg Ingólfsson og Bogdan Catalin Nebeleac, greiði in solidum brotaþolanum A , 400.000 kr. í skaðabætur og brotaþolanum B , 250.000 kr. í skaðabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 4. maí 2016 til 10. júlí 2020 en auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærðu greiði brotaþolum in solidum 400.000 kr. í málskostnað. Ákærði, Sigurður Þorberg Ingólfsson, greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 950.000 kr. og málsvarnarlaun verjanda síns á rannsó knarstigi, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 175.000 kr. Ákærði, Bogdan Catalin Nebeleac, greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Lilju Margrétar Olsen lögmanns, 950.000 kr. og málsvarnarlaun verjanda síns á rannsóknarstigi, Katrínar Smára Ólafsdóttur lö gmanns, 172.980 kr. Ákærðu greiði in solidum annan sakarkostnað 56.800 kr. Ingi Tryggvason